Tíminn - 10.12.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1947, Blaðsíða 1
L Ritstjóri: Þórarinn Þörarinsson Fréttaritstjóri: Jón He'.gason Útgefandi Framsóknarflokkurinn r-~——-"—-—-~-—^- Skrifstofur x Edduhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda S s I I 31. árg. Reykjavík, miðvikuáaginn 10. des. 1947 229. blatf V/Ð DYRHOLÁEY A þessum slóðum er það, sem Skafífellingar hugsa sér, að höfnin verði gerð. Vonandi er, að rannsókn á aðstöðu til hafnargerðar fari fram fljótt og greiðlega og skriður kómizt á málið, ef verkið þyLir framkvæinanlegt með viðráSanlcguin kostnaði, scni raunar er vart að efa. arsi til Þýzkalands ¥»jéf£ver.ijar sæ&Ja feaaa- sjálftr, ©g verolfii er nálagt 5® kronsir fyrír mál Eins og Tíminn skýrði frá fyrir nokkru standa vonir ti! að selt verði til Þýzkalands verulegt magn af ísvörðum íiski. Skinnmu eftir að Tímmn birti þessa fregn birti ann- að íslenzkt blað hana, og hafði hana eftir erlendri fréita- stofnnn. Nú er búið að semja um sölu á verulegu magni af Hvalfjarðarsíld til Þýzka- lands, ef sú veiði heldur á fram. Stendur til,. að síldin verði flutt út ísvarin með togurum, sem Þjóðverjar senda hingað sjálfir til að sækja hana. Hefir íslenzk samniga- nefnd verið í London a'ð semja um fisk- og síidarsöl- una. Er hún skipuð sendi- herrunum Stefáni Þorvarðs- syni og Thor Thors, og Sig- ursteini Magnússyni ræðis- manni, og auk þeirra taka þátt í viðræðunum Björn Ól- afsson, Kjartan Thors og Davíð Ólafsson. Ékki er blaðinu fullkunn- ugt um verð það, sem fsest fyrir síldina, en þó mun það ekki verða mikið undir 50 True Knoí kMiir til Sigluf jarðar í kvöld Únnið hefir verið að því und- anfarna daga að færa til síldina í True Knot svo aö' skipið réttist. Hefir verkinu miðað vel undanfarna daga, og hefir ekki þurft að flytja neina síld úr skipinu. Skipið er nú komið alger- lega á réttan kjöl ¦ og mun leggja af stað frá Patreks^- firði áleiðis til Siglufjarðar í kvöid. ivrónum fyrir máTð við skips- hlið. Ef að þýzsu í'Iutriinga- •?kipin geta tskið við síldinni 'ceint úr tátunum. ætti eng- inn aukakostnaður a5 þurfa að leggjast á síldina. Fyrstu skipanna, er sækja síld, er von í næstu viku. onr sKioamenn fara á vetrar-Ólym- píu-leikaea í Sfc Moritz Ákveðið hefir verið að senda fjóra skíðamenn á vetrar-Olympíuleikana. Verða það þrír keppendum og far- arstjóri. Taka tveir þeirra þátt í svigi, en einn í stökki. Ekki hefir verið ákveðið, hvaða menn fara, en efnt verður til námskeiðs á Akur- eyri til þess að æfa væntan- lega keppendum, og að því loknu mun fara fram keppni milli jóla og nýárs. Hermann " Stefánsson íþróttakennari hefir verið ! ráðinn til þess að kenna á námskeiðinu og sjá um j keppniiia. Skíðafélögin ? í iReykjavík, á Akureyri og | Siglufirði, munu senda menn j-á- þetta námskeið. Á Akur- eyri er nú nægur og góður [snjór til skíðaiðkana. Viðía/ v:ð Jcn Gíslason, þingmann Vestur-SkaftfeUinga Hafskipahöfn við Dyrhólaey mik'd nauðsyn fyrir Sunnlendinga i»angað yrði stytzt sigling frá Englaneli, og l>ar yrði nauðleitarhöfn veiðiflotans við !§n$urland Jón Gíslason, þingmaður V.-Skaftfellinga, flytur í samein- uðu þingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin láti fram fara á næsta sumri ýtarlega rannsókn á því, hvort mögulégt sé að gera höfn við Dyrhólaey. Tíminn hefir átt samtaí við Jón um þetta mál, og fer það hér á eftir. Staðhættir við Dyrhólaey. — Hvar er þessari höfn hugsaður staður? — Það er að norð-austan verðu við eyna. Þar er vík inn með eynni og inn af henni alldjúpur ós, sem nefnist Dyrhólaós. Renna í hann lækir úr Mýrdalnum, en fram an við ósinn er malarrif, sem þó er oftast opið til sjávar við bjargið. Er álit margra, að þarna sé góð aðstaða til hafn argerðar. Sjór fellur oftast ó- brotinn nokkuð inn með Dyrhólaeyjarbjargi, nema í aftaka brimi. Góð aðstaða til hafnargerðar. — í hverju mundi hafnar- gerðin helzt verða fólgin þarna? — Ja, það er ekki gott að segja fyrir leikmann í þess- um efnum, því íið þetta hefir ekki enn þá verið rannsakað af sérfræðingum. En þó mundi hafnargerðin að sjálf- sögðu fyrst og fremst verða fólgin í því að dýpka ósinn og mnsiglinguna í hann, og svo að gera skjólgarð að austan- verðu í áttina til eyjarinnar, en bjargið og drangarnir