Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 3
110. blað TÍMPÍN, fimiMtadagiim 19. júiii 1947 3 Horfnir góðhestar — Stutt athugasemd — Ásgeir Jónsson frá Gottorp hefir unnið gott og vinsælt verk með bók sinni: Horfnir góð- hestar. Allt það fólk, sem ann íslenzku hestunum og íslenzku sveitalífi, verður honum ævinlega þakk- látt fyrír bókina. Það mátti heldur ekki drag- ast mikið lengur að vinna þetta verk, því nú lítur út fyrir, að góðhestarnir falli innan skamms úr sögunni, að meira eða minna leyti fyrir vélknúnu farartækj- unum. Á hinn bóginn er ekkert und- arlegt, þó eitthvað finnist í bók- inni, sem ekki er alveg rétt, því mikið af efninu er sótt langt til og heimildarmenn margir og misj afnir. Þannig er t. d. um tvo hesta, sem taldir eru synir Nóttar frá Svignaskarði: Kolskegg og Boga-Brún. Maður, sem var kunnugur báðum þessum hestum, hefir óskað þess alveg nýlega, að ég kæmi á framfæri stuttri at- hugasemd um þessi atriði. Þessi maður er Jón Björnsson á Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu. Hann er fæddur og uppalinn í .Dalasýslu, en flutti ungur suð- ur í Borgarhrepp. Hann er nú kominn hátt á níræðisaldur en hefir óbilað minni. Honum segist svo frá: Kol- skeggur Jörundar Guðbrands- sonar var jarpskjóttur, að öðru leyti er lýsingin á honum rétt í bókinni. Hann var afburða fjör- hestur og að því skapi ferðmik- ill og þolinn. Skal hér nefnt eitt dæmi: Jón var einu sinni sem oftar staddur við kirkju að Snóksdal með foreldrum sínum, þá ungl- ingur. Þetta var áður en messa hófst, og margt fólk komið. Sézt þá hvar kemur stór hópur af riðandi fólkl fyrir hornið á múlanum, sem vegurinn lá hjá; þá tók við langur, sléttur melur, unz gatan beygðist heim að hænum. Er á melinn kom, herti fólkið reiðina, nam þá engum togum, að einn reiðmaðurinn fór langt fram úr öllum hinum, og hélt sprettinum alveg heim. Þetta var Jörundur Guðbrands- son, á Kolskegg. Jóni er þetta svo minnisstætt, meðfram vegna þess, að Jörund- ur var betur búinn en almennt gerðist á þeim árum. Hann var í góðum yfirfrakka, með falleg- an hatt á höfði — af svipaðri gerð og hattar þeir, sem nú eru í tízku. Afburðir manns og hests voru þannig í góðu samræmi i vitund hins unga sveins. En Kolskeggur var ekki sonur Nóttar frá Svignaskarði. Jör- undur keypti hann ungan af Árná bónda á Ytri-Rauðamel 1 Eyjahreppi í Hnappadalssýslu, — sem átti afbrags reiðhesta- kyn. _ Til sannindamerkis skal þess getið, að tveimur árum seinna keypti Kristján, bróðir Jörund- ar, rauðskjóttan fola undan þessari sömu hryssu og hlaut hann nafnið: Vilmundur viðut- an. Ekki reyndist hann jafnoki Kolskeggs bróður síns, og telur Jón Björnsson að þar muni hafa nokkru valdið um, að Kristján var ekki eins slyngur hestamað- ur og Jörundur. Boga-Brúnn var heldur ekki sonur Nóttar. Finnbogi Kristjánsson keypti hann síðla vetrar 1880 af manni, sem átti heima í Leirár- eða Melasveit. En það rýrir ekkert gildi hestsins. Það, sem sagt er um skapgerð hans, fjörofsa og ferðhraða, er alveg rétt. Sá, sem keypti Brún af Finn- boga, var Lárus Guðmundsson frá Ferjukoti, maður, sem þótti mikill á lofti. Hann fluttist eitt- hvað vestur á Vestfirði um þetta leyti, án þess að greiða andvirði Brúns, þá í svip, en verðið var kr. 300.00, sem þótti hátt hest- verð I þá daga. Nokkru seinna fékk Finnbogi bréf frá Lárusi, þar sem hann skýrði frá ævilokum Brúns á þessa leið: Maður nokkur, sem átti heima 1 grennd við Lárus, átti hest góðan, sem hann vildi reyna við Brún, og lét Lárus það eftir honum. Frh. á 4. s. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund eitthvað varð ég að hafa fyrir stafni! Arthúr og Hildi- gerður gáfu nánar gætur að hverri hreyfingu minni og fylgdu mér eftir I hæfilegri fjarlægð. Mér var farið að verða skemmt, og nú fyrst vaknaði hjá mér löngun til þess að leika svo um munaði — ef ekki til annars, þá að minnsta kosti til þess að bjarga sjálfri mér úr óþægilegri klipu. Ég sleit epli af grein, hampaði því I hendi mér, gekk ofur-hægt í áttina heim að dyra- þrepunum og hagaði svo til, að ég kæmi ekki beint í flasið á elskendunum, sem störðu gapandi af undrun og skelfingu á atferli svefngengilsins. — Hún er alveg hræðileg ásýndum — nákvæmlega eins og konan, sem myrti börnin sín, í vaxmyndasafn- inu á markaðnum, tautaði Hildigerður. — Mér finnst hún alltaf falleg, svaraði Arthúr. — Finnst þér hún fallegri en ég? spurði Hildigerð- ur óttaslegin, og ég heyrði, að rödd hennar skalf, eins og ævinlega, þegar þrumuveður er 1 aðsigi. — í mínum augum ert þú fallegasta konan á öhu jarðríki, svaraði Arthúr ástúðlega, eins og heitmönn- um og eiginmönnum er alltaf hollast að gera. — Það ert þú líka í mínum augum, sagði Hildigerður feginsrómi — ég á við, að þú sért sá dásamlegasti karl- maður, sem ég hefi nokkurn tíma kynnzt. Ég gekk mjög hægt til þess að njóta þessara hug- þekku orðaskipta, en skundaði svo upp þrepin og hvarf inn um dyrnar. Ég læsti vandlega, og svo hneigði ég mig djúpt fyrir hjónaleysunum, í öruggu skjóli við hurðina, og gaf þeim að lokum langt nef. Síðan hrifs- aðf ég bréfin og hypjaði mig upp. Ég einsetti mér að taka duglega í miðsnesið á stóra bola, þegar ég kom niður um morguninn. Það er sagt, að sigurinn vinnist oft i fyrsta áhlaupinu. Ég ætla þvi að verða fyrri til. Hildigerður hopaði á hæli og starði á mig með lotn- ingu, þegar ég kom inn. Þannig hagar fólk sér ætíð við þá, sem það veit ekki með vissu, hvort eru með öllum mjalla. — Góðan daginn, Hildigerður, sagði ég — geturðu hugsað þér, hvað mig dreymdi? Mig dreymdi, skal ég segja þér, i nótt, að ég væri úti í garðinum að tína epli, og þú ræður, hvort þú trúir því eða ekki: 1 morg- un lá stórt epli á saumaborðinu mínu! Ég er nýbúin að éta það, svo að ég er viss um, að það var ekki nein skynvilla. — Þú varst líka sjálf úti 1 garði að tina epli, sagði Hildigerður óvenjulega dauf i dálkinn — svo dauf, að engu var líkara en hún stæði við gröf sjálfrar sín. — Ó-ó-ó, sagði ég hlæjandi — hvaða þvættingur! — Jú — eins og tvisvar sinnum tveir eru fjórir, hélt Hildigerður áfram. Þú hefir gengið í svefni. — Ég á ekki krónu! hrópaði ég. Ég veit það bezt sjálf, að ég steinsvaf í rúminu mínu í alla nótt eins og góðri og siðsamri stúlku ber að gera. Þá roðnaði Hildigerður, en sagði þó: — O-sei-sei