Tíminn - 30.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.07.1947, Blaðsíða 2
TlMlftlV, IIIi<>vikiula»i 1111 30. jnlí 1947 126. 0#lað 2 Miðvihudayur 30. jjúlt Seinustu árin hefir verið haldið uppi mjög harðvítugum áróðri gegn bændastéttinnni í sambandi við mjólkurframleiðsl- una. Bændurnir hafa verið á- sakaðir fyrir að framleiða allt- of dýra og lélega mjólk. Eink- um hafa þeir orðið fyrir aðkasti vissra manna í læknastéttinni, eins og t. d. Gunnlaugs Claesen og Jónasar Sveinssonar, fyrir að framleiða lélega mjólk. Fyrir margra hluta sakir bar þess vegna að fagna því, þegar nokkrir Reykjavíkurlæknar undir forustu Jónasar Sveins- sonar, hófust handá um rekstur mjólkurbús. Að vísu leist mönn- um misjafnlega ,á landgæðin, en búinu var valinn staður á hálfri heiðajörð, þar sem land- rými er takmarkað og ræktun- arskilyrði verri en víða annars staðar, svo ekki sé meira sagt. En læknarnir hlutu að vita bet- ur, þar sem þeir höfðu gerzt lærifeður bænda, og höfðu nú haslað sér völl .til að sanna þær fullyrðingar sínar í verki, að hægt væri að framleiða betri og ódýrari mjólk en bændur gerðu. Það var allra vegna gott, að sannleikurinn í því máli væri leiddur í Ijós. Reynslan hefir nú talað sínu máli. Búkollubúið eða lækna- búið í Laxnesi mun nú komið í skuld, sem nemur eitthvað á aðra milj. kr. Þó hafa hvorki verið gerðar þar verulegar rækt- unarframkvæmdir né húsabæt- ur. Að vísu hefir verið byggt þar fjós fyrir eitthvað 50—60 kýr, en frágangur þess 'mun vera með þeim einsdæmum, að þurft hefir að setja miðstöð í það til þess að halda hita á kúnum. Búið hefir aldrei orðið stærra að kúatölu en genguv og gerist hjá stærri bændum. En þeir hafa áreiðanlega fæstir hverjir haldið uppi minni framkvæmd- um en í Laxnesi og engir kom- ist' í miljónaskuldir. Þá er ótalin sú hlið málsins, sem snertir gæði framleiðsl- unnar. Bústjórnin fékk leyfi til að selja mjólkina frá búinu sem barnamjólk, þar sem meðfer& hennar væri sérstaklega vönd- uð. Fyrstu rannsóknir Sigurðan Péturssonar virtust líka leiða í ljós, að mjólkin væri sérlega góð. En þegar frá leið, virtist vöruvöndunin hafa farið að slappast, því að tvær athuganir, sem gerðar voru af mjólkur- eftirlitinu í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar leiddu í Ijós, að barnamjólkin frá Laxnesi væri 3. og 4. fl. mjólk. Bústjórnin lét þá hætta að selja mjölkina sem barnamjólk til- þess að komast hjá rekistefnu og málaferlum, en fékk Mjólkursamsöluna til að taka á móti henni. Jafnframt lét bústjórnin hefjást handa um einhverjar endurbætur á fram-. leiðslunni, þar sem Mjólkur-' samsalan má ekki taka á móti 4. fl. mjólk, og hefir hún þvl reynzt skárri síðan, en þó sízt betri en mjólk frá bændum þar1 í nágrenninu. Þótt þessi tilraun læknanna; háfi ekki gengið betur en raun ber vitni, væri engin ástæða tilj að áfellast þá, ef ekki væri eft- irmálinn. Lækparnir hefðu þá -aðeins farið að eins og hug-. sjónamenn, sem vildu sanna; kenningar sínar í vei*ki, en hei’öu beðið skjpbrot. Þeir myndu líka halda áfram samúð álmennings, ef þeir tækiiu ó- A. Skáshelm, ritari norsku Snorranefiidariiiiiar: Æskulýður Noregs átti hug- myndina að Snorrastyttunni Ræðu þessa flutti A. Skásheim ritari norsku Snorranefndar- innar í skilnaðarhófi í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík 26. júlí s.l. áður en norsku gestirnir héldu heimleiðis. Er þar lýst tildrögum og undirbúningi að því, aðiNorðmenn gæfu íslendingum líkneskið af Snorra. Sturlusyni. Hinn þjóðrækni æskulýður Noregs finnur til traustra tengsla við hinar fegurstu minningar norskrar sögu. Að tilhlutun æskulýðsins var hafin söfnun fyrir , minnisvarða um Snorra Sturluson. Fyrstur setti skáldið séra Anders Hovden þessa hugmynd fram í félagsblaðinu „Norsk Ungdom“ 9. apríl 1919. Honum fórust svo orð: „Mig dreymir um, að norskur æskulýður reisi Snorra minnisvarða og haldi af- hjúpunarhátíð með æskulýð ís- lands.“ Hugmyndin var þegar gripin á lofti og í fyrstunni barst mestur stuðningur frá Stord í Hörðalandi syðra. 16. desembei; 1919 boðuðu Vestmannalaget og Vestlandske mallag til fundar í Björgvin um förunum mannlega, bitu bara á jaxlinn og ákvæðu að halda á- fram og reyna að gera betur. En í stað þess að fara þessa drengilegu leið, reyna þeir nú að hlaupa frá öllu saman og koma hinum stórfelda skulda- búskap sínum yfir á bæinn, sem hefir þó þegar meira en nóg á sinni könnu. Svo lagt er gengið, að reynt er að nota hvers konar tengdir og kunn- ingsskaparbönd til þess að þvinga þetta mál fram, sem er orðið hreinræktað hneykslismál, ef bærinn á að taka að sér skuldasúpu Laxnesbúsins til að bjarga kunningjum og venzla- fólki sumra bæjarfulltrúa íhaldsins frá því að bera ábyrgð verka sinna. Og enn meira hneykslismál verður þetta, þeg- ar þess er gætt, að bærinn á miklar landeignir, sem eru stór- um betri en þetta heiðaland, og lætur þær sama og ónotaðar. Það yerður sennilega úr því skorið í bæjarstjórn Reykjavík- ur næstu daga, hvort þetta Lax- nesmál verður þannig gert að einhverju stórfeldasta hneyksl- ismáli, sem hér hefir þekkst, og hvert læknarnir, sem stóðu að búskap þessum • upphaflega, ætla að gera sér þá skömm að hlaupa frá öllu saman, er verst gegnir, og reyna að nota kunn- ingsskaparbönd sín við ráða- menn bæjarins til að koma skellinum yfir á borgarana hér í bænum. En hver, sem niðurstaðan verður, er hér fengin nægileg reynsla til að sýna það, að heppilegast er að hafa land- búnaðarframleiðsluna í hönd- um bænda. Hinu skal samt ekki neitað, að ekki standi ýýmislegt hjá þeim til bóta og enn megi bæta mjólkurframleiðsluna á ýmsum sviðum. Sízt af öllu, má líka reynslan af Laxnesbúinu gera bændur neitt hofmóðuga, því að þó að aðrir geti ekki gert betur, sannar það ekki, að bændur geti ekki gert betur. Þeir geta áreiðanlega gert bet- ur, ef þeim er sýndur fullur skilningur af öðrum stéttum og eru studdir 'til að hagnýta sér fýllstu tækni og þekkingu. Það er líka samstarf bænda og neytenda, sem er áreiðanlega vísasti vegurinn til að tryggja framleiðslu ódýrra og góðra landbúnaðarvara. málefnið. Þar töluðu þeir And- ers Hovden, Torleif Hannaas og Lars Eskeland. Samþykkt var, að kjósa undirbúningsnefnd og landsnefndin var skipuð 1920, og var prófessor Torleiv Hann- aas í Bergens Museum kjörinn foi*maður. Æskulýðurinn hafði þá þegar hafið fjársöfnun, og fyrsta Snorragildið var haldið í lýðhá- skóla Norðmæra í Surndal .7. desember 1919. Hina miklu fjár- söfnun landsnefndar hóf Hann- aas á æskulýðsmóti í Jondal, Hardang 6. júlí 1920. í Noregi voru frá . upphafi skiptar skoðanir um málið. Anders Hovden hafði vonast til, að Ungmennafélög Noregs tækju málið upp. En það auðn- aöist ekki. Það var æskulýður- inn vestan fjalls, sem bar hita og þunga dagsins og í Björgvin íóru aðalátökin fram. Ég var í nánu sambandi við þetta starf því í.S , ég hefi verið ritari landsnefndarinnar alltaf síðan. Árið 1912, þegar ég.var ungur verzlunarmaður, kom ég í fyrsta sinn til íslands. Ég ferðaðisc um landið . allt og í fyrsta sinn, þegar ég kom til Reykjavíkur, var . ég samferða þjóðskáldinu íslenzka, Matthí- asi Jochumssyni. Það var fag- urt sumarkvöld og glatt á hjalla á skipsfjöl og Matthías hélt ógleymanlega ræðu fyrir minni Noregs. Það var eitthvað annað en venjulegt vinarmál, því að hér hnýttl skáldið með hugsjónum sínum tengsl milli gamalla og nýrra tíma, og þeir Norðmenn, sem viðstaddir voru, hrifust og fylltust góðvilja til íslands og íslendinga. í þeirri ferð kom ég í fyrsta sinn til Reykholts, og þá varð Snorra- laug mér minnisstæðust. Með því að frá upphafi voru skiptar skoðanir í Noregi um Snorraminnismerkið, þá veitti ekki af, að þeir sem starfa áttu að málefninu, hefðu hið rétta hugarfar. Norskum æskulýð hafði Snorri gefið auðugan fjársjóð. Það var því ekki sárs- aukalaust, að Snorri var drep- inn með samþykki Noregskon- ungs. í starfinu var fólginn einlægur vilji til að bæta að nokkru fyrir misrétti, sem frjálshuga íslendingur var beittur. Þegar þörfin var mest fyrir útbreiðslustarf í Noregi, komu gáfaðir íslenzkir æskumenn vestan um haf og gerðust með- limir í.félögum, sem héldu uppi störfum fyrir Snorraminnis- merkinu. Þannig rættist draum- ur Anders Hovden. Baráttan fyrir Snorrastyttunnni var borin uppi með samvinnu norskra og íslenzkra æsku- manna. í Snorranefndinni urðu marg- ar breytingar. Ólafur ríkiserf- ingi sýndi starfinu mikla rækt, og hann varð heiðursforseti Snorranefndar. Þeir tímar komu, að nefndinni var mikill styrkur að eiga vísa aðstoð konungsefnis, og getur Snorra- nefnd ekki nógsamlega þakkað honúm það. Prófessor Hannaas féll frá og prófessor dr. Oscar Albert Johnsen varð forseti. Hann starfaöi ötullega að söfnuninni. Hann fékk Gustav Vigeland til að gera minnismerkið og hann kom á sambandi við íslenzk stjórnarvöld svo að skipuð var íslenzk Snoorranefnd. Stríðsárin voru Snorrane.fnd- inni örðug. Stytturnar voru til- búnar til Reykholts og Bergen. En störfum var ekki hægt að ljúka. Hinir nýju valdhafar Noregs vildu þá reisa styttuna í Bergen, áður en hægt var að reisa hana á íslandi. Við sögð- um, að íslendingum myndi mis- Þiirariim Þórarinsson: Sögueyjan í Eystrasalti Niðurlag. Borgarmúrinn mikli Visby er sá bær á Norður- löndum, þar sem gefur að sjá flestar byggingar frá löngu liðnum öldum. Þar eru bæjar- hlutar, sem nær ekkert hafa breytzt frá. gullaldartíma. Fræg- ust er þó Visbý af borgarmúrn- t um og kirkjúrústunum. Múr- inn, sem enn stendur að mestu, hefir a. m. k. verið 3 km. lang-l ur og náð umhverfis allan bæ- inn, eins og hann var þá. Elztu hlutar hans munu vera frá 12'. öld, en aðallega mun hann hafa verið byggður á 13. öldinni. —• Hann er frá 6—10 m. hár og er hinn traustlegasti. Á múrn- um hafa verið um 50 skotturn- ar og standa 