Tíminn - 19.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1947, Blaðsíða 3
212. blað TÍMSNN, miðvikudaginn 19. nóv. 1947 .3 er svarlð gegn verðSiólgu og dýrííð. | Verzliffi við kæiipíélögin og sparið þauuig fé ySar. :: ! Samban.d isi samvirmufélaga } Tilkynning <> <> <> << <> <> <> írá Félagi íslenzkra iðnrekenda: 1! < > >> < > <> >> <> <> <> <> < < <> <> <> < > <> <> Athygli verksmiðj ueigenda skal vakin á því að fröst- ur til að skila skýrslum um hráefnaþörf fyrirtækjanna <. o. fl. til Fj árhagsráðs er útrunninn n. k. fimmtudag, hinn 20. þ. m. Skulu skýrslurnar hafa borizt til skrif- 0 stofu félags vors fyrir þann tíma. ' ’ '<> < > <> << Félag íslenzkra iðnrekenda Laugaveg 10. Ilsismæðm*! ■ Ra-gnheiður - Jón-sdóttir: Dóra og Kári. Bókaút- ■gáfa Æskunnar. Stærð: 141 bls. 12x18 sm. Verð: kr. 20.00 innb. Þetta er falleg saga, blátt áfram yndisleg. Sumum finnst sjálfsagt, að svona sögur eigi ekki að skrifa, því að þær séu fallegri en lífið sjálft. Séu þær það, eiga þær þá það erindi við okkur, að segja okkur og sýna, að svona geti lífið vel’- ið, ef við vildum vera eins og persónur sögunnar og stæð- um við það. Þessi bók er nokkur sendi- bréf frá Dóru til vinstúlku hennar. Eins og þeir vita, sem lesið hafa fyrri Dórubækurn- ar, er Dóra dóttir stríðsgróða- manns í Reykjavík, einbirni og eftirlætisbarn. En hún er heilbrigð og góð stúlka. Hún er í innilegu vinfengi við systkini ein, Kára og Völu, verkamannsbörn, sem eru bæði gáfuð og dugleg. Bréfin frá Dóru, og þar með þessi saga, snúast að verulegu leyti um vináttu og kunningsskap þessara ungiinga, sem eru nokkrum árum innan við tvítugt. Þessi bók er skrifuð með íslenzk viðhorf samtíðarinn- ar fyrir augum. Hún segir frá heilbrigðum ungiingum, sem láta ekki spillingu aldar- farsins á sér festa. Söguhetj- urnar hafa óbeit á tóbaki og áfengi og Hvers konar slæp- ingshætti. Og þessir ungling- ar eru líka hafnir yfir allan þröngsýnan misskilning, nag- andi beizkju og andúð, sem oft hlýzt af stéttagreiningu og ólíkum lífskjörum. Dóttir auðmannsins metur fólk eftir manngildinu sjálfu, án drambs og yfirlætis. Börn verkamannsTns gera það líka, án allrar tilhneigingar til að finnast stétt sín lítilmótleg eöa ómerkileg. Þetta heil- brigða, óháða sjálfsmat, án yfirlætis og niðurlægingar- tilfinningar vegna ytri kjara, hjálpar þeim til þroska og frama á grundvelli heil- brigðrar vináttu. Ef hér er ekki komið að kjarna málsins, veit ég ekki hvar hann er. Ég veit ekki neitt, æskulýð þessa lands til bjargar undan þeim mannfélagsmeinum, sem þjaka þjóðina nú, ef það er ekki sá andi, sem þessi bók er skrifuð í og hún flytur með sér til lesendanna. Þess vegna er sérstök ástæða til að mæla með þessari sögu. Eflaust má segja, að í þessa litlu sögu vanti margt, sem geri bækur að miklum lista- verkum, hálærðar skýringar á flækjum sálarlífsins, hárfín stílbrögð og langsótta lífs- speki. Látum svo vera, en þetta er saga, sem er skrifuð í léttum stíl og byggð á lífs- sannindum og skilningi og heilbrigðri dómgreind. Og það er ef til vill mest um vert, að jafnframt því, sem hún er spennandi skemmti- lestur og dægradvöl, hjálpar hún, dómgreind • ungra les- enda til þroska. Höfundurinn er ekki blind- ur eða sljór gagnvart spilli- tízku og mannskemmdum aldarfarsins, þó að söguhetj- urnar séu eftirlætisbörn