Tíminn - 01.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hi.
RITSTJÓRASKREPSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A
Simar 23S3 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHKtMTA
OO AUGLÝSDÍGASKRDTSTOFA:
EDDUHÚSI, Undargötu OA
Simi 2338
31. árg.
Revkjavík, þriðjudaginn 1. júlí 1947
ERLENT YF1RLIT:
ANDSTÆÐURNAR AUKAST
Stjórnarfar Randaríkjanna hneigist
stöðugt meira ©g meira í hægri átt.
Á sama tíma og þær fréttir berast úr löndunum, sem eru her-
setin af Rússum, að beitt sé hvers konar ólögum og ofbeldi til
að auka völd kommúnista, koma fregnir frá Bandaríkjunum og
ýmsum vesturálfuríkjum, að stjórnarfarið þar þokist í hægri
áttina. Bilið milli þessara tveggja aðalandstæðna í heimsmál-
unum, virðist þannig fara vaxandi og veldur það eðliiega aukn-
um ugg manna um framtíðina.
116. blaö
Vinnulöggjöfin nýja
í Bandaríkjunum.
Fátt sýnir greinilegar, að
stjórnarfarið í Bandaríkjunum
stefnir í hægri áttina en hin
nýja vinnulöggjöf, sem hlotið
hefir samþykki Bandaríkja-
þings, þrátt fyrir synjun Tru-
mans forseta. Með þessari nýju
vinnulöggjöf eru afnumin mörg
þau réttindi, sem verkalýðssam-
tökin hlutu í stjórnartíð Roose-
velts, en þá voru lengi búin að
vera viðurkennd í lýðræðisríkj -
um Evrópu. Með hinum nýju
lögum virðist beinlínis stefnt
að því að leysa upp verkalýðs-
samtökin, þar sem þau eru
svipt réttinum til heildarsamn-
inga við einstakar starfsgreinar,
og verkamenn ,þurfa ekki að
vera í þeim frek'ar en þeir viíja.
Þá eru þau svift réttinum til að
styrkja einstaka flokka eða
frambjóðendur, en þann rétt
hafa. þau óskoraðan í lýðræðis-
löndunum, t. d. í Bretlandi og á
Norðurlöndum.
Truman forseti neitaði að
staðfesta þessi nýju lög, þar sem
þau sviptu verkalýðinn ýmsum
sjálfsögðum réttindum og
myndu verða meira til að spilla
vinnufriðnum en að styðja hann.
Þingið hafði ekki þessa aðvörun
forsetans að neinu. Hann hefir
hins vegar reynzt sannspár, því
að þegar hafa verið hafin allvíð-
tæk mótmælaverkföll, einkum
1 kolanámunum, og geta þau
haft hinar alvarlegustu afleið-
ingar fyrir atvinnulíf og álit
Bandaríkjanna. Truman forseta
hafði tekizt með því að fylgja
hinni frjálslegu stjórnarstefnu
Roosevelts að koma á sæmileg-
um vinnufriði eftir verkföllin í
fyrra, en nú hafa afturhalds-
öflin eyðilagt árangurinn af
þessu starfi hans. Sú afleiðingin
er þó alvarlegust, að það mun
hnekkja áliti Bandaríkjanna
ERLENDAR FRETTIR
Stjórn J'ugóslavíu hefir neitað
rannsóknarnefnd sameinuðu
þjóðanna, sem vinnur að athug-
un á grisku landamæraskærun-
um, að ferðast um í Júgóslavíu
og afla sér upplýsinga.
Fulltrúi Bandaríkjanna i ör-
yggisráðinu hefir lagt til að
sameinuðu þjóðirnar hafi ör-
yggisgæzlu á grísku landamær-
unum tvö næstu árin til að af-
stýra óeirðum þar.
Mótmælverkföllin 1 Banda-
ríkjunum gegn nýju vinnulög-
gjöfinni færast í aukana. M. a.
hafa um 300 þus. kolanámu-
menn lagt niður vinnu.
í Frakklandi aukast mótmæla-
verkföllin gegn hinum nýju
fjáröflunarráðstöfunum stjórn-
arinnar. Óttast er ¦ að ósam^
komulag innan jafnaðarmanna-
flokksins geti orðið stjórninni
að falli.
Brezka stjórnin hefir borið
fram mótmæli við rúmensku
stjórnina, vegna ofbeldisráð-
arinnar. Óttast er, að ósam-
ingum. Segir í orðsendingunni,
að rösklega 1000 menntamenn
séu nú í fangelsi vegna þess, að
þeir hafi gagnrýnt stjórnina.
meðal frjálshuga manna, er
hafa litið til Bandaríkjanna sem
merkisbera frelsisins, en sjá nú
afturhaldsöflin vera að eflast
þar. Þessi þróun í Bandaríkjun-
um er áreiðanlega sú, sem kom-
múnistar helzt óska eftir.
Það sýnir hins vegar lýðræð-
isþroska amerískra verkalýðs-
leiðtoga, að þeir hafa varað við
mótmælaverkföllum, en hvatt
verkamenn að vinna einhuga í
næstu kosningum að ósigri
þeirra þingmanna, er samþykktu
lögin. Jafnframt hafa verka-
lýðssambönd, sem áður var lítil
vinátta á milli, myndað með
sér samtök um að hnekkja lög-
unum. Er ekki ósennilegt, að
þetta geti orðið til þess að gera
ameríska verkamenn samhent-
ari og jafnframt orðið vísir. að
nýjum flokki.
Brottrekstur embættismanna
í Bandaríkjunum.
Þá hefir það ekki síður vakið
ugg, að nýlega hefir allmörgum
embættismönnum í Bandaríkj -
unum verið vikið úr störfum
vegna Ipess, að þeir voru álitnir
kommúnistar. Fæstir þessara
manna munu þó hafa verið
flokksbundnir. Það mun að vísu
sameiginlegt álit frjálshuga
manna, að kommúnistum, sem
þjóna Russum í blindni, sé ekki
trúandi til að vinna trúnaðar-
starfa, en hitt sé of langt geng-
ið að láta slíkt bann ná til
hversu lítilvægs opinbers emb-
ættis sem er. Sá ótti er ekki
heldur ástæðulaus í þessu sam-
bandi, — enda kemur hann
mjög fram I frjálslyndum blöð-
um í Bandaríkjunum um ]?ess-
ar mundir, — að slík brott-
rekstrarstefna verði hæglega
misnotuð og hlutdrægir stjórn-
endur geti notfært sér hana til
að beita andstæðinga sína rang-
indum, þótt um aðra en kom-
múnista sé að ræða. Hún sé þvi
meira en vafasöm og ætti að
lofa Russum að vera einum um
það að útiloka alla stjórnarand-
stæðinga frá opinberum trúnað-
arstörfum.
Afturhaldið magnast
í Suður-Ameríku.
í ýmsum Suður-Ameríkuríkj -
unum hafa nýlega verið gerðar
ýmsar stjórnarráðstafanir, sem
ganga í afturhaldsáttina. T. d.
hefir kommúnistaflokkurinn ný-
lega verið bannaður í Brasilíu,
en hann er mjög öflugur þar og
sagður sívaxandi. Sést bezt á því,
að afturhaldssamt stjórnarfar
skap»r kommúnismanum bezt
þroskaskilyrði.
í Argentínu, sem er einna á-
hrifamest af rikjum Suður-Af-
ríku, ér nú raunverulega. ein-
ræðisstjóm. Roosevelt vild> ekki
hafa nein skipti við einræðis-
herrann þar, en upp á síðkastið
hefir samvinnan milli Banda-
ríkjastjórnar og Argentínu-
stjórnar mjög farið batnandi.
í flestum ríkjum Suður-Ame-
ríku er fylgi kommúnista sagt
mjög vaxandi. Það er gamla sag-
an, að afturhaldið býður kom-
múnismanum heim.
Vonin um frið og farsæld.
Það veldur að vonum vaxandi
(Framhald á 4. síöu)
Fimmtán þúsund manns hafa þegar sótt
landbúnaðarsýninguna
Allir sammála um, að þetta sé glæsilegasta
og mesta sýning, sem hér hefir verið haldin
Frá setningu landbúnaoarsýningarinnar.
Bjarnl Ásgeirsson landbúnaðarráðherra fylgir forsetafrúnni um Iandbún-
aðarsýninguna. (Ljósm.: Guðni Þórðarson).
Nokkrir gestir við opnun landbúnaðarsýningarinnar, og sjást þar m. a.
Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, utanrikis-
málaráðherra og frú, Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra oe frú
Bjarni Ásgeirsson, atvinnumálaráðherra og frú og forsetahjónin.
(Ljósm.: Guðni ÞórSarson).
Landbúnaðarsýningin var opnuð af forseta fslands, herra
Sveini Björnssyni, síðastl. laugardag, en forsetinn er heiðurs-
forseti sýningarinnar. Landbúnaðarsýningin er stærsta og full-
komnasta sýning, sem haldin hefir verið á íslandi. Þúsundir
manna hafa þegar skoðað sýninguna og dáðst að því, sem þar
er að sjá, og að sýningunni í heild.
