Tíminn - 05.02.1948, Síða 8
Fyrir nokkru síðan gerði hræðilegan fellibyl á Filippseyjum. Æðandi
stormurinn kollvarpaði fjölda húsa, og margir menn biðu bana í
þessum hamförum náttúrunnar. Myndin hér að ofan gefur dáiitla
hugmynd um það, hvernig vistarverur fjölda fólks voru Iciknar, þeg-
ar fellibylinn lægði.
Skemmdir í ofvíðrinu:
Þrjár hlöður fuku
að Seljavöllum und-
ir Eyjafjöllum
í ofviðrinu, sem geysaði um
helgina síðustu, fuku þrjár
hlöður að Seljavöllum undir
Eyjafjölium. Sviptist þakið af
þeim öllum á aðfaranótt
mánudagsins, og var aðeins
ein hlaða á bænum, sem stóð
af sér veðrið.
Hey fauk þó ekki til muna,
en miklar skemmdir urðu á
heyjum af völdum rigningar.
Mjög erfitt hefir verið að
setja nýtt þak á hlöðurnar,
því að járn er ófáanlegt. Hef-
ir orðið að tína saman gam-
alt plöturusl til þess að gera
við hlöðurnar til bráðabirgða.
— Bóndinn á Seljavöllum
heitir Óskar Ásbjörnsson.
Skaftfellingar vona,
að Dyrhólaós verði
mældur í sumar
t
Frá fréttaritara Tímans
í Vík í Mýrdal.
Almenn ánægja er yfir því
hér eystra, að vonir standa
til þess, að mælingar og at-
huganir á aðstöðu til hafn-
argerðar við Dyrhólaós fari
fram á næsta sumri.
Kunna héraðsbúar þing-
manni kjördæmisins beztu
þakkir fyrir framgöngu hans
og afskipti af málinu og
vænta þess, að sú verði nið-
urstaðan, að þeim, sem hafn-
armálum landsins stjórna,
þyki tiltækilegt að ráðast í
framkvæmdir við ósinn.
Tíð hefir verið mjög mild
í vetur, en nokkuð umhleyp-
ingasöm. Snjór hefir enginn
verið, nema um tíma framan
af janúarmánuðí.
Símasambandslaust var
eina viku vegna bilana á lín-
unni undir Eyjafjöllum.
Einkennileg eld-
fluga á lofti yfir
Siglufirði
Kom úr austurátt og
bar hratt yftr
í gærmorgun klukkan
skömmu fyrri sjö sáu verka-
menn, sem voru að fara til
vinnu sinnar, einkennilega
eldflugu á lofti, sem fór með
talsverðum hraða yfir himin-
hvolfið og virtist vera í mik-
illi hæð. Eldfluga þessi kom
úr austur átt og hvarf jafn
skyndilega og hún hafði kom-
ið. Ljós þetta virtist alltaf
haldast í jafnmikilli hæð með-
an það sást frá Siglufirði.
Þetta var bjart Ijós með blá-
an blossa aftur úr sér og virt-
ist helzt vera rakettulag á.
Ekki hefir blaðið frétt af því,
að tekið hafi verið eftir þess-
ari eldflugu annars staðar,
þar sem hún hefir farið yfir
Norðausturland eða Vest-
firði, því að í þá átt stefndi
hún.
Ljósfyrirbrigði þetta verður
ekki skýrt með neinni vissu,
en það minnir á svipuð fyrir-
brigði, er orðið hefir vart á
Norðurlöndum og víðar í vet-
ur.
Bátar almennt að
hefja róðra í Eyjum
Frá fréttaritara Tímans
í Eyjum.
Róðrar eru nú almennt að
hefjast frá Vestmannaeyjum
og er fyrirhuguð útgerð allra
báta þar. Tólf línubátar eru
þegar byrjaðir veiðar og hafa
þeir aflað vel, þegar gefið
hefir. Afli þeirra hefir þá ver-
ið upp í sex smál.
Margir dragnótabátar eru
að búast á veiðar og fyrstu
togbátarnir leggja út frá
Vestmannaeyjum í þessari
viku.
