Tíminn - 14.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1947, Blaðsíða 1
MTSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN j Simar 2353 og 4373 \ PRENTSMIÐJAN EDDA hjt. < 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 14. juní 1947 Uppeldisþing sambands íslenzkra barnakennara Þingið samþykkti margar ályktanir um uppeldis- og kennslumál Nær 100 kennarar sóttu uppcldismálaþing Sambands ísl barna- kennara, sem haldið var hér í bænum, 8.—11. þ. m. Á þinginu voru flutt allmörg erindi um uppeldismál, mörg mál rædd og álykt- anir gerðar, m. a. var samþykkt að senda dönskum lýðháskóla- stjórum þakkarávarp fyrir afstöðu þeirra í handritamálinu og Ið S.Í.B. gengi í alheimssamtök starfandi kennara. Þá voru saix>- þykktar ýmsar ályktanir, þar sem lögð var áherzla á sem skjót- asta framkvæmd nýju fræðslulaganna. Þá var gerð sú ályktun um kröfur til barnaskólaprófs, að næstu 2—3 árin verði miðað við það námsstig, sem 12 ára deildir hafa náð nú. Aðrar ályktanir þingsins fara hér á eftir. . Bygging kennaraskóla. Uppeldismálaþing beindi ein- dreginni áskorun til fræðslu- málastjórnar . og ríkisstjórnar, að hafist yrði handa svo fljótt sem unnt er ,um 'byggingu kenn- araskóla og æfingaskóla, með því að hýbýli þau, sem kennara- skólinn hefir yfir að ráða, éru orðin 40 ára gömul og fullkom- lega ófullnægjandi. Félagsmál skólabarna. Uppeldismálaþingið mælist eindregið til þess við fræðslu- málastjórn landsins, að félags- störfum barna og störfum ein- stakra áhugahópa innan skól- anna verði ætlað ákveðið rúm í stundaskrám skólanna fram- vegis. Jafnframt beindi það þeim tilmælum til fræðslumála- stjórnar að hún skipi nefnd kennara til að semja leiðbein- jngar og starfsskrár fyrir félags- ;og áhugastarfsemi barna í skól- um landsins, og verði þær send- ar skólunum fyrir árslok 1947. Skógræktarmál. Uppeldismálaþingið taldi mjög æskilegt, að skógræktar- störf barna og unglinga verði gerð að föstum lið í starfsemi skólanna með heimild í lögum og væntir þess, að fræðslumála- stjórnin vinni að því. Þingið telur s,étt: að hreppum og bæjarfélögum verði gert að skyldu að leggja til landssvæði vegna skógræktarinnar, að rík- ið eða skógrækt ríkisins leggi til girðingarefni og trjáplöntur, en sveitarfélög sjái um að girða landið, að skólarnir annist skóg- græðslu og alla umhirðu, að hverju barni sé skylt að starfa að gróðursetningu og umhirðu trjáplantna, minnst tvö vor á skólaskyldualdrinum, að kenn- araefnum séu kennd undir- .stöðuatriði trjáræktar. Hegðun og framkoma skólabarna. Uppeldismálaþingið felur stjórn kennarasambandsins að vinna að því, í samráði við fræðslu- málastjóra, að gefnar séu út fyrir næsta haust Ieiðbeiningar um rtóttvísi og holla siði og rétt- ar umgengnisvenjur fyrir börn og unglinga, og verði nemend- um og kennurum i barnaskólum landsins send eins mörg eintök hvern skóla og þurfa þykir á hverjum tíma og ennfremur, að fræðslumálastjórn riti kennur- um bréf um það, hvað hún telur æskilegt viðhorf af hálfu kenn- ara til þess þáttar tskóla- og uppeldismálanna. Skyldusparnaður unglinga. Uppeldismálaþingið lýsti sig í aðalatriðum