Tíminn - 29.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1947, Blaðsíða 2
2 Reykjavík, migvikudagum 29. okt. 1947 198. blað MiðviUudagur 29. oht. Óráðshjal Þjóðviljans Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum fluttu þeir Ól- afur Thors og Einar Olgeirsson ræðu. Því var lýst yfir í ræð- unni að óvenjulega bjart væri nú framundan í atvinnulífi og fjárhagslífi íslendinga. Allt seldist fyrir geipiverð, síhækk- andi, og framleiðslumagnið yrði dæmalaust. Nokkrum vikum seinna komst annar þessara manna aftur í útvarpið og sagði þá að út- flutningstekjur íslendinga á þessu ári yrðu sjálfsagt 800 miljónir króna. Nú heldur Þjóðviljinn því fram, að Fjárhagsráð sé að reyna að blekkja þjóðina með skýrslum sínum. Það lýsi ástandinu miklu ver en rétt sé. T. d. sé það alls fjarri að miða bara við þann gjaldeyri, sem til sé. Það eigi að miða við allan væntanlegan gjaldeyri líka. Við þessu er það fyrst að segja, að Fjárhagsráð hefir í skýrslum sínum gert yfirlit um það, hvað búast megi við að gjaldeyristekjurnar geti orðið mestar til áramóta. í öðru lagi munu flestir sjá, að það er fullkomið óvit, að ætla sér að nota fyrirfram allan gjaldeyri eins og einstakir ang- urgapar geta hugsað sér, að hann gæti orðið mestur. Hvar væri íslenzka þjóðin stödd nú, ef hún í ársbyrjun hefði trúað á reikninga Áka, Ólafs og Einars um 800 miljónirnar og notað þær allar fyrirfram, eins og nú er helzt að skilja á Þjóðviljanum að ætti að vera? Þjóðviljinn talar stundum eins og hann geri sér grein fyrir því, að það sé ekki æskilegt, að þjóðin þurfi að taka gjaldeyris- lán. Hins vegar eru flestar kröf- ur hans í fjárhagsmálum með þeim ósköpum, að af fram- kvæmd þeirra leiddi óhjá- kvæmilega, að gjaldeyrislán yrði ekki umflúið. Og svo segir Þjóðviljinn, að núverandi stjórn sé mynduð til þess, að láta spádóma Fram- sóknarmanna um hrun og vandræði rætast. Jafnframt hefir Þjóðviljinn sjálfur lýst því mörgum sinnum, að stefna og meðferð fyrrverandi stjórnar á gjaldeyrismálunum hafi verið á þá lund, að ekki geti endað nema á einn veg, með ósköpum og hruni. En eins og allir vita, þá var það þó ekki ágreiningur um gjaldeyrismálin, sem batt enda á stjórnarsetu þeirra fé- laga. Það er ekki hægt að finna neina samfellda heilbrigða hugsun í upphrópunum Þjóð- viljans. Þetta er óráðshjal, þar sem viti og óviti er undarlega blandað saman: Þeir sáu fyrir að hverju fór. Löngu áður en þeir fóru úr stjórn, var hrunið óumflýjan- legt. Svo slæmir voru hinir flokkarnir. En svo fór nýja stjórnin að búa alla þessa erfið- leika til, — löngu eftir að sósíal- istar sáu þá fyrir, — bara til þess að spádómar Framsóknar- rættust. (En spádómar Sósíal- ista^þá?) Og það þarf engu að kvíða enn, því að þjóðartekj- urnar eru nógar, og það má eyða gjaldeyri og taka út á fiskinn óveiddan í sjónum samkvæmt ímynduðu verðlagi, sem ósamið er um, en þó að sú leið verði íarin lengur, kemur ekki til þess að gjaldeyrislán yrði tekið af HALLDÓR KRISTJÁNSSON: Verður eðlileg þróun hindruð? „Almenningur kærir sig ekk- ert um að verzlunin dragist meir til kaupfélaganna en orðið er“. Þessi vísdómslegu orð stóðu í Mbl. á laugardaginn, ásamt fleiru álíka spaklegu. Ég hygg samt, að þessi orð séu skrifuð gegn betri vitund. Og til þess bendir það, að einmitt þessi full- yrðing, er höfð sem röksemd gegn því, að viðskiptin megi færast til milli verzlana eftir því, hvar fólkið kaupir einkum skömmtunarvörur sínar. Mbl. virðist telja eðlilegt, að Sambandið taki nú svipaða hlutdeild í innflutningnum og var á hinum góðu og frjálsu tímum fyrir 20 árum, þegar kaupmenn höfðu á.sinni hendi 90% innflutningsins, „að því er talið var“. Það er mikið, að blað- ið fer ekki 10 árum lengra aft- ur í tímann. og miðar við það hlutfall sem var, þegar S.