Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.09.1947, Blaðsíða 4
DAGSKR'Á 4 er bezta íslenzka tímaritib um þjóðfélagsmál REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 3. SEPT. 1947 159. blað Raforkumálið (FramhalcL af 2. síðu) verið dregin frá stofnkostnaði verða eftir kr. 5.220.000.00. Lán- in verða 20% af því, svo styrk- þörf Alþingis verður krónur 4.176.000.00. Þá upphæð hefir Alþingi þegar veitt að mestu. Þessar veitur eru allar hluti af væntanlegum rafmagnsveit- um í viðkomandi sýslum. Heim- taugagjaldið verður því nokkuð mismunandi hlutfall af kostn- aði í hverri sýslu. Fer það eftir þéttbýlinu. Þéttbýlið, þar sem Flóaveitan liggur um er t. d. talsvert meira en í meðallagi í Árnessýslu. Árnes- og Rangárvallasýslur hafa sett sér reglugerðir um raf- veitulánasjóð og atvinnumála- ráðherra staðfest þær. í Rang- árvallasýslu verður heimtauga- gjald hvers notanda 57% af samanlögðu fasteignamatsverði lands og húsa, að viðbættum kr. 2000.00. Á því svæði, sem Hvols- og Þykkvabæjarlínan liggur um verður kostnaður á flestar jarðir 4—6 þús. kr. Stærstu jarðir fara þó upp í 9—11 þús. kr. í Árnessýslu, verður heim- taugagjaldið 31% af saman- lögðu fasteignamatsverði lands og húsa, að viðbættu fasta- gjaldinu kr. 2000.00. Þar sem Flóalínan liggur um verður kostnaður á hvert býli svipaður og í Rangárvallasýslu, nema ör- fá stórbýli fara þó enn hærra. Þó hér sé um kostnaðaráætl- un að ræða eru miklar líkur til þess, að hún reynist rétt. Við þennan kostnað fyrir hvert býli bætist svo, lagnir innan húss og kaup á nauðsynlegustu raf- magnstækjum. Sá kostnaður verður mjög mismunandi, en varla lægri á meðalbýli en 3—5 þús. kr. Eftir þessu ætti stofn- kostnaður á meðal jarðir að nema 7—11 þús. kr. Ég býst ekki við, að þessar tölur vaxi neinum í augum, enda hefir verið reynt að sníða kostnaðinn þannig, að hann væri þeim viðráðanlegur, sem nytu raforkunnar. Allt annað er vitanlega út í bláinn. Þegar þess er gætt, að ákaflega marg- ir bændur sækjast eftir jeppa- kaupum á kr. 12 þús. og ýms- um öðrum dýrum tækjum, sem sízt verða ódýrari í rekstri en rafmagnið, þá ætti kostnaður þessi ekki að hrinda neinum frá því að taka rafmagnið á heimili sitt, þegar veitan er komin í hvert hérað. Enda virðast not- endur yfirleitt reiðubúnir að standa við skuldbindingar sínar um heimtaugagjöldin, þegar til þeirra kemur. Þá hlið málsins ætti því ekki að þurfa að ótt- ast, eins og sakir standa. Mikill áhugi ríkjandi. Mörg dæmi mætti nefna um áhuga manna fyrir rafmagninu, einkum í þeim héruðum, þar sem framkvædir eru hafnar. Flóalínan, sem áður getur, nær til hluta af Hraungerðishreppn- um. Fyrir forgöngu oddvitans þar, Gísla Jónssonar á Stóru- Reykjum var haldinn almennur hreppsfundur ‘að Þingborg 16. maí síðastliðinn og samþykkt þar áskorun til hreppsnefndar- innar að ganga ríkt eftir því, að rafmagnslína verði lögð á öll býli í hreppnum sem allra fyrst. Staðfestu allir ábúendur þetta með undirskrift sinni, sem var send raforkumála- stjórninni. Jafnframt var þeim gert kunnugt, hver kostnaður þetta yrði fyrir þá. Hafði hreppsnefndin kynnt sér það áður og gert samþykkt um mál- ið, sem hún fékk svo staðfesta á þessum hreppsfundi. Ég nefni þetta sem dæmi um gagn- legan undirbúning og vakandi áhuga fyrir því, að verða raf- orkunnar aðnjótandi og taka jafnframt að sér þær fjárhags- legu skuldbindingar, sem að framan er lýst. Annar oddviti, Pálmi Þórðar- son í Gnúpufelli í Eyjafirði, hefir haft forgöngu fyrir því, að stofnaður væri sjóður innan hreppsins — raforkusjóður — til þess að tryggja sem bezt hlut hreppsins, þegar rafmagnsveita verður lögð þar. Fleiri slík dæmi mætti vafalaust nefna, þótt mér sé