hamingjunnar, og beri gæfu til að vera góðir og heilbrigð- ir unglingar. Slíks eru mörg dæmi úr lífinu sjálfu og bók- niénntir'nar þurfa ekki alltaf að vera spéspegill, sem af- skræmir heilbrigða fegurð saklausrar æsku. Þessi saga er unglingabók. Hún gefur lesendunum fyrir- myndir, sem öllum er gott að eiga. Því eiga þeir, -sem vilja ungu fólki vel, að kaupa þessa bók upn á skömmum tíma. Clarence Hawks: Litla kvenhetjan, Marinó L. Stefánsson þýddi. Bóka- útgáfa Æskunnar. Stærð: 175 bls. 12x18 sm. Verð: kr. 17.00 innb. Þetta er saga lítillar stúlku sem hefir verið alin upp' á fósturheimili munaðarlausra barna í gömlum stíl, en er send þaðan heim til móður- systkina sinna. Sitthvað skrítið kemur fyrir og sumt spaugilegt, en annað lær- dómsríkt. Og óneitanlega er góð lýsingin á Lúkretíu, sem segir að systir sín, pisðir Elenóru litiu, hafi rænt sig manninum, sem hún elsljaði og því hafi hún jafnan farið á mis við ástúð og ánægju, aldrei átt sitt eigið heimili, en aðeins verið ráðskona Natans bróður síns, sem hún vitanlega kúgar og þvingar margvíslega. En þó að Lúkretía sé óneit- anlega komin ærið iangt frá sínu rétta eðli, eftir leiðurn lífslýgi og sjálfsblekkingar á þessum grundvelli, er hún þó enn með lifandi hjarta og tilfinningu undir öllum písl- arvættisímyndunum sínum. Hún er í raun og veru meiri og betri manneskja en hún vill vera, og því er gaman að kynnast henni eins og öðru fólki sögunnar. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Litbrigði jarðarinnar. Saga. Helgafell. Stærð 113 bls. 13x30 sm. Verð: kr. 18.00 ób. 26.00 innb. Þetta kver er sagan um fyrstu ástarhrifningu ung- lingsins, sem stúlka í grennd- inni gerir sér títt við sér til dægrastyttingar og afþrey- ingar, þegar ekki næst til annars, sem hún kysi heldur, eða svo er helzt að skilja. Annars er sagan sögð frá við- horfum piltsins en ekki hennar. Þetta verður varla kallað stórbrotið efni, en hins vegar liggur þaö á því sviði, sem allir þeir, sem slitið hafa barnsskónum, munu kannast við. Og ekki verður viðfangs- efnið kallað ómerkilegt, og sízt væri vanþörf á skáldrit- um, sem gætu orðið æsku- fólki styrkur og leiðbeining á þeim slóðum. En ekki mun þessi saga vera fallin til þess, nema ef vera kynni á þann hátt, að halcja stúlkum frá fordæmi 'Sigrúnar- Maríu, sem virðist vera heldur létt- úðug og að því er séð verður, heldur ómerkileg. Ólafur Jóhann skrifar þjálfaðan stíi og það vantar ekki í þessa bók nærfærnar og góðar lýsingar. Hann skil- ur og kann að lýsa hvernig jörðin og tilveran öll skiptir iitum og blæ í augum ung- lingsins, eftir því, hvernig hugarástand hans er. Að því leyti gerir hann efni sínu góð skil. Svo er það heldur ekki meira, því að annað hefir hann ekki færzt í fang að þessu sinni. Kristmann Guðmunds- son: Góugróður. Ástar- saga. Helgafell. Stærð 153 bls. 13x20 sm. Verð kr. 60.00 í góðu bandi. Þessi saga hefir viðfangs- efni, sem er áþekkt því, sem Óiafur Jóhann velur sér í Litbrigði jarðarinnar. Það er fyrsta ástin. Árni, búðarmaðurinn ungi, ætlar „ekki að verða kvenna- bósi, eins og kaupmaðurinn, því það var ekki fallegt. Það, sem liann óskaði sér, var allt annars eðlis og miklu dásam- legra. Hann vildi elska af al- hug'og aðeins eina“. Og ástfanginn verður Árni og stúikan hans líka á móti, en kjarkleysi, hégómaskapur og övitaháttuir ungfinguins leggur steina í götu þeirra. Og prangarinn, húsbóndi háns, kemur svo fortölum sínum, að Árni gengur erinda hans og reynir að greiöa fyrir því, að hann nái ástum stúlk- unnar. Sjálfur reynir hann.að. hugga sig við aðra stúlku, sem er líka ástfangin af honum. En eftir fyrsta koss- inn „fannst honum hann vera í þann veginn að drýgja einhvern glæp.