Í.S. byrjaði að hafa fasta skrifstofu í Reykjavík. Það er snjallræði fyrir íhalds- flokk að miða allt við það, sem var fyrir 20 árum. „Aldrei þurfti hann pabbi minn lugt í húsin“, sagði karlinn. Mbl. finnst sjálfsagt rétt að miða innflutningsþörfina fyrir tilbúinn áburð, heyvinnuvélar, rafmagnstæki og allt sem þarf til hraðfrystihúsa við það á- Stand, sem var fyrir 20 árum. Raunar ætti Mbl. að vera það kunnugt, að mörg viðhorf hafa breytzt á 20 árunum síðustu. Það var ekki stefnumál þess manna á þeirri tíð að láta bæj- arfélögin taka þátt í stórútgerð, þó að þeim væri það brennandi baráttumál í síðustu bæjar- stj órnarkosningum. Fyrst sjálfir frumherjar Mbl. hafa þannig skipt um skoðun í jafnmiklu máli, þá ættu þeir að geta imyndað sér, ef þeir mættu það vegna heildsalanna, að margur hafi endurskoðað af- stöðu sína gagnvart kaupmönn- um og kaupfélögum, ekki síður en þeir sjálfir gagnvart bæjar- útgerð. Og svo er að nokkru leyti komið annað fólk í landið en var fyrir 20 árum, og sam- kvæmt stjórnskipulagi okkar á það ekki að vera bundið af því, hvar hinir framliðnu vérzluðu, bó að það sé nú stefna Mbl. Ég get gjarnan sagt Mbl. hvers vegna ég er kaupfélags- maður í fyrsta lagi hefi ég fundið það með einfaldri reiknings- kunnáttu eins og veitt er í sér- hverjum barnaskóla landsins, að með því að verzla við kaupfé- lögin verða tekjur mínar drýgst- ar. í öðru lagi met ég það mikils að það fjármagn, sem kaupfé- lagsverzlunin dregur að sjálfri sér, verður óskiptanleg sam- eign fólksins í héraðinu og stendur alla tíð í umsjá og eign þess. Ég hefi vitað kaupmenn efnast í héraði mínu og þeir hafa margir hverjir verið mikl- ir ágætismenn, en þegar þeir hafa hætt er miklu venjulegra að eigur þeirra hafa verið flutt- ar burtu. Þegar bezt lætur, hafa slíkir menn komið einhverjum atvinnurekstri á fót, og er það góðra gjalda vert, en svo hafa þeir löngum farið, selt öðrum eignina fullu verði og flutt and- virðið burtu. Þetta er fleirum en mér viðkvæmt mál, sem von er, svo lengi sem menn hér á landi hafa séð verzlunargróð- ann hverfa frá sér, allt frá tím- um einokunarinnar og til þessa dags. í þriðja lagi fellur mér vel að láta framleiðslu mína í umboðs- sölu. Mig langar ekkert til að láta m^n tapa á því að kaupa of dýrt af mér, t. d. gærur eða kjöt, en kæri mig heldur ekkert um að þeir græði óeðlilega á verzlun með mína framleiðslu. En verzlun kaupfélaganna, bæði kaup og sala, er eins konar um- boðssala fyrir félagsmennina. í fjórða lagi hefi ég séð það, að í skiptum við kaupfélögin gætir miklu síður tortryggni og grunsemda en í annarri verzlun. Þetta ætti að duga í bili. Mér finnst að þessar rök- semdir ættu að nægja, meðan Mbl. ekki hrekur þær, til að sýna að það er eðlilegt, að með vaxandi sjálfbjargarhvöt, jafn- réttiskennd, ábyrgðartilfinn- ingu og félagsþroska almenn- ings vex og eflist kaupfélags- skapurinn í landinu. Það getur ekki öðru vísi verið. Þrátt fyrir þetta er ég svo mikill