Tíminn - 15.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.12.1947, Blaðsíða 5
233. fclað TÍMINN, mánudaginn 15. des. 1947 5 Mániid. 15. des. Aðeins til að sýnast Kommúnistum okkar er það gefið að geta glaðzt yfir litlu, þegar umbótatillögur þeirra sjálfra eiga í hlut. Hitt er þó verra, að stund- um eru öli gleðilætin og gor- geirinn á fullkomnum mis- skilningi byggð og það mis- skilningi einum sáman. í dýrtíðarfrumvarpi sinu gera kommúnistar ráð fyrir niðurfellingu ýmsra tolla. Fullyrða þeir í greinargerð frumvarpsins, að sú ráðstöf- un rnyndi lækka vísitöluna um meira en 20 stig, og þær fjárhæðir, sem ríkissjóður missti þarna í 'tolltekjum, myndu honum sparast í lækkuðum launagreiðslum vegna lægri vísitölu. Svo undarlega og óvenju- lega hefir að borið í umræð- um um þessi mál, að komm- únistar hafa vitnað í útreikn inga Gylfa Þ. Gíslasonar á allt annan hátt en hann gerir sjálfur, og verður ekki séð að þar séu nema tvær skýr- ingar til: Annað hvort vís- vitandi fölsun eða blátt á- fram heimskulegur og ósjálf- ráður misskilningur. Hvort heldur er fer það illa á al- þingismönnum og eru það ó- heppilegir stjórnmálamleið- togar, sem slíkt hendir. Sannleikurinn er sá, að vísi talan myndi lækka um 13 til 17 stig vegna þessara tolla- lækkunar, en það er vitan- lega töluvert undir 20 stigum samkvæmt venjulegum reikn ingi. Miðað við innflutnings- magn undanfarið myndu tolltekjur ríkissjóðs minnka við þetta um 25 miljónir kr. á ári, en sparnaður ríkis- sjóðs af vísitölulækkuninni myndi nema nál. 10 miljón- um króna, en þess er þá að gæta, að af launalækkun í krónutali leiddi líka óhjá- kvæmilega skattalækkun. Það sýnir ef til vill bezt rökvillur kommúnista í þessu máli, að þeir hrópa hátt um það, að tolltekjur ríkisins á þessum liðum veroi miklu minni hér eftir en hingað til, þar sem innflutningurinn minnki í heild. Þetta ber lík- lega að skilja svo, «,ð þeir hugsi sér’að fyrst og fremst verði dregiö úr innflutningi nauðsynjavöru, en allir skyni bornir menn hafa verið að vona, að fyrst og fremst yrði sparað á óþarfari liðum. En það virðist ekki vera ætlun kommúnistanna. En hvers vegna skyldu kommúnistar ekki hafa beitt sér fyrir svona sigurgöngu í dýrtíðarmálunum, meðan þeir sátu í ríkisstjórn? Þá var tækifærið til að sýna stjórnkænsku sína og leysa rnálið á þennan einfalda hátt. Væntanlega hefði það ekki þurft að stranda á því, aö Jón Árnason vildi ekki prentg. nóga Landsbanka- seðla, eins og sumar aörar hugsjónir þeirra í þá daga. Það skyldi þó aldrei vera, aö j af nvel kommúnistar sjálfir hafi einhvern grun um þaö undir niðri, sem allir aðrir vita, að þessar tillögur ERLENT YFIRLIT: Wihston Churchi Mefði sajgfviima stasrveldaiMaa orðið heiri í liöitdum 'Clmreliills, Moosevelts oj*’ Stalíns? Prá því var ‘skýrt fyrir nokkrum dögum í útvaj;gsfréttum, að sá maður, sem ásamt Josef Stalín, mun vera kunnágti núlifandi stjórn málamaður í heiminum, hafi átt 73 ára afmæJT. umræddan dag. Þessi maður er VV.inston Churchill. Þótt Churchilf. sé þannig kom- inn til efri ára, virðist ekkert draga úr lífsfjöri hans og þrótti. Fyrir rúmum nj.