Tíminn - 19.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1947, Blaðsíða 5
237. blað TÍM iNN, föstudagiun 19. des. 1947 5 Eystéíns Jónssanar / - KSSV (Framhald af 4. síðu) rekstri rikisms, ráðstafanir til lánsfjáröflunar innan- lands vegna stofnlánadeilda landbúnaðarin« og sjávar- útvegsins og setningu nýrra jarðræktarlag-av Hvers vegna varaði Framsóknarflökkurinn við verðbólgunni. Framsóknarfíokkurinn hef ir j afnan barizt fyrir stöðvun verðbólgunnar-og varað við afléiðingum liennar. Flokk- urinn hefir hvað eftir ann- að beitt sér fyrir lagasetn- ingu til stöðvunar verðbólg- unni. Ýmist hafa þær tillög- ur verið feldarveða þau sam- tök rofin, seai um fram- kvæmd slíkraivlöggjafar hafa vexúð gerð. FramsóknarflOkkurinn var í stjórnarandstöðu síðustu árin og fram yfir síðusty ára- mót. Það var .vegna þess, að hann taldi . eyðslustefnu fyrrv. ríki-sstjórnar hljóta að leiða til vaxandi verðbólgu. Framsóknarflokkurinn tók þá að séirihlutverk, sem ekki er vinsælt, að berjast á móti eyðslu og ofþenslu, þegar menn höfðu nóga peniiym og voi’u af’öði’um beðnir að trúa því, að fjármagn þjóðarinn- ar væri óþrjótandi. Það sýndi sig að mörgum var ljúft að trúa því, sem þeim var sagt um þetta —- en engin áhrif hafði það á- bumflýj anlega viðburðanna rás. Því hefir vei’ið haldið fram, að Framsóknarflokkurinn hafi háð baráttu sína gegn vexjðbólgunni vegna þröng- sýni og vegna ..þess, að hann hafi ekki unnað mönnum kjarabóta, hækkaðra launa og hækkaðs _ afurðaverðs. Þetta hefir áldyei verið ann- að en fjarstæða. Framsókn- arflokkurinn hfifir háð þessa baráttu fyrst og fremst vegna þess að hann hefir óttast af- leiðingar vei’ðbólgunnar, óttast það, að.,.,erf,iðara yrði að komast upp úr verðbólgu- feninu en að láta sig síga of- an í það undan þrekkunni. Allir þeir, sgm nú horfast í augu við afíeiðingar verð- bólgunnar eins og þær birt- ast í rekstri sjávarútvegsins og raunar öílum atvinnu- rekstri landsmaþna og gagn- vai’t launastétjjunum, — allir þeir hljóta að viðurkenna, að þessi ótti var ...ekki ástæðu- laus. Ýmsir hafa hins vegar talaö gáleysislega um þessa hluti og látið í ljós, að eng- inn þyrfti að hafa áhyggjur af því þótt ve^ðbólgan yxi. Það væri hægt að leiðrétta, þegar á þyrfti að halda. Ef Framsókiiarmenn hefðu verið þessarar skoðunar, þá hefðu þeir ekki tekið á sig óvinsældir með því að vinna .sífellt gegn hækkun verð- bólgunnar. Þeir, sem hafa óttast verðbólguna, hafa haft verðbólguna á heilanum eins og stundum hefir verið sagt hér á Alþingi — þeir eru ekki steini lostnir m.i, þótt það sýni ,sig, að það er ekk- ert áhlaupaverk að taka til á þjóðarheimilinu eftir að vei’ðbólgudraugurinn hefir leikið þar listir sínar og stundum setið þar að svalli meö sjálfum húsbændunum. Höfuðatriðiö er að binda drauginn og byrja síðan að taka til. Forðast alit sem gengur í öfuga átt, og fylgja öllu því, sem gengur í rétta stefnú. Þetta verður langt og erfitt .starf og veltur vafa- laust á ýmsu. Má búast við sigri ef alrnenningur í land-- inu vill skilja