Tíminn - 05.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.07.1947, Blaðsíða 2
2 Tölixrv. langardagiim 5. julí 1947 120. blað Laugurdayur 5. júlí Einn ávöxtur fjár- málaspillingarinnar í frásögn af Stórstúkuþinginu, sem birtist í seinasta blaði, voru greindar tölur, sem hljóta að vekja alla ábyrga og þjóðholla menn til alvarlegrar umhugsun- ar. Samkvæmt þeim voru á ár- inu 1944 fluttir til landsins 284,- 000 lítrar af alls konar áfengi, en árið, sem leið voru seldir 733.139 lítrar af áfengi í landinu. Svarar það til þess, að seldar hafi verið um ein millj. flöskur eða sjö flöskur á hvert mannsbarn *í landinu. Á þessum tvelmur árum hefir áfengissalan hvorki meira né minna en næstum þrefald- azt. í fljótu bragði átta kannske ekki allir sig á því til fulls, hve ægilegar þessar tölur eru. Það er ekki sóun fjármunanna, sem er ömurlegasti þátturinn í þess- um málum, þótt hún sé gífur- leg. Það, sem er hryggilegast við þessar tölur, er sú mikla só- un á starfskröftum og lífsham- ingju, sem þær raunverulega segja frá, — eyðilegging fjöl- margra efnismanna og heilla heimila, og aukning hvers konar spillingar og lasta, sem eiga eftir að draga margan slæman dilk á eftir sér. Hér hefir vérið efldur og látinn laus sá voði, sem getur reynzt manndáð og menn- ingu þjóðarinnar hinn mesti fjötur um fót á ókomnum ár- um. Til þess að reyna að ráða bót á þessum vanda, þurfa menn að skilja orsakir hans. Þær eru næsta fljótfundnar. Það er eng- in tilviljun, að þau tvö ár, sem meiri fj ármálaspilling ríkti í landinu en áður hafa verið dæmi til vegna óframsýnnar og spilltrar stjórnarstefnu, skuli á- fengisneyzlan hafa næstum því þrefaldazt. Það er segin saga, að vaxandi áfengisnautn er fast- ur fylgifiskur illra stjórnarhá'tta og fjármálaóreiðu. Þetta hefir enn á ný sannazt hér, svo að ekki verður um villst. Þegar orsökin er fundin, þá eru læknisaðgerðir líka fljót- fundnar. Það er vissulega gott og sjálfsagt að styðja hvers kon- ar bindindísstarfsemi af fremsta megni. Bindindlsstarfsemi hefir áorkað ótrúlega miklu síðustu árin, þótt árangurinn sjáist ekki í fljótu bragði, en hefði hennar ekki notið við, myndi ástandið vera miklu verra. Það þarf jafn- framt að herða kröfurnar til fyrirsvarsmanna þjóðfélagsins um bindindissemi og góð for- dæmi. Það á að hætta að sví- virða æðstu stofnanir þjóðfé- lagáins eins og Alþingi og stjórn- arráðið með forsetaþrennivín- inu og ráðherrabrennivíninu. Það á ,g£ki að auglýsa það þann- ig eins og hin eftirsóknarverð- ustu hlunnindi, að menn geti drukkið frá sér vitið fyrir litla peninga. En aukin bindindis- starfsemi og auknar kröfur til for$yarsmannanna eru hins vegar ekki höfuðúrræðið. Höfuð- úrræðið er að ráðist sé gegn fjármálaspillingunni og verð- bólgunni og öruggar ráðstafanir gerðar til að lækna hana. Það verður að skapa þann grundvöll, að iðjusemi, ráðvendni og ráð- deild verði viðurkenndar dyggð- ir enn á ný. Þegar svo er komið hefir ekki aðeins verið unninn bugur á fjármálahpillingunni, heldur hefir áfengisspillingunni einnlg verið hnekkt. Þannig ýjtw ttaþéttir TítmaHA Íþróttastarfsemí sumarsins um allt land stendur nú sem hæst og íþróttamót eru haldin hvert af öðru. Hér birtast fréttir og frásagnir af nokkrum slíkum mótum og öðrum íþróttaviðburðum. í slandsglíman Myridir frá afmæÍLsmóti I. R. í Reykjavík Íslandsglíman i ár var haldin í Haukadal i Biskupstungum þann 15. þ. m. á hinu forna menningarsetri, sem Sigurður Greipsson, glímukappi, endur- reisti