Tíminn - 15.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.12.1947, Blaðsíða 3
233. blaff TlMINN, mánudaginn 15, des. 1947 Minningarorð: Ásgeir Ásmundsson frá Haga Asgeir lézt 27. f. m. að Sandlækjarkoti í Gnúpverja- hrepp, nær því 85 ára gam- all. Hann var fæddur á Stóruvöllum í Bárðardal 11. janúar 1863. — Voru foreldr- ar hans Ásmundur Benedikts son bóndi á Stóruvöllum og kona hans Siguriaug Jóns- dóttir. Ásmundur flutti búferlum frá Stóruvöllum að Haga í Gnúp ver j ahrepp árið 1870. Var Ásgeir þá 7 ára gamall, og mundi hann æ síðan eftir þessu ferðalagi, eins og lesa má um í endurminningum hans, sem birtust í jólablaði Tímans 1946. — Ásgeir ólst síðan upp í Haga hjá for- eldrum sínum, en þau bjuggu þar í 19 ár. Ásmundur hélt tryggð, við Nörðurland, fór þangað oft og eins sonur hans er hann ólst upp. Dvaldi hann þá stundum langdvölum í Bárð- ardal. Þá var hann einn vetrar - tíma á alþýðuskola þeim, sem starfræktur var um skeið í Hléskógum í Grýtubæjar- hreppi. Var Hérmann Jói>- asson — síðar kenndur við Þingeyrar — yfirkenari þar, en þeir voru frændur, Ás- geir og hann. _ Úr þessu ferðalagi kom Ásgeir heim haustið 15Sl*. —- Svo strjáluðust þessi ferða- lög norður, því að aðrar skyldur kölluöu að í heima- högum hans. Þá fór hann nokkrum sinn um til sjóróðra á vetraryer- tíðum, og .einu sinni var hann vinnumaöur hjá séra Valdi- mar Briem á Stóranúpi. _ í kringum aldamótin hóf Ásgeir búskap í Árhrauni á skeiðum. Fóru foreldrar hans þangað með honum. Voru þau þá oröin slitin og upp- gefin, þó var móðir hans bú- stýra fyrství stað. Nokkru síðar fékk hann stúlku þar í nágrenninu, Sig- ríði Gísladóttur frá Arakoti. Gengu þau í hjónaband 1907. Bjuggu þau í Árhrauni nokk- ur ár, en fluttu síðan að Kálfholts-hjáleigu í Holtum. Fluttust foreldrar Ásgeirs þangað með þeim, og lifðu þar í nokkur ár. Þau létuzt háöldruð með rúmlega árs millibili 1915 og ’16. Voru þau jörðuð að Stóranúpi þó að löng væri kirkjuleið, en þar kaus Ásmundur þeim legstað. Þeim Ásgeiri og Sigríði varð ekki barna auðið, en þau ólu upp tvö börn að miklu leyti. Ekki græddist Ásgeiri mikið fé, þó að hann væri reglu- maður, og þekkti allvel til búnaðarhátta. En kotbændur flestir börðust líka í bökkum með afkomu sína á þessum árum eins og alkunnugt er. Vorið 1923 hætti Ásgeir bú- skap í Kálfholtshjáleigu. — Fluttu þau þá að Helgastöð- um á Skeiðum og voru þar eitt ár í húsmennsku. Það- an fluttu þau niður í Flóa. Bjúggu þau nokkur ár í Rútsstaöa-noröurkoti í Gaul verjarbæjarhreppi, en þá var •heilsan farin að bila hjá þeim báðum. Voru þau þá félaus og hjálparþurfa, og þegar svo er komið, er ekki annað fyrir hendi en að leita á náðir annarra. Elli- styrkurinn var þá of lítill til að lifa af, og er það líklega enn, þó að mikið hafi úrrætzt í þeim efnum. — Hjónin í Sandlækjarkoti, Eiríkur Jóns son og Kristín Ingimundar- dóttir tóku nú samt við þeim, vegna gamals vinfengis. — Dvöldu þau þar síðan meðan með þurfti, og var gert vel til þeirra, eftir því sem kringumstæður leyfðu. Sig- ríður lézt í febrúar 1946, og var jörðuð að Stóranúpi við hlið tengdaforeldra sinna. og nú er Ásgeiri lagstur þar einn ig til hinnstu hvíldar. — Og þeim var báðum hvíldin góð, úr því sem komið var. — Ásgeir var greindur maður og ræðinn. Og hagorður var hann líka. En um þaö vissu víst fáir. Einíi sinni fékk ég hann til að lcfa mér að skrifa upp fáeinar vísur eftir sig. En hann setti það upp að ég léti þær hvergi sjást meðan hann lifði, en svo væri sér sama um það. Set ég hér að lokum þrjár af þessum stökum, sem ætti vel við að nefna: Andvörp hins þreytta manns. Þaö er svo bágt að eiga fátt, þó oft og þrátt það skeði, að vinna smátt með veikan mátt vekur fátt til gleði. Trú og vonin vernda bezt, í vosi lífsins hörðu, og græða sorgar sárin flest, er sífellt blæða á jörðp. Heim ég bráðum halda fer, hér er ei neitt til tafar. Óðfluga mig ellin ber oní myrkrið grafar. Guð gefi að það birti nú fyrir sálarsjónum hans, og hann sjái birtuna, sem frá jólunum stafar. Magnús Gíslason. BMírw Sítrónu ItOUBBSl Vítiaslle AjBpelsíu Súkkulaði KRON Á hreindýra- slóðum „Undra fram á eyðilöndum eru lindir, sem hrjóstur binda.