Tíminn - 08.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1947, Blaðsíða 2
2 TfMIJVN, þriðj udagiim 8. júli 1947 121. blað Þriðjudagur 8. júlí 'wn’TiMTani ‘jj»aw»8wr-» Eftir verkfallið Hinu pólitiska verkfalli, sem kommúnistum tókst að ginna nokkur verkalýðsfélög út í, er nú lokið. Það hefir endað með ó- sigri bæði fyrir verkamenn og þjóðarheildina. Það hefir einnig endað með ósigri fyrir kommún- ista, því að þeir standa nú fjarri því aðaltakmarki sínu að fella rikisstjórnina en nokkuru sinni fyrr. Kommúnistar reyna að blekkja með því, að 15 aura grunnkaups-- hækkunin hjá Dagsbrún sé sigur fyrir verkamenn. Hversu mikil blekking þetta er, sézt bezt á því, að það tekur verkamenn mikið á annað ár að fá verkfallstapið bætt með grunnkaupshækkun- inni. Þegar sá tími er liðinn, mun dýrtíðaraukningin, sem hlýzt af þessari grunnkaups- hækkun, vera komin til sögunn- ar með öllum þunga. Atvinnu- rýrnunin, sem mun hljótast af grunnkaupshækkuninni fyrr en síðar, er svo annar kapituli fyr- ir sig. Dagsbrúnarmenn tapa því undir öllum kringumstæðum á verkfallinu. Enn meira er þó tap verkamanna norðanlands, sem fengu enga grunnkaups- hækkun til að mæta verkfalls- tapinu. Hagsmunum þeirra var alveg fórnað á altari Dags- brúnardeilunnar. Tap þjóðarinnar á verkfall- inu er verulegt. Ýmsar gagnleg- ar framkvæmdir hafa. tafizt meðan á verkfallinu stóð. Grunn kaupshækkunin hjá Dagsbrún getur orðið visir að nýrri verð- bólguöldu, ef ekki verða gerðar öflugar mótráðstafanir gegn dýrtíðinni innan tiðar. Sigurinn, sem kommúnistar ætluðu að vinna með verkfalls- brdltinu, ætti að verða þeim sannarlegur Pyrrhusarsigur. Þeir hófu verkfallið fyrst og fremst 1 þeim tilgangi að flæma núverandi stjórn frá völdum og koma einhverjum af forkólfum sínum í ráðherrastólana á ný. Kommúnistar hafa aldrei staðið fjær þessu en nú. Framkoma þeirra 1 verkfallsmálunum hefir sýnt greinilegar en nokkuru sinni fyrr, að þeir skeyta ekkert um afkomu verkamanna né þjóðarhag, þegar annarlegir pólitískir hagsmunir þeirra eru annars vegar. Lög og lýðræðls- reglur virða þeir að vettugi. Ó- vilji allra frelsisunnandi manna á öllu samstarfi við þá hefir á- reiðsplega aldrei verið ríkari en eftir þessa atburði. Kommún- istar hugðust að geta þvingað sig inn í ríkisstjórnina með því að beita ofríki og kúgun. Af- leiðingarnar hafa orðið þveröf- ugar. Eigi þeir að eiga þangað einhverntíma afturkvæmt, verða þeir að gerbreytast og leggja allan ofstopa, kúgunarviðleitni og byltingaraðferðir á hylluna. En vissulega eru flestir forkólf- ar þeirra orðnir svo gegnsýrðir af þessu, að batavonin er ekki mikil. Aðstaða ríkisstjómarinnar hefir heldur styrkzt en veikzt við þessa deilu. Hún hefir sýnt fullan vilja til viðnáms gegn hrunstefnunni, sem kommún- istar börðúst fyrir. Á þeim vett- vangi, þar sem hún var til fyr- irstöðu, þ. e. í deilunum við síldarverksmiðjurnar, urðu kommúnistar að beygja sig til fullnustu og ganga að fyrri til- lögum Þorsteins M. Jónssonar, sem þeir höfðu harðneitað og reynt að stimpla ólög og ofbeldi. INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR: Hvað vakir fyrir háskó lakennaranum? Á föstudaginn langa siðast- liðinn flutti Sigurbjörn Einars- son dósent í guðfræði erindi 1 útvarpið. í þessu erindi virt- ist mér dósentinn gerast fulltrúi og boðberi vissra- hugmynda og skoðana, sem mestur hluti Is- lenzku þjóðarinnar mun hafa þegar fyrir löngu snúið baki við, með öll sín djúpúðgustu og ást- sælustu skáld og mennlngar- frömuði í fylkingarbrjósti. Ég veit, að það er allt annað en þægilegt að „leggja út af“ erindi, sem aðeins hefir einu sinni farið gegn um eyrun. Orð- réttar tilvitnanir eru þá meðal annars útilokaðar. Þrátt fyrir Kommúnistar reynast þannig ekki miklir karlar, þegar mann- lega er tekið á móti þeim. Nið- urstaðan hefði vissulega orðið önnur í þessu máli, ef fyrrv. stjórn hefði verið hér til for- svars. Þá hefðu kommúnistar fengið að fullkomna lögleysis- og ofbeldisverknað sinn á Siglu- firði og fengið þá grunnkaups- hækkun í Reykjavík, sem þeir hefðu farið fram á. Hinu verður hins vegar ekki neitað, að stöðvunarstefna rík- isstjórnarinnar hefir orðið fyr- ir áfalli, þar sem nýju Dagsbrún- arsamningarnir eru. Þeir mættu sýna ríkisstjórninni ótvírætt, að hér þurfa öflugri úrræði en nið- urgreiðsluleiðina og virðist orð- ið fuHkomlqga athugandt, að frá henni verði nú horfið að meira eða minna leyti, svo að þjóðin átti sig betur á því, hvernig komið er. Hinn endan- legi dómur um ríkisstjórnina mun svo fara eftir því, hvern- ig henni tekst að leysa dýrtíðar- málið. Og þar er raunar ekki nema ein leið til, og hún er sú, að leggja byrðarnar fyrst og fremst á þá, sem mest hafa grætt á dýrtíðinni. Allt annað væri ranglæti og vatn á, myllu kommúnista, sem fengju þá tækifæri til að vinrxa það upp, sem þelr hafa nú tapað að verð- leikum. þessa örðugleika hætti ég á að taka íyrrnefnt erindi tii nokk- urrar athugunar, og geri ráð fyr- ir, að ég muni tæplega hafa mis- skilið „boðskapinn‘“ í aðalat- riðum. Þetta erindi dósentsins virtist fjalla fyrst og fremst um eina af örðugustu lífsgátunum, gát- una um uppruna hins illa, sem hann sagði að margir spekingar fyrr og síðar hefðu spreitt sig á, svo sem Plató, Ágústínus og Helgi Pjeturss, og sennilega af því að hér var guðfræðingur á ferð, varð Ágústínus kirkjufað- ir sá grundvöllur, sem hann hlaut að byggja á. Hið illa, segir hann eftir Ágústínusi, getur ekki verið frá guði. Aðeins hið góða er frá guði, — en hvaðan er þá hið illa? Og dósentinn virðist komast að þeirri niður- stöðu með ÁgúStínusi, að hið illa hljóti upphaflega að vera runnið frá einhverju framandi, utanaðkomandi valdi (persónu). Þó segist hann ekki vilja gefa slíku neitt sérstakt nafn, þótt sennilega hinn heilagi Ágúst- ínus hefði ekki hikað við það. En dósentinn ætlar víst hlust- endunum að geta í eyðurnar og skíra hið óskírða, vitandi að á tungunni lifir ennþá gnægð af viðeigandi nöfnum á þessa hug- mynd, sem þjóðsagan hefir skreytt með hornum og klaufum. Eða skyldi hann hafa kinokað sér við að kasta þessum hug- myndum algerlega nöktum framan í fólkið og kosið að reyna að skýla þeim bak við hina þunnu slæðu nafnleysisins? Og svo byrjar röksemdafærsla dós- entsins fyrir alvöru. Sumir vilja, áegir hann, halda því fram, að hið illa sé aðeins vöntun gæða, eins og mínus hiti (þ. e. kuldi 1 venjulegu tali) sé aðeins lítill hiti og myrkrið sé aðeins vöntun á ljósi eða skugginn af ljósinu. (Spánný eðlisfræði það, að myrkrið sé skugginn af Ijósinu, nema það sé eðlisfr. hins heilaða Ágúst- inus). En að áliti dósentsins get- ur slíkt ekki staðizt. Hið illa geti ekki verið andspænis því góða líkt og kuldi hjá hita og myrkr- ið hjá ljósinu. Nei vill hann segja. Gott og illt, — sannleik- urinn og lygin, kærleikurinn og grimmdin hlýtur allt af að vera ósættanlegt, — eilífar andstæð- ur, sem aldrei geta runnið sam- an. Það er vissulega rétt, að það er ekki hægt að sætta sannleik og lygi, setja þau á sama bekk, hlið við hlið, og gefa þeim jafn- an rétt. En hitt er líka jafn- víst, að lygin er vöntun á sann- leika. Sannleikurinn er raun- veruleikinn sjálfur, hin stöðuga, eilífa verund. En lygin, hún er ekki raunveruleikinn, hún er biekkingin, skugginn, sem hverf- ur og hjaðnar fyrir sjónum okk- ar eftir því sem sannleikurinn opinberast okkur betur. Þess vegna getur sannleikurinn út- rýmt lyginni, þar sem lygin get- ur aldrei útrýmt sannleikanum. Hún getur aðeins um stundar- sakir blekkt augu okkar, hulið sannleikann, en hann er jafnt til fyrir því, eilífur, óhagganleg- ur. Liggur þá ekki beint við að líkja honum við ljósið en lyg- inni við myrkrið? Við vitum öll, að í giuggalausu herbergi er dimmt, af þvl að birtan kemst ekki inn þangað, en ekki af því að veggirnir eða hlutirnir þar inni gefi myrkrið frá sér, eða af því að sólin hafi misst birtu sína, og ljósið hætt að vera til. Myrkrið kemur að- eins af því, að Ijósinu er ekki hleypt inh i herbergið, það or- sakast af vöntun ljós eins og lygin orsakast af vöntun á sann- leika. En hvernig er því þá varið með samúðina, miskunnsemina, kær- leikann annars vegar og andúð- ina, harðýðgina dg grimmdina hins vegar? í fljótu bragði mætti svo virðast, að líkinguna um ljósið og myrkrið sé ekki eins auðvelt að heimfæra upp á þetta. Samt getum við fljótt fallist á, að þetta eru líka and- stæður, sem raunverulega er aldrei hægt að sætta, aldrei Landbúnaðarsýningin: N.' Hvaö er þaö sem ég sé.. „Hvað er það sem ég sé og þú sérð, konungurinn sjaldan, en guð aldrei", hljóðar gömul, ís- lenzk gáta. Gert var að gamni, þegar starfsfólk Landsbankans fór skemmtiför suður' á Krisuvíkur- bjarg, að nú hefðu þeir mætzt 1 fyrsta sinn, þjóðbankinn og Selvogsbanki. Og enn kemur manni í hug, þegar komið er á landbúnaðar- sýninguna, að hér kunni að eiga sér stað mikil stefnumót, land- búnaðurinn hafi með vissum hætti farið í kurteisis- og kynn- ingarheimsókn til annara at- vinnugreina og embættislýðs höfuðstaðarins. Eftir öllu að dæma, virðist heimsókn þessi ætla að verða öllum til ánægju. Gesturinn, öldungurinn meðal islenzkra atvinnuvega, þeim kostum bú- inn að öllum þyki nokkur vegs- auki að frændseminni við hann. Hefir honum nú hvarvetna verið tekið með virktum, viðurkenn- ingu og hjartahlýju, sem þjóðin mætti nokkuð búa að. Borgarstjórinn í Reykjavík heilsaði honum með hlýju hand- taki í ræðu. Höfuðstaðarbúar hafa hyllt hann með sjaldgæfri athygli, og blöð höfuðstaðarins hafa sungið honum uppgerðar- laust lof. Fulltrúi Norðmanna, sem kominn var til að verða við- staddur „þennan fund“, vék i ávarpsorðum sinum að golf- hægt að setja á sama bekk hlið við hlið. Við getum t. d. ekki alveg á sama augnabliki bæði elskað og hatað sömu manneskj - una. Annað hvort er okkur vel við hana eða illa, þ. e. a. s. ef við höfum nokkra sérstaka til- finningaafstöðu gagnvart henni. Ef svo aítur samúð okkar af einhverjum orsökum lifnar og glæðist gagnvart henni, hættir okkur um leið að vera illa við hana. Með öðrum orðum: Sam- úðin útrýmir andúðinni, velvild- inu — alveg eins og sannleikur- in óvildinni, kærleikurinn hatr- (Framhald á 3. slöu) straumnum og mikilvægi hans fyrir landbúnaðinn í sinu landi og okkar. Vakti þetta til umhugsunar um að vissulega gæti það orðið Islenzkum landbúnaði til hags- bóta, ef þessi hlýi straumur bær- ist að landinu í ríkari mæli en áður. En ekki væri þar með sagt, að þjóðhagslega yrði þettsi landinu fyrir beztu. Bróður-at- vinnuvegurinn, sj ávar útvegur- inn, kynni að hafa af þessu meira ógagn, ef kjörhiti þorsk- fisks flyttist við það burtu héðan. Og tvímælalaust mun mega svara þvi fyrir hönd landbún- aðarins, að þá mundi hann vilja fara á mis við kosti hlýnandi veðráttu, ef hún ættl að kosta þetta. Er í því efni vitnað til þeirra staðreynda, að við kvað hjá sunnlenzkum bændum fyrir nokkrum árum, þegar þrengst var í búi með erlendan gjald- eyri, en taðan lá bliknuð á tún- unum hjá þeim, sakir sunnan- áttar og óhagstæðrar heyskap- arveðráttu, „að aðalatriðið værl, að það veiddist slld“. Þetta skilja allir þeir, sem hugsa af yfirliti. Þeir skilja hversu hagsmunir atvinnuveganna eru samtvinn- aðir. Þeir skilja, hversu mikils er um vert jafnvægi atvinnuveg- anna og útflutningsafurðirnar. Loks er þess að vænta, að kynnisförin veki til skilnings á þvl, hversu þjóðin, fyrir að glata frelsi sínu, komst i þá nauð, að hún hlaut að lifa á rányrkju í aldaraðir, og ennfremur á því, að ætli hún sér að halda endur- heimtu frelsi sínu, þarf hún að efla landrækt og mannrækt, láta tvö strá vaxa þar sem áður óx eitt, og hyggja ekki á það ein- vörðungu, að „alheimta daglaun að kvöldum". En að kveðjuorðum i veizlu- lok skyldu menn minnast um- sagnar hins vitra manns Þór- halls biskups Bjarnarsonar um hlutskiptl bóndans: „Það er svo gaman að akapa með Guði!“ * * Á slóðum Vestur-tsleudinga — I. Á fyrsta íslenzka heimilinu Jón Helgason blaðamaður við Tímann er um þessar mundir á ferðaiagi í Ameríku. Heimsækir hann allmargar byggðir íslend- inga vestan hafs. Mun hann senda Tímanum þætti að vestan og bera þeir hið sameiginlega nafn: „Á slóðum Vestur-íslendinga". Birtist hér fyrsti þátturinn og er þar lýst íslenzku heimili. Grand Forks, 18. Júni 1947. Lestin frá Minneapolis brun- ar norður sléttuna. Hér skiptast á breiðir akrar með skógarbelt- um á milli og sums staðar aðeins einu og einu tré á stangli, lágir ásar og lítil sveitaþorp, ekki nema í meðallagi blómleg. Úti á ökrunum bograr fólk, konur, karlar og börn. Alls staðar er starf og önn. í einum vagni hinnar miklu lestar sitja tvelr íslendingar. Þeir eru á leið norður á bóginn — á leið til Grand Forks, há- skólabæjarins í Norður-Dakóta. Hver stöðin af annarri þýtur hjá. Ákvörðunarstaðurinn nálg- ast óðum. Loks gengur vagn- stjórinn gegnum lestina og hrópar: Grand Forks. Lestin nemur staðar, og við íslendingamir, sem komnir er- um hingað yfir þúsund mílna haf og þúsund mílna land, stíg- um út. Við okkur blasir lítil járnbrautarstöð og vinalegur bær með litlum húsum, umlukt- um trjágróðri og grænum flöt- um. Við þekkjum aðeins einn ís- lending 1 þessum bæ. Það er dr. phil. Richard Beck prófessor við háskólann í Norður-Dakóta. Þó búa hér að minnsta kosti eitt hundrað íslendingar, ungir og gamlir. Við erum sem sagt að nálgast þær byggðir, þar sem eiga má von á því að mæta ís- lendingi við hvert fótmál og heyra íslenzka tungu hljóma, kannske með örlitið annarleg- um hreim. Við flýtum okkur inn i sím- klefann og hringjum. En, nei — prófessor Richard Beck er ekki heima. Norður á Mountain hefir verið kirkjuþing mikið og Íslendingahátíð, og Richard Beck er ekki enn kominn þaðan. Það kemur dálítill vandræða- svipur á okkur, þvi að