Tíminn - 18.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINIV, laugardagiim 18. okt. 1947 191. blað Ltmgardayur 18. oht. Orsök vandræðanna í útvarpsumræðunum um daginn flutti forsætisráðherr- ann ræðu, sem að ýmsu leyti var merkileg. Hann gaf þar nokkrar upplýsingar um fjár- málastjórnina, þar sem Áki Jakc#osson kom við sögu, og mun það verða ýmsum minnis- stætt. En auk þess vék hann skörulega að höfuðásökunum kommúnista á núverandi stjórn og sagði m. a.: „Og nú segja kommúnistar einnig, að núverandi ríkisstjórn sé að koma af stað kreppu, hruni og atvinnuleysi, þegár hún er að draga fram stað- renydir um ástandið í þjóðfé- laginu, — staðreyndir, sem eru víðsfjarri að núverandi ríkis- stjórn eigi nokkra minnstu sök á. Gjaldeyrisskorturinn er sízt af öllu hennar sök, því að nú- verandi ríkisstjórn hefir frá upphafi gert sitt til þess að takmarka notkun hans með minnkandi innflutningi. Hækk- andi verðlag innanlands hefir stjórnin reynt að hindra, eftir því sem aðstæður hafa frekast leyft, meðal annars með ströng- um verðlagsákvæðum, auk þess sem hún hefir alvarlega varað við kauphækkunum og öðru, er áuka kynni verðbólguna, — og sízt af öllu hefir ríkisstjórnin það á valdi sínu að segja öðr- um þjóðum fyrir um það, hvaða verð þær eigi að greiða fyrir afurðir okkar, en ríkisstjórnin hefir sannanlega haft öll þau útispjót, sem unnt var, til þess að selja afurðirnar sem hæstu verði og haganlegast eins og hæstvirtur utanríkisráðherra hefir sannað í umræðunum." Kommúnistar, og þeir aðrir, sem hafa tilhneigingu til að draga taum fyrrverandi stjórn- ar, mega gjarnan vita það, að þjóðin hefir nú þegar gert sér grein fyrir sannleikanum í þess- um orðum: Vandræðin, sem kommúnistum þykir nú svo illt aff þola, eru rökrétt og óhjá- kvæmileg afleiffing af stjórnar- stefnu þeirra sjálfra og banda- manna þeirra, sem stóffu aff glæfrastjórn Ólafs Thors. Það er því ekki annað en tímatöf ein og dráttur, að vera að reyna að bjarga sér með slíkum málflutningi. Það eru fleiri en Framsóknarmenn og aðrir fyrrverandi stjórnarand- stæðingar, sem sjá hér sam- bandið milli orsaka og afleið- inga. Það sjá nú allir menn, sem vilja sjá hlutina með sann- girni og hafa sæmilega greind. Og því er það þeim sjálfum verst, sem velja sér enn það hlutskfpti, að kenna núverandi stjórn um gjaldeyrisvandræði o. þ. h. Það kann að vera skiljanlegt að ófyrirleitnir og örvona stjórnarandstæðingar grípi til þess í öngum sínum og ráða- leysi að halda uppi öðrum eins ádeilum og kommúnistar hafa nú gegn ríkisstjórninni. En furðulegra er það, þegar þeir, sem telja sig fylgismenn stjórn- arinnar, leggja nótt við dag til að afneita öllum tengslum og orsakasambandi milli erfiðleik- anna nú og þess, sem á undan var gengið. Slíkt er sannarlega ekki til þess fallið, að sameina menn sem bezt og einbeita kröftum þeirra að því, að leysa Tillögur Austfirðinga um stjórnarskrá Íslands Grelnargerð stjfórnarskrárnefndar fjjórðnngsþzngs Austf jarða Þegar ákveðin verða megin- atriði stjórnarskrár lýðveldis- ins, verður að hafa hliðsjón af þeim ágöllum á stjórnskipun ríkisins, sem afdiáfaríkastir hafa orðið á liðnum árum. Almennt mun viðurkennt, að stjórnarfar síðustu ára hafi stefnt um of að samdrætti alls opinbers valds á einum stað, í höfuðborg ríkisins, Reykjavík. Að sama skapi hafa aðrar byggðir landsins orðið útundan og háðar höfuðborginni í fjár- hagslegu, atvinnulegu og menn- ingarlegu