Tíminn - 20.08.1947, Qupperneq 2
2
TlMIIVIV, miðv.dagiim 20. ágást 194T
149. blað
Miðv.dayur 20. áytíst
Blygðunarlaus fram-
koma kommúnista
Þjóðviljinn heldur áfram að
hamast gegn skömmtunarráð-
stöfunum þeim, sem hafa verið
fyrirskipaðar að undanförnu.
Blaðið reynir að finna þeim allt
til foráttu og nota sérhverja á-
tyllu, sem hugsanleg er, til að
vekja gegn þeim andúð og óá-
nægju. Það veit, sem er, að
slíkar ráðstafanir eru jafnan
óþægilegar fyrir ýmsa og það
kann að geta skapað því jarð-
veg til að afla þeim mönnum
óvinsælda, sem verða að beita
sér fyrir þessum aðgerðum.
Sjaldan hefir óheiðarleiki
og ósvífin vinnubrögð kommún-
ista komið öllu betur fram en
hér. Ástæðan til þess að gera
verður umræddar ráðstafanir,
er fyrst og fremst sú, að rikis-
stjórnin, sem skipuð var full-
trúum frá kommúnistum, eyddi
gjaldeyrinum svo gegndarlaust,
að 600 millj. kr. inneign hvarf
á tveimur árum, þrátt fyrir hag-
stæðasta útflutning. Kommún-
istar létu sér þetta vel líka, eins
og sjá má á því, að þeir greiddu
fyrirvaralaust atkvæði með
heildsölunum. Þegar Framsókn-
armenn báru fram þá tillögu,
að 540 millj. af gjaldeyrisinn-
eigninni yrði færð á nýbygg-
ingareikning en ekki 300 millj.
kr., eins og samþykkt var. Af
hálfu kommúnista var ekki sett
neitt skilyrði í ríkisstjórninni
um takmörkun gjaldeyriseyðsl-
unnar. Áki og Brynjólfur bera
því engu minni ábyrgð á henni
en Pétur Magnússon og Ólafur
Thors.
Svipað er að segja um á-
standið í byggingamálunum.
Meðan stjórn sú, sem Áki og
Brynjólfur sátu í, fór með völd,
var ekkert hirt um, að bygging-
arefnið færi til þeirra bygginga,
sem mest þörf var fyrir. Niður-
staðan varð því sú, að-skraut-
hýsi, sumarbústaðir, verzlunar-
stórhýsi og bíóbyggingar stór-
gróðamanna höfðu forgangsrétt,
en nauðsynlegar ibúðabygging-
ar mættu afgangi. Seinustu
mánuðina hafa því fjölmargar
íbúðabyggingar verið stöðvaðar
af ýmiskonar efnisskorti.
Ef kommúnistar hefðu óskerta
sómatilfinningu, ættu þeir að
fagva þvi, þegar gerðar eru
ráðstafanir til að bæta úr sukk-
inu og óstjórninni, sem ríkti í
stjórnartíð þeirra. En þeir fara
öfugt að. Þeir reyna að rægja
og tprbryggja þessar ráðstafanir
á allan hátt. Það mætti vera
þjóðinni gott vitni um dreng-
lund og sómatilfinningu þess-
ara manna.
Áróður kommúnista mun
heldur ekki bera tilætlaðan ár-
angur. Þjóðin mun skilja nauð-
syn þeirra ráðstafana, sem ver-
ið er að gera, og því sætta sig
við ýmis konar óþægindi, sem
þeim fylgja, og einna tilfinnan-
legastar geta verið, meðan verið
er að koma þeim í framkvæmd.
Hún veit líka, að orsaka þessara
kreppuráðstafana er fyrst og
fremst að leita þangað, að kom-
múnistar gerðu bandalag við
stórgróðamenn landsins og
hvorugir hirtu um að stjórna
með hag almennings fyrir aug-
um. Af því verður þjóðin nú að
súpa seyðið. Kommúnistar afla
sér því ekki neins annars en
aukinnar fyrirlitningar, þegar
þeir eru að rægja og svívirða
ráðstafanir, sem eru óhjá-
Hafsteiim Fétursson, Giiimsteinsstöðiim:
Nokkur orð um Höfðakaupstað
22. júlí 1947:
„Þaff skal tekið fram, að um
frekari lánveitingar til hafn-
argerffarinnar frá Landsbank-
anum verffur ekki aff ræffa“.
, (Úr bréfi Landsb.).
I.
