Tíminn - 01.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.07.1947, Blaðsíða 2
2 TfMI\TV, þriðjmlagiim 1. julí 1947 116. blað Þriðjudagur 1. jwlt Tjón verkalýðsins Dagsbrúnarverkfallið hefir nú staðið á fjórðu viku og mun láta nærri, að tjónið, sem Dagsbrún- armenn hafa orðið fyrir af völd- um þess, nemi alltaf um 1500 kr. á mann til jafnaðar. Tjón Dagsbrúnarmanna einna nemur því orðið um 5 millj. kr. Til við- bótar kemur svo tjón þeirra, sem hafa verið látnir gera samúðar- verkföll, þ. e. járnsmiða, vöru- bílstjóra og bifvélavirkja. Þá er og verkfallið við síldarverk- smiðjurnar raunverulega §proti af sömu rót. Loks veldur verkfallið mörgum verkamönn- um öðrum beinu og óbeinu tjóni. Það er því áreiðanlega ekki of- mælt, að verkfallið sé alltaf bú- ið að skaða verkamenn um 10 millj. kr. Það væri kannske ekki mikið við þessu að segja, ef verka- menn hefðu efni á þessu eða fengju þetta bætt að fullu og meira til, án þess að það skað- aði þjóðarbúskapinn. En slíku er vissulega ekki til að dreifa. Stjórn undanfarinna ára hefir vissulega verið með þeim hætti, að verkamenn hafa ekki átt þess mikinn kost að safna sjóðum, þrátt fyrir óvenjulegt góðæri. Sívaxandi dýrtíð hefir étið upp allar hinar svokölluðu „kjara- bætur“ og allur kúfurinn af þeim hefir lent í vasa braskara og milliliða, er voru sérstök eft- irlætisbörn þeirrar stjórnar, sem Ólafur Thors og Áki Takobsson veittu forustu. Og engi nvon er til þess, að verkamenn fái verk- fallstjónið bætt, jafnvel þótt þeir fengju kauphækkun. Hún myndi ekki aðeins fara sömu leiðina og fyrri kjarabætur, þ. e. í vasa braskaranna og milli- liðanna, heldur myndi kaup- hækkun nú leiða til stöðvunar atvinnufyrirtækja og þannig færa verkalýðnum atvinnuleysi og versnandi lífskjör. Hvers vegna er þá þessu skað- lega verkfalli, sem allir tapa á, og verkamennirnir þó mest, stöðugt haldið áfram? Ástæðan er sú, að ferusta verkalýðssamtakanna hefir lent í höndum pólitískra ævintýra- manna, sem hafa þá trú, að nú- verandi þjóðfélagsbyggingu verði að rífa til grunna og það verði ekki gert, nema verkalýð- urinn búi við svo mikinn sult og seyru, að hægt verði að æsa hann til byltingar. Til þess að ná þessu marki, telja þeir sér allt leyfilegt. Þess vegna nota þeir nú yfirráð sín yfir verka- lýðssamtökunum til að knýja fram aukna dýrtíð, sem þeir vita að ekki getur leitt til annars en skorts og atvinnuleysis. Þess vegna skirrast þeir ekki við að reyna að stöðva síldveiðarnar, sem þeir vita að afkoma lands manna byggist nú fyrst og fremst á. Það sést bezt á því tjóni, sem þessir forsprakkar valda verka- lýðnum með ummræddu verk- fallsbrölti sínu, að þeir eru ekki að hugsa um afkomu hans. Það eru valdadraumarnir einir, sem stjórna gerðum þeirra. Fleiri og fleiri verkamönnum verður þetta líka ljóst. Þeim verkalýðsfélög- um fjölgar stöðugt, er lýsa and- úð sinni á verkfallsbröltinu Verkamennirnir sjá að leið auk- ínnar dýrtíðar og atvinnuleysis, sem kommúnistarnir vilja leiða þá út á, er ekki leið vaxandi vel gengni og hagsældar. Þeim verð ur alltaf Ijósara, að hin rétta Sigiuröur Villijalmsson, Háucfsstöðum: Menningarþjóð ræktar land sitt i. Nú er komið að því, sem raunar mátti sjá fyrir um þær mundir, sem „nýsköpunar- stjórnin" sálaða var að skapast, að gjaldeyrir þjóðarinnar er þrotinn. Atbeina þessarar dæmalausu stjórnar má að nokkru kenna þetta, en þó öllu fremur þeirri blindu, sem þessir menn voru og eru enn haldnir af. Svo er að sjá, sem menn trúi því, að nóg sé að berast sem mest á. Yfirborðið sé sem áferð- arfallegast. Það er eins og menn hafi haldið, að ísland gamla hafi allt í einu fært sig um set og ekki þurfi lengur að byggja á reynslu hinna liðnu kynslóða. Allt það gamla sé fánýtt, og am- lóðaháttur liðinna kynslóða sé þjóð vorri til vansa. Nú eiga allir að búa í glæstum höllum við krásir og dýrar veigar. Vel væri, ef þessir nýju postular hefðu á réttu að standa. En því miður er ekki svo. ísland er enn á sínum stað. Meira að segja Hekla gamla minnir á sig. Afla- brögðin eru stopul eins og áður, og veðráttan til landsins sú sama. En það alvarlegasta er, að þjóðin hefir breytt um hugsun- arhátt og háttu alla. í stað þess að herða sig til átaka við óblíða náttúruna og óvisst árferði, er nú hugsjónin sú, að mæna eftir öryggi, sem skapað sé af trygg- ingum, sem fólgnar eru í úthlut- un ávísana á verðmæti, sem þegar eru étin upp eða óvíst um hvort muni verða til þegar raun- verulega slær í harðbakka.Svona má lengi telja upp hin öfugu viðhorf til raungildanna. En það er ekki tilgangur minn að sak- ast um orðinn hlut. Þjóðin verð- ur að átta sig eftir hina hams- lausu áróðurs- og eyðslutíma. Núverandi ríkisstjórn hefir ver- íð að reka niður hæla, með at- beina þeirra þingmanna, sem skilja, að ekki má ana lengur á sömu braut. Það hafa verið sett merki á vegina, sem sýna hvert komið er, og það eru hættumerki. H. Frá fyrstu tíð íslandsbyggðar hefir landbúnaðurinn verið undirstaða lífsins í landinu og þeirrar menningar, sem við bú- um við enn í dag. Nú hefir um skeið verið óspart á því alið, að fiskveiðarnar séu grundvöllur menningarlífs í landinu, en! þess á raunhæfan hátt að landbúnaðurinn fánýtur óþarfi nytja auð og orkulindir lands leið er að vinna að lækkun dýr- tíðarinnar, niðurskurði milli- liða- og braskaragróðans og gera framfærslukostnaðinn þannig ódýrari. Þeess vegna snúa þeir nú unnvörpum baki við hinum kommúnistísku lærimeisturum, sem aldrei hafa auglýst hinn raunverulega tilgang sinn eins glögglega og nú. Það mun verða úr því skorið næstu daga, þegar úrskurður Félagsdóms í Siglufjarðardeil unni liggur fyrir, hvort komm- únistum tekst með ofbeldi sínu og ofríki að stöðva síldvéiðarnar. En í lengstu lög ber að vænta þess, að þroski verkalýðsins og vaxandi skilningur hans á til- gangi kommúnista reynist þá svo mikill, að þeim takist ekki að leiða hann til frekarj lög- leysis- og óhappaverka. Tjónið, sem kommúnistar hafa þegar valdið þjóðinni, og þó fyrst og fremst verkalýðnum, er orðið svo mikið, að tími er til kom- inn, að það taki enda. á þessu landi. Afleiðingar þess- arar iðju eru þegar sýnilegar. Langmest af því fólki, sem nú vinnur að landbúnaði, er aldrað fólk, sem eftir einn eða tvo ára- tugi er horfið úr sögunni. Yngra fólkið vill ekki binda sig við atvinnuveg, sem því er sagt að sé baggi á þjóðinni. Það er al- veg sama, hvað landbúnaðin- um er veitt til styrktar, meðan þessi ógætilegi áróður er rek- inn. Ekkert nema skilningur á gildi landbúnaðar fyllir alþjóð, og þrautseig vinna getur orðið honum til styrktar. Við, sem er- um að klifra upp á elliárin, verðum að horfast í augu við, að barátta okkar fyrir bættum landbúnaðarskilyrðum, sé dæmd dauð og ómerk. Ekkert getur bjargað frá þessu, nema hinir ungu íslendingar skilji, að eng- in þjóð, sem ekki á traustar ræt- ur í gróðurmold lands síns, get- ur haldið áfram að vera menn- ingarþjóð. Þessu til sönnunar má færa ýms dæmi, en hér er ekki staður né rúm til þess að fara út í það. En það er ekki nóg, að unga fólkið skilji þetta, það verður að leggja hönd á plóginn. Það verður að vinna með þeim, sem hafa reynsluna og kunna að hagnýta íslenzk náttúruskilyrði. Það verður enn- fremur að læra að skilja, að enda þótt peningaveltan sé yfir- leitt . lítil við landbúnaðinn, veitir hann öll þau gæði og lífs- nauðsynjar, sem aðrir atvinnu- vegir veita, en þeir þurfa þá að leggja fram ærið peningamagn til þess að afla þeirra gæða. Enda þótt öll menntun, sem fæst með skólagöngu sé góð og nauðsynleg hverri menningar- þjóð, þá getur slík menntun aldrei orðið fullgild í lífsbarátt- unni. Hvort heldur maðurinn er búfræðingur, stúdent, kandidat eða eitthvað annað, verður hann ekki til neinna nytja sjálfum sér eða öðrum, nema hann jafn- framt hafi í gegnum uppeldi sitt hlotið þá menningu, sem þarf til síns. Menntunin er í raun og veru tækniatriði á þann hátt, að sá er hana hefir hlotið, verður að öðru jöfnu færari til þess að inna af höndum þau verkefni, sem samtíð hans leggur honum á herðar. Þess vegna, . ungu menn og konur, aflið ykkur þeirrar skóla- menntunar, sem föng eru á, en minnizt þess, að þið verðið að beita henni til hins ýtrasta í þágu þjóðar ykkar og lands, svo niðjar ykkar geti orðið mann- dómsfólk. Og til þess að svo megi verða, verðið þið að snúa ykkur til, náttúru lands vors. Það er hún, sem hefir alið þjóðina, og enginn nema gróðurmoldin er fær um að gera það framvegis. Fyllið sveitir landsins gáska og fjöri ásamt manndómi eins og fyrrum var. Sveitirnar eru að tæmast. Þar býr gamalt og lú- ið fólk, sem enn berst hugsjóna- baráttu sinni fyrir lífi menning- arþjóðar í landinu. Það er þetta aldraða fólk og forfeður þess, sem hafa lagt drýgstan skerfinn til þess að endurreisa lýðveldið. IH. Vissulega er sjávarútvegurinn nauðsynlegur, en hann getur aldrei orðið neinni þjóð það sem landbúnaðurinn er. í dæminu, ísland og íslendingar, verður hann fyrst og fremst stundað- ur með það fyrir augum að afla þjóðinni gjaldeyris, til þess að unnt sé að halda uppi viðskipt- um við aðrar þjóðir. Hlutverk hans í íslenzka þjóðfélaginu er áþekkt hlutverki því, sem námugröftur og skógarhögg er meðal ýmissa annarra þjóða. Sjávaraflinn er fyrst og fremst hráefni, sem þarf að vinna úr ýmsar nauðsynjar, svo hann verði markaðsvara. Fiskur er í sjálfu sér ekki afar eftirsótt markaðsvara til neyzlu, enda þótt góður matur sé. Veldur þar um mest, að hann er dýr, miðað við gildi sitt, og verður því ekki sú almenningseign, sem hann REYKJAVÍK ER í ÖRUM VEXTI, og margt er þar með öðrum hætti en annars staðar á landinu. Mönnum, sem koma hingað til borgarinnar, finnst það að vonum töluvert undarlegt, hve margir hlutir sæta öðru mati hér en annars staðar á landinu. Þeir komast að raun um, að það er ekki sama hvar á íslandi verðmætin eru, og yfirboð Reykjavíkur kemur mörgum mannin- um undarlega og óþægilega fyrir sjón- ir. Um það vitnar eftirfarandi bréf frá sveitamanni, og honum dettur í hug töluvert athyglisverð dæmisaga, sem skýrir þessi mál nokkuð vel. „ÞÚSUND ÆR. ÞAÐ VAR EINU SINNI tvítugur bóndason á