Tíminn - 01.07.1947, Síða 3

Tíminn - 01.07.1947, Síða 3
116. blað Ti 10 11 \IV, þrigjndaginn 1. júlí 1947 3 Aðalfmdur Flugfé- lags íslands Aðalfundur Flugfélags íslands var haldinn í Kaupþingssalnum í dag. í upphaíi fundarins minntist framkvæmdastjóri félagsins þeirra er létust í flugslysinu þann 29. maí, og aðstandenda þeirra. Fundarmenn risu úr sæt- um til að votta hinum látnu virðingu og aðstandendum þeirra samúð. Guðmundur Vilhjálmsson for- stjóri var kjörinn fundarstjóri, en Jakob Frímannsson fundar- ritari. Framkv.stjóri flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Félagið hafði átt fjórar flugvélar I byrjun ársins en keypt þrjár til viðbótar á árinu. Voru það tveir Catalina fi,ugbát- ar, sem sezt geta bæði á sjó og land, og eln Douglas landflugvél. Auk þessa festi félagið kaup á tveim Douglas flugvélum í nóv- embermánuði, en þær flugvélar komu ekki hingað til lands fyrr en eftir síðustu áramót. Félagið missti enga flugvél á árinu. Flugvélar félagsins héldu uppi reglubsndnum flugferðum inn- anlands allt árið og ein þeirra annaðist síldarleit. Félagið starf- rækti millilandaflugferðir frá 27. mai til ársloka með flugvél- um, sem teknar voru á leigu. Leiguflugvélarnar fóru 49 ferð- ir milli Reykjavikur og Kaup- mannahafnar, allar um Prest- wlck, og auk þess 30 ferðir milli Reykjavíkur og Prestwick og tvær ferðir til New York. Þá minntist framkv.stj. þeirra athugana, sem félagsstjórnin hefði gert í sambandi við starf- rækslu félagsins á millilanda- flugferðum framvegis, og þeirra framkvæmda, sem 1 undirbún- íngi væru á því sviði. Flugvélar félagsins fluttu alls 12,113 farþega á árinu, að með- töldum 2,435 farþegum, sem fluttir voru milli landa með leiguflugvélunum. Árið 1945 fluttu flugvélarnar 7,143 far- jþega. Flugvélarnar fluttu tæpl. 21 tonn af pósti, en um loy2 tonn árið áður. Alls voru farnar 1665 flugferð- ir lnnanlands, en 1246 árlð áður, og voru flugvélarnar 2221 klst. á flugi. Flugdagar (innanlands) voru 266* en 240 árið áður. í lok ársins störfuðu 51 maður hjá félaginu. Er framkvæmdastjóri hafði gefið skýrslu sina, var árrsreikn- ingur félagsins lesinn upp. Brutto tekjur félagsins á árinu námu kr. 4,766.056,84 en tæpum 1.600 þús. árið áður, og höfðu þær því hérumbil þrefaldazt. Netto hagnaður nam krónum '71.770,05 og samþykkti fundur- inn tillögu stjórnarinnar um að hluthöfum yrði greiddur 5% arður. Félagið afskrifaðl eignir sínar um kr. 566.623.05. Formaður bar síðan upp til- lögu frá félagsstjórninni um að fundinum yrði frestað, og að haldinn yrði framhaldsaðal- fundur, sem boðaður yrði síðar, og skyldi þá fara fram stjórnar- kosning. Var þetta samþykkt. Wjínnumi;£{ ihuldar uorrar yíJ landih j JJeitii d oCanlgrceJilaiióJ. JJliripitopa JKlappariUy 29. Gunnar Widegren: Rábskonan á Grund við allt og alla. En reiðust var ég þó sjálfri mér. Þvl að ég hafði óneitanlega hagað mér smánarlega. Ég skreiddist úr ódámnum, fleygði mér á svefnbekk Hildigerðar og grét og snökti 1 silkisamfestingnum mínum einum klæða. — Farðu upp og hypjaðu þig I einhverja leppa, urr- aði Hildigerður, sem nú hafði leitað aftur í eldhúsið. Sittu ekki þarna si-sona hálf-ber og viðbjóðsleg, eins og madonna eða magdóna eða hvað þær eru kallaðar, þessar lauslætisdrósír. Ég er fátæk og ekki annað en venjuleg kotastelpa, en ekki þurfti þó neinn að