Tíminn - 16.07.1947, Page 2

Tíminn - 16.07.1947, Page 2
2 TÍMINN, miðvikudagiim 16. jnlí 1947 127. bla» HALLDOR KRISTJANSSON = Um íslenzkan landbúnað Um tímarLtLn lUiðv.danur 16. júlí Síldarverðið Bræðslusíldarverðið hefir nú verið ákveðið. Það veröur rúm- um 9 kr. hærra til útvegsmanna og sjómanna en í fyrra og mun mörgum þykja það kynlegt, þar sem útflutningsverðið er 22— 23 kr. hærra en þá. Við nánari athugun fá menn hins vegar fula skýringu á þessu og jafn- framt gleggri yfirsýn um stjórn- arstefnu undanfarinna ára. Bróðurparturinn af þessari 23 kr. verðhækkun útflutnings- verðsins fer nefnilega í þá botn- lausu eyðsluhít, sem dýrtíðar- stefna fyrrv. ríkisstjórnar skap- aði. Hækkunin á stofnkostnaði nýju síldarverksmiðjanna, sem hlauzt jöfnum höndum af vax- andi dýrtíð og óstjórn Áka Jak- obssonar, hefir leitt til þess, að nú verður að taka rúmar 7 kr. af hverju síldarmáli til að greiða þennan kostnað niður og þyrftu þó afborganirnar að verða miklu meiri. Hallinn á þorskveiðunum, sem einnig er afleiðing dýrtíðarstefnunnar, hefir leitt til þess, að leggja verður 4 kr. skatt á hvert síld- armál, svo að ríkissjóði verði kleift að risa undir ábyrgðar- verðinu. Loks hafa kauphækk- anir landverkafólks af völdum dýrtíðarinnar tekið sinn skerf af hækkun útflutningsverðsins. Niðurstaðan verður því sú, að síldarútvegsmenn og síldveiði- menn fá aðeins 9 kr. í sinn hlut eða hvergi nærri helming af verðhækkuninni. Nokkur bót væri það í þessu máli, ef síldarútvegsmenn og Síldveiðimenn gætu horft fram til þess, að þeir þyrftu ekki að klyfjast slíkum skattgjöldúm framvegis, heldur aðeins í ár, þar sem síldarverðið nú er svo hátt, þrátt fyrir þessi gjöld, að þau koma ekki eins að sök. En slíku er ekki að heilsa. Hinn mikli stofnkostnaður nýju síld- arverjcsmiðjanna verður baggi á síldarútveginum í mörg ár enn. Síldarútvegsmenn og síldveiði- menn mættu gleggst marka á þessu, hvort dýrtíðarstefnan, sem fyrrv. stjórn beitti sér fyrir, hefir verið til hags fyrir útgerð- ina, eins og fylgismenn hennar hafa viljað vera láta. Þeim mætti vera auðvelt að gera sér Ijóst, hvort hagur útgerðarinnar myndi nú ekki með meiri blóma, ef horfið hefði verið að stöðv- unarstefnu Framsóknarmanna haustið 1941, og jafnvel þótt það hefði ekki verið gert fyrr en haustið 1944. Þeir geta dæmt af slíkum samanburði, hvort Fram- sóknarflokkurinn sé eins óvin- veittur útgerðinní og andstæð- ingar hans hafa oft viljað vera láta. Andstæðingar Framsóknar- flokksins hafa. oft reynt að halda því frajn,. að höfuðdeil- an milli þeirræ og hans hafi verið um það seinustu árin, hvort ráðast æftti í nýjar fram- kvæmdir til ecflingar atvinnu- vegunum, m. a. byggingu síldar- verksmiðja. Slíkt er vitanlega hin fjarstæðasta blekking, enda hefir engin flokkur beitt sér meira fyrir eflingu síldarflotans en Framsóknarflokkurinn. Hitt hefir deilan snúist um, hvort leitast væri við að hafa hinar nýju framkvsemdir sem ódýrast- ar með því að halda dýrtíðinni í skefjum og velta ekki þannig drápskiy^jum yfir á framtíðina, eða hvo>rt það skipti engu máli, þótt dýrtíðin •'færi látin vaxa. — Niðurlag. V. Hin nýja ræktunarmenning, sem sveitafólk íslands er nú að tileinka sér, tryggir það betur en áður hefir þekkzt, að jörðin íslenzka beri ávexti. En þar með er ekki allt fengið. Eftir er hag- nýting þeirra. Þar