Ríkið hefir sett lög í því
skyni að vinna að örri og skipu-
legri þróun Höfðakaupstaðar og
ætlað til þess allt að 5 milljónir
króna. Nýbyggingarnefndin,
sem hefir þessi mál með hönd-
um, hefir fengið nokkurt fé til
umráða. Fé þessu hefir verið
varið eðlilega til greiðslu kostn-
aðar við nefndina, sem að meiri
hluta er búsett í Reykjavík, til
að launa framkvæmdarstjóra,
og byggja yfir hann, til að
kaupa lóðaréttindi (ríkið sjálft
á allan staðinn) og að líkindum
hefir kostnaður við skipulags-
uppdráttinn verið greiddur af
þessu fé. Ennfremur er nú ver-
ið að leggja vatnsleiðslu og haf-
inn undirbúningur undir skólp-
leiðslu o. s. frv.
Allt þetta sýnir, að hér hefir
verið ætlanin að skipuleggja
byggð með það fyrir augum að
stuöla að örum vexti kauptúns-
ins og er ekki annað hægt að
segja en að þær raddir, sem hafa
heyrst um þetta mál, hafi yfir-
leitt verið sammála um, að
þessar .ráðstafanir hafi verið
réttmætar og rómað þessar að-
gerðir.
Hróður þessarar nýsköpunar
hefir borizt, svo vakið hafi at-
hygli, til annarra heimsálfa
og um mörg lönd í Evrópu. Nú
síðast heyrði ég, að uppdráttur
af Höfðakaupstað hefði verið á
merkilegri sýningu í Frakklandi,
sem sýnishorn, að mér skilst, af
íslenzkri framþróun í bygginga-
og skipulags-málum.
Vestur-íslendingur, sem ætt-
aður er af þessum slóðum,
skrifaði „heim“, .að hann hefði
mikla löngun til að heimsækja
kvæmilegar vegna illrar stjórn-
ar þeirra á undanförnum ár-
um.
fornar slóðir og sjá allar þær
framfarir, sem íslenzku blöðin
væru að lýsa í átthögunum.
Mér skilst, að þessu máli sé
nú'þannig farið, að það sé álits-
hnekkir fyrir Alþing og alþjóð,
ef málinu er ekki fylgt eftir,
þannig að viðunandi geti tal-
izt. En það er frá mínum bæjar-
dyrum séð, að íbúum Höfða-
kaupstaðar verði gefin sæmileg
aðstaða til að reka þann at-
vinnuveg:, sem íramtíð staðar-
ins hlýtur að byggjast á, sem sé
sjávarútveg. Ríkinu er ofvaxið,
hvað þá fátækum þorpsbúum,
að byggja upp stað, sem ekki
hefir sæmileg atvinnuskilyrði.
II.
Mér hefir verið ljóst frá því
ég fór að vinna fyrir hafnar-
málið á Skagaströnd fyrir 19
árum, að frá þessum eina stað
í Austur-Húnavatnssýslu er
hugsanlegt að stunda sjó og það
hefir líka verið sannfæring mín,
að þá fyrst værum við nokkurn
veginn tryggir efnahagslega, ís-
lendingarnir, ef sjávarútvegur
og landbúnaður geta starfað
saman að uppbygging þessa
lands.
Þess vegna lít ég á hafnar-
gerðina á Skagaströnd, sem
hornstein undir því, að fólks-
fjölgun eigi rétt á sér þar og
undirstöðu undir velmegun
Höfðakaupstaðar og héraðsins
í heild, ásamt bættri aðstöðu
við landbúnaðinn.
III.
Nú hefir verið komið á nýrri
skipan á yfirstjórn fjármála
vorra með skipun fjárhagsráðs.
Væri óskandi, að þetta nýja ráð
bæri gæfu til að beina fjár-
hagsgetu þjóðarinnaar í heil-
brigða farvegi.
Ég tel eðlilegra, að hafnar-
málið í Höfðakaupstað heyri
undir valdasvið þessa ráðs og að
það sé lagaleg og siðferðileg
skylda þess, að mynda sér
skoðun í þessu máli. En til þess
að skýra hvernig málið liggur
nú fyrir, er eðlilegast að birta
hér bréf, sem hafnarnefndin
hefir ritað fjárhagsráði. í þessu
bréfi er sett fram í sem fæstum
orðum nauðsyn þess, að haldið
verði áfram við að fullgera
þann áfanga af hafnargerðinni,
sem ákveðið hefir verið að full-
gera sem fyrst. Bréfið er svo-
hljóðandi:
Gunnsteinsstöðum 27./7. 1947.
