Tíminn - 06.09.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.09.1947, Blaðsíða 4
DAGSKR'Á er bezta íslenzka tímaritib um þjóðfélagsmál 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhásirm við Lindargötu. Sími 6066 5. SEPT. 1947 161. blað Nýtt bókmenntaféiag (Framhald af 3. slðu) bindi útgáfunnar verða 15 nýjar smásögur. Bókaútgáfan Helgafell, sem eins og kunnugt er, annast af- greiðslu fyrir félagið Land- námu, hefir tekið að sér af- greiðslu á bókum „Kaldbaks". í útgáfuráði Kaldbaks eru eftirtaldir menn: Alexander Jóhannesson dr. phil. Steingrimur Þorsteinsson pró- fessor Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður. Ragnar Jónsson forstjóri. Vilhj. S. Vilhjálmsson rithöfundur. Birgir Kjaran for- stjóri. Ásgeir Ásgeirsson banka- stjóri. Þorsteinn Jósepsson blaðamaður. Andrés Kristjáns- son ritstjóri. Sigurður Bjarna- son alþingismaður. Ingimar Jónsson skólastjóri. Jón Helga- son blaðamaður. Kristján Eld- járn fornfræðingur. Helgi Sæ- mundsson blaðamaður. hina vinsælu sendiferðabíla útvegum vér til af- greiðslu á þessu ári gegn innflutnings- og gjald- eyrisleyfum fyrir vörubílum frá Ameríku. Allar nánari upplýsingar í síma 7080 Einkaumboð Ástandið í fjárhagsmálum skýrsla, er sýnir, að einnig á þessu sviði er brýn nauðsyn að beina fjármagninu sem allra mest til framleiðsluatvinntiveganna. (Framhald af 1. síBu) eyrinn og nauðsynlegt fjármagn innanlands handa framleiðsl- unni. Skal það nú athugað hvað um sig. Viðskiptanefnd hefir gert nokkurt yfirlit um innflutnings- þarfir fimm síðustu mánuði ársins, og varð niðurstaðan sú, að nm 170 milljónir þyrfti til þess innflutnings. Þetta yfirlit var að vísu ekki miðað við neyðarástand, en þó dregið úr ýmsu frá því sem verið hefir. Innflutningsáætlun sú, er miðað verður við um innflutning síðari hluta þessa árs, hefir enn ekki verið gerð, þar sem hana verður að sníða eftir upplýs- ingum, sem enn eru ekki fyrir hendi svo að fullnægjandi sé. Snemma á þessu sumri gerði Landsbankinn áætlun um vænt- anlegar gjaldeyristekjur bankanna á árinu 1947. Var sú áætlun miðuð við, að útfluttar væru 50.000 smál. síldarolíu, 40.000 smál. síldarmjöls, og 200.000 tunnur saltsíldar. Var áætlun bankans sú, að gjaldeyristekjurnar yrðu þá 387.7 milljónir króna, en 95.1 milljón króna af verði útfluttrar vöru 1947 kæmi ekki inn fyrr en eftir ársbyrjun 1948. En þegar sýnt þótti að síldveiðarnar mundu bregðast, endurskoðaði Landsbankinn áætlunina meö þeim forsendum, að út yrði flutt: 25.000 smál. síldarolíu, 15.000 smál. mjöls, og 100.00 tn. saltsíldar. Sú áætlun er þannig: Gjaldeyrir bankanna raunverulega lnnkominn jan,—apríl 1947 1 pundum, dollurum og clearing..................... 59.820 óinnkomið fyrir síldarafurðir o. fl. til aprílloka....... 11.930 Gjaldeyristekjur maí—ágúst, áætlaðar.................. 116.103 ---- sept.—des. áætlaðar .................. 111.844 ---- fyrir annað en útflutning................ 