Tíminn - 23.12.1947, Blaðsíða 8
8
Iteýkjavík
23. áesember 1947
240. blað
igur seinagangur a
innflutningi landbúnaðarvela
IJi* frétísfiSjs’éfl f-TÍt Jéstl H. FjaSldal, Iséssdís
a® Melgraseyri
Tímanum hefir borizt fréttabréf frá Jóni H. Fjalldal,
bónda á Melgraseyri við ísafjarðardjúp, ritað um miðjan
desembermánuð. Lýsir hann þar framkvœmdum vestra og
viðhorfum bœnda og öðru þvi, sem fréttnœmt má teljast.
Böðvar á Laugar-
vatni sjötugur
Einn af þekktustu bænd-
um á Suðurlandi, Böðvar
Magnússon á Laugarvatni,
verður sjötugur á jóladaginn.
Hann fæddist í Holtsmúla 25.
desember 1877, en hefir nær
alian aldur sinn átt heima í
Laugardalnum. Reisti hann
nna
SkraMtleg'ar íðturSarniiklar jélamyndir
í ölleim lcylkmyndaliiísuin Reykjjavíkur
Á hverju ári reyna Jcvikmyndahúsin að vanda sem bezt
val mynda þeirra, sem sýndar eru á jólunum. Hafa sýningar
Matvælaframleiðslan
of lítils metin.
Það ber sjaldan við að
fréttir heyrast í útvarpi eða
blöðum frá ísafjarðardjúpi.
Orsökin er máske sú, að hér
gerist ekkert fréttnæmt. Hér
er þó háíð lífsbarátta éigi
auðveldari en annars staðar.
Að vísu fer þeim fækkandi,
sem fást vilja við lýjandi
sveitastörf, enda flest annað
betur borgað. Hinir, sem lítt
þekkja til búskapar, telja þó
framleiðendum alltaf of-
greitt. Við hér á útjöðrum
lands og menningar teljum
helzta ráðið við flóttanum
frá búskap og sveitastörfum,
að hinir ráðandi menn í land
inu stuðli að því, að veruleg-
ur hundraðshluti mennta-
manna hefji búskap í sveit.
Það þarf að vera fínt að búa
og framleiða mat. Nú er sá
tíðarandi ríkjandi, að matur
er ekki mannsins megin, held
ur útflutningsvaran, gjald-
eyririnn. Hitt, sem sveita-
búskapurinn gefur af sér til
þjóðarbúsins, er allt sett
skör lægra.
Skortur á
Iandbúnaffarvélum.
Jarðabætur hafa
víða
að Selá eða Armúla Þessi
vegur frá Langadalsárbrú að
Ármúla yrði ómetanleg sam-
göngubót fyrir alla sveitina,
og létti mjög undir með alla
vélavinnu búnaðarféHagsins.
Fyrir ferðafólk myndi hann
ennfremur stytta sjóleiðina
til ísafjarðar um þriðjung,
með því að það tæki þá Djúp-
bátinn á Melgraseyri.
Tvær bryggjur.
Tvær ferjubryggjur voru
fullgerðar hér í sveit á þessu
ári, önnur á Arngerðareyri,
og var veitt til hennar fé á
síðustu fjárlögum, en hin á
Melgraseyri, og var engin
fjárveiting til hennar fyrir
hendi. Loforð samgöngu-
málaráðherra og þingmanna
Norður-ísfirðinga um að hún
verði tekin á næstu fjárlög
eru þó fyrir hendi. Bryggjan
á Arngerðareyri er 20 m.
löng, 4,5 m. há og 3,5 m.
breið. Steinsteypuker 9 m.
langt sett framan við timb-
urbrú úr landi. Bryggjan
mun hafa kostað 90—100
þús. krónur. Melgraseyrar-
bryggjan er 28 m. löng, 4,5
m há og 3,5 m. breið. 8 m.
steinsteyptur stöpull er úr
margra beztu myndanna, sem hér hafa verið sýndar, hafizt
á annan jóladctg. Nú hafa öll kvikmyndahúsin ákveðið jóla-
myndirnar: h
Gamla bíó sýnir dans-
og söngvamynd;
Jólamyndin ;h j á Gamla
Bíó að þessu ;,sinni verður
mikil dans og ' söngvamynd
amerísk, er nefnist Zigfield
Follies, koma fjram í þeirri
mynd margir þekktir söngv-
arar og dansmeyjar og menn,
auk margra þekktra leikara,
Myndin er skrautleg litmynd,
ekki efnismikil, ^en skemmti-
leg
stöðvást veena vélaskorts oe- klÖpP 1 landi’ því næSt 11
stoöyast vegna vélaskorts, og metra tlmburbrú fram á 9
er illt til þess að vita, þegar
á sama tíma er fluttur inn i
leyfi og óleyfi alls konar ó-
þárfa varningur. Við b/fum
gert jarðræktarsamþykkt og
pantað vélar — og fengið
fyrirheit um að fá hið um-
b'eðna þennan og þennan
mánuð. Greiðsla tekin fyrir-
fram — og þar með búið.
