Tíminn - 18.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.10.1947, Blaðsíða 3
191. blað 3 Fimmtiigui*: Eggert Guðmundsson bóndi á Bjargi. Mánudaginn 20. þ. m. verSur Eggert Guðmundsson bóndi á Bjargi við Borgarnes 50 ára. Hann er fæddur og uppalinn að Eyri í Flókadal og hefir alið allan sinn aldur í æskuhéraði sínu, Borgarfirðinum. Kvæntur er hann Aðalheiði Jónsdóttur úr Árnessýslu, myndar- og á- gætiskonu. Eiga þau fimm börn efnileg. Elzti sonur þeirra er 14 ára og fór nú beint heim- an úr bæ sínum í 3. bekk Menntaskólans á Akureyri. Eggert er mjög duglegur maður og greindur, dulur í skapi og hlédrægur, en traust- ur og einlægur. Hann hefir mar§a beztu kosti bóndans. Allir, sem þekkja Eggert óska honum til hamingju í tilefni af 50 ára afmælinu. Fimmtugur: Magnús Jónsson Ballará — Balasýslu. Hann varð fimmtugur 30. september síðastliðinn. Fæddur er Magnús í Þrúðardal í Stranda sýslu og ólSt upp þar og í Dala- sýslu. Foreldrar hans voru Elín Þórðardóttir frá Stóra-Fjarðar- horni í Strandasýslu og Elís Jón Jónsson. Hann kvæntist 1934, Elín- borgu Guðmundsdóttur, Jónas- sonar prests að Skarði á Skarðs- strönd. Hefir þeim orðið fimm barna auðið. Magnús- hóf búskap á Ballará í Dalasýslu 1922 og hefir búið þar síðan myndarbúi. Hann hef- ir byggt upp öll hús jarðarinn- ar, girt landið og margfaldað Getið bókar: Feður og synir eftir Ivan Turgenjev. Vilmund- ur Jónsson þýddi. Feður og synir er saga, sem lýsir viðhorfum, sem lítt eru tímabundin, og Turgenjev kunni vel að lýsa. Þetta er bókin um viðhorf feðranna til sonanna og sonanna til feðranna. Þar kem- ur fram hinn gáfaði og trúlausi efnishyggjumaður, sem verður andlegur leiðtogi félaga sinna, sem sumir eru ömurlega innan- tómir. Og þar eru feðurnir, sem binda vonir sínar, metnað og lífsg]/.ði við synina, sem hneigj- ast frá þeim, Innan um þessi ótímabundnu sannindi, þar sem æskan fer sínar eigin götur, fléttast svo ýmislegt annað, ástamál o. s. frv. Þessi saga er merkilegt skáld- verk, þýdd á gott mál, þó að hún verði sennilega ekki í röð eftirsóttustu sk,emmtibóka. Hugsandi fólk mun þó njóta hennar. ' ♦ Saga þessi er í flokknum Listamannaþing II. og selzt því ekki einstök. túnið, svo það fullnægir nú allri heyþörf fyrir ágætt bú. Mörg- um trúnaðarstörfum hefir Magnús gegnt. Verið fjölda ára í hreppsnefnd og skattanefnd, deildarstjóri Kaupfélags Stykk- ishólms síðan 1938, og þannig mætti lengi telja. Magnús er dugandi maður að hverju sem hann gengur og læt- ur fleira en búskapinn til sín taka. Hann er ágætur smiður og listfengur og leggur gjörva hönd á margt. Hann er dreng- ur góður, nýtur trausts og álits samferðamannanna og á von- andi eftir langan starfsdag. andastofninn hér í Kanada. — Fyrir allmörgum árum gengu ógurlegir þurrkar í Saskat- chewan og Suður-Alberta. Stór landsvæði breyttust í eyðimörk, og fuglarnir dóu unnvörpum af vatnsskorti eða flúðu brott, því að stór vötn þornuðu upp, svo að ekkert sást eftir, nema skjallhvítir vatnsbotnarnir. Þetta félag varði mörgum milj. dollara til þess að búa til vatns- geyma og hlaða flóðgarða til þess að bjarga fuglunum. En þessi mannvirki þörfnuðust stöðugs eftirlits, ekki sízt vegna bjóranna og vatnsrottnanna, sem sífellt grófu garðana sund- ur, þar til tekið var ^upp það ráð að nota í þá sterk vírnet. Til þessa eftirlitsstarfs réði ég mig nú. Ég var á sífelldu ferða- lagi næstu árin, meðan ég gegndi því, og ég held, að það sé varla til nokkur járnbraut í vesturlandinu, sem ég hefi ekki farið einu sinni eða oftar. Og svo er ég aftur hér á Gimli — hefi verið eftirlitsmað- ur hér í gistihúsinu seinustu misserin. En það er ekki víst, hve lengi það verður — og kannske er það heitasta ósk mín í kvöld, að við gætum orðið samferða heim til gamla ís- lands í haust.... Eldflugurnar sveima kring- um okkur, skorkvikindin tísta í grasinu, og fleiri og fleiri^sletti- flugur hrúgast á húsvegginn og ljósastaurana. Ein og ein mý- fluga stingur mig í fótlegg- ina — þeim þykir útlenda blóð- ið gott. Mannamál heyrist úti við hornið hjá Gimli café — kannske eru það einhverjir næturhrafnar, kannske eru Rena eða Gloria eða Sam hinn kínverski að koma frá vinnu sinni. Hægur náttblær strýkst mjúklega um kinnar manns. Stefán frá Djúpadal í Skaga- firði stendur upp,.því að hann á enn óunnin skyldustörf. Og nú er ég kominn heim. En hann er enn handan við þúsund rasta haf. J. H. Stærsta almanak heimsins Hin forna menning Indíánanna í Perú verður stöðugt meira og meira undrunarefni vísindamanna. Það hefir lengi verið ráðgáta hvað hinir svo- nefndu Inkavegir séu í rauninni. Það eru línur, sem svo éru langar að kíló- metrum skiptir, á sléttunn.i miklu við rætur Andesfjalla. Þessar línur eru ýmist beinar eða bognar. Uppi hafa verið getsakir um það, að þetta væru skurðir og flóðgarðar frá gömlu áveitukerfi. Nú hefir Paul Kosok prófessor frá háskólanum á Long Island fundið þá lausn, sem virðist betri. Hann dvaldi á þessum slóðum í júnímánuði og tók eftir því, að við sólarlag 22. júní, en þann dag eru vetrarsólhvörf á suður- hveli jarðar, féllu skuggarnir sam- hliða einni höfuðlínunni. Hann hélt rannsónknum sínum áfram og fann þá línur, sem merktu jafndægur vor og haust, sumarsólstöður og önnur tíma- mót. Hann stóð þar frammi fyrir stærsta almanaki í heimi, því að það nær .alls yfir svæði, sem nemur 300 fermílum. Þá hefir prófessor Kosok líka fundið þarna gríðarstórar teikningar, sem menn hafa hingað til ekki getað áttað sig'á, því að heildaryfirsýn hefir vant- að, þar sem þær eru sumar 130 km. langar. Kosok hefir flogið yfir í flug- vél og úr loftinu sjást myndirnar glöggt. Þetta eru fuglar, köngulær, plöntur, marghausaðar slöngur, o. s. frv. Menn eru ekki vissir um hvað meint er með þessum teikningum í almanakinu, en prófessorlnn heldur, að þær séu ættarmerki einhvers konar. Öll þessi mannvirki eru álitin vera um það bil 200 ára gömul. langardagimt 18. okt. 1947 A. J. Cronin: Þegar ungur ég var þó að hreyfa sig, leit kumpánlegu og skilningsriku augnaráði á umsjónarmanninn og drap loks tittlinga framan í hann, rétt eins og þeir byggju yfir einhverjun óttalegu gríni. „Æ, er það þú, Dandie,“ sagði maðurinn loks og brosti aulalega. Enn hikaði hann þó eins og andartak, en smeygði sér svo framhjá okkur, án þess að skeyta frekar um okkur. > Mér ægði auðvitað það álit, sem afi sjáanlega naut í bænum. En mér veittist ekki ráðrúm til þess að hugsa málið til þrautar, því að nú glapti annað fyrir mér. Ég kom auga á hús, sem ég kannaðist við — það voru bæjarstjórnar- byggingarnar. Þá vissi ég, að við vorum komnir á aðalgöt- una í Levenford. Hér reis afi á fætur með virðulegu