Tíminn - 19.09.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.09.1947, Blaðsíða 3
170. iitað TÍMIM, föstmlagiim 19. sept. 1947 3 Karl B. Sigurðsson F. 33. feSirúar 1930. lí „Ljós var leið þín og lífsíögnuður æðra, eilífan þú öðlast nú.“ Hann var einkasonur Ingi- bjargar Ingimundardóttur og Sigurðar Sveinbjörnssonar vél- smiðs, dugandi myndarhjóna hér í bæ. Fæddur var hann í Kaupmannahöfn 28. febrúar 1930, en lézt 13. þ. m. að af- loknum uppskurði. Fregnin um andlát hans kom öllum á óvart, því nokkrum dögum áður var hann glaður og reifur að vanda. Aldrei er dauðinn jafn misk- unnarlaus og ónotalegur og þeg- ; ar hann heggur jafn óvænt og ólíklega og hann gerði hér. Með Karli er hniginn til moldar fyrir aldur fram óvenju hugljúfur æskumaður, sem . 13. septemlícr 1947. j Þar blasti þjóðnýtt dagsverk við \ dugandi og starfsömum æsku- I manni. Hér hafa því miklar j framtíðarvonir brostið skyndi- j lega. j Hugljúf minning allra, sem j honum kynntust, verður þó j fyrst og fremst bundin við góð- j an dreng, sem um flesta hluti i var fyrirmynd ungra manna og j sameinaði svo vel þá eiginleilka, j sem hverjum manni eru eftir- j sóknarverðir: Kurteis og hátt- j prúður í allri framkomu. Hóg- j vær og látlaus, en einbeittur og j fastur fyrir, þegar því var að j skipta. Reglusamur og tamdi sér í hvívetna heilbrigðar lífs- venjur. Myndarlegur í sjón og aðlaðandi, svo af bar og jafn- an reiðubúinn að láta gott af sér leiða í smáu sem stóru. Slíkra er gott að minnast. Margir geyma því fagrar og dýrmætar minningar um þenn- an mannkostamann, sem kvatt hefir svo óvænt á morgni lífs- ins. Sá, sem kveður lífið 17 ára og verður svo óvenju mörgum harmdauði hefir sannarlega ekki lifað til einskis. Með for- dæmi sínu og breytni skilar hann samferðamönnunum var- anlegum verðmætum: „Af kærleik þínum engu verður eytt. Hann er og varir mér í tímans sjóði. , Þó von um framtíð, um þig byggð, sé ] breytt, 1 ég bý að auð frá samvist okkar, góði.“ i Karl B. Sigurðsson. miklar og bjartar vonir voru tengdar við af vandamönnum hans og öðrum sem til þekktu. Hann hóf vélsmíðinám hjá föð- ur sínum, þegar aldur leyfði. Undir þetta lífsstarf sitt hugð- ist hann búa sig, sem bezt gat orðið, enda ekkert til þess sparað af hans nánustu og hæfileikarnir hinir ágætustu. Valdi hann sér þar viðfangs- efni, sem hann hafði mikinn áhuga fyrir og þörfin augljós. vaxið strá. — Úr sér vaxin taða er litlu betri en bláhrakningur. Þess vegna fyrsta boðorðið. Byrjum svo snemma á slætti, sem fyllstur er kostur á. í öðru lagi: Þar sem engar eða of litlar votheyshlöður eru til, er lífsnauðsyn að láta ekki dragast úr hönk að koma þeim upp, ef þess er nokkur kostur. Er full reynsla fengin fyrir því, að bjarga má geysimiklum verðmætum með votheysgerð og þarf í rauninni ekki orðum að því að eyða. En eigi má dragast að láta í votheyshlöð- una þangað til heyið er orðið skemmt og hrakið. Það má alls ekki ætla þessar votheyshlöður til þess eins að geyma þar hána, heldur einnig nota þær og í tíma fyrir fyrri- sláttar töðu, ef ekki er eindreg- in þurrkatíð til að létta á því sem búið er að slá, svo að hitt sé viðráðanlegra með litlum mannafla. Fjölda margir hafa notað gryfjur sem aðeins voru hlaðnar úr torfi eða torfi og grjóti, eða alls ekki