Hafnarnefnd Höfðakaupstað-
ar leyfir sér hérmeð að snúa
sér til fjárhagsráðs og leita sam-
þykkis þess og aðstoðar til þess
að beint verði til hafnargerðar
í Höfðakaupstað því fjármagni,
sem þörf er á til að fullgera
þann þátt hafnargerðarinnar í
Höfðakaupstp,ð, sem nú er ver-
ið að byggja og samþykkt hefir
verið af hlutaðeigandi stjórnar-
völdum. Til skýringar fylgir
hérmeð uppdráttur af hafnar-
mannvirkinu eins og það er nú
og merkt inn á kortið það sem
ákveðið hefir verið að byggja á
þessu ári og því næsta. Þann-
ig að gert hefir verið ráð fyrir
að þetta yrði til afnota fyrir
síldveiðitímann 1948.
Það, sem ógert er, er þetta:
1. Innri hafnargarður, sbr.
uppdráttinn —. Staurar og
annar trjáviður til þessa er
þegar keyptur og kominn á
staðinn. Vitamálastjórinn hefir
fest kaup í járnþili — efni — í
Englandi, en það er óborgað á-
samt væntanlegum vinnulaun-
um við þetta verk.
2. Dýpkun skipakvíarinnar,
sem myndast miili hafnargarð-
anna. Það mun verða tiltölulega
ódýrt og ekki torvelt, þar sem
ætlast er til að uppmoksturs-
skipið „Grettir“ annist dýpk-
unina.
3. Að setja niður og kaupa
eitt ker, líkt og Akraneskerin, í
framhaldi af aðalhafnargarð-
inum, er þá væri búinn að ná
þeirri lengd, sem ætlazt hefir
verið til.
^ Þetta er nauösynlegt til að
tryggja hafnargarðinn, þareð
botninn er ekki nægilega ör-
uggur undir fremsta kerinu,
sem nú er.
Til þess að fullgera þessi verk
mun þurfa á 3 — þriðju milljón
króna. —
Þegar þetta er komið í fram-
kvæmd, er allt hafnarsvæðið
norðan Hólaness, sæmilega not-
hæft.
Öruggt báta og skipalægi inni
á skipakvínni, milli hafnargarð-
anna.
Ágæt aðstaða til síldarsöltun-
ar og síldar- og fisk-iðnaðar yf-
irleitt.
Ágæt aðstaða til útgerðar.
Öil venjuleg flutningatæki
geta þá lagst við bryggju.
Af þessu mun aftur leiða
stórauknar tekjur til hafnar-
innar. Má óhætt fullyrða, að af
síldarsöltun einni saman mundu
fást árlega minnst um 100,000
krónur eftir þeim tilboðum og
óskum, sem fyrir liggja. Má
fúllyrða að fjárhagur hafnar-
innar sé nokkuð tryggur, ef
þessar aðstæður væru fyrir
hendi.
Nú er þetta á annan veg.
Síldveiðiskipin geta ekki legið
á höfninni, ef nokkuð er að
veðri. Skip hvergi óhult fyrir
veðrum, sbr. skipa- og bátatjón
undanfarin ár.
Nú hefir verið stofnað út-
gerðarfélag á staðnum og
keypt tvö skip. Ekki tel ég
nokkra forsjá í því að hafa bát-
ana á staðnum í vetursetu.
Austan veðrin eru svo mikil, að
það þarf nauðsynlega að skipta
höfninni með innri hafnargarð-
inum til þess að legan verði ör-
ugg.
Þegar skipastóll okkar íslend-
inga er stóraukinn og frekari
aukning stendur fyrir dyrum,
þá má það teljast hrein fásinna
að spara sem svarar einu skips-
verði, en hafa um leið þessa
höfn ónothæfa. — Að hætta
við hafnargerðina nú væri lík
ráðsmennska og einstaklingur
hætti við íbúðarhúsbyggingu yfir
sig, þannig að opin stæði önn-
ur hliðin, en ætlaði þó að búa í
húsinu.
Alþingi, ríkisstjórn, nýbygg-
ingarráð hafa skilið nauðsyn
þessarar hafnargerðar og lagt
mgð því að umræddum áfanga
verði lokið.
Stjórn Landsbankans veitti
hafnargerðinni 800,000 króna
lán á síðastliðnu ári gegn því að
annars staðar frá fengist 400
þús. kr. Búnaðarbankinn leysti
þann vanda, lánaði 300 þús.
Heiman að var lánað 100 þús.
