Tíminn - 27.09.1947, Page 4

Tíminn - 27.09.1947, Page 4
D A G S K R Á er bezta íslenzka tímaritíd um þióðfélagsmál 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokkúns er í Edduhúsinu. við UndargðtLL Slmi 6066 27. SEPT. 1947 176. blað Menningar- og minningarsjóður kvenna hefir nú sinn árlega fjáröfl- unardag með merkjasölu o. s. frv. Sumir halda víst að þessi sjóður sé aðallega merkilegheit og mont úr ein- hverjum kvenréttindakerlingum, sem mér fellur nú yfirleitt ekki nema svona og svona við. En hvað sem um kvenréttindafólkið er, — sleppum því, — þá er stofnað til þessa sjóðs í góð- um og réttmætum tilgangi. Undanfarna daga hafa margir átt þess kost að sjá og heyra Þórunni litlu Jóhannsdóttur, sér til gleði, og þó færri en vildu. Hún er ein þeirra, sem sjóðurinn hefir styrkt til náms. Það eru kannske fleiri en ég, sem finnst ánægjulegt til þess að hugsa, að hafa keypt merki sjóðsins í fyrra, hitti fyrra o. s. frv. og finna þannig til þess, að sá styrkur var nú svo sem að einhverju leyti frá manni sjálfum kominn. Auðvitað má alltaf deila um út- hiutun námsstyrkja. Ég er til dæmis ekki viss um, að menn séu almennt jafn áfjáðir í að skjóta saman í náms- för fyrir Ninu Tryggvadóttur, og væri þó sízt að sjá eftir því, ef henni gæti farið fram við það. En hér er ekki aðalatriðið hvaða álit við höfum á einstökum úthlutun- um. Kjarni málsíns er sá, hvort við viljum að samtök kvenna ráði yfir sjóði til að veita nokkrum stúlkum á ári hverju styrk til náms. Hitt er fullvíst, að margar þeirra, sem þess nytu, myndu borga það margfalt aft- ur í þjónustu við sæmd og menningu þjóðarinnar. Ég kemst alltaf í illt skap, þegar ég heyri fólk, sem sættir sig við tóbaksnautn og drykkjuskap,' amast við þeirri eyðslu, sem á sér stað vegna menningarmála. Það verð' ég að játa. Og ég er viss um, að það er meiri þegnskapur við íslenzka menningu og íslenzka þjóð, að kaupa merki af Menningar- og minningarsjóði kvenna, Rauð# krossinum, Slysavarnafélaginu, Sambandi berklasjúklinga, templara- reglunni, landbúnaðarsýningunni o. s. frv., heldur en t. d. sígarettur til að bjóða gestum slnum. Pétur landshornasirkili. Jarðhiti fundinn . . . Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðu) borSi jarðarinnar. Mæla tækin bæði heitt vatn og gufu. Með þvi að nota slík mælitæki væri hægt að spara ógrynni fjár, þar sem þá þarf ekki að bora, þar sem óvíst er hvort um mikinn hita er að ræða, og einnig er hægt að finna réttu staðina fyrir boranir á hverasvæðunum með mælingunum. Það hefir þegar komið í Ijós við þessar fyrstu tilraunir með jarðeðlismælingar hér á landi, að mun erfiðara er að finna með þeim hverasvæði á Norðurlandi en Suðurlandi. Stafar það af basalts-lögunum þar. En auk þess eru hverasvæðin yfirleitt miklu minni og kíaldari norðan- lands en sunnan. Hins vegar verður reynt að gera endurbæt- ur á þessum tækjum, svo hægt sé að nota þau með betri árangri norðanlands. (Framhald af 1. síðu) sem eru ítölum mestur þyrnir j' augum. Svar kommúnista á Ítalíu við þessum fyrirætlunum virðist vera hin mikla verkfalls- alda, sem nú geisar yfir landið, og mun m. a. haía það markmið að steypa stjórninni áður en þessar fyrirætlanir komast fram. Loks hefir þeim tekist að nota neyðarástandið í landinu til að fylkja öllum vinstri flokk- unum gegn stjórninni. Endursikoðun friðarsamning- anna við Ítalíu getur orðið all- heitt deilumál á þingi samein- uðu þjóðanna, þar sem hér er raunverulega á ferðinni eitt af stærstu átakamálum stórveld- anna um þessar mundir. Jafn- framt virðist mega búast vic harðnandi átökum á Ítalíi sjálfri, sem að sínu leyti mun rekja rætur til þessara átaka stórveldanna. Tvær stúlkur óskast til Kleppjárnsreykjahælisins í Borg- arfirði. — Hátt kaup. Upplýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna. Sími 1765. Karlmaður óskast til hjúkrunarstarfa. Upplýsingar í skrifstofu rikisspítalanna. Simi 1765. Ljósmynda- og ferðasýning ♦ Ferðafélags íslands er opin daglega frá kl. 11 til 11. Ferðafélag