Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 2
2 TÍmMV. fimmtudagiim 19. jnní 1947 110. blaS Fimmtudayur 19. júní Athyglisverð Akur- eyrarsamþykkt Það er óhætt að segja, að kommúnistar láta sér ekki margt fyrir brjósti brenna. Það er áreiðanlega fátt, sem þeir láta ógert, ef þeir telja sér flokkslegan hag af því. Gott dæmi um þetta er álykt- unf sem kommúnistar hafa látið verkamannafélagið á Akureyri gera fyrir skömmu. Ályktun þessi fjallar um kaupdeiluna á Siglufirði og er aðalefni henn- ar að ásaka Þorstein M. Jónsson um „ósvífna árás á sjálfsákvörð- unarrétt verkalýffsfélaganna um fyrirkomulag kjarasamninga sinna og hættulegt tilræffi viff félagsfrelsiff í landinu". Hver er svo þessi „ósvífna árás“ og þetta „hættulega tilræði" við sjálfsákvörðunarréttinn og fé- lagafrelsið, sem sáttasemj arinn hefir gert sig sekan um? „Árás- in“ er öll sú, að hann hefir fyrirskipað og látið framkvæma allsherjaratkvæðagreiðslu I einu helzta verkalýðsfélagi landsins, svo að félagsmenn þess gætu látið vilja sinn í ljós eftir að kommúnistar höfðu varnað þeim að gera það á annan mán- uð, og ætluðu að varna þeim þess áfram. Svona gersamlega er hlutun- um snúið hér við, að þeir, sem veita verkamönnum atkvæðis- réttinn, eru ásakaðir um tilræði við ákvörðunarréttinn og félaga- frelsið, en hinir, sem hafa varn- að þeim að neyta hans, eru tald- ir hinir sönnu vinir og verndar- ar þessara réttinda. Og svo full- komlega er búið að blinda fólk- ið með flokksofstæki og skefja- lausum áróðri, að greindir menn eins og vafalaust margir verka- menn á Akureyrl, taka undir öf- ugmælin eins og þau væru óvé- fengjanlegur sannleikur og sam- þykkja alls konar mótmæli og kröfur á grundvelll þeirra. Það sakar vitanlega ekki Þor- stein M. Jónsson, þótt hann verðl fyrir aðkasti af þessu tagi, því að samvizkusemi hans, rétt- sýni og sanngirni sem sátta- semjara, hefir fyrir löngu unnið honum almenna viðurkenningu. En hltt er alvörumál, að óvönd- uðustu æsingamenn skuli með nógu blygðunarlausum og þrálát um rógi geta blekkt greinda al- þýðumenn, eins og ljósast sézt í framangreindu tilfelli. Fyrir alla alþýðu landsins mætti þetta verða alvarlegt umhugsunarefni. Það er með slíkum aðferðum, sem kommún- istar hafa brotizt til valda í verkalýðsfélögunum, að viðbætt um þeim stuðningi, er Sjálf- stæðisflokkurinn veitti þeim um skeið. Völd þeirra þar byggjast ekki á þvi, að þeir hafl unnið af hollustu og dyggð fyrir verka- lýðinn, enda sést það ljóst á kauphækkunarbaráttu þeirra nú, að þeim er ekki slíkt í huga, þvi að verkamenn myndu ekki uppskera annað af kauphækk- un nú en aukna dýrtíð og at- vinnuleysi. Völd þeira í verka- lýðssamtökunum byggjast fyrst og fremst á því, að hin ötula blekkingaiðja þeirra hefir borið tilætlaðan árangur, eins og hin furðulega Akureyrarsamþykkt ber ljósastan vott um. Það er þetta, sem lslenzk al- þýða þarf að gera sér ljóst og er líka sem óðast að gera það. Það sýnir t. d. ósigur kommúnLsta í Borgarnesi nú fyrir skömmu, Eftir afmælið Þegar ég kom heim úr utan- för fyrir skemmstu, var 75 ára afmæli Ara Arnalds, fyrrv. sýslumanns og bæjarfógeta, ný- lega um garð gengið. og höfðu flest blöð höfuðstaðarins minnst hans rækilega og mjög að verð- ugu lofsamlega. Ég er ekki i hópi þeirra mörgu manna, sem eiga að fagna göml- um kynnum af þessum merka sæmdarmanni og fyrirmyndar embættismanni. Okkar kynni hófust ekki verulega fyrr en hann fluttist til Reykjavíkur. En síðan höfum við átt saman marga ánægjustund við spila- borð og á annan hátt, og kynni okkar hafa orðið hlý og traust. Ég gerði mér ferð heim til Ara. Blómadyngjurnar voru enn á borðum hans. Um eða yfir 150 bókum frá vinum hans o. fl. vottaði um góðvild og virðingu, er hann átti að mæta 75 ára gamall. Þó þótti mér mest um vert yfirbragð þessarar öldur- mannlegu hetju, glatt og vermt af vinarþeli margra samborgara hans og ástvina. í skeytahlað- anum rakst ég á þesa vísu: Þótt þú sleppir skildi og skálm skeleggur og slyngur, ber þú alltaf ægishjálm aldni Breiðfirðingur. Vísan er undirrituð J. A Og þegar ég spurði Ara um það, frá hverjum þessi kveðja væri, kvaðst hann harma það, að hann gæti ekki áttað sig á því, en vildi geta þakkað hana þeim er sendi. Laxnesbiiið Eins og rætt hefir veriff um hér 1 blaffinu, hefir borgarstjórinn í Reykjavík haft á prjónunum ráffagreffir um aff kaupa Iækna- búiff í Laxnesi og reka þar búskap fyrir Reykjavíkurbæ. í tilefni þess birtist eftirfarandi grein í dagbl. Vísi 16. júní s. 1. og er hún birt hér orffrétt. en þar hafa þeir ráðið lögum og lofum áður. Það er ekki hægt að blekkja greinda og upplýsta alþýðumenn á íslandi til lengd- ar, þótt hægt sé að beita slík- um aðferðum við fáfróðan austrænan múg, sem aldrei hefir notið andlegs frelsis. Þeim verkalýðsfélögum mun fara fjölgandi, er slíta af sér blekk- ingjaViðjar kommúnista, og ó- trúlegt er, ef verkamenn á Akur- eyri verði öðrum seinni til að slita þau bönd af sér. Ari Arnalds á að fagna góðri elli. Hann hefir, þrátt fyrir stop- ula heilsu, haldið nokkru starfi allt til þéssa, og hefir nú verið í þjónustu ríkisins um nærfellt hálfrar aldar skeið. Hann hefir getið sér sæmdar í starfi en vin- sælda í kynningu. Einkum hefir einkennt hann það, sem í fram- angreindri vísu segir: að hann hafi verið „skeleggur", hvort heldur sem verið hefir til réttar- fars eður úrræða. Er þess skemmst að minnast, að hann, nálega hálf-áttræður, brauzt út um glugga á þriðju hæð og handstyrkti sig niður kaðal- spotta og bjargaðist þannig út úr bráðum eldi. Var það karl- mennskuraun og þrekraun mik- il, því maðurinn er líkamsþung- ur. \ Áður en ég kvaddi Ara Arn- alds, fór eftirgreint samtal okk- ar í milli: — Hvaða embættisverk þótti þér skemmtilegast? — Mér þótti skemmtilegast að fást við dómana og úrskurð- ina. — Hefirðu hugmynd um hversu marga dóma og úrskurði þú hefir kveðið upp um ævina? — Já. Ég hélt skrá yfir þá alla árlega. Tveimur dögum áður en ég afhenti embættið, var talan orðin 1111. Falleg tala. En dag- inn, sem ég skilaði embættinu, varð ég að kveða upp einn dóm og einn úrskurð, svo að dómarnir og úrskurðirnir urðu alls 1113. — Hvaða stjórnmálaflokkum hefir þú verið í um ævina? — Ég hefi í engan stjórn- málaflokk innritazt um ævina, nema Landvarnarflokkinn. í þeim