Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 4
DAGSKRA er bezta Islenzka tlmaritih am þjóðfélagsmál 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargótu. Sími 6066 29. ÁGtiST 1947 156. blað Hver var að tala . . . (Framhald, af 2. síBu) ég er þess að sjálfsögðu alls ekki umkominn að fá hinn þrek- lundaða og hófsama mann, Sæ- mund Friðriksson, til þvílíkra viðvika, enda eru það ósannindi, að hann hafi farið með „ógnan- ir“ á hendur Reykdælum. Ég var á fundi þeim, er hann hélt í Reykjadal, og get borið um þetta. Hver þekkir Sæmund Friðriksson að slíku? Hvernig ætli Bragi Sigurjóns- son færi að því að sanna, að ég muni hafa fengið Sæmund Friðriksson til þess að gera það, sem hann ekki gerði? Eða sanna það, að meirihluti þeirra fjáreigenda í Reykdælahreppi, ■sem atkvæði greiddu, hafi verið með fjárskiptum af ótta við „ógnun“, sem þeir höfðu ekki orðið fyrir? Þarna slagar hann upp í manninn, sem varð frægur fyrir það hér um árið, að skrifa ill- kvittinn dóm um útvarpserindi, sem aldrei var flutt og hann hafði hvorki heyrt né séð.. Ég varð hissa, þegar ég las fyrirsögnina að grein Braga Sigurjónssonar, og undrunin entist mér til greinarloka. „Drepum, drepum“. Hvað þarf til að smekkvís maður skrifi niður svona fyrirsögn um leið og hann hugsar til fólks í átt- högutn sínum? Fljótfærni? En ef hann semur grein undir við- lagi fyrirsagnarinnar, leggur greinina í póst, biður flokks- blað sitt fyrir hana, — hvað þarf til þess? Flestir íslendingar, sem flutt- ir eru úr æskubyggð, hugsa oft heim „á fornar slóðir" og reyna af samúð og skilningi að fylgj- ast með því, sem þar gerist, en rjúka ekki upp með þjösnalega íhlutun og fúkyrtar umsagnii* á opinberum vettvangi. Vinar- hugur þeirra til æskustöðvanna og fólksins þar, leggur þeim venjulega drengileg orð á tungu og siðleg í þessu sambandi. Stundum rétta þeir nærgætn- ar hjálparhendur „heim“. Þessi ræktarsemi fegrar þjóð- lífið að miklum mun. Braga Sigurjónssyni hefir að þessu sinni orðið hið gagn- stæða á. Hann hefir tyllt sér á bekkinn hjá undantekningun- um, þar sem fyrir eru sem að- almenn nokkrir misheppnaðir „pólitíkusar" kaupstaðanna. Þykist ég þó viss um, að hann sé velviljaður maður í eðli sínu. Hvaða gjömingum hefir þá maðurinn orðið fyrir? Svarið má lesa út úr greininni beint og óbeint. Leggi einhver óeðlilega mikla áherzlu á aukaatriði, er honum það atriði venjulega aðalatriði i raun og veru. Bragi hamrar á þvl, sem ekk- ert kemur umræðuefninu við, að við Júlíus Havsteen sýslu- maður, viljum knýja fram fjár- skipti í Reykjadal, til þess að afla okkur kjörfylgis við næstu kosningar til alþingis, þótt við gerum ekki annað í fjárskipta- málinu en að ganga þeirra er- inda, sem okkur hafa verið fal- in í héraði. Þetta gefur innsýn í huga hans, og ástæðu til að álykta, að frumhlaup hans stafi af framboðspólitík. Hann var frambjóðandi í Suð- ur-Þingeyjarsýslu við síðustu kosningar til alþingis. Hann vill leggja saman nytjar. Þess vegna kveður hann sér hljóðs í þessu þýðingarmikla máli héraðsbúa. En honum verð- ur það á, eins og oft vill verða með þá, sem vita sig frambjóð- endur aðeins að nafni til, að hann leggur ekki á sig erfiði grandskoðunarinnar, en lætur sér nægja að nota stór orð og vera á móti hinum. Hinn viðsjáli fugl, framboðs- pólitíkin, hefir setið á þakburst- inni hjá Braga Sigurjónssyni meðan hann skrifaði kveðjuna „heim í gamla hópinn sinn“, og truflað með raddhljóðum sínum bæði hjarta hans og heila. Það verður hans helzta af- sökun, ef afsökun mætti kalla. Erlent yfirlit. (Framhald af 1. síðu) þörfinni. FAO þyrfti því að fá viðtæJít vald til að koma skip- lagi á matvæladreifinguna í heiminum. Að öðrum kosti myndi starf sameinuðu þjóð- anna á þessu sviði fíkki verða annað en að gefa fólkinu „hag- skýrslur í staðinn fyrir brauð“. Rússland utan FAO. Þaþ stendur mjög í vegi þess, að verulegur árangur geti náðst af störfum FAO, að Rússland hefir ekki viljað gerast aðili í þejssium samtökum. Hin stór- veldin eru treg til að leggja hömþir á framleiðslu sína og takast á hendur erfiðar skuld- bindingar, ef Rússland er utan við, þar sem það er eitt helzta matvælaframleiðsluland heims- ins. Þess er því vænst, að Rúss- ar stuðli ekki að viðhaldi hins geigvænlega matvælaskorts í heiminum með þessari einangr- un sjnni. Laiulbiiiiaðarráð- herra gerir ráð- stafanir . . . (Framhald af 1. síBu) er samninganefndin beðin að sjá um að framangreint sjldar- mjölsmagn verði til ráðstöfun- ar in/ianlands og allt þetta síld- armjöl sé ógallað I. flokks vara“. Þörfin fyrir erlenda fóður- bætinn. í svari Búnaðarfélags íslands varðandi þörfina fyrir erlendan fóðurbæti, degsettu 21. þ. m., er þaJZ m. a. upplýst, að meðal- innflutningur fóðurbætis tvö seinustu árin hafi verið 13.500 smál. Síðan segir í svarinu: „Vér teljum að þessar 13.500 smál. fóðurbætis sé aðeins venjulegur innflutningur, mið- að við áð heyskapur hafi geng- ið í meðallagi eða betur. Skal í þessu sambandi bent á, að sum- arið 1946 var heyskapartíð sér- legá hagstæð um land allt. Sumarið 1945 var í fullu meðal- lagi hvað veðurfar snerti. En það eru þessi ár sem fóðurbæt- isþörfin hér að framan er mið- uð við. Vér teljum, að vegha lítilla og skemmdra heyja í héruðum, sem hafa um 15.000 mjólkurkýr, verði að ætla hverri kú 500 kg. aukaskammt af erlendum fóð- urbæti til viðbótar venjulegum innflutningi. Fóðurbætisþörfin næsta vet- ur verður samkvæmt þessu um 18.000 smál. af erlendum korn- tegundum (maís kurluðum mjölklíð og rúgmjöl). Þá viljum vér benda á það, sem áður hefir verið framtekið, að þegar hey hrekst eins og í sumar, þá tapast steinefnin (söltin) sérstaklega mikið og verður þess vegna steinefna- vöntun mjög áberandi við fóðr- unina. Hin síðustu ár hefir verið reynt hérlendis fóðursalt frá Svíþjóð, sem hefir reynst sér- staklega vel. Það mun láta nærri að ætla hverri kú 1 kg. af fóðursalti, en þar sem bú- fjáreigendur hafa ekki enn al- mennt tekið upp notkun fóður- salts, mun vera nægilegt að flytja inn 10 smál. af fóður- salti til notkunar næsta vetur. Búnaðarfélag íslands leyfir sér, samkvæmt þeim upplýsing- um, sem hér hafa verið gefnar, að vænta þess, að hið háa ráðu- neyti stuðli að því, að nægileg- ur fóðurbætir fáist fluttur til landsins á komandi vetri. Þá viljum vér benda á það, að hin mesta nauðsyn er, að bændur fái sem allra fyrst vitneskju um hvers þeir mega vænta í þessum efnum.“ í samræmi við þetta skrifaði landbúnaðarráöuneytið við- skiptamálaráðuneytinu svo- hljóðandi bréf, dagsett 23. þ. m.: „Ráðuneytið sendir viðskipta- málaráðuneytinu hérmeð afrit af bréfi Búnaðarféalgs íslands, dags. 21. þ. m. um fóðurbætis- þörf fyrir búfé næsta vetur. Jafnframt vill ráðuneytið óska þes\ að viðskiptamálaráðu- ntoið geri nú þegar nauðsyn- legar ráðstafanir til að 18.000 smál. af erlendum korntegund- um, kurluðum maís, mjölklíði og rúgmjöli, verði fluttar til landsins á komandi vetri og ber brýna nauðsyn til að helmingur þessa fóðurbætis verði fluttur inn í september- og október- mánuði.“ Það verður að teljast sjálf- sagt, að þeir aðilar, sem land- búnaðarráðþerra hefir snúið sér til, samninganefnd utanríkis- viðskipta og viðskiptamála- ráðr<ieytiði, verði þegar við til- mælum hans og geri ítrustu ráð- stafanir til að þessi mál fái eins greiða afgreiðslu og framast er unnt. Skipasmíðastöð Laiidssmiðjuimai* . . . (Framhald af 1. síðu) sbipasmíðum Landssmiðjunnar að undanförnu er ekki heldur neitt hvetjandi til áframhald- andi starfrækslu. Hinsvegar kann vel mega taka þessa starf- rækslu upp síðar, þegar verðlag er komið hér í svipað horf og annars staðar, enda hefir stöð- in ekki verið leigð, nema til skamms tíma. Þjóðviijinn ræðst allheiptar- lega á þessa ráðstöfun síðastl. fimmtudag. Og telur hann „einn þáttinn í skipulagningu at- vinnuleysisins", sem núv. ríkis- stjórn sé að vinna að. Hér skal ekki lagður dómur á það, hvort skipasmíðarnar myndu skapa meiri atvinnu en saltfiskverk- unin, en sennilega er sú full- yrðing Þjóðviljans ekki á mikilli athugun byggð. En fróðlegt væri, ef Þjóðviljinn héldi þess- um skrifum áfram, að hann birti útreikninga um, hve hag- kvæmar og arðvænlegar skipa- smíðar Landssmiðjunnar að