Tíminn - 13.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1947, Blaðsíða 2
2 TlUIW. iöstndagiim 13. jiiní 194Y 107. blatS Föstudagur 13. júní Barátta koramúnista fyrir raeiri dýrtíð Það er býsna lærdómsríkt að lesa Þjóðviljann um þessar mundir. Það gefur góða yfirsýn um, hvernig öfgamenn haga málflutningi sínum. Öðrum er kennt um það, sem þeir eru valdir að sjálfir. Dag eftir dag syngur Þjóðviljinn þann söng, að Dagsbrúnarverkfallið sé verk ríkisstjórnarinnar. Ókunn- ugir mættu vel fara að halda, að það hafi verið hún, sem knúði fram uppsögn Dagsbrúnarsamn- inganna og hvatti önnur verka- lýðsfélög til hins sama. Svo kappsamlega eigna nú kom múnistar ríkisstjórninni sín eigin verk. Þessi áróður Þjóðviljans mun hins vegar ekki villa það fyrir neinum manni með óbrjálaða dómgreind, að kommúnistar eru einir upphafsmenn verkfallsins og bera einir ábyrgð þeirra af- leiðinga, sem það getur haft. Að visu geta þeir kannske haft sér það til afsökunar, að þeir séu ekki sjálfráðir gerða sinna, heldur verði að dansa eftir „línu“ frá hærri stöðum og haga vinnubrögðum sínum í samræmi við það, er flokksbræður þeirra gera annars staðar í heiminum. Og það er gamla „línan“, sem nú er dansað eftir, að knýja fram verkföll, aukna dýrtíð og atvinnuleysi í þeirri von, að neyð og örvænting verkalýðsins geri hann móttækilegastan fyrir byltingartrúna. Þrátt fyrir þetta ber að gefa þvi fullan gaum, þótt tilgang- ur kommúnista með verkfalls- bröltinu sé eingöngu pólitísks eðlis, að kröfurnar um kjara- bætur eiga mikinn hljómgrunn meðal verkamanna. í stjórnar- tíð þeirra Áka og Brynjólfs var byrjað að falsa dýrtíðarvísitöl- una stórlega, m. a. á húsaleigu- liðnum einiim um marga tugi stiga. Þannig hefir afkoma yerkamanna verið stórlega s&ert. Núv. ríkisstjórn hefir neyðst til að framfylgja þessaxi stefnu Áka og Brynjólfs, sem þeim fannst ekkert. varhugarerð meðan þeir gátu hreykt sér í ráðherrastólunum. Verkamenn vilja eðlilega fá bætiir- ráðnar á þessu og það tækifæri gripu kommúnistar, þegar þeir ultu úr ráðherrastólunum, þótt þeir lét- ust ekki sjá það áður. En það var ekki frekar en fyrr um- hyggja fyrir verkalýðnum, er stjórnaði þeim afskiptum þeir-ra. í stað þess að láta verka- menn hefja baráttu fyrir raun- þæfum kjarabótum, eru þeir ginntir til að hefja baráttu fyrir kauphækkun, sem bersýnilega myndi nú ekki leiða til annars en aukinnar dýrtíðar og at- vinnuleysis. Það eru valda- og byltjngar- draumar kommúnista., sem hér ráða gerðum þei^i'a eins og endranær, en ekki' áhuginn fyrir velferð verkajýðsins. Ef kommúnistar hefðu haft minnsta áhuga fyrir velferð yerkamanna, hefðu þeir í fyrsta lagi átt að hefjast handa um leiðréttingu á málum þeirra meðan þeir sátu í ríkisstjórn- inni og í öðru lagi, þegar þeir létu sig þessi mál loks varða, beint kjarabótabaráttu þeirra inn á aðra braut en kauphækk- unarbrautina. Það, sem verkamenn þurfa að láta sér skiljast, er þaðr að ekki STEFÁN JASONARSON: Einn dagur í Haukadal Á þessu ári átti íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar í Haukadal 20 ára afmæli og Sigurður sjálfur 25 ára starfsafmæli, sem sam- bandsstjóri héraðssambandsins „Skarphéðins“. — 26. maí s. 1. heimsóttu eldri nemendur Sigurðar skólann og er afmælisfagn- aðinum lýst í þessari grein. Það var margt manna saman an Bergmann. Flutti hann aðal- komið í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal þann 26. maí sl. En þann dag var haldið