Tíminn - 18.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstndagiim 18. júlá 1947 129. blað Saga frá Hesteyri Á seinasta Alþingi fluttu þeir Sigurður Bjarnason og Hannibal Valdimarsson þingsályktunartil- lögu, sem vel er þess verð að vera tekin til sérstakrar athugunar. Efni hennar var það, að ríkinu yrði heimilað að kaupa síldar- verksmiðjuna á Hesteyri, er Kveldúlfur h. f. lét reisa þar fyrir nokkrum árum. Forsaga þessa máls er sú, að Kveldúlfur starfrækti þarna á árunum 1927—40 síldarverk- smiðju, sem afkastaði 1300 mála bræðslu á sólarhring og hafði þrær fyrir 50—60 þús. mál síldar. Starfræksla þessarar verksmiðju var allmikil lyftistöng fyrir Sléttuhrepp, því að íbúar hans höfðu þar drjúga atvinnu. En verksmiðjan hefir ekki verið starfrækt síðan 1940 og hefir það ekki sízt ýtt undir hina al- varlegu brottflutninga úr Sléttuhreppi síðustu árin. Jafn- framt hefir það reynst óheppi- legt fyrir síldveiðarnar, þar sem nauðsynlegt er, að síldarverk- smiðja sé starfandi vestan Horns, því að oft eru miklar síldargöngur út af Ströndum og i ísafjarðardjúpi. Hér skal eigi lagður dómur á það, hvort heppilegast muni að leysa þetta mál með kaupum á Hesteyrarverksmiðjunni eða byggingu nýrrar, fulíkominnar verksmiðju. Úr því verða sér- fróðir menn að skera. En annað er fullkomlega tímabært að ræða um í þessu sambandi, en það eru skyldur þær, sem hvíla á stóratvinnurekendum til að starfrækja atvinnufyrirtæki sín. Þessir menn hafa öðrum fremur aðgang að lánsfé bank- anna og erlendri gjaldeyriseign þjóðarinnar til að koma upp at- vinnufyrirtækjum og starf- rækja þau. Gegn þessum rétt- indum hljóta að koma þær skyldur, að atvinnufyrirtækin séu eins vel og eins mikið starf- rækt og frekast er kostur, en duttlungar og „spekulationir" þessara manna geti ekki ráðið því, að starfrækslan sé látin falla niður og þannig kippt grundvellinum undan afkomu fjölda manna og heilla héraða. Þeir atvinnurekendur, sem þannig haga sér, vinna ötulleg- ar að því en nokkrir kommún^ istar að grafa einkarekstrinum gröf og auka kröfurnar um op- inberan rekstur. Það má athuga dæmið um Hesteyri nokkuð nánar. Kveld- úlfur fær stórlán úr bönkunum til starfrækslu stnnar, m. a. til starfrækslu Hesteyrarverk- smiðjunnar. Menn þar heima- fyrir halda því að sér höndum, þar sem þeir treysta á áfram- haldandi rekstur verksmiðj- unníjr. Eirin góðan veðurdag hættir svo Kveldúlfur rekstri verksmiðjunnar, þar sem eig- endur hans telja álitlegra að leggja fé sitt í annað. Héraðs- búar hafa ekki skilyrði af eigin ramleik til að skapa sér aðra at- vinnu í staðinn, og afleiðingin verður sú, að fjöldi fólks flytur burtu, er að líkindum hefði ver- ið þar áfram, ef verksmiðjan hefði verið starfrækt. Þannig getur framtíð og af- koma heilla bygðarlaga ráðist eftir duttlungum og hagnaðar- vonum kærulausra braskara, sem ekkert eru að hugsa um hag fólksins, sem þar býr, heldur eingöngu um eigin pyngju. Það er vitanlega með öllu ó- ■ _ ýþríttaáréttir ~T'maHA m vi Sa i'cröíí! Héraðsmót Skarphéðins Héraðsmót Skarphéðins var háð að Þjórsártúni sunnud. 