Vonuðumst við eftir því, að
Landsbankinn mundi lána í við-
bót til að ljúka því verki, sem
fyrir hafði verið tekið*, enda lá
fyrir stjórn Landsbankans á-
ætlun um kostnaðinn. Það mun
sjaldgæft, að . Landsbankinn
skilji við fyrirtæki sem hann
hefir stutt, áður en það er orðið
starfhæft. En nú er skollin yfir
svo ægileg fjármálakreppa, sem
hefir það í för með sér, að
stjórn Landsbankans sér ekki
fært að lána til hafnargerðar-
innar meir en kr. 75 þúsund
gegn 25 þús. kr. annars staðar
frá. Er það beint tekið fram, að
þessi lánveiting sé ætluð til að
ganga frá hafnargerðinni. Við
erum sannfærðir um, að það eru
hin mestu vandræði og ein-
dæma mistök í félagsmálum, að
hætta við hafnargerðina á
þessu stigi, bæði af þeim á-
stæðum, sem hér hafa verið
settar fram og með tilliti til
þess hve mikið fjármagn ríkið
hefir lagt fram til þessa staðar:
1. Til hafnargerðar
lán og framlag um kr. 4 milj
2. Tii byggingar síldar-
verksmiðju um — 19 —
3. Til framf. til landsins
samkv. sérst. lögum — 5 —
Samtals kr. 28 milj
Ekkert af þessu fé kemur að
því gagni, sem ætlast er til, ef
á að spara 2—2 y2 miljón krón-
ur, sem óhjákvæmilega þarf til
að fullgera nauðsynlegustu
haífnkþvjtrkin, sem eru frum,-
skilyrffi fyrir því, aff þorps-
myndun eigi þarna rétt á sér.
Við viljum því eindregið mæl-
ast til þess, að Fjárhagsráð
kynni sér þetta mál og athugi
það.af eigin sjón með því að
heimsækja Höfðakaupstað við
fyrsta þóknanlegt tækifæri.
Virðingarfyllst
f. h. hafnarnefndar
Höfðakaupstaðar.
IV.
Nú samstundis er mér tjáð, að
tilboð liggi fyrir um sölu á tveim
steinkerjum, sem eru mjög
heppileg til hafnargerðarinn-
ar og mjög ódýr, miðað við að
byggja þau hér. Er brýn nauð-
(Framhald d 3. síðu)
lCárc Rodalil:
Bjarnarveiðar í Grænlandi
Veiðistöffin á Herschel-höfffa stendur á ofurlitlu klettariffi
hundraff metra frá sjávarmálinu. Grenjandi stórhríffar hlymja
á húsunum, sem eru mjög áveffurs. Ströndin er auff og sæbarin.
í aftökuveffrum ryffjast íshrannir á land og brimiff sleikir hús-
veggina. Venjulega er þarna mikiff um refi og birni fram með
ströndinni. Hér fer á eftir frásögn norsks veiffimanns, sem
stundaff hefir veiðar þarna.
Veturinn 1939—’40 dvöldu
I
engir veiðimenn á Herschel-
höfða. Þar var heldur ekki
mikið um veiði, því að öll veiði-
dýrin virtust gersamlega horf-
in. Þar var varla annað að sjá,
en einstakar héraslóðir á
stangli og rjúpnaspor á víð og
dreif. Það var allt og sumt.
Þegar ég kom að Herschel-
höfða voru öll hús í ágætu
standi. Þetta var um nýársleyt-
ið. Daninn Ove Jensen frá Eski-
móanesi hafði komið þar fyrr
um veturinn á leið sinni norður
til Dimmafjarðar. Hann hafði
skilið þar eftir ofurlítið af vist-
um, aðallega hundafóður og
kjötkökur.
Ég hafði séð bjarnarspor úti
á ruðningsísnum og var orðinn
töluvert vongóður um veiði. í
veiðistöðinni fann ég gamla
haglabyssu, sem ég hlóð og út-
bjó í skotgildru fyrir birni. Ég
kom byssunni fyrir ‘í löngum
trékassa og festi hana þannig
að hlaupið vissi út gegnum opið
á kassanum. Við opið setti ég
frosið selspik, sem snærisspotti
var bundinn um, en hinn endi
hans var festum í byssubóginn,
svo að skotið hlaut að riða af,
ef tekið var í spottann. Þessari
gildru kom ég svo fyrir niðri á
ströndinni í hæfilegri hæð. Ef
björninn kæmi og glefsaði í
spikbitann, átti skotið að hlaupa
af byssunni og hitta björninn
í mitt ennið. En ekkert slíkt
skeði þó þá daga, sem ég dvaldi
á Herschel-höfða, en þessi veiði-
aðferð er mjög notuð af veiði-
mönnum á þessum slóðum, og
margur björninn hefir látið líf-
ið í slíkri skotgildru.
