Tíminn - 25.07.1947, Side 2

Tíminn - 25.07.1947, Side 2
2 TÍMEVIV, fftstudagiim 25. júli 1947 134. blað Föstudagur 25. jjúlí Handritamálið Landsfundur stúdenta, sem var haldinn um seinustu helgi, gerði handritamálið svonefnda að höfuðmáli sínu. Það skoraði á ríkisstjórnina að fylgja fast fram kröfunni um endurheimt handritanna og skoraði á þjóð- ina að fylkja sér sem einn mað- ur um hana. Jafnframt skoraði það á íslenzk stjórnarvöld að halda fast á rétti íslendinga til endurheimtar íslenzkra forn- gripa úr dönskum söfnum. Þótt sútdentar hafi þannig orðið einna fyrstir til að hreyfa þessu máli í ályktunarformi, fer því fjarri, að þeir séu neitt á- hugasamari um það en aðrir íslendingar. Það væri því mesti misskilningur, ef Danir kynnu að líta svo á, að stúdent- ar, sem oft hafa forgöngu í ýmsum metnaðarmálum, hefðu hér einhverja sérstöðu og þætt- ust þurfa að vekja þjóðina til aðgerða í málinu. íslenzka þjóð- in stendur óskipt og einhuga að baki óskinni um endurheimt handritanna og þarfnast þar engra brýninga, þó málinu hafi enn verið lítið hreyft opinber- lega. Liggja til þess ýmsar á- stæður og er ein þeirra sú, að þjóðin hefir vitað, að stjórnar- völd hennar myndu gera sitt bezta á þessu sviði. Veigamest hefir þó sú ástæðan verið, að íslendingar hafa viljað treysta í lengstu lög á svo góðan vilja og skilning Dana, að þetta mál leystist, án þess að koma þyrfti til ágreinings og árekstra milli þjóðanna. En svo er þessu máli háttað, að það getur jafn auð- veldlega aukið ríg og óvild milli þjóðanna og það getur treyst samvinnu þeirra og vinarhug, ef rétt er á því haldið. Meðal Dana hefir líka margt gerst, sem bendir til þess, að þetta mál geti leystst vel og giftu samlega. Ýmsir helztu forvígis- menn þeirra hafa lýst fylgi sínu við það, að Danir létu handrit- in af höndum. Má þar t. d. nefna Hedtoft-Hansen, foringja jafnaðarmannaflokksins, sem hefir.sýnt góðvilja sinn í garð íslendinga i þessu máli, eins og mörgum öðrum. Þá má ekki gleyma hinni drengilegu af- stöðu dönsku lýðháskólakenn- aranna. Þannig mætti nefna mörg dæmi um góðan skilning Dana á þessu máli. Það fordæmi, sem Norðmenn hafa gefið með gjöf Snorra- styttunnar og forngripanna og veglegri heimsókn sinni, mætti vera Dönum lærdómsríkt. Svo mjög heitt og innilega, sem ís- lendingar fögnuðu hinum norsku gestum, myndu íslendingar fagna Dönum enn innilegra, ef þeir gerðu svipaða heimsókn með handritin og hefðu hinn nýja konung sinn í fararbroddi. Slík heimsókn myndi ekki að- eins auka álit Dana hér á landi og styrkja bróðurhuginn til þeirra. Hún myndi skapa þeim aukinn hróður um víða veröld, því að svo óvenjulega drengileg og höfðingleg myndi slík fram- koma Dana þykja. Um rétt íslendinga til hand- ritanna skal ekki fjölyrt að sinni. Um hinn lagalega rétt má vafalaust deila í þessum málum, eins og flestum öðrum. En það sker úr um hinn raun- verulega rétt í þessu máli, að hér er um íslenzkar þjóðminjar, PÁLL ZÓPHÓNÍASSON: því -þá ekki að láta fjárskipt- in fara fram um leið? VIII. „Halló. halló, takið eftir“ Niðurlag. VI. Á sýningunni voru myndir og töflur, er sýndu sjúkdóma í jurtum, bæði af völdum mein- dýra og sveppa. Á sýningunni fengust líka bækur um þetta efni, og varð ég hissa á því, hve lítið seldist af þeim. Ingólfur