Tíminn - 03.01.1948, Page 3
1. blað
TÍMINN, laugardaginn 3. jan. 1948
3
FIMMTUGUR í DAG
PÁLMI HANNESSON
Pálmi Hannesson, er Skag- |
firðingur. Hann er kominn af
einhverjum stærstu og merk
ustu ættstuðlum héraðsins,
sem þar standa djúpum rót-
um bæði í fortíð og nútíð.
Hann er alinn upp í því fagra
og söguríka héraði. Enda
leynir það sér ekki að Pálmi
er sonur Skagafjarðar, upp-
runninn þaðaxr, mótaöur þar.
Pátt er ánægjulegra og meir
heiliandi, en að ferðast með
Pálma um Skagafjörð. Hvert
orð hans og hver hreyfing
ber vitni um aðdáun hans og
ást til héraðsins og til fólks-
ins, sem þar heyir lífsbaráttu .
sína.
Þegar Pálmi Hannesson
hóf langskólanám valdi hann
náttúrufræði sem sérnám.
Það er engin tilviljun, að
Pálmi hóf nám í náttúru-
fi’æði. — Fyrir 25 til 30
árum síöan var ólíkt erfiðara
og óvissara til þess að öðlast
embætti að stunda náttúru-
fræðinám, en feta einhverja
hina venjulegu embættis-
námsleið. Þá leið, sem Pálmi
valdi, fara trauðla aðrir en
þeir, sem elska og trúa á
landið, ekki aðeins með vör-
unum, heldur raunverulega.
Pálmi Hannesson gerir hvort
tveggja af jafn heilum huga
og allra beztu synir þjóðar
okkar á öllum öldum hafa
gert. Frá hverju oröi sem
hann ritar og hverri sten-
ingu, sem hann flytur í
mæltu máli andar ást hans
til lands og þjóðar, og trú,
sem er studd öruggri vissu
mótaðri af mikilli þekkingu,
um að ísland sé öndvegis-
land, sem hafi meira að bjóða
en flest- önnur lönd. Þessi
örugga vissa um gæði lands-
ins — og að börn þjóöarinn-
ar verði fær um að hagnýta
sér þau, svo að hér vaxi and-
leg og vei’kleg menning, það
er þessi bjartsýni, þessi trú
sem er sterkasti þáttur í
störfum Pálrna Hannessonar
og stefnu.
Pálmi Hannesson er lýð-
ræðismaður í þess orðs beztu
stefnu. Trú hans á fólkið
sjálft er sterk. Þess vegna vill
hann að þjóðin sjálf ráði, að
valdið sé í höndum almenn-
ings. Pálmi er öruggur mál-
svari samvinnustefnunnar og
telur hana lýðræðislegustu
og helztu þjóðfélagsstefnu,
sem beri að fylkja sér um. í
samræmi við þessa lífsskoðun'
hefir Pálmi skipaö sér undir
merki Framsóknarfl. í stjórn
málum og verið um langt
skeið einn öflugasti og áhrifa
mesti stuðningsmaöur þess
flokks.
Kynni ( okkar Pálma
Hennessonar hófust ekki
fyrr en við vorum báðir orðn
ir fullþroskaðir menn. En síð
ustu 15 árin hafa leiðir okk-
ar legið saman varðandi ýmis
mál og því verið um náin
kynni og samstarf að ræða.
í fimm ár vorum við sam-
þingismenn fyrir Skagafjai’ð
arkjördæmi og samstarf okk-
ar í milli þau ár því að von-
um sérstaklega mikið.
