Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÍJTGEFANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hi. -ITST JÓRASKRIPSTOF0R: EDDTJHÚSI. Lindargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargöw 9A -Simi 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 19. júní 1947 110. blað Glæsilegt islandsmet sett a 17. júní mótinu Fiimbjörii. JÞorvaldsson rann 100 m. skeioío á 10.7 sek. Tvö ný íslandsmet og eitt drengjamet voru sett á frjálsíþrótta- móti í. S. í., sem haldið var í fyrradag. Finnbjörn Þorvaldsson hljóp 100 m. á 10.7 sek., en gamla metið, sem Finnbjörn setti í iyrra, var 10.8 sek. A-sveit í. R. hljóp 1000 m. boðhlaup á 2.02.5 mín., en gamla metið, sem sveit úr í. R. setti 1945, var 2.04.1 mín. Drengjametið setti Haukur Clausen, sem hljóp 100 m. á 11.0 sek., en Haukur er ekki nema 18 ára gamall. OBeztu íþróttamennirnir. Met Finnbjarnar í 100 m. á og niaut nann því kon- ungsbikarinn, sem er jafnan veittur þeim, er nær bezta ár- angrinum á 17. júní mótinu. Met hans gaf 934 stig. Næstbezta árangrinum náðu Huseby í kúlu- varpi og Haukur Clausen í 100 m. hlaupi. Auk þeirra íþróttamanna ,sem áður eru kunnir orðnir, vöktu þeir Haukur og Örn Clausens- bræður og Hjálmar Torfason sérstaka athygli. Haukur og Örn, sem eru tvíburar, eru að- eins 18 ára gamlir og eru sér- staklega glæsileg íþróttamanns- efni. Hjálmar er ungur Þingey- ingur, sem bar sigur úr býtum í spjótkastinu. Skemmtilegar keppnir. Sú keppni, sem áhorfendum þótti einna mest spennandi, var viðureign þeirra Óskars Jóns- sonar og Kjartans Jóhannesson- ar í 800 m. hlaupi. Kjartan hefir um skeið borið af keppinautum sínum á þessari vegalengd, Þrír íþróttaflokkar ^^SíSTKft úr Armanni f ara til Helsingfors Þrír íþróttaflokkar úr Ár- manni eða rúmlega 40 manns, munu taka þátt í hinu mikla í- þróttamóti, sem haldið verður í Helsingfors í sumar og hefst 29. þ. m. Mót þetta mun standa í rúman mánuð og hefir 26 þjóð- um verið boðin þátttaka í því. Gert er ráð fyrir, að þátttakend- ur verði um 70 þús. og verður þetta eitthve rt stærsta íþrótta- mót, sem haldið hefir verið. Þegar boðið barst hingað síð- astliðinn vetur, ákvað í. S. 1, að fimleikamenn úr Ármanni skyldu mæta þar fyrir íslend- inga. Síðar bauð Glímusamband Finnlands Ármanni að senda þangað glímuflokka. Það verða þrír flokkar úr Ármanni, leik- fimisflokkur kvenna, leikfimis- flokkur karla og glímumanna- flokkur, sem fara héðan á mótið. ] unz Óskari tókst að setja þar Munu þeir fara héðan í næstu nýtt met í fyrra.Óskar varð hlut viku með Skymastervélinni skarpari nú, en mjóu munaði. Kann það að hafa ráðið npkkru, að Kjartan hefir verið veikur nýlega. Keppnin í 5000 m. hlaupi var einnig mjög hörð. Þórður Þor- geirsson leiddi fyrst hlaupið, en síðan fór Sigurgeir Ársælsson fram úr honum. Leiddi hann síðan hlaupið, unz Þórður reif sig fram úr honum í seinustu umferðinní. Var lokasprettur beggja harður og skemmtilegur. Úrslit í einstökum íþrótta- greinum urðu þessi: 100 m. hlaup: Finnbjöra Þor- valdsson (ÍR) 10,7, Haukur Clausen (ÍR) 11.0, Örn Clausen (ÍR) 11.3. 