Tíminn - 30.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1947, Blaðsíða 3
199. blað Minnst á merka bók Myrkur um miðjan dag. Saga eftir Arthur Köstler. Jón Eyþórsson íslenzkaði. Stærð: 276 bls. 20x14 sm. Verð: kr. 25^00 ób. kr. 35.00 innb. Snælandsútg. 1947. Þessi saga er skrifuð á tíma- bilinu frá hausti 1938 til vors- ins 1940. Höfundurinn fylgir henni úr hlaði með þessari skýringu: „Persónur i bók þessari eru hugarsmíð. Hinar sögulegu að- stæður, er móta gerðir þeirra,, eru sannar. Ævi söguhetjunnar, Rúbashovs, er samnefnari ævi- ferils margra manna, sem var fórnað í hinum svonefndu rétt- arhöldum í Moskvu. Allmarga þeirri þekkti höfundurinn af eigin reynd. Þessi bók er til- 'einkuð minningu þeirra.“ Þessar upplýsingar eru sjálf- sagt nægar til þess, að lesand- inn fær ákveðnar hugmyndir um efni bókarinnar. Sumir eru orðnir svo langþreyttir á ó- samhljóða fréttum og fullyrð- ingum um máiaferlin í Moskvu, að þeir munu helzt óska sér að hafa frið þeirra vegna. Það er líka erfitt að vita hér úti á ís- landi, hvað 'er rétt og hvað er missagt í þeim frásögum öll- um. Ekki ætla ég mér, að fullyrða um sögulegt réttmæti alls, sem sagt er í þessari bók, enda er gildi hennar ekki bundið við það. — Jafnvel þótt það stjónarfar og réttarfar, sem þar er lýst, væri ekki raunveru- leiki, sýnir bókin þó af rök- fastri snilld, að slíkt getur ekki þrifizt, án mannvíga og blóðs- úthellinga. Ég held, að um það sé ekki að villast, að ságan sé viða nær- farin um ástand og atburði í ríkjum Rússa. Til dæmis um það nefni ég hér tvö atriði. Bóndinn, samfangi Rubas- hovs, segir við hann: „Það komst upp, að ég var afturhaldsseggur, þegar þeir fóru að stinga börnin. Á hverju ári sendi stjórnin nefnd til okk- ar. Fyrir tveim árum sendu þeir okkur blöð til að lesa og heil- mikið af myndum af sjálfum sér. Árið, sem leið, sendu þeir þreskivél og bursta á tennurnar. í ár sendu þeir lítil glerhylki, með nálum til að stinga krakk- ana með. Það kom kona í karl- mannsbuxum og ætlaði að stinga öll börnin, hvert af öðru. Þegar hún kom heim til mín, hlóð ég og konan mín fyrir dyrnar og komum upp um okk- ur sem áfturhaldseggi. Svo tók- um við okkur til, öll i hóp, og brenndum bföðin og myndirnar og brutum þreskivélina. Og svo komu þeir .mánuði síðar til að sækja okkur“. Ætli þessar fáu setningar lýsi ekki vel þeim erfiðleikum, sem rússnesk stjórnarvöld hafa átt við að etja, þar sem þau keppa að því, að lyfta þjóð sinni til meiri menningar í atvinnumál- um og heilbrigðismálum? Um hitt dæmið verða sennllega skiptar skoðanir. Ivanov er að gera Rubashov fornvini sínum skiljanlegt hvers vegna Bogrov hafi verið tek- inn af lífi: „Bogrov mælti með smíði stórra kafbáta og langdrægra. Flokkurinn hallast að litlum bátum og skammdrægum. Það er hægt að byggja þrjá litla fyrir sama fé og einn stóran. Báðir aðilar höfðu gild tækni- leg rök fyrir máli sínu. Sér- fræðingar hrúguðu upp iðn- teikningum og stærðfræðilegum formúlum, en kjarni málsins var fólginn á allt öðru sviði. Stórir kafbátar þýða: árásarstefnu til framdráttar heimsbyltingu. — Litlir kafbátar þýða: strand- varnir — það er til sjálfsvarnar og frestun heimsbyltingar. Hið síðarnefnda er sjónarmið NR. EÍNS