Fjölda brezkra íþróttamanna fýsir
að koma hingað, en óvíst enn,
hvað verður í vetur
ÍUáSið of seint tckið ú dagskrá.^ið þessu
sinni og landið ckki nógsi |»ekkt
Eins og áður hefir verið sagt frá í Tímanum er mikill
áhugi vaknaður í Englandi fyrir ferðalögum hingað til
lands, bæði að vetrar- og sumarlagi. Brezkir skíöamenn
eiga þess nú ekki kost að fara til Noregs eða Sviss, en
hingað er þeim frjálst að fara, þar eð ísland er á hinu
svokallaða sterlingsvæði. Þó eru ekki líkur - til að mikið
verði úr skíðaferðunum hingað að þessu sinrti, meðal ann-
ars vegna þess, að Island er enn of lítið þekkþ sem vetrar-
íþróttaland. Hins vegar má búast við, að brezkt vetrarí-
þróttafólk verði búið að átta sig að ári og kömi þá hingað
í stórum stíl, að óbreyttum aðstæðum. Þar siíin þetta mál
getur varðað mjög hagsmuni Islands í framtíðinni, er vert
að fylgjast vel með því sem gerist í þessu efirw.
í Englandi er enn sem fyrr
verulegur áhugi fyrir skíða-
ferðum hingað til lands i
vetur. En vegna þess, hve
þessar ferðir komu seint til
tals og undirbúningur þeirra
var skammt á veg kominn,
þegar menn ákveða almennt
slíkar ferðir, er óvíst, að mik-
ið verði úr ferðum brezkra í-
þróttamanna hingað i vetur.
Hins vegar má búast við mikl-
um fjölda vetraríþróttamann
að ári, að óbreyttum öllum að-
stæðum á gjaldeyrissviðinu.
Er það þýðingarmikið, að
hægt sé að beina hingað
straumi brezkra skíðamanna
einmitt á meðan gjaldeyris'-
ástand í Bretlandi er þannig,
að fólk á þess ekki kost að
fara til Noregs eða Sviss. Þeg-
ar ferðir hingað eru einu sinni
komnar á, leggjast þær ekki
niður, nema fyrir eindæma
klaufaskap og sinnuleysi okk-
ar sjálfra.
Möguleikarnir á því að gera
ísland að vetraríþróttalandi
eru mjög miklir. Loftslagið
hér er mun hlýrra á veturna
yfirleitt en í Noregi og Sviss,
en hins vegar er oftast næg-
ur snjór á Norðurlandi og allt-
af uppi til fjalla. Gistihúsin
eru líka til norðan lands,
nægilega stór til að byrja
með, þótt vitanlega vanti hér
mikið af gistihúsum, ef veru-
legur skriður kemst á ferða-
mannastraum hingað.
Mikill fjöldi fyrirspurna.
Ferðaskrifstofa ríkisins hef-
ir gefið erlendum aðilum allar
þær upplýsingar um ísland
sem ferðamanna- og skíða-
land, sem óskað hefir verið
eftir. Berst skrifstofunni svo
að segja daglega fjöldi bréfa,
þar sem óskað er svars við
ýmsum spurningum. Er það
bezta sönnunin fyrir þeim á-
huga, sem ríkir nú í Bretlandi
á ferðalögum hingað til lands.
Þorleifur Þórðarson, for-
stöðumaður ferðaskrifstof-
unnar, fór í desember til Eng-
lands og ræddi þar við áhuga-
menn um skíðaferðir hingað.
Ekkert var ákveðið um ferðir
að því sinni, en skrifstofan
auglýsti skíðadvalir hér á
landi í janúarhefti brézka
skíðablaðsins „Ski Notes and
Queries". Hefir skrifstofunni
síðan borizt fjöldi fyrirspurna
fólks, sem hug hefir á að
komast hingað á skíði í vetur.
10, 15 og 20 ddgg. dvalir.
í áætlun sin-ni. gerir skrif-
stofan ráð fyrir þremur mis-
munandi löngum dvölum
skíðamanna hér-,.— 10, 15 og
20 daga. Gert er. ráð fyrir, að
fólkið komi hingað og fari
með islenzku,flugvélinni
Heklu, sem kemur við í Prest-
vík í áætlunarfarðum sínum,
á 10 daga frestij,.auk þess sem
Flugfélag Íslands hefir hálfs-
mánaðarlega ferðir með leigu-
flugvél. En ef úm stóra hópa
væri að ræða, rpyndi flugvél-
in Hekla verða,,fengin til að
flytja þá beina,'jeið frá Lon-
don, ef þess væri óskað. En
það, sem einkum er þröskuld-
ur í vegi fyrir .því, að skíða-
ferðir takist hingað i stórum
stíl frá Bretlandi í vetur, er
tvennt. ísland komst ekki á
dagskrá í Englahdi, sem vetr-
aríþróttaland fyrr en í haust,
og ferðin hingað með dvöl er
nokkuð dýr, en þó ekki dýrari
en svo, að þúsundir Englend-
inga væru fúsir að koma hing-
að þrátt fyrir það, enda er
verðlag á gistingu yfirleitt
hækkandi víða um- lönd, með-
al annars í Englandi.