flokki starfaði ég allmikið allt landvarnartímabilið, sem ég tel 10 ár, 1902—1912. Þá kom „Bræðingurinn“ frægi og flokkurinn klofnaði. — Telur þú ekki nauðsynlegt að skrifuð sé ítarleg saga um landvarnartímabilið ? — Jú, sannarlega, því Land- varnarflokkurinn átti mikinn þátt- í því að undirbúa hina miklu stjórnmálaviðburði, sem gerðust 1918 og 1944. — Hvern telur þú nú hæfast- an til þess að skrifa sögu land- varnartímabilsins ? — Því er fljótsvarað. Hinn ritsnjalla og sögufróða Benedikt Sveinsson. Myndin, sem fylgir þessum línum, var tekin af Ara Arnalds nýkomnum heim úr Þingvalla- för á afmælisdaginn. Læt ég svo þessum llnum fylgja einlægar hamingjuósklr mínar til Ara Arnalds og þakkir Fyrir nokkuru var hér í blað- inu minnzt á þá hugmynd bæj- arstjórnar Reykjavíkur að bær- inn hlaupi undir bagga með nokkrum læknum, sem höfðu ráðizt í það fyrirtæki, að stofna til kúabús að Laxnesi í Mosfells- sveit. Ég tel víst, að bæjarstjórn hafi ekki kynnt sér þetta mál nægi- lega vel áður en það var borið undir fund, því að það liggur ljóst fyrir hverjum þeim, sem kynnir sér málavöxtu, að bær- inn hefir aðeins skaða og bæj- arfulltrúarnir skömm af því, að blanda Reykjavíkurbæ inn í þetta mál. Hafi þeir, sem standa að Laxnesbúinu, ráðizt í fyrir- tæki, sem verður þeim til tjóns, þá ættu þeir eins og aðrir, sem slíkt stendur á fyrir, að taka því með karlmennsku, en reyna ekki að koma skaðanum á aðra. En sé þetta fyrirtæki lífvænlegt, þá ætti ekki að vera nein nauðsyn á að hraða málinu svo mikið, að ekki megi athuga það frá öllum hliðum. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, munu nú hvíla á Laxnes-búinu skuldir nokkuð á aðra milljón kr., auk hlutafjár, sem talið er á fimmta hundrað þúsund krónur. Eins og nú stendur eru þar 43 kýr og mis- jafnar að gæðum. Kýrnar hafa hingað til verið færri, en aldrei fleiri. Fjósið er timburbygging, þiljuð að innan með panelborð- um, en bárujárn að utan. Grunnur hússins er mjög lágur, svo að litlu er meira en spann- arhæð frá járni að jörðu. Fjósið er ekkí hólfað að innan, en kýrnar eru stíaðar sundur með slá úr sívölu járni. Mjólkurhúsið er sömuleiðis byggt úr timbri og varlð utan með bárujárni. Þar eru fáar eða engar vélar til mjólkurvinnslu fyrir mikla vinsemd hans á liðn um árum. Jónas Þorbergsson. og engin áhöld, sem sýnileg eru. íbúðarhúsið er gamalt með nokkurri viðbót, sem nýlega er byggð. Búið á helming jarðar- innar, og vita allir, sem þekkja Laxnes i Mosfellssveit, að sú jörð er ekki til tvískiptanna, ef þar á að reka mikinn búskap. Aðstæður eru þarna að ýmsu leyti óhagstæðar. Frá Mosfells- sveitarveginum heim að búinu er drjúgur spölur. Er þar á leið- inni yfir á að fara, sem þyrfti að brúa, ef heimkeyrsla á að vera örugg. Fjósið stendur uppi á hjalla, og er brött brekka frá læknum upp að fjósinu Er þetta til mikilla örðugleika fyrir alla aðdrætti. Þeir, sem hafa viljað styðja þá hugmynd, að bærinn keypti Laxnes-búið, hafa bent á, að þá mætti nytja aðrar jarðir bæjar- ins og flytja heyið upp að Lax- nesi. Má með sanni segja, að það er að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Laxnes er