Tíminn - 17.01.1948, Qupperneq 4
4
TÍMINN laugardaginn 17. jan 1948
Sjálfsævisaga
'Sjáljsœvisaga séra Þor-
steins Péturssonar á Stað-
arbakka. Haraldur Sigurðs-
son bjó til prentunar. — Út-
géíandi Hlaðbúð, Reykja-
vik, 1947. — Prentsmiðjan
Hólar annaðist prentun.
Höfundur bókar þeirrar,
sem hér er í fyrsta sinn gefin
út á prenti, var merkisklerkur
á 18. öld, í'æddur 1710, látinn
1785. Hann var af „frómu al-
múgafólki" kominn, ólst upp
hjá afa sínum og ömmu, er
bjuggu að Bálkastöðum í
Hrútafirði, lærði undir skóla
hjá séra Wormi Bjarnasyni á
Melstað og fór 19 ára gam-
all x Skálholtsskóla. Þar nam
hann síðan hjá Jóni skóla-
meistara Þorkelssyni og naut
hanaleiðslu hins ágæta
manns, Jóns biskups Árna-
sonar. Eftir fimm vetra nám
lauk Þorsteinn prófi og hvarf
heim til foreldra sinna, „ekki
illa skikkaður útvortis, en ó-
umventur í hjartanu". Um
haustið var hann „kallaður af
prófastinum, séra Wormi
Bjarnasyni á Melstað, til að
vera hans meðþénari í prest-
legum verkum.“ Pór Þor-
steinn þegar horöur að Hólum
og var vígður til prests af
Steini biskupi Jónssyni. Hóf
hann nú prestsstörfin, þótt
ekki segist hann hafa verið
vei undír þau búinn. „Með
hvilíkum ótta og áhyggju ég
gekk að gjöra þau heilögu
verk, veit Guð sjálfur bezt.“
Þá vikur séra Þorsteinn að
kvonfangi sínu, og segir
skemmtilega frá því. Er eigi
lítil aldaríarsmynd í hinum
hógværu og fábreyttu orðum:
„Strax á fyrsta vetri míns
embættis jókst það ofan á
aðrar minar áhyggjur, að mér
var ráðið af föður mínum og
principal að taka mér konu til
ekta til staðfestingar ráði
mínu, hvar til ég hafði þá þó
enga þanka. En sökum þess ég
skyldi fara að búa á hálfum
Melstað, svo fékk þetta fram-
gang, aö ég var trúlofaður
Guðrúnu Teitsdóttur á Efra-
Núpi, sem þar hélt þá bú á-
samt með systkinum sínum,
eftir andlát föður og móður.
Hún var einu ári eldri en ég
og var skikkanleg, bæði að
umgengni og áliti. Þó hafði ég
enga girnd til ektaskapar við
hana, neldur fór að ráðum
og íortölum þeirra, sem for-
sjón vilau hafa fyrir mér, því
ég var enn nú sem barn, er
eicki kunni annaö en hlýða
þeim, sem áöur höfðu verið
yfir mig boðnir.“
Og áhyggjur hins unga
kierks, eiginmanns og hús-
bónda, voru margvíslegar:
„Þá eg kom í eina sæng hjá
konu minni var mér ekkert
siður hug en holdsins
girndir, því ég tók nú aö
hugsa tíl þess, hvað miklum
vanda og þunga ég hafði alla
reiöu upp á mig hlaðið, sem
var of ungur, óreyndur og ó-
fær til að gjörast nú undir
eins ektamaður, húsbóndi,
faðir og kennimaður. Já, sam-
vizka mín veit það, að fyrst
um noxkrar nætur, þá kona
min svaf, var ég oft vakandi
og votur af tárum í sænginni
hjá henni, biðjandi minn Guð
að koma til með mér og
hjálpa mér í öllum fyrirhaf-
andí efnum, hvað hann og
hefir bænheyrt miskunnsam-
lega, svo inn til þessa dags
hefi ég enga neyð liðið í lífs-
uppheldi og ekki í neina van-
virðing hrasað.“
13 blað
séra Þorsteins Péturssonar
Efíir €iSls Gn$inii9ulssoit rithöfimd
Síðan rekur séra Þorsteinn
þróunarsögu sína áfram,
hversu hann „fór að íhuga
lærdóm freistinganna“ og
hverjar voru „þær andlegu
bækur, sem fyrst hafa opnað
fyrir mér skilning sáluhjálp-
arinnar.“ Nú er kornið að al-
gerum hvörfum í ævi séra
Þorsteins. Píetisminn, hin
kunna heitrúarsefna, hafði
um þessar mundir skotið rót-
um í Danmörku, og vildu
dönsk stjórnarvöld með engu
móti láta islendinga fara á
mis við blessun þeirrar stefnu.