Brezkar ferðamannaskrif-
stofur taka á móti
pöntunum.
Ferðaskrifstofa ríkisins hef-
ir falið nokkrum brezkum
ferðaskrifstofum að taka á
móti pöntun á vetrardvölum
skíðamanna hér i vetur. Ann-
ast skrifstofurnar alla fyrir-
greiðslu og veita nauðsynleg-
ar upplýsingar, ef á þarf að
halda. Þá hefir skrifstofan
ráðið sérstakan umboðsmann
fyrir sig í London, og veitir
hann einnig upplýsingar um
landið og aðstæður til vetrar-
íþróttaiðkana hér.
Smásíld og þorsk-
ganga uppi við Iand-
steina við Hofsós
Góðnr afli í laálfan
máiassð, cn gangasa
nú liorfin
Frá fréttaritara Tímans
á Hofsósi.
Nú fyrir nokkru gekk smá-
síld hér upp í fjörusteina og
var talsvert veitt til beitu í
landnætur. En fyrir síðustu
helgi hvarf hún aftur brott.
Var þá nálægt hálfur mán-
Úður frá þvi hennar varð
vart.
Á eftir síldinni kom þorsk-
ganga og var þá róið á trillu-
bátum, sem eru fimmtán hér
í þorpinu, fékkst ágætur afli
á línu uppi við landsteina.
En þegar sildin hvarf, lón-
aði þorskurinn einnig burt.
Tveir þilbátar eru hér á
Hofsósi, en hvorugur þeirra
hefir enn byrjað róðra, enda
ekki venja, að þeir byrji fyrr
en í lok febrúarmánaðar eða
byrjun marz. Liggja þeir
norður á Siglufirði á vetrum.
En nú verður hvað úr hverju
byrjað að búa þá á veiðar.
Koraa brezku samn-
ingamanna dregst
Fyrir nokkru var frá því
skýrt, að samningaumleitan-
ir við Bretland mundu hefj-
ast hér i Reykjavik um 10.
febrúar. En nú hefir borizt
hingað frétt frá sendiráðinu
í London um að brottför
brezku samningamannanna
dragist lítilsháttar og munu
því samningaumleitanirnar
frestast nokkuð.
3000 rúður brotn-
uðu, en Snorrastytt-
an haggaðist ekki
í ofviðrinu, sem geisaði um
helgina urðu miklar skemmd
ir í Reykholtsdal. Rúður
brotnuðu víða á bæjum og
þök fuku af húsum. Mestar
i skemmdir urðu þó að Sturlu-
Reykjum, sem er bær utar-
lega í dalnum. Þar eru mikil
gróðurhús og stórt tveggja
hæða íbúðarhús. Heita má,
að gler úr tveimur gróður-
húsum hafi fokið og eyðilagzt
en grindur húsanna standa
uppi að mestu. Þá brotnuðu
einnig 20 rúður í íbúðarhús-
inu, og mun láta nærri. að
samtals hafi brotnað um 3000
rúður á þessum eina bæ.
Hefir bóndinn þar, Jóhannes
Erlendsson, orðið fyrir til-
finnanlegu tjóni, sem nemur
mörgum þúsundum króna,
auk þess, sem illmögulegt er
sem stendur að fá gler í stað-
inn fyrir það, sem brotnaði.
Framar í dalnum og í Hálsa
sveit urðu einnig mikil spjöll
á húsum í veðrinu, en ekki
mun fólk hafa sakað neitt að
ráði.
Snorrastyttan, sem menn
hafa talið riða talsvert í
stormum, stóð hins vegar af
sér veðrið, og er henni vænt-
anlega ekki hætt við falli
fyrst um sinn.
Veður þetta er eitt hið alra
mesta, sem komið hefir á
þessum slógum í mörg ár: