Tíminn - 10.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1947, Blaðsíða 2
TÍMINN, migvikudaginn 10. des. 1947 229. blað ^ra deai tií da 0 I dag: Sólin kom upp kl. 10.11. Sólarlag kl. 14.29. Árdegisflóð kl. 3.45. Síð- degisflóð kl. 16.05. í nótt: Næturakstur annast B.S.R., sími 1720. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykja víkur apóteki, sími 1760. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. 2,0.00 Fréttir. 20.30 kvöldvaka: a) Oscar Clausen rithöf.: Við Faxa- flóa fyrir sjötíu árum. — Erindi. 'o) Gítarleikur (Anna Hansen og Björn Þórðarson). c) .... d) Ragn- hildur Finnsdóttir á Kjörseyri: „Þegar mamma kom heim.“ — Æskuminningar. (Þulur flytur). é) Úr Númarímum.; Páll Stefáns- Son k'.’eður. Ennfremur tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.05 Óskalög. 23.00 Dagskrárlok. Skipafréttir: Brúarfoss kom til London 6. des. frá Fáskrúðsfirði. Lagarfoss kom tfi Reykjavíkur kl. 21.00 í gær- kvöldi frá Gautaborg. Selfoss kem- ur til Reykiavíkur síðdegis í dag frá Siglufirði. Fjallfoss kemur til Reykjavíko^ um hádegi í dag frá Siglufirði. Reykjafoss fór frá Siglu- íirði 8. des. til Gautaborgar. Salm- OJi Knot er í New York, lestar um 12. des. til Reykjavíkur. True Knot er á Patreksfirði á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar. Knob Knot fór frá New York 5. des. til Reykjavíkur. Linda er í Halifax. I.yngaa kom til Reykjavíkur 5. des. írá Siglufirði. Horsa kom til Reykjavikur 6. des frá Leith. Farö kom til Antwerpen 7. des. Forseti íslands sendir Svíakonungi heillaskeyti. Forseti íslands hefir sent Gustav V Svíakonungi árnaðaróskir í til- efni 40 ára ríkisstjórnarafmælis hans. Forseta hefir í dag borizt alúðlegt þakkarskeyti frá Svía- konungi. Tvær smáskekkjur . voru í viðtalinu við Árna Frið- riksson á dögunum, er leiðréttast hér með: 1. Sterkasti árgangurinn í Norður íands-síldinni sl. sumar var 15 vetra síldin, árgangurinn frá 1932. ‘~2. Nokkuð af Hvalfjarðarsíldinni, icm nú veiðist, er eldra en 6 vetra. ÍÍinningar í hiutaveltuhappdrætti skáta. J Dregið hefir verið í happdrætti lílutaveltu skáta hjá borgarfógeta. Upp komu þessi númer: II 28979 Flugfar til Kaupmanna- hafnar. 3363 Skemmtanir í Reykja- yik yfir eina helgi. 14127 Skemmti- legt gamlárskvöld. 6405 Kjötskrokk ur. 25519 Rafmagnsbrauðrist. 14201 ■3 pör silkisokkar. 13833 Dvöl á landsmóti skáta 1948. 22887. Bak- poki. 25649 Bollapör handa 12. 1542 100 kr. í peningum. 18773 100 kr. í peningum. 12005 Rafmagnsklukka. 13829 Sjúkrakassi. 17979 Kvendrakt. 3429 Kvenskór. 8275 Kvenregnkápa. 29923 Regnhlíf. 13749 Leirmunir. 20454 Regnhlíf. 17812 Cory-kaffi- kanna. 8410. Radering. 20515 Box- .íanzkar. 3914 Kvenveski. 11425 Standmynd. 7019 Kvenveski. 14279 Kvenveski. Vinninganna sé vitjað í Skáta- líeimiliö. Staðfestir íþróttabúningar. Í.S.