Tíminn - 17.06.1947, Side 4

Tíminn - 17.06.1947, Side 4
FRAMSOKNARMENN! /Vtuníð að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Simi 6066 17. Jtm 1947 109. blað Aðalfundur Sambands ísl. verður haldiiui að Þingvöllum dagana 23. til 25. júní næstkomandi. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum Sambandsins. Fundurinn verður settur mánudaginn 23. júní klukkan 10 f. hádegi. Þeim fulltrúum, er þess óska, verður séð fyrir fari frá Reykjavík daginn, sem fundur- i im hest. , INánari upplýsingar á skrifstofunni, sími 7080. Reykjavík, 16. júní, 1947. Sambands ísl. .samvinnufélaga Eftir tvö hallærissumur Minni Jóns Sigurðs- sonar. (Framhald af 2. slðu) um til starfs, er horfði því til heilla. En hvert er þá orðið starf Jóns Sigurðssonar og' hvernig býr heimurinn nú í dag að minningu slíkra manna, sem hann var, og þeim hugsjónum, er þeir börðust fyrir? Ég ætla ekki að fjölyrða um ástandið í alþjóðaviðskiptum í dag. Þið þekkið það öll eins vel og ég og miklu betur en ég. En sú staðreynd, að smáþjóðum hefir verið sýnd ágengni og þar á meðal okkur íslendingum, sýnir það og sannar, að ennþá situr ránshyggjan að völdum i heiminum. Þegar við íslendingar í dag minnumst Jóns Sigurðssonar, hygg ég, að okkur væri hollt að leiða getum að því, hvert svar hann hefði veitt þessari ágengni, og það er einlæg ósk mín, að á þesum afmælisdegi Jóns Sig- urðssonar heiðri íslenzka þjóð- in minningu hans með því að strengja þess heit að standa ein- huga vörð um rétt sinn, vörð um fresið og sjálfdæmi þjóð- anna í eigin málum, svo að í eyðimörk stríðshyggju og ráns- hyggju megi hið íslenzka nei við hvers konar áleitni verða eld- stólpi, er lýsi á leið frelsisins. Þá hygg ég, að Jón Sigurðsson hefði ekki unnið afrek sín fyrir gýg og að minning hans muni lengi lifa í landinu sem aflgjafi hins rétta og sanna. Sky master-f I ug'vél Loftleiða. (Framhald af 1. síðu) flugleiðum Norður-Atlanzhafs- ins, enda stjórnað stórum flug- förum í strlði og friði á þessum leiðum. 6 Fyrirhugaðar ferðir flugvél- arinnar. Vélin kemur nú fullbúin til millilandaflugs og mun hefja ferðir næstu daga. Fyrstu tvær ferðirnar verða farnar beina leið til Kaupmannahafnar og næstu tvær til Stockhólms og Osló, og verður íþróttaflokkur Ármanns, sem fara á til Finnlands, flutt- ur í þeim ferðum. Ákveðið er að halda einnig uppi ferðum til Bretlands og Frakklands og víð- ar, eftri því sem ástæður leyfa. Mun félagið, svo fljótt sem auð- ið er, auglýsa fastar áætlunar- ferðir á þessum leiðum. Far- gjöld verða eins og þau gerast nú lægst. Verður fargjald til Kaupmannahafnar t. d. kr. 850, og munu þau verða tilsvarandi á öðrum leiðum. Skymaster vél- in mun hafa bækistöð á flug- vellinum hér í Reykjavík, og verður það farþegum til mikils hægðarauka. Starfsemi Loftleiða. Flugfélagið Loftleiðir h. f. var stofnað í marzmánuði 19á4, og hóf starfsemi sína með einni 4 sæta Stinson sjóflugvél. Flug- kostur félagsins hefir smám saman aukizt og á félagið nú 4 Grumman flugbáta, 2 Anson flugvélar, 2 Stinson og 1 Norse- man