Tíminn - 03.01.1948, Page 4
4
TÍMSNN, laugardagmn 3. jan. 1948
1. blað
PÁLMI HANNESSON
(Framhald af 3. síðu)
Pálmi Hannesson vann
flj'Ött hug nemenda sinna.
Kann er yfirburðamaðúr að
gáfum og ræðumaður ágæt-
ur. Hann talar sérstakiega
fagurt mál, létt og hreint.
Það vill oft við brenria, að
ménn t<rii miður gott mál, þó
að pryðilega séu ritfærir, en
Pálmi hefir tungutak svo
hremt og lipurt að sérstakt
ér'. Hann ér skemmtilegur og
’goðíir kennari og vinsældir
hans og áhrif hafa blátt á-
fram ráðið því, að íslenzkum
náttúruvísindum hafa bætzt
ágætir menn, sem ella hefðu
farið aðrar leiðir.
Þaö búa töfrar í framkomu
og umgengni sumra manna,
svo að nærvera þeirra ein,
rödd og bros verkar þægilega
og heillandi á menn. Pálmi
Hannesson er einn slíkra
manna.
Serstaklega veitist Pálma
•rektor auðvelt að vinna hug
nemenda sinna í ferðalög-
um. Frá persónu hans stafar
prúðmannlegri gleði og alúð.
Ha:nn kann vel að vera með
ungum mönnum. Og þegar út
er komið er hann fræðarinn
-og leiðbeinandinn, sem veit
skil á öllu, — jafnt náttúru
iandsins sem ferðamennsku
og utilíí'i. Þá er rektor félag-
inn, sem stjórnar för nem-
enda sinna og opnar augum
þeirra og skilningi ný svið og
• iiýjar dasemdir í náttúru
iandsins.
Pálmi Hannesson er maður
þjóðrækinn af hjarta og sál.
Þaö er honum jafn eigin-
iegt og iifandi kvistur grær
á gömlum stofni. Því er ekk-
ert tildurlegt né tilgert við
þá þjóðrækni. Slíkur kostur
á. rektor menntaskólans verð
ur seint oí metinn.
Það bárust nýjir straumar
með hmum nýja rektor inn í
menntaskólann., Hann var á-
hugamaður um bindindi og
íþróttir og gætti umskipta
þess vegna í skólalífinu eftir
að hann tók við stjórn, þó að
tizka bæjarlífsins hafi of
mjög nað til skólans með á-
hrifum sinum. En þó að skól-
ar verði jafnan að gjalda
þess, sem miður fer í um-
hveríi þeír.ra, og stundum
afhroð' mikið, sýnir það þó
íyrst ,og íremst hve mikils er
vert, að áhrifamenn þeirra
Þggi þeeim öflunum lið, sem
betur gegnir.
Þeiiri, sem hafa kynnt sér
starf Pálma á sviði uppeldis
og skólamála, þykir mörgum
sem það hafi verið mikill
skaði, aö hann fékk ekki að
stjórna menntastofnun, sem
óháðan væri umhverfi, svo
sem menntaskóla í sveit. Þar
hefðu áhrif hans og forystu
hæíileikar betur notið sín til
að rnota hiö vaxandi fólk. En
hitt er satt, aö hvergi er meiri
þörf góðra uppeldisleiðtoga
en einmitt þar, sem verst er
sé.ð fyrir öðrum skilyrðum.
Pálmi Hannesson hefir
ekki einskorðað starf sitt við
rektorsembættið. Hann hefir
á hverju ári ferðazt meira og
minna um landið til náttýjru-
fræðilegra rannsókna. Enginn
'rnaður, sem nú er uppi, þekk-
ir ísland jafnvel og hann, því*
aö hann hefir ferðast fram
og aftur um sveitir og óbyggö
ir og minni hans um örnefni
,cg: einkenni þykir óbil.andi
trútt. Hann hefir skrifaö
nokkrar ritgerðir um náttúru
fræðileg efni og bera þær öll
einkenni góðs rithöfundar og
nákvæms vísindamanns. En
mestitír sá fróðlléikur, sem
hann hefir aflað, er geymd-
ur í dagbókum hans, en mæt-
ir náttúrufræðingar sem til
þekkja, segja dagbækur
Pálma sérstaklega nákvæmar
og ýtarlegar og bera öll ein-
kenni óvenjulegra gáfna og
vandvirkni eins og önur 'verk
hans.