efst þeirra jarða, sem þarna kæmu til greina; yrði þá að flytja hey- ið fyrst 19—20 kílómetra leið upp í Mosfellsdal, til þess að geta ekið mjólkinni þeim mun fleiri kílómetrum lengri leið nið- ur til Reykjavíkur. Væri þetta þó ef til vill gerlegt, ef eitthvað verulegt kæmi á móti. En þar sem allt virðist þurfa að reisa frá grunni í Laxnesi, en bærinn á hins vegar bæði margar jarðir og mikinn húsakost! miklu nær sér, þá getur engum heilvita masmi blandast hugur um, að því fé væri betur varið, sem lagt væri í endurbætur á húsum o| mannvirkjum á þeim jörðum, sem bærinn á og skylt er að halda við, en að kasta miklu fé í botnlausa hít Laxness-búsins. Næstu daga verður hér í blað- inu nokkuð rætt um Korpúlfs- staði, búið sem þar er nú, og framtíðarmöguleika þar á mjólk urbúi fyrir bæinn, og jarðepla- og grænmetisrækt. Borgari. KRISTJAN ELDJARN, TVÆR BÆKUR Öræfaglettur og Fjöllin blá, eftlr Ólaf Jónsson. — Bóka- útgáfan Norffri, 1947. Það mun ekki vera óalgengt í viðskiptaheiminum að gefa kaupanda kost á að fá eftir- sótta vörutegund, ef hann gangist inn á að kaupa um leið einhverja lítt seljanlega vöru, sem seljandi þarf að koma í verð. — Þannig ætlum við að svæla þorskinum í Englend- inga með síldarlýsinu. En lík- lega eru sams konar viðskipti fátíð á sviði bókmenntanna. Samt gengur sú saga staflaust, að Ólafur Jónsson framkv.stj. á Akureyri hafi boðið útgáfufyrir- tæki ljóðabók til útgáfu, en fyr- irtækið hafi neitað, svo fremi það fengi ekki líka skáldsögu til útgáfu. Þegar Ólafur sá, að þetta var alvara, lét hann sér ekki bregða, tók hatt sinn og mælti: „Jæja, þá bara skrifa ég skáldsögu“. Eftir þetta, segir sagan, sást Ólafur ekki hjá út- gefandanum í nokkra daga, og hvað sem er um sannleik þess- arar sögu, er hitt víst, að nú eru bækurnar báðar komnar og þær urðu samferða. Og annan sannleik greinir sagan, hún sýnir hvílík hamhleypa Ólafur Jónsson- er við ritstörf, hvort sem hún er bókstaflega sönn eða ekki. Fyrir rúmu ári kom út eftir hann hin mikla og merka bók um Ódáðahraun í þremur þykk- um bindum og nú skáldsagan Öræfaglettur og ljóðabókin Fjöllin blú, báðar vel í skinn komnar. Og þó eru þetta allt aukaverk, tómstundavinna, sem bætt er ofan á umfangsmikið embætti og tímafrek vísinda- störf, sem unnin eru af þeirri sæmd og prýði, sem öllum lands- lýð er kunnugt. Hjá Ólafi sam- einast fagurlega flekklaus em- bættisrekstur og óþreytandi menningarvilji, þrá eftir vísind- um, list og andlegu lífi utan og ofan við hversdagsleikann. Hann er bóndi, visindabóndi, sem manna mest hefir rannsakað eðli og getu íslenzkrar moldar, og hann er einn mestur land- könnuður á íslandi og hefir gert sig að vísindamanni á sviði íslenzkrar náttúru. En hann er líka elskhugi íslenzkrar moldar og náttúru. Það sýna þessar tvær nýju bækur þeim, sem ekkl vissu það áður. Hin miklu rit hans um tilraunir í þágu lándbúnaðarins og ritið mikla um Ódáðahraun er hlnn styrki stofn i ritstörfum Ólafs, en Ör- æfaglettur og Fjöllin blá eru limið og laufið, sem krýnir meiðinn. Þau eru verkalaun eljumannsins, sem nú er að gefa sér tíma og tóm til að lesa gómsæta ávexti af þeim