fasi, fór út úr vagnin- um og skálmaði á undan mér yfir götuna að lágri byggingu með útiþrepum og stórum látúnsskildi, sem á var letrað nær gersþtnum stöfum: Duncan McKeller málafærslu- maður. Gluggar voru beggja megin við aðaldyrnar, og fyrir, þá voru þunn gluggatjöld dregin til hálfs. í þessi tjöld voru ofnir gylltir stafir — Byggingafélagið í Levenford stóð öðr- um megin — Tryggingafélagið Klettur hinum megin. Ég tók eftir því, að talsverður hógværðarblær færðist yfir hið hressilega andlit afa míns, þegar hann kom inn í skrif- stofu málafærslumannsins. En eigi að síður leyfði hann sér að glotta og gretta sig framan í mig, þegar frekar ógirnileg kvenpersóna með gljáandi smokka utan yfir kjólermunum stakk höfðinu út um lúkuna og tilkynnti okkur, að Blair borgarstjóri væri inni hjá málafærslumanninum, svo að við yrðum að bíða. Seinna komst ég að raun um, að þessi ygldi kvenmaður kom afa alltaf í vont skap — hann varð bókstaflega að gretta sig dálítið. Við biðum á að gizka fimm mínútur. Þá opnuðust dyrnar að einkaskrifstofu mmálafærslumannsins. Prúðbúinn maður með svart skegg kom fram í biðstofuna, tók hatt sinn og setti hann á sig. Hvasst augnaráð hans nísti mig gegnum merg og bein. Hann leit vanþóknunaraugum á afa, en stað- næmdist þó fyrir framan okkur. „Nú — þetta er þá drengurinn,“ sagði hann. „Já — það er hann, herra borgarstjóri," sagði afi. Borgarstjórinn hvessti valdsmannsaugu sín á mig, og allt látbragð hans bar því augljóst vitni, að hann þekkti alla mína sögu miklu betur heldur en ég sjálfur. Það leyndi sér ekki, að hann var að íhuga einhverja atburði, sem ég hafði verið við riðinn — einhver glappaskot, sem mig höfðu hent, svo óttaleg og lítillækkandi, að ég hefði helzt kosið að sökkva niður um gólfið. Fæturnar skulfu undir mér. „Þú ert náttúrlega ekki búinn að kynnast neinum dreng á þínu reki — það er svo stutt síðan þú komst,“ sagði hann. Röddin var undaflega mild og vingjarnleg. „Nei, herra borgarstjóri,“ stundi ég. „Strákurinn minn, hann Gavin, myndi áreiðanlega vilja leika sér við þig. Hann er lítið eldri en þú. Þú skalt koma til okkar bráðum. Við búum við Drumbuckveginn — það er ekki svo langt frá ykkur.“ Ég laut höfði. Ég þorði ekki að segja honum, að mér langaði ekki vitund til þess að leika mér við þennan Gavin, sem ég hafði aldrei heyrt nefndan fyrr. Borgarstjórinn tví- steig líka dálitla stund, strauk á sér hökuna, kinkaði svo kolli og arkaði út. Nú hafði McKellar tóm til þess að tala við okkur. Einka- skrifstofa hans var mjög fagurlega búin húsgögnum, þótt húsið sjálft væri fornfálegt. Skrifþorðið hans var úr rauðviði, á gólfinu var þykkt, rósofið teppi, sem fætur manns sukku í, á arinhyllunni voru mörg silfurstaup og á fölgrænum veggjum héngu innrammaðar myndir af merkum og virðu- legum mönnum. Sjálfur sat McKellar á hverfistól og ávarp- aði okkur, án þess að líta upp: „Þér urðuð að bíða dálítið, Dandie. Eruð þér búinn með verkefnið? Eða hefir kannske einhver kvensa verið að herja á yður þessa dagana með hótunum um lögsókn ....?