Pálmi Hannesson er mikill
feröamaður og mun enginn
fram í því að stjórna lesta-
ferð. Eins og góðum Skagfirð
nútíðarmaður taka honum
ingi sómir kann hann vei með
hesta að fara, og hann er
æðrulaus og ötull, hvort sem
á vegi verða brattir jöklar
eða beljandi jökulsár. Öræfa-
ferðir um ísland henta ekki
aukvisum og vesalmennum,
en slíkar mannraunir eru
hollar þeim mönnum, sem
færir eru til þeirra.
Pálmi Hannesson sat um
tíma í útvarpsráði. Hann
vann sér hylli og traust út-
varpshlustenda, sem meöal
annars má sjá af því, að
hann var kosinn í útvarpsráð
1935, þegar útvarpsnotendur
kusu sjálfir fjóra menn í ráð
ið, og lagði þó enginn stjórn-
málaflokkur blessun sína yfir
lista Pálma. Það var traust
og álit þjóðarinnar á Pálma
Hannessyni, sem þar kom
fram. Sem ræðumaður og
fyrirlesari í útvarp er Pálmi
vinsæll og dáður. Og sumar
ræður hans við setningu eða
uppsögn menntaskólans hafa
vakið mikla athygli, þar sem
þeim hefir verið á loft hald-
ið.
Vorið 1937 bar svo til, að
séra Sigfús Jónsson, sem ver-
ið hafði þingmaður Skagfirð-
inga næsta kjörtimabil á und
an og var í framboði, veiktist
og lézt í miðri kosningabar-
áttunni. Var þá lagt, að Pálma
Hannessyni að gefa kost á
sér til framboðs í staðinn og
gekkst hann undir þánn
vanda. Og þó að hann tæki
litinn þátt í kosningaundir-
búningi af þessum sökum,
var hann kosinn fyrsti þing-
maður Skagfirðinga og.sat á
þingi til haustsins 1942.
Viö síðustu bæjarstjórnar-
kosningar var Pálmi kosinn
í bæjarstjórn Reykjavíkur.
Sem stjórnmálamaöur hef-
ir Pálmi reynst sem annars
staðar, frjálslyndur maður og
víðsýnn, vandvirkur og til-
lögugóður. Hann er enginn
styrjaldarmaður að skap-
lyndi, því aö lundin er ekki
herská, en hann getur bar-
izt hart og kappsamlega, ef
málefni standa til, og er þá
í bezta lagi rökfimur og ötull
málafylgjumaður. En þó að
hann skipaði sér ekki í
fremstu röð baráttumanna
þingsins, tók hann mikinn
þátt og góðan í meðferð
mála í flokki sínum. Og sem
miöstjórnarmaður Fram-
sóknarflokksins hefir hann
bæði fyrr og síðar lagt slnn
skerf til að móta stefnu hans
og afskipti af þjóömálunum.
Ekki veröa trúnaðarstörf
Pálma Hannessonar talin hér
svo að tæmandi sé. Hann
hefir lengi setið í mennta-
málaráði, verið í stjórn Nátt-
úrufræðifélagsins og Ferða-
félagsins, formaöur Veiði-
málanefndar og margt fleira.
Þó að Pálmi Hannesson sé
enn í blóma starfsaldurs síns,
á hann mikið starf að baki.
Hann hefir verið rektor
lengur flestum mönnum öðr-
um og allir líta nú svo á, að
skipun hans í það embætti
hafi verið farsællega ráðin.
Og þjóðin væntir þess, að
enn um skeið muni hún njóta
starfskrafta hans og hæfi-
leika á því sviöi.
En það er eflaust á mörgum
sviðum öörum, er fólk væntir
þess að njóta góðs af Pálma
Hannessyni fyrir stefnu sína
og áhugamál, og yrði það of-
langt upp að telja. Og þeir,
sem unna náttúru íslands og
þeim fræðum, sem einkum
eru henni tengdar, munu láta
sig dreyma um það, aö síðar
fái hinn mikli ferðamaður
og könnuður tíma og tóm til
að sinna ritstörfum í sér-
grein sinni, svo að árangur-
inn af lífsstarfi hans á sviði
náttúrurannsóknanna verði
sem mestur og varanlegast-
ur, þó að enn um hríð verði
þau störf unnin, sem hress-
andi .og karlmannleg hvíld
og tilbreyting í sumarfríum
frá þreytandi ábyrgðar störf-
um skólastjórnar og rfþpeld-
ismála, svo að sá fróðleikur,
sem aflast, verði að mestu
leyti að bíða í dagbókunum.
Pálmi giftist sumarið 1926
Ragnhildi Skúladóttur Thor-
oddsen.
Hver skiliir þetta?
Að kvöldi hins 30. desem-
ber, kvöldið fyrir gamlárs-
dag varð eldur laus í Reykja-
vík og tvö hús brunnu til
kaldra kola á skammri
stundu. Fyrir vasklega fram-
göngu slökkviliðsins urðu.
timburhúsin í grenndinni
varin, svo að voðaeldurinn
náði ekki að breiðast lengra
út.
Tryggingarfélögin greiða
eigendum húsanna, sem
brunnu í þurrum eldsvoða
meira en hálfa milljón króna.
Það fé innheimtist aftur í
iðgjöldum af brunatryggðum
húseignum.
Engiíy skýrslur liggja fyrir
um tjón það, sem orðið hefir
á innanstokksmunum. En
þrjátíu manns varð heimils-
laust og húsvillt í einni svip-
an við þennan bruna.
Hverjum þykir gairian að
þessu?
Þetta var kvöldið fyrir
gamlársdag.
En á gamlárskvöld fara svo
hundruð ungra mamp. um
götur bæjarins og geysa mjög
stjórnlaus og brjáluð af í-
kveikjuæði. Þá er eldur bor-
inn að húsum manna og
reynt að kveikja í þeim hér
og þar. Jafnvel þar sem
geymt er benzín og sprengi-
efni er reynt að kveikja bál,
þó að skammt sé til næstu
íbúðarhúsa og þau standi
þétt saman.
Klukkustundum saman á
lögreglulið bæjarins í lát-
lausum skærum við þessa ó-
aldarflokka. Og það er ein-
ungis vegna har'ðsnúinnar
baráttu lögreglunnar ðg góös
skipulags á liðssveitum henn
ar að stór hverfi í bænum
brenna ekki til kaldra kola,
því að enda þótt slökkviliðið
sé vel mannað og búið góð-
um tækjum, er það engan
(Framhald á 6. slðul
Nýtt ár er runnið upp. Hátíðis-
dagarnir eru að baki og framundr
an er nú aftur hversdagslegur
starfstími. Ef til vill eigum við dá-
lítið misjafnlega gott með að festa
okkur við störfin aftur með fullu
jafnvægi fyrst í stað. Okkur lætijr
ekki öllum ■ jafnvel að létta af
okkur áhyggjum og amstri hvers-
dagslífsins á þann hátt, að því
fylgi hvorki þreyta, leiði né
tregða, þegar starfstíminn byrjar
aftur. En það er einmitt sú list,
sem okkur ríður mikið á að læra.
Eitt á enda ár vors lífs er runn-
ið. Merkilegt ár. Það var ár vel-
sældar og velmegunar getum við
sagt, því að hverjum heilbrigðum
manni var auðvelt að fá sér at-
vinnu, sem svo vel var borguð að
dygöi fyrir daglegum þörfum. En
þeir, sem stóðu í ýmsum fram-
kvæmdum, hafa raunar aðra sögu
að segja, því að þar hefir margt
vantað og flest verið dýrt, svo að
erfitt er að sjá fram úr, hvernig
greiðast muni. Og það hefir sízt
verið auðveldara fyrir þann, sem
aðeins hefir handafla sinn við að
styðjast, að eignast framleiðslu-
tæki eða hús þetta síöasta ár, en
oft áöur.
