Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.11.1947, Blaðsíða 5
213. blaff TÍMINN, fimmtudaginn 20. nóv. 1947 prrsr: 5 Fimmtud. 20. nóv. Fisksalan ERLENT YFIRLIT: George C. Marshali íicysiist liaim jjafn farsaell sem stiónunála- jna$ui’ ©g herslMfðingi? Eins og nýlga hefir verið skýrt frá í Tímanum, er nú búið að selja alla fiskfram- leiðslu landsmanna á þessu ári. Saltfiskurinn var allur seldur fyrir nokkru síðan, en frá lokasölum hraðfrysta- fisksins var gengið fyrir fá- um dögum síðan. Yfirleitt má segja, að sala fiskafurða hafi tekizt mjög vel, enda eru nú engir erfiðleikar að selja fisk, þar sem matvælaskortur er enn mikill í Evrópu. Hefði vafa laust verið hægt að selja miklu meira fiskmagn, ef til hefði verið. Þrátt fyrir þessar góðu að- stæður, hefir ekki tekizt að selja nema lítinn hluta fisk- framleiðslunnar fyrir það verð, sem framleiðslukostn- aðurinn hér hefir útheimt. Aðeins lítill hluti af saltfisk- inum og hraðfrysta fiskinum hefir verið seldur til hinna svokölluðu vöruskiptalanda fyrir fullt ábyrgðarverð (þ. e. verðið, sem ríkissjóður á- byrgðist útgerðinni), en mikl- ir erfiðleikar eru á viöskipt- um við þessi lönd, þar sem vöruverð er þar yfirleitt hátt og þau hafa fáar aðrar vör- ur að bjóða en þær, sem við þurfum að takmarka inn- flutning á. Þær þjóðir, sem hafa ilrjáis viðskipti, hafa undantekningarlaust keypt fiskinn verulega undir á- byrgðarverði, þegar undan er skilinn hraðfrysti fiskurinn, sem Bretar keyptu samkv. síldarlýsissamningunum. — Meira að segja verðið, sem Rússar gáfu fyrir hraðfrysta fiskinn, er þeir keyptu samkv. síldarlýsissamningunum, var undir ábyrgðarverðinu. Verð- ið á þeim hraðfrystum fiski, sem bæði Rússar og Bretar hafa keypt utan við síldar- lýsissamninganna, mun hafa verið um 25% undir ábyrgð- arveröinu. Reynzlan af fisksölunni á þessu ári er því í stuttu máli sú, að það sé mjög auð- velt aö selja fisk, eins og nú standa sakir, vegno mat- vælaákortsins í Evrópu, er jókst á seinasta ári vegna uppskerubrests og gjaldeyr- iserfiðleika, en hins vegar sé ekki hægt að fá fyrir hann á frjálsum markaði það verð, sem framleiðslukostnaðurinn hér krefst. Ef við getum lækkað framleiðslukostnað- inn innanlands til samræmis við það verð, sem er á frjálsa markaðinum, er fisksalan. örugg i náinni framtíð og út- vegurinn mun þá geta starf- að á öruggum grundvelli. Þetta ætti að gera þjóðinni þaö enn Ijósara en áður, hví- lík nauðsyn það er, að haf- ist sé handa um aö koma framleiðslukostnaðinn í það horf, að útvegurinn geti gef- ið sæmilegan arð, miðað við það fiskverð, sem hægt er að fá á frjálsum markaði. Leiðin til að ná þessu marki er að lækka dýrtíöina. Þaö þarf að byrja á því að klifra niður dýrtíðarstigann aftur. Ef til vill er það eðli- legt, aö erfitt sé að fá menn til að fara niður á jafn- Þing Bandarikjanna kom saman til aukafundar. á. mánudaginn var. Verkefni þess verður tvenns konar. Það mun í fyrsta lagi fj.alla um bráðabirgðahjálp til handa þrem- ur Evrópuríkjum, og í öðru lagi mun það fjalla um ráðstafanir til að draga úr sívaxandi dýrtíð og verðbólgu í Bandaríkjunum. Fyrra málið var tekið- til meðferðar fyrir frumkvæði Marshalls utanríkis- málaráðherra. - Á aðalþinginu, sem