9.500 309.197 Er þá gert ráð fyrir, að 55.9 milj. króna séu ekki komnar inn um áramótin. Enn er óvíst, hvort svo mikið aflast, að þessi áætlun standist. Áætlun þessi var endurskoðuð í Fjárhagsráði. Var þá áætlað hve mikils gjaldeyris yrði aflað á árinu, og varð niðurstaðan sú að naumast mætti vænta meiri gjaldeyristekna á árinu en um eða lítið yfir 300 miljóna. Ef tölur þessarar skýrslu eru notaðar til þess að gera upp gjald- eyrishorfurnar, verða þær þessar: Gjaldeyriseign í ársbyrjun 1947 .......................... 223.1 Gjaldeyriskaup bankanna 1947 (áætl.) ...................... 309.2 Samtals 532.3 Gjaldeyrisleyfi til 9/8.................................... 499.0 Eftir eru þá ............................................... 33.3 Þessi niðurstaða sýnir, að um 137 miljónir vantar á, að fullnægt yrði þeim þörfum, sem fyrir liggja, ef ástand væri eðlilegt, þó að öll gjaldeyriseign í ársbyrjun væri notuð, og ekkert eftir um næstu aramót. Þess ber þó að gæta, að leyfi þau, sem í umferð eru, koma ekki öll til framkvæmda, að minnsta kosti ekki á þessu ári. Fer nú iram rannsókn á því máli, og verður ekki sagt, fyrr en henni er lokið, hve mikið af þessum leyfum fellur niður. Er varlegast að áætla sem fæst um þetta efni, fyrr en útkoma sést af skrán- mgu leyfanna, sem verður innan skamms. En þó mun þessi fjár- hæð ekki hafa nein úrslita áhrif um gjaldeyrisaðstöðuna, enda kemur þar á móti, að líkurnar verða æ minni fyrir því, að síldar- afurðir nái því magni, sem miðað er við í lægri áætluninni, og ennfremur verður að athuga, að gjaldeyrisaðstaðan þrengist verulega við það, að allmikið af gjaldeyrinum er bundið á clear- ingsreikningi. En þar sem æskilegt er, að nokkur gjaldeyrisforði sé til um áramótin, er augljóst, að sníða verður innflutningsáætlun næstu mánaða afar þröngt, og nota þannig þann gjaldeyri, sem aflast, til þess að efla framleiðsluna og auka möguleika þjóðarinnar til heilbrigðrar efnahagsþróunar. Þar sem hér kemur til greina ekki eingöngu gjaldeyrisafkoman, heldur einnig fjáröflunarmöguleikar innanlands, er birt hér 6. Fjármagn bankamia. Aðal lánsfjárstofn bankanna, að seðlabankanum undanteknum (þ. e. sparisjóðsdeildar Landsbankans, Útvegsbankans og Búnað- arbankans) er innstæðuféð. Það hefir verið: 1/8. ’45 þús. kr. 521.127, þar af laus innst. 114.733 1/8. ’46 þús. kr. 514.718, þar af laus innst. 99.237 18. ’47 þús. kr. 450.493, þar af laus innst. 82.500 Útlán þessara banka hafa verið á sama tíma: 1/8. '45 þús. kr. 258.953 1/8. ’46 þús. kr. 369.543 1/8. ’47 þús. kr. 450.648 Auk þess er verðbréfaeign þeirra, sem raunverulega er löng lán: 1/8. ’45 þús. kr. 30.366, eða alls 289.319 1/8. ’46 þús. kr. 79.335, eða alls 448.876 1/8. ’47 þús. kr. 108.797, eða alls 559.445 Af þessu má sjá, að spariféð hefir minnkað nokkuð, en útlán liafa hækkað afar mikið. Þetta hefir m. a. valdið gerbreyttri að- stöðu bankanna til seðlabankans. Innstæður bankanna hjá seðla- bankanum voru þessar: 1/8. ’45 þús. kr. 237.493 1/8. ’46 þús. kr. 105.310 1/8. ’47 þús. kr. -í- 32.5991) Breytingin frá 1/7. 1945 til 1/7. 1947 nemur því 270.1 milj. kr. Aðrar innstæður hjá seðlabankanum hafa einnig rýrnað mjög. Þær voru: 1/8. ,45 þús. kr. 126.756 1/8. ’46 þús. kr. 99.550 1/8. ’47 þús. kr. 79.978 Rýrnunin nemur því þús. kr. 46.778, eða innstæðu fé hjá seðla- bankanum alls, þús. kr. 316.9. Útlán sjálfs seðlabankans hafa aukizt, þau eru: 1/8. ’45 þús. kr. 9.240 1/8. ’46 þús. kr. 80.537 1/8. '47 þús. kr. 150.4432) Seðlaumferðin hefir haldist svipuð: 1/8. ’45 þús. kr. 167.560 1/8. ’46 þús. kr. 169.370 1/8. '47 þús. kr. 159.185 Þetta yfirlit sýnir, að lánsmöguleikar bankanna eru mjög svo tæmdir, og í raun og veru fram yfir það sem heilbrigt er. Þess er þó rétt að geta, að skuldir viðskiptabankanna við seðlabank- ann nú stafa af lánum til framleiðslunnar, og eiga að skila sér jafnóðum og afurðir eru greiddar. óþarft er að geta þess, að erfiðleikar bankanna hljóta að aukast stórum vegna þess hve síldarvertíðin bregzt. Einhver öruggasti mælikvarðinn á lánsfjárástandið er aðstaða viðskiptabankanna hjá seðlabankanum, sem lýst var hér að ofan. Það að þeir eru nú komnir í skuld við seðlabankann í stað mik- illar inneignar áður, stafar af hinni geysilegu þennslu í viðskipt- unum, og ætti slíkt ástand jafnan að hvetja tii mjög alvarlegrar athugunar á fjármálaástandinu. Sem dæmi um lánsfjárþörfina má nefna, að fyrir liggja hjá Landsbankanum lánbeiðnir í byrjun júlímánaðar: I. RíkisstofnaSnir ......... 68.000 millj. II. Aðrir opinberir aðilar .. 119.426 millj. Fyrir fjárhagsráð hafa komið beiðnir um að reisa full 800 hús í Reykjavík einni, svo að nefnt sé aðeins dæmi þess, hvílík geysi- leg fjárfesting fer nú fram, og hve miklar kröfur slíkar fram- kvæmdir hljóta að gera m. a. til lánsstofnanna. 7. Dýrtíðarmálfn. í þessari skýrslu er ekki unnt að gefa yfirlit um það, hvaða áhrif dýrtíðin hefir á fjármál og framleiðslu landsmanna. Skýrsl- !) Endurkeyptir víxlar ekki meðtaldir. 2) í þessu eru endurkeyptir víxlar 15.267, auk stofnlánadelldarinnar, en lán hennar voru 1/8. ’47, 40.9 milj. (jamlœ Bié Hjartaþjófuriim (Heartbeat) Bráðskemmtlleg amerísk kvik- mynd, er gerist í htnni lífs- glöðu Parísarborg. Ginger Rogers Jean Pierre Aumont Basil Rathbone Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Tripoli-Bíc Þú ert umiustan mín Pjörug dans- og söngvamynd. Að alhlutverk leika: Alice Faye George Murphy Charles Winninger William Gargan Sýnd kl. 3, 5 og 9. Sími 1182. Vtjja Bíc. (við Skulagötu) Tónlist og tilhugalíf („Do You Love Me“) Palleg músíkmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Maureen O’Hara Dick Haymes Harry James og hljómsveit hans Sýnd kl. 3, 5 7 og 9. Sala hefst kl. 1. Inngangur frá Austurstræti. 7jatwatbíc „VIRGEWA CITY“ Spennandi amerísk stórmynd úr ameríska borgarastríðinu. Errol Flynn, Miriam Hopkins, Randolph Scott, Humphrey Bogart. Bönnuð yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 11. Kapltulaskipti (Framhald af 2. síðu) hverri jörð, eigi minna en tún- ið, ætti að verða takmark næstu áratuga! Vildi að sem svaraði dagsverki yrði gert að sérskatti vegna skógræktar, og happdrættið að hálfu leyti. Enda ræki uppblásturinn á eft- ir! — „Engir þegnar og engin stjórn getur til lengdar búið í landi sem er að blása upp,“ sagði Ármann Sigurðsson bóndi á Urðum. Landið sér um vegi, skóla og fleiri sameiginleg mál. En fyrst og fremst ætti það að sjá um að landið haldi áfram að vera byggilegt. Innleiddi Ár- mann umræður um verkaskipt- inguna milli ríkis og áhuga- manna sem leiddi til ályktana frá fundinum er þetta snerti. Þá ræddi Hálfdán Sveinsson kennari frá Akranesi um hugs- unina, sem lægi að baki álykt- unum kennaraþingsins i skóg- ræktarmálunum. Eins og stæði, væri það einkum eldri kynslóð- in sem hefði lifandi áhuga á þessum málum. En eina séttar- félagið sem tekið hefði að sér málstað skógræktarinnar, væri kennarastéttin. Þetta gerði hún fyrst og fremst vegna barn- anna! Við værum illa stödd í þéttbýlinu. Ættum ekki enn sem komið væri það sem kalla mætti bæjarmenningu. Barnið á mölinni á ekki jafngóð vaxt- arskilyrði og síðasta kynslóð. Gatan, hraðinn, jazzinn, bíó- in, er þeirra umhevrfi. Sú þjóð, sem ekki öðlast í æsku snertingu við moldina, situr ekki landið með sæmd. Kenn- ararnir hugsi sér að freista að nota skógræktarúrræðin til þess, að bæta fyrir hin breyttu skilyrði sem börnin hafa hlot- ið. (Las ræðumaður síðan hinar stórathyglisverðu ályktanir kennaraþingsins). Vildi að öll- um barnakennurum yrðu kennd undirstöðuatriði í skógrækt. an er fyrst og fremst tölulegar staðreyndir, úttekt á ástandi í fjármálum og viðskiptamálum, þegar fjárhagsráð hefur störf sín, — og tekur við úr höndum þeirra, sem með þessi mál hafa íarið. En þrátt fyrir það, þykir þó rétt að láta það koma hér fram, að auðsætt er, að ráðstaíanir þær, sem nú er verið að gera, geta alls ekki náð tilgangi sinum, nema ráðist sé gegn dýrtíðinni, og framleiðslu landsmanna komið í það horf, að framleiðslukostn- aður sé í eðlilegu samræmi við það verð, sem fyrir afurðirnar fæst á erlendum markaði. 8. Yfirlit. Hér má að lokum draga saman í nokkrar niðurstöðutölur. 1. Gjaldeyrir, sem líkur eru til að verði til ráðstöfunar 9./8. til 31./12. 1947 er ............................... 33.3 millj. Auk þess er svo það, sem ekki kemur til framkvæmda af leyf- um, en frá dregst aftur það, sem á vantar að gjaldeyrisvonir ræt- ist og óhagræði af því, að allmikið af gjaldeyrinum er ekki til írjálsrar ráðstöfunar (clearing-gjaldeyrir). 2. Nýbyggingarreikningur, eins og hann hefir fram til þessa verið greiddur til Landsbankans, er yíirdreginn, þegar teknar eru leyfisveitingar þær, er til framkvæmda geta komið, er hér um bil............................................. 45.6 millj. 3. Stofnlánadeild vantar, ef framkvæma skal þær lánveitingar, sem nýbyggingarráð hefir mælt með ................. 57.8 millj. 4. Aðstaða viðskiptabankanna til seðlabankans hefir versnað síðan 1./8. 1945 um ................................ 270. millj. 5. Lánsþörfin til opinberra framkvæmda og einstaklinga og fé- laga er geysileg, og langt um fram möguleika lánsstofnananna. Fjárhagsráð hefir í skýrslu þessari leitast við að vekja athygli á staðreyndum, og gert það með því, að birta þessar tölur, en það hefir hliðrað sér sem mest hjá því að kveða upp dóma. Skýrsla þessi leiðir þó í ljós, að ástandið í fjárhagsmálum þjóð- arihnar er mjög alvarlegt, og að nauðsyn er fljótra og gagn- gerða ráðstafana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.