800 m. hlaup: Óskar Jónsson Heklu. Glímuförin til Noregs Glímuflokkur Ungmennafélags Reykjavíkur, sem fór til Noregs, kom heim siðástl. laugardag. Flokkurinn hafði fimm sýning- ar í Noregi, þar af 3 í Bergen, og fékk jafnan mikla aðsókn og beztu undirtektir. Þei'r, sem voru í förinni, róma mjög móttökur Norðmanna. Fararstjóri var séra Eiríkur J. Eiríksson, en glímu- stjóri Lárus Salómonsson. Auk glímumannanna voru nokkrir ungmennafélagar utan af landi með í förinni. (Framhald á 4. stðu) Frægir sænskir íþróttamenn keppa hér um mánaöamótin Þrír sænskir íþróttamenn munu taka þátt í afmælis- móti íþróttafélags Reykjavík- ur, sem haldið verður um næstu mánaðamót. Eru það þeir Anton Bolinder, Olaf Læsker og Roland Nilson. Einnig er von á Roland Sun- din og Olle Lindén. Þetta eru allt mjög góðir i- þróttamenn og standa í fremstu röð í Evrópu. Bolinder varð Ev- rópumeistari í fyrra í hástökki á 1,99 m., en í ár hefir hann stokk- ið 1^4. Læsker varð Evrópu- meistari í langstökki í fyrra. Hefir hlaupið 100 m. á 10,6 sek. og 200 á 21,7. Roland Nilsson varð að lúta í lægra haldi fyrir Huseby á Evrópumeistaramót- inu, en héfir þó náð jafngóðum árangri í kúluvarpi og hann, 15,69 m. — Sundin hefir hlaupið 1500 m. á 3,50 mín., 3000 m. á 8.16,0 mín. og 5000 m. á 14.20 mín. Olle Lindén er sá hinn sami er kom hingað s. 1. sumar. íslandsmótið í knattspyrnu Á sunnudaginn var kepptu Valur og Akurnesingar. Bar Val- ur sigur af hólmi með fjórum mörkum gegn engu. í gærkvöldi kepptu K. R. og Víkingur og lauk leiknum með sigri K. Rv tvö mörk gegn einu. Allmargt fólk var á vellinum að vanda og veður með bezta móti. Leikurinn var allfjörugur og töluvert harður, en oft skipt- ust á góð upphlaup. HATIÐAHOLDIN 17. JÚNÍ ÁðgerðaLeysi fyrv. stjórn- ar í fisksölumálunum vítt Frá aðalf. sölumiostöovar hraðfrystihúsanna. Aðalfundur sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var haldinn hér í bænum 11.—13. þ. m. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og skýrslna, sem erindrekar sölumiðstöðvarinnar fluttu, voru gerðar þar ýmsar samþykktir um málefni útvegsins. Alveg sérstaklega var lögð áhersla á betri undirbúning viðskiptasamninga en átt hefði sér stað á síðastl. vetri. Nokkrar helztu ályktanir fundarins fara hér á eftir: Hátíðahöldin 17. júní í Reykjavík fóru fram eins og gert hafði verið ráð l'yrir og eftir þeirri dagskrá, sem birt var hér í blaðinu. — Hátíðahöldin hófust skömmu eftir hádegi með skrúðgöngu frá háskólanum á Austur- völl. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup flutti guðsþjónustu í dómkirkj- unni. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, talaði af svölum Alþingis- hússins og lagði blómsveig á fótstall líkneskis Jóns Sigurðssonar. Frú Alda Möllcr kom fram á svalir Alþingishússins í gervi Fjallkonunnar. Að lokum talaði Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra af svölum Alþingis- hússins. — íþróttamót var haldið, sem sagt er frá á öðrum stað í blað- inu. — Um kvöldið voru hátíðahöld í Hljómskálagarðinum og að lokum dansað á Fríkirkjuveginum til kl. 2 um nóttina. — Myndin er af forseta íslands, er hann leggur blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar. — (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Fréttir frá Skagaströnd: Vörusala Kaupfél. Skagstrend- inga nam 24 milj. kr. á síðastl. ári Nýtt félag hefur útgerð tveggja báta. Aðalfundur Kaupfélags