Tíminn - 18.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1947, Blaðsíða 3
129. blað TtMINjy, föstadagiim 18. júlí 1947 3 ÁTTRÆÐUR: Hallbjörn Oddsson á Akranesl. Hailbjörn E. Oddsson, Akranesi var áttræður. 29. júní síðastl. Hann var fæddur 29 j.úní 1867 að Langeyrarnesi á Skarðs- strönd, Dalasýslu. Faðir hans var séra Oddur Hallgrímsson, prests i Görðum Akranesi, Jóns- sonar, Magnússonar, (bróður Skúla fógeta). — Kona séra Hallgríms var Guðrún Egils- dóttir, systir Sveinbjarnar Eg- ilssonar, rektors á Bessastöðum. Var sér Oddur (síðast prestur að Gufudal d. 12. apr. 1882) yngstur 8 barna foreldra sinna. Móðir Hallbjarnar var Val- gerður Benjamínsdóttir Lang- eyrarnesi, Björnssonar Dagverð- arnesi, Einarssonar Kjarlaks- stöðum (eða Kjarlaksvöllum), átti fyrir konu Ragnheiði Magn- úsdóttur, Ketilssonar Búðardal. Móðir Valgerðar var Sigríður Sigmundsdóttir, Magnússonar sýslumanns í Búðardal og Val- gerðar Jónsdóttur, prests að Holti í Önundarfirði. Hallbjörn fluttist með foreldr- um sínum að Gufudal, árið 1873 — 6 ára gamall. Bar snemma á þroska hans — bæði andiegum og líkamlegum. Þar sem hann var bókhneigð- ur og námfús vildi faðir hans setja hann til mennta. Fór Hall- björn í Latínuskólann 1880 og var í skóla til' 1882. Þá barst honum sú harmafregn að faðir hans hefði dáið úr lungnabólgu þann 12. apríl. — Var þá, sem kunnugt er, mjög illt árferði og mislingar geisuðu um landið. . Lagði Hallbjörn strax af stað heim að afloknu prófi. Var hann þá lasinn og lagðist í mísling- unum þegar eftir heimkomuna. Lá hann lengi þungt haldinn, svo og allir á heimilinu, nema móðir hans, er hafði fengið misl inga áður. Vav nú lokiö skólagöngu Hall- hjarnar er hann gerðist brátt fyrirvinna móður sinnar — (15 ára gamall). Komu þá fljótt í ljós þær eig- indir, sem mest hafa einkennt Hallbjörn alla ævi, dugnaður hans, frábært vinnuþrek og skapfesta. — Þannig líða 5 erfið ár. — Á sumrin er heyjað, á vetrum skepnuhirðing, vefnaður og kennslustörf, — því að Hall- björn kennir yngri systkinum sínum undir fermingu. — Sum vorin er farið til róðra að ísa- fjarðardjupi, og stundum er haustróðrunum sinnt í Odd- bjarnarskeri. Vorið 1889 hættir móðir Hall- bjarnar að búa. Þá flytur hann ásamt konu sinni, Sigrúnu Sig- urðardóttur, að Hóli í Bíldudal. Næstu ár er hann til sjós á Bíldu dalsskipum á sumrin, en við ’barnakennslu á vetrum, þar til vorið 1891, að þau hjónin flytja að Bakka í Tálknafirði. Þar búa þau til 1912 (21 ár). Þeim hjón- um varð 12 barna auðið. Má nærri geta, að mikla atorku og fyrirhyggju þurfti til að sjá far- borða svo stórri fjölskyldu. En Hallbjörn sat jörðina með dugn- aði og elju, sléttaði túnið og græddi út, svo að jörðin bar 4 nautgripi og kálf í fjósi, þegar hann fór, en aðeins eina kú er hann kom. — Sigrún kona hans var hin mesta dugnaðar- og á- gætis kona og stóð jafnvel við slátt við hlið bónda síns, þegar hún mátti því við koma, þrátt fyrir sín miklu heimilisstörf. — Þau hjónin, Hallbjörn og Sig- rún flytja frá Bakka (1912) til Suðureyrar í Súgandafirði. Þar búa þau, unz þau flytja til Akraness, árið 1928. Börn þeirra eru þessi: Sigurð- ur, Valgerður, Ólafía, Oddur Sveinbjörn, Guðrún, Cæsar, Páll, Sigrún, Sigmundur, Kristey og Þuríöur. Öll komust þau til fullorðins ára, nema Sigmundur, sem dó kornungur. Nú eru 4 dá- in á fullorðins aldri, en 7 heiðra föður sinn, 80 ára, með nærveru sinni og heillaóskum. — Sigrún kona hans andaðist árið 1933. Hallbjörn hefir nú eignast 92 niðja — börn — barnabörn og barnabarnabörn. — Getur hann (Framhald á 4. síðuj til þess að kynna lesendum Tím ans eittþvert. af þessum kjarn- yrtu og hljómmiklu vísum Ný- íslendinga. Þessi grein gefur ókunnugum vissúlega litla hugmynd um Gimli, en vera má aö í henni séu einhver atriði, er fólk hafi dálitla ánægju af. En áður en ég lýk þessum þætti, verð ég að minnast tveggja stofnana á Gimli. Önnur þeirra er hinn myndarlegi skóli Gimlisbúa, er Jón Laxdal, sonur Grims Lax- dal faktors frá Vopnafirði .og Akureyri, einn af hinum mörgu og glæsilegu Laxárdalssystkin- um í Vesturheimi, hefir stjórn- að síðustu ár og margir íslenzk- ir kennarar starfa