og Flokksins. Bogrov átti miklu fylgi að fagna í flotastjórninni og meðal foringja í garnla byltingahópn- um. Það hefði ekki nægt að víkja honum til hliðar. Það varð líka að koma óorði á hann. Málsókn var fyrirhuguð til að fletta ofan af fylgismönnum stóru bátanna, sem skemmdar- vörgum og svikurum. Við höfum þegar þjarmað svo að nokkrum ótíndum verkfræðingum, að þeir voru fúsir til að játa á sig opinberlega, hvað svo sem við kærðum okkur um. En Bogrov var ekki lamb að leika sér við. Hann hélt áfram til hinztu stundar að krefjast stórra báta og heimsbyltingar. Hann var tuttugu árum á eftir tímanum. Hann vildi ekki láta sér skiljast, að aldarandinn er á móti okkur, að Evrópa er í svipinn á aftur- haldsskeiði, að við erum í bylgjudal og verðum að bíða þess, að næsta alda lyfti undir okkur. Við opinber réttarhöld myndi hann einungis hafa komið af stað ringulreið meðal fólksins. Það voru engin ráð önnur en láta hann gjalda sína skuld semkvæmt stjórnarúr- skurði“. Þeir, sem jafnan fylgja stjórn- inni í Moskvu, munu segja að þetta sé svívirðileg blekking, því að allir gömlu byltingarmenn- irnir, sem teknir voru af lífi, hafi verið orðnir svikarar við byltinguna og þjóð sína. Hins vegar mun þó skýring málsins ekki vera svo einföld, sem þeir vilja vera láta. Það mun vera meiri sannleikur i sögunni um Bogrov og kafbátana. Að því má líka færa mörg rök. En hér er þó ekki aðalatriði að leita skýringar á byltingar- sögu Rússa Atburðirnir austur þar, hafa orðið Köstler tilefni þesssarar bókar, og hún væri sannarlega í fullu gildi, þó að höfundinum hefði eitthvað mis- sýnizt um tildrög og atburði, því að þetta er listaverk, sem hefir mikinn boðskap að flytja. Það sem sagan sýnir er í stuttu máli þetta: Flokkur hugsjónamanna nær stjórnarvöldum í landinu með byltingu. Andstæðingarnir eru vægðarlaust barðir niður, til að skapa vinnufrið og til að fram- kvæma hinar nýju hugsjónir. Byltingamennirnir trúa á sögu- lega nauðsyn köllunar sinnar. Þeim finnst allt rétt, sem trygg ir málstað þeirra sigur. Tilgang urinn helgar tækin og aðferð ina. Fyrir Flokkinn verður allt réttmætt og skylt. Svo greinir þessa gömlu samherja á um aðferðir. Sumir taka upp nýja stefnu, beygja sig fyrir ytri á- stæðum og verða tækifæris- sinnaðir. Aðrir verða óvissir og hikandi og efast um eigin ó- skeikulieik. Og nú hehit nýr þáttur mikillar harmsögu. • Baráttan stendur um líf og dauða. Þeir, sem verða sterkari, móta línu Flokksins, og ryðja hinum vægðarlaust til hliðar, svo að enn sé vinnufriður fyrir hina réttu stefnu. Þetta getur ekki öðru vísi verið. Þar, sem æðsta stjórnin telur sig óskeikula, er ekkert svigrúm fyrir andlegt frelsi og pesónuleg réttindi. Og þá verður niðurstaðan ein og söm, hvort sem hinir villuráfandi eru leiddir fyrir rannsóknarrétt (Framhald i 4. síðu) TÍMIIVN, flmmtndaglim 30. okt. 1947 Lögtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gegnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum fá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Tekju- skatti, tekjuskattsviðauka, eignarskatti, stríðs- gróðaskatti, fasteignaskatti, slysatryggingaiðgjaldi og námsbókagjaldi, sem féllu í gjalddaga á mann- talsþingi 31. júli 1947, almennu