fyrir 20 árum síðan. íþróttasamband íslands lagði svo fyrir, að glíman skyldi hald- in að Haukadal, Sigurði til heið- urs á þessum tímamótum í hans athyglisverða starfi í þágu íþróttanna og var það vel til fallið. Áður en glíman hófst flutti Sigurður Greipsson ágæta ræðu. Hann minntist landsins og hér- aðsins og taldi þennan dag vera merkisdag ekki einungis fyrir sig, heldur einnig fyrir þetta hérað. Hann benti á gildi íþrótta fyrir hvern mann en talaði þó mest um íslenzku glímuna, sem hann sagði að þjálfaði menn ekki aðeins líkamlega, heldur einnig andlega, því að líf okkar allra væri í rauninni allt „glíma“ við hitt og þetta. Að því búnu hófst glíman sjálf. Glímustjóri var Jón Þor- steinsson, íþrótttakennari, en dómarar Þorsteinn Einarsson, Sigurður Greipsson og Bjarni Bjarnason. Keppendur voru að þessu sinni átta, sem mættu til leiks, þó 12 hefðu verið skráðir tál keppni, og er þáð leitt að það skuli koma fyrir, að þriðjungur keppenda komi ekki til leiks. Guðmundur Ágústsson frá Glímufélaginu Ármann bar sig- ur úr býtum og sýndi greinilega yfirburði. Má með réttu segja, að hann hafi aldrei verið betur að sigri kominn í Ísland,sglímu en nú, þar sem við mjög jafn sterka menn var að etja, og margjr töldu honum t. d. hættu búna fyrir Guðm. Guðmunds- syni, Steini, Friðrik og Sigurjóni, en ekkert slíkt skeði. Guðmund- ur beitti mörgum brögðum, en skæðust var nú sem fyrr hin háa og tignarlega sniðglíma á lofti. Þetta er í 5. sinn, sem Guðmundur vinnur íslands- beltið, og var það mál margra, sem sáu þessa glímu að. Guð- mundur muni vera einhver mesti og skemmtilegasti glímu- maðurinn, sem unnið hefir ís- landsglímuna í þau 37 skipti sem hún hefir verið háð. Guðm. Guðmundsson, Á, varð annar og fékk 6 vinninga, lá aðeins fyrir Guðm. Ágústssyni. Hann er mjög öruggur glímu- maður, kann mikil og góð brögð en hættir sér ekki út í neina tvísýnu. Leggur öruggt og karl- mannlega. Lýkist hann mjög nafna sínum í tígulegri fram- komu og glæsilegum leik. Hann hefir á undanförnum árum oft- ast^verið næstur Guðm. Ágústs- syni í kappglímum, og oft mun- að litlu hvor ynni. Um þriðja sæti glímunnar var mikil barátta milli Friðriks Guð- mundssonar KR, Kristjáns Sig- urðssonar, Á, Davíðs Hálfdánar- sonar KR og Ágústs Steindórs- sonar KR, sem allir urðu jafnir með 3 vinninga hver, og lauk stefnir allt að þeirri niðurstöðu, að baráttan gegn fjármálaóreið- unni og verðbólgunni er sameig- inlegt áhugamál allra þeirra, sem vilja skapa aukna menn- ingu, betra þjóðfélag og batn- andi lífskjör á íslandi. henni með sigri Friðriks eftir 2 atrennur milli þessara manna.! Friðrik er mikill glímumaður,! sterkur og beitir hábrögðum.1 Hann er glímukappi KR-inga.1 Hann fékk að þessu sinn alls 5 byltur og er það mikið, því hann ! er hinn fræknasti glímumaður. | Kristján Sigurðsson, Á, glímir mjög hratt og fær oft færi á' klofbj:agði, en snýst heldur mik- ' ið með manninn í brögðum, sem lýtit glímu hans. Annars sýnir, hann alltaf röskar og hressileg- j ar glímur. Davíð Hálfdánarson j glímdi létt og liðlega og tók ágæt! brögð. Sérstaklega vakti athygli mjaðmarhnykkur sem hann undirbýr með mikilli sveiflu. Ágúst Steindórsson glímir nokk- uð fast, en ákveðið og röskt. Steinn Guðmundsson Á., er snöggur maður og glímir skemmtilega fjörugt, og fékk að ýmsra áliti minna út úr þessari glímu, hvað vinninga snarti, en hann átti skilið, en glímur hans, sérstaklega við Guðmundana og Friðrik, voru mjög glæsilegar og fjörugar. Hann fékk tvo vinn- inga. Sigurjón Gumundsson frá Umf. Vöku í Flóa hlaut í þessari glímu aðeins einn vinning, og má hann muna tímana tvenna frá því hann lagði að velli glímu- kappann Guðm. Ágústsson í Skjaldarglímu Ármanns í vetur, og vann þá glímu. Það var auðséð frá því í vet- ur, að Sigurjón er að breyta um glímulag, hann er nú miklum mun mýkri og léttari én í vetur. Þegar menn breyta þannig til, vilja þeir vera það sem kallað er „langt niðri“ um tíma, og þannig var í þetta sinn ástatt með Sigurjón að mínu áliti. Ef Sigurjón heldur áfram að æfa sig með þessu nýja lagi, tel ég engan vafa á því, að hann komi „upp“ aftur og verði hættuleg- ur keppinautur hverjum sem er í framtíðinni. f heild tel ég þessa glímu hafa verið með betri Íslandsglímum, sem ég hefi séð, enda varla við öðru að búast, fyrst og fremst vegna þess, að hér mættust mjög svipaðir menn, þó að almennt hafi verið búizt við Guðm. Ág. sem sigurvegara, og enn fremur vegna þess, að allir þessir menn voru ágætlega æfðir undir þessa keppni og höfðu gott úthald glíniuna á enda, þó erfið væri hún hjá sumum. Að glímunni lokinni afhenti Kjartan Bergmann framkv.stj. í. S. í. verðlaun, sem var íslands- beltið til Guðm. Ágústssonar og ennfremur fagran skjöld, sem sigurvegari Íslandsglímunnar á að fá hér eftir til minningar. Ennfr. voru veitt verðlaun II. og III. manni. Þeir Bjarni Bjarnason skóla- stjóri og Erl. Pálsson ávörpuðu Sig. Greipsson að lokum. Minnt- ist Bjarni hans sem glímukappa, héraðsleiðtoga og bónda, en Er- lingur færði honum þakkir í. S. í. og heíllaóskir. G. J. B. l'IJinnumií ^ óLu (Lr vorrar vi&> iandii. -Jieitd á oCa ndyrœ&i Íu-íjó<f. 0 JjLrifíto^a -JJlapparitty 29. Afmælismót I. R. er rétt afstaðið og hefir það verið mjðg glæsilegt íþrótta- mót og ný met sett. — Á mótinu hafa keppt fimm Svíar og hefir það auklð mjög á fjölbreyttni mótsins og hert á íþróttamönnum okkar. Hefir nánar verið sagt frá þessu móti hér í blaðinu. Svíarnir, sem þarna kepptu, eru sumir meðal allra beztu íþróttamanna í Svíþjóð.. Svo undarlega brá við, að þeir tveir Evrópumeistarar, sem þarna kepptu, urðu að lúta í lægra haldi. — Sigraði Svíi íslenzka Evrópumeistar- ann, en íslendingur hinn sænska. Nú birtast hér þrjár myndir frá mótinu. Á fyrstu myndinni sjást hlauparar í 200 m. hlaupi, og er þar fyrstur Haukur Clausan, þá Finnbjörn Þorvaldsson og Svíinn Curt Lundquist. Á annari myndinni sést Gunnar Huseby vra að varpa kúlunni, og á þriðju myndinni er Skúli Guðmunds- son yfir slánni í hástökkinu. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Héraðsmót vestfirzkra ungmannafélaga Héraðsmót vestfirzkra ung- mennafélaga var haldið að Núpi 21. og 22. júní. Laugardaginn fóru fram undanrásir. Á sunnudaginn messaði sr. Jó- hann Pálmason sóknarprestur á Stað í Súgandafirði. Formaður héraðssamb., Halldór Kristjáns- son á Kirkjubóli setti mótið en síðan fór fram íþróttakeppni: Fyrstu menn: 100 m. hlaup: 1. Einar Einarsson, Gísli Súrs- son, 12 sek. 2. Jens Kristjánsson, Bifröst, 12,1 sek. 3. Gunnlaugur Finnsson, Grettir, 12,2'sek. 80 m. hlaup kvenna: 1. Ingibjög Ólafsdóttir, Höfr- ungur, 11,5 sek. 2. Þóra Ragnars- dóttir, Höfrungur, 12,4 sek. 3. Sigríður Jónsdóttir, Gisli Súrs- son, 13 sek. 1500 m. hlaup: 1. Sigurjón Jónasson, 17. júní, 5,04,5. 2. Guðmundur Ragnars- son, 17. júní, 5. 