Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 1
RirsTJÓRl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKXTRINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMBÐJAN EDDA hJ. r „ITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A { Sjmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ' EDDUHÚSI, Lindargötu 9A í Siml 2331 31. árg. Reykjavík, miðvikudagiim 3. sept. 1947 159. blað Merkilegar ályktanir aðalfundar Skógræktarfélags islands Reyuslaix sýisir, að hér getui* auðveldlega þrifist Iiarrskógur til gagnviðar Affalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn aff Brúarlundi í Vaglaskógi dagana 30.—31. ágúst. Mættir voru á fundinum 37 fulltrúar frá 11 héraffsskógræktarfélögum, auk skógræktarstjóra, félagsstjórnar og nokkurra gesta, er sérstaklega hafði veriff boffiff á fundinn. Aff afloknum umræffum, voru afgreiddar tillögur frá félagsstjórninni og ýmsum fundarmönnum, og fara þær hér á eftir. Um framtíffarstarfsemi skógræktarinnar. Félagsstjórnin bar fram eftir- fararí*i ályktun, er samþykkt var í einu hljóði: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands haldinn að Brúar- lundi í Vaglaskógi dagana 30.— 31. ágúst 1947, lítur svo á að innlend reynsla og athuganir skógræktarstjóra á vaxtarskil- yrðum skóga í nyrztu skógar- héruðum austan hafs og vestan, sanni, að hér geti þrifist barr- skógur til gagnviðar. Fundurinn beinir því ein- dregið til þings og stjórnar, svo og til almennings í landinu, að lögð verði hin mesta áherzla á að hraða skógrækt í landinu sem mest má verða, svo komizt geti upp hér á landi sem fyrst barrskógur, er gefi af sér gagn- við. Til þess að þessu marki verði náð, sem hraðast og öruggleg- ast, telur fundurinn að stefnan í skógræktarmálunum eigi í að- alatriðum að vera sem hér segir: 1. Friðaðir verði sem fyrst þeir birkiskógar eða skógarleyfar, sem enn eru ófriðaðir og hent- ugir eru til skjóls fyrir barr-1 skóga. 2. Ríkið hafi með höndum tilraunastarfsemi skógræktar- innar, fræöflun, sáningu og uppeldi trjáplantna af hentug- ustu tegundum, og lögð verði hin mesta áherzla á, að í skóg- ræktarstöðvum ríkisins verði jafnan til, nægilega mikið af trjáplöntum til að fullnægja eftirspurn og séu trjáplönt- urnar seldar ungar, við svo vægu verði að engum sé ofvaxið, ERLENDAR FRÉTTIR Úrslit þingkosninganna í Ung- verjalandi urðu þau, að stjórn- arflokkarnir fengu rúm 60% atkvæðanna. Kommúnistar fengu flest atkvæði eða um 23%. Næstur var kaþólski lýð- ræðisflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu. Fékk hann 18% atkvæðanna. Smábænda- flokkurinn, sem klofnaði. í vor, fékk 17%, og jafnaðarmenn 14%. Þessir flokkar standa báðir að stjórninni. Mikil brögð eru sögð að því, að menn hafi neitt atkvæðis margsinnis og hafi kommúnistar einkum gert það. Hins vegar segja erlendir fréttamenn, að kosningarnar hafi verið leynilegar. Miklar óeirffir eru nú í Kal- kutta. Gandhi er byrjaður að fasta og segist ætla að svelta sig ' í hel, ef óeirðirnar hætti ekki. Slík ákvörðun Gandhis hefir áður borið góðan árangur í Kalkutta. Tsaldaris hefir myndað hreina konungssinnastjórn í Grikk- landi. Það var rangt, að Maxi- mos hefði myndað nýja stjórn. Stjórn Tsaldaris er sögð völt í sessi. McArthur hefir haldið ræðu og kvatt til þess, að Japanir fengju væga friðarsamninga. Það myndi treysta lýðræði þar bezt í sessi. er áhuga hefir fyrir skógrækt, að kaupa trjáplöntur svo hundr- uðum eða þúsundum skiptL 3. Héraðsskógræktarfélögin hafi með höndum, eftir því, sem við verður komið, gróðursetn- ingu trjáplantna, jafnt birki- plantna og annarra tegunda, sem hentugar eru til skjólgróð- urs og íegurðarauka, sem barr- plantna, en starfsm*enn skóg- ræktar ríkisins annist hvers- konar leiðbeiningar um allt, er að skógrækt eða trjárækt lvtur. 4. Lögð verði áherzla á að koma upp nytjaskógum, eða skógarreitum við sem flesta bæi (bæjarskógum), þar sem birkið verði notað til skjóls fyr- ir barrviðinn, með það fyrir augum, að sem flestar bújarðir á landinu geti í framtíðinni notið skógarhlunninda. Ein- staklingar verði styrktir til þess?„ra framkvæmdá, meðal annars með því, að ríkissjóður taki þátt í girðingarkostnaði. Dr. Helgi Tómasson flutti við- aukatillögu við ályktun þessa, er einnig var samþykkt með einu mótatkvæði: Var hún þess efnis að greitt yrði fyrir innflutningi á barrplöntum á næstu árum. Skógræktin og uppeldismálaþingiff. Félagsstjórnin bar fram eft- irfarandi tillögu, er samþykkt var með samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands 1947, lýsir ánægju sinni yfir samþykkt þeirri, er síðasta uppeldismálaþing gerði viðvíksjandi skógræktarmálum og þátttöku skólanna í því starfi. Jafnframt felur fundurinn stjórn Skógræktarfélags íslands, að beita sér fyrir því, að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fræðslulögunum, til þess að leiðbeinmgar í trjárækt verði lögboðinn þáttur 1 uppfræðslu æskulýðsins. Ennfremur að gerður verði nauðsynlegur undirbúningur til þess, að hin lögboðna fræðsla geti komið að sem beztu gagni, t. d. með því að gefa út hent- ugar leiðbeiningar við fræðsl- una.“ Skógræktarfélögin og skógrækt ríkisins. Skógræktarstjóri bar fram svohljóðandi tillögu, er sam- þykkt var með samhljóða at- kvæðum: „Aðallfundur Skógræktarfé- lags íslands 1947, beinir þeim tilmælum til félagsstjórnarinn- ar, að hún fyrir næsta aðalfund geri tillögur um það, hvernig samstarfi verði bezt hagað í framtíðinni milli skógræktar ríkisins og héraðsskógræktar- félaganna, og hvernig starf félag/inna verði sem bezt sam- ræmt innbyrðis.“ Landgræffslusjóffur og sala setuliffseigna. Skógræktarstjóri bar fram eftirfarandi tillögu, er sam- þykkt var með samhljóða, at- kvæðum: „Aðalfundur Skógræktarfé- (Framhald á 4. slOu) Vonlausar afsakanir hinna seku: Morgunbl. reynir að kenna síldinni um hina gengdarlausu gjaldeyriseyðslu -------------------------------* MISHEPPNUÐ FLÓTTATILRAUN Fyrir nokkru síðan var sagt frá því, að allir helztu foringjar rúmenska bændaflokksins hefðu verið fangelsaðir. Þeir höfðu fregnir af því nokkru áður, að fangelsun þeirra stæði fyrir dyrum og ákváðu því að reyna að komast úr landi loftleiðis. Tvær flugvélar höfðu verið fengnar til ferðar- innar, en á seinustu stundu frétti lögreglan um flóttatilraunina og voru flóttamennirnir handsamaðir þegar þeir voru að stíga upp í flugvélina. Myndin, sem hér fylgir, var tekin af nokkrum þeirra, rétt eftir að þeir höfðu verið stöðvaðir. Togararnir seldu ísfisk í Bret- landi fyrir 3,7 milj. kr. sl. mán. 4ðeiiis lielmingiii* þelrrar upphæðar lireinar gjalcleyristekjur í síffastl. mánuffi fóru íslenzkir togarar 22 söluferðir til Bret- iands og seldu ísfisk fyrir samtals 3.7 milj. kr. Ekki munu þó hreinar gjaldeyristekjur af þessum söluferðum hafa orðiff nema um 2 milj. kr., því að hitt fór til kaupa á eldsneyti, í tryggingar- gjöld og annan útgerffarkostnaff, sem er greiddur í erlendum gjaldeyri. Einn togarinn, Kaldbakur, fór tvær söluferffir í mán- uffinum. Stöövast skip Eimskip 1. nóv.? Síffastliffinn