til- hlutun Áka hefðu reynzt. Geri hann það ekki munu kröfur hans um áframhaldandi rekst- ur skipasmíðastöðvarinnar ekki teknar öðruvísi en marklaust slúður óábyrgrar stjórnarand- stöðu. Þriðji liver farþcgi . . (Framhald af 1. síðu) hverju rúmi að og frá landinu fram á vetur. Mörg erlend félög nota Kefla- víkurflugvöllinn. Er reynzla þeirra sú, að það borgi sig að minnsta kosti eins vel að fljúga um íslands á norðlægum leiðum milli borga í Evrópu og Norð- ur-Ameríku, eins og á þeim .,rútum“, sem hingað til hafa verið taldar beztar yfir heims- höfin. yffinnumit íluidar vorrar i/iJ iandiJ. ^JdeitiJ d cJdandgrœhiluijóh. ddlrifito^a ^JdlapparilUf 29. Segir Vinnuveitenda- félagið upp samning- um við Dagsbrún? Stjórn Vinnuveitendafélags íslands samþykkti á fundi sín- um í fyrradag að veita fram- kvæmdanefnd félagsins heim- ild til þess að segja upp gild- ! andi samningi við Verkamanna- j félagið Dagsbrún í Reykjavík, en samningi þeim má segja upp ! þannig, að hann falli úr gildi 15. október n. k. Hnattflugsmennirnir fóru til Belfast Hnattflugsmennirnir fóru héðan í fyrrakvöld og ætluðu til Prestwick. En vegna slæmra veðurskilyrða fóru þeir til Bel- fast í írlandi og komu þangað í gærmorgun. Bókbindarar segja ekki upp samningum Trúnaðarmannaráð Bókbinö- arafélags Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum síðastl. þriðjudagskvöld að segja ekki upp gildandi kaupsamningi og féllst á, að gamli samningurinn verði framlengdur um eitt ár frá okt. að telja. Búóings dufi Romm Vanille Sítrónn Appelsín Súkkulaðl Menningar- og minn-| ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- tns geyma um aldur og ævi nöfn ýatnla Síc flifja Síi | Þeir | voru fórnfásir. Z (They Were Expendable). | Stórfengleg og spennandi ame- : í rísk kvikmynd frá styrjöldinnl : | á Kyrrahafi. í Robert Montgomery, ;í John Wayne, ;Z Donna Reed. | Sýnd kl. 5 og 9. | Bönnuð yngri en 14 ára. (við Skálagötu) Tvíkvænis- maðurinn. : Gamanmynd eftir frægri sam- ;i ; nefndri sögu eftir H. C. LE- í : wis. i ; Aðalhlutv.: ;; Joan Blondell, Phil Silvers, ;! Anne Revere. i : Sýnd kl. 5, 7 og 9. ;í Iripcli-Síc 7'jarnatbíc SÉRA HALL (Pastor HaU). Ensk stórmynd, byggð eftir : í ævi þýzka prestsins Martin Nie- ' möllers. i: Aðalhlutv.: i Nova Pilbean, í Sir Seymour Hicks, Wilfred Larson, Marius Coring. | Sýnd kl. 9. ? Bönnuð yngri en 16 ára. : Sími 1182. Hollywood | Canteen. | : Skrautleg amerisk músik- :í : mynd. ?: ; Sýnd kl. 5 og 9. ;í of this Clean, Family Newspaper The Christian Science Monitor ‘ Free from crime and sensatíonal news , . . Free from political bias . . . Free from "special interest” control . . . Free to tell you the truth about world events. Its own world-wide staff of corre* spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you and your family. Each issue filied with unique self-help features. to clip and keep. I The Chrlstian Scicnce Pubiishlng: Society One, Norway Street, Boston 15, Mass. Name..................................... Street.. □ Please send sample of The Cbristtan Science Monitor. City.. PB-3 □ Plcase send a one-month ) ___ ___ trial subscription. I en- j ------------,1 closc $í mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóðarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást I Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — ’Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á-Blönduósi: hjá Þuríði Sæmundsen. Brunabótafélag íslands vátrygglr allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsi (síml 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru I hverjum hreppi og kaupstað. Orðsending frá Félagi vefnaðarvörukaupmanna í Reykjavík Á almciiimm félagsfimdi, er haldiim var 27. ágúst 1947, var g’erð svofelld samþykkt: „Vegna ástands þess, sem nú ríkir I verðlag’s- og iuu- flutningsmálum, sjá meðlimir Félags vefnaðarvöru- kaupmanna sér ekki fært að halda á f r a m lánsvið- skiptum. Framvegis verða þvi vörur aðeins seldpr gegn stað- greiðslu í sölubáðum voruni“. Félag vefnaðarvörukaupmanna í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.