Í. hefir staðfest íþróttabún- ing fyrir Umf Fram, Skagaströnd: Frjálsar íþróttir: Bolur hvítur með merki félagsins vinstra megin á brjósti með 6 cm. dökkgrænubelti 'og 3 cm. dökkgrænni langrönd frá mjöðm í handarkrika. Buxur hvít- ar með 3 cm. breiðri dökkgrænni iangrönd utan á slcálmunum. Við knattspyrnu: Peysa hvít með dökk- •grænum uppbrotum á ermum og •kraga og með félagsmerki á brjósti -eg með 6 cm. breiðu belti dökk- grænu og 3 cm. breiðri dökkgrænni Jangrönd frá mjöðm að handar- Tcrika. Buxur hvítar með 3 cm. breiðri dökkgrænni langrönd utan ú buxnaskálmum. Gjafir til Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Nýlega hafa Menningar- og minningarsjóði kvenna borizt eft- irfarandi gjafir: Til minningar um frú Sigur- veigu Sigurðardóttur, Þykkvabæ, Vestur-Skaptafellssýslu kr. 1700,00 frá kvenfélaginu „Framtíðin" Álfta veri og nokkrum vinkonum. Til .minningar um frú Kristveigu Björnsdóttur, Skógum í Öxarfirði kr. 625,00 frá kvenfélagi Öxfirð- inga. , Til minningar um frú Sigurveigu Sigurðardóttur, Ærlækjarseli í Öx- arfirði kr. 625,00 frá kvenfélagi Öxfirðinga. Til minningar um frú Þuríði Sigfúsdóttur, Skjögrastöðum, Fljóts dal kr. 300,00 frá kvenfélaginu „Einingin," Fljótsdal. Til minningar um írú Þorbjörgu Olgeirsdóttur. Þverá í Dalsmynni kr. 1000,00 frá nokkrum afkom- endum. j Ennfremur hefir sjóðnum borizt ! kr. 600,00 iil viðbótar fyrri minn- ■ ingargj'öf um Ragnheiöi Sumar- liðadóttui Reykjavík frá aðstand- cndum. Enníre’.rur frá ættingp rr. og vin- um frú Sigrúnar P. Blöndal kr. 600,00 til viðbótar við fyrri minn- ingargjöf. Gjaldkeri og bókari Menningar- og minningarsjóðs eru þær: Frú Sigríður Björnsdóttir frá Hesvi, Kjartansgötu 7, Reykjavík, frú Svafa Jónsdóttir, framkvæmdar- stjóri, Hjallavegi 14. Reykjavík. •— Tekiö á móti mmningiargjöfum í skrifstofu Kvenréttindaf'lags ís- land salia föstudaga k!. 5—7. Merk ævisaga Nýkomin er á markaðinn ævi- saga Önnu Boleyn Englandsdrottn- ingar, sem var ein af eiginkonum Hinriks VIII, rituð af ítalska sagn- fræðiprófessornum og rithöfundin- um’ E. Momigliano og íslenzkuð af sr. Sigurði Einarssyni. Útgefandi er Draupnisútgáfan, og mun þetta vera aöaljólabók forlagsins. Þegar Anna Boleyn kom fram á sjónarsvið sögunnar átti hún sér vafasama fortíð. En hún var fögur og glæsileg, og karlmenn litu hana girndarauga. Þegar Hinrik VIII, hinn lifsglaði konungur Breta, leit hana fyrst augum, vakti hún þrá hans, sem síðan snerist upp í tryllta og ofsafengna ást.. Skirrðist konungur þess ekki að segja Bret- land úr lög$:n við páfastólinn tii þess að geta gengið í eina sæng með Önnu Boleyn sem löglegri eiginkonu sinni. Þannig hafði þessi hamslausa 'fiá konungsins eftir blíðu hinnar fögru og glaðværu Önnu Boleyn örlagarík áhrif á gang heimsmálanna. Og heima á Englandi le*ddi hún til þess, að Thomas Wolsey kardínáli, ríkasti og voldugasti maður Bretaveldis, lauk ævi sinni sem blásnauður, vesæll fangi og Thomas Moore rík- iskanslari, eihn allra glæsilegasti persónuleiki í allri sögu Englands, var leiddur á höggstokkinn sem píslarvottur katólsku kirkjunnar. En Anna