eigi persónulega kunn- ugt um þau. Allt er þetta vissu- lega þýðingarmikill undirbún- ingur, og ætti að hvetja Alþingi til meiri stórhugs og bjartsýni, en þar hefir ríkt til þessa. Fjárveitingar ríkisins. Á þessu ári er varið úr ríkis- sjóði kr. 2.8 milj. til rafveitna og kr. 2 milj. í raforkusjóð, eða tæpum 5 milj. kr. alls til raf- orkuframkvæmda. Þegar þess er gætt, að fjárlögin nema orðið kr. 214 milj. þá ætti engum að þykja ofrausn að veita um 2.3% til þessara stórfelldu framfara- mála, sem geta umbreytt lífs- baráttu þjóðarinnar og beðið er með eftirvæntingu um allar byggðir. Hvarvetna, þar sem nýjar rafveitur koma, skapast auknir möguleikar til nýbýla- myndunar, iðnaðar og annars atvinnureksturs. Reynslan af öllum orkuverum er líka sú, að þótt mikill afgangur sé á raf- magni í upphafi, þarf viðbóta- virkjun áður en varir. Nýir möguleikar vekjast ætíð upp til að hagnýta raforkuna, þegar hún er komin. Hafi íslendingar ráð á því að greiða kr. 5 milj. fyrir stjórn sína, álíka upphæð í eftirlaun, kr. 40 milj. í dýrtíðarhítina er með öllu óviðunandi, að þessi stórmerku umbótamál hljóti ekki meira en sem nemur eftir- launafé — kr. 5 milj. á ári. Skilyrðin eru vissulega góð hér á landi til virkjunar og þótt fjarlægðir séu nokkrar eru þær á engan hátt óyfirstígan- legar. Hér ber að sýna stórhug og myndarskap í fjárveitingum. Þær munu öðru fremur skapa velgengni og fást endurgreiddar i auknum störfum og trýi á framtíð íslenzkra byggða. Og máske er það veigamest. Þessi kynslóð á því tækifæri að gera eitt hið glæsilegasta átak, sem nokkur kynslóð á völ á. Með ráðdeild í meðferð gjaldeyris og sparnað í ýmsum greinum þjóð- arbúsins er þetta vel fram- kvæmanlegt. Lán til einkarafstöðva. Þótt allt gengi vel með lagn- ingu rafmagnsveitna um landið, þá má fullyrða að víða eru kostajarðir, en svo afskekktar, að vonlaust er að veiturnar nái þangað um ófyrirsjáanlega framtíð. Virkjunarskilyrði geta verið þar ágæt fyrir einn eða fleiri bæi saman. Samkvæmt 35. gr. raforkulaganna er heimilt að lána úr raforkusjóði til þessara framkvæmda, ef stöðvarnar eru vel gerðar að dómi rafmagns- eftirlits ríkisins. Atvinnumálaráðherra, Bjarni Ásgeirsson, hefir í sumar sett reglur um veitingu lána til einkarafstöðva úr raforkusjóði, eftir tillögum raforkumála- stjóra og raforkuráðs. Eftir þeim má veitia kr. 150 þús. á ári hverju úr raforku- sjóði í þessu skyni. Hvert lán má nema allt að % stofnkostn- aðar vatnsaflsstöðvarinnar og rafmagnslínu þaðan heim að húsvegg. Vextir eru 2% og láns- tími 17 ár. Fyrstu 2 árin eru lánin afborgunarlaus, en greið- ast síðan upp með jöfnum af- borgOnum á 15 árum. Umsóknir um þessi lán skulu sendast raforkumálastjóra, og á að fylgja þeim áætlun með upp- dváttum og lýsingu á verkinu. Raforkumálastjóri rannsakar áætlunina og kynnir sér stað- hætti og dæmir um, hvort virkj- unartilhögun er skynsamleg og heppileg og áætlun rétt. Hann setur skilyrði um tilhögun virkj - unarinnar og framkvæmd verks- ins. Áríðandi er því að leggja ekki út í byggingu einkaraf- stöðva, án þess að hafa um það samráð við raforkumálastjóra. Er það nánast skilyrði fyrir lán- veitingunni. Ráðherra veitir lánin, að fengnum tillögum raf- orkumálastjóra og framkvæmdri rannsókn hans og umsögn raf- orkuráðs. Með núverandi verðlagi munu þessar rafstöðvar kosta kr. 30 —50 þús. eftir því sem stað- hættir eru. Enginn vafi er á því, að lán þessi eiga mikinn rétt á sér. Á mörgum afskekktum býl- um er blómlegur búskapur og jarðarhlunnindi. Stundum standa tveir eða fleiri bæir sam- an er gætu notað sömu rafstöð- ina. Fólkið þar háir sína lífs- baráttu, skilar þjóðfélaginu tíð- ast mörgum og mannvænlegum þegnum og á því