nemendamót í skólanum í tilefni þess, að á þessu ári á skólinn 20 ára starfsafmæli. Voru það nemendur úr flest- um árgöngum skólans, sem sóttu mótið, m. a. tveir af þeim er dvöldu við nám í skólanum fyrsta veturinn sem hann starf- aði. Þarna voru ýmsir komnir langa vegu að, til að minnast hins merka afmælis sikólans og rifja upp gömul kynni með fyrr- verandi skólafélögum, eina dag- stund í Haukadal. Um hádegis- bilið voru flestir mótsgestir mættir við skólann. íslenzki fán- inn blakti við hún í vorgolunni. Hinir skæru litir fánans settu hátíðasvip á skólann og: um- hverfi hans. Um kl. 1 e. h. hófsfc mótið með sameiginlegu boröhaldi í hinum nýja og glæsilega í- þróttasal skólans. Sigurður Greipsson skólastjórt bauð nem- endur velkomna, með stuttri ræðu. Næstur tók fcil máls Kjart- er til nema ein leið til öruggr- ar og batnantíi lífsafkomu. Það er að ráðast, g,eg;n dýrtíðinni og lækka framfærslukostnaðinn. Þetta er líka mál atvinnuveg- anna, sem eru komnir að stöðv- un. Um þessa lausn málsins þurfa vinnandi stéttir landsins að ^ameinast, og raunar er þar ekki nema e.inn höfuðþrándur í götu. Þessi þrándur eru kom- múnistarn.ir, sem berjast fyrir aukinni dýrtíð og hefir nú í bili tekizt að ginna allstóra hluta verkalýðsins til fylgis við sig i þeirri baráttu. Einn mikil- væ^asti áfangi verkalýðsins til örniggrar lífsafkomu er að taka ttf þeim ráðin og láta þá og dýr- tiðína fara í sömu gröf. ræðuna af hálfu nemenda og mælti fyrir minni skólans. Árn- aði hann skólanum allra heilla, en nemendur tóku undir það með ferföldu húrrahrópi. Kjart- an afhenti Sigurði skólastjóra að gjöf skrifborð eitt forkunnar fagurt og hinn mesta kjörgrip. Silfurplata er framan á borðinu og á hana letrað, að þetta sé gjöf frá glímunemendum hans og sé það viðurkenning fyrir þann mikla skerf, er Sigurður hafi lagt fram til framgangs glímunni. Er Kjartan hafði lokið máli sínu, flutti Sigurður Greipsson langa og mjög athygl- isverða ræðu. Rakti hann þró- unarsögu skóla síns frá upphafi. Kom þar margt merkilegt fram, sem vert er að gaumur sé gefinn. Þá kvaddi sér hljóðs Eyþór Ein- arsson. Áfhenti hann Sigurði að gjöf dagstofuhúsgögn' stóla, borð og skáp. Er það gjöf frá nemendum Sigurðar á héraðs- sambandssvæði „Skarphéðins” ásamt ungmennafélögum é sambandssvæðinu. En Sigurður Greiþsson á á þessu ári 25 ára starfsafmæli sem sambands- stjóri héraðssamb. „Skarphéð- ins‘„ Að síðustu kvaddi Bóas Emils- son sér hljóðs og mælti fyrir minni húsfreyjunnar, Sigríðar Bjarnádóttur, konu Sigurðar. En hún hefir ávallt verið manni sínum mjög samhent við skóla- starfið. Og er það ekki hvað sízt fyrir hennar fórnfúsa starf í þágu skólans, að í Haukadal hefir undanfarna áratugi verið sannkallað skólaheimili. Þegar staðið var upp frá borðum, tókust allir nemendur í hendur og hrópuðu einum munni: „Njóttu heill“. En sá er jafnan siður i Haukadal, er mál- •tíð er lokið. Næst var svo haldið austur á íþróttavöll skólans og dvalið þar langa stund undir stjórn skólastjóra, við alls kon- ar íþróttir: kúluvarp, kringlu- kast, spjótkast, langstökk, þrí- stökk o. fl. Var það hin bezta skemmtun og þátttaka mjög al- menn. Á heimleið af íþróttavell- inum staðnæmdist hópurinn hjá stórum og hnellþungum blá- grýtissteini, sem „Haukdælir“ kannast við undir nafninu „Fullsterkur". „Þarna er svo steinn handa ykkur að taka upp, drengir", sagði skólastjóri um leið og hann snart steininn með spjótsoddinum, og leit