Eitthvað er bogið við
þetta, og víst er það að bænd
ur og framleiðsla þeirra
stórlíður við þennan véla-
skort, þar sem stöðugt fækk-
ar þeim, sem að búskap
vinna.
Lélega launaff
forgöngumönnum.
í fyrrahaust fengum við
því áorkað, að hafizt var
handa með Langadalsstrand-
veginn, sem er áframhald
af Þorkafjarðarheiðarvegin
um, áleiðis að Ármúla. Fjór-
ir bændur hér í Nauteyrar-
hreppi tóku 60,000 kr. lán
til greiðslu vinnulauna vegna
umræddrar vegagerðar, þar
sem ríkið taldi sig ekkert
handbært fé hafa á þeim
tíma. Liklega verður þó þessi
framhleypni okkar til þess,
að við verðum að greiða úr
eigin vasa vextina, 3000
krónur, af umræddu láni, og
má það teljast ómakleg refs-
ing. Nú komst vegurinn ekki
nema lítið eitt áleiðis fyrir
ofangreint fé. Á þessa árs
fjárlögum voru aðeins veitt-
ar 38,000 krónur, og fór það
allt til þess að endurbæta
það, sem gert var í fyrra.
metra steinsteypuker. Bryggj
an virðist traust og vönduð.
Yfirsmiðir við þessar bryggj-
ur voru Kjartan Halldórs-
son frá Bæjum og Jens
Guðmundsson frá Lóneyri.
Bryggjan á Melgraseyri mun
kosta um 100,000 krónur.
Ríkið hefir ennþá ekki lagt
til hennar annað en stein-
steypukerið. Vinnulaun og
efni var fengið að láni upp á
væntanlega fjárveitingu frá
ríkinu. Ómetanleg sam-
göngubót er að bryggjum
þessum, þar sem hér fara
allir flutningar til og frá
búum fram á skipum, og full-
yrði ég, að þær lyfta hug
bænda, sem þf>*r”a njóta, til
meira framtaks og trausts á
framtiðina.
fyrst bú í Útey, en bjó síðan
um nálega þrjátiu ára skeið
að Laugarvatni.
Böðvar hefir alla tíð tekið
mikinn þátt í félagsmálum
og gegnt mörgum trúnaðar-
störfum, sem of langt yrði
upp að telja. Meðal annars
hefir hann verið hreppstjóri
Laugdæla í næstum hálfan
fimmta áratug. Hann er
manna glaðastur og reifast-
ur, glæsimenni á velli og í
framgöngu allri, söngmaður
góður og skáldmæltur vel.
Ritfær er hann með afbrigð-
um og hefir skrifað fjölda á-
gætra greina af ýmsu tagi í
mörg blöð og tímarit. Meðal
þeirra eru allmargar grein-
ar og sögur um skepnur, því
að Böðvar er dýravinur mik-
ill og góður fjármaður og
hestamaður.
Þeir munu margir, er senda
hinum sjötuga bónda hug-
heilar árnaðaróskir á þess-
um jóium.
GafitJsJiJéimstMnaar
(FramlialcL af 1. síðu)
þjónusta í Mýrarhúsaskóla
kl. 2,30 e. h., séra Jón Thor-
arensen prédikar.
Jólamynd Nýja Bíós.
Nýja bíó sýnif á annan í
jólum nýja myrtd, sem á ís-
lenzku hefir hlotið nafnið
Ungar systur nteð ástarþrá.
Er þetta amerísk litmynd,
skrautleg og fögúr með mikl-
um söng og hljóðfæraslætti.
Aðalleikendurnir eru June
Haver, Georg Montgomery,
Vivian Blair og Celeste Holm.
Allir þessir leikarar eru kunn
ir islenzkum kvikmyndahúss-
gestum og eiga hér vinsæld-
um að fagna.
Efni þessarar myndar er
sótt í frásögn um ævintýri
þriggja systra, og gerist
sagan í Ameríku um aldamót
in. Þetta er fyrst og fremst
skemmtimynd með söngvum
og gleðibrag.
Skautadrottningin. Sonja
HenieJeikur þó ekki í mynd-
inni, heldur fer með aðalhlut
verkið tékknesk skautamær,
sem þykir ekki gefa hinni
norsku skautadrottningu eft-
ir, þegar hún var upp á sitt
bezta.
Sæsks sveitamynd
í Trípolí.
Á leið til himnaríkis með
viðkomu í víti nefnist mynd-
in, sem sýnd verður á jólun-
um í Trípolíbíó. Efni mynd-
arinnar er ekkert óguðlegt,
þó komið sé við í víti.
