Tíminn - 29.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1947, Blaðsíða 2
• lir^or-c- | ys.r '?i* XWMIT 2 TÍMINN, mánudaginn 2g. des. 1947 241. blaS ^decí decfi tií cL \CLC^á l dag: ; Sólin kom upp kl. 10.27. Sólarlag ká. 14.29. Árdegisflóð kl. 6.30. Síð- cíegjsflöð kl. 18.55. * í) nótt: • Næturakstur annast bifreiða- stöðin Bifröst, sími 1508. Nætur- læknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. iíæturlæknir er í laugavegs Ápoteki, sími 1660. * * , Utvarpið í kvóld: ’ Pastir liðir eins og venjulega. I-íu 20.30 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsspn stjórnar): .Helg'-eru jól“ — jólalög — eftir Arna Björnsson. 20.45 Um daginn og veginn (Jakob Jónsson prestur). 2J.05 Tónleikar (plötur). 21.10 Brindi: Sjávarútvegurinn 1947 (pavíð Ólafsson fiskimálastjóri). 2J.35 Tónleikar (plötur). 21.45 Spurningar og svör um náttúru- ífæði (Ástvaldur Eydal fil. lic.). 22.00 Fréttir. 22.05 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. * líldsvoði í Hafnarstræti. iúm hátiðarnar skemmdist húsið I-lafnarstræti 17 í Reykjavík tals- vcrt af eldi. Kom eldurinn upp um míðja nótt, og þegar slökkviliðið kom • á staðinn var eldur laus í kúr við húsið. Ekki reyndist unnt að koma í veg fyrir það að eldur- inn læsti sig i húsið Hafnarstræti 17, sem er stórt, gamalt 'timburhús. 3tormur var, þegar eldurinn kom upp og því erfitt að fást við slökkvi störf. Þó tókst slökkviliðinu að ktefa eldinn og hefta frekari út- breiðslu hans. Hins vegar var unnið að því fram undir morgun að slökkva eldinn með öllu. Húsið Hafnarstræti 17 varð fyrir miklum skemmdum í eldinum. Á neðri hæð þess var veitingahúsið Gull- foss og innrömmunarverkstæði. Ljót skemmdarverk. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir fengið frá skógrækt ríkisins var framið fáheyrt skemmdarverk á grenitrjánum á Þingvöllum skömmu fyrir jóla- hátíðina. Höfðu þjófar verið þar íkferð, sem lítt hafa látið sig skipta íriöhelgi Þingvalia og ráðist á grenitrén, sem þar eru gróðursett k’ammt frá Öxarárfossi og nú voru ifðin allmyndarlefj. Höfðu þeir skorið niður stærstu og fallegustu £pn og haft á brott með sér. Er éjtt til þess að vita að þetta ill- vprk skuli hafa verið framið, því þ|ð hefir tekið langan tíma -og kestað mikið erfiði að koma þess- um plöntum á legg, en að þeim var orðin mikil prýði og átti þó eftir að verða meiri. Greni þessu var plantað niður á þessum stað fyxir nokkrum árum og hefir súmum hrislunum farið vel fram, ch þær fallegustu hafa nú verið eýðilagðar. Greniþjófarnir komu vjðar við en á Þingvöllum. Upp við Ráuðavatn voru á sínum tíma iróðursettar fáeinar grenihríslur, en þeim hefir farið illa fram og ;ru þær kræklóttar og illa vaxnar. >6 eru þessar hríslur að byrja að verða til prýði í hinu eyðilega andslagi við vatnið. Þó að þessar luríslur væru ekki fallegar voru þær samt nógu fallegar til þess, að þjófarnir hefðu ágirnd á þeim og skáru þeir mikið af þessum grenihríslum niður og höfðu á brott með sér. Itóleg jól hjá lögreglunni. Jólin hafa verið óvenju róleg hjá lögreglunni og hefir mjög lítið borið á öivun og óspektum yfir hátíðarnar. Kjallarinn, sem venju- léga er fullskipaður var að mestu tófnur yfir hátiðarnar, aðeins einn og tveir menn jóladagana. Óvertju- mikið af sjómönnum, erlendum og innlendum var þó i bænum yfir hátiðarnar og hafði talsvert borið á ölvun meðal þeirra fyrir hátíð- arnar, enda hafa þessir menn mjög léíega aðbúð meðan þeir eru hér. Um jólin brá svo við, að varla sást nokfcur áberandi ölvaður maður á götum bæjarins, eða niður við höfn. Takmörkun á næturakstri mælist illa fyrir. Fyrir nokkru var lagt bann við því, að fleiri en 40 bílar önnuðust næturakstur í einu. Áður hafði öllum bílum verið frjálst að aka á nóttunni. Mældist þessi ákvörð- un skömmtunaryfirvaldanna mjög illa