Ég hefi átt því láni að
fagna að kynnast mörgum
ágætismönnum og eiga sam-
leið með þeim og starfa með
þeim, bæði varðandi stjórn-
mál og annað. Ég hefi eng-
um kynnst heilsteyptari, ör-
uggari og um leið skemmti-
iegri samstarfsmanni, en
Pálma Hannessyni. Sumir
menn, sem virðast glæsilegir
við fyrstu sýn, tapa við kynn-
ingu, svo aö þeir falla í diúp
meðaimennskunnar, eða jafn
vel enn dýpra. AÖrir vaxa við
kynn'ingu og því meir, sem
hún er nánari. — Pálma
Hannessyni er þannig var-
ið. — Hann er höfð-
inglegur álitum, gæddur á-
gætum gáfum og prýöilega
menntaður. En það, hversu |
Pálmi vex við náin kynni, j
stafar ekki af þessu fyrst og
fremst, heldur er það vegna
þess, að hann er heiisteypt-
ur drengskaparmaður.
Svipur Pálma og allt yfir-
bragð ber þess vitni, en við-
kynning sannfærir hvern
mann um að þar fer góður
drengur í þess orðs beztu
merkingu. Það er af þessum
ástæðum, að ég tel mér það
heiður að mega kalla Pálma
Hannesson vin minn, jafn-
framt því sern ég þakka hon-
um allt hið liðna, sem okkur
hefir í milli farið.
Pálmi Hannesson ann sveií
um og íslenzku sveitalífi.
Hann skilur manna bezt mik-
ilvægi landbúnaðarins bæði
menningarlega og atvinnu-
lega. Pálma Hannessyni er
ekki gjarnt að hreykja sér
hátt, en þess þykist ég hafa
orðið var, að hann sé stoltur
af því að vera af bændurn
kominn og upprunninn úr
sveit. Þessa skoðun sína hefir
Pálmi undirstrikað eins og
bezt má verða. Þrátt fyrir
umsvifamikil og margþætt
embættisstörf liefir hann
stundað búskap um mörg ár.
Vinnur hann að búi sínu hve
nær, sem stund gefst til frá
öðrum störfum. Ekki er þetta
fjárplógsstarfsemi, því að litt
mun Pálmi hafa auðgast á
búskap fremur en margir
aðrir. Heldur er það lífsskoð-
un Pálrna, sem þarna birtist,
það er trú hans á gildi s'veita
lífs og sveitamenningar.
Þessi fáu orð mín til Pálma
Hannessonar nú á fimmtugs-
afmæli hans eiga ekki að
vera neiir eftirmæli. Pálmi er
ungur enn. Viö vinir hans og
samstarfsmenn vonumst eft-
ir því, að hann eigi enn lang-
an starfsdag framundan. Við
berum þá ósk fram í nafni
allrar þjóðarinnar, en jafn-
framt er það eigingjörn ósk,
því að með þér þykir okkur
gott að stai’fa og viljum við
þig blanda geði.
Ég flyt þér, Pálmi Hannes-
son, hugheilar þakkir fyrir
öll okkar kynni og óska að
gæfa og gengi fylgi þér og
,’><T>n heimili.
Sieingrimur SLcwþórsson.
Pálmi Hannesson rektor er
fimmtugur í d2P.. I-Iann er
fæddur 3. janúar 1898 að
Skíöastöðum í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði. Hann er
sonur Hannesar bónda Pét-
urssonar og konu hans, Ingi
bjargar Jónsdóttur.
Pálmi Hannesson tók stúd-
entspróf 1918, en fór að því
loknu til Kaupmannahafnar,
og stundaði nám í náttúru-
fræði við háskólann þar.
Hann valdi sér dýrafræði
sem sérgrein og í henni tók
hann magisterspróf vorið
1926.
Á námsárunum fór Pálmi
ferðalög til aö rannsakg nátt
úru íslands. Hann var í
tveim leiðöngrum með Niels
Niels«i til óbyggðanna í þeim.
erindum. Þá þegar var jarð-
fræðin orðin helzta viðfangs
efni lrans á sviði náttúruvís-
indanna, enda hefir löngum
fai’ið svo fyrir íslenzkum nátt
úrufræðingum. k Jarðfræðin
hefir heillað þá til sín og orð-
ið sérgrein þeii’ra í lífi og
starfi. Svo var á dögum
Sveins Pálssonar og Jónas-
ar Hallgrímssonar jafnt og á
tímum Pálma, Steinþórs og
Trausta. Það er líka eðlilegt,
svo mikiö og .glæsilegt starf,
sem ísland býður á því sviði.
