Tíminn - 19.11.1947, Qupperneq 7

Tíminn - 19.11.1947, Qupperneq 7
212. blað TIMINN, miðvikudaginn 19. nóv. 1947 Ástkærar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og. jarðarför' 1 Marííi §veIsa@€Í©ÉÍ0ar húsfreyju á Breiðabólsstöðum. Erlendur Björnsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim, er veittu okkur aðstoð og hluttekningu við andlát og jarðarför ©deístems Ármasfiasaar, Úthlíð, Skaftártungu. Gunnheiður Guðjónsdóttir og börn. Látnir ingar Síðustu vestanblöðin ís- lenzku geta láta nokkurra gamalla íslendinga vestan hafs. Helgi Magnússon frá Torfu- stöðum út í Miðfiröi lézt í Sel- kirk 11. september. Hann var orðinn áttatíu og fimm ára gamall og fór af íslandi eft- ir aldamótin, ásamt móður sinni, systur og mági. Hann bjó fyrst við Netlulæk á Nýja- íslandi, en síðan í Selkirk alla tíð. Mörg börn hans og barna- börn eru á lífi, dreifö um Kanada og Bandaríkin. Kona hans var Ásta Júliana Jó- hannesdóttir frá Læk í Árnes- þingi. Hún lifir mann sinn. Elín Stefanía Finnbogason lézt i elliheimilinu Betel á Gimii 13. október, tæpiega áttræð. Hún var ættuö úr Fá- skrúðsfirði, dóttir Kristjáns Magnússonar og Elísabetar Eiríksdóttur. Hún giftist Tob- íasi Finnbogasyni hér heima og fó'r með honum vestur aldamótaáriö. Einn sonur þeirra er á lí.fi í Vancouver og dótturdóttir í Stany í Mani- tóba. Sigrún Foote lézt í Van- couver 6. ágúst, 88 ára. Hana lifir eimr sonur í Vancouver. ❖ Ásgeir V. H. Baldvin andað- ist í Vancouver 29. septem- ber, 96 ára að aldri. Hann var kunnur maður fyrr á tímum, og mun hafa verið elztur allra íslendinga á Kyrrahafs- ströndinni. Hann var sonur Baldvins Helgasonar frá Gröf á Vatnsnesi, þess sem ensku íbúarnir í Rosseau í Ontario trúðu, að væri bróðir Bana- konungs, og fór vestur með föður sínum árið 1873. Annars var Baldvin ættaður úr Mý- vatnssveit, frændi Jóns Braz- ilíufara og albróðir Stefáns, föðúr Þorgils gjallanda, og Þurlðar, móður séra Árna á Skútustöðum. Kona hans og móðir Ásgeirs var - Soffía Jósafatsdóttir frá Stóru-Ás- geirsá i Víöidal, systurdóttir Jóns stjörnufræðings i Þor- móðstungu. — Þeir feðgar, Baldvin Helgason og Ásgeir, munu íyrstir íslendinga hafa eignazt land í Kanada. Ásgeir var síðan bóndi á ýmsum stöð- um, bæði í Kanada og Banda- ríkjunum og stofnaði meðal annars pósthúsið Heklu í Lúndi í Dakóta og fék.k nafnið svo vel útilátiö hjá land- stjórninni, að það er staf- sett með 2 k-um. Á efri árum lá svo leið Ásgeirs vestur að hafi, og dvaldi hann á Van- couvereyjunni. Ásgeir skrifaði meðal annars um landnám ís- lendinga í Muskoka í Ontario, har sem .þeir feðgar, Óiafur frá Espihóli í Eyjafirði og fleiri settust fyrst að eftir komuna vestur. — T.IIk®53aagBssikiI g'3°el^slsi (Framhald af 2. síöu) hafi enn einu sinni sannast, að' manneskjan sjálf er eirxs og hver annarr efniviður, að vísu misjafn- Igga góður, er gæða má mik- illi fegurð, ef hann er tekinn þeirn tökum, sem vera ber, og farið um hann höndum, sem kunna sitt verk. Og það hefir frú Lillý Möll- er í Kaupmannahöfn kunnað, þeg- ar hún greiddi .háx- stúlkunnar, sem myndin hér að framan er af. Fyrir- myndin að greiðslunni er sótt til Maríu Antoinettu. | Það er til fóUc, som er andv'gt ! snyrtingu, að minnsta kosti sumu j af því tagi, og kalla þaö tildur og | tilhald. En hvað er út á tilhald að setja? Því ætti fólk ekki að 1 gera sig eins álitlegt og unnt er? : Það ætti þvert á móti að vera ' skylda allra — karla og kvenna — og ber vott um sjálfsvirðingu. N NUVERZLU N laníwsFOi » í Sambandi íslenzkra samvinnufélaga eru 55 sambandsfélög meff um 27 þúsund félagsmönn- um. — Skiptiff viff sam- vinnufélögin og tryggiff yffur góffa verzlun. — Gerist meðlimir sam- vinnufélaganna og eflið fylkingu íslenzkra sam- vinnumanna. — tt SS 'ctmocin d íái. óumuinnu y Síðastliðið haust gaf Prentsmiðja Austurlands h.f., Seyðisfirði, út bók eftir „Cheiro“ (Louis Hamon, greifa), þekktasta dulspeking Vesturlanda á þessari öld. — Var það bókin Sanndr draugasögur, sem hefir aflað sér og höfundi henn- ar almennra vinsælda, enda rnunu þar finnast fleiri og veigameiri sannanir fyrir persónulegu framhaldslífi en í nokkurri annarri bók. — Á þessu hausti hefir sama fyrirtæki gefið út aðra bók eftir sama höfund. sem nefnd hefir verið SANNAR KYNJASÖGUR (á ensku Real Life Stories) og er hún' nú komin í bókabúðir í Reykjavik og nágrenni og veröur send út á land næstu daga. — Segir þar jrá mörgurn merkilegum og ótrúlcgum hlutum, sem höfundur- ihn leggur drengskap sinn í veð fyrir að átt hafi sér stað. Bókin er, mjög vel þýdd af Krist- mundi Þorleifssyni. — Hún er i stóru broti (royal) 246 síður að stærð með 5 myndum og kostar þó a ö e i n s 30 krónur heft, en 42 krónur í góðu bandi. — yyyí Wn,. Fæst hjá öllum bóksölum. tAwija áuÁtuAmdá Seyöisfirði. 8 Þar verður tekið á móti allskonar þvotti og fatnaöi í kemiska hreinsun. — Fljót afgreiðsla. NB. Eins og áður veröur þó tekið á móti þvotti og fatnaöi i Borgartúni 3 og Laugaveg 20 B. ÞVOTTAMIBSTÖÐIN, Borgartúni 3. Símar: 7263 — 4263. $S$$S$S$$$$ÍS$$$SS$S$$$5$SÍS$$áS«á»ííí$5$S$$$$SS$$$$$$$$$$í$$$5$$S$$S$S$$S$$$$$$$$$$$$S$$$í$$$$$$$$$$S$$$$$$$$$$$$$$$$$SS$$$$$$$SSSS$$$S$$$S$í$$S$$$$$$S$S$$$5 -

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.