Nú loka menn reikningunum,
gera upp við sjálfa sig og aðra.
Það er alltaf góð regla að horf-
ast í augu við stáðreyndirnar,
enda segir hið fornkveðna, að
hygginn maður athugar sinn gang,
en dárinn er djarfur og ugglaus.
Það má alltaf margt læra af
reynslu liðins tíma og ekki siður
nú en endranær.
Við höfum farið illa með margt
undanfarið. Lítið hefir oft orðið
úr fjármununum, tómstundunum
og enda starfsdögunum sjálfum
Engar skýrslur eru til um þá só-
un, en þegar okkur vantar menn
til nýtilegra starfa og fjármuni til
nauösynlegra framkvæmda, þá er
ekki annað hægt en að sjá eftir
því, sem farið hefir í eyðslu og ó-
ráðssemi. En því að eins er gagn
að iðrun og eftirsjá, að henni
fylgi yfirbót.
Okkur hættir stundum við því,
að snúa gleði okkar og fögnuði upp
í léttúð og kæruleysi. Það er í
rauninni lítilmennska. Hitt er
karlmannlegra að geta notið gleði
líðandi stundar áhyggjulaust, án
þess að gléyma baráttu lífsins. Sá,
sem ekki kvíðir hllutverki kom-
andi daga, og væntir átaka morg-
undagsins með karlmannlegum
fögnuði, getur glaður eytt kvöld-
inu með góðum vinum, fleiri eða
færri. Þrekmennið og hetjan hefir
ekkert að flýja og engu að gleyma
og öryggiskenndin gefur þá innra
jafnvægi, svo að gleði og hvíldar
verður notið vitandi vits án allr-
ar ástæðu til að ala grunsemdir
um að verið sé að stela í einhverju
formi frá framtíðinni. Það er ein-
mitt lítilmennskan, sem spillir
skemmtistundunum og skemmt-
analífinu.
Og þó er annað atriði, sem ekki
má heldur gleyma, því að það
eitrar líf margra. Það er óbeitin á
skyldustörfunum, ógeð á lífsstarf-
inu. Menn líta gjarnan á atvinnu
sína sem eitthvað strit og böl, sem
þeir verði að fást við, af því það
sé ekki annars úrkosta. Slíkt fólk
er ógæfusamt, og sérstaklega
vegna þess, að það bíður tjón á
sálu siríni, þar sem hinum eru
störíin andleg fullnæging og end-
urnærmg. Starfsgleðin er undir-
rót sannrar lífshamingju og and-
legs þroska. Og við skulum reyna
að velja okkur viðfangsefni á nýja
árinu, á þann hátt, að við höfum
gaman af þeim og getum trúað á
gildi þeirra. Þar við liggur að
miklu leyti hamingja okkar
sjálfra og menning þjóðarinnar.
Gleðilegt nýár.
Pétur landshornasirkill.
Hugheilar þakkir til hinna mörgu nær og fjær, sem
auðsýndu samúð og vináttu við fráfall og jarðarför
konunnar minnar,
ISsillslóru JósBselóítHr.
Fyrir mína hönd, barna okkar og tengdabarna.
Sigurður Ólafsson.
Móðir okkar elskuleg,
I»óra Gnðjósisdóítir
frá Borðeyri,
andaðist aö Laugarbóli á nýársnótt.
Ásta Jónsdóttir. Ragna Jónsdóttir.
Torfi Jónsson.. Karl Á. Torfason.
C hev r olet
v ör ubif r eið
21/2 tonna, módel 1941 til sölu ásamt varahlutum,
mjög vel með farin. Verð mjög sanngjarnt, ef samið
er strax. Upplýsingar gefur Árni Stefánsson, Laugar-
veg 40B, frá kl. 5—8 næstu kvöld.