3. Andrés Eggertsson, Gísli Súrsson, 5,22. Kúluvarp: 1. Hagalín Kristjánsson, Bif- röst, 11,67 m. 2. Bjarni Helgason, Gísli Súrsson, 11,56 m. 3. Jens Kristjánsson, Bifröst, 11,09. Kringlukast: 1. Jens Kristjánsson, Bifröst, 33,60 m. 2. Hagalín Kristjánsson, Bifröst, 32,67 m. 3. Bjarni Helga- son, Gísli Súrsson, 28,70. Spjótkast: 1. Kristján Hagalínsson, Höfr- ungur, 39,43 m. 2. Bjarni Helga- son, Gísli Súrsson, 38,40 m. 3. Kristmundur Finnbogason, Höfr. 33,08 m. Langstökk: Gunnlaugur Finnsson, Grettir, 5,85 m. 2. Jónas Ólafsson, Höfr- ungur, 5,56 m. 3. Jens Kristjáns- son, Bifröst, 5,52 m. Þrístökk: 1. Svavar Helgason, Gisli Súrs- son, 12,06 m. 2. Jens Kristjáns- son, Bifröst, 11,90 m. 3. Hagalín Kristjánsson, Bifröst, 11,87 m. Hástökk: 1. Svavar Helgason, Gísli Súrs- son, 1,58 m. 2. Högni Jónsson, Grettir, 1,53 m. 3. Gunnlaugur FinríSon, Grettir, 1,38 m. Boðhlaup 4x100 m.: 1. Gísli Súrsson, 53,8 sek. 2. Höfrungur, 54,4 sek. 3. Grettir 54,8. sek. Stig: Gísli Súrsson, 19 stig. Bifrost 15 stig. Höfrungur 13 stig. Grett- ir 54,8 sek. t Flest stig einstaklings: Jens Kristjánsson 9 stig. Handknattleikur stúlkna: Stefnir og Höfrungur 8:1. Að lokir.pm íþróttum flutti Friðrik Hjartar skólastjóri á Akranesi ræðu ■ um íslenzka tungu. Síðan dansað. Mótið var fjölsótt og var hið ánægjulegasta. Enginn maður sást ölvaður á mótinu. Snæfellingamót Héraðsmót Snæfellinga var haldið sunnudaginn 8. júní s.l. Mótið hófst með messu séra Sigurðar Péturssonar frá Breiðabólsstað kl. 2\/2. Þá fór fram íþróttakeppni. Þátttaka í íþróttunum var með minnsta móti. Umf. Grund- arfjarðar átti flesta keppendur. Árangur var með lélegra móti, vegna erfiðra æfingarskilyrða og einnig þess, að mótið varð að hafa svo snemma vegna þess að Grundfirðingar fara flestir á síldveiðar. Úrslit urðu sem hér segir: 100 m. hlaup: 1. Þorkell Gunnarsson, G, 12,3 sek. 2. Einar Skarphéðinsson, G, 12.4 sek. 3. Baldvin Baldvinsson, G, 12,4. 400 m. hlaup: 1. Einar Skarphéðinsson, G, á 61,6 sek. 2. Kristján Torfason, G, 62.5 sek. 3. Jón Guðmundsson H, 68,0 sek. 1500 m. hlaup: 1. Rargnar Kristjánsson, G, 5,23,8. 2. Einar Skarphéðinsson, G, 5,23,4. 3. Jón Guðmundsson H, 5.37,4. 80 m. hlaup kvenna: 1. Ester Árnadóttir, G, 12,2 sek. 2. Kristín Árnadóttir, G, 12,8 sek. 3. Hulda Þorkelsdóttir, G, 13,0 sek. Hástökk: 1. Einar Skarphéðinsson, G, 1,50 m. 2. Kristján Torfason, G, 1,45 m. 3. Baldvin Baldvinsson G, l, 40 m. Langstökk: 1. Baldvin Baldvinsson, G, 6,04 m. 2. Kristján Torfason, G, 5,78 m. 3. Einar Skarphéðinsson, G, 5,28 m. { í Þrístökk: 1. Kristján Torfason, G, 12,85 m. 2. Þorkell Gunnarsson, G, 12,51 m. 3. Baldvin Baldvinsson, G, 11,58 m. Kúluvarp: 1. Kristinn Ásmundsson, G, 11,08 m. 2. Gunnlaugur Finn- bogaf'ion, G, 10j60. 3. Þorkell Gunnarsson, G, 10,55. Kringlukast: 1. Gísli Jónsson,. S, 33,02 m. 2, Þorkell Gunnarsson, G, 31,76 m. 3. Gunnlaugur Finnbogason G, «29,33 m. Spjótkast: 1. Gísli Jónsson, S, 44,97 m. 2. Þrokell Gunnarsson, G, 36,73 m. 3. Gunnlaugur Finnbogason G, 35,78 m. i Stig félaganna: Umf. Grundarfjarðar, 52 stlg- 2. Umf. Snæfell, 6 stig. 3. Umf. Helgafell, 2 stig. Stig einstaklinga: 1. Einar Skarphéðinsson, 11 stig. 2. Þorkell Gunnarsson 10 stig. 3. Kristján Torfason, 9. stig. Jón Þórisson kennari frá Reykholti var aðaldómari móts- ins. Mótig fór vel fram. Enginn meiddist og íþróttirnar gengu greitt. Stúlkur úr Umf. Snæfell sýndu handknattleik og var það nýbreytni. Dansað var á stórum palli fram eftir kvöldi. Veður var kalt og dró það úr aðsókn að mótinu. Allt fór prúðmann- lega fram. F. h. Sambandsstjórnar Bjarni Andrésson form.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.