“ Það má teljast guðsþakka- vert, þegar steiktar gæsir frá himni bákmenntanna fljúga í fang okkar dalbyggjanna. Verst hve lengi þær eru á leiðinni stundum. Það mun nú liöið um ár síðan bókin, sem ég með lín- um þessum vildi þakka fyrir, kom út. Það hendir mig stundum að skjótast inn í bókabúðina á Blönduósi þegar leið mín liggur fram hjá þeim dyr- um. Hefi gaman af að renna augum yfir bókahrúgaldið, en á sjaldan vilja né andlega kúnst til að tína mikið úr þeim haug. En bóksölukonan, sem er ágæt kona og greind gefur mér gjarnan bending- ar réttar, um hvað sé vert á að líta. Betur að margir bóksalar væru svo heilráðir sem hún. Þarna á borðinu hjá henni lá bók sem mér varð starsýnt á — hún bar glæsilega kápuprýði. Tvö fagurvaxin hornprúð hrein- dýr — heillandi kvellfegurð hins skínandi öræfageims í eðlilegum litum blasti við — fagurt fyrirheit um gott inni- hald. — „Á hreindýraslóðum" heitir bókin höf. Helgi Val- týsson. — Hann er einn af mínum uppáhalds rithöf. — bjartsýnn og fágaður að húgsun og orðbragði. Það er það mikið innanbarms í ■okkur, velflestum, af ljót- leikanum, að ekki er okkur vanþörf á því að lesa bækur sem þessa. Leyfa andblænum frá glöggsæum fegurðarelsk- andi sálum að leika um okk- ar andlegu skúmaskot. Mér finnst þessi bók svo fögur að frásögn og lýsingum að öllum væri gott yfir að líta, þó einkum æskulýð þessa lands. Formála bókarinnar, sem fremur mætti telja til end- urminninga höf. skýrir hann í „moll og dúr“. — Eru þar vissulega snertir strengir sem óma hljóta skært og hljóm- fagurt — dult og djúpt í sál lesandans, — þess er drukkið hefir lífsveigar bernsku sinn- ar og uppvaxtarára við brjóst íslenzkrar náttúru í faðmi fjallageimsins. Ef einhverjir þeir, er nú troða malgötur bæjar og borgar finna sig ekki snortna helgihljómum átthagaþrár og föðurlands- ástar, strax við lestur þessa kafla — þá er sál þeirra á köldum steini stödd. Þegar höf. loks eftir langa fjarveru — (því hann mun austlend- ingur að ætt. vera) — er staddur inn á vestur-Öræfum umvafinn kirkjuhelgi öræfa- fegurðarinnar, snortinn geisladýrð minninga og veru- leika, farast honum orð á þessa leið: „Öræfafriður og einvera hefir verið andar- dráttur sálar minnar frá smalaárum í bernsku, þótt ég hafi ekki skynjað það né skilið til fullnustu. Nú end- urlifi ég í 'einni svipan allt það sem ég hefi gleymt. Ég hefi týnt þeim hluta ævi minnar, sem öll hin síðari ár hennar eru þó runnin úr. Hér efra vaknar sál mín á ný og tekur til starfa. í þögn og víð- (Framhald á 6. síðu) (> < > o «i n o M (> (> (> 4 o o o o O (> (> o O TILKYNNING til tTtgerðarmaniia ítiíí strílSsslysatryggingtB skipslaafna Lögboðin stríðsslysatrygging skipshafna á íslenzkum skipum fellur niður í árslok 1947 sbr. 15. gr. laga nr. 43 frá 9. maí 1947. Útgerðarmönnum, er þurfa sam- kvæmt samningum að stríðsslysatryggja áhafnir á skipum sínum, skal bent á, að þeim ber eftir sem áður að tryggja þær hjá íslenzkri endurtryggingu, sbr. 2. tölulið 1. mgr. og 2. mgr. 2. gr. nefndra laga. Frá og með 1. jan. 1948 þarf aff tilkynna hverja ein- staka tryggingu beint til skrifstofu vorrar áffur en trygging á aff hefjast. íslenzk eiidurtryggiiig (áffur Stríffstryggingafélag íslenzkra skipshafna). ssnusmtntsstnsttttmnahttttmmsuttmKUttnsnnnmunnmtmsmn íi •• tt tt tt tx ;t a I tt ♦♦ tt t: :: LABÚK unglinganna er Æ FIN T Ý RI JÓHANNS MAGNÚSAR BJARNASONAR F jallkonuútgafan | » ♦♦ ♦o -I • ♦♦ ' ♦♦ tt ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ tt :: tt ♦♦ :: ttmtttttttttmtttttmtttttmttmmttmttttttttttttttííttttmmmtttttttttttttttt::::: »mtmtt»mt»mw»»t»«mmnmH»tti»i<mMi»mm»tB»»»:m»mmm» :: tt Húsmæðni’! ■TOP'jf'' Sparið peninga, kaupið þennan gólfgljáa. Heildsölu Efnagerffin STJARNAN. Sími 7049. # st |t ♦♦ ♦♦. ♦♦ JOLAGJAFIR Góffa bók effa listmuni kaupa menn í BÓKABtÐINlVI LAUGAVEG 10 Hkfim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.