við. Hitt er elliheimilið Betel, þar sem svo margt gamalla íslend- inga er á og hefir haft athvarf að loknum starfsdegi sínum. — Betel var upphaflega byggt 1915, en nýlega var reist stór viðbygg- ing fyrir gjafir frá Hirti Þórðar- syni í Chicago, hinum víðkunna landa, er var allt i senn iðju- höldur og uppfinningarmaður, bókamaður og aðdáandi fornra menningarerfða. Forstöðukona heimilisins er Margrét Sveins- son, og á heimilinu eru um 60 aldraðir íslendingar. Úti á flötinni blaktir íslenzki fáninn á stöng. Gesturinn kann að halda að þetta sé aðeins ytra tákn. En þegar inn er komið mun hann fljótt finna, að ís- lenzki fáninn blaktir líka efst á stöng í huga hvers manns er þarna býr. Það rifjast upp fyrir mér saga er ég hefi ein- hvern tíma heyrt. Menn voru að tala um gamla íslenzka konu í áheyrn Gunnars Björnssonar ritstjóra í Minneapolis. Einhver hafði orð á því, að þessi kona hefði aldrei komið til íslands síðan hún hvarf þaðan á æsku- aldri. En þá svaraði Gunnar: „Hún er heima á íslandi á hverri nóttu“. Þettá grunar mig að segja megi um flest aldraða fólkið í Betel. Það er heima á íslandi í öllum sínum draumum, bæði í vöku og svefni. Það yrði of langt mál að geta að þessu sinni allra þeirra, sem ég hefi talað við í Betel. En ég get ekki stillt mig að minnast að síðustu komu minnar í fáein herbergi þar. Ég gleymi því til dæmis aldrei, er ég kom inn til Ásdísar Hinriksson, fyrstu for- stöðukonu *elliheimilisins, og virti fyrir mér myndirnar á veggjunum í herbergi hennar myndir af föður hennar, Sigur- geir í Svartárkoti í Bárðardal myndir af bænum hennar og æskuheimili. Ég gleymi ekki heldur komu minni til Víglundar (Framhald á 4. slðu) Erich Kástner: Gestir í Miklagarði orðinn svo slitinn, að það er ekkert skjól í honum svona uppi í fjöllum. Frank kinkaði kolli. Gamla konan hafði talið sigurvinninga sonar síns á fingrum sér. Nú lagði hún skorpnar hendurnar i keltu sína og brosti framan í leigjandann. — Pósturinn kom með farseðlana hans í morgun, sagði hún. — Það má kallast grátbroslegt, að svona gáfaður maður skuli vera atvinnulaus, sagði Frank og stundi við. Maður skyldi þó ætla... — Hann veit víst ekki einu sinni sjálfur af þessum nýju verðlaunum, hélt frú Hagedorn áfram. Hann fór út snemma í morgun og ætlaði að sækja um eitthvert starf, sem hann hafði heyrt, að væri laust. Svo að hann hefir sjálfsagt ekki frétt af þessu ennþá. — Hvers vegna hefir hann ekki tekið kennarapróf? sagði Frank. Þá væri hann áreiðanlega orðinn fastur kennari við einhvern skóía. Og ekkert starf er nú eins göfugt og kennarastarfið. — Hann hefir alltaf haft svo mikið yndi af því að finna nýjar og nýjar auglýsingaaðferðir og þess hátt- ar, sagði hún. Við það er hugur hans allur. Það fjall- aði doktorsritgreðin hans líka um — sálræn áhrif auglýsinga. Það vantaði ekki, að hann fengi góðar stöður, þegar hann hafði lokið námi. Seinast fékk hann átta hundruð mörk í kaup á mánuði. En svo varð fyrirtækið gjaldþrota. — Frú Hagedorn stóð upp. — En nú verð ég víst að leggja skyrturnar hans í bleyti. — Og ég þarf að Ijúka við að leiðrétta þessa stíla, sagði Frank. Ég vona. að rauða blekið endist mér í dag. Ja — yður að segja dettur mér stundum í hug, að béaðir prakkararnir íylli stílana sína af villum til þess að eyða fyrir mér rauða blekinu. Ég skal líka taka þá til bæna í fyrramálið, og það svo, að þeim verði það minnisstætt. — Ó—já, sagði gamla konan, um leið og hún vagg- aði út. Það var orðið aldimmt, þegar doktor Hagedorn kom heim. Hann var þreyttur og svangur, og þar að auki var honum dauðkalt. — Gott kvöld, sagði hann og kyssti móður sína. Hún hafði staðið við þvottabalann. En nú flýtti hún sér að þerra hendurnar og rétti syni sínum bréfiö, sem pósturinn hafði komið með. — Æ — ég veit, hvað það er, sagði hann. Ég sá það í blöðunum. Væri að undra, þótt ég yrði vitlaus? Stöðu fékk ég aftur á móti ekki, fremur en fyrri dag- inn. Hún losnar ekki heldur fyrr en eftir hálft ár, og svo er búið að ráða manninn — frænda skrifstofu- stjórans. Ungi maðurinn rölti að ofninum og rétti fram hel- kaldar hendurnar. — Vertu hughraustur, drengur minn, svaraði móðir