13. júlí s.l. Keppendur voru 40 frá 13 félögum á sambandssvæðinu. Úrslit í einstökum íþrótta- greinum voru sem hér segir: Hástökk: Árni Guðmundsson Samhyggð 1.70 m. Kolbeinn Kristinsson Selfoss 1.70 m. Gísli Guðmundsson Vaka 1.70 m. Langstökk: Skúli Gunnlaugs- son Hrunam. 6.37 m. Símon Kristjánsson Selfoss 6.25 m. Jó- þolandi fyrir bygðarlögin eða kaupstaðina að byggja framtíð sína og afkomu á slíkum grund- velli. Stóratvinnurekendurnir verða að taka á sig. skyldur um starfrækslu fyrirtækjanna. Þeir eiga annars ekki að geta leikið sér með veltufé þjóðarinnar. — Hætti þeir starfrækslu fyrir- tækjanna eins og Kveldúlfur á Hesteyri, eiga hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélög að geta tekið fyrirtækin til leigu endur- gj alijslaust eða eignarnámi fyrir lítið verð. Hitt er fjarstæða, eins og ætlast virðist til í tillögu Sig- urðar og Hannibals, að ríkið fari að kaupa slíkar eignir á topp- verði. Þess ber vitanlega að gæta að hér er átt við stöðvun fyrir- 1 tækja af öðrum ástæðum en ó- heilbrigðri fjármálastefnu, sem hefir yfirleitt gert öllum at- 1 vinnurekstri ókleift að bera sig. ^ Þar verður vitanlega að leita j annarra læknisráða. Annars hefir bæði reynslan á 1 Hesteyri og víðar sýnt, að það er öruggasti grundvöllurinn fyr- ir framtíð og afkomu héraðanna og bæjanna, að atvinnufyrir- tækin séu í höndum almenn- ings þar, t. d. samvinnufélaga útvegsmanna, kaupfélaga eða hlutafélaga borgaranna. Það tryggir bezt, að þau séu rekin með hag byggðarlagsins fyrir augum. hannes Guðmundsson Samh. 6.20 m. Þrístökk: Jóhannes Guðm.ss. Samh. 12.87 m. Steindór Sig- hvatsson Samh. 12.27 m. Eirík- ur Steindórss. Hrunam. 12.10 m. 100 m. hlaup: Friðrik Frifí- riksson Self. 11.8 sek., ísleifur Jónsson Selfoss 12,1 sek Símon Kristjánsson 12.2 sek. 3000 m. víðavangshlaup: Sig- urjón Guðjónsson Hvöt 13 mín. 9.2 sek. Árni Sigursteinss'ii 13 mín. 9.6 sek. Matthías Guðm.ss. 14 mín ,r"),0 ,:ek. 1503 laup: Eiríkur Þor- geirsson Hu:.:am 5 mín 1.6 sek. Vilhjálmur Valdimarsson Ingólfi 5 mín 6.2 sek Árni Sigursteins- son Selfoss 5 mín 11.0 sek. Kúluvarp: Sigfús Sigurðsson Selfoss 13.58 m. Sigurjón Inga- son Hvöt 12.37 m. Gunnar Hall- dórsson Baldri 12.27 m. Kringlukast: Sigurjón Inga- son Hvöt 34.80 m. Gunnlaugur Ingason 34.70 m. Sigfús Sigurðs- son Selfoss 34.60 Spjótkast: Gunnlaugur Inga- son Hvöt 45.65 m. Gylfi Magnús- son Ölfusinga 41.45 m. Sigfús Sigurðsson Selfoss 41.09. Stangarstökk: Kolbeinn Krist insson Selfoss 3.00 m. Guðni Halldórsson 2.90 m. ísleifur Jónsson 2.90 m. Það óhapp vildi til að stökkstöngin brotnaði áð- ur en keppni var lokið og engin önnur stöng var fyrir hendi. 80 m. hlaup kvenna: Sigrún Stefánsdóttir Hvöt 11.4 sek. Sig- urbjörg Geirsdótíir Baldri 11.7 Gíslína Þórarinsdóttir. Vöku 11.8 sek. Glíma um Skarphéðinsskjöld- inn. Keppendur voru 3. 