Davíðsson, starfs- maður við atvinnudeild Háskól- ans, skrifaði bók um rannsóknir á jurtasjúkdómum, sem seld var í bókabúð sýningarinnar, og er það mjög glöggt yfirlit, byggt á rannsóknum, er at- vinnudeildin hefir gert, og þurfa allir er við garðrækt fást, að fá sér hana og lesa. Má full- yrða, að sá lestur borgar fyrir- höfnina, því hæpið er að sá sé nokkur, sem við garðrækt fæst, sem ekki hafi hennar marg- þætt gagn. í henni er lýst 18 sjúkdómum í kartöflum, 19 í káli og nokkrum í skrúðgörðum í reyni, víði, ösp, ribsi, tómötum o. s. frv. í annarri bók, sem at- vinnudeildin hefir líka gefið út, og þeir samið, Geir Gígja og Ingólfur Davíðsson, og kalla „Jurtasjúkdómar og meindýr,“ er ýmsum kvillum garðávaxta og raunar fleiri jurta lýst, og talað um, hvernig eigi að verj- ast þeim. Líka þessa bók er mönnum nauðsyn að lesa. Ég fullyrði, að fyrir utan hinn al- menna fróðleik, sem í þeim felst, geta þær sparað mönnum en ekki danskar þjóðminjar að ræða. íslendingar eru ekki að ásælast neitt það frá Dönum, sem dánskt er, eða heyrir til öðrum þjóðum en íslendingum. Þess vegna er það eins fjarri lagi og nokkuð getur verið það, að íslendingar séu að sýna á- gengni og yfirgang með óskum sínum um endurheimt handrit- anna. Hitt væri ágengni og yf- irgangur, sem Dönum verður ekki að óreyndu trúað til, ef þeir héldu því fyrir íslending- um, sem eru þeirra helgustu þjóðlegar minjar. margra króna virði, með því bæði að benda á, hvernig verj- ast eigi kvillunum, og stundum líka, hvernig eigi að ráða bót á þeim eftir að þeir eru komnir. Allir ættu því að lesa þær og nota sér lærdóm þeirra. Það er' annars oft sárgræti- legt til þess að hugsa, hve lítið menn nota sér niðurstöður þær, sem atvinnudeildin kemst að í þessu eða hinu, sem hún er að rannsaka, og á þetta meðal ann- ars við um þessi efni. Vita menn t. d. almennt, hve geysilega kartöflutegundirnar eru mis- næmar fyrir kartöflumyglunni? Og velja menn útsæðið með til- liti til þess? Svipað má segja um stöngulsýkina. Og . vita menn, hvernig bezt er .að hafa óþrif af stofujurtum? Eða úr gróðurhúsum? Þetta má lesa um í umræddum bókum. Starf atvinnudeildarinnar hefir leitt þetta í ljós, og sú vitneskja þarf að verða' almannaeign. Lesið því umræddar bækur. VII. Dýralæknarnir höfðu þarna á sýningunni sérstakan skáp og sýndu þar ýms dýralækninga- tæki. Enn er það svo á okkar landi, að dýralæknarnir eru fáir og meiri hluti bænda nær illa til þeirrra. Bændur verða því víða að lækna skepnur sínar sjálfir, og þá notast við það bezta fáanlega, en það eru oft ráðleggingar Péturs og Páls, sem haldið er að viti meira en fjöldinn. Stundum koma þær að gagni, en oft ekki. Og mörg skepnan er það hér á landi, sem drepst af því að ekki næst í dýralækninn. Til að reyna að ráða hér á nokkra bót hefir Ásgeir Einars- son útvegað bændum helztu tæki, eins og bólusetningar- sprautur, doðasprautur og fl. og útvegar það miklu ódýrara en þeir aðilar er áður höfðu þessa útvegun með höndum. — Sömuleiðis útvegar hann þeim meðul við álgengustu kvillum, svo sem hrossasótt, kaldadoða í kúm, kalkleysi í kúm og s. frv. og munar líka miklu á verði þeirra frá honum, og verði þeirra frá lyfjabúðum. Þekki ég dæmi þess í vetur, að lyfjabúð á Blönduósi seldi meðal á 40 kr., sem Ásgeir seldi á 10 