Tíminn - 01.11.1947, Síða 2

Tíminn - 01.11.1947, Síða 2
2 TÍMlNiy, laiigardagiim 1. nóv. 1947 201. blað Laugardagur 1. nóv. Jafnrétti og frelsi, en ekki vanefnd loforð Samvinnumenn hafa farið fram á jafnrétti við aðra 1 verzlunarmálum. Þeir beita sér fyrir því, að fá að keppa við heildsalana á grundvelli frjálsr- ar samkeppni, eftir því, sem við verður komið. En kaup- menn etja sínum mönnum fast fram, og þeir krefjast þess, að verzlunin verði kvótabundin í samræmi við liðna tíð, svo að hlutfall milli verzlana innbyrð- is raskist ekki. Hér verður ekki reynt að elt- ast við allt það, sem sagt hefir verið um þetta mál af stríðs- fólki heildjsalanna. Svo langt hefir verið gengið að segja að kaupfélagsmenn hafi minni þarfir en aðrir. Þeir búi úti á landi, rafmagnslausir, og hafi því ekkert við rafmagnsáhöld að gera. Og jafnvel er vikið að því, að þeir ættu að geta gengið berhöfðaðir. Það er mál út af fyrir sig, hvort kaupfélagsmenn utan Reykjavíkur eigi að fá skömmt- unarseðla eins og annað fólk. En vel má minnast þess, þegar málin eru rædd í heild, að sum- um gáfnaljósum Morgunblaðs- ins og frumherjum réttlætis- hugsjóna hinnar frjálsu Sjálf- stæðisæsku, eins og Jóhanni Hafsteini, finnst slíkur jöfnuð- ur óþarfur og ekki réttlátur. Málflutningur heildsalaliðsins í verzlunarmálunum lyefir nú um hríð verið með þeim ósköpum, að því er líkast, sem frosið hafi fyrir öll skilningarvit þess, nema munninn. En hann er líka notaður því rækilegar. Kjarni málsins er næsta ein- faldur. Á neytandinn að hafa rétt til að ráða því sjálfur hvar hann verzlar, eða á að láta einhverj- ar stjórnskipaðar nefndir setja honum verzlanir til að skipta við? Sjálfstæðismenn þykjast vera fylgjandi frjálsri verzlun. En þegar um það er að ræða, að láta hylli neytendanna hafa áhrif á viðskiptamagn verzlan- anna, rísa þeir upp og segja, að með slíku háttalagi væri verið að einoka alla verzlun undir kaupfélögin, en fólk vilji ekki að þeirra viðskipti aukist. Því verði að viðhalda hömlum 1 verzluninni, svo að fólkið hlaupi ekki gegn vilja sjálfs sín með skipti sín til kaupfélaganna. Svo klikkja þeir út með því að segja: „Dettur nokkrum í hug, að við værum á móti frjálsri verzlun." Fyrst er $ett upp stefnuskrá. Svo er sagt: Fyrst við eigum þessa stefnuskrá og erum á móti* málinu hlýtur málið að vera í ósamræmi viS stefnuskrána. Hvað lengi skal Mbl. halda að það geti lifað á svona rökum? Samvinnumenn hafa aldrei beðið um nein forréttindi. Nú liggja ekki fyrir neinar reglur, sem sérstaklega kveða á um réttindi kaupfélaga, heldur aðeins reglur, sem taka jafnt til allra verzlana, hvort sem þær eru félagseign eða ekki. Það er alveg ótækt fyrir ábyrga menn í innflutnings- málum, að vitna í ákvæði stjórnarsáttmálans eins og mál- unum væri ráðið til lykta með honum, og fara svo að sofa. Stj órnarsáttmálinn geymir samkomulag um það, á hvaða Erlend skip og íslenzkur fáni Tímanum hefir borizt eftir- farandi greinargerð frá sigl- ingamálaráðherranum í tilefni af frásögn blaðsins fyrir skömmu að leyft hefði verið að sænskur bátur sigldi undir íslenzku flaggi yfir síldveiðitím- ann: Reykjavík, 28. okt. 1947 Útaf viðtali við herra Arnald Jónsson blaðamann og grein, sem nýlega birtist í Tímanum um