Enn hækkar Reykvíska íhaldið
útsvörin um sjö miljónir króna
Skattskráin var birt Reykvíkinguni í gær.
Skattskráin kom út í gærmorgun og gaf mönnum aukna hug-
mynd um stjórn íhaldsins á bænum. Alls hefir verið jafnað nið-
ur 47.142.500 kr. að þessu sinni eða um 7 millj. kr. meira en árið
áður. í fjárhagsáætluninni var niðurjöfnunarnefndinni heimilað
að jafna niður 46.4 millj. kr., auk 5—10% álags fyrir vanhöldum.
Niðurjöfnunarnefndin ætlar ekki að nota álagsheimildina til
fulls, heldur verður bætt 5% við lægri útsvör en 2000 kr. og
10% við útsvar hærra eh 2000 kr.
Hér fer á eftir skrá yfir gjald-
endur, sem greiða meira en 80
þús. kr. í útsvör og skatta (út-
svar er fremri talan, saman-
lögð þinggjöld síðari talan):
Alliance h.f. 99000, 169082.
Byggingarfél. Brú h.f. 49500,
45603. Byggingarvöruvrzlun
Sveins M. Sveinssonar 44000,
144433. Edda umboðsverzlun h.f.
71500, 70761. Eggert Kristjáns-
son & Co., h.f. 69300, 203712.
Egill Vilhjálmsson h.f. 77000,
198415. Fylkir h.f..55000, 148023.
G. Helgason & Melsted h.f. 49-
500, 33198. G. J. Fossberg h.f.
47300, 63524. Gamla Bíó h.f.
82500,96722. Geysir h.f. 61660,
115776. Grettir, blikksmiðja,
33000, 59544. H. Ólafsson &
Bernhöft 47300, 63253. Hamar
h.f. 66000, 89528. Haraldarbúð
66000, 89528. Haraldur Árnason
heildverzlun h.f. 77000, 116646,
Hressingarskálinn h.f. 33000, 63-
950. I. Brynjólfsson & Kvaran
36300, 71853. ísafoldarprent-
smiðja h.f. 66000, 67845. Isaga
h.f. 45100, 80370. J. Þorláksson
& Norðmann h.f. 55000, 266223.
Jóhann Rönning h.f. 41800,
78498, Kaffibrennsla O. Johnson
& Kaaber h.f. 44000, 43924. Kron
55000, 827771. Kexverksmiðjan
Esja h.f. 48400, 62841. Kexverk-
smiðjan Frón 47300, 60856.
Klæðaverzl. Andrésar Andrés-
sonar h.f. 52800, 134104, Kol &
Salt h.f. 60500, 106672. Kveld-
úlfur h.f. 55000, 53153. Lauga-
vegur h.f. 39600, 46468. Lýsa h.f.
60500, 103582. Mjólkurfélag
Reykjavikur 55000, 225716.
Mjólkursamsalan, veitingasalan
82500, 13970. Nýja Bíó h.f. 60-
500, 63081. O. Johnson & Kaaber
h.f. 68200, 222358. Olíuverzlun
íslands h.f. 105600, 511966. Orka
h.f. 55000, 29870. Ragnar Blön-
dal h.f. 48400, 37410. Ræsir h.f.
60500, 106776. Sanitas 49500,
64407. Shell á íslandi 101200,
282131-Sláturfél. Suðurlands 71-
(Framhald á 4. siSuJ
Sýningin opnuð.
Nokkru fyrir kl. 2,30 á laugar-
daginn var, var orðið mann-
margt á sýningarsvæðinu og
fjölda bifreíða hafði verið komið
fyrir á auðum svæðum alls stað-
ar í nágrenninu. Mikið af f arar-
tækjunum voru komin langt að,
úr sveitum norðanlands og
sunnan.
Viðstaddir athöfnina, er sýn-
ingin var opnuð, var fjöldi tig-
inna gesta, svo sem allir ráð-
herrarnir, sendiherrar erlendra
ríkja, opinberir embættismenn
og mikill fjöldi annarra gesta,
er einnig hafði verið sérstak-1
lega boðið af sýningarnefndinni.
Var komið fyrir ræðustól á auðu
svæði fyrir innan aðalinngang-
inn í sýningarskálann, og þar
voru og sæti fyrir nokkra tugi
gesta.