kr. Bændur eiga að taka eftir þess- ari starfsemi Ásgeirs og not- færa sér hana. Þar sem þeir ná í dýralækna eiga þeir vitan- lega að nota þá, því með því er mest trygging fyrir, að rétt verði á málunum tekið, og skepnunni batni, en þar sem það er ógerlegt, t. d. yegna vegalengda, ættu þeir að standa í sem náustu sambandi við Ás- geir, fá frá honum ráð, og nota sér sem bezt leiðbeiningar hans. Síðasta hálft annað ár hafa margir læknað júgurbólgu með því að sprauta penisilínupp- lausn í júgrið og hefir þetta víða gefið ágæta raun. í þessu sambandi er rétt að benda á það, að fái kýr doða, sem haft hefir júgurbólgu og ber menjar hennar, þá má ekki dæla lofti í þann júgurhluta, sem júgurbólgan er í, því þá er viðbúið, að júgurbólgan blossi upp, kýrin fái hita, og drepist á skömmum tíma. Ég hefi kynnst kúm, er þannig fóru í vetpr, og til að stuðla að því, að sú saga endurtaki sig ekki, skrifa ég þetta. Á sýningu læknanna gaf að líta myndir af mismynduðum kindabeinum vegna floureitr- ana. Voru þetta myndir af bein- um úr íslenzku fé er drapst eftir Heklugosið 1845. Nú ber aftur á floureitrun í sauðfé á gossvæð- inu. Hversu almennt það verður, og hvaða skaða það veldur, fer að sjálfsögðu eftir áframhaldi öskufallsins, og hversu tíðarfar verður, þegar aska féllur, ef hún heldur þá áfram að falla. — En færi svo illa, aö margt fé yrði veikt í haust, eða sumar, þá ætti vel að athuga, hvert fjárskipti ættu ekki að fara fram í Rangárvallasýslu. Fjár- pestirnar eru þar, og þurfi að drepa margt af fé vegna þessa, Á sýningunni mátti sjá tvær kjötbúðir, aðra frá liðna tíman- um, eins og kjötbúðirnar voru á unglingsárum okkar gömlu mannanna hér í Rvík, og eins og þær eru raunar enn í sumum kaupstöðum landsins, og hina eins og kjötbúðirnar hérna í Reykjavík eru í dag. Og munur- inn var mikill, en nútíma kjöt- búðir eru líka dýrari, og taka nokkra aura af hverju kíló- grammi frá framleiðendum. En það er skylda framleiðenda • að fullnægja sem bezt réttmætum kröfum neytenda, og hafa bændurnir ávallt reynt að gera það, þó viöleitni þeirra hafi stundum verið misskilinn af neytendum. Annars staðar gaf að líta tölu sauðfjár í landinu. Flest var það 1933, þá 733 þúsund, en síðan hefir því fækk- aö og er nú ca. hálf miljón. Þrátt fyrir þessa fjárfækkun, kemur enn álíka mikið kjöt til sölu á hausti hverju og áður var. Þetta er mörgum torráðin gáta, en orsökin liggur í fleiri sam- verkandi ástæðum. Ber þar fyrst að nefna það, að í stórum hlut- um landsins eru nú lamb- gimbrarnar látnar fá lömb, en það var yfirleitt ekki gert áður. Þarna koma 60 til 100 þús. dilk- ar, í stað sárfárra áður. Annað veigamikið atriði er bætt með- ferð fjárins. Af henni leiðir bæði að mikið fleiri ær eru tví- lembdar en áður var, og að lömbin eru til muna vænni. Þetta sést á þyngd meðal lambs- kroppsins, sem inn er lagður. Hann hefir þyngst, þrátt fyrir fleiri tvílembinga og gimbrar- lömbin. Margir bændur telja nú, að þeir séu vissir með að fá 20—25 kg. af kjöti eftir á sem þeir hafa á fóðri, og þeir fóðra svo jafnt frá ári til árs, að þeim bregst þetta varla. Þá hafa kjötgæðin lika batn- að, bæði vegna bættrar meðferð- ar á kjötinu, en líka vegna betra vals á hrútunum, og sást það glöggt á málum og þunga sýn- inga'hrútanna, en síðan 1928 