tilliti. Hefir þróun þessi leitt til þess að öðrum þræði, að ofsalegur vöxtur hefir hlaupið í Reykjavík og fólki hefir fjölgað mjög í henni og nágrenni hennar um leið og því hefir á hinn bóginn fækkað, at- vinna hefir þorrið og afkomu allri hnignað víðast hvar ann- ars staðar á landinu, svo að til beinnar auðnar horfir á ýmsum stöðum, sem annars mega telj- ast byggilegir. í kjölfar þess- arar þróunar kemur glötun mikilla verðmæta á hinum hnignandi stöðum, röskun þjóð- félagslegs jafnvægis samfara því, að hætta skapast á ein- hæfingu atvinnuhátta, sem leiðir til þess, að almenn af- koma þjóðarinnar verður um of háð einstökum atvinnugreinum, svo sem nú er orðið, þegar telja má ,að öll velmegun þjóðarinn- ar sé háð síldveiðunum við Norðurland, sem standa 1—2 mánuði ársins. Mun öllum ljóst, hvílíkur háski er fólginn í slíkri þróun. vandann, eins og nú er óneit- anlega fyrir mestu. Það eru litlar líkur til þess, að vel verði greitt úr málum, án þess að skilja orsakir vand- ans og mistök liðins tíma. Þeir, sem reyna að villa um menn á því sviði, eru því að spilla möguleikunum til skjótrar við- reisnar og umbóta. Eitt helzta markmiðið, sem stefna ber að við setningu stjórnarskrár fyrir lýðveldið, verður því það, að dreifa vald- inu og leitast þannig við að koma á jafnvægi milli atvinnu- vega og landshluta. Ætti það að leiða til þess, að öll afkoma þjóðarinnar hvíldi á traustari og breiðari grundvelli og yrði síður háð árferði í landinu. Til þess að ná þessu mark- miði hefir nefndin gert ráð fyrir, að landinu verði skipt í fimmtunga, sem verði stjórnar- farslegar heiídir með allvíðtæku starfssviði og valdi 1 ýmsum sér- (málum og verður nánar vikið að þeirri skipan síðar í grein- ! argerð þessari. Annar höfuðókostur gildandi j stjórnarskipunar er sá, að hún gerir ráð fyrir, að Alþingi myndi ríkisstjórnina. Á þessu hafa oft- ar en einu sinni orðið alvarleg- ar tafir. Þegar slíkir atburðir gerast, er jafnan ríkjandi öng- þveiti um mörg hin mikilvæg- ustu málefni ríkisins. Verður ekki fyrir séð né með tölum tal- ið það tjón, sem af því getur hlotizt, að ríkið sé stjórnlítið eða stjórnlaust mánuðum eða jafnvel árum saman. Slíkt á- stand virðist helzt skapast, þeg- ar mest ríður á því, að föst og örugg stjórnarstefna sé í ríkinu. Hina miklu erfiðleika, sem þjóð- in á nú við að etja í atvinnu- og fjárhagsmálum má að veru- legu leyti rekja til slíks stjórn- málaástands. Eitt' aðalmarkmið með setn- ingu nýrrar stjórnarskipunar hlýtur því að vera það, að búa svo um hnúta, að alitaf verði i landinu fullábyrg ríkisstjórn, sem Hefir vald og vilja til að ' gera það, sem þörf krefur á hverjum tíma. I ’ Þar sem reynslan hefir, eins og áður var sagt, sýnt, að Al- ' þingi hefir ekki alltaf getað 1 myndað starfhæfa ríkisstjórn, I virðist ekki rétt að fela því það hlutverk áfram. Nefndin hefir því lagt til, að forsetinn myndi ríkisstjórnina, enda er ráð fyr- ir því gert, að hann verði þjóð- kjörinn. Með þeirri tilhögun, sem tillögurnar gera ráð fyrir, verður að ætla, að jafnan verði starfandi örugg ríkisstjórn. Að vísu getur Alþingi samþykkt vantraust á ríkisstjórnina, en þá eiga að fara fram nýjar kosningar bæði á forseta og al- þingismönnum. Ef'forseti/verð- ur endurkjörinn, getur Alþingi ekki aftur um tveggja ára skeið lýst vantrausti á stjórnina, enda þótt svo ólíklega kynni að fara, að vilji væri til þess hjá meiri hluta Alþingis. Tillögurnar fela og 1 sér skarpa