gefa mér tuskurnar utan á mig, þegar ég fór í vist. Dragn- astu burt héðan, segi ég, og komdu þér I eitthvað, hvort sem þú átt það nú sjálf eða einhver önnur. Farðu, segi ég, því ég þoli ekki að sjá þig hér i mínu eldhúsi! — Þínu eldhúsi? endurtók ég og sótti i mig veðrið til nýrrar atlögu. — Já — ég sagði mínu eldhúsi! hrópaði Hildigerð- ur og keyrði hnefann í eldhúsborðið. Hér var það ég, sem réði, áður en þú komst og settir allt á annan endann, andans Láran þín! Þetta var ægilegt tundurskeyti. „Andans Láran þín“ — það sagði ekki svo lítið. Geturðu hugsað þér annað eins? Mér féllust hendur. Ég tók þann kostinn að hlýða henni og drattaðist upp í herbergið mitt. Þegar ég kom niður aftur, var Hildigerður horfin, en á eldhúsborðinu lá svolátandi tilkynning: „Jeg er faren að tala við Artú eða mömmu hans þi Jeg þoli eggji leingur andans abbríðisemina I þjer. Ev þú seiir eggji húsbóndanum að þú havir leivt mjer að fara, seii Jeg húsbóndanum að þú havir brotið grautarskálina og sokkinn firi honum þi jeg er vond við þig. Hildigerður.“ Guð mátti vita, hvernig Hildigerður segði Arthúri og móður hans söguna. Horfurnar voru því allt annað en ánægjulegar, en nú hafði ég þó nóg að hugsa um. Ég þvoði fyrst gólfið, ruddi valinn eftir Hildigerði og gerði mig líklega til þess að sjóða nýjan ávaxta- graut. Ég fór hamförum, eins og mér riði lífið á að hamast nóg. Ég skal játa það, að mér létti stórum, þegar ég heyrði mannamál niðri i trjágöngunum — rödd hús- bóndans, rólega og hversdagslega, og rödd Hildigerðar, háværa og titrandi. Hann hafði verið á heimleið á hjól- inu sínu og mætt henni. — Þetta var reglulega leiðinlegt, sagði húsbóndinn. En Hildigerður má ekki hlaupa að heiman, þegar henni sjálfri dettur í hug, og 1 kvöld ætluðti Hólm og kaupmaðurinn að skreppa hingað, svo að það verður nóg að gera handa ykkur báðum. Svo vildi ég fá eitthvað 1 svanginn sem allra fyrst. — Já, en húsbóndi, þrumaðl Hildigerður. Þetta þolir enga bið — það er svo hræðilegt, sem komið heflr fyrir. — Þar að auki var það hreinasta fásinna að ætla að hlaupa svona 1 kaupstaðinn, hélt húsbóndinn áfram og lét sem hann sæi ekki, hvernig Hildigerður skalf og pataðl. Hildigerður veit ekkert, hvort unnusti henn- ar muni vera heima né hvenær hann kemur heim. Hildigerður ætti heldur að síma til hans, ef þetta er svona aðkallandi. Til þess hefir fólk síma .... — Þetta er þannig lagað, sagði Hildigerður, að mað- ur getur ekki talað um það i síma. — E-há og einmitt, sagði húsbóndinn. Hvenær skyldi Anna geta komið með mat handa mér? Ég kom út á dyraþrepið i þessari andrá, og húsbónd- inn sá undir eins, að augnatillitin, sem við Hildigerð- ur sendum hvor annarri, voru ekki þrungln neinni blíðu. — Þið eruð hálf-skrítnar í dag, stúlkur minar, sagði hann. Hvað héfir ykkur borið á milli? — Ekkert, sögðum við einum rómi og strunsuðum sin 1 hvora áttina. En húsbóndanum varð að orði: — Ja, þetta kvenfólk! Það var venju fremur dauft við matborðið, en hús- bóndinn, sem sennilega hefir haldið, að Hildigerður væri úrill vegna þess, að hún fékk ekki að fara 1 kaupstaðinn, lét sig það litlu sklpta og spjallaði um alla heima og geima. Uppástunga mín um bruggun ávaxtavíns hafði fallið í góðan jarðveg. Hólm hafði útvegað allt, sem þurfti að fá að, til bruggunarinnar, og í kvöld ætlaði húsbóndinn að kynna sér