rét-t á stuðn- ingi þess ekki síður en aðrir. Þessar virkjanir munu því vafa- laust verða gerðar allmargar, jafnframt hinum stóru héraðs- veitum, ef íslendingar hafa vilja til þess að láta draum sinn ræt- ast um rafmagn um allar byggðir áður en mjög tekur að halla á þessa öld. IVýir pennar (Framhald af 3. síðu) Arfur öreigans. Kvæði eftir Heiðrek Guð- mundsson. Stærð: 132 bls. Heiðrekur Guðmundsson þekk- ir íslenzkt alþýðulíf, bæði við sjó og í sveit. Hann er mann- vinur sem svíður og sárnar raunir og ranglæti mannfé- lagsins, en hann er enginn of- stækismaður, sem hefir slegið því föstu að allt böl og vanaræði sé runnið frá einni uppsrettu utan við manninn sjálfan. Hann veit að það er hinn gamli arfur vanþroskans, sem veldur þjáningum mannsins. Kvæðin í þessari bók eru vönduð verk og höfundur hag- orður vel. Einstök kvæði eru misjafnlega góð eins og lengst- um verður. Sum þeirra eru nokkuð þreytuleg eins og höf- undur þeirra sé beygður und- an byrði lífsins og bregði til bölsýni, samanber: En þeir sem kné sín beygja og hugsa sér að lifa sem hjarta- góðir menn, þeir hljóta að troð- ast undir og guði sínum deyja. En víðar og dýpra stendur þó lífstrúin og fullvissan um upp- risu til fegurra og fyllra lífs: Jurtirnar blikna. Fræin falla í skjól. Fram veltur stöðugt tímans mikla hjól. Gróandi líf að lokum deyr, — en þó lyftir þvi liæsta hærra móti sól. — Sigrað geta þyngstu þrautir þeir, sem trúa lífið á. Þróun tímans þungum sporum þokast nálægt óskum vorum, þó að mjög á móti spyrni mannleg tregða og brýni klær. Ástin sigrar eigingirni, — ástin, sem er djúp og tær. Inngangskvæði bókarinnar er að vissu leyti þroskasaga höf- undarins og er eftirtektarverð. Síðustu ályktunarorðin þar eru snjöll: — í>eim líður bezt er lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa. Þess er þó að gæta að andleg víðsýni og lífsskilningur fer ekki eftir búsetu og margur er svo glapinn i miðri. hringiðu borgarlífsins, að „lítið veit og sér.“ Þeir, sem vilja fylgjast með íslenzkri ljóðagerð, verða að lesa kvæði Heiðreks, því að hann skipar þar þegar svo virðulegt sæti. Og hann virðist hafa allt sem þarf til að vaxa í skáldskap sínum, mikinn og (jamla Síc HJ ar taþj ófurmn (Heartbeat) Bráðskemmtileg amerísk kvik- mynd, er gerist í hinni lífs- glöðu Parísarborg. Ginger Rogers Jean Pierre Aumont Basil Rathbone Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. iNpcli-Síó l‘ú ert nniinstan mm Pjörug dans- og söngvamynd. Aðalhlutverk leika: Aliee Faye George Murphy Charles Winninger William Gargan Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. Výja Síc (við Skúlagötu) Engin sýning í kvöld 7jaNtatbíc „VIRGINIA CITY“ Spennandi amerísk stórmynd úr ameríska borgarastríðinu. Errol Flynn, Miriam Hopkins, Randolph Scott, Humphrey Bogart. Bönnuð yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 11. dýrmætan arf í menningu og minningum æskuheimilis síns og héraðs, ríka samúð með samferðamönnunum, góðar gáf- ur, mikla lífsreynslu, skáldleg tilþrif og heiðarlega einlægni við sjálfan sig og aðra. Hann trúir á mennina og finnur til með þeim. Það er löngum nokkuð mis- jafnt hvaða kvæði hverjum ein- um þykir vænst um. En ég vil biðja menn að lesa t. d. kvæðin: „Voldugur maður“, „Kveðja“, „Til móður minnar“, „Á dans- leik“, „Sigur“ og „Að liðnu sumri“. Þessara kvæða allra þykir mér gott að njóta og er fjölbreytni þeirra allmikil. Það er t. d. falleg vísa þetta: Allt það, er ég fegurst fann, fram í senn var borið, sveitin heima, sem ég ann, sólin, þú og vorið. Vonandi á Heiðrekur eftir að vería skáld og liðsmaður ís- lenzkrar menningar í samræmi Strandferðaskipið Súðin er til sölu, ef viðunandi verð fæst, og