Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, migvikudagiim 3. sept. 1947 159. blag Miðv.dagur 3. sept. „Fólkið vildi það” Þegar talað er við þá, sem fastast studdu fyrrverandi stjórn, og rætt um ástand og horfur um þjóðarhagi, eru þeir yfirleitt ekki bjartsýnari en aðr- ir menn. Þeir viðurkenna yfir- leitt staðreyndir líðandi dags. Þeir vita hvernig komið er og játa það. Nú er ekki hlegið að því sem fjarstæðu, þó að Framsóknar- menn segi að gengið hafi helzt til fljótt á gjaldeyriseign þjóð- arinnar. Enginn talar nú um bölsýni og hrunstefnuvæl, þó að talað sé um erfiðleika atvinnu- veganna og of hátt verðlag. Allir vita að þjóðin hefir lifað um efni fram. En eitt er það, sem einkennir fylgismenn fyrrverandi stjórnar. Þegar þeir játa mistök og gæfu- leysi þjóðarinnar og óstjórn lið- inna ára, er vana viðkvæðið hjá þeim: Að þessu gat enginn gert. Fólkið vildi það. Þar með ætla þeir að slá þvi föstu, að það hafi verið ómögu- legt að stjórna þessari þjóð og þessu landi af öllu meiri ráð- deild en gert var. Það er raunar satt, að fólkið vildi fá verðbólgu og dýrtíð og það vildi líka eyðslu og sukk. Menn heimtuðu hátt verð á því, sem þeir höfðu að láta, og síðan vildu þeir geta keypt fyrir pen- inga sína, bæði þarft og óþarft. Hér voru engin blind og utan- aðkomandi náttúruöfl að verki. Fólkið vildi þetta og fékk vilja sinn. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Hér fylgjast orsök og af- leiðing í föstum tengslum. Og það, að fólkið vildi þetta, á sér lika orsakir. Öll stríðsárin töluðu stjórn- málamennirnir við fólkið. Það hlustaði á þá og valdi sér for- ystumenn. Sé það ógæfa, hver fjármála- stefna varð ráðandi á íslandi, stafar sú ógæfa af því, hvaða menn fólkið hlustaði á og tók mest mark á. Það voru til menn, sem höfðu gert sér stjórnmál að atvinnu og lögðu þjóðinni lífsreglurnar. Þeir voru sumir reyndir stjórn- málamenn. Þar voru menn, sem höfðu setið í ríkisstjórn áður, farið víða um lönd til samninga- gerða og sótt ráðstefnur um fjármál og viðskiptamál og stjórnað stórfyrirtækj um og peningastofnunum. Ýmsir slíkir urðu sammála um að segja fólkinu, að verð- bólgan væri því til blessunar. Hún átti að vera auðjöfnun og gera alla ríkari. Og atvinnulíf- inu átti ekki að stafa nein hætta af þessari þróun. Enginn vissi hvort nokkurn tíma eða aldrei þyrfti að gera ráðstafanir til niðurfærslu, en ef þess skyldi einhverntíma þurfa með, væru nóg ráð til að taka, þegar með þyrfti. En fyrst i stað ættu allir að gleðjast og auðgast af verð- bólgu og dýrtíð. Er það nú nokkur furða, þó að alþýðufólki, sem ekki hefir neina sérstaka reynslu eða menntun i verðlagsmálum og fjárhagsfræðum, þætti ljúft að trúa þessu og treysta? Þetta voru huggunarrík orð og það var freistandi að fá miklu fleiri krónur í hendur á hverjum degi en áður var. Flestir munu kannast við þjóðsöguna um þann, sem gekk Daníel Ágústíimsson: Raforkumáliö Mcsta nmbótamál íslcnzkra byggða. AtviiiniimálarólSherra kefir sctt reglm* um cinkarafstöðvarlán. Undirbúningur málsins. Eitt mesta áhugamál þeirra,- sem byggja sveitir og kauptún landsins er að fá nægilega raf- orku til heimilsþarfa. Ástæðu- laust er að ræða nánar, hversu raforkan getur gjörbreytt hin- um daglegu störfum, bæði utan húss og innan og skapað betri og ánægjulegri lífsskilyrði. Sennilega er þar bezta vörnin gegn fólksfækkun byggðanna, og fyrir aukinni trú á mögu- leika þeirra. Og hvernig sem á fram hjá bóndanum í sláttar- byrjun og sagði: Hvíldu þig. Hvíld er góð, og kom svo aftur um haus£ið og sagði glottandi: Latur maður. Lítil hey. Þá þekkti bóndinn hann, þó að seint væri, og sá að illu heilli hafði hann fylgt ráðum freistarans. Stjórnmálamönnunum, sem gerðu verðbólgukenninguna að fagnaðarerindi þjóðarinnar, varð vel til manna. Þjóðin treysti þeim, hlustaði á þá og gegndi þeim. Og því fór sem fór. •Freistarinn í þjóðsögunni kvað upp dóm sinn að haust- nóttum með hlakkandi glotti. Fyrr um sumarið lézt hann gefa heilræði frá hollu brjósti. Þeir, sem nú kenna fólkinu um, að svo er komið, sem komið er, hlakka ekki yfir óförunum, en þeir reyna að skjóta þunga ábyrgðarinnar af þeim, sem leiddu, á hina, sem létu leiða sig. Það sæmir ekki að gera lítið úr ábyrgð almennra kjósenda og borgara í lýðfrjálsu landi. En hitt verður aldrei annað en lítilmannlegt, ef reynt er að skjóta ísmeygilegum áróðurs- manni, sem leitt hefir aðra á glapstigu, bak við þá, sem létu freistast af honum. Það bjargar enginn foringi heiðri sínum og sæmd með því, að ásaka sína menn fyrir að hafa verið svo vitlausir að fylgja sér. Þeim, sem slíkt reyna, er varla við bjargandi. Þjóðin hefir haft mikinn skaða af því, að hún treysti þeim, sem hún átti ekkii að treysta og tók skakka sefnu. Miklu hefir verið glatað vegna þeirrar skammsýni. En þó má segja, að þau mistök séu ekki til einskis, ef þjóðin er nú hyggnari og ráðdeildarsamari og tekur upp betri hætti. Framundan er nú stöðvun veiðiflotans og geigvænlegur gjaldeyrisskortur meðan milj- ónir manna svelta í viðskipta- löndunum og nytjafiskur liggur á íslandsmiðum. Allt er þetta rökrétt og óhjákvæmileg afleið- ing þess, sem á undan er komið. Rösklega og skörulega þarf nú að afstýra þeirri skömm, sem yfir íslendingum vofir, og því tjóni,, sem leiða myndi innan lands og utan af stöðvun flot- ans. Það er hlutverk stjórnmála- mannanna nú. Ef þeir leggja sig allir fram um heiðarlega lausn vandamálanna og reyna ekki að glepja fólk og rugla, mun vel skipast, þó að skoðanir séu skiptar um margt. Þegar fólkið skilur alvöruna rennur af því víman. Og þá munu þeir engir ná lýðhylli, sem ábyrgð- arlaust tala, þó að fagurt mæli og fögru lofi. málið er litjS þá er það alla- vega eitt merkilegasta umbóta- og framfaramál, sem íslending- ar hafa tekið sér fyrir að koma í framkvæmd. Það var á Alþingi sumarið 1942 að 9 þingmenn Framsókn- arflokksins fengu þessa þings- ályktun samþykkta: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er geri tillögur um fjáröflun til þcss að byggja rafveit- ur, í því skyni að koma nægilegri raforku til Ijósa, suðu, hitunar og iðn- rekstrar í allar byggðir landsins á sem skemmstum tíma, enda verði raf- orkan ekki seld hærra verði í sveit- um landsins en stærstu kaupstöðun- um á hverjum tíma. Nefndin skal sér- staklega gera tillögur um aukinn stríðsgróðaskatt til að mæta óhjá- kvæmilegum útgjöldum við fram- kvæmdir í þessu efni, er hefjast svo fljótt, sem unnt er að fá inuflutl efni til þeirra. Nefndin leggi tillögur sínar um þetta efni fyrir næsta s-eglu- Iegt Alþingi..." Með sömu þingsályktun var raf- magnseftirliti ríkisins ennfremur falin rannsókn á virkjunarskilyrðum víðs- vegar um Iandið svo þau gætu legið sem ljósast fyrir, þegar til fram- kvæmdanna kæmi, með tilliti til þess að Ieiða raforku á hvert byggt býli í landinu. — Samþ. í S.þ. 4. sept. 1942.