fylgjandi tillögum,, sem fram komu í erindi, er Arri- grímur Kristjánsson skólastjóri flutti um skyldusparnað ung- linga á aldrinum 12—18 ára. Samkvæmt því skyldu 25% af launum, sefn þeim væru greidd, leggjast í skyldusparnaðarsjóð, er borgaði af þeim 3y2%. Upp- hæðin skyldi svo borguð út, þeg- ar unglin»urinn hefði náð 21 árs aldri. Þingið taldi rétt, að lög yrðu sett um slíkan sparnað og feli þau í sér framkvæmda- skyldu í kaupstöðum og kaup- túnum með 500 íbúa eða fleiri, en gildi sem heimildarlög ann- ars staðar. Barnabækur. Þingið beindi því til sam- bandsstjórnar, að húu hlutaðist til umvvið fræðslumálastjórn, að skipuð yrði t. d. 5 manna nefnd, sem falið yrði, fyrir hæfilega þóknun, að lesa yfir þær barna- bækur, sem út koma og ritdæma þær. Þá skal nefndin einnig leita eftir góðum, erlendum barna- bókum og fá færa menn til þýð- ingar og hvetja menn til samn- ingar slikra bóka á íslenzku. Nefndin sé skipuð bæði körlum og konum. Rannsóknir og leiðbeiningar. Út af erindi dr. Brodda Jó- hannessonar ályktaði þingið að skora á fræðslumálastjórnina að stuðla að því að stórum verði aukin rannsóknar og leiðbein- ingarstörf t þágu uppeldismál- anna í landinu, og sé nauðsyn- legt í því skyni að koma á fót við Háskóla íslands þeiri deild fyrir uppeldis- og sálarfræði, sem lög um meni^tun kennara gera r-áð fyrir. í byrjun þingsins fluttu ávörp fræðslumálastjóri, skólastjóri Kennaraskólans og mennta- (Framhald á 4. síðu) Bankarnir hafa tekið 26 milj. kr. gjaldeyrislán erlendis Vanskilin stafa mest af óleyfilegum innflutningi Á öðrum stað í blaðinu er birt tilkynning frá ríkisstjórninni um gjaldeyrismálin, þar sem skýrt er frá því, að bankarnir hafi þegar tekið 26 milj. kr. gjaldeyrislán erlendis til þess að geta staðið skil á nauð- synlegum greiðslum. Jafnframt er skýrt frá því, að mikið af erlendum vanskilum íslenzkra fyrirtækja stafi af því, að þau hafi flutt vörur inn án þess að hafa fengið gjaldeyrisleyfi áður. Eru menn mjög varaðir við þessu háttalagi. Svona hörmuleg hefir stjórnin á gjaldeyrismálunum verið seinustu árin, að 2>A, ári eftir að þjóðin átti 600 milj. kr. inneign erlendis hefir orðið að taka stórt gjaldeyrislán, semVirðist þó ekki fullnægjandi til aff bæta úr nuuðsynlegustu þörfum. Hver breytti vottorðinu um Búkollubúið í Laxnesi? Vottorðinu var breytt þannig að mjólkurhúsið var sagt þrisvar sinnum stærra en það er r.ITST JÓRASE31IFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, rNNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Sími 2323 108. blao í sambandi við Búkollumálið svokallaða hefir orðið uppvist um furðulega meðferð á vottorði, sem hefir meginþýðingu fyrir málið. Fin aðalröksemd þeirra, sem beitast fyrir þátttöku Reykjavíkur- bæjar í Búkollubúinu í Laxnesi, hefir verið sú, að þótt fjðsið þar sé ekki stórt, sé þar mjög gott og rúmmikið mjólkurhús, og því sé hyggilegra að stækka f jósið þar en að byggja nýtt f jós á Korp- úlfsstöðum. Nú er komið upp úr dúrnum, að vottorðið, sem þessi fullyrðing um stærð mjólkurhússins byggist á, hefir orðið fyrir næsta einkennilegri breytingu í meðferðinni hjá Búkollu h.f. eða b or gar st j óranum. Vottorði breytt. í greinargerð þeirri, sem borgarstjóri lét bæjarfulltrú- um í té og átti að rökstyðj a þátttöku bæjarins í Búkollubú- inu, var vottorð frá Sigurði Guðbrandssyni, mjólkurbús stjóra í Borgarnesif Niðurlag þess hljóðaði í greinargerð borg- arstjórans á þessa leið: „Mjólkurhúsið, kæligeymsl- an, ásamt mjólkurvélum þeim, sem komnar eru og væntanlegar eru á næstunni, geta afkastað kælingu og geymslu á mjólk úr ca. 450 kúm." í þeirri-^reinargerð, sem Morg- unblaðið birti, var niðurlagið á vottorði Sigurðar Guðbrands- sonar einnig látið hljóða á þessa leið. • Sigurður Guðbrandsson hefir nú lýst yfir'því, að niðurlag um- rædds vottorðs, sem hann sendi Búkollu h.f., hafi hljóðað á þessa leið: „Mjólkurhúsið, kæligeymsl- an, ásamt mjólkurvélum þeim, sem komnar eru og væntanlegar eru á næstunni, geta afkastað kælingu og geymslu á mjólk úr 150 kúm." Hér skýtur því meira en lítið skökku við. í greinargerð borg- arstjórans er Sigurður látinn segja mjólkurhúsið þrisvar sinn- um stærra en það er. Hvort þessi mistök hafa orðið hjá Búkollu h.f., sem upphaflega fékk vott- orðið, eða borgarstjóranum sjálfum, sl^al ósagt látið. Hitt er það, að kaupin hafa ekki sízt verið rökstudd með þessum fölsku upplýsingum um stærð mjólkurhússins. Upptök Búkollumálsins. Saga Búkollumálsins svo- nefnda hefir áður verið rakin nokkuð hér í blaðinu, en hún er i höfuðatriðum þessi: Fyrir nokkru síðan hófu lækn- ar hér í bænum buskap í'Lax- nesi í Mosfellssveit. Hlutafélag vor stofnað um reksturinn og nefndist það Búkolla h.f. Mikil auglýsingastarfsemi hefir verið rekin í sambandi við bú þetta, enda átti það að sýna, að hægt væri að framleiða ódýrari og betri afurðý:. en bændur gera. Árangurinn hefir vægast sagt orðið minni en lofað hafði verið. Á síðastl. vfetri voru skuldir bús- ins orðnar mjög miklar eða á aðra milj. kr., en litlar gróða- vonir í framtíðinni. Bankarnir voru því farnir að gerast óró- legir, eins og sjá mátti á lög- taksauglýsingum í Lögbirtinga- blaðinu. Eigendurnir, sem eru margir hverjir vel stæðir, munu ekki heldur hafá talið ráðlegt að leggja meira af eigin fé í reksturinn. Þess vegna var farið að svipast um eftir kaupanda, en þar hefir ekki reynzt margra kosta völ. Með stjjórnarskiptunum barst hins vegar óvænt tækifæri upp í hendurnar, því að þá varð lítið veraldarvanur maður gerður borgarstjóri í Reykjavík. Hann sameinaði líka það tvennt að hafa talað manna mest um mjólkurmálin og hafa manna minnsta þekkingu á þeim. Niður- staðan varð líka fljótlega s», að hann féllst á að láta bæinn kaupa hluta í búinu og síðan það allt eftir 3 ár. Jafnframt voru samdar miklar áætlanir um það, að búskap bæjarins skyldi framvegis þannig háttað, að bærinn ræki mjólkurbú í Lax- nesi, en hefði alikálfabú á Korp- úlfsstöðum eða flytti heyið það- an upp að Laxnesi. Hernaðaráætlun borgarstjóra og Búkollumanna mistekst. Það gerðist svo næst í þessu máli, að borgarstjórinn lagði það fyrir bæjarstiórnarfund með miklu yfirlæti. Lét hann engu líkara en að nú væru allir erfiðleikar leystir f sambandi við