Skagstrendinga var haldinn 7. júní. Sala félagsins s. 1. ár á erlendum vörum nam V/2 millj. kr., en erlendra og innlendra vara samtals um kr. 2.400.000,00. Fundurinn samþykkti að end- urgreiða til félagsmanna af á- góðaskyldri úttekt 6%, er greið- ist út og 3%, er gangi til stofn- sjóðs. Þá ákvað fundurinn að kaupa hluti í nýstofnuðu útgerðarfé- lagi Höfðakaupstaðar, fyrir kr. 15.000,00. Á síðastliðnu ári kom félagið upp brauð- og kökugerð, ásamt brauðbúð, er það starfrækir. Þá reisti það vöruskemmu um 1600 rúmmetra að stærð. í tilefni af 40 ára afmæli, sem félagið á nú á þessu ári, kaus aðalfundur Ólaf Björnsson, bónda á Árbakka, sem heiðurs- félaga, en Ólafur var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og lengi í stjórn þess, og ávallt ó- trauður stuðningsmaður. Úr stjórn félagsins átti að ganga Björn Þorleifsson, og var hann endurkosinn. Endurskoð- andi til 2ja ára var endurkosinn Guðmundur Guðlaugsson, bóndi Árbakka. Rangindum tryggingalaganna mótmælt. Fundurinn samþykkti eftir- farandi tillögu, snertandi lög um almannatryggingar: „Fundurinn mótmælir ein- dregið atvinnurekandaskatti þeim, sem 112. gr. hinna nýju tryggingarlaga leggur á alla einstaklinga og félög, sem menn hafa í vinnu, og skorar fastlega á Alþingi að f§lla niður um- rædda grein nefndra laga. Jafnframt skorar fundurinn á Ti;yggingarstofnun ríkisins, að innheimta ekki skattinn á þessu ári". Útgerðarfélag Höfðakaup- staðar stofnað. Nú fyrir stuttu hefir verið stofnað í Höfðakaupstað félag er nefnist Útgreðarfélag Höfða- kaupstaðar h.f. Svo sem nafnið i (Framhald á 4. síöu) Rif snes heíir ekki orð- ið síldarvart enn Vélskipið Rifsnes hefir að undanförnu verið í ranns'ókn- arleiðan^ri fyrir Norðurlandi og leitað síldar. Samkvæmt fréttum sem Tímanum hafa borizt frá skipinu, var það i gær statt á Seyðisfirði og beið betra veðurs til að halda áfram síldarleitinni, sem ennþá hefir ekki borið neinn árangur. Rannsakað hefir verið allt svæðið frá Horni til Kolbeins- eyjar og þaðan til Tjörnes. Hefir komið í ljós, að á ávæði þessu er töluvert mikil rauðáta og virðist fara vaxandi. Sjávar- hiti hefir verið 6—7 stig á þessu svæði. Rannsökuð var öll leiðin frá MaríueyjuiYi, 50 mílur norð- ur af Sléttu, og til Langaness. Þá var rannsökuð grunnleiðin til Seyðisfjarðar. Var þar mjög lítil rauðáta og sjávarhiti 5—6 stig. Vegna veðurs hefir ekki verið hægt að rannsaka djúpt út af Austurlandi. Á öllu þessu svæði hefir engin slld sést og engin fengizt í rek- net. Viðskiptasamningar við c önnur lönd. „Fundurinn álítur mjög ó- heppilegt að samningar við önn- ! ur lönd um sölu á útflutnings- vöru hvers árs séu hafnir eins seint og gert var um afurðir yf- irstandandi árs. » Fundurinn skorar þess vegna á ríkisstjórnina að hefja samn- inga um sölu afurðanna i fram- tíðinni mun fyrr en nú var gert. Fundurinn tekur undir þá samþykkt nýafstaðins aðalfund- ar L. í. Ú., að nauðsynlegt sé að tryggja, að unnið sé að afurða- sölumálunum á skipulagsbund- inn hátt allt árið, og að sölu- samningar við önnur ríki megi ekki tefjast vegna pólitískra flokkadrátta innanlands". Viðskipti við Spán og ítalíu. „Fundurinn beindi þvi til rík- isstjórnar íslands, að gera sem fyrst verzlunarsamninga við Spán og önnur þau