ánuöi síðan vei.kt- ist hann af kvefpest og fyrirskip- uðu læknar hang iionum, að halda kyrru fyrir. Churchill hafði það hins vegar að-engu, heldur fór á fund í neðri má.istofunni og flutti þar einhverja þá hatrömustu á- deiluræðu, sem Jiann hefir nokk- uru sinni haljið. Préttaritarar sögðu það á eftir, að þótt það hefði truflað, hann nokkuð, hve oft hann varð.að taka upp vasa- klútinn til að þurrka sér um nefið, hefði sami þróttyrinn og vígamóð- urinn einkennt liann og þegar hon- um hefði tekist. bezt áður. Vitinn mikli ~ á Doverklettum. Þess virðist ekki sjást merki, að Churchill sé á þeim buxunum að draga sig f hlé, eins og talið er, að ýmsir flokksbræður hans óski, því að þeim finnst stundum nóg um ákafa hans og hamremmi, heldur bendir-sitthvað til hins gagnstæða. Þannig hefir hann ný- lega óskað þess, að frestað verði þeirri ráðagerð að reisa af honum 70 m. háa myndastyttu á Dover- klettum og áttii:-hai<íí þar að vera með logandi vinðihnn í munnin- um og átti ioginn að sjást yfir Ermarsund. Churehill bað þess, að þessari ráðagerð .yrði frestað þang- að til hann væri-'dauður eða búinn að draga sig úr stjórnmálabar- áttunni. fw Ameríska blaðlð „Time“ lét ný- lega þá skoðun:. úppi, að það sé draumur Churehill, að leiða í- haldsflokkinn tif - sigurs í næstu kosningum, myndá'Stjórn, en draga sig síðan fljótléga í hlé og fela stjórnartaumana' ’* yngri manni. Seinustu aukaköShingar í Bret- landi benda hins vegar tæpast til þess, að þessi dráúmur Churchills rætist. Fyrst Off frefíiSt sagnfræðingur. í áframhaldi . áf þessu, er ekki úr vegi að minhast þess, að sá maður, sem var eihí^iritari hans á stríðsárunum, vár mJJeBa staddur í Kaupmannahöfn og notuðu dönsku blöðin tækifærið til þess að spyrja hann spjörununi'úr um Churchill. Hann gaf þá lýsihgu á Churchill, að hann væfi ékki aðeins stjórn- málamaður, heTSuiir ótal margt annað og þó fyfst'ög fremst sagn- fræðingur. Sagnffæðin hefir verið ástfóstur lians "frá ' unglingsárum. Hann hefir ritað mörg merkileg sagnfræðirit og nú vinnur hann kappsamlega að því, jafnhliöa því, sem hann veitir stjórnarandstöð- unni forustu, að skrifa sögu sein- ustu heimsstyrjaldar. Sögu þessa skrifar hann að mestu leyti eftir minni, en hann hefir allatíð verið óvenjulega minnisgóður og virðist ekki neitt förlað á því sviði. Til viöbótar þessu fæst Churchill enn við það að mála í tómstundum sínum og hann gaf sér einnig tíma til þess öðru hverju á stríðsárunum. Óvenjulegt starfsþrek. Einkaritarinn telur það annars ótrúlegt, hve Churchill gat afkast- að miklu á stríðsárunum, hve óslítandi þrek hans reyndist og hve litla hvíld hann þurfti til þess að verða eins og endurfædd- ur maður. Á stríðsárunum fékk hann helzt aldrei tíma til þess að hvíla sig, en ef honum gafst eitt- hvert næði, notaði hann oftast tírnann til að sjá kvikmyndir — aðallega þó fréttámyndir. Það dreiföi huganum og hvíldi hann. Einstaka sinnum tefldi hann skák sér til skemmtunar. Annars voru tómstundirnar mjög naumar og oftast lágu fyrir stór mál, sem taka þurfti ákvarðánir um. Chur- chill var ekki ógjarnt að vera nokkuð smámunasamur og það kom ekki ósjaldan fyrir, að smávægi- legar prentvillur kæmu honum í slæmt skap. En hann hafði jafn- I framt óvenjulegan hæfileika til : þess að ná yfirsýn um málin, finna j aðalatriði þeirra og mynda sér j skoðun samkvæmt því. Kjarkur Churchills. Það, sem einkaritarinn telur sig þó dá einna mest í fari Churphills, er hinn mikli kjarkur hans. Þegar Prakkland var sigrað, Bandaríkin voru ókomin í styrjöldina og Sovét- ríkin höfðu vináttusáttmála við Hitlers-Þýzkaland, var það Chur- chill, sem átti meiri þátt í því en nokkur annar, að Bretar létu ekki hugfallast og björguðu þannig ekki aöeins sjálfum sér, heldur jafnvel öllum heiminum. Sennilega hefir hann líka verið eini maður- inn í Bretaveldi, sem þá gekk með innrásarráðagerðir í huganum. Og kjark sinn sýndi hann m. a. í verki, þegar hann afstýrði því, að þingið væri flutt frá London, og kom því jafnframt til vegar, að það frestaði aldrei fundi vegna loftárásar. Þingið hélt áfram fundi, þótt loftárás væri gerð, og þing- menn gátu því ekki farið í loft- varnarbyrgi, eins og aðrir Lund- únabúar. Það var sama, hve hátt lét í sprengjum Þjóðverja úti fyrir. Þingið sat, eins og ekkert heföi í- skorizt. Þannig gaf það fordæmi, sem vakti aðdáun og jók kjark þjóðarinnar. Winston Churchill Þrjú mikilmenni. Einkaritarinn segir, að Churchill Hafi haft miklar mætur á Roose- velt forseta og einnig hafi falliö vel á með honum og Stalín, enda séu þeir sennilega líkir á ýmsan hátt. Hann lætur í Ijós Vonbrigði yfir því, að þessir þrír höfuöleið- togar skyidu ekki geta unnið leng- ur saman, því að áframhaldandi samstarf þeirra hefði verið líklegt til að bera góðan árangur. Slíkt má vel vera, en eigi verða það samt talin óyggjandi sannindi. En hitt veröur vart véfengt, að sjald- an hafa verið haldnar ráðstefnur jafn snjallra þjóðarleiðtoga og þar sem fundum þessara þriggja manna bar saman. þeirra yrðu , ekki í fram- kvæmd eins og þeir lýsa þeim? Þess vegna hafi engin ríkisstjórn neitt með þær að gera. Hitt sé annaö mál, þó að hrörnandi flokkur í stjórn arandstöðu, k-ominn í marg- falda skömm" hvort eð er, grípi eftir þessu eins og drukknandi maður eftir hálm strái. Það er farið að tíðkast að birta eitt og annaö slúð- ur í greinargerðum tillagna og því rná þá ekki alveg eins hagræða tölum þar? Eitt- hvað verður að gera til að sýnast og látast, þegar verð- leikarnir bregöast! Hitt er svo annað mál, hvort alþýðu íslands þykir ástæða til að kosta á Alþingi menn, sem leggja þar fram tillögur um úrræði, sem þeim sjálfum hefir aldrei dottið í hug í alvöru að ætti að f ramkvæma, og rökstyðj a þessar tillögur sínaf með til- búnum tölum, sem gripnar eru úr lausu lofti. En það fréttist síðar. Mistök leiðrétt Tíminn birti 17. nóvember síðastliöinn einskonar frétta- bréf frá Kaupmannahöfn. — Þar var minnst á Þorfinn Kristján'sson og tókst svo furöulega til, að hann var nefndur dyravörður íslend- ingafélagsins í Kaupmanna- höfn. Þorfinnur Kristjánsson er öllum íslendingum, sem eitt- hvað hafa dvalizt í Kaup- mannahöfn, að góðu kunnur. Hann Jhefir mikið og lengi starfað í félagsskap íslend- inga