stóran hlaða af leiðarvísum og handbókum, sem hann hafði keypt. Þar að auki átti ég að miðla af þekkingu minni — Anna er sannkölluð undrakerling, e-há. Við Hildigerður beittum bakhlutanum hvor að ann- arri, meðan við þvoðum og þurrkuðum meiri hlutann af diskunum. Þetta fjandsamlega vopnahlé var orðið illþolandi, þótt það væri talsvert spaugilegt í aðra röndina, og loks kom samvizkan til skjalanna og vitn- aði 1 ummæli Hálfdánar i Friðþjófssögu Tegnérs: J. deilu vorri er beztur drengur sá, er býöur fyrri ssett." Auglýsing um útboð á ríkisskuldabréfum Samkvæmt I. kafla laga um eignakönnun, nr. 67 1947, býður ríkissjóður hér með út ríkisskuldabréf með þeim skilmálum, sem hér fara á eftir. — Heildarupphæð skuldabréf- anna verður ákveðin með forsetaúrskurði síðar. Skuldabréfin eru í 2 stærðum, 5.000 kr. og 1.000 kr. Vextir af þeim eru 1% á ári og greiðast eftir á gegn afhendingu vaxtamiða 1. ágúst ár hvert meðan lánið stendur, i fyrsta sinn 1. ágúst 1948. Bréfin innleysast á nafnverði samkvæmt útdrætti á árunum 1948—1972 með 1/25 hluta hvem 1. ágúst þessara ára. í 6.—8. gr. laga um eignakönnun eru sérstök ákvæði um skattfrelsl o. fl., sem fylgir skuldabréfunum, og fara þær hér á eftir orðréttar: 6. gr. Ríkisskuldabréf þau, er gefin verða út samkvæmt 1. gr. laga þessara, skulu eigi talin með skattskyldum eignum skattþegns í hinu sérstaka framtali, sem 1 II. kafla laganna greinir. Þau skulu og ásamt vöxtum vera skattfrjáls til 31. des. 1952, en þá skal eigandi þeirra sýna þau skattyfirvöldunum tll skrásetningar, ef hann vill halda vöxtum af bréfunmn, enda verða þau skattskyld frá þeim tíma. Ef eigandi sýnir ekki bréfin til skráningar á tilskildum fresti, verða vextir ekki greidd- ir, en þá haldast skatthlunnindin, sem að framan greinir. Verði lagður á sérstakur eignarskattur í eltt skipti, má, þrátt fyrir framanskráð ákvæði, skattleggja bréfin í samræmi við aðrar eignir, enda sé þá eiganda þeirra heimilt að greiða skattinn með hlutfallslegum afslætti af nafnverði bréfanna. 7. gr. Þegar innlausnar er krafizt á útdregnu bréfi, skal sá, er við greiðslu tekur, greina skriflega frá nafni og heimilisfangi svo og því, hver verið hafi eigandi bréfs- ins, þegar það var dregið út. Stofnun sú, er greiðslu innir af hendi, tilkynnir við- komandi skattayfirvöldum um greiðslu bréfsins og nafn og heimilisfang eiganda þess. Þegar bréf hefir verið dregið út og greitt, skal sá, er bréfið áttl, telja fram 1 næsta framtali sínu til eignarskatts fé það, er fyrir bréfið kom, svo og þá vexti af því, sem safnast kunna að hafa fyrir, enda telst þá það fé með skattskyldum eign- um hans. 8. gr. Ef skattþegn telur, að hann hafi eftir 1. ágúst 1947 varið fé til kaupa á skuldabréfum, sem í þessum kafla getur, skal honum skylt að greina frá þvi i framtali sínu, hver verið hafi hinn fyrri eigandi bréfanna. Ef það fæst ekki upp- lýst, skal fé það, er skattþegninn kveðst hafa goldið íyrir bréfin, talið til skatt- skyldra eigna hans. Nú kemur fram eignarauki hjá skattþegni eftlr 1. ágúst 1947, sem hann telur stafa af sölu ofangreindra rikisskuldabréfa, og skal hann þá skýra skattayfirvöld- unum frá, hver sé kaupandi og hvert söluverð hafi verið. Ef þessi atriði fást ekki upplýst, skal skýrsla hans um söluna eigi tekin til greina, þegar honum er ákveð- inn skattur. Útboðið hefst