Var því sendur hingað til
lands ungur og mikilhæfur
guðfræðingur, prýðilega
menntaður, siðavandur og á-
hugasamur mjög, Ludvig
Harboe, síðar Sjálandsbiskup.
Skyldi hann um stundarsakir
fara með biskupsvald í Hóla-
biskupsdæmi, kynna sér trú-
arlíf landsmanna, menntun
og ástand klerkastéttarinnar,
og gera tillögur til umbóta,
eftir því sem ástæða þætti til
og við yrði komið.
Harboe var yfirleitt illa tek-
ið í fyrstu, og snérust klerk-
ar hið versta við komu hans.
En það breyttist skjótt, er
hann fór að kynnast, því
maðurinn var mikilhæfur, að
vísu einbeittur og vandlæt-
ingasamur nokkuð, en sann-
gjarn og hófsamur. Hafði
koma Harboes hin mestu á-
hrif á séra Þorstein, er tók nú
að hallást mjög eindi’egið að
píetisma. Ui’ðu þeir vinir góð-
ir, og er auðsætt, að Þorsteinn
hefir dáð Harboe umfram
flesta menn aðra. Hitt kem-
ur og glöggt fram, að Harboe
hefir þótt séra Þorsteinn efni-
legur maður, enda veitti hann
honum Staðarbakka-presta-
kall, gerði hann að prófdóm-
ara við Hólaskóla og fól hon-
um fleiri vandasöm störf. Ár-
ið 1846 var séra Þorsteinn
gerður prófastur í Húnaþingi.
Tók hann nú að gerast ærið
siðavandur og umsvifamikill,
eins og hann lýsir mjög ná-
kvæmlega í ævisögunni. Hann
var þeirrar skoðunar, að heið-
arleiki og siðferði væri að
glatast með þjóðinni, sakir
skorts á umvöndunarsemi og
refsingum. Eins og sannur
píetisti þóttist skyldur til
gagnvart guði sínum og trú,
beitti hann sér harðlega gegn
hverju því, er hann taldi and-
stætt hreinu og kristilégu líí-
erni. Taldist í þeim flokki
margt það, sem á síðari tím-
um hefir eigi verið álitið
syndsamlegt né gagnstætt
góðri breytni. En hvort sem
séra Þorsteinn er að berjast
við svikula og hyskna klerka,
eða hamast af ofstæki gegn
leikum og skemmtunum,
gerir hann það af heilum
huga og öruggri sannfæringu
þess, að málstaðurinn væri
góður. Hann verður að vísu
stundum dálítið skoplegur í
augum okkar nútíðarmanna,
en aldrei óheill eða hræsnis-
fullur. Kenning hans átti
erfitt uppdráttar, enda hefir
svo jafnan verið um allar
heittrúarstefnur, sem hingað
hafa borizt. Séra Þorsteinn,
sem teljast verður höfuð-
klerkur píetismans á íslandi,
varð að sætta sig við það
hlutskipti, að tala oft og ein-
att fyrir daufum eyrum og
lenda í andstöðu við rétt&r-
og siðaskyn þjóðarinnar, a.
m. k. þegar hann gekk lengst
í umvöndunarsemi sinni. Er
fróðlegt og girnilegt til lífs-
skilnings að fylgjast með því
í ævisögunni hvernig hugur
séra Þorsteins mildast smám
saman er á líður,~ og umburð-
arlyndi hans vex. Þannig
kennir lífið, jafnvel hinum
ákafasta afneitara þess, Þor-
steinn klerkur verður allur
mannlegri og skilningsbetri
á brot meðbræðra sinna og
breyskleika, án þess að sætt-
ast nokkru sinni við það, er
hann telur siðlaust og illt.
Ævisaga séra Þorsteins er
merkilegt rit fyrir margra
hluta sakir. Hún er víða
nokkuð þungur lestur, ekki
eins barmafull af lífi og t. d.
saga séra Jóns Steingríms-
sonar. En hver sá, sem hefir
þrek til að lesa bókina, kynn-
ist þar svo mei’kilegum hlut-
um, að hann mun naumast
sjá eftir þeim tíma, sem í
lesturinn fór. Hér er að finna
margvíslegar heimildir um
siði og skoðanir manna á 18.
öld, heimildir, sem eigi eru
annars staðar. Og það er
hvergi nærri lítils virði, að
geta séð beint inn í hugskot
og sál fyrirklerks á þessu
tímabili, strangtrúaðs og
heiðarlegs, virða fyrir sér
hvernig hann hugsar hvern-
ig hann bregst við vand-
kvæðum og erfiðleikum lífs-
ins. Þætti mér ekki ósenni-
legt, að bæði fræðimenn og
skáld ættu eftir að sækja
ýmislegt efni til þessarar
bókar.
Að sjálfsögðu saknar mað-
ur þess, hve lítið er rætt í
ævisögunni um daglegt líf
og störf manna á 18. öld. Um
allt slíkt er séra Þorsteinn
næsta þögull. Ástæðan er sú,
að klerkur er ekki að rita
ævisögu í þeirri merkingu,
sem oftast er lögð i það orð.
Hann er fyrst og fremst að
semja embættissögu sína,
lýsa prestskap sínum og
prófastsstörfum, vafalaust í
þeim ákveðna tilgangi, að
það mætti verða öðrum til
lærdóms og eftirbreytni. —
Samkvæmt þeim tilgangi
verður að nieta bókina, en
ekki eftir einhverjum allt
öðrum mælikvarða.
Utgáfa þessa mikla rits,
sem er nálega 500 bls. í stóru
broti, er með sérstökum á-
gætum. Haraldur bókavörð-
ur Sigurðsson hefir annast
útgáfuna, og enga fyrirhöfn
til þess sparað, að hún yrði
sem fullkomnust og nota-
bezt. Prófarkalestur virðist
vera meö sérstökum ágætum,
og var hann þó hvergi nærri
vandalaus, þar sem Þorsteinn
klerkur bregður oft fyrir sig
latínu í bók sinni. Latínan
(nema heil latínubréf) er
þýdd á íslenzku, og hefir
prófessor Guðbrandur Jóns-
son annast það starf. Léttir
það eigi lítið ólærðum mönn-
um lestur bókarinnar.
Haraldur Sigurðsson ritar
mjög greinargóðan inngang
að ritinu. Er þar miklu efni
gerð ágæt skil á 12. bls. Skýr-
ingar hefir Haraldur einnig
samið fjölmargar. Koma þær
að góðu gagni, þótt stuttorð-
ar séu. Loks fylgir nafna-
skrá.
Bókaútgáfan Hlaðbúð á
mikið þakklæti skilið fyrir
(Framliald á 6. síöu)
Guðmundur Ingi sendir baS-
stofuhjalinu bréf, sem birtist hér.
Svo sem sjá má er þa,ð um ára-
mótafagnað og ólseti, ölfrumvarp,
blaðaskrif, skömmtun og fleira. Ég
vænti þess að þeir lesendur Tímans
verði alltaf fleiri og fleiri, sem
senda okkur línu, því að þessir dálk
ar eiga að vera vettvangur fyrir
það, sem við hugsum og segjum
um þjóðmálin á breiðum grund-
velli, hver í sínu horni. Svo kemur
þá bréfið hér:
„Herra Landshornasirkill!
Ekki get ég nú orða bundist, þótt
ég sé hér úti á landshorni, og það
kemur þá líklega í réttan stað að
skrifa þér. Ég hefi hlustað með
undrun og furðu á fregnirnar af
skrílslátunum í Reykjavík á gaml-
árskvöld. Kemur mér þá margt í
hug um uppeldi unglinganna þar
í bæ, þó að ekki sé hér ritað. En
ekki furðar mig, þó að kommún-
istaí og íhaldsmenn séu fjölmenn-
ir í þeirri borg, sem á múg af
svona unglingum. Hitt þykir mér
furðuleg tilhögun, þegar menn fá
ekki jólatré, að unglingar geti vað-
ið í sprengjur og sprengiefni eftir
vild, að því er virðist. Það hefði
verið nær, að taka voðann frá
óvitunum, en lofa börnum og öðr-
um að njóta saklausrar gleði af
jólatrjám.