hans. Nú færð þú þó að iðka vetraríþróttir. Það er þó skárra en hírast heima. Hann yppti öxlum. — Ég kom einmitt við í Gljáverksmiðjunum í dag, sagði hann. Forstjórinn þóttist vera afarglaður yfir því að fá að sjá sigurvegarann og óskaði mér til ham- ingju með svipuðu orðavali og ég notaði um fægilög- inn þeirra og sápuna. Þeir gera sér auðheyrilega vonir um, að auglýsingarnar mínar hrífi. En því miður er ekkert starf laust! • — Og hvers vegna varstu líka að fara þangað? spurði móðir hans. Hann þagði um hríð. — Ég reyndi að komast að samkomulagi við fram- kvæmdastjórann, sagði hann svo. Ég stakk upp á því, aö hann borgaði mér dálitla upphæð i peningum, í stað þess aö senda mig suður í Alpa. Gamla konan var hætt að nudda skyrtuna — En ég fékk þessi venjulegu svör, hélt sonur henn- ar áfram. Það var ekki hægt — þeir urðu aö fram- fylgja því, sem ákveðið hafði verið. Bruckbeuren væri líka yndislegur staður — ekki sízt á veturna. Svo ósk- aði hann mér góðrar ferðar og ánægjulegra daga. Ég myndi hitta marga afbragðsmenn frá ótal löndum, og ég ætti að senda sér línu. Hann mætti ekki vera að því að feröast á vetrum. Hann yrði að þræla í skrif- stofunum og það væri ekki laust við, að hann öfund- aði mig. — Þessi venjulegu svör, segir þú? mælti móðir hans. Hefir þú farið fram á þetta áður? — Ég hefi ekki nennt að hafa orð á því, svaraði sonur hennar. En þegar þú verður að vinna baki brotnu fyrir hverjum peningi, skammast ég mín fyrir að flækjast svona fram og aftur. Það er kallað, aö þessi ferðalög séu ókeypis. Jú — máður þekkir það. í hvert skipti, sem ég vinn nú verölaun, verður þú að fara í bankann og taka út fimmtíu mörk úr bók- inni þinni, svo að þar er sama og ekkert eftir. Þú get- ur ekki látið son þinn fara svo að heiman, að hann geti ekki keypt sér kaffibolla eða ölglas. — Við verðum að horfast í augu við veruleikann, drengur minn. AUGLÝSING um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar- kaupstað. urinn í Giillbriitgu- og Kjésarsýslu, | 10. júlí 1947. | Guðmundur I. Guðmundsson Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með að hin árlega skoðun biðreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram sem hér segir: I KEFLAVÍK: Mánudaginn 21. júlí, þriðjudaginn 22. júlí, miðviku- daginn 23. júlí, fimmtudaginn 24. júlí og föstudaginn 25. júlí, kl. 10—12 árd. og 1—5 siðd. Skulu þá allar bifreiðar og bifhjól úr Keflavíkur- Hafna- Grindavík- ur- Miðnes og Gerðahreppum koma ti skoðunar að' húsinu nr. 6 við Tjarnargötu, Keflavík. Á BRÚARLAIVUI: Þriðjudaginn 29. júlí og miðvikudaginn 30. júlí kl. 10—12 árd. og 1—5 siðd. Skulu þangað koma til skoð- unar allar bifreiðar úr Mosfells- Kjalarness- og Kjós- arhreppum. í HAFJVARFIRÐI: Fimmtudaginn 31. júlí, föstudaginn 1. ágúst, þriðju- daginn 5. ágúst, miðvikudaginn 6. ágúst, fimmtudag- inn 7. ágúst, föstudaginn 8. ágúst og mánudaginn 11. ágúst, kl. 10—12 árd. pg 1—6 síðd. Fer skoðun fram við vörubilastöð Hafnarfjarðar, og skulu þangað koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði og ennfremur úr Vatnsleysustrandar- Garða- Bessastaða- og Seltjarnarneshreppum. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiða leggja fram skírteini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild ökuskírteini, verða þeir látnir sæta ábyrgð og bifreið- arnar kyrrsettar. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð sam- kvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af lögreglunni, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeig- andi (umráöamaður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma ber honum að koma á skoðunarstað og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Bifreiðaskattur, sem féll í gjalddaga þann 1. april s. 1. (skattárið 1. apríl 1946 til 31. marz 1947) skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Séu gjold þessi ekki greidd við skoðun eða áður, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt - fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að 1 máli, til eftirbreytni. I i j Bæjarfog'etinn I llafnarfirði, sýslumað- | I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.