Tíminn - 23.12.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1947, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: *3 Pórarlnn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn ; Skrifstofur i Edduhúsinu [ Ritstjórnarsírpari' 4373 og 2353 Ajgreiðsla og auglýsinga- ; sími 2323 Prentsmiðjan Edda _______________ ! 31. árg. Keykjavík, þriðjudaginn 23. des. 1947 240. bíað jmm® n Lokun" iðngreinanna úr sögunni I»ri$p Isver plltur, sein vex upp í Reykjavík liverfsir »ð einhverju iðniiámi Oft hefir verið minnst á þá takmörkun, er um margra ára skeið ríkiti á því, að ungir menn kæmust að sem nemendur í ýmsum iðngreinum hér á landi. Ný jól ganga í garð. Friðarhátíðin fer í hönd. En það er ekki friður í hciininum. llungur og kúgun ríkir víöa um lönd. Gráðugar heims- "veldastefnur teygja hramma sina um hálfan heiminn. Qróðafíkn- ar stórþjóðir bæla fátaekar nýlenduþjóðir undir sig með ofbeldi. I mörgum löndum berast menn á banaspót, meðal annars í því landi, þar sem talið er, að Kristur hafi fæðzt. —Myndin hér að ofan cr þaðan. Skothríð á götunum — foreldrar, sem verið hafa úti með börn sín, leita afdreps bak við jeppa, þar sem þau grúfa sig yfir börnin þeim til hlifðar. Jólaguðsþjónusfurna í Reykjav Guðsþjónustur verða í öll- I um kirkjum bæjarins um jólin eins og venjulega. Tím- | inn hefir haft tal af prest- um bæjarins, sem látið hafa' blaðinu í té yfirlit yfir guðs- þjónusturnar. DómJcirkjan. í Dómkirkjunni verður guðþjónusla á aðfangadags- kvöld kl. 6, eins og venjulega Séra Jón Auðuns prédikar þá. Á jóladag kl. 11 er guðsþjón- usta og prédikar biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson. Sama dag kl. 2 e. h. er önnur guðþjónusta, þá prédikar séra Bjarni Jónsson, er það dönsk messa. Sama dag kl. 5 e. h. er þriðja guðsþjónustan, þá prédikar séra Jón Auðuns. . Á annan jóladag eru tvær guðsþjónustur í Dómkirkj- unni. Kl. 11 prédikar séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, og kl. 5 e. h. prédikar Emil Björnsson cand. theol., en séra Jón Auðuns þjónar fyrir altari. Sunnudaginn milli jóla og nýárs eru tvær barnaguðs- þjónustur í dómkirkjunni. Kl. 11 prédikar séra Jón Auðuns og kl. 2 e. h. prédikar séra Bjarni Jónsson vísglubiskup. Fríkirkjan. í Fríkirkjunni er guðsþjón- usta á aofangadagskvöld kl. 6. Á jóladag kl. 2 e. h. og annan dag jóla kl. 2 e. h. barnaguðsþjónusta. — Séra Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur prédikar við allar þessar guðsþjónustur. Á sunnudaginn milli jóla og nýárs er haldin unglinga- félagssamkoma í kirkjunni kl. 11 f. h. HallgrímsprestakaU. í Haligrímsprestakalli eru guðsþjónustur í Austurbæj- arskólanum, sem hér segir um hátíðarnar: Á aðfangadagskvöld kl. 6 er guðsþjónusta, séra Jakob Jónsson prédikar. Á jóladag kl. 2 prédikar séra Sigurjón Árnason. Á anhan jóladag prédikar séra Jakob Jónsson ki. 11 og er það barnaguðs- þjónusta. Kl. 2 sarna dag er aftur guðsþj ónusta og pré- dikar séra Sigurjón Árnason þá. Laugarneskirkja. í Laugarnesprestakalli verða guösþjónustuur haldnar í kirkju safnaðarins, Laugar- neskirkju, um hátíðarnar, sem hér segir: Á aðfangadagskvöld kl. 6 verður aftansöngur, séra Garðar Svavarsson prédikar, Á jóladag er guðsþjónusta kl. 2 e. h. séra Garðar Svavars- son prédikar. Á annan dag jóla verður barnaguðsþjón- usta kl. 