Ég er ekki með þessu að fárast
yfir þvíj' að jólatré voru ekki flutt
inn, en ég harma það, að unglingar
nota sprengiefni sjálfum sér og
öðrum til tjóns, þegar bændum
gengur erfiðlega að fá sprengiefni
til jarðabóta. Þetta er nú ef til vill
ekki nema í samræmi við það að
skammta skó, en ekki tóbak — eða
þá hitt, að hafa áfengi óskammtað
á boðstólum, meðan ullarföt eru
skömmtúð og sjóstígvél fást ekki.
Getur það verið, að þeir, sem ráða
þessu, séu að hugsa um velferð
þjóðarinnar, atvinnuvegi hennar og
menningu? Spyr sá, sem ekki veit.
Þá er það ölfrumvarpið. Ég hefi
verið að bíða eftir því, að sjá í ísa-
fold grein Sigríöar Eiríksdóttur, þá
sem birtist í Morgunblaðinu, en
hún er enn ekki komin fyrir mín
augu í vikublaðinu, og hefi ég þó
beöið granna mína að gera mér að-
vart, þegar þeir sjái hana. Það var
grein, sem átti erindi út um land.
Ég tek undir með Sigríði: Hvað
hafa flutningsmenn ölfrumvarps-
ins gert til þess að minnka neyzlu
sterku drykkjanna? Hafa þeir verið
forgöngumenn í bindindisfélögum?
Hafa þeir flutt tillögur um að
hætta vínveitingum í opinberum
veizlum? Hafa þeir krafizt þess, að
héraðabönnin kæmu til fram-
kværnda? Þegar þeir flytja þessi
mál á alþingi, skal ég trúa því, að
þeir vilji minnka drykkjuskapinn,
en ölfrumvarpið kemur mér ekki
til að trúa því. Bezt myndi ég þó
trúa góðvilja þeirra í þessum efn-
um, ef þeir legðu til- að banna í
landinu, alla áfenga drykki, nema
ölið, sem þeir vilja fá.
Um ðaginn voru nokkrir menn
saman komnir hér við sjóinn og
ræddu m. a. um ölfrumvarpið.
Ungur hljóðfæraleikari var meðal
þeirra, sem taldi að áfenga ölið
myndi verða stórhættulegt ung-
lingunum. Hann sagði eitthvað á
þá leið, að þetta væri líkt og aö fá
börnum munnhörpu, áður en þau
væru fær um aö fást við stærri
hljóðfæri.
Sama daginn hitti ég ungan út-
gerðarmann í Súgandafirði og
spurði hann frétta, Hann gat þess
| helzt, að nýi báturinn hans hefði
verið mölvaður fyrir honum. Ensk-
ur togari hafði rennt á hann, og
skipstjóri togarans var drukkinn.
Útgerðarmaðurinn sagði: „Þetta
stafar af drykkjuskapnum. Svona
! gefst hann.“ Þar stóð vínmaður
! nærri og hlýddi á þetta þegjandi,
i mér fannst hann allur rýrna, þar
' sem hann stóð. En ég festi mér í
minni, að togaraskipstjórinn var
frá Englandi, miklu fyrirmyndar-
landi um ölneyzlu og bjórdrykkju,
eftir því sem okkur er sagt.“
Ég er alltaf aö vonast eftir til-
skrifi frá ölmönnunum.
Pétur landslvornasirkill.
Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig á átt-
ræöisafmælihu meö blómum, skeyutm og gjöfum.
Guð blessi ykkurúll.
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
Brekkukoti Óslandshlíð.
F ramsóknasfélag
Reykjavíkur
heldur almennan félagsfund í Breiöfirðingabúð þriðju-
daginn 20. janúar, og hefst hann kl. 8.30.
Fundarefni:
Stjórnmálahorfur og áætlunarbúskapur, máls-
hefjandi Hermann Jónasson.
Félagsmenn eru beðnir að vinna að góöri fundar-
sókn og taka með sér nýja félagsmenn.
Framsóknarnienn utan af landi eru velkomnir á
fundinn
Stjórnin.
<►
<►
<►
i
<►
o
<►
<►
<►
<►
< ►
<►
<►
<►
<►