Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIIVjV, föstmlagtim 29. ágúst 1947 156. blað Föstudagur 29. ágúst Óþurrkarnir Um mikinn hluta landsins hafa nú gengið óþurrkar svo miklir, að menn muna naum- ast eða alls ekki annað slíkt. Enginn getur um það sagt, hvað miklu fjárhagslegu tjóni sú ó- tið veldur, en hitt er fullvíst, að það er geysimikið. Að sjálfsögðu munu engir láta sitt eftir liggja að styðja að þeim bjargráðum, sem helzt mega nú duga, svo að ekki þurfi að fella bústofn í stórum stíl og þola mjólkurleysi og skort og þau vandræði, sem slíku eru samfara. En þar er verkefni, sem liggur m. a. fyrir fundi Stéttarsambands bænda að fást við innan fárra daga. En því má ekki gleyma, að svona árferði kemur af og til, þó að sjaldan sé jafn óskaplegt og nú hefir verið. Hér er því ekki nóg að bjarga því sem bjargað verður úr rústum þess- arar ótiðar. Hitt er engu síður mikilsvert að búa svo um, að* framvegis verði viðnámsþrótt- urinn gegn óþurrkunum sem mestur, svo að þeir valdi aldrei framar slíku tjóni sem nú. Hér verður ekki fullyrt um hver úrræði henti bezt í því skyni, eða að hve miklu leyti hvert skuli notað. En hitt er fullvíst, að góð og örugg rækt- un, votheysgerð, súgþurrkun og tækni í vinnubrögðum, getur hér miklu bjargað. Hjálpin ligg- ur í því, að fljótlegt sé að afla heyjanna og lítið þurfi að þurrka undir beru lofti. Og það er áreiðanlegt, að á þeirri leið er hægt að komast langt frá því, sem enn er almennt. En hér er mikið verk að vinna. Hér þarf rannsóknir og athug- anir á gildi einstakra verkun- araðferða og vinnutækja. Á því sviði er nú kappsamlega unnið undir forustu Búnaðarfélags ís- lands. Á grundvelli slíkra rann- sókna verður svo að leggja allt kapp á að kenna bændum beztu aðferðir og gefa þeim kost á góðum tækjum, svo að hitt, sem lakara og fánýtara er, hverfi af sjálfu sér. Það er áreiðanlegt, að hér stendur ekki á bændunum sjálf- um, þó að auðvitað sé alls staðar misjafn sauður í mörgu fé. Hitt er ekki jafnvist, að allir ráða- menn þjóðfélagsins taki á þess- um málum af þeim skilningi og áhuga, sem með þarf. Hér er mikið hægt að vinna og bjarga fyrir framtíð landsins ómælan- legum verðmætum með árvökru starfi, án mikilla fjárframlaga frá ríkishsáldinni, þó að þau megi vitanlega sízt spara við uppbyggingu atvinnulífsins. En því mega bændur sízt gleyma, að hér er það þeirra að knýja á. Þeir eiga að standa saman um þessi mál og styrkja með samúð og fylgi hvern góðan starfs- mann á því sviði. Það er sam- takamáttur bændastéttarinnar, sem á að tryggja það, að hin dapra reynsla af ótíðinni sunn- anlands og vestan í sumar þurfi aldrei að endurtakast. Hér er hægt að sigra, ef bændur þekkja vitjunartíma sinn og rækja skyldur sínar við land sitt og þjóð. Skylda bóndans er að rækta landið og framleiða góðar vörur á bezta hátt og stéttar- samtökin eiga að skapa bænd- um aðstöðu til að gera skyldu sína. KARL KRISTmSSON, HÚSAVÍK: HVER VAR AÐ TALA UM FJÁRSKIPTI f REYKJADAL? Hver var það, sem í Alþýðu- blaðinu 22. þ. m. talaði um þessi væntanlegu fjárskipti í Þingeyj- arsýslu og lýsti því yfir að þau væru fjarstæða? Var það ein- hver maður, sem ber hita og þunga þessara málefna í hér- aðinu? Eða þá a. m. k. einhver gagnkunnugur málavöxtum? Nei, hvorugt var. Þetta var herra Bragi Sigur- jónsson, kennari og rithöfundur á Akureyri. Sá snotri maður lét þarna fara frá sér ósnotra grein undir hinni hrottalegu fyrirsögn: „Drepum, drepum,“ og tileink- aði hana fólki í ættarhéraði sínu, Þingeyjarsýslu. Bragi- er fyrir alllöngu alflutt- ur úr Þingeyjarsýslu, svo að ekki hvílij á honum, sem þegni þar, málefni héraðsins. Hann er einnig offjarlægur héraðinu i atvinnu sinni, og of ókunnugur atvikum og ástæðumífjárskipta- málum Þingeyinga, til þess að geta verið ráðgefandi um þau. mál. Þetta sannar grein hans. Und^rlegt að greindur maður skuli ekki gera sér þetta Ijóst, en ganga fram með hrópyrðum. Mæðiveiki í sauðfé er plága, sem ekki er hægt að búa við á íslandi. Fjárskipti með niður- skurði er ömurleg framkvæmd að vísu, en lífsnauðsyn til þess að losna við ánauð veikinnar. Þingryingar urðu fyrstir til þess að ganga út í mannraunir fjár- skipta í stórum stíl. Fáum hygg ég þó að þyki vænna um sauð- fjárstofn sinn, en þingeyí'kum bændum þótti, sem unnið höfðu að kynbótum hans um áratugi. og lagt áherzlu á að annast hvern einstakling hjarðar sinn- ar með nærgætni og alúð. Það er lélegur skáldskapur — meðal annars — að leggja þeim í munn orðin: „Drepum, drep- um.“ 4 eftir Þingeyingum hafa nú fjáreigendur í stórum landshlut- um ákvarðað sig til fjárskipta, svo sem blaðafregnir á þessu ári herma. í Þingeyjarsýslu standa sak- irnar þannig: Það er búið að skipta um fé á öllu svæðinu frá Jökulsá á Fjöllum (en norður fyrir hana hefir vei.kin ekki borizt) og vestur fyrir Akureyri, eða í 16 sveitar- (og bæjar) félögum. Fyrst fóru fram fjárskipti í Reykdælahreppi og var það svæði um leið afgirt. Þetta var haustið 1941. En eins og Bragi Sigurjónsson getur um, kom á ný upp mæði- veiki í Reykdælahreppl haustið 1944. Er talið líklegast að veikin hafi flutzt inn með aðkeypta fénu fjárkaupahaustið. Of- skammt farið til kaupanna. Veikin kom fram í rollu, sem bóndi austan Laxár átti, en þá gekk allt fé, frá austan-ár- bæjunum, vestan ár á sumrin, saman við aðalsafn hreppsbúa. Hin sjúka ær var rekin í bæja- rekstri um nokkurn hluta hreppsins heimleiðis úr fjall- skilum; réttuð og hýst með öðrum kindum. Öllu fé bóndans, sem rolluna átti, var fargað um haustið. Eft- ir það var einnig hætt að reka fé af Austurbæjunum vestur fyrir Laxá til sumarbeitar. Haustið 1946 kemur svo veik- in aftur franj austan ár. Þeirri hjörð, sem hún kom upp í, var allri eytt, en ekki nábýlisfé. Síðastliðið vor kemur veikin enn fram á einum bæ til við- bótar (Hólum í Laxárdal). Nú hefir sauðfjársjúkdóma- nefnd samþykkt fyrirskipun fjárskipta í Reykdælahreppi, af því að umhverfinu getur stafað mikil hætta þaðan, enda dýrt að halda uppi vörnum um- hverfis þetta sótthættusvæði ókomin ár. Þessa fyrirskipun telur Bragi fjarstæðu, og fer um þá menn, sem hana hafa samþykkt og hennar hafa óskað, lítt sæmi- legum orðum. Heldur Bragi því fram með þjósti, að hið eina rétta að sinni, sé að skipta um fé austan Laxár — aðeins. Byggir hann skoðun sína á því, að litlar líkur séu til þess, að féð vestan ár sé smit- að, enda engin sýkingarhætta fyrir umhverfið, þó að svo væri. Athugum nú þetta: Bragi minnist ekki á það, sem er þó undirstöðuatriði, að ótrú- legt er, að ærin, sem var sjúk haustið 1944, hafi ekki smitað vestan ár. Hún gekk vestan ár það sumar (og allt fé Austur- bæja), og var hýst og réttuð þar um haustið, eins og áður er sagt. Mörg dæmi eru til um það í sögu mæðiveikinnar á undan- förnum árum, að það dregst i 3—6 ár, að hún komi fram, frá þeim tíma, er smitun virðist hafa átt sér stað. En Bragi segir orðrétt: „Laxá hefir reynzt algerlega fjárheld vörn, og fé af þeim bæjum, sém veikin hefir komið upp á„ hefir engan samgang haft við fé vest- an Laxár síðan 1944.