hlaðnar til byrjunar, ef bráðan bar að. Þessar gryfjur eru að vísu ekki jafn góðar og hinar og óhrjálegri, en þó að lítils háttar verði ónýtt við veggi'eða í botni er heyinu .að mestu forðað frá eyðileggingu. Sumir hafa notað eitt horn- ið í heyhlöðu með því að hafa járnplötur á tvo vegu, en vegg Þessi snilldarorð skáldsins verða nánustu vandamönnum huggun í miklum harmi og ó- blíðum örlögum. Því um Karl mátti með sanni segja, sem áður var sagt um efnilegan íslend- ing, er lézt fyrir aldur fram: „Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp, en drottinn ræður.“ Blessuð sé minning þessa góða drengs. D. Á. og gafl hlöðunnar á hina tvo, og gefist jafnvel sæmilega vel. Margur hliðrar sér hjá vot- heyinu af því að það er þyngra í vöfum, en í það þarf ekki að horfa. Óhætt mun að gefa kúm einn þriðjung gjafar af votheyi og sumir segja allt að helmingi, en um það skal ekkert fullyrt. í þriðja lagi: Ef þess er gætt og í tíma að breiða yfir galta og sæti á túni og engjum, þá skaða ekki skúrir né stórrigning að neinu ráði. í stuttum þurrkum eða flæsum er tími til að full- þurrka heyið, en þó það sé ekki neitt líkt því fullþurrt, jafnar bað sig og þornar, er það stend- ur þannig nokkuð lengi undir dúkum (yfirbreiðslum). Stór- gert hey, t. d. starungshey eða þar sem mikill puntur er í, þorn- ar auðvitað fljótar þó það sé sett upp illa þurrt. En það verður að búa sig út með yfirbreiðslur fyrir sláttinn, en ekki í slættinum sjálfum. Strigapokar alls konar eru ágætir til þeirra hluta og má sauma þá saman og hafa stærð- ina eftir vild. Ella verður að kaupa striga úr kaupstað, en það margborgar sig. Þó sætið sé aðeins hálfsæti, þarf yfir það dúka og kemur sér vel, ef breiða þarf aftur. Þessi þrjú úrræði sem nefnd hafa verið eru ýmist ódýr eða (Framhald á 4. siðu) \ Erich Kástner: Gestir í Miklagarhi Gesturinn var sonur Kuchenbuchs slátrara. Hann var hér um bil tveir metrar á hæð og kallaður Lilli. — Gamli bað að heilsa, sagði Lilli. Doktor Hagedorn símar í dag, en þú þarft ekki að vera hrædd. — Er það áreiðanlegt, að ég þurfi ekki að vera hrædd? spurði gamla konan. — Hann sendi okkur símskeyti í gærkvöldi, og hann sagðist hafa gleðitíðindi að segja þér. — Það var honum líkt, sagði frú Hagedorn. Stundu síðar var frú Hagedorn komin niður í búð slátrarans til þess að bíða eftir símtalinu. Klukkan var þó orðin meira en tíu, er síminn hring'di. Hún smeygði sér fram hjá viðhögginu og þreif heyrnar- tólið skjáifandi mundum og sagði við frú Kuchen- buch: — Bara ég heyri nú, hvað blessaður drengurinn segir. Hann er svo langt í burtu. Svo beit hún á vörina og hlustaði. Allt í einu birti yfir andliti hennar. — Já, hrópaði hún svo hátt, að heyrðist langt út á götu — ég er hér. Er þetta þú, Fritz? Ertu fótbrotinn? Eða handleggsbrotinn? Ertu áreiðanlega heill og óbrot- inn? — Ég verð þá að trúa þvi. Gættu nú að þér að segja ekki neina vitleysu í símann. — Hvað segirðu? Hún þagði nú lengi. En allt í einu tókst hún á loft. —■ Geiur þetta ver'ð satt? hrópaði hún. — Viijiö þér ekki segja konunni að nota símann, sagði einn viðskiptavinanna í búðinni við slátrarann. — Búinn að fá stöðu? hrópaði frú Hagedorn. Og sondu þér fimm hundruð mörk? Og þú verður hér í Beilín? Kú s'.