ósk- ast tilboðum skilað fyrir 16. þ. m. ríkisins ------- -----— --------————-------—-— HESTAR HAFA TAPAST Jarpur, 6 v., mark: vaglskora aftan bæði, ójárnaður; Steingrár, 4 v. marklaus, ójárnaður; Sótrauffur, 6 v., mark: líkl. biti fr. bæði, járnaður, styggur. Þeir sem hafa orðið varir við einhvern þessara hesta eru vinsaml, beðnir að gera aðvart að Skeggjastöðum í Mosfellssveit (sími um Brúarland). SIGURÐUR SVEINSSON. við það er hann segir: Þegar renna þyngstu stundir, þegar blæða dýpstu undir, hefja varnir hraustar mundir, hjartað finnur sína þrá. Ster.?*a ást til feðrafoldar 'fjallahrings og gróðurmoldar, báru þeir er sorgum sínum, sulti og kvíða viku frá til að vinna að vexti þínum, vorsins grózku, er falin lá. Það er þetta hugarfar, sem heldur uppi íslenzkri menningu enn í dag og framtíð þjóðar- innar er undir komin. H. Kr. Merkilegar ályktanir (Framhald af 1. síðu) lags íslands 1947, beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að efnd verði vil- yrði fyrrverandi ríkisstjórnar um að láta ágóða af sölu setu- liðseigna hér á landi renna í Landgræðslygj óð.“ Beitarþol landsins. Jón Rörgnvaldsson garðyrkju- maður í Fífilgerði, bar fram svohljóðandi tillögu, er sam- þykkt var með samhljóða at- kvæðum: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands 1947, beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að séð verði fyrir því, að hafnar verði hið bráðasta rannsóknir á beitarþoli gróðurlenda^ svo hægt verði að gera ráðstafanir gegn því, að gróðurlendið spillist vegna of mikillar beitar.“ Skógarhögg utan viff friffskóga. Ke^ill Indriðason, bóndi á Ytrafjalli, bar fram svohljóð- andi tillögu, er samþykkt var með samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands 1947, mælist til þess, að ríkisstjórnin láti þegar í stað banna skógarhögg í ófrið- uðum skógum.“ Heiffursmerki. Hákon Bjarnason og Einar E. Sæmundsen skógarvörður, báru fram svohljóðandi tillögu: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands 1947, felur stjórn félagsins að láta gera snotur heiðyrsmerki úr silfri eða gulli, sem úthluta má til þeirra, er skara fram úr í skógrækt að dómi stjórnar og aðalfundar, og verði reglur um úthlutun heið- ursmerkja þessara lagðar fyrir næsta aðalfund. Tillaga þessi var samþykkt með 20 atkvæð- um gegn fjórum. Útvegun girffingaefnis. Daníel Kristjánsson, flutti svohljóðandi tillögu, er sam- þykkt var með samhljóða at- kvæðum: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands 1947, skorar á stjórn félagsins að hlutast til um út- hlutun á girðingaefni til hér- aðsskógræktarfélaga, með sem !ha((íkvæmustum kjörum, enda skulu héraðsskógræktarfélögin hafa pantað efni til girðing- anna fyrir vissan tíma, eftir nánari fyrirmælum Skógrækt- arfélags íslands.“ FuIItrúar úr landsfjórffungum. t Gisli Helgason, bóndi í Skóg- argerði, flutti eftirfarandi til- lögu, er samþykkt var með níu atkvæðum gegn sjö: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands 1947, beinir því til félagsstjórnar að athuga það, hvort ekki sé rétt að breyta lögum Skógræktarfélags ís- lands þann veg, að landsfjórð- ungarnir fái fulltrúa sína í stjórnina." St j ór nar kosningar. Stjórn félagsins skipuðu þess- ir menn: Valtýr Stefánsson formaður, Einar E. Sæmundsen skógarvörður, Haukur Jörunds- son kennari, Hermann Jónas- son alþingismaður, og H. J. Hólmjárn ríkisráðunautur. Sam- kvæmt lögum félagsins áttu tveir stjórnarnefndarmenn að ganga úr stjórninni eftir hlut- kesti. Komu upp Hlutir rmuks Jörundssonar og Hermanns Jónassonar, er báðir voru end- urkosnir með lófataki, svo og varamaður í stjórninni, dr. Björn Jóhannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.