fslands. TÍ MINN er víðlesnasta anglýsingablaðið! VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS :* ♦♦ :: H :: ♦♦ :: Tryggið hjá SAMVIN NUTRYGGINGUM BRUNATRYGGINGAR BIFREIÐ ATR Y GGIN G AR SJÓTRYGGINGAR Umboðsmenn i öllum kaupfélögum landsins. SAMVINNUTRYGGINGAR Sími 7080 Símnefni: Samvinn :: •**♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*' e»*«******4*♦♦♦•♦♦♦♦♦♦*♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• Heybriini í Eyjafirði í fyrramorgunn brunnu um 300 hestburðir af heyi að bæn- um Naustum í Eyjafirði, en bær sá er skammt frá Akureyri. Hey þetta var í hlöðu skammt frá íbúðarhúsinu, sem við illan leik tókst að bjarga frá skemmd- um. Á innanstokksmunum urðu hins vegar nokkrar skemmdir, einkanlega er verið var að bera þá út úr íbúðarhúsinu, þar sem óttast var að ekki tækist að verja það. Landhelgisbrot Nýlega var vélbáturinn „Nonni,“ G.K. 100, frá Keflavík staðinn að botnvörpuveiðum í landhelgi á Faxaflóa. Er rann- sókn í máli hans nú lokið og var skipstjórinn dæmdur í 29.500 króna sekt fyrir brot á landhelgislögunum og ennfrem- ur var afli og veiðarfæri gert apptækt. 'lilkaþungi . . . (Framhald af 1. slðu) tert ráð fyrir, að votviðrin í umar myndu hafa haft áhrif dilkaþungann, en svo virðist kki vera. Eftir að haustslátrunin hófst refir Sláturfélagið selt slátur il heimatilbúnings eins og að ndanförnu. Að þessu sinni eru ó nokkrir erfiðleikar á þessari lu, vegna vöntunar á ílátum 'g umbúðum til að flytja slátrin heim til kaupendanna. Hefir lagið því orðið að taka upp .á reglu, að afgreiða aðeins 5 látur til heimsendinga. Fást Ils ekki afgreidd færri eða leiri slátur, ef óskað er eftir 5 félagið annist á þeim heim- endingu. Hins vegar er hægt ð fá allt niður í eitt slátur :eypt hjá félaginu, ef kaup- ndur sækja slátrin í slátur- -.úsið. Blaðinu er ekki kunnugt m samanlagða tölu slátur- járins til þessa tíma. Margt er nú til í matinn Norðlenzk saltsíld. Hrefnu- :jöt. Rófur. Lúða. Sjóbirtingur. Kartöflur í 10 kg. pokum og altfiskur á aðeins 2 kr. — í !5 kg. pokum. FISKBÚÐIN Hverfiaötu 123. Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. ÞRÍHJÓL Hlaupahjól Rugguhestar Hjólbörur Bílar, stórir Brúðuvagnar o. fl. K. Einarsson & Björnsson h.f. ffivað geta bændur lært af óþurrkunum í sumar (Framhald af 3. slðu) jafn en sumir hafa getað þurrk- að hey sitt alveg á þennan hátt. Þeim, sem blása upphituðu lofti, hefir tekizt, að minnsta kosti sumum, að þurrka hey sitt að fullu á þennan hátt (Ari Páll í Sandvík, Bjarni á Laugarvatni, Pálmi rektor, Jóhannes á Sturlureykjum o. f].). Sumir hafa þó tekið það rennandi blautt, en þá ekki látið nema þunnt lag inn í einu. Þeir, sem ekki hafa blásið nema köldu lofti, geta ekki tek- ið heyið i^n nema það sé nokkuð viðrað o» helzt orðið allt af því fangþurrt áður. Og sé loftið, sem inn er blásið, mjög rakt, þurrkar það ekki mikið, og ekk- ert, sé það mettað með raka, sem oft á sér stað i óþurrkatíð. Engu að síður er það augljóst í sumar, að þeir, sem hafa getað blásið í heyið, hafa mjög létt sér heyskapinn, og eiga bæði betra og meira hey en hinir. En við þessa heyþurrkunaraðferð kemur margt til greina, og er fjanji því, að hún sé enn komin yfir tilraunaskeiðið. í því sam- bandi vil ég benda f eftirfar- andi atriði, sem mér virðast ljós af reynslunni í sumar. Það þýðir helzt ekki að setja súgþurrkun í hlöður, nema að þær séu bæði með þéttu gólfi oj þéttum veggjum. Loftið þarf að fara upp gegnum heyið, en ekki nið- ur i jörðina né út gegnum veggina. Stærð blásaranna og stærð mótoranna þarf að vera sniðin hvað eftir öðru, og eftir stærð hlöðunnar, en á þessu virðast nokkur mistök. Mjög áríðandi er að heyið sé allt jafn laust í hlöðunni, það má ekki þjappast sérstaklega saman t. d. undir baggagötum, því þá hefir loftið greiðari aðgang gegnum heyið á öðrum stöðum, og sá staður, sem heyið hefir þjappast saman á þornar því ekki, þó heyið annars staðar þorni prýðilega. Þess vegna er mjög áríðandi að heyið sé ekki látið