“ Nú. vita kunnugir, að Laxá er langt frá því að vera „fjárheld vörn.“ Yfir hana hefir fé oft farið, þegar hún er auð, hvað þá, þegar hún er undir ís og snjó á vetrum. Og svo vill til að oddviti Reykdælahrepps, bróðir Braga; hefir í mjög sam- vizku samlegri skýrslu og greini- legri til sauðfjársjúkdóma- nefndar, dags. 2. jan. s.l., sagt frá því, að ær (frá Hólum í Reykjadal) hafi farið yfir Laxá 1946. Ennfremur upplýsir hann, að allfjörug hrútaverzlun hafi átt sér stað vestur yfir ána „einkum“ haustið 1946. Loks upplýsir hann,- að bónd- anum á Brettingsstöðum, sem hefir fé sitt austan ár á sumrin en vestan ár á vetrum og beitir því þar, hafi ekki tekizt að koma einni af ám sínum austur yfir vorið 1946 og hafi hún því geng- ið (auðvitað frjáls ferða sinna) vestan ár sumarið 1946, en Rannsóknarstofa Háskólans telur lungu, sem henni voru send frá Brettingsstöðu*n jS.l.. vor „mjög grunsamleg.“ Máli mínu til sönnunar og Braga til lærdóms læt ég hér koma orðréttan kafla úr skýrslu oddvitans, bróður hans: „Þegar fjárskiptin voru gerð á Hamri (bær austan Laxár) haustið 1944, var ákveðið að ekki skyldi flytja sauðfé á milli yfir Laxá, og hafa sauð- fé austan við einangrað sem mest. Það kom í Ijós, að þetta bann hafði dálítið í veriö brotið, einkum nú síðastliðið haust. En reynt var að bæta úr þessu með því að slátra þeim kindum, sem flutzt höfðu á milli. Þetta var fram- kvæmt um leið og skoðað var í haust og Jón Ferdinandsson var hér staddur. Kindurnar sem slátrað var af þessum sökum, voru: Ær frá Hólum í Reykja- dal, sem gekk austan Laxár í sumar. — Lambhrútur á Öndólfsstöðum, keyptur frá Kasthvammi s.l. haust. Búinn að vera í húsi á Öndólfsstöðum nokkrar nætur. — Veturgamall hrútur á Auðnum, keyptur frá Kasthvammi haustið 1945, þá lamb. Gamall hrútur hjá Haraldi Stefánssyni á Breiðu- mýri, fluttur frá Kasthvammi s.l. haust. Sá hrútur var búinn að vera undir sama þaki og þrír aðrir hrútar bóndans, þó hafði ekki nema einn hrúturinn komið í sama hús og etið úr sama garða og Kasthvammshrútur- inn og það aðeins yfir eina nótt. Það fréttist um grun um mæðiveikl í Ár- hvammi rétt eftir að hrúturirm kom i Breiðumýri og var þá höfð varúð með þennan hrút. Jón Ferdinandsson skoðáði lungun úr þessum hrút og taldi þau heilbrigð (ekki með einkenn- um mæðiveiki). Ákveðið er nu að slátra hrútum bóndans (Haralds Stef- ánssonar) eftir fengitíma í vetur. Er það gert til öryggis, ef mæðiveiki skyldi hafa leynzt í þessum hrút. Auk þessa slapp ein ær frá bóndan- um á Brettingsstöðum á sauðburði í vor, og gekk vestan Laxár í sumar. Þessari á var slátrað (eða svo var ákveðið, reyndar hefi ég ekki haft spurnir af því, hvort það hefir verið framkvæmt), en þessi ær mun hafa verið rekin 1 fjárréttir í haust með öðru fé austan Laxár." Þessi skýrsla oddvitans bregð- ur mjög sterku ljósi yfir það, hvílíkur ómerkingur Bragi Sig- urjónsson er í þessu máli. Enn- { fremur gefur hún þeim, sem, þekkja gang mæðiveikinnar,: upplýsingar, er munu nægja til ^ þess, að þeir sjái, að veikin hefir , haft mörg tækifæri til útbreiðslu innsveitis. Þá er að athuga, hvort það muni vera „áhættulaust öðrum,: vegna öruggra girðinga," eins og Bragi kemst að orði, að sjúkt fé sé í Reykdælahreppi. Fjárskiptasvæði þetta er 1 miðju héraði. Ósjúkt fé, fengið með fjárskiptum, er á alla vegu. Fimm þjóðvegahlið — auk nokkurra annarra hliða — eru á þessu hólfi. Hliðafjöldinn veikir mjög öryggið. Auk þess eru girð- ingar aldrei fullkomlega örugg varsla, einkum í þéttbýlu snjóa- héraði, þar sem fé er rekið til beitar. Varnirnar hafa hvað eftir annað bilað þarna, þótt enn sé ekki vitað, að útbreiðsluslys hafi af hlotizt. Haustið 1946 komu t. d. fyrir í haustsmölun í hólfinu tvær ær úr Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, en þar var mæðiveiki. Ánum var lógað, töldust ekki með mæðiveiki, en lungun voru „ekki falleg,“ segir oddvitinn í skýrslu sinni. í vor sem leið fóru kindur úr hólfinu, yfir girðingarnar á snjó, suður í Bárðardal. Fé það, sem þessar kindur komu saman við, náðist. Var það sett í einangrun og verður eytt í haust. Snemma í sumar sluppu tvö lömb úr hólfinu i gegn um girðingu á Hólasandi, og hittu þar kindur úr Mývatnssveit. Þetta fé náðist og var lógað. Við svona öryggisleysi er ekk- ert vit að búa, þegar hægt er að komast hjá því með hlutfalls- lega léttu móti. Bragi veit ekkert um hvað hann er að tala. Líking hans um læknisað- gerðirnar á alls ekki við frekar en flest annað, sem hann segir í greininni. Gereyðing hins sjúka og grunaða fjár í Reykdælahreppi er ekki eins og að taka af hand- legg, svo sem hann telur. Handleggur vex ekki aftur, sé hann afskorinn. En nýtt fé verður alið upp í stað þess, sem lógað verður. Fjárskiptin í Reykjadal eru sóttvarnarráðstöfun. Kostnaður við þau er smámunir í saman- burði við þau verðmæti, sem verið er að verja. Þetta er mönnum hér nyrðra almennt ljóst. Sýslunefnd Suður-Þingg- eyjarsýslu samþykkti í vor sem leið yfirlýsingu um, að alger fjárskipti í Reykdælahreppi væru héraðsnauðsyn. Allir sýslunefndarmennirnir litu þannig á málið, nema sýslu- nefndarmaður Reykdæla, — og þótt hann mælti á móti tillög- unni, sat hann hjá við atkvæða- greiðsluna um hana. Hvaða gildi hefir á móti áliti þessara ábyrgu fulltrúa héraðs- ins, tal ókunnugs manns? En það hefi ég hér að framan sann- að, að Bragi Sigurjónssoner. Ef ríkisvaldið léti ekki á næsta hausti fram fara alger fjár- skipti í Reykdælahreppi, þá væri það alveg óforsvaranleg óvarkárni í verndun þeirra fjár- muna, sem ríkið er búið að verja til fjárskipta á svæðinu frá Jökulsá á Fjöllluml og vestur í Eyjafjörð, — varðveizlu þeirra dýrmætu búskilyrða, sem þar voru töpuð, en hafa verið end- urheimt með nýjum, ósjúkum búfjárstofni. Bragi Sigurjónsson hefði ekki átt að tala í þessu máli. Það er honum til vansæmdar áð vaða inn á svið, sem hann þekkir ekki, látast vera þar kunnugur og bera svívirðingar á menn að ósekju. Hann segir, að ég muni hafa fengið Sæmund Friðriks- son, framkvæmdastjóra sauð- fjársjúkdómanefndar til þess „að ógna Reykdælum," og þess vegna muni hafa fengizt við