skýla að vestan. — Hvernig eru dýpkunar- skilyrði þarna? — Þau virðast hin ákjósan- legustu, en þó heíir það ekki verið rannsakað til hlítar. En kunnugir álíta, að hægt sé að dýpka ðsinn að vild, og með þeim íljótvirku og stórtæku dýpkunartækjum, sem við eigum nú, ætti það ekki að verða erfitt eða óhóflega kostnaðarsamt. Staðurinn vel settur. — Hvernig er höfnin í sveit sett fyrir Sunnlendinga á þessum stað? — Það má segja, aö staður- inn sé hinn ákjósanlegasti hvað það snertir, hann er því sem næst rniðsvæðis á hinni hafnlausu strandlengju Suð- urlands. Hann liggur út af frjósömum dal, þar sem bú- skapur er allmikill og skilyrði hin beztu, og er þegar í ak- vegasambandi. Ræktunarland er þarna nægjanlegt og gott, og aðstaða til myndunar kauptúns þarna hin ákjósan- legasta. Skammt er þaöan á ein beztu fiskimið lands- manna, og þarna mundi verða þýðingarmikil nauðleit- arhöfn í'yrir veiðiflotann. Þá er þess að geta, að einna stytzt mundi verða til þessar- ar hafnar frá Englandi. Skip- in munu oftast koma upp að landinu á þessum slóðum, en síöan mun vera því sem næst 15 stunda s'igling til Reykja- víkur. Pyrir V.-Skaftafells- sýsiu og austurhluta Rangár- vallasýslu mundi þessi höfn verða þýðingarmikil lausn á hinu mikla flutningavanda- máli, en eins og kunnugt er verður að aka öllum vörum í þessar s'ýslur 200—325 km. leið frá Reykjavík, og afurðum sveitanna þangað aftur. Það er því nokkurn veginn auð- sætt, að kæmi þarna góð höfn, mundi rísa þarna blómlegt kauptún með' miklar vörusigl- ingar, verzlun og útgerij, sem stuðzt gæti við blómlegan landbúnað nærsveita. Á það má og benda, að sá fjölmenni hluti þjóðarinnar, sem byggir Suðurlandsundirlendið og Suðausturland, hefir svo að segja ekkert hlotið af al- mannafé til hafnarbóta, vegna þess, að fram til þessa hefir ekki þótt gerlegt að leggja í hafnargerð neins staðar á þessu mikla sanda- svæði. En þar sem viS höfum nú eignazt stórvirkari tæki til hafnargerðar, ætti sjónarmið- ið að vera annað, og auk þarf- ar þessa fjölbyggða lands- hluta má líta á það sem þjóð- arnauðsyn að gera eina góða hafskipahöfn einhvers staðar á þessari löngu og hafnlausu strandlengju. Bretar buð'ust til að gera höfn við Dyrhólaey. — Hafa áðúr komið fram raddir um hafnargerð við Dyrhólaós? — Já, það má svo að orði kveða, að það haf i verið óska- draumur Skaftfellinga og fleiri Sunnlendinga um langt skeið, að þarna yrði gerð höfn. Þarna hefir og verið lending- arstaður áður, og árið 1842 var Dyrhólaós löggiltur sem verzlunarstaður. Útræði var þarna stundað áður fyrr, en þó aðallega frá sandinum vestan við eyna. Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, sem var þingmaður V.-Skaft- fellinga um síðustu aldamót, barðist fyrir þessu máli af al- efli á þingi. Þá buðust Eng- lendingar til að gera þarna höfn og töldu engin tormerki á, en settu þó það skilyrði, áð þeir fengj u að veiða í íslenzkri landhelgi frá Ingólfshöfða að Dyrhólaey um 30—40 ára bil. En að þvi þótti að sjálfsögðu ekki fært að ganga. Beðið úrslita. Ýmsir héraðsmenn hafa og hreyft þessu máli fyrr og síð- ar. Til dæmis ritaði Óskar JÓN GISLASON Jónsson i Vík, sem er glöggur maður og gagnkunnugur á þessum slóöum, merka grein um þetta mál, og birtist hún í Tímanum í sumar. En þetta er svo þýðingarmikið mál, aö sjálfsagt er að ganga úr skugga um það, hvort hafnar- gerð þarna er framkvæman- leg, og hver kostnaður mundi verða. — Hvaða undirtektir hefir málið fengið á þingi? — Allgóðar, en það er þó ekki fullséð enn, því að málið hefir aðeins verið til fyrstu umræðu enn sem komið er pg verið vísað til nefndar. Nefnd- in hefir leitað álits vitamála- stjóra og Fiskifélagsins um það. Hekla I. æf ingaf lugi í gærkvöldi var Skymaster flugvélin Hekla á flugi yfir bænum alllengi. Veður yar ekki sem bezt, og var fólk farið að ót'tast, að eitthvað væri að vélinni, eða hún væri að bíða færis til að lenda. Ekkert af þessum tilgát- um var rétt. Flugvélin var aðeins á æfingaflugi í sam- bandi við næturlendingar. —- Hekla kom eins og til st£S úr Norðurlanda og Skotlands- ferð sinni klukkan 6.30 i gær- dag og lenti strax í Reykja- vik, en æfingaflugið hófst ekki fyrr en klukkan um 10 og stóð þar til um miðnætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.