inn í söxuín né saman þjöppuðum tuggum, og verði jafnlaust yfir alla hlöðuna. En augljóst tel eftir reynslunni í sumar, að vel má þurrka hey I óþurrkum, sé loftið, sem blásið er gegnum heyið hitað upp, og að alltaf má nota súgþurrkun- ina með köldum blæstri til mik- ils léttis við heyþurrkunina, og þó sérstaklega í rysjutíð, þar sem flæsur koma annað slagið, þó óþurrkar séu á milli. Pétur Gunnarsson hefir sérstakiega fylgzt með súgþurrkuninni og gert tilraunir með hana eða séð um þær, og ættu þeir sem hugsuðu sér að koma henni á (jmla Síé Vtjja Síé Blástakkar (Blájackor) Bráðskemmtlleg og fjörug sœnsk söngva- og gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: Skopleikarinn Niis Poppe. Annalisa Ericson, Cecile Ossbahr, Karl-Arne Holmsten. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 7ri/scliSíc f leit að lifshamingjn (The Razor,s Edge) Mikilfengleg stórmynd eftir heimsfrægri sögu W. Somerset Maugham, er komlð heflr út neðanmáls i Morgunblaðinu. Aðalhlutverk: .. Tyrone Power Gene Tierney Clifton Webb Herbert Marshall John Payne Ann Baxter Sýnd kl. 5 og 9. H Sala hefst kl. 1. Inngangur frá Austurstræti. TjatHafhíé Leynilögreglu- maðnr lieimsækir Buda-Pest Spennandi amerísk leynilög- reglumynd. Aðalhlutverk: Wendy Barry Kent Terylor Nischa Auer Dorohtea Kent. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. H. Sími 1182. Frá Skipaútgerðinni. Það féll úr auglýsingu Skipa- itgerðarinnar í síðasta blaði, ið Esja getur ekki tekið vörur ;il Raufarhafnar. Frá Furðuströnd- um (Blithe Spirit) Gamanmynd í eðlilegum litum eftir sjónleik Noel Cowards. Rex Harrison, Constance Cummings, Kay Hammonds. Leikfélag Reykjavíkur sýndi leik þennan s.l. vetur undir nafninu „Ærsladraugurinn". Sýning kl. 7 og 9. Sjnur Hróa hattar Ævintýramynd í éðlilegum lit- um. — Cornel Wilde, Anita Louis. Sýning kl. 3 og 5. hjá sér að tala við hann um málið eða skrifa honum. Ég tel sýnt, eftir reynslunni í sumar, að með því að hafa bæði súgþurrkun og votheysgerð geti menn alltaf, ef þeir geta hitað loftið, sem þeir blása gegnum heyið, og oft ef þeir hita það ekki, komizt hjá því, að heyin skemmist við hrakning, og ég hygg að bændur muni stefna að því, að koma sér þannig fyrir. En á meðan þeir eru að því, þurfa þeir að nota yfirbreiðsl- urnar, c>f -«ná með þeim bjarga miklu og verjast mestu hrakn- ingunum. Þá hefir aðstaða manna til heyskaparins á heimilunum, verkfæri sem þeir nota, og hlut- fallið milli þess, hve heyin eru fljótslegin, og hver aðstaða er til eftirvinnunnar, mikið að segja. Það þýðir ekki að slá mikið niður, t. d. með Farmall- sláttuvél, nema hægt sé að sinna því að þurrka mikið, ann- að hvort af því að komin sé -núningsyél, sem flýti fyrir þurrkuninni, eða að mikill mannskapur sé til að vinna í þurrheyinu. Og þó getur stund- um komið sér vel að geta slegið mikið niður í byrjun þurrka- kafla, þó eftirvinnan sé lítil. En þetta hugsar hver bóndi um, og eitt á við á einum staðnum en ekki á hinum, svo að ég ætla ekki að tala um það frekara. En ljúka vil ég þessum pistli mínum með því að segja: Aukið votheysgerðýia. Veriff undir það búnir næsta vor, aff geta tekið helming heyjanna í votl-cy. Eignist yfirbreiffslur og notiff þær. Þær geta oft bjargað miklu heyi frá hrakningi. Og þiff, sem hugsiff um súg- þurrkun, og viljiff koma henni upp. Athugiff hlöffurnar, geriff þær þéttar, og passiff að dreifa beyinu jafnt yfir, og láta þaff okki verffa samanþjappaffra á einum staff en öffrum. 15. sept. 1947. SKIPAUTG6RÐ RIKISINS M.s. ,Straumey’ til ísafjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur, Kópaskers og Raufar- hafnar um helgina. Vörumót- taka árdegis í dag. E.s. Fjallfoss fer héðan um miðja næstu viku til Vestur og Norðurlands. Viðkomustaðir: Flateyri, ísafjörffur, Siglufjörffur, Akureyri, Húsavík. Vörumóttaka til þriðjudags. H.f. Eimskipafélag * Islands Búóinqs du|tJ Bomm Vanllle Sítronn Appelsín Súkknlaði KRON Skólavörffustíg 12.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.