Margir dagar liðu, og ekkert
markvert skeði. En nótt eina
hrökk ég upp af værum svefni
við mikinn hávaða og gaura-
gang. Það var niðamyrkur inni
og þykkir tréhlerar fyrir glugg-
unum. Af hinu ákafa gelti hund-
anna réð ég það, að eitthvað
óvenjulegt væri á seyði. Ég
skreið út úr svefnpokanum,
greifl riffilinn og læddist á
sokkaleistunum að skotgatinu á
hurðinni og reyndi að rýna út.
En ég sá ekki handa skil. Þá
heyrði ég allt í einu einhverja
skruðninga uppi á þakinu. Þar
var krafsað og sparkað. Ég
kveikti á vasaljósinu mínu í
snatri, hljóp út og sá í sama
vetfangi í kryppuna á birni,
sem stökk ofan af húsinu og
tók á rás' fram á ísinn. É'g skaut
á eftir honum, þótt ég sæi sama
og ekkert. Mér virtist sem ég
hefði hitt björninn í bakið í
sama bili, sem hann stökk fram
af stórum jaka. Hann rak upp
org, en svo hvarf hann og allt
varð dauðahljótt.
Bak við húsið var hjarnfönn,
sem lá skáhalt upp á þakið, en
þar var talsvert selspik, Það
hafði auðsjáaánlega tælt björn-
inn upp á þakið.
Ég hljóp á eftir birninum út
á ruðningsísinn, en missti brátt
af slóðinni og varð að hætta
eftirförinni.
Þegar ég gekk aftur til veiði-
stöðvarinnar var farið að birta
af degi. Allur austurhiminninn
var eldrauður. Langt í norð-
austri sást endurspeglun af
auðum sjó á himninum. Lengra
í suðri sást einkennileg spegii-
mynd af eyju, sem virtist svífa
uppi á himninum. Ég heyrði
rjúpu kurra í nánd, og ref gagga
uppi í fjallshlíðinni vestan við
stöðina.
Er ég hafði snætt fátæklegan
morgunverð, steig ég á skíðin,
tók byssu mína og gekk vestur
og upp i fjallshliöina, þvi að þar
bjóst ég við að finpa nóg af hér-
um. Ég sá læmingjaspor í snjón-
um, en annars sást ekkert, sem
benti á veiðidýr. Ég sá engan
héra fyrr en mjög var liðið á
dag. Þá sá ég einn stakan, og
hann varð mér auðveld bráð.
Nei, það var ekki veiðilegt við
Herschel-höfða á þessum vetri.
Skotgildran stóð þarna óhreyíð,
og ég var ekki fengsæll, þótt ég
færi í langar veiðiferðir norður
með ströndinni. Ég ákvað því að
hverfa frá þessari veiðistöö til
forðabúrs og veiðikofa við
Moskus-heim.
í morgunsárið daginn eftir
ók ég út yfir fjarðarísinn.
Hundarnir voru kátir og fjör-
ugir.
Forustuhundurinn minn het
Hrói. Hann var þróttmikiil og
fjörugur, en þó trúr og trygg-
ur. Hann bjó yfir einkennileg-
um hæfileika til þess að finna
ætíð beztu og færustu leiðina
yfir ísinn og sneiða hjá sprung-
um. Hann var sterkasti hundur-
inn í hópnum og kunni að haida
hinum í skefjum.
Staða Hróa í eykinu var í
miðjunni um það bil hálfum
metra á undan hinum hundun-
um. Á hlið við hann voru tíkur
tvær, svartflekkóttar og stutt-
fættar. Þær drógu aldrei neitt,
en gerðu þó sitt gagn með því
að hvetja hundana. Þeir tóku í
af öllum kröftum, þegar þær
dilluðu skottinu ástleitnar í átt-
ina til þeirra.
Ég kom við hjá Jensen og
dvaldi tíma hjá honum á leið
minni. Þar eignaðist önnur tíkin
mín fjóra þriflega hVolpa. Hir.
hreykna móðir fékk hæli inni í
fordyrinu, og hvolparnir döfn-
uðu vel. Þeir urðu síðar ágætir
dráttarhundar, en ég varð að
senda þeim kúlu í höfuðið, eins
og öllum öðrum hundum mín-
um, þegar ég yfirgaf Grænland
haustið 1940.
Dag einn rakst Jensen á nýja
jbjarnarslóð úti á ísnum. Við
beittum þegar fjórtán hundum
fyrir sleða og ókum af stað á
bjarnarveiðar. Hundarnir, sem
voru vanir slíkum veiðiferðum,