aðgreiningu á löggjafarvaldinu og framkvæmd arvaldinu og miöa þannig að glöggri verkaskiptingu og vænt- anlega betri starfsafköstum bæði hjá Alþingi og ríkisstjórn. Þannig er ekki gert ráð fyrir því, að forseti þurfi að staðfesta lögin, en hann getur látið ganga þjóðaratkvæðagreiðslu um lagasetningu og falla þá lög úr gildi, ef meirihluti kjósenda greiðir atkvæði gegn þeim. Al- þingi og forseti eru þjóðkjörnir aðiljar hvor í sínu lagi. Ef á- ' greiningur rís milli þeirra í svo 1 mikilvægu máli, að málamiðlun 1 getur ekki tekizt, verður ekki 1 séð önnur réttlátari úrlausn en 1 sú, að þjóðin skeri sjálf úr deil- ! unni. Gildir einu, hvort um er ■ að ræða löggjafarmálefni eða st j órnarf ramkvæmdir. Þriðji höfuðókostur núverandi stjórnarskipunar er kjördæma- skipunin og kosningafyrir- komulagið, sem hafa mótazt í harðvítugri togstreitu milli flokkanna, þar sem skammsýni eiginhagsmunanna hefir mótað afstöðu beggja deiluaðilja. Eins og kunnugt er, geta alþingis- menn nú öðlazt umboð sitt með þrennum hætti, við hlutfalls- kosningar í Reykjavík og í tví- menningskjördæmum, við ó- hlutbundnar kosningar í ein- menningskjördæmum og sem uppbótarþingmenn. Þegar til þings kemur, skipta þingmenn sér sjálfir í deildir án tillits til þess, með hverjum hætti þeir eru kosnir. Þessi deildarskipt- ing styðst því ekki við sömu rök og deildarskipting þinga gerir í þeim löndum, þar sem kosið er á mismunandi hátt til tveggja deilda. Nefndin aðhyllist, að Alþingi verði framvegis skipt í tvær deildir, en gerir ráð fyrir, að þær verði skipaðar með ólíkum hætti. í efri deild skulu eiga sæti þrír þingmenn úr hverjum fimmtungi kosnir af kjörmönn- um, fimmtungsþingmönnum, en í neðri deild skulu eiga sæti þingmenn kosnir í einmenn- ingskjördæmum. Með þessari skipun er stefnt að því, að tryggja sjónarmið héraðanna sem heilda og leit- ast á þann hátt við að efla jafnvægi milli hinna ýmsu landshluta og atvinnuvega. Ætlazt er til, að sem jöfnust kjósendatala verði í hverju ein- menningskjördæmi. Er gert ráð fyrir endurskoðun kjördæma- skipunarinnar á 10 ára fresti til þess að framkvæma þær breyt- ingar, sem tilfærzla fólksins í landii^u kann að gefa tilefni til. Stungið er upp á skipun nefnd- ar til að annast þessa endur- skoðun og er ætlazt til að þeir þrír þættir ríkisvaldsins, sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir, annist skipun nefndarinnar. Þess skal getið, að nefndinni þótti með engu móti tiltækilegt að gera ráð fyrir hlutfallskosn- ingu þingmanna til neðri deild- ar, vegna þeirra sérréttinda, sem flokksstjórnum eru veitt í slíkri skipun. í orði kveðnu mætti segja, að flokkarnir ráði framboðslistum, en það væri þó hin herfilegasta blekking. Til- tölulega . fáir flokksmenn hvers flokks verða einráðir um fram- boðin m. ö. o. aðeins flokks- stjórnirnar. Af óviðráðanlegum orsökum verða þær búsettar í Reykjavík. Hlutfallskosningar færa því í raun og veru Reyk- víkingum valdið til þess að skipa þingdeildina og miða því enn hastarlega að samdrætti valdsins á einn stað en nokkur (Framhald á 4. síðu) Krónurnar kvaddar íslendingar kveðja venjulega þær krónur í síðasta sinn, sem látnar eru til útlanda. Og verðmætin, sem fást til baka eru misjöfn og stundum engin. í hinni fróðlegu bók, Skýrslu Landsbankans fyrir a 1946, bls. 77—78, segir meðal annars: „Frá því í byrjun árs 1946 og þar til í apríl 1947 voru gefin út gjaldeyrisleyfi til 1825 út- lendinga ,sem