skrásetningu m/b Leo II, vill ráðuneytið hérmeð senda yður, herra ritstjóri, afrit af skjölum málsins, sem hér eru fyrir hendi. Það skal tekið fram, að það kemur alloft fyrir að skipum er sleppt með bráðabirgðaskoðun yfir síldveiðitímann, þegar sér- staklega stendur á og bráða- bij-gðaskoðun hefir leitt í ljós, að ekkert sérstakt finnst at- hugavert gegn því að fullnað- arskoðun fari þó fram strax og sumarvertíð er lokið. Emil Jónsson. Skjöl þau, sem fylgja framan- greindu bréfi ráðherrans eru svohljóðandi: Reykjavík, 14. júlí 1947. Ég unrirritaður leyfi mér hérmeð fyrir hönd hr. Þorvalds Guðjónssonar, skipstjóra og út- gerðarmanns í Vestmannaeyj- um að fara þess á leit við hið háa ráðuneyti, að það veiti undanþágu til innflutnings á grundvelli eigi að setja reglur um skiptingu inn(flu,tningsins, — annað ekki. Það er að sinu leyti eins og hér væru engin ný launalöS; þó að samið væri um það við stjórnarmyndun og við höfum ekki ennþá endurskoð- aða stjórnarskrá, þó að það hafi staðið í gildandi stjórnarsátt- mála í þrjú ár að sú endurskoð- un skyldi fara fram. Þó að vissir menn séu kann- ske orðnir vanir að rugla sam- an framkvæmd og vanefndum loforðum er vonandi að almenn- ingur kunni greinarmun þess. vélbátnum Croxby, vegna ald- urs hans. Með sérstakri virðingu, Bragi Kristjánsson. Til samgöngumálaráðuneytisins. Reykjavík, 16. júlí 1947. Með skírskotun til viðtals, vill ráðuneytið hérmeð óska eft- ir að þér, herra skipaskoðunar- stjóri, látið fara fram skoðun á vélbátnum Croxby, sem Þor- valdur Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum er að kaupa, en bátur þessi liggur nú við bryggju hér í höfninni. Þorvaldur Guðjónsson segist borga kostnað við skoðunina. F. h. r. Páll Pálmason. Til skipaskoðunarstjóra. Reykjavík, 17. júlí 1947. Með þíéfi ráðuneytisins, dags. 16. júní er þess óskað að ég láti fara fram skoðun á vélbátnum „Croxby", sem Þorvaldur Guð- jónsson, útgerðarmaður i Vestmannaeyjum hefir í hyggju að kaupa. Skipið var tekið í slipp í gær og skoðað eftir því sem hægt var, en vegna aðkomstar örðug- leika og tímaskorts, að sögn væntanlegs eiganda, var skoð- uninni ekki fyllilega lokið. Ég get eftir ástæðum fallist á það, að framhaldsskoðun sé frestað til 15. september og skipinu leyft að vera á síldveið- um sem íslenzkt skip og fái út- gefið ísl. fiskveiðaskírtéini, er gildi'til jafn langs tíma, og ekki skráð á annan hátt, þar til fullnaðar úrskurður um styrk- leika skipsins er fenginn. Falli sá úrskurður þannig, að styrk- leiki þess sé ekki samkvæmt ísl. lögum og reglum skuldbindur eigandi þess sig til að skila skipinu aftur að síldveiði lok- inni. Fullnægjandi upplýsingar um smíðastað og smíðaár skipsins liggja ekki fyrir ennþá. Allravirðingarfyllst, Ól. Th. Sveinsson. Til samgöngumálaráðuneytisins. Reykjavík, 17. júlí 1947. Samkvæmt beiðni yðar, herra útgerðarmaður, vill ráðuneytið eftir atvikum leyfa, að þér megið gera kaupsamning um sænska m/s Croxby GG 745, og sigla því hér við land, þar til fullnaðarskoðun hefir farið fram á því í september þ. á.. en þá verður tekin endanleg á- kvörðun um hvort skipið full- nægi skilyrðum íslenzkra laga til þess að flytja megi það til landsins. Emil Jónsson./ Páll Pálmason. Til hr. útgerðarm. Þorvaldar Guðjónssonar, Vestmannaeyjum. Eins og framangreind skjöl bera með sér, hefir samgöngu- málaráðherra hér leyft, að sænskt skip fengi að sigla undir íslenzku flaggi yfir síldartím- ann og ekki einu sinni hirt um, að það fullnægi íslenzkum skipaskoðunarlögum. Með sama hætti virðist mega opna ís- lenzka landhelgi fyrir hvarða erlendu skipi, sem er, ef ein- hver íslenskur maður þykist ætla að kaupa það einhvern tíma síðar meir. Hér er um að ræða hættulegt fordæmi, sem koma verður í veg fyrir, að end- urtaki sig. Svartir heimsmeist- arar Blökkumaðurinn Joe Louis, sem nú er heimsmeistari í hnefaleik, mun berjast við kynbróður sinn, sem heitir Joe Walcott, hinn 5. desember næst- komandi. Pæstir munu treysta Wal- cott til mikilla sigra í þeirri viðureign en auðvitað bíða miljónir manna vestanhafs með mikilli eftirvæntingu þessarar örlagastundar. Afmæli Gísla á Reykjum Afmælisfagnaður Gísla Jóns- sonar hreppstj. á Stóru-Reykj- um í Hraungerðishreppi. Um leið og tilkynnt var í rík- isútvarpinu afmæli Gísla, 3. september s.l. var þess getið, að Gísli frestaði öllum afmælis- fagnaði til 26. s. m. af sérstök- um ástæðum. Hinn tiltekna dag byrjuðu heimsóknir heima hjá Gisla kl. 3 um daginn. Það fólk var allt lengra að, og hélt þeim heim- sóknum áfram til kl. 6 um kvöldið. Voru það skyldmenni hans fjarverandi og ýmsir gamlir og nýir samverkamenn hans við ýms störf utanhrepps. Um kvöldið kl. 9 kom svo inn- ansveitarfólk, allir bændur sveitarinnar nema einn, sem ekki gat komið af sérstökum ástæðum og flestallar húsfrúr Samtals voru gestirnir á annað hundrað manns. Var því, þó húsakynni séu góð, nokkuð þröngt á þingi. Um leið og Gísli bauð gesti velkomna gerði hann grein fyrir því, að hann hefði frestað heimsóknum af hinni geysi óhagstæðu heyskapartíð, en hann sagðist hafa búizt við þurrkflæsu fyrstu dagana í sept. enda va^ð sú raun á. Lofuðu allir þessa ráðstöfun hans, og ekki síður þá að velja Flóarétta- Samtals voru heimsóknir á bar upp á 26. sept. en Flóarétta- dagurinn var frá ómunatíð mesti gleðidagur ársins í Árnes- sýslu, milli Hvítár og Þjórsár. Varð samkoman því tvenns konar fagnaður. Gísli hafði sótt Flóaréttir frá því hann var 11 ára þar til þær lögðust niður fyrir fáum árum vegna fjár- pestaráðstafana. Fjallmaður hafði hann verið í fjölda ára, fjallkóngur um skeið og lengi forustumaður í fjallmálum af- réttarfélagsins. í sambandi við afmælið hafði Gísla borizt mesti fjöldi af heillaskeytum, bæði í bundnu og óbundnu máli, og ýmsar merkar gjafir, bækur o. fl. Viðtökurnar voru hinar ákjósanlegustu hvað veitingar og annað snerti og stjórnaði Gísli samkvæminu sjálfur. Stóð það fram eftir nóttu. Margar ræður voru fluttar og kom þar greinilega fram í þeim hvað samverkamenn hans á hinum mörgu sviðum lífsins hafa fyrr og seinna lagt mikið upp úr fylgd hans og forustu hvar- vetna. Þarna voru menn, sem höfðu verið með honum í hin- um margþættu sveitarstörfum og félagsmálum um langt | sk,eið. Samverkamenn hans í sýslunefnd og ýmsum héraðs-, nefndum og landsmálum. Menn sem höfðu unnið með honum við sjómennsku á opnum bát- um og þilskipum, í gömlu ferða- lögunum milli Árnessýslu og ^ Reykjavíkur, f fjallferðum og ýmsum svaðilförum, og bar þeim