atkvæðagreiðslu þar, meirihluti með fjárskiptum, þótt eigi væri nægijegur til þess að fullnægja lögum. Um þetta er það að segja, að (FramhalfL ó 4. sióu) íslenzkar stúlkur og amerískir hermenn Eftirfarandi grein birtist í ameríska tímaritinu „Magazine Bigest“. Á hún að vera skrifuð af amerískum hermanni, sem dvaldi hér á landi á stríðsárunum. Hann lætur þó ekki nafns síns getið. Ekki er þó því að heilsa, að greinin flytji algerlega trúan fróðleik um landið og sambúð hersins og fslendinga, og ekki er heldur víst, að ungu stúlkunum þyki lýsingin með öllu sönn eða réttmæt, en það er þó sjálfsagt fyrir þær að lesa grein- ina. Það er stundum gaman að horfa á sjálfan si{* með annarra augum. — Greinin er ofurlítið stytt 1 þýðingunni. Hugsið yður tuttugu þúsund fallegar, ljóshærðar stúlkur. — Hugsið yður enn fremur tuttugu þúsund ameríska hermenn, sjómenn og flugmenn, sem eru þarna fjarri heimalandi sínu. Hvað skeður svo? .... Ég veit hvað yður dettur í hug, en yður skjátlast algerlega. Svarið er þetta, haft orðrétt eftir am- erískum hermanni, sem dvaldi á íslanöi: Það skeður alls ekki neitt, pabbi. Það skeður hreint ekki n&jtt. Nú þegar amerisku hermenn- irnir hafa yfirgefið ísland, er hægt að tala hreinskilnislega um þetta. Það hefir verið minna um „ástand“ á hinu vinsamlega íslandi öll þessi sex ár, sem Vesturveldin hafa haft setulið þar, heldur en á hinum fáu mánuðum, sem þau hafa haft hersetu 1 hinum fjandsamlegu ríkjum, Þýzkalandi og Japan. Flestir hinna amerísku her- manna fara heim frá íslandi án stríðsbrúða og án kynsjúkdóma, en margir veiklaðir á taugum vegna þess kaldlyndis, sem þeir hafa mætt hjá íslenzku stúlk- unum. Enginn hermaður féll fyrir óvinakúlum á íslandi, en þó var tala þeirra, sem dóu þar, álíka há og á mörgum þeim stöðum, þar sem hernaðaraðgerðir fóru fram. Alec De Montmorency, liðsforingi, sem dvaldi alllengi á íslandi, sagði nýlega í grein í Milwaukee Journal: „Hernað- aryfirvöldin hafa ekki gert heyrinkunnugt, hve mörg til- felli af taugaveiklun hafa kom- ið fram meðal hermannanna á íslandi, en það er þó staðreynd, að þau voru svo mörg, að talið var nauðsynlegt að skipta um hermenn þar með skömmu millibili." amerískur liðsforingi, sem var að bjóða íslenzkum stúlkum á dansleik. En það kom fyrir ekki. Að lokum var reynt að bjóða þeim að koma með unnusta sína á dansV-sikina „aðeins ef þið Þessi mynd birtist me5 gieininni, svo sem til frekari skýringar. — Ástsjúkur hermaður, sem kom frá íslandi, sagði: „Okkur var sagt, að, við ættum að fara til vígstöðva Bandamanna í At- lantshafi, en við sáum engar vígstöðvar, og gátum ekki náð vináttu- fólksins." Rauði Kross- inn, og fjöldi félaga bauð upp á ókeypis skemmtanir, en það varð allt saman tilgangslaust. „Þið megið koma með alla fjölskyldu ykkar með ykkur, ef þið aðeins viljið koma,“ sagði viljið koma og dansa við okkur.“ En þetta boð kom ekki heldur að neinu haldi. Ef íslenzk stúlka sást með amerískum hermanni á götu, var hún ekki aðeins fyr- irlitin af fjölskyldu sinni, held- ur sýndi og allur almenningur henni vanþóknun sína. Amerisku hermennjrnir gátu ekki skilið ástæðuna til þessa kuldalega viðmóts. Þeir sáu það með eigin augum, að það voru fleiri konur en karlmenn á ís-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.