fyrir hjá bílstjórum og einnig hjá almenningi, þar sem nú er að heita má ómögulegt að fá leigubíl eftir kl. 11 á kvöldin, hvað sem liggur við. Einkum hefir þetta kom- ið sér illa um hátíðarnar og á eftir að _ koma sér illa á gamlárskvöld, þegar fjöldi fóiks þarf að komast heim til sin, í samkvæmisklæðum af samkomum, sem standa fram á nótt. Lögreglan hefir orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessarar ráðstöfunar. Þegar fólkið fær ekki leigubíl stendur það uppi ráðalaust sem von er og snýr sér til lögregl- unnar og biöur hana um aðstoð til að komast heim til sín. Lögreglan hefir hins vegar engan bílakost, nema til að sinna eigin þörfum, en hefir þó reynt að hjálpa því fólki, sem lengst er að komið úr úthverfum bæjarins. Stöðvun á Siglufirði (Framhald af 1. síðu) Nokkuð er það þó komið und- ir veðri hvernig gengur að skipa mjölinu út, því að skip in eru stór og geta ekki lagzt að bryggju á Siglufirði í hvaða veðri, sem er. Um upptök eldsins er ekki vitað með vissu en helzt er getið til að hann eigi rót sína að rekja til breytinga á mjöl- blæstri frá kvarnarlofti út í mjölgeymsluhúsið, og einnig útbúnaði og þurrkofnum verksmiðj anna, en þessar breytingar voru gerðar á síð- asta ári að tilhlutan þáver- andi framkvæmdastjóra S.R. Svo bar til... „Allar erum vér breyskar, móðir," sagði nunnan, þegar abbadísin kom að henni hjá munknum og hafði brækur ábótans á höfði sér. — Þetta sannaðist átakanlega í Færeyjum nú fyrir skömmu. For- maður færeyska verðlagsráðsins var nefnilega sekur fundinn um tollsvik. Var hann fyrir vikið dæmdur í 100 króna sekt, auk þess sem hann skal greiða toli- inn. En ekki mun honum hafa ver- ið vikið frá starfi. Málavextir voru þeir, að formað- ur verðlagsráðsins, er heitir Mein- hardt Lambhauge, keypti flygil í Danmörku. Sagðist hann engan reikning hafa fengið og sagði kaupverðið miklu lægra en það var. Námu tollsvikin um átta hundrað krónum. Hefir þetta mál vakið athygli sökum þess, hvaða embættismaður á hér hlut að máli. Verðlagsráðsmennirnir færeysku eru valdir af stjórnmálaflokkum landsins, og er Meinhardt Lamb- hauge fulltrúi • Sambandsflokksins í ráðinu. Emanúel Ííalín- konungur látinn Fyrir nokkrum dægrum lézt Emanúel ítalakonungur í Egyptalandi í mjög hárri elli. Sonur hans Umbert prins er á leiðinni til Egyptalands til að vera viðstaddur útförina. Ilelíkopíer- flMgvélBBl (Framhald a) 8. siðu) um þess hve lítið er framleitt af þeim, en þær falla nú óðum í verði, því að framleiðsla þeirra eykst hröðum skrefum. Nú er verð á helíkopterflug- vélum í Bandaríkjunum tals- vert mismunandi, eftir stærð og gæðum — frá 100 þúsund krónum alt að einni milljón króna. Hitt ber svo að athuga, að rekstrarkostnaður slíkrar flugvéiar er miklu minni / /■ . A förnum vegi Aramótin eru eins konar vertíð- a.rlok og fjallskiladagur einstak- linganna og þjóðfélagsins í lieild. Það er venja að sviþast þá um og reyna að gera sér grein fyrir því, hversu ástatt sé — gera upp reikn- ingana eftir liðið starfstímabil og komast að niðurstöðu um það, hvernig þeim sé háttað. Reikningar einstaklinganna — lífsreikningar þeirra og efnahags- reikningar — eru auðvitað með mörgum hætti. Þeir eru vafalaust til, er loka tómum fjárhirzlum andlegra og veraldlegra auðæfa nú um áramótin og hefja göngu sína inn á vettvang nýs árs með skuldir sínar — skuldir við sjálfa sig, aðra menn og tilveruna alla. Þeir eru þó vonandi fleiri, er nokkrum sjóði geta hampað og hrósað happi yfir — í hvaða skilningi, sem á það er lítið, enda báglega ástatt, ef svo væri ekki. En hitt er líka vafa- laust mála sannast, að léttari eru þeir sjóðir fjármuna, ánægjulegra minninga, þroska og menntunar hjá flestum að minnsta kosti, held- ur en hefði getað verið. Það er hollt að gera sér grein fyrir þessu um áramótin, ef því fylgir