“ Og því bað hann stúlkuna að reyna að fyrirgefa sér, flýði af hólmi og læddist út. En í sögulok eru þau þó sætt fullum sáttum, Árni og stúlkan hans, og hætt að misskilja hvort annað, þó að traustið sé kannske takmark- að. ' Ég segi ekki, að það sé neitt nýtt að sækja í þessa sögu, en hún er skrifuð af þrosk- uðum rithöfundi og það eru margar fallþgal’ lýsingar í bókinni. Og það er alltaf fengur að því, sem opnar augu okkar fyrir fegurðinni og ekki sízt, þegar um er að ræða fegurð hreinna og göf- ugra tilfinninga mannshjart- ans. Eins og venja hefir verið undanfarin ár snéri ráðu- neytið sér til Búnaðarfélags íslands fyrir miðjan ágúst í sumar og óskaði tillagna fé- lagsins um síldarmjölsþörf landbúnaðarins á komandi vetri. Búnaðarfélagið taldi þörfina 10 þús. smálestir af 1. flokks mjöli. Þessi niðurstaöa var til- kynnt samninganefnd utan- ríkisviðskipta 14. ágúst og nefndin beðin að sjá um, aö þetta síldarmj ölsmagn yrði til ráöstöfunar innanlands og að það yrði allt ógölluð 1. flokks vara. Frestur til að panta síld- armjöl til innanlandsnotkun- ar, var útrunninn 1. okt. Þann 15. okt. var rannsakað, hve mikið væri selt fram að þeim tíma. Reyndist salan 6189 smálestir og hafði tekið fyrir beiðnir og sölu eftir 1. okt. Rkisverksmiðjurnar áttu þá óseldar 1463 smál. af 1. fl. mjöli. Með tilliti til tíðarfars og annarra aðstæðna var ákveðið 29. okt. að halda eftir þessu magni, en um leið fall- ist á aö öðrum óseldum síld- armjölsbirgðum væri ráð- stafaö til útflutnings. Er því þessi varaforði af 1. fl. síldar- mjöli, 1463 smálestir, fyrir hendi. Að fengnum tillögum Bún- Sparið peninga, kaupið þennan gólfgljáa. Heildsölu Efnagerðin STJARNAN. \\ Sími 7049. :: aðarfélags íslands bar ráðu- neytið hinn 23. ágúst fram þá ákveðnu ósk við viðskipta- málaráðuneytið, að gerðar yrðu þá þegar nauðsynlegar ráöstafanir til að 18 þúsund smálestir af erlendum korn- tegundum, maís, heilúm, kurluðum og möluðum, klíði og rúgmjöli, verði fluttar til landsins á komandi vetri, og um leið var bent á, að brýna nauðsyn bæri til að helm- ingur þessa fóöurbætis væri fluttur inn í september og októbermánuði. Með bréfi, dags. 20. okt. fer Fjárhagsráð fram á, að félag- aðarfélag íslands, að það endurskoði áætlun sína um innflutning á fóðurbæti, þar sem vöntun á gjaldeyri geri erfitt að kaupa eins mikinn fóöurbæti og sú áætlun geröi ráði fyrir. Ennfremur fer Fjárhagsráð fram á að félag- ið geri tillögur um skömmtun á fóðurbæti. Búnaðarfélag íslands tók mál þetta til nýrrar athug- unar og í ályktun félagsins um það 6. nóv. er komizt svo að orði: „Samkvæmt athugun, sem ráðunautarnir hafa gert að nýju, hefir komið í ljós, að um 6000 smálestir af fóðurbæti eru nú komnar til landsins til (Framhald á 6. síðu) H. Kr. SKI^AUTGeRÐ RIKISINS SíaBiaiiiímcr vor verða framvegir: Skrífstofan 7650 (6 línur) vöruafgreiðslan 7658 Útvegun á fóðurbætl Greinargerð frá laiidlniiiaðarráðuiieytinii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.