37 þeirra enn. Þeir eru frá 18—20 m. að hæð og allmiklir um sig. Enginn slíkur borgarmúr er til annars staðar á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Frœgur kirkjugaröur. Kirkjurústirnar í Visby eru taldar engu síður merkilegar en múrinn, jafnvel merkilegri. í Visby hafa verið 17 kirkjur og fjögur klaustur. Þær hafa allar verið býggðar á gullaldar- tíma borgarinnar eða fyrir 1325. Þá brann mikill hluti bæjar- ins- Næstum aJllar kirkjurnar hafa verið stórar og veglegar og sumar óvenjulega fagrar. Flestar þeirra standa það mikið uppi enn, að hægt er að sjá byggingarlag þeirra. Auðsjáan- lega hefir því verið vel til þeirra vandað, því að ekki var neitt hirt um rústirnar fyrr en um 1880, er sænska ríkið tók þær í umsjá sína. Það óhemju mikla fjármagn og vinnuafþ sem þessar kirkjubyggingar hafa kostað, sanna gleggst, hve mikil auðæfi Visbymanna hafa verið. Jómfrúarturninn. Margar þjóðsagnir eru tengd- ar við þessar fornu byggingar. Einna frægust er sagan um turta(inin í bo>:garmúrnum. — Sagan segir, að Valdimar Atter- dag hafi náð ástum stúlku nokkurrar í Visby og hafi hún útvegað honum lykil að einú borgarhliðinu og hann þannig komist inn í borgina. Síðar hafi þetta orðið uppvíst og stúlk- unni þá hegnt með því, aö hún líka þetta. Þá var ekki efni- legt að' sýna ákveðna andstöðu, en við vorum látnir í friði, og það, sem okkur bjargaði, var fullyrðing um almenningsálit- ið á íslandi. Þegar friður kom urðu aftur skipti í Snorranefnd, varð Johan E. Mellbye formað- ur en prófessor dr. Hákon Shetelig varaformaður. Það var æskulýðurinn af- Vesturlandi, sem hóf starfið. En brátt bættist liðsauki víða að. Gjafir komu frá öllum héröð- um og öllum stéttum, svo að segja má, að Snorralíkneskið sé norsk þjóðargjöf til íslendniga. Gustav Vigeland leit eftir steypu styttunnar og tók sjálfur á móti Reykholtsstyttunni. Og. Snorranefndin hefir séð um af alúð, að teikningum Áans væri fylgt. Nú er Snorralíkneskið reist í Reykholti. Það stóð styrr um Snorra, meðan hann lifði. Það liðu nærri 700 ár áður en Norðmenn ákváðu fyrir alvöru, að heiðra minningu hans, og afleiðingar tveggja heimsstyrj- alda hafa tafið framkvæmdir. En það var heldur ekki vanda- laust fyrir Snorra að fá farar- leyfj heim til síns eigin lands. Þegar • konungur bannaði Snorra a,ð fara úr landi svaraði Snorri djarflega: „Út vil ég, út.“ Með þessum orðum hefir Snorri gerzt merkisberi íslenzks frjálshugar , og norrænir frænd-; ur okkar óska, að sá frjálshugur megi lengi lifa. íslenzkur vísindamaður, Guð- brandur Vigfússon, sem var há- skólakennari í Oxford, kom árið 1855 í rannsóknarferð til Nor- egs. Kvað hann tilgang sinn með ferðinni að kynnást landi og lýð. í Kristiania átti hann tal við Ivar Aasen, prófessojr Keys- er, P. A. Munch og lektor Unger. Hann lauk lofsorði á þessa menn en jafnframt þótti honupi Norð- menn vita of lítið um norræn efni og minntist þess með gremju, að stúdentar í Kristi- aniu hefðu ekki þekkt ísland nema að nafninu tli. Guðbfand- ui* Vigfússon ferðaðist um Þrændalög, Harðangur, Voss og Sogn til Björgvinjar. Þar kunni hann alls staðar að nefna land- námsmenn, sem þaðan höfðu flutzt og hann sá fyrir sér byggð, sem íslenzkt skáld orti um: „íslands kjarna ættir eiga hingað rót.