6 voru skráðir í glímuna en 3 gengu úr vegna lasleika. Úrslit urðu þessi: Rúnar Guðmundsson Vöku 2 vinninga, Kristinn Guðmundss. Trausta 1 vinning og Sighvatur Sigurðsson Hvöt engan vinning. Fyrri hluti mótsins, sund- ke^pnin fór fram í Hveragerði 18. maí s.l. U.M.F. Selfoss vann mótið með 29 stigum. Laugdæla hlaut 26 stig, Hvöt 25 stig og Ölf- usinga 23 stig. 6 önnur félög fengu nokkur stig. Mótið var fjölsótt en veður var mjög óhagstætt, mikil rign- ing. Ræðu flu^ti sr. Sigurður Ein- arsson í Holti. Lúðrasveitin Svan ur lék, stjórnandi Karl Ó Run- ólfsson. -— Að lokum var stíg- inn dans og mótinu slitið kl. 11 síðdegis. Héraðsmót leitt leiðinlegt í umgengni, þar sem lítið bæri á tilfinningum þess, og það skaraöi að jafnaði ekki fram úr á neinu sviði. Raunverulega væru þetta mestu „núllin" meðal þegna Banda- rikjanna. Allir hinir mörgu íbúar Bandaríkj- anna eru haldnir einhverjum andleg- um veilum, eins og of mikilli við- kvæmni, minnimáttarkennd o. s. frv. Meðal þeirra eru flestir eða allir lista- menn og vísindamenn Bandarikjanna og fremstu menn þeirra á sviði við- skiptii og stjórnmála. í sérflokki er Héraðsmót Ungmennasam- bands Skagafjarðar var haldið að Sauðárkróki 17. f. m. og fara helztu úrslitin í íþróttakeppn- inni hér á eftir: 100 m. hlaup: Árni Guðmunds. F. 12.0 sek. Sigurður Sigurðs Hj. 12.3 sek. Svavar Helgason T 12.4 sek. 400 m. hlaup: Árni Guðm.ss. T. 57.9 sek. Sig. Sig. Hj. 59.9 sek, Jón Sigurðss. Hj. 62.3 sek. 3000 m. hlaup: Kári Steinss. Hf. 10 mín 22.3 sek. Páll Pálss. Hj. 10 mín 25.6 sek. Kjartan Haraldsson Hj. 10 mín. 47.2 sek. Langstökk: Árni Guðmundss. T. 6.11 m. Svavar Helgason T. 5.48 m. Sigurður Sig Hj. 5.33 m. Þrístökk: Sigurður Sig. Hj 11.88 m. Guðmundur Stefánsson Hj. 11.88 m. Svavar Helgason T. 11.58 m. Hástökk: Árni Guðmundss. T. l. 66 m. Svavar Helgason T. 1.51 m. Haukur Ásmundss. T. 1.49 m. Kúluvarp: Magnús Jónsson T. 11.65 m. Eirikur Jónsson T. 11.3 m. Garðar Bjarnas. Hj. 10.66 m. Kringlukast: Sigfús Stein- dórsson Fn. 31.03 m. Eiríkur Jónsson, T. 30.95 m., Gunnar Pálsson Hj. 29.94 m. Spjótkast: Magnús Jónsson T. 41.05 m. Árni Guðmundsson T. 37.40 m. Eiríkur Jónsson T. 35.60 metra. 4X100 m. boðhlaup: A-sveit Umf. Tindast. 53.0 sek. A-sveit Hjalta 53.6 sek. B-sveit Tindast. 54.2 sek. Bezta afrek mótsins reyndist Mynd þessi er af elztu dóttur norsku krónprinshjónanna, Ragnhildi Noregs- prinsessu. Hún var fermd í vor og er myndin tekin á fermingardaginn. Síminn svæfir börn. Félagið, sem rekur símann i West- chester County hjá New York, hefir tekið' upp nýbreytni, sem getur oröið vinsæl. Ef mæðrum gengur illa að láta litlu börnin sofna, þurfa þær ekki ann- að en að' hringja í símanúmer, „Lulla by Man“ (Vögguvísnamannsins) og láta heyrna.rtólið hjá eyranu á barninu. Vögguvísnamað'urinn syngur síðan barnið' í svefn. Bandaríkjamenn sálrýndir. Frægur amerískur sálfræðingur, dr. Earl D. Bond, fullyrti nýlega í erindi, sem hann flutti í New York, að aðeins ein millj. Bandaríkjamanna væru fullkomlega andlega heilbrigðir, þ. e. lausir við alla andlega veiklun, minni- máttarkennd og fordóma. Jafnframt fullyrti hann, að' þetta fólk væri yfir- vera hástökk Árna Guðmundss. 