ögrandi yfir hópinn. Mótsgestir sáu, að hér var heiður nútímaæsku- mannsins í veði, ef ekkert var aðgert. Þreyttu þeir því fang- brögð við „Fullsterk“ hver eftir annan. Og sjá, nær allir reynd- ust „fullsterkir“ að þessu sinni, enda skorti ekki eggjunarorðin frá áhorfendum. Frá Fullsterk var haldið í gamla leikfimissal- inn og skemmtu menn sér þar góða stund við alls konar stökk á dínu og ýmsar aðrar æfingar. Var þátttaka í stökkunum mjög almenn og urðu þeir eldri sem „ungir í annað sinn“, er þeir voru nú komnir á „fornar slóð- ir“ í Haukadal. Eftir stökkin var glímt, höfðu nokkrir nem- endur haft með sér glímubelti. Voru þau nú óspart notuð. Glím- unni lauk með því, að Guð- mundur Ágústsson núverandi glímukappi íslands og Kjartan Bergmann gengu fram og glímdu nokkrar glímur að beiðni skóla- stjóra. Var það tilkomumikil sjón, og eftirminnileg, að sjá þessa glímusnillinga meðhöndla vora þjóðar-íþrótt af sinni snilli og kunnáttu. Að síðustu var „farið í laugina“ að gömlum og góðum Haukdæla sið. Lauk sundinu með „Bænda- boðsundi“. Hvort núverandi ís- lands met var sett í verulega hættu, er mér ekki kunnugt, en hitt er víst, að knálega tóku þeir sundtökin, sem kappsundið þreyttu. Síðasta þætti nemenda- mótsins lauk svo með sameig- inlegri kaffidrykkju í nýja í- þróttasalnum. Skemmtu menn sér þar lengi kvölds við ræðu- höld, söng og annan gleðskap. Paul W. Kearney: Tíu skynsömustu dýrin Eitt sinn, er ég var á ferð í bif- reið ásamt konu minni í skógi- vöxnu fjalllendi skammt frá Bergen,, sáum við allt i einu þrjá ið af þessum atburði og það varð upphaf að margvíslegum frásögnum og orðræðum um greind dýranna, og hvað átt væri birni standa á vegarbrúninni. við með því að kalla dýr greint. Er viS komum nær, sáum við, að þftfita var bima með tvo húna. Birrrni lét nú húnana standa kyrra á vfegbrúninni en gekk sjálf inn á miðjan veginn, reis þar upp á afturfæturna og veif- aði til okk.ar með annarri fram- ■loppunni. Hún var auðsjáanlega að gefa okkur merki um, að íiema stíaðar. Við onnuðum gluggann lítils- háttar og hemluðum bifreiðina. Ég grei.p myndavélina í snatri, og'konan mín kastaði fáeinum súkkuliaðimolum út. En birnan snerti þá ekki, okkur til mik- illar undrunar, heldur benti húnuaum að koma út á veginn oð tsvka bitana. Okkur flaug þegar í hug, að gamla birnan væri að kenna börnum sínum að sn íkja mat af ferðafólki. Okkur fannst þetta vera aug- ljóst dæmi um skynsemi og hugsun dýranna. Við sýndum nokkrum kunningjum okkar myn> flirnar, sem yið höfðum tek- Við komumst yfir tvær skrár, gerðar af þeim dr. William T. Hornaday, fyrrum forstöðu- manni Bronx-dýragarðsins í New York og eftirmanni hans, dr. W. Redi Blair. Þeir hafa báð- ir gert merkar athuganir á sál- arlífi dýra. Tölurnar í skýrsl- unum merkja greindar-vísitölu dýranna, og er þá miðað við erfðir, eftirtekt, námsgetu, sam- setningarhæfileika o. fl. Tölurn- ar eru miðaðar við hámarkstöl- una 1000. Skýrsla dr. Blairs: 1. Simpansinn (925) 2. Orangútaninn (850) 3. Indverski fíllinn (800) 4. Gorillan (800) 5. Hundurinn Í750) 6. Bjórinn (725) 7. Hesturinn (725) 8. Sæljónið (700) 9. Björninn (650) 10. KöttúEinn (600) Skýrsla dr. Hornadays: 1. Simpansinn (925) 2. Orangútaninn (850) 3. Indverski fíllinn (850) 4. Hesturinn (850) 5. Hundurinn (850) 6. Ljónið (725) 7. Björninn (725) 8. Bjórinn (725) 9. Jarfinn (700) 10. Rauðrefurinn (600) En hvað eigum við annars við með greind hjá dýrum? Er það hæfileikinn