“ Hann benti á hinn mikla mun sem þá- var; á tal- máli og ritmáli í Nore-gi óg benti á að margt væri svipað með ís- lenzku og norsku.máli. Fyrir hinni þjóðræknu æsku Noregs vakti það að Snorra- starfið gæti ■ vak'ið minnlngar um feðraarf vorn, menningu og sögu, svo og það gætí orðið til að skapa meiri eirfíngu um norska endurr'eisn...... Það var Snorranefndmni fagnaðarefni að sjá, að Norð- rnenn,, tíafá: sameinazt' i rikara mæli um að ljúka verkinu en áður var ástæða til að hálda. Við vitum p’g að þe'kking á ís- lenzkum sögum og norrænum menningararfi styrkir viljann til endurreisnar í Noregi. í þessu starfi héfi'r norskur æskulýður vonazt til að Snorrastyttan í Reykhðlti 'gæti minrit íslend- inga á það, áð þá reis íslenzk andagift hæst', þegár saga Nor- egs var rituð. Við færðum norska likneskið hingað og íslendingar tóku okk- ur með kostum og kýnjum. Það er von okkar að með þessu sé grundvöllurinn lagður að meira samstarfi. Við lítum fram á við til þéi'rra 'tíma, þégar við höfum .kynnzt hvor öðrum betur svo 'og báðir geta talað sitt mál en hvor skilið annan. Samvinnan við íslendinga tíefir verið okkur minnisstæð á þessari hátíð, og séð höfurri viö að landið er fagurt. Þeim, sem áður þekktu ísland, eru ljósar framfarirnar á síðasta manns- aldri. Þetta glfeður Norðfnenn og yið óskum Íslendingúm gæfu og, blessunar.. Heimfarardagurinn er • kom- inn. Við kveðjum að sinni og berum fram þakkir. Við þökk- um Sveini Björnssyni forseta, ríkisstjórn íslands, Alþingi og bæj arstj órn Reykj avíkurEinn- ig þökkum við íslenzku Snorra- nefndinni fyrir alla hjálp og samvinnú. Við þökkum íslenzku þjóðinni, kunnugum og ókupn- ugum, sem á ýmsan hátt. hafa sýnt okkur velvild og gert okkur förina minnisstæða. Það er ósk ókkar að Sriorrá- styttan.megi standa í Reykhotí.i til.heiðurs minningu Snoorra og sem vottur þakklætis frá- Norö- mönnúm til íslendinga. Það er gömul speki áð læfa (Framhald á 4; síðu) var múrúð lifandi inn í turninn. Auk borgarmúrsins og kirkju- rústana í Visby, er blómagarð- urinn þar mjög sóttur af ferða- mönnum. Á Gotlan,di vaxa mörg fögur blóm og jurtir, sem ekki finnast annars staðar á Norður-. löndum. Gotland er stundum nefnt land rósa og rústa. Rétt hjá Visby eru tVeir staðir, sem Gotlendingar vekja athygli, ferðamanna, á- Annar þeirra er orrustustaðurinn, þar sem Valdimar Atterdag vann lokasgiur sinn 1361. Þaf þefir fyrir löngu verið, reistur sé.r- kennilegur járnkross með áletr- un um hinn örlagaríka atburð. Þarna hefir verið grafið í jörð og hafa þar fundist hauskúpur þær, sem sýn.dar eru á forn- minjasafninu, 'ásámt vopnum o. fl.- Hinn 3ta.ðurinn. er, gálga- bergið, ■ sem reistar, hafa verið á þrjár súlur. Það er rétt hjá Visby og ber háttj yfir. Á súl- um . þessum vpr.a 'akamenn hengdir. v.aUt ,fram..á .sein.ustu aldir. - . . ■ Sivaxahdi feröámdhna- strgumur. .. . Þegar búið var að skoða þelztu sögustaðina í Vlstíy, var ekið nokkurn- spöl út fyrir bæirin 'óg svipast um á helzta baðötaö Gotlands. Skamrnt frá bað- ströndinni hefir yerið .þyggð stór sundlaug með úpphituðum sjó ög er hún Stærsta típphit- aða sjólaugin á ..Nprðúriön'dpm. Stórt gistihús er rekið í sam- Virkistúrninn í Viborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.