lýðræðismaður, að ég vil ekki leggja stein í götu þess, að fólk fái að hafa við kaup- menn þau skipti sem það kýs. Ég veit að kaupfélögin eru sam- keppnisfær, og Mbl. veit það líka. Þess vegna skelfur það og nötrar af hræðslu um heildsal- ana eigendur sína og berst eins og ljón gegn því, að vilji al- mennings fái að segja til sín og færa viðskiptin óhindrað milli verzlana að vild sinni. Ég vil benda Mbl. á það, að í fyrsta lagi er vafasamt hvort einstrengingsleg barátta fyrir heildsalana verður þökkuð al- mennt í flokki þess. í öðru lagi veit ég ekki, hvort vinsældir, álit og tiltrú heildsalanna stendur nú svo föstum fótum, að það sé hægt að veita þeim forréttindi til frambúðar. Ég vona að svo sé ekki. — En mér hefði þótt skemmtilegra, að það hefði get- að lagast með friðsamlegri og eðlilegri þróun, fremur en harð- ari og sneggri átökum. Einar Þveræingur vildi ekki einvaldsstjórn á landi hér og minnti á það, að þótt einn kon- ungur væri góður, kæmu jafn- an aðrir lakari á milli. Það má vel vera að t. d. Hallgrímur Benediktsson, Egill Vilhjálms- son og Haraldur Árnason, svo að þrjú nöfn séu nefnd, séu ágætir menn. En hver tekur við fyrir- tækjum þeirra eftir þá? Það á ekkert _ skylt við persónulegan fjandskap við þessa menn né aðra stéttarbræður þeirra, þó að mér þyki tryggara og réttara að láta arðinn af verzlun við mig renna til sambandsins en þeirra. Ég vil gjarnan að þannig mynd- ist fjármagn til að koma ullar- og leðuriðnaði þjóðarinnar í gott £orf, byggja innlenda korn- myllu o. s. frv. En þó að orðið heildsali sé fjarri því að vera neitt skamm- aryrði í mínum eyrum, og ég viti, að ýmsir heildsalar eru merkir og heiðarlegir menn, get ég alls ekki lokað augunum fyrir því, að líka eru til heildsalar, sem hafa níðst á þeim trúnaði, er þeir nutu, og meðal annars safnað sér gildum sjóðum er- lendis. Þeir eru blátt áfram eft- irmenn einokunarkaupmann- anna, sem byggðu hallir Kaup- mannahafnar fyrir arðinn af verzlun við örsnauða og hung- urpínda þjóð. Mbl. talar um baráttu fyrir verzlunarfrelsi gegn einokun. — Það vildi nú kannske svara spurningu Jóns Sigurðssonar forseta og segja hverja kaup- félögin geti einokað nema sjálf sig, þegar allir fjölskyldufeður séu gengnir í þau? Mér er ekki kunnugt um að þeirri spurningu hafi verið svarað enn, þótt bráð- um séu 90 ár frá því að hún var lögð fram. Mbl. ætti nú að svara forsetanum. Sannleiksvísitala Þjóðviljans er 300 stig Vísitölur eru nú mjög í tízku. Kauplagsnefnd og hagstofan hafa nýlega lokið við að reikna út vísitölu kaupgjalds og reynd- ist hún 325 stig. Húsaleiguvísi- talan er nú sem stendur 145 stig. S.l. föstudag opinberaðist þjóð- inni ný vísitala, sem er að vísu ekki alveg eins há og kaup- gjaldsvísitalan, en þó vel við vöxt, eða 300 stig. Það er vísi- tala sannleikans í Þjóðviljanum, það er að segja sú, sem notuð er, þegar um alþekktar stað- reyndir er að ræða. Þessi opinberun, — sem senni- lega hefir verið óviljaverk, — varð með þeim hætti, að Þjóð- viljinn birti áróðursgrein, sem bar heitið „Coca-Cola fœr fimm þúsund manna sykurskammt á mánuði." í greininni sjálfri upp- lýsir Þjóðviljinn, að þessi skammtur sé að magni 2500 kg. Um það skal ekki deilt, hvort nefnt fyrirtæki fái 2500 kg. af sykri á mánuði eða eitthvað annað. Hitt er eftirtektar vert, að þeir Þjóðviljamenn skuli full- yrða að 2500 kg. séu fimm