lönd, sem líkleg eru til þess að kaupa ís- lenzkar sjávarafurðir. Auk þess beinir fundurinn því að ríkisstjórninni, að hvers kon- ar verzlunarupplýsingar frá sendiráðum okkar erlendis verði auknar að mun. Ennfremur að ríkisstjórnin sendi sem fyrst verzlunarfróð- an fulltrúa til Þýzkalands eins og Norðurlöndin hafa gert". „Fundurinn telur nauðsjnlegt, að notfærðir séu að fullu þeir möguleikar, sem fyrir hendi kunna að vera á vöruskiptum við ítalíu". Markaðsleitir fyrir sjávarafurðir. „Fundurinn lýsir því mjög eindregið yfir, að hann telur eitt af mestu nauðsynjamálum frystihúsanna, að varið verði miklu fé til auglýsinga á fram- leiðsluvörum þeirra á erlendum mörkuðum. í þessu sambandi skorar fund- urinn á stjórn Fiskimálasjóðs og Tíkisstjórn, að leggja fram (Framhald á 4. siðu) Voðaskot Það slys vildi til á Húsavík síðastl. mánudagskvöld, að ung- ur maður beið bana af voðaskoti. M»ður þessi hét Karl Valdi- mar Parmesson. Hann var að koma af sjó með tveim drengj- um og hafði byssu meðferðis. Rétt í lendingunni hljóp skot úr byssunni og fór kúlan í höf- uð mannsins. Hann lézt sam- stundLs. FJALLKONAN Frá Kvenréttinda- félagi íslands Þriðji fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags íslands var haldinn i Reykjavík dagana 14. —16. júní siðastl. Á fundinum voru mættir fulltrúar -úr öllum fjórðungum landsins, nema Vestf irðingaf j órðungi. Voru gerðar samþykktir varðandi ýms réttinda- og áhugamál kvenna, svo sem atvinnumál og útgáfu (Framhald á 4. síðu) Þing Kvenfélaga- sambandsins Þing Kvenfélagasambands ís- lands var sett hér í bænum í gærkvöldi. Þingið sækja um 40 fulltrúar víðs vegar að af land- inu. Ýms mikilvæg mál verða til umræðu. Þingið stendur til 25. þ. m. Fundir þess eru haldn- ir 1 haskólanum og hefjast dag- lega kl. 13.30. Öllum konum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Mynd þessi eraf I'.jallkommni, frú Öldu Möller. Er hún tekin í Alþingis- hússgarðinnm 17. júní, er hún kom iiið'ur af svölum Alþingishússins, eftir að' hafa ávarpað mannfjöldann. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Listsýning Nínu Sæmundsson Listsýning ungfrú Nínu Sæ- mundsson var opnuð i Sýning- arskála myndlistarmanna kl. 5 á mánudaginn var. Biskupinn, herra Sigurgir Sigurðsson, opn- aði sýninguna með ræðu og bauð listakonuna velkomna til ætt- landsins. Á sýningunni eru 29 málverk og 29 höggmyndir, en þó er það aðeins lítill hluti af verkum listakonunnar. Flest þeirra eru í New York og Los Angeles, enda eru mörg þeirra í því formi, að erfitt er að flytja þau yfir hafið til sýningar. Uppsögn Mennta- skólans í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavik var sagt upp 16. þ. m. Pálmi Hannesson rektor flutti þar snjalla ræðu að vanda. Að þessu sinni útskrifaði skólinn 72 stud- enta, 40 úr máladeill, 30 úr stærðfræðideild og 2 utanskóla. Rúmlega 40 nemendur stund- uðu nám við skólann í vetur. Undir inntökupróf gegngu 156 og stóðust 133 þeirra prófið. Viðskólauppsögn afhenti Sig- urjón Jónsson skólanum mál- verk af Halldóri Frðirikssyni yfirkennara, sem 50 ára stúd- entar gáfu skólanum, og Thor Thors afhenti málverk af Jóni Ófeigssyni yfirkennara, sem 25 ára stúdentar gáfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.