Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 20. nóv. 1947 213. blaSs ! dag: * Sólin kom upp kl. 9.14. Sólarlag kl. 15.33. Árdegisílóð kl. 10.15. Síð- degisflóð kl. 22.45. í nótt: Næturakstur fellur niður vegna taensínskömmtunarinnar. ■ Nætur- íséknir er í læknavarðstofunni, sínii 5030. Næturvörður er í lyfja- taúðinni Iðunni, sími 1911. Útvarpið í kvöld: “ Pastir liðir eins og venjulegu. ~ Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin CÞórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Vínar-forleikurinn eftir Suppé. 11» . Danssýningarlög úr „Sylvia" á'tir Delibes. 20.45 Lestur íslend- ihgásagna (Einar Ól. Sveinsson prófesaor). 21.15 Dagskrá Kven- téttindafélags íslands: Skáldkonan Qabriela Mistral: a) Pormálsorð (Jrú Príða Einars). b) Upplestur: Úr kvæðum Gabriela Mistral (frú Ólöf-Nordal). 21.40. Prá útlöndum (Bjarni Guðmundsson blaðafull- fcrúi). 22.00 Fréttir. 22.05 Lög og lett hjal (Friðrik Sigurbjörnsson stud jur. og aðrir). 23.00 Dagskrár- lgk. * Skipafréttir: . Brúarfoss fór frá Reykjavík á hádegi í gær til Norðurla’ndsins, íestar frosinn fisk. Lagarfoss fór frá Antwerpen 16. nóv. til Kaup- mannahafnar. Selfoss kom til Reykjavíkur 17. nóv. frá Imm- ingham. Pjallfoss er á Siglufirði. Reykjafoss kom til Reykjavíkur í gær frá Leith. Salmon Knot kom til Reykjavíkur 13. nóv. frá New Ýork. True Knot fór frá Halifax 12. nóv. til Reykjavikur. Lyngaa er í Raumo í Finnlandi. Horsa fór frá Vestmannaeyjum 16. nóv. til Leith. ► Leikfélag Reykjavíkur ’hefir nú tekið upp sýningar ú' hínu vinsæla og stórbrotna leik- riti, Skálholti eftir Guðmund Kamban. Verður leikurinn sýndur nokkrum sinnum að þessu sinni. Verða eflaust margir, sem grípa þetta tækifæri til að sjá þennan merka leik um eitt frægasta ástar- ævintýri, sem gerzt hefir hér á lahdi. Sjómannablaðið Víkingur. Nýlega er októberblað Víkings- ins komið út og flytur m. a. þetta ef-ni: Stefna P.P.S.Í. í dýrtíðar- málunuin; Þetta er síldveiðimönn- um boðið, eftir Harald Pétursson; íálenzku handritin í Danmörku eltir Þorkel Sigurðsson; Ástand og iíórfur eftir Guðmund Jensson; Úándhelgi íslands eftir Júl. Hav- síén sýslumann; Stærri fiskifloti, njinni fiskimið eftir dr. Jón Dúa- sijn; Á frívaktinni; Thor Jensen l$}mn; Við segl og árar II, eftir tglhj. Jón Sveinsson, Ósigur Karls 1|II, ;§másaga eftir Grétu Sigfús- dþttur; Síðasta bændafulltrúasam- þykktin eftir Steindór Árnason o/ fl. Rit í tilefni af leikafmæli Haraldar Björnssonar. í tilefni af 30 ára leikafmæli I-Iaraldar Björnssonar leikara, sem var 1945, hafa nokkrir vinir hans gefið út rit um hann. Er það prent- að á góðan pappir og prýtt nokkr- um myndum af Haraldi i-ýmsum hlutverkum. Guhnar M. Magnúss hefir séð um útgáfu á bæklingnum. Nýútkomnar bækur: Líf' í læknis hendi, skáldsaga eftir Frank G. Slaughter. Þýðandi Andrés Kristjúnsson. Útg. Draupn- isútgáfan. Anna Boleyn, ævisaga eftir G. Momigliano. Þýöandi sr. Sigurður Einarsson. Útg. Draupnisútgáfan. Hcimsókn minninganna eftir Ingeborg Sigurjónsson. Þýð. Anna Guðmundsdóttir. Útg. Ilelgafell. Við vötnin-.síröng, ljóðabók eftir Ben. Gíslason fiá Hofteigi. Útg. Helgafell. W& Skautadrotíningin, eftir Sonju Heine.. Þýð,. Andrés Kristjánsson. Útg. Draupn.isútgáfan. Drengirnir frá Mafeking, drengja saga eftir S. N. Hoick. Þýð. Andrés Kristjánsson. -Útg. Draupnisútgáf- an.. Topper, skáldsaga eftir Thorne Smith. Þýð. Stefán Jónsson. Útg. Helgafell. Sagnaþættir Þjóðólfs. Gils Guð- mundsson bjó til prentunar. Útg. Iöunnarútgáfan. Rannsóknarlögreglan vill tala við bílstjóra. Um miðnætti aðfaranótt s.l. sunnudags ók bílstjóri nokkur bíl sínum að húsinu nr. 77 við- Laug- arnesveg og beið hann þar fyrir utan um það bil