Tíminn - 15.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1947, Blaðsíða 3
146. blað TfMINN, föstudagiim 15. ágúst 1947 3 Sextugnr: Siguröur Arason «»ci(iviti. Fagurliólsinýri. Sigurður er fæddur á Fagur- efri árum föður síns alllengi, hólsmýri 4. ágúst 1887, sonur hins kunna fræðimanns Ara Hálfdánarsonar og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur, er lengi bjuggu á Fagurhólsmýri í Öræfum. Hann kvæntist 1925, Halldóru Jónsdóttur frá Flatey á Mýrum í Hornafirði og hefir síðan búið á Fagurhólsmýri við mesta myndarbrag. Sigurður hefir gegnt flestum trúnaðar- störfum, sem til eru í einu sveit- arfélagi. Hann hefir verið sýslu- nefndarmaður Öræfinga síðan 1924, oddviti síðan 1922, formað- ur skólanefndar síðan 1931, gegndi hreppstjórastörfum á verið einn af forvígismónnum Framsóknarflokksins í héraðinu og þannig mætti lengi telja. Heimili þeirra hjóna einkennir rausn og myndarbragur. Þrátt fyrir erilsamt lífsstarf hefir Sigurður gefið sér tíma til lest- urs og rannsóknar á ýmsum fornum fræðum. Er hann betur að sér um þá hluti en títt er. Hann er maður vinsæll, traust- ur og virtur af öllum, enda ágætlega ger um alla hluti. Mu.nu Öræfingar áreiðanlega vænta þess, að mega enn um langa stund njóta forustu hans og óeigingjarnra starfa. Fimmtugur: Haraldur bóndi í Gautsdal í • Hann varð fimmtugur 11. júní síðastliðinn. Fæddur að Lásakoti á Álftanesi. Foreldrar hans eru Eyjólfur ísaksson og Sólveig Hjálmarsdóttir, sem enn eru á lífi og búa í Reykja- vík. Haraldur ólst aðallega upp í Skagafirði en hefir frá því á unglingsaldri dvalið í Austur- Húnavatnssýslu. Hann kvænt- ist Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Haga í Sveinsstaðahreppi árið 1922 og hóf árið eftir búskap í Hlíð á Vatnsnesi. Nokkur ár bjó A.-Húnavatnssýslu. hann í Haga, en árið 1929 keypti hann Gautsdal í Bólstaðahlíð- arhreppi og hefir búið þar síðan myndarbúi. Þau hjónin eiga fjögur börn. Haraldur í Gautsdal er ein- lægur landbúnaðarsinni, sem ann stétt ‘r^ni, fagnar hverju framfaramáli, sem hún fær leyst og telur það vera ham- ingju sina að vera sveitarinnar barn. Bændastéttin þyrfti að eiga sem flesta slíka fulltrúa. Erich Kástner: Gestir í Miklagarði Schulze sá nú fram á, að ævintýri hans var í alvar- legri hættu. Hann þreif í Hagedorn, svo að hann hlypi ekki brott, og neyddi hann til þess að setjast á rúm- stokkinn. — Gerið enga heimsku, Hagedorn, sagði hann. Hvorugur okkar hefir neitt gagn af því, að þér flytjið hingað upp. Látið allt ganga sinn gang og haldið her- bergjunum yðar, svo að ég geti skroppið niður til yðar, þegar mér verður kalt hér uppi. Látið þjónana færa yður hverja konjakksflöskuna af annarri og fylla rúmið yðar af múrsteinum. Hvað getur það gert yður til? — Þetta er óttalegt, sagði Hagedorn. Og svo kemur nuddlæknir í fyrramálið. Schulze skellihló. — Nudd er heilsusamlegt, sagði hann. — Getur verið, sagði Hagedorn. En ég, sem var far- inn að ímynda mér, að fólkið hérna suður frá væri þessar indælis manneskjur! Hérna eru til dæmis frí- rnerki, sem karlinn þarna niðri vildi endilega troða upp á mig. Hann fleygði umslaginu á borðið. Schulze gægðist niðri í það, velti frímerkjunum á milli fingranna, bar þau upp að ljósinu og stakk loks öilu saman í vasa sinn. — Nú dettur mér dálítið í hug, sagði Hagedorn. Ég segi gistihússtjóranum, að hér hafi átt sér stað mis- tök. Þér séuð Balkanbaróninn eða sendifulltrúinn, og það séuð þér, sem eigið að búa niðri. Ég er yngri og hraustari og þoli betur kuldann. — Nei, sagði Schulze. Þér megið ekki valda neinu uppþoti. Við yrðum báðir reknir. Ég gæti ekki farið frá köttunum yðar. Hagedorn klóraði sér í höfðinu. — Jæja þá, sagði hann mæðulega. En við gerum það samt heyrinkunnugt áður en við