hafa allir hrútar, ér sýndir hafa verið, verið vegnir ög mældir, og.voru skýrslur um það sýndar á sýningunni. f>«»rarinii I>órarinsson: Sögueyjan í Eystrasalti Á síðastl. hausti var haldið norrænt blaðamannamót í Stokk- hólmi. Ákveðið hafði verið að Ijúka því með sameiginlegu ferða- lagi, er tæki 2—3 daga. Margir aðkomumanna myndu helzt hafa kosið, að þeirri ferð hefði verið heitið upp í Dali eða til Verma- iands, en bæði þau héruð eru mjög rómuð af ferðamönnum. Sænska blaðamannafélagið hafði hins vegar ákveðið, að farið skyldi til Gotlands, og taldi það vænlegast til fróðleiks og skemmtunar. A leið til Gotlands. í ferðalaginu tóku þátt á annað hundrað norrænna blaða- manna og áttu þar allar þjóð- irnar fulltrúa, nema Færeying- ar. Frá Stokkhólmi var lagt af stað snemma morguns og farið með járnbraut til Nýneshafn- ar, rúmlega klst. ferð. Margir ferðafélaganna komu á stöðina í seinasta lagi, enda hafði ver- ið haldið hóf kvöldið áður og það staðið fram á nótt. Nokkrir voru þeir, sem ekki gátu komið með í ferðina, og mátti sjá sárar kveðjur ýmsra, er orðið höfðu góðir vinir kvöldið áður. Það þótti mér sönnun þess, að enn gæti tekizt góð vinátta með Dönum og íslendingum, er ég sá danska konu með tárvot augu kveðja einn landa minn, sem ekki gat komið með í ferða- lagið. f Nýneshöfn var engin við- dvöl, heldur stígið tafarlaust á skipsfjöl og lagt frá landi. Got- lenzVft skipafélag, er annast á- ætlunarferðir milli Gotlands og Svíþjóðar, hafði sýnt þann höfð- ingsskap að láta blaðamenniná fá eitt af skipum sínum til um- ráða, meðan þeir væru í ferð- inni. Dvölin þar var hin bezta og veitingar rausnarlegar. Á leiðinni til Gotlands bar fátt til tíðinda. Menn urðu að láta sér lynda að vera neðan þilja, því að veður var frekar óhagstætt. Tíminn var notaður til að kynnast ferðafélögunum og urðu nú margir kunnugir, sem ekki höfðu þekkst áður. Það Ein af hinum mörgu sveitakirkjum á Gotlandi, sem voru byggðar fyrir 1361. Alls eru 90 af þessum gömlu kirkjum cnn í notkun. virtist greinilegt, að Norðmenn væru fljótastir til kynningar og skrafhreifnustu mennirnir , voru úr þeirra hópi, en Svíar væru einna seinastir til kunnings- skapar. Danir virtust hins veg- ar glaðværastir og var jafnan glatt á hjalla kringum suma þeirra. Fornöld Gotlands. Til Visby, höfuðstaðar Got- lands, var komið í rökkurbyrjun. Dvölin þar hafði bersýnilega verið undirbúin með mikilli ná- kvæmni og þess gætt, að hver stund notaðist sem bezt. Strax og skipið var orðið landfast, var farið beint í Fornsalen, sem er hið fræga þjóðminjasafn Got- lendinga. Með því að ganga um þetta safn, er hægt að fá glöggt yfirlit um sögu Gotlendinga frá fyrstu tíð til vorra daga. Athuganir vísindamanna hafa leitt í ljós, að þar sem Gotland er nú, var hafsbotn endur fyrir löngu. Smásaman safnaðist þar fyrir leirleðja, kalk og sandur, sem myndaði allharðar bergteg- undir. Dýralíf var þarna fjöl- skrúðugt, þótt það væri á lágu stigi, og hafa fundizt ekki færri en 1500 mismunandi tegundir í jarðlögum Gotlands frá þess- um tíma. Á ísaldartímanum gekk á ýmsu með Gotland: það ýmist sökk í sæ eða varð land- fast við Þýzkaland og jafnvel Svíþjóð. Mannabyggð hefir ver- ið þar síðan mörg þúsund ár- um fyrir Krist. Þar hafa fund- izt tiltölulega meiri minjar um steinaldarmenn en annars stað- ar á Noröurlöndum. Steinaldarminjar. Fyrst þegar komið er inn á fornminjasafnið, verða fyrir ýmsir munir, er fundizt hafa frá steinaldartímanum. Einna IX. Mjaltavélar voru sýndar af S.