og setið í stjórn íslend- ingafélagsins í sa^-íellt 20 ár. Það er mikill og góður skerfur, sem lagður er til þj óðræknismála og land- kynningar í svo löngu starfi og má þjóðin öll meta það og þakka. Lesendur blaðsins eru hér- með beönir velvirðingar á þessum slysalegu mistökum blaðsins. Bergur Jónsson héraðsðómslögmaður Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Augiýsendur! Hafið þér athugað að lesendum Tímans fjölgar sífellt í Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og að Tíminn er útbreiddasta blaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt. Kvikmynda- reksturinn Eitt af því gróðavænlegasta sem stundað er 4 Keykjavík, er rekstur kvikmyndahúsa. Það er áreiðanlegt, að eig- endur þeirra græða, og sumir sjálfsagt mjög mikið. Kvikmyndir eru eins og bækur, bæði til góðar og vondar. Þær geta verið tæki bæði til ills og góðs, til menn- ingar eða ómenningar. Fullkcmið handahóf ríkir í því hvernig kvikmyndir eru fluttar inn til að sýna. Þjóð- félagið íslenzka hefir þar eng in afskipti eða eftirlit, önnur en þau, að eftir á eru trún- aðarmenn þess látnir ákveða hvað ungir áhorfendur mynd anna megi vera. Fer þó ýms- um sögum af því, hvort þau fyrirmæli eru haldin eða ekki, eins og önnur bannlög og fyrirmæli. Fyrir þingi í fyrravetur lá frumvarp um ríkisrekstur kvikmynda og var vísað frá, til þess að ríkisstjórnin léti athuga málið. Til þess munu hafa verið menn settir, þó að engin opinber skýrsla, á- litsgerð eða tillögur hafi komið frá þeim ennþá. En það er ekki hægt að skapa þögn um þetta mál öllu lengur. Fólkið krefst þess að kvikmyndarekstrurinn verði endurskoðaður. Lág- markskröfurnar í þeim efn- um eru þessar: Höfð verði opinber íhlut- un um það, að til landsins verði fluttar góðar kvikmynd ir, sem fræðileg og siðleg upp bygging er að. Kvikmynda- rekstur á fjölmennustu stöð- um verði látinn standa und- ir fjárhagslegri byrði af kvik- myndasýningum í strjálbýli, svo að þær geti orðið menn- ingartæki þar. Alþingi það, sem nú situr ætti að setja löggjöf, sem tryggði bessi atriði, því að þetta eru lágmarkskröfur, sem þjóðin heimtar að orðið sé við, svo að hún tekur ekki sáttum við þá, sem ekki vilja lagfæra þetta. Sjálfsagt væri bezt að rík- ið tæki allan kvikmyndarekst urinn að sér, og vafasamt hvort umbótamennirnir á þessu sviði ná nokkurn tíma samkomulagi, sem unandi er við, við bá, sem vilja láta einstaklinga græða á kvik- mynlasýningum. En fyrst og fremst verður að taka þetta sem menningarmál, hvort sem gengið er lengra eða skemur í málinu viðstöðu- laust í fyrstu gerðinni. Allur innflutningur kvikmymda á einni hendi hjá aðila, sem er ábyrgur fyrir hinni menning arlegu hlið þeirra.. H. Kr. Brunabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunai'birgðir). Upplýsingar Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðs- mönnum, sem eru í hverj- um hreppi og kaupstað Frímerki Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefir þekkst. WILLIAM F. PALSSON Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Aiiiglýslð í Tiafifiamiin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.