laugardag sagði Sjómannafélag Reykjavíkur upp samningum við Eimskip fyrir hönd sjómanna og kynd- ara frá 1. nóvember að telja. Þegar stjórn Eimskips hafði fengið samningsuppsögn þessa, sagði hún upp samningum við stýrimenn, vélstjóra, matsveina og veitingaþjóna frá sama tíma og uppsögn Sjómannafélagsins kvað á um. — Samningi við loftskeytamenn var sagt upp frá 1. febrúar, en samningur við þá leyfði ekki uppsögn fyrr. Sundmenn fara utan Það er nú ákveðið, að þrír íslenzkir sundmenn taki þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi, .sem haldið verður í Monaco dagana 10.—15. september. Þess- ir menn verða þeir Ari Guð- Hér fer á eftir yfirlit um afla- sölurnar: Viðey í Grimsby 2913 kits fyr- ir 5472 stpd. Kaldbakur í Fleet- wood 4540 kits fyrir 9773 stpd. Egill rauði í Grimsby 2503 kits fyrir 7439 stpd. Jupiter i Hull 3235 kits fyrir 4212 stpd. Ing- ólfur Arnarson í Fleetwood 4962 kits fyrir 7301 stpd. Egill Skallagrímsson í Grimsby 3488 kits fyrir 9609 stpd. Haukanes í Fleetwood 1800 kits fyrir 6504 stpd. Gylfi í Hull 3978 kits fyrir 3539 stpd. Forseti í Fleetwood 2699 kits fyrir 5471 stpd. Júní í Fleetwood 2365 kits fyrir 5111 stpd. Baldur í Fleetwood 2866 kits fyrir 3207 stpd. Skallagrím- ur í Fleetwood 4103 kits fyrir 4428 stpd. Þórólfur í Grimsby 2883 kits fyrir 6624 stpd. Helga- fell (nýja) í Grimsby 3466 kits fyrir 7555 stpd. Kári í Hull 3113 kits fyrir 4831 stpd. Maí í Aber- denn 2520 kits fyrir 4500 stpd. Vörður í Fleetwood 4331 kits fyrir 4903 stpd. Venus í Grimsby 3288 kits fyrir 9647 stpd. Óli Garða í Fleetwood 2332 kits fyrir 6980 stpd. Skutull í Fleetwood 1598 kits fyrir 4853 stpd. Kald- bakur í Grimsby 3776 kits fyrir 11184 stpd. Bjarni Ólafsson í Hull 3167 kits fyrir 9087 stpd. mundsson, Sigurður Jónsson og Sigurður Jónsson, Þingeyingur. Fararstjóri verður Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn. á seinustu árum Einar Olgeirsson býr til reifara, sem afhjnp- ar enn betur sekt hans og flokksbræðra hans Daglega verffa nú gjaldeyrisyfirvöldin að neita um leyfi til innflutnings á nauffsynlegustu tækjum til framleiffslunnar, auk þess sem dregiff er úr öllum innflutningi neyzluvara eins og fram- ast er kostur. Ungum mönnum er neitaff um gjaldeyri til nauffsyn- legustu námsferffa og íþróttamenn, sem bera hróffur þjóffarinnar víffs vegar, komast viff illan leik á erlend íþróttamót. Allt eru þetta afleiffingar þeirrar gegndarlausu óstjórnar á gjaldeyris- málunum, sem var ein afleiðingin af fjármálastefnu fyrrv. ríkis- stjórnar. Þeir menn, sem bera megin- ábyrgð á þessari óstjórn eru að vonum farnir að finna til þess, að syndabagginn er þungur. í forustugrein Mbl. í gær er því reynt að færa fram þá afsökun, að gjaldeyrisskorturinn stafi af því að síldin hafi brugðizt. Og ekki stjórni þeir Ólafur Thors og Pétur Magnússon göngu síldarinnar! Það er alveg rétt, að Ólafur og Pétur stjórna ekki göngu síldarinnar. En þeir hafa sts'órn- að öðru og hefðu þeir stjórnað því vel, hefði ekki orðið hér neinn gjaldeyrisskortur, þrátt fyrir síldarleysið. Um það vitna eftirfarandi tölur: Þann 1. nóv. 1944, þegar stjórn Ólr*fs Thors kom til valda, námu gjaldeyrisinneignir bank- anna erlendis 575 milj. kr. Þann tíma, sem stjórnin sat að völd- um (1. nóv. 1944—1. febr. 1947) námu gjaldeyristekjurnar 718.7 milj. kr. AlLs hafði stjórnin því til umráða 1293.7 milj. kr. af er- lendum gjaldeyri þann tíma, sem hún sat að völdum. Þegar stjórnin lét af völdum (1. febr. 1947), námu erlendar inneign- ir