Sýningin var opnuð með há-
tíðlegri athöfn. Fyrstur talaði
Bjarni Ásgeirsson atvinnumála-
ráðherra og rakti að nokkru að-
draganda sýningarinnar og þýð-
ingu fyrir íslenzkan landbúnað.
Því næst söng Karlakór Reykja-
víkur undir stjórn Sigurðar
Þórðarsonar, en Guðmundur
Jónsson söng einsöng með kórn-
um.
Því næst setti forseti íslands
sýninguna með stuttri ræðu, þar
sem hann minntist á þýðingu
íslenzka landbúnaðarins fyrir
þjóðarbúskapinn. Lýsti hann í
lok ræðu sinnar sýninguna opn-
aða.
Sýningin skoðuð.
Þegar búið var að opna sýning-
una, dreifðust sýningargestir um
hið stóra og margskipta sýn-
ingarsvæði, sem þó er að mestu
undir sama þakinu. Áður en
gestir risu úr sætum sínum, tal-
aði framkvæmdastjóri sýningar-
innar, Kristjón Krlstjónsson,
nokkur orð og bauð gestum að
ganga um sýningarsvæðið og
skoða það, sem þar er að sjá.
Forseti íslands skoðaði því næst
sýninguna, ásamt forsetafrúnni,
í fylgd með Bjarna Ásgeirssyni
atvinhumálaráðherra og Stein-
grími Steinþórssyni búnaðar-
málastjóra.
Aðalsýningin er í stórum skála,
sem áður tilheyrði brezka flug-
hernum, en honum hefir verið
skipt niður í sýningarsvæði með
mörgum milligerðum. Fyrst þeg-
ar inn í aðalskálann kemur,
blasir við stórt upphleypt kort af
íslandi. Þar er líka framhlið á
Fjárhagsráð
skipað
Bfkisstjórnin hefir í gær skip-
að eftirgreinda menn í fjár-
hagsráð frá 1. júlí n. k. að telja:
Dr. Mganús Jónsson, prófess-
or, formann,
Finn Jónsson, alþingismann,
Hermann Jónasson, alþingis-
mann,
Dr. Odd Guðjónsson, og
Sigtrygg Klemcnsson, stjórn-
arráðsfulltrúa.
(Samkvæmt tilkynningu
frá ráðuneyti forsætisráð-
herra).
Forseti íslands opnar sýninguna.
(Ljósm.: Guðni Þórðarson).
nýtizku sveitabýli og þegar litið
er inn um gluggann, verður fyr-
ir augum manns snotur stofa
búin einföldum húsgögnum. Á
næstu grösum er einnig fram-
hlið af gamaldags sveitabæ, og
þegar litið er þar inn um glugg-
ana, má sjá gamaldags bað-
stofu, með snjáðum og fyrir-
ferðarmiklum bókum á rúmflet-
unum, en Vídalíns postilla og
Ponti á borðkríli undir skjánum,
og tóbaksponta ofaná. Meðfram
gangýnum vinstra megin í sýn-
ingarskálanum, er mikið safn af
ýmiskonar gömlum verkfærum,
sem flest heyra nú fortíðinni
til. Nokkur þessara verkfæra eru
smíðuð- í skóla Torfa í Ólafsdal.
Fyrir enda sýningarskálans er
garðyrkjudeildin, og er hún að
fley-.tra dómi fegursta deild sýn-
ingarinnar, Þar er fagur gróður
og 8 metra foss, sem niðar stöð-
ugt.
Miðhluti sýningarsvæðisins er
helgaður hinum ymsu greinum
landbúnaðarins, svo sem skóg-
ræktinni, sandgræðslunni,
mjólkurframleiðslunni og kjöt-
framleiðslunni o. s. frv. Á sýn-
ingarsvæðinu eru framreiddir
ágætir réttir úr islenzkum af-
urðum og eiga sýningargestír
þess kost að njóta þeirra.
Sýning S. f. S.
Fjölmörg fyrirtækl hafa varn-
Ing sinn á sýningunni í til ]pess
gerðum skápum. En Samband
ísl. samvinnufélaga hefir tekið
þátt í þessari sýningu með sér-
stökum myndarbrag, og setur
deild þess svip sinn á sýning-
una að verulegu leyti. Skáli
Sambandsins er sérstök bygging,
sem þó er áföst aðalsýningar-
skálanum, en á turni hennar
blaktir fáni samvinnustefn-
unnar við hliðina á íslenzka
fánanum.
Sýning á búfé og stórum land-
búnaðarverkfærum.
Úti á bersvæði eru veitinga-
skálar og tjöld, þar sem sýning-
(Framhald á 4. síðu)