Tíminn - 23.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 23. des. 1947 240. blaff Merk bók eftir Reykja- víkurkonu Guörún Borgfjörð: Minn- ingar. Agnar Kl. Jónsson gaf út. — Hlaðbúö — Reykjavík 1947. Minningar og ævisögur teljast tíl þeirra bókmennta, sem i mestum hávegum eru hafðar með íslendingum. Ýmsir þekktustu rithöfundar okkar nafa á síðari árum beinlínis keppzt um að færa í letur lifssögur meðbræðra sinna og sumir hverjir farið þeim snillihöndum um efnið, að hst þeirra, nýtur sín hvergi betur. Vél rituð ævisaga er jafnan happafengur þeim, er bókum unna. Pyrir skömmu barst mér í hendur bókin Minningar eftir Guðrúnu Borgfjörð. Segir þar frá bernsku og uppvaxtarár- um höfundar á tímabilnu 1660—1888. Guðrún var dóttr Jóns Borgfirðings fræði- manns og konu hans, Önnu Guörúnar Eiríksdóttur, en börn þeirra gáfuðu hjóna voru óll merk og mannvæn- leg og sum þj óðkunn, svo sem Finhur prófessor við Hafnar- háskóla og Klemenz land- ritari, siðar ráðherra. Guðrún ólst að mestu leyti npp í Reykjavík, og fjallar þvx meginhluti bókai’innar um lixið hér í bæ. í fyrstu er þorpsbragur á öllu. Þegar kona eignast fall- egt sjal eða svuntu, er það flogiö um bæinn á samri stuixd. Ef óbreytt vinnukona tekur upp á því að greiða sér á sama hátt og húsmóð- irin, vekur þaö hneyksli og umtal. Allir vita, eða þykjast vita, ailt um alla Verzlunarhættir eru mjög frumstæðir. í búðunum ægir saman hinum ólíkustu hlut- um, kjöti og slifsum, mjöli og neftóbaki, skreið og „skroi“ — og svo eru þær þar að auki helztu samkomu- staðir þeirra, sem lítið hafa að gerg. En rétt eftir 1870 fer þetta smámsaman að breytast. Um 1873 kemur fyrsti skósmiðurinn og fjór- um arum síðar fyrsti skradd- arinn, sérverzlanir eru stofn- aðar og kaupmenn byrja að flytja mn vörur, sem aldrei höi'öu sézt hér áður. Og svom er það á fleiri sviðum. Litla vikurþorpið er að rétta sig úr kútnum, þótt hægt í'arí. Guörxindvaldist langdvölum hjá Jóni Guðmundssyni rit- stjóra Þjóðólfs og konu hans Hólmtfíði Þorvaldsdóttur. lýsír hún hinu fjöruga mann- margá menntaheimili af dótturiegri ástúð. Dvölin þar hefir .verið gáfuðum ungl- ingi góður skóli. Yfirleitt virðist jafnan líf cj> fjör á ferðum þar, sem Guðrún er. Hún kynnist mörgum og eru þar á meðal ýmsir þjóðkunn- ir menn t. d. Jón Sigurðsson, Hallgrímur Sveinsson biskup, Matthías Jochumsson, Sig- urður Guðmundsson málari, Þorbjörg Sveinsdóttir ljós- móðir, Bertel Þorleifsson skáld og fjöldi annarra, sem oflangt yrði upp að telja. Mannlýsingar Guðrúnar eru flestar stuttar, en afar glögg- ar. Hún er næm á aðalein- kenni manna og segir þannig frá, að eftirminni- legt verður, má þar til nefna lýsingu hennar á Sigurði Guðmundssyni málara, þessu olnbogabarni hamingjunnar, „sem enginn sómi var sýnd- ur.“ Guðrún fæddist árið 1856 en lézt 1930. Hún höf að rita endurminningarnar 1926 en entist ekki heilsa til að lýsa meiru en þrem fyrstu ára- tugum ævi sinnar. Það er ekki vandalaust verk fyrir sjötuga konu, lítt vana rit- störfum, að færa í letur ævi- minningar sínar svo vel sem hér er gert. Stíllinn er hreinn og tilgerðarlaus, setn- ingar stuttar og orðaröð eðli- leg. Allt hjálpast þetta að til þess að auka hraða og fjör frásagnarinnar. Bókin er hlutaðeigendum til mikils sóma. Bróðursonur höfund- ar, Agnar Kl. \Tónsson ritar fróðlegan eftirmála, þar sem hann í stuttu móli rekur feril frænku sinnar og gerir grein fyrir tilhögun útgáfunnar. Agnar hefir og samið nafna- skrá við bókina og auk þess nokkrar skýringar í sam- bandi við menn og málefni, er