förum, að einhver háðfugl hafi haft gistihússtjórann og allan hópinn hérna að ginningarfífli. — Ekkert liggur á, svaraði Schulze. Þér ljóstið leyndarmálinu ekki upp fyrst um sinn. Heimilið var með mesta mynd- arbrag. Þó mátti öllum ljóst vera, að um mikil efni var ekki að ræða. En það skyldi enginn maður sjá. Þar var allt fágað og þrifalegt, hvenær sem komið var að garði. Og framreiðsla öll var með prýði. Munu margir minnast húsmóðurinnar, sem með glæstu og rólegu yfirbragði gekk fram, hárprúð, svo af bar. Öll hénnar framkoma bauð geSvVnn velkominn í annað sinn eða hvenær, sem spor hans lægju um þennan heiðardal, í björtu eða dimmu. Og þeir munu minnast húsbóndans, sem settist með hýrri brá og nota- legu brosi hj á gestinum og ræddi við hann í léttum tón. Guð- mundur var manna glaðastur og spaugsamastur og hefir jafn- an haft á hraðbergi sand af skritlum og smásögum. Þetta bar hann á borð til bragðbætis og þuklaði þá gjarnan tóbaks- korn milli fingra. En tíminn hefir liðið og breytzt. Þau Sveinbjörg og Guðmundur brugðu búi, keyptu sér hús í kauptúninu á Suður- eyri og fluttu þangað. Þau hjón eignuðust þrjú börn: Hermann, sem nú er stöðvarstjóri í Súg- andafirði, Halldór, er lézt um tvítugt á Vífilsstöðum, mikinn efnispilt, og Ólafíu, sem dvelur í foreldrahúsum. Auk þess ólu þau upp fósturbörn. — Guðmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína, var auk þess byggingamaður ágætur og hagleiksmaður við smíðar. Á siðari árum hefir hann stundað ýmsa kaupstaðavinnu, og þrátt fyrir háan aldur fellur sjaldan úr vinnudagur. Hús þeirra á Suðureyri vekur athygli fyrir snyrtimennsku, innan dyra og utan. Og þess má maklega minn- ast, að umhyggja Sveinbjargar fyrir gróðri, hvers kyns sem er, hefir borið ríkulegan ávöxt í garðinum fyrir framan hús hennar, því að þar hefir m. a. vaxið upp hæsta tré, sem í Súg- andafirði hefir teygt sig til lofts. Þeim hjónum skal hér með tjáð þakklæti fyrir þann skerf, er þau hafa lagt til að gera braut samferðamannanna hlý- legri og mýkri en ella. Og vel segir mér hugur um, að þar' sé mælt fyrir hönd margra. G. M. M. SKIPAUTG€RH RIKISINS Skaftfellingur til Stykkishólms, Flateyjar og Haga á Barðaströnd. Vörumóttaka í dag. Menningar- og minn- ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóðarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þuríði Sæmundsen. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. Auglýsið í Tímamim. ÁTTUNDI KAFLI. Snjókarlinn Brúsaskeggur Það olli mikilli gremju, þegar þeir Hagedorn og Schulze skálmuðu hlið við hlið inn í forsalinn. Öllum hnykkti við. Hvernig stóð á því, að þessi dularfulli miljónamæringur var dragast með örsnauðan karl- ræfil, sem flækzt hafði í gistihúsið af óskiljanlegri tilviljun? Það var þó óþarfi af honum að leika hlut- verk sitt svona rækilega,- — Hreinn og beinn skepnuskapur, sagði Karl hinn hugumstóri við Polter. Þessi Schulze — það var ljóta ógæfan að fá hann. — Frú Kasparíus og frú Mallebré ganga báðar með grasið í skónum eftir miljónamæringnum, sagði Polter, Hann gæti lifað og leikið sér eins og hann hvíldi í s.kauti Abrahams — eða jafnvel Söru. — Þessi samlíking er tvíræð, sagði gistihússtjórinn. Honum hætti við að vera siðavandur við undirmenn sína. — Ég verð að láta Schulze hafa eitthvað fyrir stafni, sagði Polter. Annars er hann vís til þess að hanga allt- af utan í miljónamæringnum. — Hann hröklast kannske burt. Hann helzt varla við þarna uppi. Hingað til höfum við ekki getað hamið þar neina vinnukind. En Polter gamli þóttist þekkja mennina betur. Hann hristi höfuðið raunamæddur. — Yður skjátlast, gistihússtjóri. Schulze situr sem fastast. Hann er skrattanum þrárri — það sé ég á honum. Gistihússtjórinn elti hina undarlegu gesti inn í