Boleyn naut ekki lengi sigursins og uppheföarinnar, því að ævi hennar lauk með blóðugum harmleik eí^: skammvinnan og gæfusnauðan hjúskap. En áður en svo varð, hafði hún fætt konungi dóttur, Elísabetu, sem síðar varð nafnkenndatta drottning Breta- veldis. Bók þessi er rituð í hinum nýja stíl ævisagna, sem Zweig o. fl. hafa notað. Hún er spennandi og skemmtileg aflestrar, prýdd heil- síðumyndum af öllum helztu sögu- persónunum og útgáfan smekkleg og vönduð. T. K. Á förnum vegi Það er fernt, sem mest er talað um í Reykjavík, núna í byrjun desembermánaðar 1947, að bless- uðu ölinu slepptu, sem alltaf er þægilega munntamt — síld, eigna- ^önnun, skömmtun og bækur. Það eru bækurnar, sem ég ætla að gera stu&lega að umtalsefni hérna í þessum dálkum í dag. Þaö er öðru vísi me<5 bækurnar en farfuglána —■ þær koma í flóð- öldum í svartasta skammdeginu á haustin og fylla.hvern bókabúðar- glugga og hvert bókabúðarborð. Og fólkið flykkist í bókabúöirnar, ekki sízt núna, því að fárra'kosta er völ, begar fara á að velja jólagjafirnar. Búðirnar eru yfirleitt fremur fá- skrúðugar í ár, og fyrir mörgu af þeim varningi, sem þar er, þarf skömn^unarmiða. Svo að bókabúð- irnar verða þrautalendingin, enda handhægt að kaupa snotra bók. En samt sem áður er það ekki alveg vandalaust að velja bók til gjafa, því að flestum er það eðli- legt metnaöarmál að kaupa góða bók, sem fellur þeim vel í geð, sem þiggur. Það er ekki ætlun mín að gerast forsjón neins, enda smekkur manna og \ jl !horf svo misjöfn, að þaö yrði sjálfsagt ekki nema í meðallagi vel þegið af sumum að minnsta kosti. En ég ætla að leyfa mér að geta örfárra bóka, sem ný- lega eru komnar á markaðinn. Fyrstu bækurnar, sem ég nefni eru Minningar Guðmundar Þor- bjarnarsonar á Stóra-Hofi, Sagna- þætíir Þjóðólfs, Faxi, hcstabók dr. ífrodtla .íóhannessonar, Stranda- mannabók Péturs frá Stökkum og Ritsafn Árna Pálssonar prófessors, allt skemmtilegar bækur, hver á sínu sviði, sumar gagnmerkar. í þessurn flokki má einnig geta Scnar gullsmiðsins á BessastöSum, bréfasafns varöandi Grím Thom- sen, sem Finnur Sigmundsson hefir búið til prentunar og cr eins konar framhald af Húsfreyjunni á Bessastöðum, bréfum móður hans. Loks er þessa dagana að koma út mikil og myndskreytt bók um Heklugosið. Af íslenzkum skáldritum er fyrst að geta kvæðabókar Davíðs Stef- ánssonar, Borgfirzkra ljóða og Islands þúsund ára, mikils safns ljóða frá ýmsum öldum. Þá er einnig nýkomin út önnur skáld- saga Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, Iírókalda, og Félagi kona eftir Kristmann C.'iðmundsson og fyrr í haust kom út Litbrigði jarðar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Eins og undanfarin ár hefir kom- ið út mikill fjöldi þýddra skáld- sagna í ár, og leiði ég þær hjá mér að mestu. Örfárra vil ég þó geta. Er þá fyrst Koaa var mér gefin, fyrri hluti skáldsögu mikillar eftir Hall Caine. Hefir hún selst ákaf- lega vel. Önnur skáldsaga virðist einnig