ó aftur þögn á hana. — Ja, hvað heyri ég, tók hún aftur 11 máls. Trú- lofaður — á örfáum dögum? — Og heitir Hildur Sehulze? Ekki þekki ég hana — hún getur svo sem verið væn stúika samt. — í mínu ungdæmi þótti þó varhugavert, þegar bráðókunnugar manneskjur tóku sarnan. Þú hefðir átt að bíða svo sem hálft ár, meðan þú varst að kynnast henn'. Ég samþykki þetta ekki, ef mér lízt ekki vel á stúlkuna. Enn þagnaði gamla konan. — Jæja, hélt hún svo áfram, við sjáum, hvað setur. Eigum við að tala lengur — þetta mun vera orðið svo dýrt. — Ég hlakka til að sjá þig aftur. — Gættu þess að verða ekki undir sporvagni þarna suður frá. — Ég ætla aö kaupa gott kjöt í súpu, sagði hún svo við slátrarann, þegar hún var skiiin að skiptum við símann. Og dálítið af beinum að auki. Fritz Hagedorn hafði farið snemma á fætur um morguninn og skipti ávísuninni íyrir peninga. Síðan fór hann í símstöðina og talaði við móður sína. Þegar samtalinu var lokið, rjátlaði hann út í þorp- ið og keypti ýmislegt, sem hann langaði til að fá. Það var dásamlegt að hafa peninga á milli handanna, eftir að hafa orðið að horfa í hvern skilding árum saman — þegar hann hafði þá eitthvað handa á milli. Hann keypti vindlakassa handa hjálparhellu sinni, Jóhanni Kesselhuth frá Berlín og handa Eðvarði keypti hann gamlan, skrítinn tinbikar. Handa Hildi keypti hann eyrnahringi úr jaði, smeitta gulli. Loks keypti hann blómvönd handa frú Kunkel. En handa sjálfum sér keypti hann ekki neitt. Þegar hann kom heim úr þessari ferð, var Brúsas skeggur í andarslitrunum. Höfuðið var orðið að engu, og hjálmurinn sat á öxlunum. Skeggið var sígið langt niður á bringunni garpsins. En hann dó eins og hetju sæmdi. Hagedorn hirti þó ekki um að veita karli nábjarg- irnar. Hann arkaði beina leið inn í gistihúsið, grun- laus um það, sem þar hafði gerzt í fjarveru hans. Skruggan hafði riðið yfir, þegar þau Tobler, Hildur, frú Kunkel og Jóhann sátu að morgunverði úti á svölunum. Það var hlýtt í veðri. sólskin og áköf sólbráð. — Nú heíðum við getað brugðið okkur til Múnchen, ef við hefðum komið með bílinn, sagði Hildur. Faðir hennar hristi höfuðið. — Mundu það. dóttir min, sagði hann, að ég er fá- tækur maður, og fátækur maöur getur ekki borizt svo mikið á. Við skulum koma í bobb — það er alveg eins gott. — Hvar er annars tengdasonur minn? — Hann skrapp niður í þorpið, svaraði Hildur. — Hvernig sváfuð þér í nótt, frú Kunkel? — Hræðilega illa, og mig dreymdi óttalega drauma. Og ég er helaum í hálsinum eftir beinið, sem festist þar í gær. — Þér ættuð ekki að fá annan mat en hafragraut, sagði Jóhann. — Það kæmi ekki að neinu haldi, sagði Tobler. Þá gleypti hún bara skeiðina. — Við gætum fest á hana keðju, svo að hægt væri að draga hana upp aftur, sagði Hildur. Það kom þykkjusvipur á frú Kunkel. En hinum vannst ekki ráörúm til þess að milda skap hennar, því að í þessum svifum komu Polter og Kúhne gisti- hússtjóri út á svalirnar. Karl hinn hugumstóri hneigði sig og mælti: LUflA RAFMAGNSPERUR @ru beztar Seldar í öllum kaupfélögnm landsius. Samband ísl. samvinnuf slaga FBöskur á 50 aura Kaupum venjulegar 3ja pela flöskur, öl- og sítrón- flöskur á 50 aura stykkið, ef komið er með þær. Mót- taka Grettisgötu 30, kl. 1—5 alla daga nema laugar- daga. Ennfremur sækjum við heim til fólks og borgum þá 40 aura