“ Milliþinganefnd í raforkumál- um var síðan kjörin af Alþingi og var Jörundur Brynjólfsson formaður hennar. Hún undir- bjó síðan raforkulagafrumvarp, er samþykkt var með allmiklum breytingum í marz 1946. And- stæðingar Framsóknarmanna felldu burtu ákvæðið um jafnt verð, hvar sem væri í landinu og ýms önnur atriði voru snið- in í burtu, sem þeir sáu ofsjón- um yfir vegna sveitanna. Jakob Gíslason verkfræðing- ur var skipaður raforkumála- stjóri. Samkvæmt raforkulög- unum hefir hann yfirumsjón með öllum raforkuframkvæmd- um í umboði þess ráðherra, sem fer með raforkumál. Hann hefir nýlega í viðtali hér í blaðinu sagt lesendum Tímans í greina- góðu yfirliti, hvaða framkvæmd- um er nú verið að ljúka, en þær eru héraðsrafmagnsveiturnar suður með sjó, til þorpanna austan fjalls, Andakílsárvirkj - unin, og frá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur. Ennfremur þær héraðsrafmagnsveitur ríkisins, sem þegar er byrjað á, eða verð- ur gert fljótlega, eins og Stór- ólfshvols- og Þykkvabæjarveit- an, Dalvíkurveitan, Flóaveitan um Sandvíkurhrepp og nokkurn hluta Hraungerðishrepps, virkj- unin við Gönguskarðsá í Skaga- firði og Fossá á Snæfellsnesi. Þetta eru fyrstu stóru raf- magnsveiturnar, sem ríkið byggir og mega því teljast upp- haf hinna stórfelldu fram- kvæmda í raforkumálunum. Og i vitanlega getur framtíð þeirra að nokkru verið komin undir því, hvernig þessum fram- kvæmdum reiðir af. Er stofnkostnaðurinn viðráðanlegur ? Margir spyrja þannig og er það að vonum. Hér skal drepið á þær rafveitur, sem nú er ver- ið byggja. Áætlun um kostnað þeirra og skiptingu hans milli notenda, styrks frá ríkinu og lána, sem rafveitan á að standa undir. Varlegra þykir að greiða strax niður 80% af stofnkostn- aði við héraðsrafmagnsveitur ríkisins í flestum tilfellum. Ætl- ast er til, að veiturnar taki lán, sem nemur 20% af stofnkostn- aði þeirra og fengizt sumt af því úr raforkssjóði t. d. y3. Hitt yrði fengið með skuldabréfa- sölu eða á annan hátt. Samkvæmt raforkulögunum ber notendum að greiða y4 af styrkþörfinni en ríkinu %. Á- ætlun hefir leitt í ljós, að hlut- ur notenda í hverri sýslu yrðí að meðaltali kr. 7000.00 á hvert býli. Upphæð þessi hækkar svo eða lækkar, eftir því sem sam- eiginlegt fasteignamat jarðar og húsa er. Hver sýsla setur ÁFENGISNEYZLAN, aSbúð drykkju- manna og vandræðafólks og lögreglu- málin eru sífellt að verða meira á- hyggjuefni hugsandi manna í land- inu. Ástandið í þessum málum er svo bágborið, að nálgast öngþveiti. í þess- um efnum á sér stað vanræksla af hendi þjóðfélagsins, vanræksla á þjóð- félagslegum skyldum, sem ekki er hægt að sniðganga, ef varðveita á menningarlíf í landinu. PYRIR NOKKRUM DÖGUM var mér sögð ömurleg saga um konu, og sú saga fer varla á milli mála, því að það var eiginmaður konunnar, sem sagði mér hana sjálfur. Og sagan er á þessa leið í fáum orðum sögð: Á hernámsárunum lenti ung, myndar- leg og vel gefin stúlka á glapstigum í Reykjavík — eins og fleiri. Hún mun hafa verið næmgeðja og veikluð og lenti brátt í ýmis konar vandræðum. Nokkru seinna giftist hún þó ís- lelnzkum manni, sem vildi reyna að bjarga henni upp úr kviksyndinu. En konan lenti brátt á villigötum aftur, drakk mikið, kom ekki heim dögum saman, var tíður gestur úti í erlend- um skipum, leitaði suður á Kefla- víkurflugvöll, sást oft í Hafnarstræti, gisti oft í kjallaranum og ranglaði svo upp á Arnarhólstúnið. Á ÞESSU SKEIÐI komst hún undir manna hendur og var dæmd til fang- elsisvistar. Maður hennar vildi reyna að bjarga henni á einhvern hátt, og fékk því til vegar komið, að henni var reglugerð um, hversu heim- taugagjaldsins skuli aflað. Er hundraðshluti af matsverði meðaljarða lagður til grundvall- ar í hverri sýslu, miðað við fasteignamatið 1942. Þetta er nokkuð mismunandi í sýslunum. í Rangárvallasýslu verður að miða við 57% af fasteignamati en í Árnessýslu við 31%. Sem dæmi um kostnaðinn skal ég taka þrjár rafveitur, sem nú er unnið að, eða verður fljótlega byrjað á. Stofn- Heim- Býli Mann- kostn. taugagj. milj.kr. milj.kr. Hvols- og Þykkva- bæjarveitan 3.05 0.77 Flóaveitan 0.41 0,17 Dalvikurveitan 3.50 0.80 fjöldi. 110 730 24 170 115 960 Alls 6.96 1.74 294 1860 Þegar heimtaugagjöldin hafa ÍFramhald á 4. síðu) sleppt úr fangelsinu, enda kom nú i Ijós við læknisrannsókn, að konan var geðbiluð og fór svo, að hún var svipt sjálfræði og lögræði í desember s.l. Henni var komið upp í sveit, en það var tilgangslaust, og hún varð ekki hamin heima. Sama hringrásin hófst: skipin, flugvöllurinn, Hafnarstræti, kjallarinn og sífelld viðskipti við iög- regluna. OG ÞESSI KONA gengur braut sína enn sjálfri sér til tortímingar og sam- félaginu til áfellisdóms. Sérfróðir læknar hafa úrskurðað hana til hælis- vistar vegna geðbilunar, sem að iík- indum stafar bæði af áfengisneyzlu hennar og spillingarlífi og meðfædd- um veikleika. Hún hefir einnig verið svipt sjálfræði í orði kveðnu. En það er enginn staður til fyrir þessa konu, ekkert hæli engin stofnun, sem sinnir því hlutverki að taka við slíku fólki. Við höfum ráðizt í ýmis stórvirki á undanförnum góðárum, en gleymt þessu — og það telst vlst ekki til ný- sköpunar. Kleppur — sem á þó tæp- lega að kallast hæli fyrir fólk af þessu tagi — er alltaf yfirfullur, og um allt land skapast ólýsanleg vand- ræði og oft heimilisböl af geðveiku fólki, sem hafa verður í heimahúsum, af því að hælisvist er ekki fáanleg. Sumt þetta geðveika fólk er meira að segja í því ástandi, að af því getur stafað bein lífshætta fyrir börn sem fullorðna. EN MAÐUR KONUNNAR, sem ég sagði frá áðan, stendur einn uppi í bar- áttu sinni og fær enga hjálp frá þjóð- félaginu til þess að koma henni á hæli, sem hið opinbera sjálft er búið að úr- skurða hana til vistar á. Þ.að er alvar- legur áfellisdómur yfir íslenzka ríkinu, að því fólki, sem úrskurðað er til hælisvistar og dæmt frá sjálfræði og lögræði, skuli vera varpað út í sama foræðið aftur — og hið eina „hæli,“ sem það á völ á, skuli vera Hafnar- stræti, skipin, flugvöllurinn og kjall- arinn. ÞESSI KONA ER EKKERT EINS- DÆMI. Hliðstæður hennar eru fjöl- margar.ogmargar þeirra eru eflaust ver staddar að því leyti, að þær eiga engan að, sem reynir að rétta þeim hjálpar- hönd. Við kosturn fjölmenna og dýra lögregju, og viðfangsefni hennar er aðallega að fást við þetta fólk — sama fólkið aftur og aftur — dag eftir dag, fólk sem fyrir löngu hefði í eitt skipti fyrir öll átt að vera komið á hæli þar sem það hlaut þá aðbúð, sem sjúkdómi þess hæfði. En sá leikur, sem nú er leikinn í þessum efnum er skrípaleikur ríkis- valds, sem gerir ekki eins miklar sið- ferðikröfur til sjálfs sín sem þegna sinna. Krummi. Bókaflokkurinn Nýir pennar" // Dansað í björtu. Saga eftir Sigurð Gröndal. Stærð: 233 bls. B. Sigurður Gröndal hefir lengi unnið á veitingahúsi og á þeim slóðum gerist þessi saga hans að verulegu leyti. Ekki verður sagan kölluð falleg, en ætla má, að margt sé rétt í henni. Og það er nýjung í bókmenntum okkar að fá lýsingu á lífinu á veitingastöðunum. Því er rétt að lesa þessa sögu og hugleiða síðan hvers