Tíminn - 08.07.1947, Blaðsíða 1
RrrSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
-PRAMSÓKNAIHPLOiaCURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hi.
UITSTJÓRASKRIPSTOFDR:
EDDUHÚSI. Undargðtu 9 A
Simax 2353 OK 4373
AFOREIDSLA, INNHEIMTA
OQ AW5IÍÝSDÍGASKRIPSTOFA:
EDDUKÚSI, lindargötu OA
Sfmi 2323
31. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 8. júlí 1947
121. blað
Sláttur hafinn
um land allt
Grassprclta er með
meira móti
Samkvæmt fregnum, sem
Tíminn hefir fengið mun
sláttur nú yfirleitt hafinn um
land allt. Á Suðurlandi og
Vestf jörðum mun hann hafa
byrjað um mánaðamótin, en
óhagstætt tíðarfar hamlað
víða að gengið væri að honum
af fullu kappi.
Víða á Fljótsdalshéraði og í
Eyjafirði hófst sláttur upp úr
miðjum júní, en nokkru seinna
í Þingeyjarsýslum. Á þessum
stöðum munu bændur vera bún-
ir að hirða allmikið af töðu.
Einn bóndi, Ólafur Jónsson, for-
stjóri Ræktunarfélags Norður-
lands, hefir þegar Ipkið fyrsta
slætti og alhirt alla töðuna.
Grasspretta mun yfirleitt vera
með meira móti um allt land
En víða veldur það nokkrum
ugg, að fólk er með allra fæsta
mótf, og getur það haft alvar-
legar afleiðingar, ef tíðin reynist
óhagstæð.
Óvenjulegt ofviðri
um helgina
í fyrradag og alla fyrri nótt
geisaði ofviðri mikið um land
ajlt, sem algefflega er eins
dæmi á þessum tíma árs, eftir
því sem yeðurstofan tjáði
blaðinu í gær. s.
Mesfe var veðurhæðin hér á
Suðuírjandi og á Austurland(i.
Stóð það af norðri og norð-
austri. í gærmorgun var veður-
hæðin 9 vindstig hér í Reykja-
vík, en 10 vindstig á Þingvöllum.
Fylgdi veðurofsa þessum úrhell-
isrigning.
Norðanlands og á Vestfjörð-
um var veðurhæðin minni, en
þokubræla var við norður-
ströndina.
Eins og áður er sagt, telur
veðurstofan þetta veður, bæði
vindhraða og rigninguna, eins
dæmi hér sunnanlands í norðan-
átt. Tjón af völdum ofveðursins
mun nokkúrt, en ekki hefir enn
frétzt um neina meiriháttar
skaða af völdum Tpess. ,
Hér í Reykjavík var ofviðrið
svo mikið, að skip gátu ekki
komizt að bryggju.
LAUSN KAUPDEILANNA:
Kommúnistar féllu frá öllum kröfum sínum í verksmiöju-
deilunni af otta viö úrskurð Félagsdóms
Ð-
ERLENDAR FRETTIR
Flokksþing jafnaðarmanna í
Frakklandi var haldið um helg-
ina. Þingið samþykkti með 5/e
atkvæða að styðja stjórn Rama-
diers.
Allmörg ríki hafa nú þegið
boð Frakka og Breta um þátt-
töku í Parísarfundinum. Utan-
ríkisráðherrar Dana, Norð-
manna og Svía munu koma sam-
an til að ráðgast um afstöðu
Norðurlanda.
f fyrradag hófust í Indlandi
atkvæðagreiðslur í þeim héruð-
um, sem eiga að velja á milli
Hindustan og Pakistan. í brezka
þinginu er nú til umræðu
stjórnarfrv. l>ess efnis, að sjálf-
stæði Indlands verði lýst yfir
15. ágúst næstk. og þarf stofnun
áðurnefndra ríkja að vera lokið
fyrif þann tíma.
Birt hefir verið skýrsla þess
efnis, að kornuppskera í Evrópu
verði 10% meiri í ár en 1 fyrra.
Verkamenn þar fengu verkföllin ekki
bætt aö neinu leyti. - Dagsbrúnarmenn
verða hálft annað ár að vinna upp verk-
fallstapið. - Kommúnistar hafa aldrei
verið fjær því marki sínu en nú, að
fella stjörn Stefáns Jóh. Stefánssonar
Samkomulag náðist í öllum kaupdeilumálunum um helgina og réði þar mestu, að kommúnistar
vildu flest til vinna, að úrskurður Félagsdóms í Siglufjarðardeilunni yrði ekki opinber, jafnframt
og þeir fundu, að verkamenn voru mjög teknir að þreytast áverkföllunum. Kommúnistar unnu
það því til að ganga að öllu leyti inn á tillögur þær, sem Þorsteinn M. Jónsson bar fram í byrjun
júnímánaðar og fékk þá samþykktar, en kommúnistar höfðu ákveðið að hafa það ekki að neinu
og knýja fram miklu meiri hækkanir. Þessar tillögur Þorsteins M. Jónssonar gilda nú sem samn-
ingar um kaup og kjör við ríkisverksmiðjurnar, eins og verksmiðjustjórnin hafði jafnan boðið, en
kommúnistar ekki viljað fallast á. Hafa kommúnistar ekki um langt skeið beðið eins fullkominn
ósigur og í þessu máli.