við höfð- um gert okkur öruggar vonir um að hitta Beck — töldum víst, að hann væri kominn heim af ís- lendingahátíðinni, sem sam- kvæmt venju var haldin 17. júní. En nú er hjálpsemi einkenni Ameríkumanna. Hver, sem staddur er í Ameríku og lendir í einhverjum vanda, getur átt það víst, að innan skamms komi einhver og bjóði honum hjálp sína og aðstoð. Svo fór einnig hér. Grannleitur maður, mið- aldra, kemur til okkar og innir okkur eftir því, hvað okkur sé á höndum. Hann er Norðmaður og vinnur í járnbrautarstöðinni — heitir G. O. Cristensen. Við segj- um honum allt af létta. Þá bros- ir hann, tekur símtólið og hring- ir. Innan lítillar stundar er ég farinn að tala við einn landann í Grand Forks. Hann heitir Sig- urður Arason, fæddur vestra. Það er ekki að orðlengja það — hann býður okkur að vera á heimili sínu. Og innan nokkurra mínútna er kona Norðmannsins komin á bifreið til þess að sækja okkur og fara með okkur á fyrsta íslenzka heimilið, sem við gistum í Vesturheimi. Þetta fyrsta islenzka heimili, sem stendur okkur opið hér vest- ur í miðri Ameríku, er áreiðan- lega ekki af lakara taginu. Hús- ið er fremur lítið, en mjög snot- urt og stendur 1 mjög fögru bæj- arhverfi. Húsfreyjan er miðaldra kona, dökk á hár, frið sýnum og virðuleg. Hún heitir Guðrún Gamalíelsdóttir og fór vestur með foreldrum sínum úr Hörg- árdal eins árs gömul, laust eftir 1890. Hún býður þegar af sér góðan þokka, og það kemur strax i ljós, að hún talar íslenzk- una með ágætum. Maður henn- ar, Sigurður Arason, rekur mat- vöruverzlun skammt frá, en hann er ekki énn kominn heim úr búð sinni. En þegar við höfum rabbað við húsfreyju um stund, vindur sér inn ljóshærður mað- ur, snar 1 hreyfingum og glað- legur í viðmóti. Þetta er hús- bóndinn. Sigurður er ættaður úr Skaga- firði, en fæddur vestra eins og áður er sagt. Hann hefir alið allan aldur sinn í íslendinga- byggðinni I Mountain, þar til fyrir þremur árum, að hann flutti suður til Grand Forks og hóf þar litlu síðar verzlun. Hann er tónelskur maður og hefir æft hljómsveit. Hann á systur i Grand Forks, Lovisu kennara, gifta íra. Foreldrar hans voru Jakob Arason og Sólveig Frið- riksdóttir Nielsen, er fluttu vest- ur um haf 1887. Faðir hans er enn á llfi 1 Blsmarck, höfuðstað Norður-Dakótaríkis, meira en hálf-nlræður. Annars hefir hann lengst af verið 1 Mountain og meðal annars stundað þar skósmíði og söðlasmíði. Faðir húsmóðurinnar er einn- ig á lífi. Hann heitir Gamaliel Þorleifsson, kunnur maður með- al Vestur-íslendinga, og einn þeirra mörgu, sem enn 1 dag hefir meira á sér snið íslend- ingsins heldúr en Ameríku- mannsins, enda þótt hann hafi verið vestan hafs 1 sex áratugi. Kona hans hét Katrín Tómas- dóttir, en látin fyrir alllöngu. Gamalíel Þorleifsson er bóndl norður í Garðar. Þar rak hann lengi mikinn gripabúskap, og þó hann sé kominn yfir áttrætt, er hann enn liðtækur við að mjólka. Á seinni árum hefrl hann stundað búskapinn með tveimur sonúm sinum, Theódór, er á stóra kartöflumiðstöð, og Þorleifi, og hefir þá meiri stund verið lögð á hveitirækt og kar- töflurækt en áður. Hirðing gripa er erfið á vetrum 1 Norður-Da- kóta, þvi að þar er vetrarriki stórum meira en á íslandi, þótt það kunni ef til vill aö hljómfr einkennilega. En Gamaliel bóndi í Garöar er ekki aðeins gildur bóndi á vestur-tslenzka vísu og góöur og þjóöræklnn landi. Hann *r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.