komnir voru til landsins fyrir árslok 1946. Þar af voru 1716 Danir og Færey- ingar, 26 Norðmenn, 43 Svíar, 28 Englendingar og 12 einstakl- ingar af öðru þjóðerni. Af Dön- um og Færeyingpm voru 210 kvenmenn. Skortir áreiðanlega mikið á, að öll kurl séu komin hér til grafar. Heildar upphæð útgefinna gjaldeyrisleyfa á ár- inu fyrir vinnulaunum var 4687 . þús. kr. Sjálfsagt hefir kveðið mikið að því, að útlendingar j yfirfærðu vinnulaun sín til heimalandsins með sendingu i gjafaböggla." I Þarna er bent á eina lindina, þar sem erlendi gjaldeyririnn hefir runnið út í sandinn að I meira eða minna lelyti. Þótt (nefndar séu aðeins hátt á fimmtu milljón króna í vinnu- laun, sem leyfi hafi verið veitt fyrir á einu ári, þá er hitt vit- anlega margfallt hærri upp- hæð, sem komið hefir verið út í alls konar vörum, bæði í póst- sen<!ingum, með ýmsum far- þegum og skipsmönnum, er far- ið hafa til útlanda og loks at- vinnufólkinu sjálfu, þegar það hefir farið af landi burt. ' Auk þessa hafa íslendingar selt í stórum stíl vörurnar, sem fluttar hafa verið inn í landið fyrir ameríska' dollara og fengið fyrir þær ýmiskonar rusl, einkum í Danmprku — eða þá lagt andvirðið að meira eða minna leyti fyrir í erlendum bör(kum. En allra þyngstur straumur- inn af erlendum gjaldeyri í þessum efnum hefir þó runnið með þeim þúsundum íslendinga, sem farið hafa út í lönd að þörfi* og óþörfu. Þar væri ófögur saga sögð væri hún skráð eins og hún er, (Framhald á 4. síöu) Á slóðum Vestur-íslendinga — IV. Þættir úr lífi Skagfirðings Framhald. Á haustin var siður að fara með bátana, sem notaðir voru að sumrinu, í vetrarlagi í Port Nelson. Þetta haust átti að fara með stóran dráttarbát þangað. En svo stóð á, að menn vantaði á bátinn, en meginhluti verka- manna farinn. Var þá leitað til mín og lét ég tilleiðast að fara á bátinn. Við lögðum af stað frá Chur- chill klukkan átta að kvöldi og var þá tekið að frysta. Þegar við vorum komnir nokkuð út á flóann, skall snögglega á ofsa- hríð með miklu hafróti og slíkri fannkomu, að ekki sást út fyrir borðstokkinn. Stýrishúsið á dráttarbátnum var ákaflega hátt, enda var hann ekki ætl- aður til langra sjóferða, og aft- an við það var stór vatnsgeym- ir. Þetta sópaðist nú allt burt með ógurlegum brotsjó, er reið yfir bátinn. Þannig velktumst við í fimm daga, kaldir og hraktir, vatns- lausir og matarlausir, því að engar vistir voru í skipinu. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir, að við yrðum nema 26—30 klukkutíma til Port Nelson. Atta menn voru á skipinu, sumir orðnir veikir, aðrir örvona um björgun. Skipstjórinn, gamall karl frá Nýja-Skotlandi og frægur smyglari, var hinn eini, sem aldrei mælti æðruorð. Hann var þó sá eini af bátverjum, sem var fatlaður. Hann var nefnilega einhentur — lög- reglumaður hafði skotið af hon- um aðra höndina í einni af smyglferðum hans. Loks fann okkur flugvél, sem send hafði verið á vettvang að leita okkar, er veður lægði og birti yfir. Ég hefi aldrei á ^vi minni orðið jafn feginn og þeg- ar við stigum á land í Port Nelson. — Tvo af bátsmönnum var farið með beint í sjúkrahús. Við, sem ætluðum áfram suð- ur á bóginn og ferðafærir vor- um, dvöldum þó aðeins tvo daga í Port Nelson. Enn voru ófarnar 60—80 mílur til næstu járnbrautarstöðvar. Við þótt- ust því heppnir, er við fréttum af Indíánum, sem voru í þann veginn að leggja af stað á bát upp Nelsonfljótið. Indíánarnir voru fúsir til þess að