“ Hann leit upp, og þegar hann sá mig, þagnaði hann, rétt eins og ég hefði eitthvað spillt gamanyrðum hans. Þetta var maður um fimmtugt, þrekinn og rauður í andliti, ný- rakaður, snöggklipptur og látlaus í klæðaburði. Augna- brúnirnar loðnar og litvana og augun skær og hvöss, en þ,ó góðmannleg. Hann skaut fram rauðri og þrútinni neðri vörinni og renndi augunum íhugandi yfir plöggin, sem afi rétti honum. „Fallega skrifað af þér, Dandie — það skal ég staðfesta, hvar sem er. Hver dráttur eins og meitlaður. Ég vildi, að þér færuð eins vel með sjálfan yður og þessi skjöl.“ Afi hló dálítið vandræðalega. „Mennirnir ráðgera, en guð ákveður. Ég er þakklátur fyrir það, sem þér látið mig fá að gera.“ „Forðizt freistingarnar, er sagt.“ McKellar hripaði fáein orð í bók,- sem lá fyrir framan hann. „Ég færi yður þetta til tekna, ásamt hinu. Ég sendi svo vini okkar, Leckie, ávísunina í lok mánaðarins. — Ég sé, að þér hafið komið með nýja vinnumanninn með yður.“ Hann hallaði sér aftur á bak í sæti sínu og virti mig fyrir sér. Hann var jafnvel enn hvasseygari en borgar- stjórinn. „Þetta er snotur drengur," sagði hann. „Það er óþarfi að kvíða því, að hann komizt ekki áfram.“ En hann sagði þetta eins og hann væri að viðurkenná staðreynd, sem honum væri mjög móti skapi — röddin gaf hér um bil í skyn, að hann hefði búizt við að sjá einhvern óttalegan vanskapnað, þar sem ég var. Sparnaður er svarlð gegn verðbólgu og dýrtíð. Verzlfð við kaupfélögin og sparið 8 þannig fé yðar. Samband ísl. samvinnuf éSaga ssscssssssssssssssscssssssssscsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig og sýndu mér vinarhug á sextugsafmæli mínu. Ámundi Jónsson, Minna-Núpi. f O O o • O O x O O o hefi ég opnað í Ingólfsstærti 14. Viðtalstími kl. Lækningastofu 1—2 og á Hraunteig 21, viðtalstími kl. 5—6 y2. Sími 7995. • . Magnús Ágústsson læknir. o o o KÍNVERSKA SÝNINGIH í Listamannaskálanum er opin daglega frá kl. 10,30 f. h. til kl. 11 e. h. Sýningin verður aðeins opin til 26. þ. m. Aðalfundur Loftleiða h.f. verður haldinn í Tjarnarcafé, sunnudaginn 16. nóvember klukkan 2 e. h. (en ekki 23. okt. eins og áður var auglýst). Hluthafar vitji aðgöngumiða að fundinum i skrifstofu vora, Hafnarstræti 23. \ LOFTLEIÐIR H.F. < > o o Ostur Höfum ávallt '’fyrirliggjandi hinn ágæta 45% mjólkurost frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Borg- firðinga. Eggert Kristjánsson&Co. h.f j Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sém ekki hafa greitt blaðiff, eru áminntir um aff gera þaff sem fyrst. Leiðrétting í mjög vinsamlegri afmælis- grein um Guðrúnu Bergsdóttir í tilefni áttatíu ára afmælis hennar, sem frú Margrét Símon ardóttir frá Brimnesi ritar í Tímann 14. þ. m., hafa slæðst inn tvær meinlegar villur, sem rétt þykir að leiðrétta. Heimili Guðrúnar er Ytri- Hofdaiir, en ekki Syðri-Hofdal- , ir og fæðingardagurinn er 19. en ekki 14. okt. 1867. I Áttræðisafmæli Guðrúnar er .4 því á morgun. B. Auglýsendur! Hafið þér athugað að lesend- um Tímans fjölgar sífellt í Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og að Tíminn er útbreiddasta blaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt. Lciðrétting Hér í blaðinu var nýl. rætt um um skömtun á ísl. prjónavörum og nji'.nnzt á útflutning ullar í því sambandi. Gætir þar nokk- urs misskilnings í frásögn blaðsins, þar sem sagt er, að nú sé greitt úr ríkissjóði með út- fluttri ull. Ákvæði um niður- greiðslu hafa ekki verið í gildi undanfarin tvö ár. Þau giltu árin 1944—45, þó þær greiðslur hafi ekki enn farið fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.