tryggingsjóðs- gjaldi er féll í gjalddaga að hálfu i janúar 1947 og að öðru leyti á manntalsþingi sama ár, gjöldum til kirkju og háskóla, sem féllu í gjalddaga 31. marz 1947, kirkjugarðsgjaldi, sem féll í gjalddaga 1. júni 1947, svo og á áföllnum og ógreiddum veitingaskatti, skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum tollvörum og skipulagsgjaldi. Borgarfógetiim í Reykjavík, 29. okt. 1947 Kr. Kristjánsson. Nú er síðasta tækifærið að gera innkaup til vetraríns. Síðasta sending af nýju tryppakjöti kemur í dag. Reyktar síður á kr. 6,50 kg. Ágætar gulrófur (byrgðir takmarkaðar). Lokum um næstu mánaðamót. Haustmarkaður * Brautarholti 28. — Sími 5750. Saltkjöt Vegua skorts á smáílátum, beinum vér þvi til þeirra, sem ætla að kaupa salt- kjjöt, en þykir of mikið að taka heil- tunnu, að sé komið með kúta, látum vér í þá úrvals salthjöt frá BorgarfirSi eystra og af Ströndum. Frystihúsið HERÐUBREIÐ sími 2678 STOFNFUNDUR Alþýðusambands Suðurlands (fjórðungssambands) verður settur á Akranesi, laugardaginn 1. nóv. 1947. Dagskrá: 1. Stofnun Alþýðusambands Suðurlands. 2. Önnur mál Þau félög á sambandssvæðinu, sem nú þegar hafa ákveðið að gerast meðlimir í Alþýðu- sambandi Suðurlands eða gera það fyrir stofnfund, tilkynni formanni Verkalýðsfélags Akraness, Hálf- dáni Sveinssyni, um val fulltrúa. Fulltrúum verður séð fyrir gistingu á Akranesi meðan þingið stendur. — Nánar auglýst síðar. Verkalýðsfélag Akraness Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíknr Spamaður ▼orðbólgn og dýrtíð. vftV ðft Samband ísl. samvinnufálaga Reykvíkingar! Hálftunnur og kútar undan kjöti verða keypttr næstu daga, enda séu ílátin hrein og ógöll- uð. — Saih jum heim. Frystihúsið Heröubreiö, Garnastöðin, sími 2678 sími 4241 Auglýsing Nr. 20/1947 frá skömmtunarstjóra. Viðskiptanefnd hefir, samkvæmt heimild í 4. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, heimil í þeim mánuði, sem hver reitur sýnir. seðlar, ásamt stofnum til notkunar við úthlutun á hreinlætisvörum handa fyrirtækjum og öðrum, sem þurfa á slíkum úthlutunum að halda til sérstakrar notkunar, annarrar en heimilisnotkunar. Skömmtunarreitir þessir eru af sömu gerð og M- skömmtunareitir þeir, er um ræðir í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 8/1947, með þeirri breytingu, að I stað talanna 1, 2, 3, og 4, sem eru á eldir M- reitunum, standa á þessum nýju reitum orðin: okt. nóv. des. Þessir nýju M-reitir skulu hafa sama gildi til kaupa á hreinlætisvörmn og hinir eldri M-reitir, en afhending í smásöluverzlunum skal aðeins vera heimil í þeim mánuði, se mhver reitur sýnir. Bæjarstjórar og oddvitar hafa með höndum út- hlutun á þessum nýju reitum samkvæmt reglum, sem þlim hafa verið sendar, ásamt skömmtunar- seðlunum sjálíum. Reykjavik, 28. okt. 1947 Skömmtiwarstjórian. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund 1 Brelðfirðingabúð þriðjudaginn 4. nóv- ember n. k. FUNDAREFNI : Dýrtíðarmálm málshefjandi Eystcúm Jónsson ráðherra Þingmönnum Framsóknarflokksins og Framsóknar- mönnum, sem eru gestir í bænum, er sérstaklega boðið á íundinn. Framsóknarmenn, fjölmennlð og takið með ykkur nýja félagsmenn. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.