Norðurlandi, duglegur með afbrigðum og gáfaður og framgjarn meira en í meðallagi, sem strengdi þess heit að eignast þúsund ær. En þó að þessi ungi maður hefði almannaorð um frábæra atorku og framtak og ætti auk þess ágætlga efnum búna foreldra, þótti heitstrenging þessi ganga mjög úr hófi fram og bera vott um yfirlæti í meira lagi, svo fjarri lagi þótti það, að einn bóndi gæti eignast þyrfti að vera. Þegar litið er á neyzlumagn ýmsra þjóða á fiski, verður það ljóst, að fiskurinn getur ekki talizt til lífsnauð- synja þeirra. Það getur því þegar minnst varir verið farið svo eins og oft áður, að íiskur verði treg- seljanleg vara. Þess vegna er það afarnauð- synlegt fyrri íslendinga að vinna meir að því að gera sem fjöl- breyttastan varning úr sjávar- aflanum, en leggja ekki eins mikla áherzlu á aukið aflamagn. Skal ekki lengra farið út í þetta að sinni. Dvöl Hrafna-Flóka á íslandi er táknræn fyrir líf íslendinga. Hann gleymdi landbúnaðinum og fékk dýrkeypta reynslu af því. Við megum ekki láta okk- ur henda víti hans. Fari svo, verður íslenzka lýðveldið skanjm líft. IV. Stjórnin, sem settist að völd- um, er „nýsköpunarst j órnin“ hrökklaðist burt, hefir haft erf- iðu hlutverki að gegna, fyrst og fremst að samhæfa hin ólíku sjónarmið og viðhorf til mál- anna, eins og þau voru orðin, (FramhalcL á 4. síðu) þúsund ær, enda mun slíkt fremur fá- títt hér á landi. UNGI BÓNDASONURINN REYNDI ÞETTA ÞÓ og bjó hann þegar bezt lét á þrem leigujörðum til að geta haft nóg landrými og lagt allt hand- bært fé í sauðfjárbúið, en þrátt fyrir mikinn dugnað þessa unga manns, vantaði þó aldrei minna en 2—300 ær til að tilraunin heppnaðist að fullu. Lét hann þá við svo búið standa, enda hefði mæðiveikin tekið fyrir allar slík- ar tilraunir fáum árum síðar. MÉR VARÐ Á AÐ HUGSA TIL ÞESSA MANNS, þegar ég kom til Reykjavíkur nýlega og heimsótti þar ungan mann, fluttan úr sveit fyrir fá- um árum. Hann bjó í einu af þessum nýju og fallegu húsum, sem nú er byggt svo mikið af í Reykjavík. Þessi ungi maður var skrifstofumaður með meðallaun, og var nýbúinn að kaupa íbúðina, sem hann bjó í fyrir 170 þús- und krónur. Sjálfur hafði hann mjög lítið átt upp í þetta, en fékk upphæð- ina að láni, ýmist gegn veði í húsinu, eða víxlum, sem kunningjar hans skrifuðu upp á. ÞETTA VERÐ Á ÍBÚÐUM mun nú vera algengt í Reykjavík, og varð mér á, þar sem ég er sveitamaður, að at- huga hve margar framgengnar ær maður þyrfti til að borga svona íbúð og niðurstaðan varð 1000 — eltt þús- und ær. EN MUNURINN Á HINUM TVEIM MÖNNUM, sem að framan eru nefndir og fjárhagslegri aðstöðu þeirra, fannst mér í stuttu máli vera nokkurn veg- inn á þessa leið: SÁ FYRRNEFNDI var langt fyrir ofan meðallag að gáfum og dugnaði, en kaus sér það hlutskipti að búa í sveit og fékk því frá þjóðfélaginu næsta litla aðstoð, svo sem bankálán til að koma undir sig fótum við sixm þjóðnýta atvinnurekstur. — HINS VEGAR var um að ræða þokkalegan meðalmann og ekkert fram yfir það, sem settist að í Reykjavík og hlotnað- ist við það sú forgangsaðstaða Reyk- víkingsins, að eiga með fyrirhafnar- litlum hætt aðgang að lánsfé til að kaupa eina íbúð, sem kostar jafn mikið og þúsund ærnar, sem Norð- lendingurinn ætlaði að eignast, en tókst ekki. i Sveitamaður". Þannig er saga sveitamannsins og þarf raunar engu við hana að bæta. Munurinn á því, sem mönnum