eru líka merkar nýjungar á ferð. Alla tíð hafa óþurrka- sumrin verið eitt hið ægilegasta, sem yfir landbúnaðinn gat dun- ið. Það var ekki að ástæðulausu að séra Grímúlfur Bessason mælti þessa bæn fram af stóln- um eitt slíkt sumar: Mörg vill á dálpa mæðan ströng, minn guð, þú hjálpa hlýtur, því erfiði vort og aflaföng ætlar að verða skítur. Raunar hefir aldagamalt við- horf breytzt hér með votheys- verkun, sem hefir sýnt sig að vera ómetanlegt bjargráð í bar- áttunni við óþurrkana. Þegar nú súgþurrkun er líka komin til sögunnar má segja, að þar með sé svo komið, að fundin séu fullnaðarráð til að sigrast á óþurrkunum, og ekki eftir öðru að bíða en því, að bændur komi þeim fyrir sig. Þannig finna nú þeir ungu, sem landið erfa í sveitum ís- lands, að þeir búa yfir ráðum til þess, að bæta ræktunina, færa hana út og hag^iýta gjafir moldarinnar vel, svo að þær verði hollt fóður. VI. Þó að þetta séu miklir hlutir og gjörbreyti gömlum viðhorf- um, þegar þess er gætt, að hin nýja ræktun skapar skilyrði fyrir nýja tækni við alla jarð- yrkju og heyskap, eru þó ekki allar framfarir, sem landbúnað- urinn á framundan upp taldar þar með. Næst er að nefna bæt- ur á bústofninum. Menn líta nokkuð misjöfnum augum á innflutning útlendra búfjárkynja og dýrategunda. Ástæðulaust sýnist þó að ein- blína á mistök af innflutningi, þegar öryggisráðstöfunum, sem nú þykja sjálfsagðar, var ekki fylgt, og jafn fjarlægt er að gleypa við hvers konar auglýs- ingaskrumi af gæðum erlendra kynja. Eðlilegt virðist að reyna kynbætur og blöndun við er- lend kyn, sem ætla má að þoli vel loftslag landsins, án þess þó að forsmá þá kynstofna, sem fyrir eru og bezt hafa reynst. En það er ekki aðalatriði þessa máls, hvort blöndun við erlend kyn reynist slíkt bjarg- ráð, sem þeir bjartsýnustu vona Framsóknarmenn voru tals- menn fyrri stefnunnar, en lutu í lægra haldi að sinni. Sjö króna skattur á hvert síldarmál, sem sildarútgerðarmenn og síld- veiðimenn verða nú að greiða vegna ofsalegs stofnkostnaðar nýju verksmiðj anna, er ein af- leiðing þess, að hin stefnan sigraði. En nú skal ekki fyrst og fremst sakast um orðna hluti, heldur lært af reynslunni. Og hún er hiklaust sú, að eigi að þróast verulegar framkvæmdir í landinu, verður nú að taka upp stefnu Framsóknarflokks- ins og skapa hinum nýju fram- kvæmdum þann stofngrundvöll, að hægt sé að reisa þær, án þess að þær verði baggi á atvinnu- vegunum um langan aldur. eða ekki. Aðalatriðið er hitt, að á þeim tiltölulega stutta tíma, sem skipulega hefir verið unnið að húsdýrakynbótum, hefir tekizt að fá fram góða stofna, þrátt fyrir það, að starfsemin hefir öll verið í molum. Nú er svo langt komið að auðveldara er með framhaldið, því að það er allt annað, að eiga sér sæmi- lega trygga kynstofna, en að byrja með ættlausa einstaklinga. Framför og bætur búfjárins ætti því að geta orðið örari á næstu árum en verið hefir, þrátt fyrir þá truflun, sem af búfjársjúkdómum stafar. — Hér kemur og til greina sú hjálp, sem tæknifrjóvgun veitir, til að gera afburða einstaklinga kyn- sælli, en áður hefir þekkzt. VII. Þá er það enn ótalið, sem þó verður að binda miklar vonir við um framtíð landbúnaðarins, en það er aukin vöruvöndun og bætt og fjölbreyttari verkun. Hér verður ekki fjölyrt um þau efni, fremur en önnur, enda er hér fyrst og fremst verið