hvað í húfi er og eitthvað á sig leggja til þess að tryggja velmegun og öryggi, en ósigri og niðurlæg- ingu þjóðarinnar, ef enginn vill neitt á sig leggja eða þegnskap sýna. FissaEsaíaignr: Sigurður Tómasson á Barkarstöðum. í dag er Sigui'ður á Barkar- stöðum fimmtugur. Hann er sonur hinna stórmerku hjóna Tómasar Sigurðssonar og konu hans Margrétar Árna- dóttur, er bjuggu lengi á Barkarstöðum við mikla rausn, eins og alkunnugt er. Sigurður ólst upp í foreldra- húsum í fjölmennum syst- kinahópi á þessu stóra og mannmarga heimili. Mótuð- ust þar þær lífsskoðanir hans, sem hann hefir haldið (Framhald á 6. síðu) Fiistud. 10. des. Vísitala útflutn- ingsafnrða Fertugasta og áttunda grein í dýrtíðarfrumvarpi ríkis- stjórnai’innar hljóðar svo: Ríkisstjórnin lætur gera til- lögur um áxlegan vísitöluút- reikning, miðaðan við magn og verðmæti útflutningsfram leiðslunnar. Þessari litlu frumvarps- grein hefir ef til vill verið lítill gaumur gefinn meðan rætt er um önnur ákvæði frumvarpsins. Þó er það þessi grein, sem er fullkomin nýj- ung ef að lögum verður. Það er hún sem vísar veg og markar stefnu í rétta átt burtu frá ýmsum þeim mein- um, sem harðast þjaka þjóð- félagið nú. Þvi mun þessi litla grein lifa og halda nafni frum- varpsins á lofti lengi eftir að önnur ákvæði þess eru fallin í gleymsku eins og hverjar aörar dægurráðstaf- anir. Með þessu er ekki gert lít- ið úr því viðnámi gegn dýr- tíðinni, sem frumvarpið skapar. Og bjartsýnir menn vona að með því sé hjóli dýrtíðarinnar, — örlagahjóli atvinnulífsins, — snúið við, og vonandi reynist það svo. En þó að jafnan sé nauðsyn- legt, að gegna daglegri og aökallandi þörf, svo að vel sé; eru það nýmælin, sem mai’ka tímamót og því er þeirra lengur minnst. Vísitölureikningur, sem miöast við útflutningsverð- mætin í heid, byggir á þjóð- arafkomunni. — Undapfarið hefir allt launakerfið staðið á grundvelli framfærslu kostnaðar, án þess að taka bæri minnsta tillit til þjóðar- afkomunnnar. Það sltur öll bein og krókalaus tengsl milli þjóðarafkomu og launa- kjara. Auðvitað má segja, að þjóð arafkoman hljóti að verka á launakjör í landinu fyrr eða síðar. Það er líka rétt. En hins höfum við glögg dæmi, að samkvæmt því kerfi sem verið hefir, getur það komið þannig út, að fyrst safnist miljónaauour á hend- ur útflytjendanna svokölluðu, festist og hverfi með ýmsu móti, en síðar geti svo fram- leiöslan með engu móti stað- ið undlr því kaupgjaldi, sem ástand liðins tíma hefir skap að. Reynslan sýnir því, að tví- mælalaust ber að stefna að því, að tengslin milli útflutn- ingsverðs og launakjara yrðu sem beinust og á þeirri leið væru sem fæstir óþarfakrók- arnir. . Höfuðkostir þess vísitölu- grundvallar, sem byggist á útflutningnum eru þessir. Samræmi við þjóðaraf- komu og þjóðhagslega getu. Þá yrðu tekjur manna sniðn- ar eftir því, sem raunver- lega væri til skipta milli þegnanna, og því einu sam- an. Beint samband hvers ein- asfca starfandi manns við af- komu þjóðarinnar, þannig aö auknar eða minnkaðar