klst. Rannsóknar- lögreglan biður bilstjóra að koma til viðtals hið allra bróöasta. Árnab lieilla Gefin hafa verið saman í hjónaband: Ungfrú Ragnheiður E. Einars- dóttir hárgreiðslukona og Sigfús Sigurðsson deildarstjóri. Þau eiga heima á Selfossi. Hjúskaparheit sitt hafa gert kunnugt: Ungfrú Lóa Eyjólfsdóttir, Vest- mannaeyjum, og Sigurbergur Bjarníreðsson sjómaður, einnig i Vestmannaeyjum. Ungfrú Sigríður Konráðsdóttir, Bergstaðastræti 33 í Reykjavík og Ægir Vigfússon, Bergstaðastræti Ertu skáti? Það er oft talað um lausung og vingl unga fólksins. Það eru ef til vill orð að sönnu, en þó oft af litlum skilningi mælt. En hafa þá þessir sömu menn, er slíka dóma fella, gefið ýmsum mannbætandi félagsskap, er starfar meðal æsku- lýðsins, þann gaum, sem hann á skilið? Slíkur félagsskapur — og ef til vill sá ,er skipa mætti í fremstu röð — er skátaíélagsskapurinn. Skátahreyfingin á líka þegar orðið mildl itök í hug og sál margra ungra manna og kvenna hér á á landi, og henni er stjórnað af myndarskap og dugnaði eins og vera ber. Innan hennar ríkir sá rétti andi, sem alls staðar er og hlýtur að vera líftaugin, sem skátahreyfingin nærist af, ef hún á ekki að visna og veslast upp. „Vertu viðbúinn" — svo hljóðar kjörorð skáta. Hver sem tileinkar sér það kjörorð og lifir samkvæmt því, hefir öðlazt mikils verða kjöl- festu í umróti þessara vályndu tíma. Það er líka víst og áreiðan- legt, að góður skátafélagsskapur, sem er vel stjórnað, er ekki lakasti skólinn, sem foreldrarnir geta látið börnin sín í. Og sá skóli hefir þann mikla kost, að hann verður engum leiður, sem í hann fer. Hann verð- ur þvert á inóti skemmtilegur og eftirsóttur, af því að hann er sniðinn við liæfi nemandans. . Það er meira heldur en hægt er að ssgja um ýmsar aðrar stofnanir, sem ætlað er það hlutverk að hafa bætandi og þroskandi áhrif á æskulýo landsins. En sleppum því — þaö kemur ekki skátunum við. Eins og kunnugt er halda skátar við og við alheimsmót, sem þeir nefna Jamboree. Slíkt mót var haldið skammt frá París síðast- liðið sumar, og sóttu það allm.argir íslenzkir skátar. Myndin, sem þess- um linum fylgir, var tekin á því móti. I’iltarnir tveir, sem á mynd- inni sjást, eru íslenzkir skátar í fcrnmrnnabúningum. Standa þeir \ið vegvísi, þar sem auglýst er sýning, er íslenzku skátarnir efndu til á islenzkum munum. 31B. örnum vegi Afgreiðslumenn vilja ckki fella inður matartíma. ?Aðalfundur afgreiðslumanna- Æildar V. R. var nýlega haldinn hjr í Reykjavik. Fyrir fundinum lá tUlaga, sú, sein komið hefir fram uin .niðurfellingu matmálstíma. AUmiklar umræöur urðu um mál- ið'. og Skiptar skoðanir, en þó virt- u.st fleiri andvígir niðurfellingu matartímans. Um málið var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: -„Aðalfundur A. V. R. haldinn 17. nev. 1947 vill taka fram eftirfar- andi vegna framkominna óskh um breytingu á matartima: 1. Til þess ’áð slík breyting geti komið tiT mála þarf að samræma opnun- artíma sölubúða þannig, að hvergi opnað fyrr en kl. 9 og þá loka kl. 5}tef úr breytingunni verður. Mat- aftími verði þá hálf klst. á dag. 2,- Pundurinn lítur svo á, að alls- irerjaratkvæðagreiðsla imian fé- lagsins nái ekki tilgangi sínum végna mismunandi vinnuskilyröa hínna ýmsu meðlima félagsins. Álítur fundurinn því réttara, að ÍKám -fari atkvæðagreiðsla innan títierrar sérdeildar." Maður er nefndur Benedikt Gíslason, kéinidur við Hofteig á Jökuldal, mikill maður á velli og ötull til málafylgju. Það hefir lengi verið á vitorði margra, að hann væri skáld gott, þótt ekki hafi hann borizt mikiö á í þeim eínum og aðeins birt stöku kvæði í blöð- um og tímaritum. En hvað urn það — nú er kominn út eftir hann ljóðabók, er hann nefnir: „Við vötnin ströng,“ og hann gerði mér það vinarbragð að koma einn dag- inn með eintak til mín og íæra mér að gjöf. Ég notaði auðvitað tækifærið til. þess. e.