Kommúnistar fengu hins vegar nokkrar sárabætur í Dagsbrúnardeilunni, þar sem fallizt var
á 15 aura grunnkaupshækkun á klst. Þær bætur hrökkva þó engan veginn til að bæta verkfalls-
tap verkamanna, þar sem það mun taka þá 1% ár að vinna það upp með grunnkaupshækkuninni,
en fyrir þann tíma hefir dýrtíðaraukningin og atvinnurýrnunin, sem hlýzt af henni, fyrir löngu
komið til sögunnar.
A SY NINGARDEILD S./.S.
Kommúnistar óttuðust
Félagsdóm.
Það kom strax í ljós, eftir að
Félagsdómur fékk Siglufjarðar-
málið til meðferðar, að komm-
únistar óttuðust mjög niður-
stöður dómsins. Lögleysur þær
og ofbeldi, sem þeir höfðu fram-
ið, var líka svo augljóst, að vit-
anlegt var, að verkfallið yrði
ekki aðeins dæmt ölöglegt, held-
ur myndi stjórn Þróttar og aðrir
þeir, sem hér höfðu verið að
verki, hljóta stórsektir. Daginn
ájður en von var á dómnum
sneri Alþýðusambandsstjórnin
sér líka til Vinnuveitendafélags-
ins og óskaði éftir viðræðum um
allar kaupdeilurnar. Kom þar
strax fram, að það sem hún setti
fyrst og fremst á oddinn, var að
úrskurður Félagsdóms yrði ekki
kveðinn upp.
Alþýðusambandsstjórnin mun
í fyrstu hafa gert sér vonir um,
að hún gæti fengið nokkra hækk-
un umfram það, sem var í tillóg-
um Þorsteins M. Jónssonar.
Henni var þá gert ljóst, að úr-
skurður Félagsdóms myndi þá
halda sinn gang. Hún vann það
þá til að falla frá öllum slíkum
kröfum og ganga að tillögum
Þorsteins M. Jónssonar óbreytt-
um gegn þvi að úrskurðurinn
yrði ekki kveðinn upp.
Ósigur kommúnista.
Öllu meiri osigur en þennan
ósigur kommúnista er ekki hægt
að hugsa sér. Það, sem fólst i til-
lögum Þorsteins M. Jónssonar,
stóð Þróttistrax til boða í lpk
aprílmánaðar siðastl. Kommún-
istar hindruðu, að þetta væri
borið undir verkamenn. Þor-
steinn M..Jónsson tók þá þessar
jtillögur upp og bar þær undir
atkvæðagreiðslu í félaginu sam-
kvæmt ákvæðum vinnulöggjaf-
arinnar. Kommúnistar reyndu
að hindra atkvæðagreiðsluna og
hugðust að telja hana ólöglega,
!þegar hún gekk á móti þeim. í
'skjóli þess efndu þeir til verk-
jfalls, sem stóð 1 rúman hálfan
Imanuð, og ætluðu þannig að
jómerkja lögmætar gerðir sátta-
'semjarans og knýja fram meiri
kauphækkun. Þegar þeir sáu
hins vegar fram á, að úrskurður
meirihluta Félagsdóms myndi
ganga á móti' þeim, hlupu þeir
ifrá öllu saman. Með því játuðu
-^,
þeir lögleysur sínar og ofbeldi,
eins fullkomlega og verða mátti.
Jafnframt viðurkenndu þeir
lögmæti allra aðgerða sátta-
semjarans, enda hefir Þorsteinn
M. Jónsson unnið af sömu sam-
vizkusemi og lægni í þessu máli
og jafnan hefir einkennt sátta-
semjarastarf hans.
Þar sem kommúnistar gengu
að öllu leyti inn á 'tillögur Þor-
steins, þótti rétt að fallazt á,'
að úrskurður Félagsdóms yrði
ekki kveðinn upp, þar sem venja
er að gefa eftir allar sakir, þegar
samninga* nást. En með þyí að
fallast á tillögur Þorsteins, ját-
uðu kommúnistar ólögmæti og
rangindi gerða sinna, eins og
áður er sýnt fram á. j
I
Verkamenn að snúast
gegn kommúnistum.