mjólkurmálin. Fulltrúar Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, Pálmi Hannesson og Jón Axel Pétursson, sýndu hon- um hins vegar fram á, að hér væri stefnt út á fyllstu villigöt- ur. Bærinn ætti að nytja land- eignir þær, sem hann ætti sjálf- ur, áður en hann færi að ágirn- greinar gegn þessu ráðabruggi. Þessi andstaða er svo hörð, að borgarstjóri óskaði málinu frestað á seinasta bæjarstjórn- arfundi og kann svo að fara, að það sjái ekki dagsljósið aftur. En hver, sem endalokin verða, hefir hér komið í ljós átakan- legt fljótræði og hyggindaleysi þess manns, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir valið sér til for- ustu hér í bænum. Hér hefir líka komið vel í ljós, að þeir, sem hafa ætlað að sýna í verki, að þeir kynnu að búa betur en bændurnir, hafa ekki enn reynzt menn til að sanna orð sín. Það sýnir Korpúlfs- staðabúskapur bæjarins og Lax- nesbúskapur læknanna bezt. Þa* er áreiðanlegt, að bænda- búskapur er heppilegasta bú- skaparfyrirkomulagið, þótt frá því séu kannske gerðar einstak- ar undantekningar, eins og t. d. rekstur barnamjólkurbús á Korpúlfsstöðum á vegum bæj- arins. En þá þarf að sýna málinu meiri rækt og áhuga en forráða- menn Reykjavíkur hafa hingað til sýnt. Fram - Víkingur 2:1 Fyrsti kappleikur knatt- spyrnumóts íslands fór fram á íþróttavellinum í Reykijavík í gærkvöldi og kepptu Fram og Víkingur. Úrslit úrðu þau að Fram sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Veður var hið ákjósanlegasta ast meiri lönd. Aðstaða væri 6-\°S nokkuð margt fólk á vellin- um. líkt betri til búskapar á Korp- úlfsstöðum en í Laxnesi, því að á fyrri staðnum væri mikið ræktað land fyrir. Það væri hlægilegasta -ðráð að ætla að nota stærsta búið í grennd bæj- arins til kjötframleiðslu eða að flytja heyið þaðan margra km. leið upp að Laxnesi og mykjuna síðan jafnlanga leið. Fjósið í Laxnesi væri líka svo lítið (það er fyrir ca. 50 kýr), að þar þyrfti hvort eð að byggja nýtt fjós, ef um stórbuskap væri að ræða, og væXi þá ólíkt hyggilegra að byggja nýtt fjós á Korpúlfsstöð- um og verja til þess peningun- um, sem ættu að fara 1 Laxnes- kaupin. En það er nú loks viður- kennt af öllum, að gamla fjósið á Korpúlfsstöðum sé algerlegá ónothæft, eins og það hefir allt- af verið. Undir' þessum ræðuhöldum varð ýmsum bæjarfultrúum Sjálfstæðisflokksins órótt varð þess vegna ekki af þvi, að tihx málið yrði afgreitt á þessum bæjarstjórnarfundi. Þegar far- ið var svo að ræða málið eftir Listakona í heimboöi JVína Sæmnndsdóttír komin heim eitir 21 árs dvöl erlendis Nína Sæmundsdóttir mynd- hö>gvari og málari, er nýlega koinin í stutta heAmsókn hingað til lands. Kemur hún hingað í boði ríkisstjórnar- innar og Þjóðræknisfélagsins og mun dvelja hér um þriggja . vikna skeið. Listakonan ræddi við blaðamenn að Hótel Borg í gær. Nína Sæmundsdóttir er einn af allra helztu listamönnum okkar íslendinga og hefir hún mjög aukið á hróður lands síns vestan hafs, en hún kemur nú heim eftir 21 árs dvöl erlendis. Verk eftir hana eru á fjölmörg- um listasöfnum í Bandaríkjun- um og víðar, auk \>ess sem hún hefir verið fengin til að gera verk fyrir sérstakar stofnanir. Ungfrú