ð spj'rja hann um skáldskap hans og viðhorf á þeim vettvangi. . — Já,_. sagði Benðöikt, . spnur minn tíndi sanian þessi kvæði, .sem í bókiiíni eru. Þaö fer þó fjarri, að þar sé allt, sem ég héfi oft ■— hefi þrjú liandrit önnur nær full- búin til prentunar. Eitt er Aust- firðingabragur, yfir tvö hundruð ferskeytlur, sem Ragnar Jónsson ætlar aö gefa út í fallegri og myndskreyttri útgáfu. Svo eru tvær venjulegar ljóðabækur, og er annað handritið þegar fullbúið til prentunar,-hitt -á döfinni. 'I Kvæðin í þessari bók minni, sem út er komin, eru frá öllum aldurs- j skeiðum, sum jafnvel ort meðan ég var á barnsaldri. Bókin geymir því j frekast sagt yfiriit yfir það, sem ég hefi fært í stuðla, og sýnir nokkurn veginn þá strengi, sem ég ó til. En eins og ég sagði áðaít — ég hefi aldrei skeytt neitt um kvæðin mín, fyrr en nú, að farið , var að tína þau saman. — Og eitt enn, sagöi Benedikt — ég vildi gjarnan koma þessum kvæðum mínum á framfæri, ef þau kynnu að geta orðið dálítið mótvægi gegn þessum nýtízku klámskáldskap, sem virðist vera svo drottnondi um þessar rnundir. Ég vona, að það kveði við nokkuð annan tón hjá mér en hinum, og ' okkur, sem heyrum til bændastétt- inni, veitir ekki af því aö halda því til haga, sem vera mætti að styrkti okkur á einhvern hátt. Við þurfum aö hlynna að okkar menn- ingu — ekki gleyma alveg sveita- blænum, þrátt fyrir nýjabrumið. Svo mælti Benedikt. Og nú er bókin hans komin í bókab.úðir og bíður þar lesendanna. J. H. * a. Odýrar anglýsingar H4t 4 1 þeptyjrt. sífíð'- errt, birtar * ■'sinaáugTysingdr 1 með sérstaklega lágu verði. Er það œtlað lesendum Timans til þœginda og er vonast eftir að þeir noti sér þau. Líklegt er að auglýsingarn- ar beri oft árangur, þar sem Tíminn er annað fjöllesnasta ölað landsins. Keiðfonxtir Úr 1. flokks ensku efni (fjórar stærðir) sendar gegn póstkröfu. NONNI, Vesturgötu 12, sími 3570. Aiiglýsiiigasámi Tímans er 2323. — Hringið í þann síma, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. Merbergi. Rúmgott herbergi, með inn- þyggðum skáp, . til .Jeigp.'-vUþp- '** ■'-lýsiriáár ‘í ■símá' 3652 mitíi «kl. 12 og 1 á daginn. SSorSSstefsslsifasgögii eða aðeins „buffet" óskast til kaups. Uppl. í síma 3793. Vil katspa góð bókbandstæki, upplýsingar í síma 5990 kl. 6 til 8 á kvöldin. SuistsýBifiiag Jóns Þorleifssonar og Kolbrún- ar Jónsdóttur í Sýningarskála myndlistarmanna er opin dag- lega frá kl. 11—23. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR c ooo-ooo- sögulegur sjónieikur eftir ©iiIImotmíí Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala á morgun kl. 3—7, sími 3191. ATH.: Engir miðar teknir frá vegna áskrifenda. o o O <) o O O o O o O o O a -■ i > FJALAMÖTTUISIMM sýBilr gaiamiileikisaii i kvölel kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. - ------ --- VÉLSTJÓRAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Félagsheimili Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Vonarstræti 4, í kvöld, 20. október kl. 8 síðd. — Aðalfundarstörf. — Mætið stundvíslega. Féíagsstjórnin. í vor hvarf hestur úr högum í Reykholtsdal og hefir ekki fundizt. — Iíann er bleikrauður, með sítt klofið fax, tæplega meðálstór, markaður: vaglskora eða framan hægra, stýft vinstra, biti framan, upp- alinn í Skagafirði og kann að hafa'leitað þangað. Þeir, sem kynnu að hafa orðið héstsins varir gjöri ,svo vel og láti undirritaöan vita. fflenqami Jénassojn, Tjarnargata 42, Reykjavík. Heimasími: 4718

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.