Annað, sem réði miklu um,
að kommúnistar treystust ekki
til að halda kröfum sínum og
ofbeldisfyrirætlunum til streitu,
var vaxandi andstaða verka-
(Framhald á 4. síöu)
.^í^ii
Mynd þessi er (rá sýningardeild S. I S. á Landbúnaðarsýningunni. A stóru
íslandskorti á veggnum eru merkt öll kaupfélög á landinu meff tölustöfum,
en nöfn þeirra i'yrir neðan á veggnum. Mennirnir á myndinni eru, talið
frá vinstri, Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra, Vilhjálmur Þór for-
stjóri S. í. S. og Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráðherra.
(Ljósm.: Guðni Þórðarson).
Landbúnaðarsýningin verður
opin til næstu helgar
Fjörutíu þús. manns hafa sótt sýninguna
í gærdag voru búnir að skoða Landbúnaðarsýninguna um 40
þúsund manns. Er sú aðsókn algert einsdæmi um nokkra sýn-
ingu hér á landi.
Kosningarnar á
Sauðárkróki
Fyrstu bæjarstjórnarkosning-
arnar á Sauðárkróki fóru fram
síðastl. sunnudag.
Úrslit kosninganna urðu þau
að listi Sjálfstæðismanna hlaut
190 atkvæði og 3 menn kjórna.
Jafnaða*nienn fengu 144 at-
kvæði og einnig 3 menn kjörna.
Listi Framsóknarmanna fékk 84
atkvæði og 1" mann kjörinn.
Kommúnistar fengu 47 atkvæði
og engan mann kjörinn.
j í hreppsnefndarkosningunum
seinustu var fulltrúatala flokk-
anna hin sama, nema hvað Al-
þfl. hefir unnið fulltrúann > af
kommúnistum.
Fleiri skip munu stunda sildveiö-
ar í sumar en nokkru sinni fyrr
Óveður hamlaði veiðum um helgina
Sennilega verða fleiri bátar gerðir út á síldveiðar nú en nokkru
sinni fyrr. Mikill hluti flotans er þegar kominn á veiðar, þó enn
séu margir bátar ókomnir norður. í gær var slæmt veður úti fyrir
Norðurlandi og var allur flotinn í vari undir ströndinni, eða inni
á höfnum.
Síldar hafði nokkuð orðið vart
fyrir helgina, svo að vonir eru
til, að síldin fari að veiðast strax
og veður skánar.
í vikulokin hafði Djúpavíkur-
verksmiðjan tekið á móti 4315
málum í bræðslu, en verksmiðj-
an á Ingólfsfirði hafði tekið á
móM 2016 málum. Mestan afla
hefir Jökull frá Hafnarfirði
fengið, eða 1385 mál, en Dagriý
I (Framhald á 4. siSu)
Greitt fyrir ferða-
lögum til Bretlands
Frá 1. júlí mega íslenzkir
þegnar fara til Bretlands með
gild íslenzk vegabréf, án brezkr-
ar áritunar. Hið sama gildir um
brezka þegna, er fara vilja til
íslands.
Sennilega verður sýningin
ekki opin nema til næsta sunnu-
dagskvölds og eftirleiðis verður
hún aðeins opin kl. 2—11 dag-
lega.
Búpeningurinn, sem sýndur
var, er nú að mestu farinn af
sýningunni sakir slæmrar veðr-
áttu, en öðru hvoru er til sýnis
happdrættishestur sýningarinn-
ar, sem er gæðingur mikill, son-
ur Skugga, borgfirzka hestsins,
sem híaut heiðursverðlaun sýn-
ingarinnar, hinn forkunnar
Hátíð Framsóknar-
manna að Hraf nagili
Þrátt fyrir dæmafátt illviðri
fór héraðshátíð Framsóknar-
manna í Eyjafirði fram áð
Hrafnagili í fyrradag.
Eins og armars stlðar á land-
inu var foráttuveður í Eyjafirði,
en hátíðin var vel sótt þrátt
fyrir það.
Ræður fluttu þeir Bernharð
Stefánsson alþm., séra Sigurður
Stefánsson á Möðruvöllum og
Árni Björnsson kennari. Ýms
fleiri skemmtiatriði voru og fór
hátíðin hið bezta fram.
fagra Sleipnisbikar. Aðrir munir
happdrættinu eru Jeppabíll og
Farmall-dráttarvél.
Nú er merki sýningarinnar
komið frá Sviþjóð og er það til
sölu fyrir sýningargesti á sýn-
ingunni. Það er falleg silfur-
næla, með burstabæ í gömlum
stíl innan í skeifumerki.
Lítils háttar skemmdir urðu á
sýningunni í ofviðrinu í fyrri
nótt, en þær hafa nú verið lag-
færðar.
Islendingar taka
þátt í Parísar-
fundinum
Ríkisstjórn íslands hefir á-
kveðið að taka boði ríkisstjórna
Bretlands og Frakklands um að
senda fulltrúa á hina fyrirhug-
uðu ráðstefnu í París um við-
reisn Evrópu. Utanríkisráðherra
hefir tilkynnt sendiherrum
Breta og Frakka þessa ákvörðun.