flugvél. Félagið hóf starf- semi sína með áætlunarflugferð- um til Vestfjarða, Siglufjarðar og annarra þeirra staða, sem verst voru settir með samgöng- ur. Félagið heldur nú uppi áætl- unarflugferðum til ýmsra staða á svæðinu frá Siglufirði vestur um land og allt til Fagurhóls- mýrar í Öræfum. Fyrsta starfsár félagsins, 1944, voru fluttir 702 farþegar með vélum félagsins, en síðastliðið ár varð farþegatalan 5672. Hjá félaginu starfa nú um 30 manns. (Framhald af 1. síðu) samkomulagstillögurnar séu bornar undir atkvæði Þróttar- meðlima og stjórnarmeðlima S. R. Enn fastar er kveðið að orði um þennan sameiginlega vilja í niðurlagi sáttmálans, en þar segir svo: „Breytingar þessar á kaup- gjaldssamningunum ber að skoða sem eina heildartillögu og skulu umbjóðendur vorir hafa sagt til eigi síðar en 2. næsta mánaðar hýort þeir sam- þykki hana og að fengnu sam- þykki beggja aðila skulu samn- ingar undirritaðir.“ Siglfirzkir verkamenn ánægðir með samkomulagið. Eftir að samkomulag hafði náðst, lét formaður Þróttar í ljós þá skoðun, að samkomulag- ið væri tiltölulega jafn gott og kröfur Dagsbrúnar. Þótt vitað væri, að verkamenn á Siglufiröi fögnuðu þessu sam- komulagi, drógst alllengi að stjórn Þróttar bæri samkomu- lagið undir atkvæðagreiðslu í Þrótti. Stjórn síldarverksmiðjanna hins vegar samþykkti sam- komuiagstilllögurnar 2. maí. Stjórn Þróttar snýst, eftir að hafa fengið „línu“ frá Rvík. Svo 'stóð á norður á Siglu- firði, þegar samkomulagið var undirritað, að símasambands- laust var við Reykjavík. Full- trúar Þróttar áskyldu sér því rétt við undirskrift samkomu- lagsins, að atkvæðagreiðsla í Þrótti þyrfti ekki að fara fram fyrr en símasamband væri á komið við Reykjavík — en at- kvæðagreiðsla skyldi alltáf fram fara, sbr. niðurlag sam- komulagsins. Var drátturinn á atkv.greiðslu fyrst í stað eðlilegur, eða meðan símasambandslaust var milli Reykjavíkur og Siglufjarðar. En það einkennilega skeðúr, að þegar símasamband er á komið bólar ekkert á neinni atkvæðagreiðslu í Þrótti. 6. maí er mál þetta loks tekið fyrir á fundi í Þrótti, en í stað þess að láta ganga til atkvæða- greiðslu um samkomulagið, er endanlegri afgreiðslu í málinu frestað þar til væntanlegt alofn- þing Alþýðusambands Norður- lands væri um garð gengið. Stjórn S.R. taldi rétt að bíða átekta eftir svari Þróttar, þar til að umrætt þing væri af- staðið. Dansað eftir „línunni“. Eftir heimkomu fulltrúa af þingi Alþýðusamb. Norðurlands fóru línurnar að skýrast. Voru nú kommúnistar á- kveðnir, hvað gera skyldi og boðuðu til fundar 31. maí. Þar var samþykkt, að sameiginleg- ur kaupgjaldssamningur skyldi gerður fyrir allar síldarverk- smiðjur á Norðurlandi og virða fyrra samkomulag að vettugi og formaður verkamannafélags- ins, sá hinn sami, sem undir- ritaði samkomulagið 26. apríl, lét bóka: „að hann teldi sig ekki geta mœlt með þvt, að ísamningsuppkast S.R. og full- trúa Þróttar yrði lagt fyrir fund i félaginu til atkvceða- greiðslu þar sem miðstjórn Al- þýðusambands íslands hefði ekki verið samþykk