bankanna 192.5 milj. kr., þar af 126 milj. kr. á nýbyg/;inga- reikningi. Stjórnin hafði því þannig eytt 1100 milj. kr. full- komlega, en jafnframt námu ónotuð leyfi, þegar hún hrökkl- aðist frá, mun hærri upphæð en gjaldeyrisinnstæður bankanna þá. Raunverulega hafði þvi stjórnin eytt öllum þeim 1300 milj. kr., sem hún hafði handa á milli, og meiru til. Og aðeins fjórði hluti þessarar upphæðar hafði farið til kaupa á nýsköp- unarvörum, hitt hefir allt farið til venjulegrar eyðslu. Það er þessi gífurlega eyðsla og óstjórn, sem fyrst og fremst veldur gj aldeyrisskortini/m í dag. Og það mun reynast Mbl. vonlaust verk að ætla að telja Jlesendum síhum trú um, að síldin hafi stjórnað þessari gegndarlausu gjaldeyriseyðslu, en Ólafur Thors og Pétur Magn- ússon hafi þar hvergi nálægt komið. Reifari Einars Olgeirssonar. Sá maður, sem er sízt minna sekur en Ólafur og Pétur i þess- um efnum, er Einar Olgeirsson. Hann finnur líka til sektarinn- ar og eyðir því heilli síðu í Þjóð- viljanum í gær til að afsaka sig og sinn flokk. Afsakanir hans eru engu gáfulegri né lík- legri til að bæta málstað hans en síldarhugleiðingar Mbl. eru líklegar til að bæta málstað Ól- afs og Péturs. Það er ein af fulllyrðingum Einars, að „ef Framsóknarflokk- urinn hefffi ráffið, hefffi ekkert fé verið lagt til hliðar“ til ný- sköpunarinnar svotöldu. Sjálfs sín vegna hafði Einar ekki átt að búa til þennan reifara, því að hann gefur tilefni til að rifja upp enn nánara forsögu Einars í þessum efnum. Þegar >byggingarráðslögin voru til meðferðar í þinginu, lögðu Framsóknarmenn til, að 450 milj. kr. af gjaldeyrisinneign bankanna yrðu færðar á ný- byggingarreikning í stað 300 milj. kr., eins og stjórnarflokk- arnir lögðu til. Þetta var fellt af stjórnarliðinu sameinuSu og greiddu allir þingmenn Sósíal- ista atkvæði gegn því, að 450 milj. kr. yrðu lagðar fyrir í stað 300 milj. kr., og þar á meðal Einar Olgeirsson sjálfur. Einar Olgeirsson er þannig staðinn að því að hafa upphaf- lega viljað leggja 150 milj. kr. minna á nýbyggingarre'ikning en Framsóknarmenn, auk þess, áam stöðvunarstefna í dýrtíðarmálunum hefði djegið stórlega úr gjaldeyriseyðslunni, ef henni hefði verið fyljít og þannig fengizt miklu meiri gjaldeyrir til nýsköpunarinnar. Það sýnir því fátt betur hinn óverjandi málístað Einars Ol- geirssonar en sá reifari hans, að Framsóknarmenn hafi ekki vilj- að verja neinum gjaldeyri til nýsköpunarframkvæmda. Viffskilnaffur fyrrv. stjórnar. Stjórn Ólafs, Péturs og Einars skildi þannig við, að hún hafði eytt 1300 milj. kr. af erlendum gjaldeyri á 27 mánuðum, en þjóðina vantar samt enn megn- ið af þeim tækjum, sem hún þarf til að koma atvinnuvegum sínum í nýtízku horf. Vegna gj a'l| eyrisskortsins, sem hlýzt af þessari gífurlegu eyðslu, mega allar verulegar nýsköpun- arframkvæmdir teljast stöðvað- ar. Og vegna hinnar gífurlegu dýrtíðar, sem magnaðist á sama tíma, vofir alger stöðvun yfir atvinnuvegum landsmanna og gjaldþrot yfir ríkissjóðnum. Slík er sú „nýsköpun", sem þessi stjórn skilur eftir. Þrátt fyrir þetta, er full von til þess, að þjóðin geti sigrast á erfiðleikuntyn og átt glæsi- lega framtíð, ef hún sýnir ráð- deild og manndóm. Eitt fyrsta skref hennar að því marki, er að láta ekki lengur glepjast af þessum ólánsmönnum, sem lof- uðu henni stórfelldustu fram- förum, en notuðu sér trúnað hennar til að sóa gjaldeyrinum og koma fjáihag hennar í það öngþveiti, sem raun ber nú bezt vitni um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.