veita-okk- ur fyrirgreiðslu og vildu ekki einu sinni heyra, að við hefðum með okkur nesti. Þeir sögðust hafa ráö á nógum mat. En ferðin gekk ekki eins greitt og við liöfðum vonað. Það var fullt af sel í fljótinu, og Indíánarnir voru allan daginn að eltast við þá. Stundum fóru þeir jafnvel langar leiðir til baka. Þeir komust því ekki nema fimm mílur fyrsta daginn, og þannig gekk í þrjá daga sam- fleytt. Á kvöldin var lagt að árbákkanum, kveiktur Indíána- eldur og sofið við hann undir berum himni í snjó og gaddi. Indíánarnir hringuðu sig sam- an eins og hundar og stein- sváfu, en okkur félögunum kom ekki dúr á auga. Við vorum líka sársvangir, því að matur Indí- ánanna voru aðallega hálfhráar andir og svart, sykurlaust kaffi. Loks fannst okkur þetta orð- ið óþolandi, svo að við strukum burt frá eldinum eina nóttina*. En við vorum allir ókunnugir, svo að við villtumst. Nú horfði ekki betur fyrir okkur heldur en meðan við dvöldum í skjóli Indíánanna, og sumir okkar munu fyllilega hafa átt von á því, að við bærum beinin þarna norður frá. Eftir margra daga flæking rákumst við þó loks á kofa, þar sem járnbrautareftir- litsmaður bjó, og vorum þá orðnir mjög illa til reika. í þessum kofa vorum við í tvær nætur, því að járnbrautarlest kom ekki nema einu sinni í viku þangað norður eftir. Ég var ferðalokunum býsna feginn, þegar lestin staðnæmdist að lokum í járnbrautarstöðinni í Winnipeg. Ég fór samt norður vorið eft- ir, þrátt fyrir þessa hrakninga — það mun hafa verið í þann mund, sem svo margir landar aðrir voru að búast til íslands- farar 1930. En í nóvembermán- I uði um haustið kvaddi ég Churchill fyrir fullt og allt og hélt austur yfir Atlantsála. Ég kom til Reykjavíkur rétt fyrir jólin og dvaldi heima, þar til vorið eftir. Þegar vestur kom aftur, gerðist' ég rakari í River- ton. Seinna rak ég fáein ár rak- arastofu og billiardstofu í Langruth, vestan Manitóba- vatns. En svo undi ég ekki kyrrset- unum lengur. Ég réði mig til starfa í gullnámunum í Oro Grande í Norður-Manitóba. Þar vann ég á fjórða ár, og þar var stundum líf í tuskunum, ekki síður en í Churchill, og tals- vert sukksamt. En svo var það einn dag, er við vorum 1500 fet niðri í jörðinni að bora fyrir ' sprengjum, að allt í einu varð ógurleg sprenging. Næsta vaka á undan okkur, sem var nýhætt vinnu, hafði skilið eftir sprengju í bergstálinu — og ég hafði rennt bornum mínum beint í hana. Ég raknaði ekki við, fyrr en eftir þrjá daga. Þá var ég kom- inn í sjúkrahús suður í Winni- peg — hafði verið fluttur þang- að í flugvél. Maðurinn, sem næstur mér var í námunni, . hafði beðið bana. Sjálfur' var ég illa á mig kominn. Ég var blindur, annað augað alveg eyðilagt, hitt skemmt, þótt læknunum tækist að bjarga því. Bakið var bramlað, og annar lærleggurinn var brotinn. Ann- að eyrað hafði því nær rifnað af mér, þó ekki svo, að það yrði ekki grætt á. Loks var ég aðframkominn af blóðmissi, því að ég hafði hlotið svöðusár á hálsinn og hálsæðarnar skorizt sundur/ Blóðbunan stóð úr þeim, er komið var að mér í námunni. Ég lá lengi milli heims og helju, og þegar batinn loks kom, var hann æði hægfara fyrst í stað. Margvíslegar menjar þessa slyss mun ég bera alla ævi. Sumt sérðu — annað ekki. Það er til dæmis fullt af smástein- um í blóðinu. Þegar ég var loks orðinn sæmilega vinnufær á ný, réði | ég mig í þjónustu félags, sem , hefir það markmið að vernda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.