Nína hefir að undan- förnu dvalið i Hollywood og unnið að myndlist sinni þar. Hefir hún gert fjölda högg- mynda og málverka og hefir mikið af verkum hennar verið keypt af söfnum, einkum ein- staklingssöfnum. Á næstunni mun hún byrja á stóru verki, sem er mynd, sem standa á hjá merku bókasafni, sem verið er að stofna við há- skóla í T^xas. Þegar blaðamennirnir spurðu ungfrú Nínu hvort hún hefði ekki í hyggju að ferðast um landið, kvaðst hún hafa hug á því, sig langaði mjög mikið að skreppa í átthagana í Fljóts- hlíðinni. Hún undraðist mjög allar þær breytingar sem orðið hafa hér á landi síðan hún fór að heiman. Ungfrú^ Nína hefir meðferðis nokkur af verkum sínum og ætl- ar hún að halda hér sýningu á' höggmyndum, málverkum og teikningum. Meðal höggmynd- anna er hin kunna mynd henn- ar af Njáli á Bergþórshvoli. Sýningin verður í Lista- mannaskálanum og verður opin í tvær vikur. Vaxandi andstaöa verklýösfé- laga gegn samúöarverkfalli Kanphækknn nú leiðir aðeins til aukinnar dýrtíoar ojí atvinnuleysis Verkalýðsfélögin á Seyðisfirði, Akranesi, ísafirði og Fáskrúðs- firði hafa öll lýst yfir þvf, að þau muni ekki taka þátt í samúðar- verkfalli vegna Dagsbrúnardeilunnar. Sýnir þessi afstaða félag- anna vaxandi skilning verkamanna fyrir því, að kauphækkunar- leiðin sé ekki rétti vegurinn til kjarabóta, heldur mun hún hafa gagnstæðar afleiðingar í för með sér. , fundinn, varð öllum ábyrgum Sjálfstæðismönnum ljóst, að hér var stefnt út í fullkomið fjár- málalegt glapræði, enda hefði bærinn meira en nóg á sinni könnu í þessum efnum, þar sem hans biði að hressa upp á Korp- úlfsstaðabúskapinn, sem væri kominn í hörmulegustu niður- níðslu. í Sjálfstæðiskvennafé- laginu Hvöt var kaupunum á Búkollubúinu mótmælt eftir að stjórn félagsins hafði farið upp að Laxnesi og kynnt sér búskap- inn og Vísir birti harðorðar Þessi afstaða kemur t. d. glöggt fram í ályktun verka- mannafélagsins Fram á Seyðis- ogifirði, er var samþykkt með 32:5 á fundi I félaginu 8. þ. m. Hún hljóðar svo: „Fundur haldinn 8. júnl'1947 í Verkamannafélaginu Fram, Seyðisfirði, lýsir yfir eftirfar- andi. 1. Verkamannafélagið Fram telur að grunnkaupshækkun, sem nokkru nemur, sé óheilla- vænlegt spor fyrir verkalýðinn ein.5 og nú standa sakir og muni aðeins stuðla að auknu öryggis- leysi verkamanna í landinu. 2. Ennfremur vill fundurinn benda á, að hann telur að af- koma þeirra verkamanna, sem hafa haft nokkurn veginn stöð- uga atvinnu, sé vel við unandi, enda þótt vitað sé, a5 velflestar nauðsynjar fólks hér séu mun dýrari en t. d. 1 Reykjavík. 3. Verkamannafélagið Fram litur svo á, að verkfallsboð Dagsbrúnar og stjórnar Alþýðu- sambands íslands sé af pólitísk- um rótum runnið til að torvelda núverandi ríkisstjórn að vinna bug á því dýrtíðar- og verð- bólguástandi, sem nú ríkir." I dag. Sólin kemur upp kl. 3.04. Sólarlag kl. 23.52. Árdegisflóð kl. 2.10. SíðdegisflóB kl. 14.45. í nótt. Nœturakstur fellur niður vegna bensínskorts. Nœturlæknir er í læknavarðstofunni I Austurbæjarskói- anum, sími 5030. Næturvörffur er í Laugavegs Apóteki. ,S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.