þá íhug- un um það, hverju áfátt hefir verið í lífi og starfi og hvernig gera megi betur á komandi ári. Það er mikill siður hér á landi og víðar að gera sér eitthvað veru- legt til gleðskapar um áramótin. Gamlaárskvöld er okkar ærsla- stund, frekar en allar aðrar stundir ársins. Það er fjarri mér að amast við slíku, ef ekki er farið yfir skynsamleg takmörk, er aldrei mega gleymast, ef vel á að fara — ekki einu sinni á gamlaárskvöld. I Eg get fullkomlege metið yldi þess að kasta frá sér öllum áhyggjum ! litla stund og njóta gleði lifsins og þess fagnaðar, er það fær veitt. Ég held meira að segja að það sé nauðsynlegur þáttur heilbrigðs lífs eitt af því, sem er fólki óhjákvæmilegt, ef það á ekki að svelta andlega og verða að ein- trjáningum, sjálfu sér til tjóns og öðrum til leiðinda. Þetta hygg ég, að sé óhrekjanleg staðreynd, þótt enn kunni að eima eftir af öðrum hugsunarhætti — eins os eðlilegt er með þjóð, sem fyrir svo skömmu er búin að rétta sig úr þeim kút, að verða yfirleitt að berj- ast hinni hörðustu baráttu allan ársins hring fyrir frumstæðustu og brýnustu þörfum til viðhalds líf- tórunni einni. En enginn skapar sér rétt, án þess að hafa uppfyilt skyldur. Það er tvennt, sem hlýtur að fylgjast að. Þess vegna er það með mis- jöfnum rétti að menn ganga til gleðskapar og mannfagnaðar um þessi áramót, svo sem endra nær. Þeir, sem við reikningsskil ára- mótanna, finna, að þeir eiga sæmi- lega innstæðu í sjóði lífsins eftir liðið starfsár, eiga skilið að varpa af sér stakki starfs og annar stutta stund. Hinum væri farsælli inngangur nýs árs að hugleiða með | sjálfum sér, hvers vegna þeir hafa j látið tækifa/i tilverunnar ganga I sér úr greipum og einkanlega þá, hvernig þeir gætu náð betri greiðslujöfnuði við sjálfa sig og aðra á hin^ komandi ári. Það væri áreiöanlega fyrirboði um aukinn velfarnað. / J. H. QDÝRAR AUGLÝSSNOAR ©lííimálverk eftir Magnús Þórarinsson frá Hjaltabakka eru til sýnis og sölu í Varðarhúsinu uppi. Syeitim heillar er ein af góðu barna- og ungl- inga sögunum, sem nú fæst í Bókabúðinni Laugavegi 10. Bívaiiar ýmsar stærðir VERZLUN INGÞÓRS Selfossi. — Sími 27. Allt til a@ aiska swægjnna: Kommóðurnar og útvarpsborðin komin aftur og alltaf eitthvað nýtt. VERZLUN INGÞÓRS Selfossi, sími 27. Merk bók er mikil gjöf. Gefið því vinum yðar Ferðabók Sveins Pálssonar. Maðurinn minn og faðir okkar, Einar ffialldórsson, hreppstjóri, Kárastöðum, verður jarðsunginn frá Þingvallakirkju þriðjudaginn 30. desember. Athöfnin hefst frá heimili okkar, Kára- stöðum kl. 11 f. h. —* Blóm og kransar afbeðið. Guðrún Sigurðardóttir og börn. ♦ LEIKFELAG KEYKJAVÍKUR Einu sinni var Ævintýraleikur í 5 þáttum eftir Holger Drachmann Sýnimg í kvölal kl. B. Næsta sýning á nýjársdag kl. 8 e. h. Aðgöngumiðasala á morgun kl. 3—7. — Sími 3191. Eldri og yngri dansarnir i G.T.-húsinu i kvöld klukkan 10 Aðgöngumiðar frá kl. 6.30. — Sími 3355. Skátafélaganna í Reykjavík verða haldnar dagana 2. 3. og 4. jan. kl. 4 í Skátaheimilinu. — Aðgöngumiðar seldir í Skátaheimilinu kl. 4—6 í dag. Verð kr. 15,00. Nefmdm. Um leið og ég óska öllum nemendum mínum farsæld- ar á komandi ári, með kærri þökk fyrir samverustund- irnar á liönu ári, — tilkynni ég þeim, sem sótt hafa um kennslu hjá mér, að námskeið byrjar 5. jan. — Þær, sem ekki hafa nú endurnýjað umsókn sína á námskeið- ið gjöri svo vel og gjöri það nú þegar, annars eru pláss- in iátin öðrum í té. — Einnig hefi ég hugsað mér að hafa námskeið í að sníða föt á drengi og fullorðna karla, þar sem kennt er eftir nákvæmustu aðferðum sam- kvæmt nútíma, og geta þeir sem hefðu hug á slíku námi leitað frekari upplýsinga hjá mér. —- Sími 1927. SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR Klæðskerameistari Reykjavíkurveg 29. — Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.