fyrir stykkið. Kaupum ennfremur ýmsar aðrar flöskur og glös. Sími 5395. Flðskubúðin l URVINNA Múrarar óskast til að taka að sér múr- húðun í íbúðarhúsum Reykjavíkur- bæjar við Miklubraut. Upplýsingar á byggingarstaðnum kl. 1,30—2,30. HLLsameistari Reykjavíkurbæjar Fjjáeskiptamáli'ð (Framhald. af 2. síðu) al við Sauðf-jársjúkdómanefnd. Tvað þar fór fram er ekki vit- rð, en eftir það samtal, óskaði Sauðfjársjúkdómanefnd sam- L.als við oss og urðu síðan við- ræður um lausn þessa máls. Viðurkenndum vér nauðsyn bess að hreinsa Vestfjarða- kjálkann og töldum það vel samrýmanlegt við lausn vors máls, þar sem varlegast væri að hafa vort svæði sauðlaust eitt ár. Árangur þessara við- ræðna var sá, að við urðum sammála við Sauðfjársjúk- dómanefnd um lausn málsins, °r vér töldum viðunandi eftir á- stæðum. Samkvæmt bókun Sauðfjársjúkdómanefndar var hún þessi: „Skorið verði milli Héraðs- vatna og Blöndu haustið 1947 og haft sauðlaust eitt ár. Skor- ið vestan Blöndu 1948. Það haust tekin lömb á allt svæðið og mundi verða hægt að út- vega lömb á móti allt að 30% af skornu fé, og viðbót haustið 1949“. Töldum vér því mál þetta leyst á nefndum grundvelli. Af þessu sést að Sauðfjársjúk- dómanefnd hefir einnig án nokkurra milliliða gefið oss fyllsta ádrátt í málinu. 3. Framskvæmdastjórinn get- ur þess að engu, að þegar er hafinn niðurskurður fjár á þessu svæði fyrir ári síðan, þar sem Rípurhreppsmenn skáru niður að eigin frumkvæði, á- eggjan vorri og með stuðningi Sauðfjársjúkdómanefndar. — Gengust Rípurhreppsmenn und- ir þetta, þegar búið var að sam- þykkja niðurskurð á öllu svæð- inu heima fyrir, þar sem þeir bjuggust ekki við neinni mót- ^ spyrnu hjá stjórnarvöldunum. Má benda á að ef ekki hefði notið framtaks heiman að, þá hefði hið sýkta fé Rípurhrepps- manna gengið í sumar á sam- eiginlegum afrétt vorum (Stað- arfjöllum) og komið í réttir eins og við hefir gengist und- anfarin ár, án þess að .Sauð- fjársjúkdómanefnd hefði af- skipti af því. Er slíkt í sam- ræmi við rök hennar i þessu máli, þar sem hún telur ekki máli skipta hvert ár niður- skurður fer fram. Sagan mun dæma þessa stefnu nefndarinn- ar. En frá sjónarmiði almenn- ings má benda á, að hvað snert- ir garnaveikina vitum við um annan smitbera en sauðkind- ina, sem sé nautgripina. Það er því vitað mál, að ef garnaveik- in er komin í nautgripina á svæðinu, þá er ekki hægt að búast við útrýmingu þeirrar veiki með niðurskurði sauðfjár eingöngu. Vér teljum því von- lítið um útrýmingu þessarar pestar, nema tilraunin sé gerð áður en vitað er að veikin hafi verið mörg ár á svæðinu. Drátt- ur á niðurskurði fjár, sem í raun og veru er ákveðið að farga, er því alveg óverjandi þó kosti nokkur aukaútgjöld fyrir einstaklinga og ríki. 4. Óbein afleiðing nefndra að- gerða Sauðfjársjúkd.n. er að á haustinu 1946 stórfækkuðu menn yfirleitt fé sínu og sumir skáru niður allt sitt fé, þannig að segja má að niðurskurður á svæðinu hafi átt sér stað 1946 um allt að þriðjung. 5. Aukinn kostnaður ríkis- sjóðs kemur aðeins til greina ef ekki er hægt að útvega nægileg líflömb. Sauðfjársjúkdóma- nefnd gerir of mikið úr þeim vandkvæðum, þó þar sé við erf- iðleika að stríða, en-við laga- setninguna hefir Alþingi gert (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.