11 f. h. séra Garöar Svavarsson prédikar. Nesprestakall. í Nesprestakalli verða guðsþjónustur í kapellu há- skólans og Mýrarhúsaskóla um hátíðarnar sem hér segir: Á aðfangadagskvöld jóla kl. 6 verður guðsþjónusta í kapellu háskólans, séra Jón Thorarensen prédikar. Á jóla tíag verður guðsþjónusta á rama stað. kl. 2 e. h., séra Jón Thorarensen prédikar. Annan jóladag verður guðs- (Frav.hald á ". síðu) A stríðsárunum kom bezt í Ijós, hversu afdrifarík þessi takmörkun var, þegar iðn- lærðir menn fengust ekki nema í fá af þeim störfum, er þurfti að vinna. Tíminn sneri sér til Kristjóns Kristjónssonar, en hann hef- ir verið formaður iðnfulltrú- anna um 10 ára skeið, og innti hann eftir gangi þess- ara mála og þeim breyting- um, sem gerðar hefðu verið í sambandi við þau. Iðnfull- trúarnir hafa umsjón með iðnnámi á öllu landinu. Iðnnemum stórfjölgar. Tala iðnnema hefir ,þre- faldazt á síðustu 6 til 8 árum, segir Kristjón, og munu þeir nú vera um 1900 alls á öllu landinu. Þar af eru um 1100 við nám hér í Reykjavík. Hin ir eru í hinum stærri kaup- stöðum og bæjum úti á landi. Á Akureyri eru um 100 og á ísafirði, Hafnarfirði, Akra- nesi og Vestmannaeyjum eru frá 50 til 80 iðnnemar á hverj um stað. Mest hefir iðnnemunum fjölgað í byggingaiðnaðinum. í Reykjavík munu nú vera um 230 trésmiðanemar. 170 í járnsmíði, 120 rafvirkja- nemar, 70 málaranemar, 70 múraranemar. 60 í bifreiða- iðnaði o'g 50 við húsgagna- smíði. Prentnemar munu vera yfir 50, pípulagninga- menn 40 og skipasmiðir um 20. Lakun iðngreinanna. Lokun iðngreinanna, sagði Kri.?tjón ennfremur, er raun- verulega úr .sögunni eins og hún þekktist á árunum fyrir styrjöldina. Sýnir það bezt hin mikla fjölgun iðnnem- anna í öllum greinum, sem átt hefir sér stað hin síðari ár. Miðað við eðlilega þörf, fyrir iðnlærða menn hér á landi, mun eins og sakir standa, ekki langt frá því að iðnlærðir menn geti ann- að öllum þeim störfum, sem slíkir starfskraftar þurfa að vinna hér á landi. Að sjálfsögðu var ástandið með öllu óeðlilegt hernáms- árin í þessu efni. En hins vegar er vitað að takmörkun nemenda í ýmsum iðnaðar- greinum fyrir styrjödlina var alltof mikil. Engan veginn er rétt að miða við þörfina styrjaldarárin, því að þá var hér um svo miklar fram- kvæmdir að ræða, er bein- línis stöfuðu af hersetu lands ins, að slíkar byggingafram- kvæmdir munu aldrei eiga sér stað á, venjulegum tímum, nema að mjög litlu leyti. Ekki er sennilegt að verkefnin verði endalaus og er nú þegar farið að bóla á samdrætti í ýmsum j,ð,ngreinunum. Það er að sjálfsögðu æskilegt að menn hafi frelsi til að velja sér stöðu í lífinu eftir eigin geðþötta, en það er líka nauð synlegt að taka tillit til þess hvað þjóðfélagið þiarf marga iðnlærða menn til að vinna nauðsynleg störf og hvað því •er hentugt að þessar stéttir séu fjölmennar. Er ekki síður þörf á að aðrar starfsgreinar hafi nægan mannafla, svo sem þeir atvinnuvegir, er vinna að útflutningsfram- leiðslunni. Iðnskólinn. Það hefir verið mikið vandamál um langt skéið hyersu iðhskólahúsið er ó- fullnægjandi fyrir þá miklu skólastarfsemi, ér 'nú fer þar fram. Skólinn er orðinn 40 ára og að sjálfsögðu byggður við hæfi samtiðarinnar og áæt?aða þörf í nánustu fram- tíð. Er því engan v,eginn und- arlegt, þótt hann sé nú orð- inn ófullnægjandi. Það hefir því lengi