kemur sáman-eftir áramótin í vet- ur, verður svo. fjallað um tillögur hans um framlög Bandaríkjanna til viðreisnar í Evrópu, en þær hafa verið færðar í hinn fyrir- hugaða búning sinn af Parísar- ráðstefnunni, sem haldin var í sumar, og Harriman-nefndinni. Markmið Marshalls með þessum fyrirhuguðum- hjálparráðstöfunum er tvíþætt. Hann telur það mann- úðarskyldu Bandaríkjanna að hjálpa nauðstöddum þjóðum. Hann telur aukna velmegun í Evrópu á- hrifamesta meðal til að hindra vöxt kommúnismans þar. Hvernig sem þessum málum lyktar, mun bal'átta Marshalls fyr- ir þeim, gera hann að kunnurn manni í sögu alþjóðamála, er hún verður skráð í framtíðinni. Gegndi herþjónustu á 23 stöðum. Marshall er nú 67 ára gamall. Hann er ættaður úr suðurríkjum Bandarikjanna. Paðir hans var liðsforingi í. borgarastyrjöldinni, en, gerðist síðar kaupmaður. Hann vildi koma syni sínúm á frægasta herfor ingjaskóla Bandaríkjanna, West Point, en repubíikanar fóru þá með völd og vai' mikill f jandskapur milli þeirra og demókrata. Er taliö, að þessar erjur hafi átt mestan þátt í því, áö Marshall komst ekki á skólann, því að faðir hans var mjög ákveðinn.demókrati. Marshall fór þá á annan herforingjaskóla og gekk strax ú herinn að náminu loknu. Hann gegndi síðan her- þjónustu á ýmsum stöðum, bæði heima og eríetidis, m. a. var hann tvívegis á Filiþpseyjum. Það má nokkuð marka 'á því, að herfor- ingjastarfið er''íerilsamt, að Mars- hall var alls • iieimilisfastur á 23 stöðum í þaú'rúmlega 40 ár, sem hann var í hernum. Miklar skipnlagsgáfur. Verulega atþygli vakti Marshall ekki fyrr en l lyrri heimsstyrjöld- inni, en hann. var þá foringi í am- eríska hernum, cr barðist í Frakk- landi. Sérstök tilviljun er talin hafa valdið því, að Pershing, yfir,- hershöfðingi .....Bandaríkjamanna, veitti honum aíhygli. Vegna for- falla annars, .herforingja, fékk Marshall það verkefni að skipu- leggja þýðingarmikla herflutninga og leysti það svo vel af hendi, að þeir tóku miklu skemmri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Eftir þetta hækkaði hann stöðugt í tigninni og var jafnan teflt fram þar, sem talin var sérstök þörf fyrir mann með miklar yfirlits- gáfur og skipulagshæfileika. Marshall fékk það orð á sig, að hann væri færasti skipulagningar- maðurinn í ameríska hernum og eftir Pershing hershöfðingja er haft, að Marshall væri gagnlegasti hermaðurinn í öllum hernum. Nánasti aðstoðar- maður Pershings. Svo mikið orð fór af þessum hæfileika Marshalls, að ýms einka- ; fyrirtæki buðu honum hálaunuð embætti að styrjöldinni lokinni.1 en hann kaus að vera áfram í hernum, þótt launin væru lægri, enda sóttist Pershing hershöfðingi mjög eftir starfskröftum hans. Það varð úr, að næstu sex árin varð Marshall nánasti aðstoðarmaður Persliings og sömdu þeir m. a. ítarlega áætlun um hervarnir Bandaríkjanna, en þingið feldi liana og skar niður framlög til hersins. Marshall segist hafa lært af þessu þá meginreglu, að herinn þyrfti að kappkosta góða sam- vinnu við þingið, enda gætti hann þess vel eftir að hann var orðinn æðsti maöur hersins. Tekinn fram yfir 34 hershöfðingja. Eftir að samstarfi þeirra Persh- ings Iauk, gegndi Marshall ýmsum þýðingarmiklum störfum í hernum, var m. a. um þriggja