til þess að læra að leika ýmiss konar listir? Eða er það erfð eða reynsla dýranna? Kólibrífuglinn byggir sér hreið- ur, sem er miklu vandaðra en dyngja hrafnsins. Hvort sýnir þetta meira vit eða heimsku hjá honum? Bjórinn getur stíflað ár betur en bæði ég og þú. Skyldi þetta vera sönnun þess, að hann sé okkur greindari? í Bronx-dýragarðinum ákváðu menn að fá -bjórana til þess að gera stíflu og uppistöðu á allt öðrum stað, en. þeir voru vanir. Efni var flutt þangað, sem menn vildu láta þá byggja slífluna. Eyja var gerð í ána á þeim stað. Safnað var saman trjábútum, greinum og laufi og staflað upp á eyjunni. Já, menn voru meira að segja svo hugulsamir að byrja að grafa ofurlítil göng undir eyjuna. Síðan biðu menn Nemendur þökkuðu skólastjóra og konu hans fyrir stórhöfðing- legar og ógleymanlegar viðtök- ur. En skólastjóri þakkaði nem- endum sínum fyrir komuna og ánægjulegar samverustundir og hlýhug þeirra til skólans. Að síð- ustu las hann upp heillaskeyti, sem borizt höfðu í tilefni móts- ins, m. a. frá íþróttafulltrúa ríkisins, Glimufélaginu Armanni svo og ýmsum nemendum Sig- urðar, sem fjarverandi voru og ekki gátu sótt mótið...... Þessi dagur okkar í Hauka- dal var nú brátt á enda, — horf- inn inn í fortíðina á eftir bræðr- um sínum. Kvöldhúmið færðist yfir dalinn ,skuggarnir lengdust, sólin — drottning hins íslenzka vordags — sem hafði verið fyrr um daginn falin bak við þykkan gosmökk eldfjalladrottningar- innar í suðri, birtist nú í allri sinni töfrandi fegurð vorkvölds- ins og sendi sína síðustu geisla yfir brúnir Bjarnarfells. Það var eins og hún vildi gera sitt bezta til að skilnaðarstund okkar Haukdælinganna yrði sem há- tíðlegust. Jafnvel vorgolan, sem að allt til þessa kom allgustmik- il lengst norðan af öræfum, kyrrðist nú svo, að íslenzki fán- inn bærði ekki á sér, heldur draup í þögulli ró á stönginni. Menn skiptust á hlýjum kveðj- um á hlaðinu fyirr fram^a skól- ann, og þökkuðu hver öðrum fyrir ánægjulegan dag....... Á þessari skilnaðarstund okk- ar nemenda Sigurðar Greips- sonar, er hver og einn hélt aftur til sinna heimkynna, eftir ó- gleymanlegan dag í Haukadal, hvarflaði hugurinn ósjálfrátt 20 ár aftur í tímann. Þá var hér á þessum stað auðn ein og hvergi stóð steinn yfir steini. Nú er hér á „Söndunum" við Geysi eitt glæsilegasta skólasetur þessa lands, sem á hverjum vetri skapar 30—40 æskumönnum ó- metanlega möguleika til aukins þroska andlega og líkamlega. Það eru nú nálega 20 ár síðan bóndasonurinn í Haukadal, hinn víðkunni íþróttakappi og glímu- konungur íslands í 5 ár sam- fleytt, kemur heim frá Dan- ■mörku eftir að hafa dvalið þar á íþróttaskóla Níels Buck á Ole- rup. Sezt hann hér að á apsku- stöðvum sínum, staðráðinn í því (Framhald á 3 síðu). átekta um skeið. Margir dagar liðu, en ekkert gerðist. Á átt- unda degi sást einn bjór synda umhverfis eyjuna með grein í munninum og síðan komst hreyfing á hlutina. Bjórarnir þyrptust að og tóku ötullega til starfa. En hvað haldið þið, að þeir hafi gert? Þeir fluttu allt þetta hentuga byggingarefni alllangan veg upp með ánni að þeim stað, er þeir höfðu sjálfir ákveðið til stíflugerðarinnar. En maður skyldi samt varast að líta á skynsemi dýranna í sama ljósi og mannlega greind. Amerískur sálfræðingur hefir skýrgreint greind á eftirfarandi hátt: „Greind er hæfileiki til þess að notfæra sér fýrri reynslu við úrlausn nýrra viðfangsefna". Ef greind dýranna er dæmd eftir þeim