1.66 m., sem gefur 627 stig og hlaut hann bikar að verðlaun- um fyrir það. Umf. Tindastóll vann mótið og' hlaut 36 stig. Umf. Hjalti hlaut 21 stig, en Umf. Framfari 3 stig. Á drengjamóti sem fór fram jafnframt urðu úrslit þessi: (15 ára og yngri). 60 m. hlaup: Haukur Ár- (Framhald á 4. síðu) svo næstum ein milijón sinnisveikra manna, sem eru á spítölum og hafa takmarkað'a von um bata, og um hálf millj. ofdrykkjumanna, sem hafa flest- ir leiðst út á glapstigu vegna skap- galla eða andlegs veikleika. Dr. Band bætir því við', að ástandið hjá Bandaríkjamönnum í þessum efn- um muni ekki vera verra né betra en hjá öðrum. svokölluð'um menningar- þjóðum yfirleitt. Hjörtu færð milli dýra. Tveimur rússneskum vísindamönn- um Demikov og Snitzen, hefir ný- lega heppnast að flytja hjörtu milli lifandi dýra, án þess að þau missi lífið. Demikov hefir gert tilraunir sínar á liundum og hefir honum í 47 til- fellum heppnast að taka hjartað í burtu og láta annaö í staöinn. Til jafnað'ar hafa hundarnir ekki lifaö nema 8 daga eftir að þeir fengu nýja hjartaö. Snitzen hefir gert tilraunir sínar á froskum og hafa þær borið betri ár- angur. Hann segir, að' froskarnir, sem hafa fengið ný hjörtu, hafi náð' eölilegum aldri, þrátt fyrir þessar að'- gerðir. Tilraunir þesar eru nú kon\nar svo langt á veg, að' sagt hefir verið opin- berlega frá þeim í Moskvublöð'unum. Óvenjuleg tilviljun. Það kemur ekki oft fyrir, að hjón séu fædd sama dag og það á sömu fæðingarstofunni. Þetta gerðist þó á fæðingarspítala einum í Svíþjóð 10. júní fyrir 60 árum. Samt var þó ekki að segja, að þar yrði ást við fyrstu sýn, sagði eiginmaðurinn nýlega, því að' við' hjónin kynntumst ekki fyrr en við vorum 32 ára gömul og þá mund- um við ekkert eftir því, að við hefð- um séð' hvort annað áð'ur. Dómar í landráðamálum í Frakklandi. Enn er ekki lokið í Fi’akklandi mála- ferlunum gegn þeim mönnum, sem hafa verið' ákærðir fyrir landráð vegna samvinnu sinnar við Þjóðverja á stríðsárunum. Þegar hafa verið' kveðn- ir upp 5386 dauðadómar í slíkum málum og hefir 637 þeirra verið’ full- nægt. Rúmlega 2000 menn hafa verið dæmdir í æfilangt fangelsi. Á slóðuiii Vestiir-Islencling'a — II. Ingólfsbærinn á Nýja-íslandi Fiskibátarnir við bryggju á Gimli. Niðurlag. Það eru nú liðin nær 72 ár síðan íslendingar reistu fyrstu bjálkakofana á Gimli. Nú búa þar um 1500 manns, og enn er talsverður meirihluti íbúanna íslenzkur. En fólki af öðrum þjóðum fer þar fjölgandi eins og víðar á Nýja-íslandi, einkupi fólki ættaðu úr Austur-og Mið- Evrópu. Kannske fer svo, þegar fram líða stundir, að það taki þann sess, er íslendingar hafa þar skipað fram að þessu. Borgarstjórinn á Gimli er ís- lenzkur, eins og raunar allt bæjarráðið. Hann heitir Bjarni Egilsson, ættaður úr Ölfusinu, og er faðir hans, Egill Egilsson enn á lífi á Gimli. Móðir hans var Guðveig Jónsdóttir úr Mýr- arsýslu. Ég var svo heppin að njóta leiðsagnar Bjarna og konu hans, Guðrúnar, dóttur Odds Árnasonar frá Hringsdal á Látraströnd, um bæinn og um- hverfi hans á ■ fögrum sólskins- degi. Þó að Gimli sé inn á miðju meginlandi Ameríku, er hann