Tíminn - 06.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1947, Blaðsíða 2
yítilYY mi8viki»tlagiim 6. ágííst 1947 140. blað Mliiv.duffur 6. átjúst Innflutningsreglurnar í seinustu blöðum Mbl. hafa kröfur S.Í.S. og kaupfélaganna um réttláta hlutdeild í innflutn- ingnum verið gerðar að sérstöku umtalsefni. Blaðið hefir látið, eins og samvinnufélögin væru að krefjast sérréttinda fyrir sig og vildu ganga á rétt annarra verzlunaríyrirtækja. Fullyrðing- ar þessar þykist blaðið byggja á áiyktunum þeim, sem sam- þykktar voru á kaupfélags- stjórafundinum í vetur og að- alfundi S.Í.S. í sumar. Það er ekki hægt að hugsa sér fjarstæðari misskilning, — því að vonandi er hér ekki um annað verra að ræða, — en að telja hinar sj.álfsögðu óskir þessara funda kröfur um sér- réttindi. Þessir fundir óskuðu ekki annars. en að kaupfélögin fengu svipaða hlutdeild í inn- flutningi þeirra vara, sem höml- ur eru á, og þau hafa haft í innflutningi þeirra vara, sem hafa verið hömlulausar (t. d. kornvara, kaffis og sykurs). í slíkum óskum felast vissulega ekki kröíur um sérréttindi, held- ur krafa um jafnrétti, sem ekki er hægt að standa á móti með neinni sanngirni. Það hlýtur að vera grundvall- aratriði allra réttlátra inn- ■ flutningshafta, að neytendurnir geti verið sem sjálfráðastir og beint verzlun sinni þangað, sem þeir telja sér hagkvæmast. Að . öðrum kosti afnema innflutn- ingshömlurnar viðskiptafrelsið og binda neytendurnar á nýjan einokunarklafa. Bezti mæli- kvarðinn á það, hvert neytend- urnir vilja beina viðskiptum sín- um, er einmitt skiptingin milli verzlana á innflutningi þeirra vara, sem ekki hafa verið háðar neinum verulegum hömlum um lengra sk’eiö. Með framan- greindum óskum, sem forvígis- menn samvinnufélaganna hafa borið fram, er því ekki aðeins verið að krefjast jafnréttis fyrir kaupfélögin. heldur fyrst og fremst verzlunarfrelsis fyrir neytendurnar. Þegar fjárhagsráðið og við- skiptanefnd ákveða nýjar inn- flutningsreglur, sem óhjá- kvæmilegt er, verður það að vera eitt aðal sjónarmið þeirra, að verzlunarfrelsi neytenda sé vel tryggt. En vitanlega verður jafnframt að leggja það til grundvallár, hvaða verzlunar- fyrirtæki hafa flutt inn ódýrast og hagkvæmast á undanförnum árum og eru líkleg til að gera það, í framtíðinni. í lög- unum og reglugerðinni um fjárhagsráð er lögð alveg sérstök áherzla á þetta sjónar- mið. En þessú sjónarmiði verð- ur ekki fullnægt, nema nákvæm athugun verði gerð á starfs- háttum, verðlagi og álagningu ipnflutningsfyrirtækjanna á undanförnum árum og þannig fengin öruggust vitneskja um, hvers vænta megi af þeim í íramtíðinni. Samvinnufélögin munu áreiðanlega ekki skorast undan því að ganga undir slíka prófun, heldur vafalaust óska eftir því. Það munu líka þau einkafyrirtæki gera, sem hafa starfað vel og heiðarlega. Hins vegar mun andstaðan koma frá þeim fyrirtækjum, sem hafa ó- hreint mél í pokahorninu, en hana á vitanlega ekki að^ taka til greina. Á undanförnum árum eru það ekki aðeins samvinnufélög- VILHELM BUHL: „Sjá, allt er orðið nýtt“ Ræðu þá, er hér birtist, flutti fyrrverandi forsætisráð- herra Dana, V. Buhl, i kveðjusamsæti, sem fulltrúunum á norræna þingmannafundinum var haldið á Þingvöllum, 31. júlí 1947. Það eru dásamlegir dagar, sem hinir íslenzku vinir hafa búið oss, fulltrúunum frá hin- um Norðurlöndunum, og förin í dag hefir verið einstæður við- burður. Tilkomumikil sjón var að líta hinn volduga Gullfoss, sem í mætti sínum skarar fram úr Rínarfossinum við Schaff- enhausen. Þá var það einnig glæsileg sjón að sjá Geysi senda sína sjóðandi vatnsstróka hátt á loft — hann skilst mér hafi verið í sínu bezta skapi, og eins og viljað sýna samúð sína norr- rænni samvinnu. Það var un- aðslegt að komast í snertingu við hina mikilúðugu íslenzku náttúru, með hin safagrænu undirlendi, með ám og stöðu- vötnum, en blánandi fjöllin í baksýn. Að lokum varpaði sólin geislum sínum nokkur augna- blik yfir umhverfið, og vér feng- um hugmynd um þá fegurð lit- brigða, sem íslenzk náttúra á í fórum sínum. Vér erum nú samankomnir á íslands gamla þingstað, þar sem lög voru sett og dómar upp kveðnir á Alþingi, í hinu aldna, íslenzka lýðveldi, fyrir þúsund árum síðan. Það er með sér- stakri tilfinningu, að vér stígum fæti vorum á þennan helga stað, og vér skiljum þá hreykni, þá ást óg þá lotningu, sem íslenzka þjóðin ber í brjósti til þessa staðar. Vér skiljum, að hér er hjarta íslands. Og hve glæsi- lega hefir eigi hinu mikla skáldi, Jónasi Hallgrímssyni, tekizt að orða hversu þessi arf- ur fortíðarinnar gagntekur þjóðina: Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar himinninn heiður og blár, in og neytendurnir, sem hafa orðið fyrir barðinu á innflutn- ingshömlunum, heldur engu síð- ur smákaupmannastéttin. Hún hefir svo að segja orðið að kaupa allar vörur af heildsöl- unum og oft oröið að sæta mis- jöfnum kjörum. Fjárhagsráö og viðskiptanefnd verða að taka það til nákvæmrar athugunar, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að heildsalarnir gangi á hag og rétt smákaupmanna. Það mun ekki standa á fulltrú- um samvinnumanna að styðja þær breytingar og lagfæringar á innflutningsreglunum, sem ganga í þá átt, því að þótt sam- vinnufélögin telji smákaup- mennina keppinauta sína, vilja þau tryggja þeim jafnvígisað- stöðu, því að þannig verður bezt tryggð heilbrigð samkeppni þessara aðila, en það er tví- mælalaust hagkvæmasta verzl- unarfyrirkomulagið, sem hægt er að tryggja neytendum enn sem komiö er. Það er mikið og vandasamt starf, sem bíður fjárhagsráðs og viðskiptanefndær, þar sem er setning nýrra innflutnings- reglna. Þjóðin á meira undir því en flestu öðru, að þau störf takist vel og giftusamlega. Ekk- er unnið með því að auka tog- streituna um þessi mál, eins og stefnt virðist að með fyrrnefnd- um skrifum MbJ., heldur ætti nú að freista að reyna að vinna að friðsamlegri lausn þeirra á heilbrigðurn og í.’éttlátum grund- velli. hafið var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu austan um hyldýpishaf, hingað í sælunnar reit. Reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti, ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt. Hátt á eldhrauný upp, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Almannagjá, alþingið ferðranna stóð. Fegurri lofgjörð en þá, sem hinn mikli sonur íslands hefir komið fyrir í þessu hljóm- mikla söguljóði, getur enginn fært föðurlandi sínu. Vér skynj- un hver lífsuppspretta fornsög- urnar eru íslendingum, og hin önnur gömlu handrit. Einnig fyrir hin norrænu löndin er þessi menningararfur lifandi, andlegt verðmæti, sem hjá þeim hefir alþjóðar gildi. Vér vitum, að þakkarskuld vor fyrir þenn- an arf frá gullöld íslendinga, er mikil. Það er viljinn til að efla frelsi og rétt, frjálsræði ein- staklingsins, sem andar úr þess- um gömlu handritum, en jafn- framt er það ásetningurinn, eft- ir þeirrar tíðar mælikvarða, að virða lög og rétt í landi. Samfé- lagið og eining þess skyldi verða styrkur þjóðfélagsins. En raun- sæi einkennir lífsskoðunina. Sá háttur, sem á var hafður, þegar kristnin var í lög tekin, er eitt athyglisverðasta dæmið um þennan raunsæja 'skilning og viljann til samheldni. Þegar Al- þingi kom saman í júnímánuði árið 1000, stóðu flokkar hinna heiðnu og kristnu andspænis hvor öðrum í hinni fullkomn- ustu andstöðu. Hvorir um sig höfðu valið sér sinn eigin leið- sögumann og óskuðu að lifa hver eftir sinni lifsskoðun. En svo djúktækur var skilningur- inn á gildi þjóðareiningarinn- ar, að menn féllust á að lok- um, að leggja úrslit málsins á Vilhelm Buhl eins manns vald. Þes.si maður var Þorgeir, foringi heiðingj- anna. Og úrskurður hans varð sá, að allir íslendingar skyldu verða kristnir. Ein lög og einn siður skyldi gilda fyrir alla. Og allir beygöu sig. Heiðingjarnir létu skírast, en sigurvegararnir hældust ekki um. Þegar hinir heiðnu landsmenn afsögöu að láta skírast í köldu vatni, hlutu þeir skírn í volgri laug — einn- ig í þessari tillitssemi til hinna „yfirunnu“ skynjum vér nor- rænt lundarlag. Þrátt fyrir hinn nýja sið, sem nú kom til sögu, sviku menn ekki hinn gamla. í Eddunum lifði hin heiðna guðfræði í skáld legum pmbúnaði, og Norðurlönd urðu einni forngerseminni rík- ari. Á hinum myrku öldum, sem síðar gengu yfir hina íslenzku þjóö, varð hinn bókfesti menn- ingararfur eins og lýsandi blys. Það voru erfið og þung kjör, sem hinir dönsku einveldiskon- ungar leiddu yfir ísland. Dap- urlegt, sögulegt fjarsýni fyrir okkur Dani, að virða fyrir oss. „Svona er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá“, segir Jónas Hallgrímss. í kvæði sínu. En svo birtir smám saman yfir förnum vegi, og nú erum við komin út í heiðan og sól- bjartan dag. Það var í sambandi við vaxandi þjóðfrelsishreyf- ingar víðs vegar í Evrópu, að breyting varð til batnaðar á stjórnmálaaðstöðu íslands, en hinn mikli foringi, sem vísaði til vegar var Jón Sigurðsson, en fæðingardagur hans er orð- inn að íslenzkum þjóðhátíðar- degi. ísland ávann meir og meir stjórnmálaleg réttindi og sam- tímis urðu í landinu vaxandi framfarir, og nú er markinu náð: íslenzka þjóðin er í dag að fullu og öllu sinn eigin hús- bóndi. Nú mætast þær tvær þjóðir, sem rás viðburðanna tengdi saman, jafnréttháar, og vér, hinir dönsku ríkisþingmenn flytjum hjartanlega kveöju og hlýtt handtak frá hinu danska Ríkisþingi og þeirri þjóð, sem vér förum með umboð fyrir. Nú má með sanni segja: Sjá, allt er hjá liðið, allt er orðið nýtt. Vér óskum íslenzku þjóð- inni allra heilla í starfi hennar að fegra og bæta iandið, og vér lítum með aðdáun þá orku og það lífsfjör, sem við oss blasir hér á hinni gömlu sagnaey. Vér vitum, að hér er unnið í norrænum anda og af norrænni samkennd, eins og verzlunar- málaráðherra, Emil Jónsson, svo ljóst og fagurlega komst að orði i ræðu, sem hann flutti okkur í gær. Kom mér þá í hug sagan af reiö Gunnars á Hlíð- arenda til strandar, þegar hann hafði á þingi verið dæmdur í þriggja ára útlegð. Hestur hans hnaut, Gunnar hljóp af baki og varð litið til baka. „Fögur er hlíðin,“ mælti hann, „svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnzt, bleikir akrar, en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi." Höfum vér ekki leyfi til að sjá í þessu táknmynd, tákn- mynd um ísland og Norðurlönd. Hin mismunandi aðstaða, sem hin norrænu lönd áttu meðan á styrjöldinni stóð, hefir mark- að spor. Og einnig hjá útverð- inum til vesturs hafa ný vanda- mál gert vart við sig. En ísland er norrænt land, og vér erum þess fullvissir að íslenzka þjóð- in finnur næmt til hinnar nor- rænu frændsemi. „Norðrið er fagurt, þaðan munum vér hvergi fara,“ er játning íslands í dag. Vér, fulltrúarnir frá hinum norrænu löndunum höfum með mikilli gleði fundið þá hjarta- hlýju, sem okkur hefir mætt. Kristleifur Þorsteinsson, Stóra-Kroppi: Þrír borgfirzkir bændur Niðurlag. Sigurður Jónsson, Þaravöllum, Sigurður var fæddur að Síðu- múla í Hvítársíðu 7. febr. 1866 og dó 14. marz 1947. í Síöumúla bjuggu þá foreldrar hans, Jón Þorvaldsson frá Stóra-Kroppi og kona hans, Helga Jónsdóttir frá Deildartungu. Þau hjón voru bræðrabörn. Vorið 1868 fluttist Sigurður með foreldrum sínum að Úlfsstöðum í Hálsa- sveit, en þar lézt faðir hans f jór- um árum síðar frá sjö börnum þeirra hjóna, öllum í ómegð og sumum þeirra kornungum. Til þess að bjarga hinni því nær snauðu ekkju frá því að verða handbendi sveitarinnar, voru þrjú börnin tekin í fóstur af systkinum þeirra hjóna. Helga Þorvaldsdóttir systir Jóns bjó þá á Litla-Kroppi. Tók hún pilt að nafni Þorvald. Hann fór til Ameríku, þegar hann var orðinn fleygur og fær. Mun hann vera þar enn á lífi. Jóhannes á Hóli í Lundar- reykjadal tók pilt að nafni Þor- stein, sem alið hefir að mestu aldur sinn í Borgarfirði, og er nú oröinn aldraður maður. Guðrúnu yngri, er síðar varð kona Jóns Þorsteinssonar á Úlfs- stöðum fóstraði Vigdís í Deild- artungu. Voru þá ekki nema fjögur börnin eftir heima hjá móður sinni, Jónar tveir, er báð- ir fóru til Ameríku, Guðrún og Sigurður, sem h!ér verður minnzt. Þrátt fyrir mikla fátækt virt- ust þessi systkini ná ásköpuð- um líkamsþroska,. en bóklega fræðslu fóru þau á mis við, eins og flest fátækra manna börn á þeim árum. Þótt Sigurður væri ekki nema meðalmaður á vöxt, bar hann snemma af jafnöldr- um sínum að skjótleik og karl- mennsku í glímu. Skotfimi hans var svo, að í þeirri íþrótt stóðu honum fáir á sporði. Strax er honum óx aldur og þroski, fór hann á vorin um hraun og heiö- ar, þar sem hann lifði margar kaldar vökunætur. í þeim fjalla- ferðum banaði hann fjölda mörgum refum, þar á meðal grimmustu bitvörgum, og bjarg- aði þannig margri sauðkindinni frá þvi að verða slíkum blóð- hundum að bráð. Hann var eftir margra ára æfingu þrautlærður á öll kænskubrögð refa og gat oft með léttleika sínum og skot- fimi orðið sigursæll í þeim hild- arleik. Við þes.car mörgu fja’la- ferðir varð hann ómannblend- inn og frásnúinn öllu félagslífi. En ást hans á fjöllum og firn- indum óx að sama skapi ár frá ári, og það svo, að hann með öðrum manni reisti sér nýbýli norðan megin við Norðlinga- fljót í svokölluðum Bugum, neð- an við Arnarvatnsheiði. Fékk hann þar langan og kaldan vet- ur, og af þeirri reynslu lærði hann, að svo dýru verði gat hann ekki keypt hina skömmu sumarsælu á heiðum uppi að berjast þar við frost og fannir óralangan vetur. En ekki bilaði traust Sigurðar á hollvættum heiðarinnar. þótt hann fengi að kenna þar á köldu. Það var sannfæring hans, að þar væri ósýnilegur máttur, sem gaf honum hollar bending- ar, þegar hann var þar á dýra- veiðum. Því til sönnunar sagði hann mér, að eitt sinn, er hann lá á greni, ætlaði hann að yfir- bugast af svefni og þreytu, en var oröinn vonlaus um veiði. Heyrir hann þá talað til sín með skýrri röddu. „Vertu viö- búinn“. í sama vetfangi brá Ný kennaradeild við Handíðaskólann Á hausti komanda tekur til starfa í Handíöaskólanum kennaradeild fyrir þær kon- ur, sem hafa í hyggju að ger- ast kennarar í handavinnu í barnaskólum, gagnfræöaskól- um og húsmæðraskólum. Með lögum um menntun kennara, sem staðfest voru á Alþingi s.l. vor, er gert ráð fyrir því, að auk kennaradeilda fyrir sérkennara í teiknun ,og smíð- um, sem Handíðaskólinn hefir haft síðan hann var stofnaður, verði þar einnig stofnsett kennsludeild fyrir sérkennara í handavinnu kvenna. Þessi nýja kennsludeild mun taka til starfa í haust og er henni ætl- að húsnæði í hinu nýja húsi Egils Vilhjálmssonar h.f„ á Laugavegi 118, en HandíÖaskól- inn hefir tekiö meginhluta efstu hæðar þess húss á leigu. Frú Elsa Guðjónsson, B.A. er ráðunautur skólans um tilhög- un kennslunnar í þessari nýju deild. Mun hún einnig kenna nokkrar af bóknámsgreinum þeim, sem veröandi kennslu- (Framliald á 3. síðu) Vér höfum hlotið glæsilegar viðtökur hér, viðtökur, sem vér munum aldrei gleyma. Þcssar móttökur hafa orðið oss vitnis- burður um sterka og lifandi nor ræna samkennd, og vér höldum heim með dýrmæta norræna minningu, er vér aldrei gleym- um. Vér færum Gunnari Thorodd- sen,‘ borgarstjóra, forseta fund- arins, þakkir vorar og þökkum jafnframt öllum þeim íslend- ingum, sem hafá gert þéssa daga svo dásamlega og eftir- minnilega fyrir oss. Þakkir vor- ar viljum vér láta í ljós með því að hyllá hið eldgamla og síunga ísland, hylla hið nýja íslenzka lýðveldi, og kjósum að flytja hyllingu þessa með hin- um fögru orðum Jónasar Hall- grímssonar: „Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.“ ísland lifi! fyrir grimmum ref, sem lengi var búinn að foröast hséttuna, en skotið reið af, og óvinurinn lá fallinn. Það var ekki aö ástæöulausu. Þótt Sigurður þætti góður gest- ur, þegar hann kom áftur til mannabyggða með nokkra refa- belgi, og svo marga yrðlinga í pokanum sínum. Enda verð- skuldaði hann og þeir, sem slík happaverk vinna, mikiar þakk- ir fyrir. Sem bóndi mun Sigurður ekki hafa verið metinn meira en hver annar kotkarl, sem bjarg- aðist þó vel á sínar spýtur. En yið nánari kynningu. kom þaö í •Ijós, að hann .var á ýmsan hátt miklu meira en miðlungsmaður. Hann var greindur, ljóðelskur, skemmtinn og skýr í tali, ber- orður og hispurlaus, hver sem í hlut átti. Alls staðar var hann liðsmaður ágætur, en bezt naut hann sín á regin fjöllum, um það get ég borið af eigin reynd. Að mínum dómi var hann, k^irl- menni, hetja í skapi og íþrótta- maður á ýmsa lund. Frá Helgu móður Sigurðar er það að segja, að hún giftist aft- ur 1875 Árna Jónssyni frá Kjalvararstöðum í Reykholts- dal. Þau fluttu til Ameríku 1886 og lifðu þar til hárrar elli. Sonur þeirra hjóna er Páll (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.