Í.S., Orku h.f. og Aífa umboð- inu. Síðustu þrjú árin hafa all- margir keypt mjaltavéiar og notað með ágætum árangri. Þær létta mjaltastörfin og mjólka sæmilega sé meðferÖ þeirrá í góðu lagi. En þörf er ekki. til kaupa á mjaltavélum nema þar sem margar kýr eru. Sumum mjaltavélunum, sem þarna voru sýndar fylgdu fötur, sem í átti að mjólka tvær kýr saman. Þær eru þungar og erf- iðar í allri meðferð. Bændum er þá líka nauðsy'rílegt að fá hverja kýrnyt sér. Þeir þurfa að vita hvað hver kýr mjólkar og hve feita mjóik hún hefir til þess að geta fóðrað hana rétt. Af hvort tveggja þessum ástæðum ætti að mjólka hverja kú sér í fötu, en aldrei tvær 'saman. Þeir sém flytja mjaltavélarnár inn ættu að athuga þetta. X. " Sýningardeild S.Í.S. sem var að mjög miklu leyti í eigin sýn- ingarskála var lang stærst. Þar var mikil fjölbreytni í álls kon- ar verkfærum, enda hefir S.lS. undanfarin ár flutt inn meginið af öllum landbúnaðarverkfær- úm, og ,þó að á stríðsárunum hafi bætzt við fleiri innflytj- endur, er S.Í.S. enn langstærsti innflytjandinn. í sambandi við kaup á land- búnaðarverkfærum vildi ég benda á hve mikil höfuðnauð- syn það er að þeir sem flytja þau inn, hafi ætíð til varahluti, svo notendur verkfæranna þurfi ekki að hætta að vinna með þeim vegna smávægilegra bil- ana, en þess eru því miöur dæmi að það hefir komið fyrir. Og þeir sém ráða yfír gjald- eyrisleyfum, ættu að setja það sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir veiting á gjaldeyri til nýrra jarðyrkiuverkfæra, bíla, mót- ora og þess háttar, að innflytj- endurnir, hverjir sem þeir eru,, tækju að sér að hafa ætíð fyrir- liggjandi varahluti í vélarnár,, hvaða nafni sem þær nefnast. Þessa hefir oft ekki verið gætt. Fyrir stríð hefi ég komist í að þurfa að panta erlendis fráj stykki sem kostaði 1,50 í vél sem þá kostaði á annað hundrað krónur, af því að kaupmaður, (Framhald á 3. síðu) eftirminnilegust er beinagrind af konu, sem talin er vera frá 2000 árum fyrir Krist, en það er þakkað jarðveginum, hve bein og aðrar slíkar minj ar hafa varðveizt vel á Gotlandi. Kona þessi hefir bersýnilega verið i heldri röð, því hjá henni fannst mikið af eftirsóttu kvenskarti á þeim tíma, en það voru féstar úr selstönnum. Þarna má sjá mikið af slíku skrauti, ásamt, margvíslégum’ : steináhöldum,, er eigi myndu þykja hentug til notkunar nú á dögum. í næstu herbergjum safnsins gefur að kynnast högum Got- lendinga á bronsöldinni, sem nær frá 1500—800 árum fyrir Krist, og járnöldinni, sem nær frá þeim tima og fram á vík- ingaöldina. Strax á bronsöld- innl sjást merki þéss, að Got- lendingar eru orðnir verzlunar- og siglingamenn og hafa veru- leg viðskipti við nærliggjandi lönd. Þetta færist í vöxt á járn- öldinni, og á síðari hluta henn: ar er Gotland orðið miðstöð. verzlunarinnar við Eystrasalt. - ' t; • Gullöld Gotlendinga hefst. í sáfninu má fá glögga hug- mynd um gullöld Gotlendingá, sem er talin ná frá 800—1361. í upphafi þess tímabils býr á Gotlandi fjölmennur og þrótt-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.