virði skemmtistaðir, eins og þar er lýst, muni vera fyrir þroska fólksins og menn- ingu þjóðarinnar. Þessi saga segir frá tveimur stúlkum, ungum, lítilsigldum og ómenntuðum. Báðar verða þær um stundarsakir leikfang brezkra liðsforingja, en önnur þeirra snýr fljótlega af þeirri leið með óbeit og viðbjóði, enda er henni drykkj uskapur ógeð- felldur, en hin heldur lengur áfram. Margt mun vera rétt í lýs- ingum sögunnar á blindri og spilltri gróðafýsn oog nautna- þrá, sem sjá sér leik á borði þegar hernámsliðið var hingað komið. Verkamenn stunda laun- verzlun við hermenn, sem stálu af birgðum hersins handa þeim, stúlkur daðra við hermenn af ábatavon og veitingamenn skríða fyrir foringjunum. Þó getur sagan líka manna, sem standa þá spillingu af sér ó- snortnir og veitir þeim betur og tekst að rétta við og koma til ráðs að meira eða minna leyti sumu því fólki, sem dans- að hefir kringum gullkálfinn. Ekki er þess getið í þessari sögu, að raunverulegar ástir takist með erlendum manni og íslenzkri konu. Við því er raunar ekkert að segja, því að hin dæmin eru sannarlega nógu mörg í eina sögu. Það er fengur að þessari sögu, vegna þess fyrst og fremst, að að hún lýsir skemmtanalífinu á Hótel Borg. Höfundurinn veit hvað hann er að segja, þegar hann lýsir kvennaveiðum þar. Hanp veit hvernig áfengi og tóbak er notað við þann veiði- skap. Hann er að lýsa því sem hann þekkir, þegar vejtinga- þjónninn setur upp fýlusvip af því stúlkan drekkur bara vatn, en skríður auðmjúkast fyrir helzta konj aksmanninum, eða þegar stúlkurnar ungu standa upp til að dansa og henda frá sér logandi vindlingunum, sem sem e. t. v. lenda á öskubikarn- um. Hins vegar munu lýsing- arnar vera síðri um nákvæmni, þegar hótelgestirnir hafa ekið burt með herfang sitt. Meðan átök standa um vín- veitingaleyfi skemmtistaða er að minnsta kosti ástæða til að vera Sigurði Gröndal þakklátur fyrir söguna. Þeir brennandi brunnar. Saga eftir Óskar Aðal- stein. Stærð: 149 bls. Það er réttast að lesa bara fyrsta og síðasta kafla þessarar sögu, en sleppa því sem á milli er, þó að það sé meginhluti bókarinnar. Upphafið og endir- inn hefði getað orðið athyglis- verð smásaga, en meginhluta sögunnar, sem er öll forsaga söguhetjunnar, er bezt að hlaupa yfir. Þetta er sagan um frönsku Dúnu, stúlku, sem hefir flúið út á land til að byrja nýtt líf með barnið sitt litla á ókunn- um stað. Hún flýr þangað frá svalli og lausung, en þegar hún finnur að orðrómurinn og fylgjur fortíðarinnar teygja sig þangað eftir henni verður ekki úr viðnámi og hún heldur flótt- anum áfram og í það sinn burtu frá barni sínu. Þetta hefði getað orðið saga, en þegar forsagan, sem ætti að vera til skýringar á 'persónunni, er sögð, þá verður það til spill- is en ekki bóta. Raunar er oftar en einu sinni að því vikið, að stúlkuskepnan hafi haldið sig hálfvitlausa, og er það ekki á- stæðulaust, eftir því, sem af henni er sagt. En sálfræðilegra skýringa á þeirri bilun er hvergi leitað. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson virðist hafa ætlað sér að leggja inn á nýja braut með þessari sögu. Eins og hann leggur efn- ið fyrir á lesandinn heimtingu á að fá að sjá hvernig eðlileg stúlka verður að lauslætisdrós og svallara. En þar er ekkert skýrt. Þegar skáld taka sér fyrir hendur að lýsa óförum og hrakningum mannlegra sálna ætti það að vera þannig gert, að lesandinn yrði eitthvað glöggskyggnari eftir á hrösun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.