við sögu koma, hvort- tveggja prýðilega úr garði gert. Ytri frágangur bókarinnar er óvenju vandaðúr. Hún er prentuð þéttu letri á góðan pappír og lesmáli skipt niður í kafla með greinagóðum fyr- irsögnum. Útgáfustjóri Hlað- búðar, Ragnar Jónsson, hefir valið bókaskraut við byrjun hvers kafla, en skrautið hef- ir gert Hafsteimx Guðmunds- son eftir uppdráttum Sigurð- ar málara Guðmundssonar til íslenzka faldbúningsins. Er að því mikið augnayndi. Minningar Guðrúnar Borg- fjörð ættu að vera öllum Reykvíkingum aufúsugestur. Og illa er íslenzkum bóka- vinum aftur farið ef þeir hafa ekki ánægju af þessari bók. L. E. HáSarar! Innritun og innborgun stofngjalds í innkaupasam- band málara fer fram á skrifstofu Landsambands iðn- aðarmanna í Kirkjuhvoli frá kl. 1,30—5 daglega. Stfórnin Vinir vorsins Vinir vorsins eftir Stefán Jónsson, kennara. Útgéf- andi ísafoldarprentsmiðja. Stefán Jónsson, kennari, er fyrir alllöngu orðinn þjóð- kunnur barnabókahöfundur og hefir unnið sér mikillar vinsældar meðal yngstu les- endánna. Hefir hann bæði skrifað sögur fyrir börn og ort kvæöi, sem • landfleyg hafa orðið, svo sem kvæðið um Gutta, sem allir kannast við, jafnt ungir sem gamlir. Nú eru nýkomnar xit hjá forlagi ísafoldarprentsmiðju öðru sinni tvær sögur hans í einni bók, enda eru þær sam- stæðar. Eru það unglingasög- urnar Vinir vorsins og Skóla- dagar. Halldór Pétursson hef ir teiknaö margar ágætar myndir í þessa nýju útgáfu. Eykur það gildi hennar mjög og gerir unglingum hana enn hugþekkari. Vinir vorsins er saga strák hnokka.semheitir Skúli Bjart mar. Hann fæðist og elst upp fyrstu æviárin í sveit, en flyzt síðan til Reykjavíkur, og frá ævi hans þar segir seinni sagan, sem nefnist Skóladagar. Það er óhætt að mæla með þessari unglingabók, en það er þó raunar alveg óþarfi. Hún gerir það bezt sjálf. Unglingarnir. sem nú eru farnir að nálgast tvítugt, muna líka vel eftir þessum sögum og munu segja yngri systkinum sínum frá þeim. Þeim var tekið með fögnúði, er þær komu fyrst út, og sú útgáfa er uppseld fyrir löngu. Allir krakkar kannast líka við Stefán og sögurnar hans, og mér er kunnugt um, að þeir fylgjast með framhaldssög- unni, sem hann er að lesa í útvarpið í barnatímanum núna, af miklum áhuga. Vinir vorsins er ekki að- eins skemmtileg og viðburða- rík saga skynugs og tápmik- ils drengs, sem öðlast reynslu lífsins, bæði í sveit og borg. Það er vel rituð bók, líka frá sjónarmiði fullorðins manns, blæbrigðarík og hugmynda- auðug. Lífsmyndii-nar eru skýrar og ljóslifandi, en þó ekki dregnar upp með litríku orðskrúði eða langræðum. Oftast aðeins drepið á fáein örugg kennimerki, sem kalla fram í huga lesaixdans heila mynd. Það er nög að minnast á vatnsfyllt hófspor á hlaö- inu til þess aö maður sjái fyrir sér umhverfi íslenzks sveitabæjar á sumarmorgni eftir rigningárnótt. Sú mynd verður að vísu harla ólíkt í augum lesendanna, og fer það eftir reynslu og minning- um hvers og eins. En myndin er heil og fellur inn í umgerð sögunnar, og þá er nóg feng- ið. Þessi mynd verður líka lesandanum miklu hugþekk- ari, af því hún kemur að veru legu leyti frá honum sjálf- um, heldur en sú mynd, sem höfundúrinn hefði skapað með því að lýsa hverju smá- atriði út í yztu æsar með sín- um orðum frá eigin brjósti. Þetta tekst Stefáni víða vel í þessari bók. Þetta er líka siöbætandi bók fyrir hvern heilbrigðan dreng. En þó er þar engin prédikun, nei, síður en svo. Skúli Bjartmar er ekkert furðuljós. Hann er gallagrip- ur og gull að manni í senn, eins og flestir drengir. Ferill hans