bar- inn. Hljómsveitin byrjaði að leika. Fáein prúðbúin pör byrjuðu að dansa. Enski liðsforinginn drakk viskýið óblandað — það var gamall nýlenduvani. Hann var þegar orðinn óvígur og gerði sér í hugarlund, að hann væri staddur í herbúðum austur í Indlandi. — Má ég kynna ykkur? sagði Hagedorn og leiddi Tobler leyndarráð fyiúr þjón hans, Jóhann. Svo sett- ust þeir allir. Jóhann Kesselhuth frá Berlín bað um konjakk. Schulze hallaði sér makindalega aftur á bak og virti hið gamalkunna andlit þjónsins fyrir sér með hæðnis- bros á vörum. — Doktor Hagedorn var einmitt að segja mér, að þér þekktuð Tobler leyndarráð, sagði hann. Kesselhuth var orðinn vel hreifur. Það var þó ekki af því, að hann væri drykkfelldur. En hann var ákaf- lega samvizkusamur maður, og hann vissi, að hann átti að eyða að minnsta kosti eitt hundrað mörkum á hverjum degi. . — Ég þekki leyndarráðið allra manna bezt, sagði hann og drap titlinga. Við eigum margt saman að sælda. ÍJtvcgnni með stnttum fyrirvara | Frigidaire kæliskápa frá Ameríku, | gegn gjalileyris- og' iimflutiimgsleyfum. j Samband ísl. samvinnufálaga Yfirlýsing i:: i:: l:: h Vegna blaðskrifa, er öðru hverju hafa verið að birtast, um slæman viðskilnað setuliðseigna víðs vegar um landið, vill Sölunefnd setuliðseigna taka fram eftirfarandi: Samkvæmt lögunum um meðferð setuliðseigna fékk nefndin til ráðstöfunar um 110 þúsund skála víðs vegar um landið. Mikið af þessum skálum keyptu svo sýslu- og bæjarfélög hvert í umdæmi sínu, og tóku um leið að sér að sjá um að fjaralægja verks- ummerki. Þessir aðilar seldu svo aftur einstakling- um en þeir tóku að sér hreinsun og landlögun, en á henni hefir, af margvíslegum ástæðum, orðið meiri dráttur en æskilegt væri. Verkefni þessi hvíla því ekki í þessurn tilfellum á Sölunefndinni. Hins vegar telur nefndin sér skylt að krefjast þess af hlutaðeigendum, að verkefnum þessum verði full- nægt og hefir þegar aðvarað bæði bréflega og munnlega þá aðila, er nefndin samdi við, að standa við skuldbindingar sínar fyrir ákveðinn tíma, enda hafa samningsaðilar fengið að fullu greiddan kostnað fyrir að vinna verkið. í þeim skálahverfum, er nefndin seldi sjálf til einstaklinga og bar að framkvæma landlögum, hefir verið og er unnið að henni efetir því, sem aðstæður leyfa. Nefndin lítur svo á, að þótt æskilegt megi teljast að hraða verk- inu verði vélakostur sá, er hún hefir til umráða við það, að takmarka hraðann á því. Að framkvæma landlögun með handverkfærum telur nefndin ekki gerlegt sökum hins mikla kostnaðar, er það mundi : hafa í för með sér og eins þess, að nefndin telur fráleitt að draga þann mannafla, er til þess þyrfti, frá framleiðslustörfunum. Verkinu er nú haldið í áfram eftir þvi, sem vélakosvir leyfir og verður ekki við það skilist fyrr en landið er lagað svo að viðun- ; andi sé. j SOLIJNEFNI® SETIJLIÐSEIGTV A. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦•♦♦••• Skrifstofustúlka sem hefir góða kunnáttu í énsku og er vön vélritun, óskast strax á skrifstoofu vora. Eginhandar umsókn ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun óskast lagðar inn á skrifstofuna, í síðasta lagi laugardaginn 16. þ. m. Sanmiiiganefml utanríkisviðskipta Austurstræti 7. :: :: ♦ ♦ *♦ ♦ ♦ :: ♦♦ •»♦ ♦ ♦ :: | ♦♦ :: Í :: :: «♦ ♦♦ a :: :: ♦♦ :: :: :: ft :: ;j| Gagnfræðaskólinn í Reykjavík Þeir, sem sótt hafa um inntöku i 1. bekk í haust og fæddir eru 1932 eða fyrr, mega gera ráð fyrir að komast í skólann. Einnig þeir, sem fæddir eru 1933 og hafa í aðaleink. úr barnaskóla 7,00 eða meira, en ekki þeir, sem lægri einkunn hafa, þótt sótt hafi. Fleiri umsóknum verður ekki tekið á móti. Skólinn byrjar væntanlega um 20. september. Iiig'iinar Jóiisson. UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.