vera að vinna sér mikla hylli — það er skáldsagan Líf í læknis hendi eftir ameríska lækn- inn Slaughter. Einnig er komin út Úlfur Larsen, sjómannasaga eftir Jack London. Loks kom svo út í gær skáldsaga, sem mikla sigurför hefir farið um heiminn. Heitir hún Fjöreggið mitt, og er eftir ameriska konu. Þykir hún bráðfyndin. Og svo má ekki gleyma ævisögu Benjamíns Franklíns. Þeim, sem fylgzt hafa með fram- haldssögum Tímans, til gamans skal ég um leið geta þess, að út hafa komið í ár þrjár af sögum blaðsins. Eru það Á skákborði ör- laganna (hé> Skin og skúrir í blaðinu) eftir Hollendinginn Hans Martin, RáGskonan á Grund eftir Gunnar Widegren og Gestir i Miklágarði eftir Ericli Kástner. Það væri að hætta sér út á hált svell að ncfna einhverjar sérstak- ar unglingabækur, svo margar eru þær og sjálfsagt ýmsar allgóðar og góðar. En tvær get ég þó nefnt, því að ég er þess fullviss, að það getur ekki verið óhellt aö lcsa þær. Það eru /Evintýraiók Steingríms Thcrsteinssonar og Skautadrottn- ingin, bók Sonju Henie um sjálfa sig. Það er bók, sem ungum stúlk- um cr hollt að kynnast. Og auðvitað eru margar góðar bækur ókomnar enn. J. H. Félagslíf Undir þessum lið verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Ódýrar auglýsingai Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 í kvöld. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Skálholt Kambans kl. 8 í kvöld í Iðnó. Fjalakötturinn sýnir „Orustuna á Hálogalandi" í Iðnó annað kvöld kl. 8. Stúkan Sóley heldur fund í Bindindis- höllinni í kvöld. DívaMai* ýmsar stærðir VERZLUN INGÞÓRS Selfossi. — Sími 27. Farsiaall, ásamt sláttuvél og reimskífu, til sölu. Sá, sem getur látið nýlegan jeppa, gengur fyrir. Upplýsingar sendist í bréfi til afgreiðslu Timans, merkt „Far- mall“. S æisgBBB*k©sssar Tek sængurkonur heim og geng í hús. Upplýsingar í síma 2904. Fundur í Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í kvöld kl. 8,30 í Tjarnarkaffi. ISékssfsáfllSía á !Langa- veg 10 selur ykkur bækurnar. Höfum ennfremur ýmsa íslenzka list- muni. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR KÁLHOLT sögulegur sjónleiltur eftir GnSiBiBBsacl Ksasíakan Sýning í kvöld klakkan 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7. Sími 3191. FJALASÍDTTÍJIIIMN sýnir gamanleikinn stan á Há i á fiisssnaíisdssgskvölŒl kl. 8 í Sðnó. | AÖgösígHissiSgasalsa firá kl. 4—7 í alag. | L_________________ i ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-«> Tveir ungir menn geta komizt að við afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Gagnfræðamenntun og þekking á flugmálum nauð- synleg. Enskukunnátta áskilin. Grunnlaun kr. 625,00 hækkandi á tveimur árum í kr. 700,00. Uppiýsingar í skrifstofu flugvallastjóra ríkisins, Reykj avíkurf lugvelli. Flugvallastjóri ríkisins. ♦♦♦♦♦♦<>♦♦♦♦< ♦♦♦♦♦»♦♦♦< verSiar l©kee® allasi slagiiíia, beebö- vlkiadag 10. desember, vegna JarSarffsarari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.