Þegar Pálmi kom frá námi
var hann kennari viö mennta
skólann á Akureyri í þrjá
vetur, en haustið 1929 tók
hann við rektoi’sembættinu
við menntaskólann í Reykja-
vík.
Veiting rektorsembættis-
ins varð mikið deilumál. Þá
voru hörð stjórnmálaátök í
landinu og því,eins og löngum
vill verða, setið um tækifæri
til ádeilna vegna embætta-
veitinga sem annars, en auk
þess var fullkomið brot á hin-
um gömlu veitingavenjum að
sniðganga svo mjög embættis
aldur og alla hefð.Við mennta
skólann í Reykjavík kenndu
þá ýmsir gamlir og merkir
menn, sem talið var sam-
kvæmt gömlum og grónum
reglum, að hefðu rétt til em-
bættisins. En Jónas Jónsson
skipaði í þess stað þrítugan
náttúrufræðing, sem aðeins
þrjá vetur haföi kennt, og
það við amran skóla.
Rektorsembættiö í Reykja-
vík er eitthvert þýðingar-
mesta embætti landsins. Þaö
er erfitt starf að stjórna f jöl-
mennum unglingaskóla hvar
sem er, en ekki sízt þegar
húsakynni' hans eru ófull-
nægjandi svo fjölmennri stofn
un og skólinn starfar auk
þess í bæjaríélagi, þar sem
allt aörir siðir tíðkast en hæf
ir eða hentugir^ykja í skóla-
lífinu.
í byrjun var Pálmi rektor
óvelkominn mörgum Reykvík
ingum í starfið, en síöar kom
styrjöldin og hernámið með
þeim áhrifum, sem því
fylgdu. Það hafa því margs
konar óvenjulegir erfiðleikas
orðið á starfsferli rektors
þetta tímabil.
(FramhalcL á i. síðu)
::
H
§
♦♦
::
AUGLÝSINO NR. 30/1947
frá skömmtunarstjóra.
Um Mrgðfflkönnnn á öllum sköinmtuu*
arvörum.
1
I
::
♦♦
i!
::
I
♦ ♦
::
♦♦
::
♦ ♦
::
8'
?!
!l
«
::
§
il
♦♦
i:
::
::
Samkvæmt heimild í 15. gr. reglugei’ðar frá 23. sept-
ember 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu,
dreifingu og afhendingu vara, er hér með lagt fyrir
alla þá, er hafa undir höndum skömmtunarvörur kl. 6
e. h. miövikudaginn 31. desember þ. á., að framkvæma
birgðakönnun á þessum vörum öllum, svo og gildandi
skömmtunai’reitum. Undanþegnar þessu eru þó heim-
ilisbirgðir einstaklinga, sem ekki eru ætlaðar til sölu
eða notkunar í atvinnuskyni.
Birgðakönnun skal fara fram áður en viðskipti hefj-
ast 2. janúar n. k. og skal tilfæra magn eða verð var-
anp.a eftir því, sem segir til um á hinum þar til gerðu
eyðublöðum, sem send hafa verið út.
Birgðaskýi’sluirum skal skila, greinilega útfylltum og
undirskrifuðum til bæjarstjóra eða oddvita (í Reykja-
vík til skömmtunarskrifstofu rílcisins) eigi síðar en ::
mánudaginn 5. janúar n. k. ::
Jafnframt er lagt fyrir bæjarstjóra og oddvita að H
♦♦
senda í símskeytum til skömmtunarskrifstofu ríkisins í ::
Reykjavík skýrslu um heildai’birgðirnar af skömmtun- :|
arvörunum í hverju umdæmi, sundurliðað eins og vör- ??