mælikvarða, er engum efa bundið, að Simpansinn er allra dýra greindastur. Hann er nám- fúsastur og fljótur að læra. Fíll- inn er líka ótrúlega fljótur að læra margs konar listir. Hann getur venjulega leikið langt hlutverk á leiksviði í fjölleika- húsi, án nokkurrar leiðsagnar. í Bronx-dýragarðinum lærði fíll að anza í símann þegar hringt var. Hann gekk að síip- anum, tók heyrnartólið með ran- anum og lagði það við eyrað. Hann lærði þetta með örfáum Kveðjuorh Það var á fögru vetrarkvöldi, máninn sló fölva á jörðina, sem var auð, og bar lit bliknandi blóma. Þetta kvöld, eins og svo mörg önnur, voru menn að koma og fara — ég var á heimleið og við hlið mína var allt í einu kominn maður, dökkur á brún og brá, ólíkur öllum, sem ég hafði áður kynnzt. Við skiptum kveðjum, sögðum hvor öðrum nöfn okkar eins og gengur, eftir að hafa fylgt mér talsvert á leið, og eftir það að vita erindi hans, sem allt gekk að óskum — vissi ég, að þetta var nýi síma- og póststjórinn okkar, Guðmundur Stefánsson. Nokkur tími leið, kynning okkar varð að vináttu og það á þann hátt, að á fullu trausti var byggt, sáum eflaust hvor annars galla og þá um leið hina hliðina — sönn vinátta bygg- ist á gágnkvæmum skilningi og trausti. — Óvenjulega vinmargur varst þú og undraði það engan, sem þig þekkti. Að morgni hringdi síminn — spurt var eftir Guðmundi Stef- ánssyni — þá var verið að bera hann inn í hús sitt — dáinn. Löng, löng þögn, fregnin smaug inn að hjartarótum — þetta var ómögulegt, svona snögglega. Þannig var það, hann var horfinn okkur. Hryggir vorum við vinir hans og lamaðir. — Minnríng þin er okkur kær og við þökkum þér drengskapinn og hjálpfýsina, sem einkenndi allt þitt starf — hvernig sem á stóð og án allrar hlífðar við sjálfan þig og sem við vitum, að þú hlýtur betri laun fyrir, en við menn getum í té látið. Urn leið og tónarnir bárust gegnum hljóðnemann frá útför þinni, hvarf skyndilega hríðar- muggan, sem var yfir héraðinu og sólin varpaði ljóma sínum á Vopnafjörð, geislar hennar ljómuðu í hverjum glugga — þarsjig flutti hún okkur Vopn- firðingum hinztu kveðjuna þína. Á þessu fagra vetrarkvöldi sló máninn fölva á jörðina, sem nú var hulin hvítum hjúpi — þetta kvöld, eins og svo mörg önnur eru menn að koma og f^ra. Vinur. æfingum á tveim dögum. Það, sem dýrin kenna sjálfum sér og hvert öðru, er oft mjög eftirtektarvert. Fílarnir í Bronx- dýragarðinum lokuðu hurðinni hjá sér vandlega þegar kalt var um nætur, en væri hlýtt í veðri, létu þeir dyrnar vera opnar. Ég sá einu sinni gæzlumann opna hurðina upp á gátt, eftir að fíll hafði lokað henni á eftir sér. Fíllinn sneri sér tafarlaust við og lokaði henni aftur, og þó var það tölúvert vandaverk, því að lokan var erfið viðfangs, gerð af hring og keðju, sem þurfti að koma fyrir á réttan hátt. Eng- inn hafði kennt honum. þetta. Hann hafði lært það af sjálfs- dáðum. Björninn Bob var heldur ekki skyni skroppinn. Það sást greinilega, er nýr björn var sett- ur í girðinguna. til hans. Þetta var grimmur og illvígur björn,'. sem kallaður var Tommi, og hann sló og beit til bana tvo; minni birni i búrinu. Þriðji björninn var allmiklu stærri, og réðst hann því ekki að honum,, en sneri sér í þess stað að Bob,. en stálgrind skildi þá að, en hann glefsaði til hans milli riml- anna. Bob lét þó sem hann tæki ekki eftir þessu. En dag einn,. er gæzlumaðurinn var að hreinsa búrin, hafði hann (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.