að minna í heild á staðreyndir, sem allar eru meira og minna kunnar, en að kynna hverja eina þeirra. Miklar ráðagerðir eru upp í sambandi við mjólkur- stöðina nýju í Reykjavík. — Eru þar í undirbúningi ýms ráð til að tryggja betri vernd á gæð- um mjólkurinnar á leið hennar frá kýrspenanum. til neytand- ans. Þá eru jafnframt undirbúin ný úrræði um mjólkuriðnað, svo sem þurrmjólkurvinnslu. Þannig er stefnt að því, að mjólkin verði meiri og betri liður í fæði þjóðarinnar en nú er. í öðru lagi verður hér að nefna ullaiþðnaðinn. Við verðum að vinna að því, að ullin okkar sé full unnin í landinu og er á- stæða til að ræða það mál út af fyrir sig og mun það verða gert. Þetta nægir til að minna á það, að við höfum margt að læra um vöruvöndun, geymslu vinnslu og dreifingu á landbún- aðarvörum. En á þann hátt verður fram- leiðsla landbúnaðarins verð- mætari og notadrýgri. Bókaútgáfa Menningarsjóðs er ctf-ðin mikið fyrirtæki Með- limatalan er 12500 og því hærri en meðlimatala nokkurs ann- ars útgáfufyrirtækis á landinu. Hin mikla útbreiðsla, sem bækur Menningarsjóðs hafa hlotið, stafar sjálfs sagt að miklu leyti af því, að þær eru mun ódýrari en bækur annarra útgáfufyrirtækja, og svo af því, að reynt er að vanda til út- gáfunnar eftir föngum. Hlut- verk útgáfufyrirtækja eins og Menningarsjóðs hlýtur að vera það, að ala upp fínan bók- menntasmekk með þjóðinni og því takmarki verður aðeins náð með útgáfu úrvals bóka. Heimsstyrjöldin eftir Ólaf Hansson er ein af bókum Menn- ingarsjóðs frá árinu 1946. Þetta er síðara bindi bókarinnar, fyrra bindið gaf Menningar- sjóður út 1945. VIII. Hér verður ekki rætt um hlið- argreinar landbúnaðarins, svo sem gróðurhúsaræktun, loð- dýrarækt, nytjafiska í ám og vötnum og æðarvarp, en allt eru þetta atriði, sem töluverðu máli geta skipt fyrir framtíð sveit- anna og landbúnaðarins í heild. En án þess að ræða þessi at- riði, hefir hér verið bent á það, að við stöndum nú gagnvart nýjum og áður óþekktum við- horfum og sjáum framundan miklu betri skilyrði en áður hafa átt sér stað, til að fram- leiða meiri, ódýrari og betri vörur í sveitum landsins. Mun- urinn er stórkostlegur. En þá verður að nota skilyrðin sem til þess eru. — Það verður að gefa fólkinu tækifæri til að rækta landið og nytja það með menningarbrag. Landnámsstarfið er unnið fyrir framtíð þjóðarinnar allrar, frá kyni til kyns, öld fram af öld. Það er því miklu fremur þjóðmál en mál hinna einstöku bænda, sem í dag eru að slíta kröftum sínum út á þessum jörðum. Það er stórmál, sem varðar framtíð þjóöarinnar allrar. IX. Það er ekki hægt að skiljast við þessa grein, án þess að nefna þrjú atriði enn, því að þau hafa örlagaríka þýðingu fyrir fram- tíð sveitanna. En hvert um sig verðskulda þau heilar ritgerðir. Fyrst er rafmagnsmálið. — Dreifing rafmagns um sveitir landsins er eitt af hinum stærri þjóðmáium okkar. Það er ekki einkamál sveitafólksins, fremur en það er einkamál farmann- anna hvort nokkrum siglingum er haldið uppi við eyland. Víða um lönd er nú verið að leiða rafmagn um sveitirnar. — Það er komið misjafnlega langt á veg. En þar sem fólkið hefir notið þess í nokkur ár, ber yfir- leitt öllum heimilum saman um það, að því hafi fylgt gjör- breyting utan húss og innan. Ef íslenzka þjóðin vill fram- vegis hafa í sveitunum starf- andi fólk, sem framleiðir