þús- und manna skammtur. Ogsjálf- sagt er til þess ætlazt, að a.m.k. flokksbundnir kommúnistar trúi þessu, þar sem það stendur í Þjóðviljanum. Það er ekkert launungarmál að sykurskammtur einstaklings- ins hér á landi er 1,5 kíló á mánuöi. Hann hefir verið ó- breyttur í full tvö ár. Þetta veit hvert mannsbarn á landinu, jafnt starfsmenn Þjóðviljans sem aðrir. Og það er næsta ein- falt að deila 1,5 í 2500. Útkoman er auðvitað 1666 %, en ekki 5000, eins og Þjóðviljamenn vilja vera láta. Þeir ýkja útkomuna um rétt 300 %. Þeir vilja gera sem mest úr þessu, blessaðir, enda er auðséð, á frásögn þeirra allri, að hún er ætluð til áróðurs. Það verður því að ætla, að þessar 300% ýkjur séu regla, sem' þeir Þjóð- viljahöfundar séu vanir að nota, þegar þeir skrifa áróðursgreinar um almenna sannanlega hluti. Þeir hafa aðeins ekki gætt þess, að í þetta sinn birtu þeir of miklar upplýsingar til þess að reglunni yrði með góðu móti við komið. Hvað skyldu þeir kommúnist- ar leyfa sér að ýkja mikið, þeg- ar þeir vita að lesendur þeirra eða áheyrendur geta ekki komið neinni gagnrýni við? Sjálfsagt er það stórum mun meira en 300 %. Skyldi þar muna álíka miklu og á húsaleiguvísitölunni okkar og kaupgjaldsvísitölunni? En það væri stórfróðlegt ■ fyrir allan almenning að vita það, þekkja hina hærri sannleiks- vísitölu kommúnista og geta notfært sér hana, t. d. þegar hann er að lesa eða hlusta á frásagnir þeirra um alsælu þegnanna í fagnaðarríki komm- únismans i Austurlöndum. Þjóstólfur. Konungsörn klófestir veiðimann í norskum blöðum er nýlega sagt frá veiðimanni, sem lá í launsátri með byssu sína við hlið sér og vissi þá ekki fyrri til, en örn einn mikill læsti klónum í bakið á skinntreyj- unni hans og hóf hann á loft. Snerist maöurinn til varnar gegn fuglinum, sem ekki gat hafið sig í verulega hæð með slíkan þunga og sveif því nærri jörðu. Veiðimaðurinn reyndi að skjóta en varði ekki gagn að því, þar sem hann lá á grúfu í klóm arnarins. Varð viðureignin alllöng en um síðir gat maður- inn rotað örninn með byssu- skeftinu og komst þannig frá þessum háska aðframkominn. Páll S. Pálsson Kristinn Gunnarsson Málflutningsskrifstofa o Laugaveg 10. Sími 5659 'ihmuiuxihmI Vinniíi ötuUotta fjfrir TTí Guðmundur Daviðsson: Um seli öðrum ástæðum en landráða- hneigð ríkisstjórnarinnar. Eru það svona röksemdir, sem íslenzka þjóðin vill í umræðum um stjórnmál? Hvað lengi get- ur flokkur haldið fylgi og áliti með málflutningi af þessu tagi? II. Tryggð selsins. Tryggð hundsins og hús- bóndahollustu er jafnan við- brugðið, enda er hann sam- rýmdastur manninum af öllum dýrum og hefir verið það frá ómuna tíð. Annað dýr stendur honum samt fyllilega á sporði, hvað þetta snertir og hefir þó aldrei verið tamið nema fáir einstaklingar. Dýr þetta er sel- urinn. Vinátta tamins sels og tryggð hans við manninn er einstök, eftir sögu þeirri að dæma, sem hér fer á eftir og gerðist í skozku sjávarþorpi. Vinnustúlka nokkur segir svo frá: Á æskuárum mínum átti ég heima í sjávarþorpi nokkru á Skotlandi. Þá heyrði ég sögu um taminn sel, sem var á einu heimili þar í þorpinu. Sagan hafði mikil áhrif á mig og mun aldrei líða mér úr minni. Roskin vinnukona á heimilinu, þar sem ég átti heima, sagðist, er hún var unglingur hjá foreldrum sínum, hafa þekkt krakka, sem áttu kóp, er sjómaður nokkur hafði gefið þeim. Þótti krökkun- um