verið áhugamál iðnaðarmanna, að hér risi upp nýr iðnskóli, er annað gæti eðlilegri aðsókn að iðnnáminu yfirleitt. Var hafizt handa um byggingu nýs skóla fyrir rúmu ári síð- an. Hefir skólanum verið val- inn staður við Skólavörðu- torg norðanvert á Skólavörðu holti, rétt hjá Austurbæjar- barnaskólanum. Búið ív að steinsteypa kjallara hússins og nokkujð af fyrstu hæð. Gera menn sér vonir um, að takast meg^.að koma húsinu undir þak á næsta ári. Hinn nýi iðnskóli verður með Ef.lra glæsilegustu stór- hýsum á landinu. í honum verða 25 kennslustofur, mörg verkstæði og aðrar vist^ver- ur. Þá er sennilegt að h^jma- vist verði á efstu hæð handa allmörgum nem. Ríki og bær leggja fram fé til skóla- byggingarinnar og auk þess safna iðnaðarmenn sjálfir rækile^a framlögum til hans. Má öllum vera það ljóst, að ekki þýðir að fárast yfir tak- mörkun iðnnámsins, ef ekki er unrrí, að hafa skóla fyrir það nám, er rúmað geti nauð- synlegan nemendafjölda'. Ýmsir hafa þó virzt /,kiln- ingssljóvir í þessu efni. í hvaða iðngreinum er mest þörf fyrir aukningu? Enginn vafi er á þvi, að í rafmagns- og járniðnaðinum verður mest þörf fyrir ari- inn nemendafjölda. Hinar stórfelldu áætlanir einstakl- inga og hins opinbera í sam- bandi viö rafvirkjun og notk- un rafmagns hér á landi í náinni framtíð krefst mjög margra kunnáttumanna í öllu, er lýtur að þeim málum, Þá er nokkurn veginn víst, að bifreiðaiðnaðurlnn þarf,_ frem ur á fleiri en færri kunnáttu- mönnum að halda í framtíð- inní, en sú iðngrein vár nærri lokuð um langt skeió. Eins og nú standa sakir, má' fullyrða að þríðji hver piltur, sem kemst á unglings- ár hér í Reykjavík, hverfi að einhverju iðnnámi. Sú fjölg- un, er af því leiöir í iðngrein- unum er meíri en þarf til að fullnægja eftirspurnmni eft- ir iðnlærðum mönnum, þeg- ar allur atvinnurekstur er kominn i eðlilegt hþrf og beinna áhrifa stríðsins gætir ekki lengur. Offjöl'gúh i" iðn- aðinum er einnig ia'ng't frá því að vera æskileg, þegar tekið er tillit til annara starfsgreina, er einnig þúrfa á miklu vinnuafli að halda. Stærsta landflúgvél heiíiisiíis reynd Stœrsta landflugvél heims ins, hin nýja Consolidated Vulte XC 99 fór fyrsta reynsluflug sitt fyrir skömmu, skammt frá San Diego í Kalíforníu í Banda ríkjunum. Fyrir utan hinn risavaxna flugbát Howard Hughes mil- jónamærings, er þetta stærsta flugvél, sem nokkru sinni hefir verið smíðuð. Á reynslu fluginu var vélin hlaðin með 109 smálesta farangri. Vél- in getur flutt 400 farþega auk farangurs. Vélin mun verða afhent hernum til eins árs og verður reynd þar áður, en fram- leiðsla til farþegaflugs verð- ur hafin á henni í stórum stíl. Bolur vélarinnar er 55,3 metrar að lengd, vængjahaf hennar er 7.0,1 meter. Vélin hefir sex 3000 hestafla mót- ora, en skrúfublöðin eru 5,7 metrar að lengd. Flughraði hennar er 480 kilómetrar á klukkustund. Hún getur flog- ið 12,360 kílómetra án þess að bæta við sig nýjum forða af brennsluefni. llllllIIIIIMIflltlMIIIIlllIII!llinillllllllMI>ll"ÍI'<'llllmi>H | TÍMÍNN I i Nœsta blað er gert ráö l \ fyrir a'ö konii út nœst- | I komandi mánudag. | TÍMINN | I óskar öllum lesendum | | sínum | ! glebilegra jóla \ i(|IIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIMIIIIIMIIIMIIItllllllllllllllllllllltllMU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.