þó fyrst og fremst útgerðarbær. Hann stendur á strönd hins mikla Winnipegsvatns, og það- an leita fiskimenn með bátana sína og veiðarfæri um vertíðir allt norður í vatnsbotn. Fiskur sá, sem einkum veiðist í vatn- inu, er hvítfiskur, pikkur og pækur — fisktegundir er við þekkjum ekki heima. Áður veidd ist þar líka gullauga, lítill, lit- fagur fiskur, sem nú er að mestu horfinn. Aðal-hvítfiskvertíöin hefst 9. júní og stendur til 15. ágúst. Fiskimenn hafast þá við í bæki- Bjarni Egilsson, Ölfusingurinn, sem er borgarstjóri á Gimli. stöðvum sínum langt norður frá, en senda fiskinn með flutninga- skipum suður á bóginn. Havat- vertíð hefst 1. sept. og stendur þar til vatnið tekur að leggja. Þá er veiddur pækur og pikkur, en hvítfiskveiði er bönnuð. —1 Loks kemur svo vetrarvertíðin. | Hún hefst, þegar ís er orðinn j traustur og endar 15. marz. Þá er veitt í net, sem skotið er undir ísinn. Bátarnir, sem notaðir eru við veiðarnar, eru vélbátar, 35—40 feta langir. Alls munu um 60 slíkir bátar gerðir út frá Gimli. Mjög margir þeirra eru eign íslendinga, sem vinna þá oft sjálfir að veiðinni og langoftast eru skipstjórarnir íslenzkir. Þegar vel fiskast og fiskverð er þolanlegt, geta fiskveiðarnar gefið góðan arð. En síðustu ver- tíðir á Winnipegvatni hafa ver- ið lélegar. Ekki ber mönnum saman um það, hvort fiskur sé að ganga til þurrðar. Sumir segja, að fiskigangan þverrist og aukist til skiptis. En aðra uggir, að fiskur sé orðinn minni í vatninu en áöur. Ýmsar höml- ur eru á veiðiskapnum, og sér- stakt leyfi þarf til þess að gera þar út bát. Áður fyrr var tals- vert klakið út í vatnið, en það féll niöur fyrri röskum áratug, og hefir ekki verið tekið upp síðan, hvort sem það kann ein- hvérju að valda um lélég áfla- brögð síðustu vertíðir. Þótt útgerðin sé höfuð-at- vinnuvegurinn, eru ýmsar at- vinngreinar aðrar þýðingar- miklar fyrir bæinn. Þar eru t. d. myndarlegar verzlanir, margar þeirra helztu eign íslendinga, og þar er nokkur iðnaður í sam- bandi við fiskinn, er berst þar á land. Þar er einnig stórt og myndarlegt gistihús, er sonur og tveir bræður Stefáns heitins Sigurðssonar Hnausakaupmanns reistu, en seldu nýlega mönnum af Austur-Evrópuætum. Loks má geta þess, að skammt fré Gimli er bezti flugvöllurinn í Manitóba, svo til nýgerður, og hefir hann sjálfsagt verið eigi lítil fjárhagsleg lyftistöng fyrir grannbyggðirnar, enda héfir fólkið á Gimli fjölgað stórum síðustu ár. Þó að Gimli sé að jafnaði kyrrlátur og friðsamur bær, er þar þó mikið um að vera vissa tíma árs,.einkum þegar aðkomu- fólk flykkist þangað i sumarbú- staðahverfin, sem þar eru og baðströndin marar af fólki ög fiskimennirnir koma heim norð- an úr vatnsbotni að vertiðinni lokinni. Þá lyftir fólk sér upp eins og gengur og gérist, blótar kannske Bakkus eittþivað dálit- ið og varpar frá sér önn og á- hyggjum. Og þá er jafnvel ekki útilokað, að kjarnyrt staka fjúki manna á milli að íslenzkum hætti yfir glasi af gó'ðu öli. — Kannske verður seinna tækifæri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.