uppkas^inu“ Beri nú hver saman heilindi kommúnista frá 26. apríl og svo afstöðuna á íundinum 31. maí. Svo sterk er flokksskipunin að ekki er hikað við að ganga á gerða samninga, komi fyrir- skipanir frá æðsta ráðinu í Reykjavík þar að lútandi. Málinu vísað til sáttasemjara. ’ Eftir að kunn varð afstaða ráðamanna Þróttar til gerðs samkomulags og séð varð, að þeir mátu meira a0 hlýða í blindni pólitískum yfirmönnum sínum í innsta hring kommún- istaflokksins, en að standa við gerða samninfea, sá stjórn S.R. sér ekki annað fært, en afhenda málið sáttasemjara í vinnudeil- um, Þorsteini M. Jónssyni, Ak- ureyri. Andstaða kommúnista og framkoma þeirra öll eftir að málið var afhent sáttasemjara er orðin landsfræg. Verða þó þau afskipti rakin nokkuð hér, því þau varpa enn nýju ljósi yfir það, hverju þjóðin má eiga von á, komist flokkur þessara manna til frekari valda í þjóðfélaginu en orðið er. Sáttasemjari kveður upp úrskurð. Eftir árangurslausar sáttatil- raunir hvað sáttasemjari j^pp úrskurð þess efnis, að atkvæða- greiðsla skyldi fram fara meðal Þróttarfélaga og stjórnar S.R. um miðlunartillögu hans er var samhljóða samkomulaginu frá 26. apríl. Óskaði sáttaSemjari hvað eft- ir annað samvinnu við stjórn Þróttar um framkvœmd at- kvœðagreiðslunnar, en komm- ilnistarnir i stjórn Þróttar neit- uðu, t{l að þóknast „Ifmunni að sunnarí' og í því skyni að koma í veg f^rir að hinn sanni vilji félagsmanna fengi að koma í ljós. Félagaskrá Þróttar — einka- eign kommúnista? Eftir að sýnt var að kommún- istar neituðu að hlýða lögunum og láta fram fara atkvæða- greiðsluna í Þrótti um miðlun- artillögu sáttasemjara. Óskaði sáttasemjari að fá afhenta fé- lagaskrá Þróttar, en var neitað um það af stjórn félagsins — kommúnistum. Fór nú ýmislegt í framferði kommúnistanna að minna á hrunadans þeirra í Kaupfélagi Siglufirðinga þegar þeir ráku 70 kaupfélagsmeðlimi á einni nóttu, af því að skoðanir þeirra samrýmdust ekki skdíðunum hinna kommúnistísku ráða- manna kaupfélagslns og þeir töldu sig komna í minni hluta í kaupfélaginu. Sáttasemjari skipaði fimm manna kjörstjórn samkvæmt lögum og lét birta auglýsingu um atkvæðagreiðslu, er standa skyldi dagana 6. og 7. júní. Samtimis því lét hin komm- únistíska stjórn Þróttar setja upp svohljóðandi auglýsingu til meðlima sinna: „Atkvæðagreiðsla sú, sem hér- aðssáttasemj ari, Þorsteinn M. Jónsson, hefir auglýst í Þrótti, er brot á „lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur“. — Trúnað- armannaráð Þróttar samþykkti í gærkvöldi með 21 atkvæði að mótmæla atkvæða^reiðslunni, Alþýðusamband íslands hefir einnig mótmælt. Hér er um að ræða tilrann til að koma stjórn verkalýðsfélaga í hendur atvinnurekenda. — ÞorsteinítM. Jónsson situr ólög- lega í sæti sáttasemjara i deiiu þessari. Félagsfundur í Þrótti verður haldinn um málið í kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Við skorum á þá, sem taka þátt í hinni ólöglegu atkvæða- greiðslu, að fella tillögu ríkis- verksmiðjustjórnar og sátca- semjara og standa þannig vörð um