þjóð- tekjur, þýddú, jafnframt aukningu eða skeröíngu á tekjum hans Þá horfoi málið þannig við, að almenningur væri á móti dýrtíð, í stað þess að láta blekkjast til aö óska eftir verðbólgu og fagna henni, vegna þess að krónufjöldinn vex. Þá myndu menn miða ráð- sfcafanir síiiar við þjóðarhag, og eklri- sjá sér hag í því, aö spilla lífsbjörg og afkomu- vonum þjóðarinnar í heild, til þess að knýja fram kjara- bætur fyrir sig og sína. Þá myndi skipulagið kenna fólkinu ,þau sannindi, að þjóðartekjurnar eru sameign okkar allra og þeim á að skipta með lögum og rétti, en allur hnefaréttuy ^g handahófsbragur, óháður afkomu þjóðarinnar, hefnir sín. Þess vegna vísar þessi litla grein í dýrtíðarfrumvarpinu leið til betri þjóðfélagshátta á þann veg, sem Framsókn- armenn hafa lagt til. Landsbankimi og fiskiðjuverið Vegna yfirlýsingar Lands- bankans í Morgunblaðinu þann 18. þ. m., þess eínis, að Fiskiðjuveri ríkisins hafi ekki verið neitað um lán til niðursuðu á síld, leyfi ég mér aö biðja yður að birta eftir- farandi: Ég fór með algerlega rétt mál í frásögn minni af þessu máli, þegar ég sagði að bank- inn hefði þráfaldlega neitað um rekstrarlán. Hann hefir neitaö að veita slíkt lán gegn tryggingu í vörunni, svo sem venja er til með aðra fram- leiðsluvöru til útflutnings. Síðast nú fyrir skömmu var neitað beiðni um allt að kr. 400.000.00 til þess að setja niður í þær dósir, sem til eru í landinu, þrátt fyrir það, að sjávarútvegsmálaráðherra, Jóhann Þ. Jósepsson hefði eindregið lagt til við bankann að lánið yrði veitt. Hins vegar hefir bankastjórnin boðist til að veita lán að upphæð kr. 100.000.00, sem hún vissi að var til lítils annars en aö leysa út dósirnar og þess vegna algerlega ófullnægj- andi og með skilyrðum, sem Fiskiðjuverið gat ekki upp- fyllt, þ. e. gegn ríkisábyrgð eða ábyrgð Fiskimálasjóðs. Þetta kom líka fram í þeim blaðanna, sem kærðu sig um að birta það eftir mér. En tilboð, bundið algerlega ó- venjulegum skilyrðum, sem vitað var að vér gátum ekki uppfyllt, verður að teljast neitun. í bréfi núverandi hæst- virts sjávarútvegsmálaráð- herra. Jóhanns Þ. Jósefsson- ar, dags. 21. okt. 1947, til stjórnar Fiskimálasjóös, sem nú fer einnig meö stjórn Fisk iðjuversins, segir svo meðal annars: „Fiskiðjuver ríkisins ber að reka sem sjálfstætt fyrirtæki, með algerlega að- greindum fjárhag —“, og á fundi sínum hinn 3. des- ember þ. á. var stjórnin, með tilliti til þessa, á einu máli um að ekki væri hægt að ganga að þeim skilyrðum sem bank- inn setti, heldur yrði að krefj- ast þess, að niðursuða fengi að njóta jafnréttis við aðra framleiðslu til útflutnings, að því er snerti rekstrarlán. I Varðandi staðhæfingu bankastjórnarinnar um það, aö varasamt sé að veita fyrir- tækjum sem Fiskiðjuverinu lán, skal á það bent, að oss hafa verið veitt full rekstrar- lán með sömu kjörum og öðrum, þ. e. gegn tryggingu í vörunum sjálfum, til ann- arar framleiðslu svo sem hraðfrystingar á fiski og beituírystingar. Það virðist því ekki vera fyrst og fremst fyrirtækið sjálft, sem