ára skeið í Kína. Árið 1939 gerði Roosevelt forseti hann að formanni her- foringjaráðsins, en það er valda- mesta staðan í ameríska hernum. Samkvæmt embættisvenjum áttu 34 hershöfðingjar meira tilkall til embættisins, en Roosevelt bar mest traust til Marshalls að gegna þvi á þeim uggvænlegu tímum, sem þá fóru í hönd. Hann reyndist líka vandanum vaxinn og mun hann vafalaust minnst í framtíðinni, sem einhvers færasta herstjórnanda, er Bandaríkin hafa átt. Nýtt hlutverk. Eftir stríðslokin lagði Marshall niður formennskuna í herforingja- ráðinu og fór þá til Kína sem sér- stakur erindreki Trumans forseta. Þar var hann, er Truman kvaddi hann heim síðastl. vetur til að verða utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Honum er einna mest þökkuð hin einbeitta og ákveðna afstaða í utnríkismálun- George C. Marshall* um, er Bandaríkjastjórn tók nokkru síðar. Sennilega gat Tru- man forseti ekki valið betri mann til þess að framfylgja þeirri stefnu, því að Marshall nýtur óskipts trausts þjóðar sinnar og hefir meiri áhrif á þingið en flestir eða allir menn aðrir. Hlédrægur og rólyndur. Frama sinn hefir Marshall ekki átt því að þakka, að hann væri framgjarn eða mikill hávaðamaður, því að hann hefir jafnan þótt hlé- drægur. er manna róiyndastur og er mildur og vingjarnlegur í við- móti. Hann flytur ræður sínar rólega og tilbreytingalaust, og þótti blaðamönnum reginmunur á hin- um hófsama og tilbreytingalitla málflutningi Marshalls og hinni svellandi mælsku Vishinsky, er þeir túlkuðu sjónarmið ríkja sinna á þingi sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu. En þótt Marshall sé alla- jafnan hægur og rólegur, er hann fastur fyrir og' harður í horn að taka, ef honum finnst þess þurfa. sléttu í eiajim áfanga. Hver áfanginn sem næst í þessa átt er líka mikilsverður. Og mestu skiptir aö byrjaö sé strax. ÞjóÖin þarf að finna, að viðnámið sé hafið og byrjað sé að stefna í rétta átt. Hún þ'arf að finna að ekki sé lengur stefnt út í aukna dýrtíö og verðbólgu, eins og gert hefir verið á undanförnum árum, heldur sé nú haldið í viðreisnarátt. Þing og stjórn éru nú búin að hafa þessi mál til með- ferðar hátt á annan mánuð. Reynslan af fisksölunni á þessu ári, ætti að verða þessum aðilum mikilsverð bending um það, sem gera þarf, því að ekki eru horfur á, að veruieg breyting verði á þeim málum á næsta ári. Það er a. m. k. bjartsýni, sem ekki má byggja á, að verðið á fiskafurðunum fari hækk- andi, en hins’ vegar verulegar líkur til að það haldist nokk- urn veginn á árinu, þvi að vart rætist verulega úr mat- arskortinum í Evrópu fyrr en þá síðari hluta ársins. Mark- ið þarf nú og jafnan að vera það, að íslendingar hagi framleiðslukostnaði sínum þannig, að fiskafurðirnar séu samkeppnisfærar á erlendum markaði. Greiðsla á aðflutn- ingsgjöldum á vél- hátum Tillaga sex þingmanna. Jóhann Þ. Jósefsson, Ey- steinn Jónsson og fjórir aðr- ir þingmenn flytja í S.