góðar og hollar matvörur, þá má ekki Ólafur Hansson hefir leizt mikið og vandasamt verk af hendi með því að skrifa þessa bók. Skoðanir manna um þenn- an síðasta sorgarleik mannkyns- sögunnar eru svo marg skiptar og fregnirnar svo ósamhljóða, að það er engan veginn vandalítið að gera efninu skil. Ólafur Hansson gætir fyllsta hlutleysis í frásögn sinni. Hann segir ljóst og skilmerkilega frá helztu staðreyndum og er nærri ótrúlegt hversu miklu efni hon- um hefir tekizt að þjappa í ekki stærri bók. Niðurröðun efnisins er greini- leg og fylgja því víða kort og myndir, sem eru lesandanum ó- metanlegur styrkur við lestur- inn. Þeir, sem fylgdust vel með rás atburðanna á stríðsárunum, munu fagna þessari bók sem handhægu heildaryfirliti. Við Tíminn mun eftirleiðis taka upp þá venju að ætla umgetn- ingu um efni helztu tímarit- anna sérstakt rúm í blaðinu. Yfirleitt f ærist tímaritaútgáfa nú mjög í vöxt, enda eru góð og fjölbreytt tímarit eitt bezta lestrarefni, sem völ er á. Þykir því hlýða að gera þessum þætti bókaútgáfunnar nokkur s kil, jafnframt og fyrirhugað er, að koma fastri skipan á bókagagn- rýni í blaðinu. Dagrenning. Annað tölublað annars árg. er nýlega komið út. Það hefst á athyglisverðum inngangsorðum eftir ritstjórann. Síðan kemur ítarleg grein eftir Adam Ruther- ford, þar sem leidd eru rök að því, að Bretar séu hinir réttu afkomendur Israelsmanna. í grein þessari kemur fram mikil söguleg þekking og er því fróð- legt og skemmtilegt að lesa hana, þótt ekki séu kannske allir jafn ugglausir um niður- stöðurnar og höfundurinn. Þá kemur grein eftir ritstjórann, er nefnist: Örlög Bretaveldis. í grein þessari kemur fram glögg- ur skilningur á afstöðu Breta og því hlutverki, sem þeir eru nú að rækja. Þá er frásögn um Montignac-hellirinn í Frakk- landi o. fl. Dagrenning hefir sérstöðu meðal íslenzkra tímarita, þar sem henni er einkum ætlað að ræða um ýms dulræn fyrirbrygði eins og t. d. gamla spádóma og ráðningu þeirra. Hingað til hefir Dagrenning haldið þannig á þeim málum, að lesturinn hefir orðið hugsandi lesendum til fróðleiks og íhugunar, þótt þeir verði ekki útgefandanum sam- mála. Syrpa. Þessu ári hefir mesti fjöldi tímarita hafið göngu sína. — Flest þeirra virðast gefin út í gróðaskyni og útgáfan miðuð við það, að sá lesendahópurinn sé miklu stærri, sem æskir létt- metisins, en hinn, sem gerir kröfur til þess að hafa gagn af lestrinum. Tímaritið Syrpa hefir sérstöðu í þessum efnum. Til- gangur ritstjórans er bersýni- lega sá, að hafa vekjandi og holl áhrif með ritinu, enda hefir Syrpa þegar birt ýmsar gagn- legar greinar. Þriðja hefti Syrpu, sem er lestur Heimsstyrjaldarinnar rifjast upp ótrúlega margt sem fyllti hugi manna fyrir nokkr- um árum, nú er unnt að líta á atburðina með meiri ró heldur en meðan á stríðinu stóð og er bókin hjálp til rólegrar yfirveg- unar á ýmsum vandamálum. — Þeir, sem lítt hafa fylgzt með með, lesa tæpast Heimsstyrj- öldina sér að gagni nema að marg lesa hana. Efninu er svo saman þjappað og erlendi nafna fjöldinn er svo mikill, að fáum mun veitt slíkt minni, að þeir njóti þess fullkomlega við fyrsta lestur. Ólafur Hansson hefir sýni- lega gert sér far um að vefa sögulegan og landfræðilegan fróðleik inn í frásögn sína og er gott eitt um það að segja. Þrátt fyrir söguáhuga eigum við íslendingar lítinn kost