trjám, sem hann hefir sjálfur gróður- sett, hlynnt að og varið, unz þau hafa náð fullum þroska. Hann er að láta eftir sér dá- lítinn munað. Báðar bækurnar eru eins konar áframhald eða ávöxtur hinna fyrri. Skáldsagan gerist i útilegumannakofum í Hvanna- lindum norðan undir Vatna- jökli. Rústir af þessum kofum eru enn til og eru næsta at- hyglisverðar. Þær virðast jafn- vel vera af örlitlum bæ, þar sem einhver smábúskapur hafi verið rekinn, en enginn veit, hver þarna hefir búið. Ólafur er rústum þessum og öllu um- hverfi þeirra þaulkunnur, sem sjá má í bókinni um Ódáða- hraun. í sögunni gerir hann sér að leik að lýsa því, sem hefði getað gerzt þarna i kofanum á sínum tíma. Sjálf „sagan“ í sögunni er ósköp venjuleg úti- legumannasaga um pilt, sem dæmdur er saklaus, tekst að flýja, leggst út í Hvannalindum, rænir ágætri hreppstjóradóttur á grasafjalli, vinnur ást hennar og strýkur loks með hana af landi burt á hollenzkri duggu. Ekkert af þessu er ýkja frum- legt, við höfum séð útilegu- mannasögur áður, bæði ekta og upphitaðar. Mókollótt ær hefir fyrr sézt í fylgd með útilegu- manni, og það hefir áður heyrzt að sýslumaður legði dæmdum manni ráð um undankomu. Þó er ekki laust við, að maður komist við að hitta þvílíkt yfir- vald í nútimabókmenntum okk- ar, því að þar hefir ekki nýlega þekkzt sýslumaður eða hrepp- stjóri, sem ekki er heimskingi eða illmenni, nema hvorttveggja sé, að undanteknum þó Trausta á Skálá. En efnisþráður sög- unnar er, sem sagt, ekki merki- legur, og rómantíkin má stund- um ekki barnalegri vera handa nútímamanni. — Persónunum tveimur, sem við söguna koma, er lítill vandi að gleyma, og ó- gerningur að taka þátt í heim- spekilegum bollaleggingum þeirra. En hér er ekki enn komið að þvi, sem er mergur málsins. — Söguþráðurinn er nefnilega aukaatriði, rétt til þess að tengja saman hinar mörgu og ágætu náttúrulýsingar, sem koma beint frá hjarta höfund- arins og gefa þessari bók ein- staklingsgildi og skipar henni góðan sess 1 bókmenntum okk- ar. Það er ekki heiglum hent að lýsa náttúrunni, og fátt er leiðinlegra -og steindauðara en „tilbúnar11 náttúrulýsingar, hnoðaðar saman af tilfinningar- lausu hugviti. En Ólafur er elsk- hugi fjallanna (sbr. kvæðið um Langjökul) skilur það mál, sem þau tala, tekur þátt í hamskipt- um þeirra og hamförum, og hann þarf ekki að gegna því ömurlega hlutskipti að túlka mál, sem hann skilur ekki til hlítar. Hann þarf ekki á upp- gerð að halda, hann talar það sem andinn inngefur honum og náttúrulýsingin er komin, hnitmiðuð, auðug og nærfærin. Kunnur skáldsagnahöfundur hefir sagt, að eitt væri sér ómögulegt, að láta drama ger- ast í umhverfi, sem hann hafi aldrei séð. Ekki hefir Ólafur steytt á þvi skeri, og sterkasti þátturinn í söguþræðinum er einmitt, hversu gagnkunnur höfundurinn er sviðinu, sem at- burðirnir gerast á. Hann veit alltaf nákvæmlega hvar Steinn Grímsson er staddur, hvað hann hefir fyrir augunum hverju sinni. Á ferðum sínum um öræfin og í sambúð sinni við náttúru landsins er úti- legumaðurinn vitanlega enginn annar en Ólafur Jónsson sjálfur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.