þriðjudaginn 1. júli 1947 og stendur til 15. ágúst. — Eftirtaldir aðilar í Reykjavík og Hafnarfirði annazt sölu skuldabréfanna: Búnaðarbanki íslands, Eggert Claessen og Gústaf A. Sveinsson, hæstaréttarlögmenn, Einar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson, málafl.skrifstofa, Sveinbjörn Jónsson og Gunnar Þorsteinsson, hæstaréttarlögmenn, Kauphöllin, Landsbanki íslands, Lárus Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður, Málaflutningsskrifstofa Lárusar Fj eldsted og Theódórs Líndal, Samband íslenzkra samvinnufélaga, ; Sjóvátryggingarfélag íslands h.f., Sparisjóður Hafnarfjarðar, Hafnarfirðl, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Útvegsbanki íslands h.f. Utan Reykjavíkur verða skuldaþréfin til sölu hjá útibúum bankanna á ísafirði, Akur- eyri, Seyðisfirði, Eskifirði, Vestmannaeyjum og Selfossi, og enn fremur hjá sparisjóðun- um á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Þingeyri, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsavík, Kópaskeri, Norð- firði, Vík í Mýrdal og Keflavík. Bréfin seljast á nafnverði gegn greiðslu í peningum, opinberum verðbréfum og skulda- bréfum með veði í fasteign, sem til þess eru metin gild af Landsbankanum. Opinber verð- bréf, sem bera minnst 4% vexti, takast á nafnverði, en séu vextir af þeim þar undir, eru þau tekin á tilsvarandi lægra gengi. Skuldabréf með veði í fasteign er því aðeins hægt að nota til greiðslu ríkisskuldabréfa, að þau hafi verið þinglesin fyrir 1. júlí 1946, og að þau séu íulltrygg að dómi Landsbank- ans. Veðskuldabréf, sem uppfylla þessi skilyrði og bera minnst 5% vexti, eru tekin á nafn- verði, en séu vextirnir lægri, lækkar gengið tilsvarandi eftir mati Landsbankans á hverju einstöku bréfi. — Þeir, sem óska að greiða ríkisskuldabréf að einhverju eða öllu leyti með veðskuldabréfum, afhenda hin síðar nefndu einhverjum ofangreindra umboðsmanna gegn móttökukvittun, og gildir hún sem greiðsla upp í kaupverð ríkisskuldabréfa, þegar Lands- bankinn hefir úrskurðað, hvort veðskuldabréfin skuli tekin gild, og ákveðið verðmæti þeirra, ef þau bera lægri vexti en 5%. Kaupin á ríkisskuldabréfum geta, þegar svo stendur á, ekki farið fram fyrr en umboðsmanni hefir borizt úrskurður Landstoankans um þetta hvort tveggja. Þeir, sem hyggjast greiða ríkisskuldabréf með veðskuldabréfi, skulu láta fylgja því nýtt veðbókarvottorð um viðkomandi fasteign. Verða veðskuldabréf ekki tekin til úrskurðar, nema þessu skilyrði sé fullnægt. , Athygli er vakin á því, að kaupendur ríkisskuldabréfa verða að haga greiðslu þeirra þannig, að ekki þurfi að gefa til baka af verði verðbréSa eða veðskuldabréfa, sem þelr greiða ríkisskuldabréf með. Ríkisskuldabréfin seljast án þess að reiknaðir séu dagvextir af þeim. Umboðsmennirnir við lánsútboðið gefa nánari upplýsingar um allt þvf viðkomandi. Reykjavík, 27. júni 1947. [ F. h. UÍKISSJÓÐS fSLANDS LMDSBANKI fSLANDS. Yautlaðir gúmmískór til sölu. Sigurgeir G. Askelssou Ægissíðu við Kleppsveg, Reykjavik. Þahharávarp. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er heimsóttu mlg með samtölum, ræðum og gjöfum, á áttræðisafmæli mínu 29. apríl þ. á. Guð minnist ykkar og blessi öll, ævinlega. Grænanesi, 24. maí 1947. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR. V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.