tekst í Reykjavík og annars staðar á landlnu er auðsær og verður fyllstu athygli. — Krummi. Tuttugu ára starfsafmæli Þorsteinn Víglundsson skólastjóri Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja á 20 ára starfsafmæli um þessar mundir, og hefir hann nú fyrir nokkru slitið skólanum í 20. sinn. Þorsteinn hefir reynzt ötull og ósérhlífinn skólastjóri og aflað sér mikilla vinsælda með starfi sínu. Nýtur hann verðugs trausts í þessu trúnaðarstarfi eins og öðrum, sem honum hefir verið falið að gegna í Vest- mannaeyjum. Tíðindamaður blaðsins var á ferð í Vestmanna- eyjum nýlega og átti eftirfarandi viðtal við Þorstein: en skólinn skyldi taka til starfa. Þá höfðu 9 (níu) unglingar æskt framhaldsnáms og sótt um skólavist. Daginn eftir heim- urga saman 22 unglingum til framhaldsnámsins. Haustið 1930 var Gagnfræða- skólinn hér settur fyrsta sinni — Þú hefir nú verið skóla- stjóri hér í 20 ár. Hvenær hóf skólinn annars starfsemi sína? — Unglingaskóli Vestmanna- eyja var settur fyrsta sinni 2. okt. 1923. Páll Bjarnason skóla- stjóri barnaskólans hér efndi til skólastofnunarinnar og setti skólann. Nemendur voru sam- tals 19, þar af voru 5 nemendur úr barnaskólanum hér, er ekki höfðu * lokið fullnaðarprófi barnafræðlsunnar en þóttu hafa þroska til náms í unglingaskól- anum. Skólinn starfaði til 8. jan. n. á. Átján nemendur luku prófi, — ársprófi. Haustið 1924 hófst skólinn arftur 1. okt. Nemendur alls 30. Skólinn starfaði að nokkru leyti í tveim deildum. Aðalkennari var ráðinn Sigurður Einarsson, stud. theol. Prófi luku alls 21 nemandi. Skólaslit 10. jan. 1925. Haustið 1925 hófu 15 nem. alls nám í skólanum. Tólf luku prófi. Skólaslit 13. jan. Aðalkennari Þorgeir Jónsson, cand. theol., Haustið 1926 urðu nem. alls 19, þar af 6 skólaskyldir. Aðal- kennari Guðni Jónsson, nú skólatjóri Gagnfræðaskóla Reyk víkinga. Skólinn starfaði til fe- brúarloka 1927. Sumarið 1927 var ég ráðinn kennari við þennan vísi að skóla og skyldi jafnframt hafa alla ábyrgð á honum. Til þessa hafði Páll heitinn skólastjóri barna- skólans haft umsjón með skóla- starfinu. Ég réðist hingað að til- hlutan Ásgeirs Ásgeirssonar, þá- verandi fræðslumálastjóra. Ég hafði lokið kennaraprófi um vor- ið, en fræðslumálastjóri var þá kennari við kennaraskólann. Ég kom hingað til Eyja 28. sept. 1927, eða þrem dögum áður Kennslustund í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja sótti ég Pál skólastjóra og séra Sigurjón Árnason sóknarprest, sem ávallt hafði mikinn áhuga á unglingafræðslunni hérna, meðan hann dvaldi hér og reyndist mér vel í hvívetna. Við leituðum ráða prestsins. Afráð- ið' var, að ég skyldi hola mér inn á fundi ýmissa félaga í bænum og hefja áróður fyrir skólanum. Ég sat síðan fundi í stúkunum hér, vorkamanna- fund og fund í K. F. U. M., hjá séra Sigurjóni. Árangurinn varð ekki ýkja mikill. Þó tókst að samkv. lögum um gagnfræða- skóla í kaupstöðum. Jafnframt var starfræktur 2. bekkur unglingaskólans. — Nemendur samtals 47. í Gagnfræðaskólalögunum er svo kveðið á, að Vestmannaeyja- kaupstað skuli heimilt að starf- rækja sinn gagnfræðaskóla að- eins 5 mán. ársins, þó að annars staðar skuli gftgnfræðaskólarnir starfa 7 mán. Þetta ákvæði lög- gjafans byggðist á þeirri reynslu, hve miklum erfiðleikum það var (Framhald á 4. siðu-)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.