sjálfsákvörðunarrétt verka- lýðssamtakanna“. Kommúnistar létu ekki við þetta sitja, heldur kröfðust þess að Þojrst. M. Jónsson viki sæti sem sáttasemjari í deilu þessari, þar eð hann ætti sæti í bæjar- stjórn Akureyrar og Akureyrar- kaupstaður ætti Krossanesverk- smiðjuna. — Af þeim sökum átti hann ekki að geta starfað (jatnla Síó Kvennastríð (Keep your Powder Dry) Amerisk Metro Goldwin Mayer kvikmynd. Laraine Day Susan Peters Lana Turner Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjafhatbíc S j ömánasÉaðir (Madonna of the Seven Moons) Einkennileg og áhrifamikil mynd. Phyllis Calvert Stewast Granger Patricia Boc Bönnuð innan 14 ára. Sýningar kl. 5, 7 og 9. Rlesi (Hands Across the Border) Roy Rogers og hstur hans. Sýning kl. 3. sem slíkur að miðla deilumál milli SR og verkamannafél. Þróttar. Kommúnistar kærðu og til ríkisstjórnarinnar yfir fram- komu sáttasemjaar og munu hafa krafizt þess að hann yrði að víkja sæti. Stjórnin synjáði að sjálfsögðu þessari kröfu. Atkvæffagreiðslan og viðbúnaffur kommúnista. Fyrri dag atkvæðagreiðslunn- ara greiddu um 150 Þróttar- meðlimir atkvæði, eða álíka margir og mættu til að segja upp samningum s.l. vetur. Þennan dag birtu kommún- istar eins og fyrr greinir avarp til meðlima Þróttar og gengu manna á milli og brýndu fyrir mönnum að mæta ekki á þess- ari „ólöglegu" samkundu. 'í fyrstu munu kommúnistar hafa ætlað, að auglýsingar með nægilega sterkum orðum og nógu oft endurtekin einkasam- töl myndu duga til að fæla menn frá að sækja kjörfund, en þegar þeir að kvöldi fyrri dagsins sáu þátttökuna, um- hverfðust þeir og tóku til þeirra ráða, sem ekki hafa enn þekkst á íslandi í frjálsum kosningum. Verkamenn hræddir frá kjörstað. Síðari dag atkvæðagreiðsl- unnar, hófst atkvæðagreiðslan kl. 13. Voru þá mættir á kjör- stað nokkrir kommúnistar. — Festu þeir upp auglýsingar um það, að hver, sem gerðist svo djarfur að fara inn og greiða atkvæði, væri svikari við verka- lýðssamtökin. Síðan stóðu þeir vörð í lítilli forstofu, sem um var gengið. Tóku þeir hvern mann tali, er á kjörstað kom og tilkynntu þeim, að þeir væru til þessa staðar komnir, til að fylgjast með hverjir stæðu með sinni stétt — margir hverjir vóru kallaðir á eintal og gengið með frá dyrunum. Fjölda verka- mannanna fundust aðfarir þess- ar moðgun við sig, sem og var og gáfu kommúnistum viðeig- andi ábendingar. Meðal annars voru kommúnistar að því spurð- ir, hvert þeir ætluðu að hafa þessar aðfarir við næstu Al- þingiskosningar og kom þá á þá hik. — Vissulega væri þetta freystandi þegar Áka lægi á. Nöfn þeirra verkamanna sem greidddu atkvæði þennan dag voru rituð niður og munu verða géymd af kommúnistum — en til hvers, er eigi enn vitað. Aðfarir þessar eru svo einstakar að flestum frjálshugsandi mönn um hris hugur við og spyr: — 'Hvað verður um frjálsar kosn- ingar og um félagafrelsið í landinu, vaxi kommúnistunum fiskur um hrygg? Atkvæffatalning. Atkvæðatalning hófst 7. júni Ittjja Síi (rið Skúlaf$ötu) TANGIER Spennandi og viðburðarík njósnaramynd; frá Norður-Af- ríku. Aðalhlutverk: Maria Montez og Sabu Robert Paige. Bönnuð yngri en 16 ára. Aukamynd: Nágrannar Ráðstjórnarríkjanna Sýnd kl. 5, 7 og 9. HART Á MÓTI HÖRÐU Hin sprenghlægilega Abbott og Costello gamanmynd. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11. kl. 9 að kvöldi. 200 Þróttarfélag- ar greiddu atkvæði. Tillaga sáttasemjara var samþykkt með 164 atkvæðum gegn 32. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur. Samkomulagið, sem Þróttar- stjórn gerði í apríl og hljóp frá, var þannig samþykkt af Þróttar- félögum. Kommúnistar boffa einnig til atkvæffagreiffslu. Þegar sýnt þótti, að Þróttar- meðlimir tóku þátt í atkvæða- greiðslu sáttasemjara, þá fékk kommúnistastjórnin í Þrótti samþykktá heimild á félagsfundi sér til handa um að boða til al- mennrar atkvæðagreiðslu meðal Þróttarmeðlima. Bjuggu þeir út atkvæðaseðil svohljóðandi: ATKVÆÐASEÐILL. Atkvæðaseðill -við allsherjar- atkvæðagreiðslu í Verkamanna- félaginu Þrótti 7. og 8. júní 1947. Ert þú samþykkur fyrri félags- samþykkt og stefnu stjórnar og trúnaðarmannaráðs í yfirstand- andi deilu um samræmingu kaupgjalds í síldarverksmiðj- um norðanlands. já nei Þeir, sem svara játandi, setji X við já. Þeir, sem svara neitandi, setji X við nei. Þátttaka í atkvæðagreiðslu þessari var mun meiri en þeirri fyrri, enda smöluðu kommúnísc- ar óspart. Fór svo, að rúmir 400 Þróttarmeðlimir greiddu at- kvæði og tókst kommúnistum að fá um 70 atkvæða meirihluta. Þess ber að gæta í sambandi við þessa atkvæðagreiðslu (eins og atkvæðaseðillinn ber með sér) að alls ekki var greitt at- kvæði um samkomulagið við SR, heldur um almenna félags- málatillögu, sem menn gátu fylgt jafnframt því að fylgja til- lögu sáttasemjara. Verkfallsyfirlýsingin. Þrátt fyrir það, að komin er á, samkv. niðurstöðu í atkvæða- greiðslu sáttasemjara, gildandi kaupsamningur milli Þróttar og SR, hafa kommúnistar tilkynnt verkfall hjá Síldarverksmiðj.um ríkisins á Siglufirði frá 20. þ. m., sem er í fyllsta máta ólöglegt. Fullyrða má, að það sé gert í fullri óþökk meirihluta þeirra verkamanna, sem hjá SR starfa og ver]famanna almennt í Siglu- firði. Fyrir hótanir og yfirgang kommúnista fékkst ekki meiri þátttaka í atkvæðagreiðslunni 6. og 7. júní. Þó sögöu yfir 80% já við þá atkvæöagreiðslu og um 50 Þróttarmeðlimir fleira greiddu atkvæði þá en þegar kaupsamningunum var sagt upp í vetur. Þaff, sem koma skal. Þeim, er fylgst hefir með gangi þessara mála frá því að deil- urnar hófust á Siglufirði, er það ljóst, að kommúnistatr hafa lagt inn á nýjar enn ósvífnari braut- ir en nokkuru sinni fyrr ( og er þá mikið sagt) í flokkshags- munabaráttu sinni, þar sem þeir í frjálsum kosningum koma fyr- ir vörðum og bægja burtu kjós- endum eða rita niður nöfn þeirra líkt og þekkist í einræð- islöndunum. Þótt segja megi, að hér birtist í smáum stíl einræð- isbrölt kommúnista og fyrirlitn- ing þeirra fyrir lögum og rétti, er ekki að efa, að það sem koma skal, fái þeir nokkru ráðið, er einræði og kúgun. í

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.