er ekki heldur í neinu í das cr messudagur hins bless- aða Þorláks biskups í Skálholti. Þá hafa Vestfiröingar skötu á borðum og á hún aö vera vel kæst og til þess aö réttum regl- um sé fylgt, á aö sjóða hana í hangikjötssoði og stappa síðan í mörfloti og hafa hana eins feita og "feitustu kæfu, svo að hún verði hörð eins og ostur, þegar hún kólnar og storknar, ef eitthvað er eftir skilið. Matreiðsluþ,átturinn veröur samt ekki lengri hjá mér í dag. Nú er harðasta lotan í undirbún- ingi jólanna og það á að vísu við þessa dagana, sem einhver góð ur maður sagði í jólabréfi: Nálgast jólin helg og há höfuðbóli og koti á, þvottasólum höldar hjá hafa skjólin ill og fá. En út í þá hrakninga fer ég ekki lengra. Menn eru í óðaönn að kaupa jólagjafir og finnst sumum að það sé úr fáu að velja. Ég ætla ekki að ræða gjafasiðinn rækilega að þessu sinni. Það er faliegt og gott að vilja gleðja aðra og ber sízt að lasta það, en þegar þess er gætt, hversu nýtilegir eru sumir þeir hlutir; sem menn skiptast á sem jólagjöfum, þá er ekki laust við, að ýmsum finnist eftirsjá að þeim fjármunum. Svo mikið er víst, að fólki eru oft gefnar gjafir sem þannig eru valdar, að það hefði sjálft varið peningunum öðruvísi. Það greip suma núna um dag- inn óvenjuleg umhyggja fyrir börnunum og angur þeirra vegna, af því að ekki yrðu flutt inn jóla- tré. Það er ástæða til að gleðjast yfir allri sannri umhyggju í þá átt, og vonandi stendur ekki á þessum jólatréshetjum, þegar börnin þurfa þess með, að barizt sé fyrir menningarskilyrðum þeirra á öðrum sviðum. Ég nefni í því sambandi eina stofnun, sem sums staöar setur. svip sinn á jólin á þann veg, að það samræmist ekki umhyggjunni fyrir börnunum. Sú stofnun er áfengisverzlunin. Og á sviði uppeldismálanna er fjölþætt verk að vinna og þá má ekki gleyma skemmtistöðum og skemmt analífi barna og unglinga utan heimilanna. — Já, það er sannar- lega gott hvað umhyggjan fyrir börnunum er orðin víðfeðm, tær og djúp og hrein. Við ræðum þau mál betur eftir hátíðirnar. En það skulum við öll muna, að við gerum ekki jólin að hátíð eins og þau eiga að vera, þrátt fyrir allt jólaskrautið, jólagjafirn- ar og jólamatinn, nema við berum gæfu til að gefa hvert öðru ein- hvern bjarma af jólabirtunni. En það er aðeins ein leið til að gefa öðrum slíka jólagjöf, og það er að geta opnað hug sinn og hjarta fyrir jólaljósinu eilífa, samúðinni, mannúðinni, kærleikanum. — Ef samúð og góðvilji býr í hugum ok!:ar þá höfum við nóg. ráð lil að halda jólin hátíðleg. Gleðileg jól! Pétur landshornasirkill. o < * ' I o O o o O O o I > o o ' I O II O o o o O (> o O I O O o o o O o o * ! TILKYNNING frá Rafmagnsveituimi Athygli rafmagnsnotenda skal vakin á því að búast má við venju fremur lágri spennu á aðfangadag á tím- anum 5—6 em., er stafar af mikilli samtimanotkun bök- unar eða steikaraofna. Með því að dx'eifa þessari notkun sem bezt yfir allan eftirmiðdaginn, má draga mikið úr mestu spennulækkuninni og eins með því að notendur noti ekki rafofna til herbergjahitunar á meðan. Eru rafmagnsnotendur vinsamlega beðnir um að gæta þessa. Eftir fyrri ára reynslu má búast við hinu sama á gamlársdag. / Rafinagnsveita Reykjavíkur. \ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin AMERICAN OVERSEAS AIRIJAES óskar öllum viðskiptavinum sínum á íslandi gleðilegra | jóla og farsæls komandi árs, með þakklæti fyrir við- f skiptin á árinu sem nú kveður. Umboðsmenn G. Helgason & Melstetí h.f. Hafnarstræti 19, — Sími 1644. I iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.