þ. svo- hljóðandi tillögu til þingsá- lyktunar um endurgreiðslu aðflutningsgjalda af vélbát- um: í „AjlþingJ álykítar að fela ríkisstjórninni að endur- greiða aðflutningsgjöld af vélbátum þeim, sem fluttir hafa verið til landsins eftir styrjöldina“. í greinargerð tillögunnar segir svo: „Allmargir vélbátar hafa verið fluttir til landsins eftir styrjöldina. Aðfutningsgjöld af bátum eru talsvert tilfinn anleg, og nú er svo ástatt, að margir þeirra, sem flutt hafa bátana inn, eiga fullt í fangi með að standa undir stofn- kostnaði. Aðflutningsgjald af bát- um er sennilega í öndverðu sett til þess að veita íslenzk- um bátasmíðum nokkra vernd. Undanfarið hafa ís- lenzkar bátasmíðastöðvar alls ekki getað með nokkru móti tekið að sér smíði allra þeirra báta, sem keyptir hafa verið. Það virðist þvi óeðlilegt, að þeir, sem keypt hafa báta frá öðrum löndum, gireiði sér- skatt af bátum þessum. Reglugerðin hans Péturs Pétur Magnússon verður alltaf frægur maður í fjár- málasögu íslendinga. Hann tók við fjármálastjóyninni haustið 1944. Hagur ríkissjóðs og atvinnuveganna stóð þá mjög sæmilega og erlendar inneignir námu þá um 600 milj. kr. Eftir tveg’gja ára fjármálastjórn Péturs, var högum atvinnuveganna þannig komið, að ríkið varð að taka að sér að greiða stór- feldar útflutnýngsuppbætur, og leggja varð á þungbæra nýja tolla til að afla tekna handa ríkissjði. Og öll hin mikla gjaldeyrisinneign var komin út í veður og vind. Hinu mesta góðæri, sem þekkt er í sögu þjóðarinnar, hafði verið breytt í fjárhags- vandræði og gjaldeyrisskort, þrátt fyrir hagstæðasta verð á útflutningsvörunum. Hörmulegri fjármálastjórn hefir ekki þekkzt fyrr né síð- ar á íslandi. Eitt af verkum Pétuvs, sem lengi verður munað eftir, er reglugerðin um starfstíma og aukavinnu opinberra starfs- manna, er Pétur setti 11. marz 1946. Samkvæmt þessari reglu- gerð er heimilt að láta opin- bera starfsmenn vinna eftir- vinnu, gegn yfirv'innukaupi, „ef óhjákvæmileg nauðsyn krefur.“ Hjá starfsmönnum í VII.—IX. flokki er eftir- vinnukaupið kr. 7.50 á klukkulstund, auk verðlags- uppbótar, og helgidaga- og næturvinnukaup kr. 10.00, auk verðlagsuppbótar. Hjá starfsmönnum í X.—XII. fl. eru tilsvarandi tölur kr. 6.00 og kr. 8.00, og hjá starfs- mönnum XIII.—XV. fl. kr. 4.50 og kr. 6.00. Svo virðist, sem mörg opin- ber skrifstofufyrirtæki hafi notað sér þau ákvæði reglu- gerðarinnar til hins ítrasta, að láta vinna eftirvinnp, „ef óhjákyæmileg nauðsyn kref- ur.“ Hjá allmörgum þeirra munu eftirvinnuSreiðslurnar skipta tugum og jafnvel hundruðum þúsunda kr. Og þess munu dæmi, að allmarg- ir hálaunamenn hafi notfært sér allríflega þessi auka- vinnuákvæði reglugerðayinr:- ar. Var heldur ekki við öðru að búast, eins teygjanlegt og þetta reglugerðarákvæði Pét urs er. Ilér þarf sannarlega að verða breýting á. Sú mis- notkun, sem hér hefir átt sér síað, verður að hverfa. Það þarf að gera yfirlit um, hvernig ríkisstofnanirnar hafa notað sér þetta auka- vinnuákvæði, b\v að af því mætti margt læra um stjórn þeirra. Jafnframt þarf að setja miklu gleggri ákvæði um eftirvinnuna og helzt af- nema. hana með öllu, því að jafnan er nokkur hætta á, að meiri eða minni spilling fylgi þessu fyrirkomulagi. — Hér þarf ekki sízt að „hreinsa flórinn“ eftir fjármálastjórn Péturs Magnússonar. X+Y. Ef til vill er ekki búið að innheimta aðflutningsgjöld af öllum innfluttum bátum, og sé svo, þá er að sjálfsögðu ætlazt til þess, að fallið verði frá innheimtunni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.