saman um, að auk dugn- j aðar hans hefði hann aldrei I brostið úrræði hvað sem á hefði ■ bjátað. Sumir ræðumenn héldu ! því fram að eftir útliti og vinnudugnaði hans ennþá, gæti hann ekki verið meira en sex- tugur. Þrátt fyrir illviðri þenpfan. dag, var hófið hið prýðilegasta. ! Gísli þakkaði með ræðum I heillaóskir, gjafir og heimsókn- ir, svo og gott samstarf með hinum mörgu gestum, sveitung- um og kunningjum, sem þarna ' voru staddir, um það þýddi ekki að tala þó samveran færi að styttast, það væri bara lögmál lífsins. Sagðist myndi reyna að verjast Elli kerlingu svo lengi sem unnt yrði, en það væri vit- að að hún sigraði um síðir. Sagðist ekki vilja lifa lengur en það að málshátturinn „svo má lengi læra sem lifir“ sannaðist á sér eins og hann hefði ge^t alla ævi. Einn af viðstöddum. Lciðréttíng Meinleg prentvilla var í grein Vopnfirðings í blaðinu í gær, — þar stóð bensín fyrir brennivín, — átti að vera svo: „Skal þó í þessu sambandi játað, að ekkert bakarí er til í Vopnafirði og því ekki hægt að fá þar nýbökuð brauð. Ekki er heldur hægt að fá þar brenni- vín og stendur Vopnafjörður að þessu leyti að baki Seyðisfirði. Munu síldveiðimenn telja hið íyrra til óhagnaðar en ekki hið , síðara." Úr annarra hlöðuni: Alls staðar sama sagan Þessi grein er byggð á mörgum ritgerðum, stærri og smærri, í málgögnum sveitafólks og landbúnaðar á Norðurlöndum. Við höfum gott af því að fylgjast með þeim átökum', sem þar fara fram, bæði þau okkar, sem helga íslenzkum sveitum hönd sína og hjarta, sem þau hin, sem virðast halda að ísland sé eina land á hnettinum, þar sem landbúnaðurinn þrífst ekki af sjálfu sér. Um öll Norðurlönd, — utan Finnlands a. m. k. — veldur það mörgum áhyggjum hversu fólk streymir úr sveitunum til borganna. Norðmenn, Svíar og Danir hafa allir sömu söguna að segja og við þekkjum héð- an. Það eru til jafnaðar 1500 manns, sem koma á hverjum mánuði til að setjast að í Osló. Það er borg með meira en 10 þúsund manns á biðlista hjá húsaleigunefnd. Heimili eða fjölskyldur, sem eru leystar upp af húsnæðisástæðum, eru þar 1233 og 3070 kærustupör bíða ógift einasta vegna þess, að þau vantar íbúð. í júnímánuði síðastliðnum yoru 19779 menn, sem biðu eftir tveimur herbergjum og eldhúsi og 227 fengu úrlausn fyrir mán- aðamótin. Kærustupörin, sém biðu eftir íbúð, voru þá 2488 og af þeim náðu 2 í húsnæði. Þetta er í borginni, sem tekur við 1500 nýjum mönnum á hverjum mánuði, innfluttum. Þessar tölur frá Osló eru nefndar hér til að minna á það, að þar í landi eru að gerast sömu hlutir og hér í Reykjavík. Jafnframt þessu er svo víða skortur á ýmsu af því, sem framleitt er í sveitum. Það á sér stað víðar en í Reykjavík einni. Það er líka algengt að bænda- blöðin á Norðurlöndum ræði þessi mál. Þau gera samanburð á kjörum húsmæðra í sveitum og borgum. Sænskar og norskar húsmæður þurfa víða að sækja vatnið í brunn eða lsek, stund- um slæma leið og erfiða. Mjög víða eru sveitaheimilin raf- magnslaus. Félagsleg þægindii og félagslegt öryggi er tak- markað eins og í sveitum ís- lands. Auðvitað er oft um það rætt í biöðum bændanna, hvað hægt sé að gera til að bæta úr þessu. Og það er margt, sem bent er á. Það færist nú mjög í vöxt með frændþjóðunum að hafa ráðnar