Kvikmynd þessi er sænsk
og gerist hún í Dölunum í
Svíþjóð á seytjándu öld. Fjall
ar hún um líf bændafólks-
ins guðrækni þess, hjátrú og
hindurvitni. Aðalhlutverkin
leika sænsku leikararnir:
Rune Lindström, Eivor Land-
ström, Anders Henríkson og
Gudrun Brost.
Ennþá eru eftir um 13 km. skapar vinsamleg viðskipti.
Sala líflamba.
Þau tíðindi gerðust og hér,
að síldin fyllti ísafjarðar-
djúp um tíma í haust, og
vár hún mest innst í ísa-
firði. Þar er jafnan síldar-
sælt, og er oft vitað, að síld-
in er þar innra, en gefur
ekki færi á sér. Líka hefir
allt Djúpið verið fullt af fiski
1 haust, en sökum fólksfæð-
ar geta bændur ekkin sinnt
því.
Bændur hér seldu megnið
af gimbralömbum sínum . á
íjárskiptasvæðin síðastlið-
ið haust. Misjafnlega gengur
þó meö þá sölu, og veldur
mestu lagasetning um verð-
lag fjárins. Frjáls sala með
samkomulagi er það, sem
Kristskirkja i Landakoti.
Hjá kaþólska söfnuðinum
verður biskupsmessa í Landa
kotskirkjuhni kl. 12 á mið-
nætti á aðfangadagskvöld
jóla. Kl. 10 á jóladag verður
hámessa í kirkjunni og kl. 6
sama dag verður bænahald
og prédikun. Annan jóladag
verður lágmessa kl. 10. —
Sunnudaginn milli jóla og
nýárs verður hámessa kl. 10
eins og venjulega á sunnu-
dögum.
Tjarnarbíó sýnir ævintýri
úr 1001 nótt.
Myndin, sem Tj arnarbíó
sýnir um jólin, er íburðar-
mikil, amerísk kvikmynd, í
litum. Er hún gerð eftir ævin
týri úr Þúsund og einni nótt,
en áður hafa nokkur ævin-
týri úr þeim flokki verið
kvikmynduð og sýnd við
mikla aðsókn.
Aðalhlutverkið í myndinni
leikur Qornel Wilde, er marg-
ir munu kannast við hér, eft-
ir hans frábæra leik í hlut-
verki Chopins í myndinni
Unaðsómar, er einnig var
sýnd í Tjarnarbió.
Skipbrotsmennirnir
af Dhoon farnir
til Englands
Austurbæjarbíó sýnir
skautamynd.
Jólamynd Austurbæjarbíós
verður forkunnarfögur og til
komumikil skautamynd, sem
kölluð hefir verið á íslenzku
Páll Páísson í Hnífs-
dal slasast
Frá fréttaritara Tímans
á fsafirði.
Páll Pálsson, útvegsbóndi í
Hnífsdal, varð nýlega fyrir
slysi. Rakst bílpallur i höfuð
honum, og hlaut af því skurð
mikinn á hvirfilinn. Missti
hann mikið blóð og var flutt-
ur í sjúkrahús á ísafirði.
Líður honum þó orðið
sæmilega.
Slysavarnarfélagið hélt
skipbrotsmönnunum af
Dhoon samæti á laugardag,
en þeir fóru héðan flugleiðis
til Prestwick í gærmorgun og
hafa sennilega komizt heim
til sín í gærkvöldi.
Samsæti þetta sátu, auk
skipbrotsmanna, einn mað-
ur úr björgunarsveitinni fyr-
ir vestan, Egill Ólafsson frá
Hnjóti, stjórn Slysavarna-
félagsins og blaðamenn.
Nokkrar ræður voru flutt-
ar. Fyrstur tók til máls Guð-
bjartur Ólaf,—on, formaður
Slysavarnafélagsins, og bauð
hann gesti velkomna. Þá töl-
uðu Guðrún Jónasson, full-
trúi frá brezka sendiráöinu,
Jón Bergsteinsson, Snæbjörn
Jónsson, Geir Zoega og fyrir-
liði skipsbrotsmanna, sem er
vélstjórinn af skipinu. Áður
en staðið var upp frá borð-
um, var hverjum skipbrots-
mannana afhent eintak af
bókinni Iceland and the Ice-
landers eftir Helga Briem.
Skipbrotsmennirnir róm-
uðu mjög hina frækilegu
björgun og aðbúðina á ís-
lenzku sveitaheimilunum.
Dáðust þeir mjög að allri
þeirri hugdirfsku og dugn-
aði, er björgunarmennirnir
sýndu, en einkum höfðu þeir
orð á því, hvað þeim hefði
þótt það karlmannlegt, er
Þórður Jónsson á Látrum
hlýjaði sjóblaut föt þeirra
með því aö fara sjálfur í þau
rennandi blaut og lána þeim
sín á meöan.