ákaflega vænt um hann. Faðir þeirra var fátækur og lítilfjörlegur bóndi. Misseri eftir að börnin fengu selinn gerði mikla ótíð. Grasleysi og upp- skerubrestur var með mesta móti. Kom það niður á bónda eins og öðrum þar um slóðir. Gömul kerling, í sveitinni, forn í skapi, heimsk og illgjörn, sagði að óáran þessi stafaði frá því, að bóndi í þorpinu hefði sel á heimilinu, og uppskerubrestur og ótíð væri honum að kenna. Yrði engin breyting til batnað- ar fyrr en selnum væri lógað, en þá myndi skipta um. Bóndi var bæði fáfróður og ákaflega hjátrúarfullur. Hann trúði þessari bábilju kerlingar, og ekki vildi hann eiga á hættu aðra eins óáran ef haégt væri að koma í veg fyrir hana. Hann bað því sjómann nokkurn að taka selinn og flytja hann langt út á sjó og skilja hann þar eftir. Bóndi bjóst ekki við að hann rataði heim aftur. Að kvöldi þess dags, er selurinn var tekinn, voru krakkarnir eitthvað að dunda niðri í fjöru, mjög svo stúrin yfir því, að missa leikvin sinn, er þeir tóku eftir litlum svörtum depli úti á sjó og virtist hann óðum færast að landi. Von bráðar sáu þau glitta í augu á svarta deplinum. Var þar kom- inn selurinn vinur þeirra. Hann renndi sér upp í fjöruna og skreið viðstöðulaust til félaga sinna. Varð þar fagnaðarfund- ur, sem nærri má geta. Eftir þetta fengu börnin að hafa hann hjá sér nokkurn tíma. Veðurfarið hélzt óbreytt og búskaparáhyggjur bónda voru hinar sömu og áður. Hann geymdi enn í huga sér hrakspá kerlingar, að ótíðin væri selnum að kenna — óþokkanum þeim. Þa^ yrði að losast við hann með einhverju móti. Bóndi kom nú selnum fyrir í skipi, sem sigldi þvert yfir Norðursjóinn til Þýzkalands. Hann bað skips-; menn að sleppa honum ekki fyrr en þeir væru komnir alla J leið. Þetta var gert eins og um j var talað. En litlu síðar kom i selurinn aftur og leikfélagar1 hais^ tóku á móti honum enn sem fyrr með miklum fögnuði. Börnin báðu nú föður sinn að taka ekki selinn frá þeim oftar. Hann gerði hvorki að játa því eða neita. Áhyggjurnar kvöldu hann ennþá meira. Hann gat ekki slitið úr huga sér ummæli gömlu konunnar. Þau höfðu fest þar djúpar rætur. En þó ásetti hann sér að drepa ekki selinn, hvað sem kostaði, en koma honum með einhverju móti burtu frá heimilinu og úr þorpinu, fyrir fullt og allt. Bóndi sætti lagi, þegar börn hans voru eitt sinn fjarstödd, og tók selinn og stakk úr hon- um augun. Hann flutti síðan selinn um borð í skip, sem var albúið að sigla til Noregs. Bað hann skipverja að sleppa ekki selnum, fyrr en þeir væru meira en hálfnaðir til ákvörðunar- staðarins. Og mun svo hafa verið gert. Svo vildi til að mörgum dög- um síðar en þetta var, að af- taka veður gerði með stormi og regni. Bóndi og heimafólk hans lokaði vandlega gluggum og dyrum á húsinu og bjó Tel um sig. Þegar allir voru háttaðir og sofnaðir nema bóndi heyrði hann ámátlegt hljóð fyrir utan húsdyrnar. Var það líkast sem það kæmi frá kjökrandi krakka. Hann fór ofan úr rúminu og opnaði dyrnar, til að vita, hver þetta væri. Sér til mikillar undr- unar sá hann hvar vesalings; blindi selurinn lá við þrep- skjöldinn, nær dauða en lífi af sársauka, þreytu og hungri.. Bóndi dröslaði honum, með> miklum erfiðismunum, inn í eldhúsið. Þar reyndi hann með öllu móti að hjúkra honum og hressa hann við. En það varð árangurslaust. Morguninn eftir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.