stúlkur í sveitum, til að taka að sér hjúkrun og enda heimilis- stjórn þar sem veikindi ber að höndum. Fer varla hjá því, að nauðsyn reki okkur til þess að fylgja því fordæmi. Þá er líka margt rætt nú um nánari samvinnu milli heimila en áður var. Bæði í Noregi og Svíþjóð eru miklar vonir við það bundnar, að sveitafólkið á litlu, dreifðu býlunum beri gæfu til betra samstarfs og meira en hingað til hefir verið.. Það er jafnvel talað um það, að sama véla- og verkfærasamstæða sé notuð á nokkrum bæjum, t. d. við plægingu og sáningu á vorin. Þetta samstarf sveitafólksins er nú boðað og reynt í ýmsu formi. Sums staðar eru tvær fjölskyldur, sem hafa margs konar verkaskiptingu og sam- hjálp sín á milli. Annars staðar eru samtökin utan um stærri verkfæri, sem eru of dýr fyrir lítil bú og hafa auk þess lokið á skammri stundu því verkefni, sem smábýlið hefir handa þeim. Þetta er auðvitað ekki neitt nýtt fyrir okkur og svona fyrir- myndir þarf ekki að sækja til annarra landa. En hitt höfum við gott af að vita, að frænd- þjóðir okkar festa hér von sína á sömu úrræðum og við, og bændablöðin á Norðurlöndum hvetja fólk margvíslega til að ganga sem lengst á þessari braut. Málsvara sveitanna gleyma hvergi húsnæðismálunum og heimilisþægindunum. Þeir vita hvað vatnsleiðsla, góð upphitun, þægilegt eldhús, rafmagn og rafmagnstæki þýðir fyrir hús- freyjuna og sveitalífið í heild. Þess vegna er með mörgu móti greitt fyrir þessum endurbótum og framförum. Það er gert með ráðleggingum og lýsingu fyrir- mynda, baráttu fyrir beinum stuðningi og hvers konar að- stoð annarri. Þetta yfirlit dugar til að sýna það, að íslendingar, með van- ræktar sveitir og þorp, sem fólk- ið flýr og sjúklegt aðstreymi að borg, þar sem eru mikil hús- næðisvandræði o. s. frv., eru nú engin undantekning í sam- félagi þjóðanna. Nákvæmlega sö»>u vandamálin eru nú á dag- skrá og til meðferðar meðal frændþjóðanna. Öll bændablöðin virðast vera sammála um það, að til þess að halda við framleiðslu sveitanna og ræktun landsins, svo að fólk uni þar og borgirnar losni við allan þann vanda, sem stafar af öru aðstreymi og lítilli land- búnaðarframleiðslu, sé eitt ráð einfaldast og öruggast. Það sé : að bæta lífskjör sveitafólksins, veita því öryggi, þægindi og yfirleitt lífskjör í samræmi við annað fólk. Það eru t. d. athygl- isverð ummæli, niðurlagsorð I neðanmálsgrein í félagsblaði sænskra jarðyrkjumanna um hlutskipti sveitakonunnar. Þau eru á þann veg, að bezta ráðið til að flýta fyrir þægindum og létti í lífskjörum sveitakvenn- anna, væri að búa sæmilega að atvinnuvegi þeirra, landbúnað- inum, fjárhagslega, því að ef bændurnir hefðu einhvern af- gang frá brýnustu þörfum líð- andi dags, legðu þeir það í um- bætur á heimili sínu og búi. Þessi orð eru líka í fullu gildi hér. H. Kr. Kvfkmynd af suðnr- ferð Scotts Enskt kvikmyndafélag er nú að láta gera kvikmynd af síðustu heims skautsferð Roberts P. Scotts. Nokkur hluti af myndinni hefir verið tekinn í norðurhöfum, nokkuð var unnið að myndinni suður í Sviss í sumar og nú er verið að ljúka við hana á Harð- angursjökli. Alls er gert ráð fyrir því, að þessi kvikmynd kosti 150.000—200.000 sterl- ingspund.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.