nei — ég veit það, sem ég veit. — Einmitt, sagði ég. Það er gaman að heyra þetta. Steinn útilegumaður er ís- lenzkur Róbínson Krúsó. Þar hefir Ólafur orðið innblásinn af kofarústunum í Hvannalind- um. Honum er það nautn að neyta imyndunarafls sins til að fylgjast með sjálfsbjörgum úti- legumannsins, glíma við þá gátu hvernig maður, sem dæmdur er til verklegs frummannsstigs, hefir getað dregið fram lífið á öræfum íslands. Með hugviti tekst manninum að sigrast á erfiðleikunum, sams konar hug- viti og því, sem hin brýna nauð- syn knúði frummanninn til að beita, er hann sleit félagi við dýr merkurinnar og lagði á þær leiðir, er lágu til siðmenningar. Þessa undursamlegu sögu virð- ist Ólafur skilja betur en aðrir menn, sem kemur m. a. fram I kvæðinu um plóginn. En þá er ég kominn að ljóða- bókinnl, Fjöllin blá. Langt er síðan ég vissi, ^að Ólafur Jóns- son legði stund á ljóðagerð og ekki var mér heldur nein laun- ung á þvl, að hagmælska hans og leikandi ritleikni var með afbrigðum, svo að helzt minnti á Davíð Stefánsson. En nú verð ég að játa, að hann yrkir miklu betur en ég hugði. í bók hans eru 67 kvæði og sum löng. Þeim má skipta í þrjá meginflokka. í fyrsta lagi kvæði um nátt- úru íslands, fjölJ og öræfi. í öðru iagi kvæði um gróður jarð- ar og störf bóndans. í þriðja lagi húmorísk kvæði, létt gaman. Fyrsti flokkurinn er langtum fyrirferðarmestur, enda er hann máttarviður bókarinnar. Það sem áður er sagt um náttúru- lýsingar skáldsögunnar á að mestu leyti við um kvæðin einn- ig, þau eru létt og leikandi, ekki samanbarin, því að Ólafi er náttúran ótæmandi brunnur, sem andi hans eys af, og orð brestur hann aldrei til að koma sýnum sínum og reynslu í bún- ing. Sums staðar eru veruleg tilþrif, eins og t. d. 1 kvæðun- um Strýtur og Kverkfjöll og mörg önnur mætti nefna á meðal þess bezta, sem gert hefir verið af „lýsandi“ náttúruljóð- um á íslenzku. Ekki finnst mér til bóta þegar Ólafur lætur eftir tilhneigingu sinni til að draga þjóðfélagslíkingar eða heim- spekilega lærdóma af náttúr- unni, enda virðist hún ekki munu orka það fast á hann í þessa átt, að honum sé nauðug- ur einn kostur að láta lokur frá. Líklega er þetta mannaþefur, sem Ólafi hefir ekki tekizt að viðra af sér í öllu fjallaloftinu. En það er einmitt ómenguð náttúrugleði, tært fjallaloft, sem ég tel mest hrífandi i kvæð- um hans. Hið sama á við á sinn hátt um búskaparljóðin; þau eru einnig snortin af ást skálds- ins á viðfangsefni þess, ort af þvi að hjarta þess er fullt og krefst þess að fá að mæla. Við sjáum bóndann í Gróðrastöð- inni á Akureyri plægja og sá, gæla við plóg sinn og tala við hestana, skera upp og koma feng sínum í hlöðu. Og öll þessi hversdagslegu búsýslustörf verða að lofsöngvum á vörum hans til þess sköpunarmáttar, sem ræður fyrir regni, sól og vindum og gróðri jarðar. Hann er ekki aðeins hinn mikli fræð- ari bændanna um hagnýtingu gróðurmoldarinnar, heldur geta þeir einnig af honum lært, hvernig gera má búskapinn að list og ljóði, andlegrl nautn. Gamankvæði Ólafs eru mörg og tækifærisvísur ótalda*. Fátt eitt af þessu er prentað I bók- inni. En nóg til þess að sýna, hvað