mann- kynssögubóka, sízt skemmtilega skrifaða, verða þeir sem æskja eftir frekari þekkingu í mann- kynssögu en veitt er í skólum, að afla sér erlendra bóka um þetta efni. Heimsstyrjöldin segir frá flestum merkustu þjóðum heims ins meira og minna, hún hefur komið út fyrir nokkru, hefst með fróðlegri grein eftir Gunn- laug Halldórsson húsameistara um skipulag bæja. Þá heldur Björn Sigfússon háskólabóka- vörður áfram hinum skemmti- legum greinaflokki sínum, er fjallar um kennslu í bragfræði. Júlíus Sigurjónsson prófessor skrifar um samanburð á nær- ingargildi nokkurra fæðuteg- unda og kemst þar m. a. að þeirri niðurstöðu, að verðhlut- föllin á fiski, síld og kjöti ætti að vera 1:3:5, ef miðað væri við hitaeiningar. Þá er áframhald á greinaflokki Bjarna Vilhjálms- sonar mag. art. um íslenzkt mál og Cræfalýsing eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Ennfrem- ur er saga eftir Katharine Mans- field, bréf eftir Jón Hjaltalín landlækni um fjárkláöamálið, þýdd grein um barnauppeldis- mál, ritdómar o. fl. Ritstjóri Syrpu er Jóhanna Knudsen og ætti kynsystrum hennar að þykja það sómi, ef rit hennar fengi útbreiðslu, þar sem líka er vel af stað farið. Nýjar kvöldvökur. Janúar-marz-heftið 1947 er nýlega komið út. Þar birtist framhald á sögu Carl Ewalds, Dyveke, í þýðingu Jónasar Rafn- ar læknis, amerísk draugasaga eftir Horlan Jacobs í þýðingu St. Steindórssonar, grein eftir Guð- jón Brynjólfsson um Manda- strandið á Djúpavogi, bókadóm- ar eftir Steindór Steindórsson, o. fi. Þá má ekki gleyma grein Brynjólfs Tobíassonar um Krist- ján X. Danakonung, en eðiilegra hefði hins vegar virzt að láta hana koma í næsta hefti, þar sem konungurinn lézt ekki fyrr en í apríl, en þetta er jan.-marz- hefti ritsins. Nýjar Kvöldvökur eiga föstum vinsældum að fagna, enda hafa þær yfirleitt fullnægt því hlut- verki, sem þeim hefir verið ætl- að, þ. e. að flytja skemmtilegar framhaldssögur, auk styttri sagna og fróðleiksgreina. Eimreiðin. Janúar-marzheftið er komið út fyrir nokkru. Það hefst með venjulegum hugleiðingum rit- stjórans: Við þjóðveginn, en síðan kemur ítarlegasta greinin í heftinu, sem er eftir Stefán Einarsson og fjallar um vest- (Framhald á 3. síðu) því mikinn fróðleik að geyma auk þess, sem hún greinir frá sjálfri styrjöldinni. í mörgum köflum bókarinnar er sagt frá svo svipuðu efni að málið hefir orðið nokkuð endur- tekningarkennt, eigi er þetta sagt höfundinum til lazt. Yfir- leitt virðist mér hann hafa gert sér far um að skrifa bókina á léttu og lifandi máli. íslenzkur sagnritari stendur að því leyti vel að vígi við samn- ingu slikrar bókar, að honum er algert hlutleysi í blóð borið, auk þúsund ára menningararfs á þessu sviði, þótt mannkyns- söguritun sé tiltölulega ný á íslandi. Ólafur Hansson hefir fært sér þessi skilyrði vel í nyt. Hann ályktar og dæmir skynsamlega og rökrétt. Enginn fær sagt hvað framtíðin ber í skauti sínu, en í síðasta kafla bókarinnar bendir Ólafur af miklum skarpleika á sennilega þróun ýmsra landa. Ólafur Hansson á mikla þökk skilið fyrir þessa bók og væri vel ef Menningarsjóði auðnað- ist að gefa út margar bækur sem standa Heimsstyrjöldinni jafnfætis á allan hátt. (Framhald a 3. síðu). Ölafur Guiinarssoii: Heimsstyrjöldin eftir Ólaf Hans son menntaskolakennara

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.