banka- stjórnin hefir vantrú á, held- ur frekar þessi sérstaka starfræksla þess, þ. e. niður- suðan. Að því er snertir ummæli um það hvort Fiskiðjuverið sé löglegur aðili, má benda á það, að það er byggt af Fiski- málanefnd með fullu sam- þykki ríkisstjórnarinnar, og að það hefir síðan verið gert að sjálfstæðum aðila, — enn með fullu samþykki ráðherra, — sem hafa skipað fyrir það stjórn og framkvæmdastjórn. Jakob Sigurðsson. VímsiíH iitiellega at& útSerciðslu Tímaiis. Enn um „nýsköpun- arávísanir” Leiðari Morgunblaðsins 12. þ. m., er helgaður greinar- korni sem ég skrifaði ný-: lega í Tímann um nýsköp- unarávísanir Þar sem ég geri ráð fyrir að greinarhöfundurinn, sem mér er sagt að sé Sigurður Bjarnason alþm., vilji í hverju máli hafa það sém sannast reynist, vil ég gefá honum eftirfarandi upplýs- ingar: Það er rétt að ég hefi nokkurn kunnugleika á ávísunum Nýbyggingarráðs á Stofnlánadeildarlán, því ég á einmitt eitt slíkt plagg aö upphæð kr. 1.200.000.00, sem ekki fæst út á. Til þess að afsanna að stofnlánin séu bundin við efnahagsástæður, skal á það bent, að samkvæmt Kaup- sýslutíðindum frá 27. nóv. þ. á., hefir Stofnlánadeildin þann 30. júlí s. 1. lánað Kvöld úlfi kr. 2.133.000.00 út á „nýsköpunartogarann“ Egil Skallagrímsson. En þrátt fyrir að Nýbygg- ingaráð hafði samþykkt mitt skip „sem lið í heildaráætlun sinni um þjóðarbúskap ís- lendinga,“ en sú samþykkt er fyrsta og aðalskilyrðið fyrir Stofnlánadeildarláni, þá var neitað um lánið vegna þess, eins og stendur í bréfi Landsbankans til Nýbyggingaráðs, „að á s.l. vetri varð það að samkomu- lagi, að stofnlánadeildin veitti eigi lán út á skip, sem byggð væru hér innan- lands.“ Og þrátt fyrir ákvæði 3. gr. reglugerðar um Stofn- lánadeildina, sem sett er samkvæmt lögum no. 41/29. apríl 1946, ákvæði sem eru á þessa leið: „Lán til skipa- og báta- kaupa, hvort heldur er um að ræða nýsmíði innanlands eða kaup á nýjum og notuð- um skipum erlendis frá, skulu sitja fyrir öðrum lán- veitingum. Lán út á aðrar eignir skuli því að eins veitt að svo miklu leyti sem fram- kvæmdastjórn Landsbank- ans telur, aö fé verði fyrir hendi til þeirra lánveitinga, eftir aö fullnœgt hefir verið fyrirsjáanlegri lánsþörf vegna nýöflunar fiskiskipa sam- kvæmt heildaráætlun Ný- byggingarráðs.“ (Letur- breytingin er aö sjálfsögðu mín). Þrátt fyrir þessi ákvæði, og vitneskjuna um það, að samkvæmt aðalreikningi Stofnlánadeildarinnar árið 1946, hafði Landsbankinn ekki lagt deildinni til neitt af þeim 100 miljónum, sem honum ber lögum sam- kvæmt, og’ að kr. 479.394.19 var um s.l. áramót ólánað af því sem inn kom fyrir seld skuldabréf, og að samkvæmt skýrslu Fjárhagsráðs frá s.l. september væri þá ekki búið að lána nema lítinn fénu, þá fékkst ekki- Sjáv- hluta af Stofnlánadeildar- arútvegsmálaráðherrann til að koma því til leiðar, að lán, sem hann hafði sjálfur verið með í aö ávísa, yrði veitt. H. B. Bergur Jónsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, síini 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.