hann getur á þessu sviði. Ólafur er mikill húmoristi, léttur og lipur, uppgerðarlaus. í bók sinni hefir hann strjálað þessum kvæðum innan um hið alvarlegra efni, svona til að létta skapið og tryggja sér að hátíðaleikinn verði aldrei of mikill. En finna má að öllu, og jafn- vel frábærir góðhestar eiga það til að misstíga sig. Mér finnst þessi ljóðabók hefðl mátt vera lítið eitt styttri, þvi að það eru 1 henni kvæði, sem ekki hefðu átt að „þrykkjast“, elns og Jón Grunnvíkingur mundi hafa sagt. Og það eru einmitt sum þeirra kvæða, sem ekki koma 1 neinn þann flokk, sem ég áður taldi, einshvers konar ofviturlegar hugleiðingar, en þessi kvæði eru fá, og læt ég lesandann um að þekkja þau úr. Og þá eru það /Vlxlsporin. Skáldinu verður það stundum að láta fjúka smekk- leysur 1 samlíkingum og orða- tiltækjum, sem koma eins og löðrungur og spilla ágætum kvæðum. Ef skáldið væri á verði gegn þessu, mundi hann sam- stundis geta bætt úr þvi, því að hagmælska hans er það mikil, að honum er vorkunnarlaust að sniðganga hortitti og smekk- leysur. Hirði ég ekki um að hnýta vönd úr þessu illgresi, enda er það hverfandi innan um öll lífgrösin. / Ólafur Jónsson er kominn af Jóni frlska á Vaðbrekku. í þelrri ætt eru mestir léttleika- og göngumenn, og Ólafi kippir í kynið.Hann er einn fráasti fjall- göngumaður á íslandi. En sami léttleikinn og fráleikinn er yfir öllu, sem hann skrifar. Hann er pennaglaður og pennaliðug- ur, og afköstin eru gífurleg. Hann virðist yrkja og skrifa áreynslulítið, rétt eins og fjalla- (Framhatd d 4. stðtí) Ungu menn og stúlkur, leggið ykkar skerf til barnaspít- alans og gerist styrktarfélagar! Hringskonur taka á móti styrktarfélögum í Soffíubúð frá kl. 10—0 og einnig i síma 3146 — 3680 — 4218 — 4224 - 4283. ÍSW4SÍS5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍ 13 bindifyrirkr. 423.50 Hin nýja útgáfa íslendingasagna, ein, býður yður allar íslendinga sögurnar. Þar eru 33 sögur og þættir, sem ekki eru í fyrri heildarútgáfu og af þelm hafa 8 aldrei verið prentaffar áffur. Því aðeins eignist þér allar íslendinga sögurnar, að þér kaupið þessa útgáfu. Gerist strax áskrifendur og vitjið bókanna i bókaverzl- un Finns Einarssonar, Austurstræti 1. Islendingasagnaútgáfan Pósthólf 73, Reykjavík. FLUGFERÐIR milli Reykjavíkur og New York á 10 klukkust. á vegum Air France eftir l»ví sem rúm leyfir. Teklð á móti pöntunum framvegis á skrifstofu AIR FRANCE fulltrúi XOUÉ Rauðarárstíg 3. Sími 1783. %titttttœmuættuæiæætttmttætæuuæœtttætætææxæmttæœtuuttíitiu Dýrasýningin í Örfirisey verður opin í dag og framvegis Sjomannadagsráðið TILKYNNING frá Póst- og símamálastjórn Vegna benzínskorts, sem orsakast af yfirstandandl verk- falli, verður ferðum fækkað á leiðinni Reykjavík—Hafn- arfjörður, og verða frá og með 18. júní þangað til öðru- vísi verður ákveðið, sem hér segir: Frá Reykjavík og llafnarfirði: x ' • ■ -'V Á hverjum hálfum klukkutíma frá kl. 7 til kl. 9. Á hverjum heilum klukkutlma frá kl. 9 til kl. 17. Á hverjum hálfum klukkutima frá kl. 17. til kl. 20. Á hverjum heilum klukkutima frá kl. 20 til kl. 24.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.