♦♦
urnar eru aðgreindar á skýrslueyðublaðinu, eigi síðar ::
en miðvikudaginn 7. janúar n. k. H
♦♦
♦ ♦
♦♦
♦♦
. ♦♦
Reykjavík, 30. desember 1947. ::
♦♦
♦♦
♦♦
♦♦
Skömiutiinarstjjórí. H
♦«
♦♦
::
BáimnninniM
Einar Halldórsson
Ifii’eppstjórl á M.árastölSmii
Þegar komið er vestan yfir
Mosfellsheiði og farið að nálg
ast Þingvelli er það fyrsta,
sem vekur verulega eftirtekt
vegfarandans, mikill og reisu
legur bær, byggður í gömlum
byggingastíl, stór sambyggð
fjárhús á tveim stöðum, stíl-
hrein og falleg, og stór renn-
slétt tún. Þetta eru Kárastaö-
ir, þar sem Einar Halldórsson
hreppstjóri þeirra Þingvell-
inga hefir búið og gert garð-
inn frægan. Er auðséð á öllu
að þarna hefir meira en meö
almaður verið að verki. Vita
líka allir sem til þekkja aö
svo er. — En lífið er ekki eins
varanlegt og vel unnin verk,
og nú er Einar fallinn frá, en
verkin hans munu lengi vara.
— Einar var fældur að Heiða
bæ í Þingvallasveit 18. nóv.
1883. Voru foreldrar hans
Jöhanna Magnúsdóttir og
Halldór Einarsson er þar
bjuggu þá. Þau hjón bjuggu
víðar í Þingvallasveit, en
lengst af á Kárastöðum, en
þangað fluttust þau árið
1903. — í æskú stundaði Éin-
ar öll venjuleg sveitastörf, en
auk þess var hann barnakenn
ari í nokkur ár bæði í Þing-
vallasveit og Grafningi. Til
þessara æskustarfa greip
hann einnig á efri árum
þegar þess þurfti með. Mútti
yfirleitt um Einár segja að
hann væri "jáfnvigiír á állt,
sem hann tók fyrir hendur.
— Snemma varð Einar Hall-
dórsson einn af þekktustu
bændum Suðurlands og bar
þar margt til. — Kárastaðir
liggja við þjóðbraut eiirs og
kunnugt er, og meðan ferða-
lög voru með öðrum hætti en
nú, voru Kárastaðir jafnan
sjálfkjörinn viðkomu- og
gististaður og var oft mann-
margt þar, en þó sérstaklega
um haust og vor. Þótti þar
öllum gott að koma. Þetta
átti sinn þátt í þeim kynnum
sem menn höfðu af Kára-
staðaheimilinu og þeirri vin-
áttu er þar hófst og entist
mörgum ævina út. — En hér
um var Einari ekki allt að
þakka, þvi hann gekk ekki
einn til verks. Árið 1912 gift-
ist hann Guðrúnu Sigurðar-
dóttir (Loftssonar) og hófu
búskap á Kárastööum árið
eftir. Þau eignuðust 11 börn
og eru nú 9 gift. — Guðrún
var manni sínum samhent
eins og bezt má verða og er
ekki hægt að minnast Ein-
ars svo, að Guðrúnar sé ekld
jafnframt getið. Hygg ég það
ekki of sagt þótt fullyrt sé,
að Guðrún sé einhver ágáet-
asta kona sem verið getur. —
Einar á Kárast. var mikill at-
hafnam. eins og bújörð Káris
ber gleggst vitni um. En þó
er fjarri því að þar hafi vgr-.
ið allur vettvangur stai’.fa
hans og áhugamála. ,Um
langt skeið var hann sjálf-
kjörinn forsvarsmaður sveit-
ar sinnar út á við; og innan
sveitar mun hann hafa gengt
öllym þeim trúnaðarstörfum
sem hægt er að koma á eintt
mann. Hreppstjóri var hanh
sðustu 25 árin, en annars er
Öþarft að skilgreina hér nán
ar hin ýmsu störf Einars"í
þágu sveitar sinnar og sýslu.
Út á við tók Einar virkan þátt
í ýmsum bændasamtökum ög
Ivar ötull og áhugasamur um
(Framliald á 6. siðu)